Heimskringla - 20.07.1932, Blaðsíða 4
4 BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINCLA
Hehnskringla
(StofnuB 1SS6)
Eemur út á hverjum miSvikudegi.
Elgendur:
THE VIKING PRESS LTD.
SS3 og S5S Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86 537
Verff blaSsins er $3.00 árgangurinn borglst
fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
RáOsmaOur TH. PETURSSON
«53 Sargent Ave., Winnipeg
Manager THE VIKING PRESS LTD.
«53 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
»53 Sargent Ave., Winnipeg.
"Heimskringla” is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
SS3-S55 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telepbone: 86 537
WINNIPEG 20. JÚLÍ 1932
ÍSLENDINGADAGUR WINNIPEG-
MANNA.
Þjóðhátíðardag sinn halda Winnipeg-
Islendingar á Gimli í ár, en ekki í Winni-
peg, sem siður hefir þó verið síðan löngu
fyrir vort minni. Fyrir þeirri breytingu
hefir áður verið gerð grein, og skal þar
við sitja, nema hvað við skal kannast,
að vér vorum á móti því, að hátíðin yrði
höfð svo langt í burtu, vegna þess, með-
al annars, að það mundi gera svo mörg-
um erfitt fyrir að sækja hana. En auð-
vitað var hægt á það að benda, að lag-
legur hefði hópurinn verið, sem með
Heimfararnefndinni fór alla leið til Þing-
talla um árið, sem staðfesti, að vega-
lengdin til Gimli mundi ekki í augum
vaxa þjóðræknum íslendingum, og þang-
að yrði fargjaldið ekki nema helmingur
þess, sem C. P. R. vanalega heimtaði,
svo ferðin þangað yrði í öllu falli nokk-
uð kostnaðarminni, en til Þingvalla. —
Forseti dagsins, dr. Ágúst Blöndal, sió
oss einnig alveg af lagi með því, að færa
oss þær fréttir, að svo væri til ætlast, að
íslendingadagurinn á Gimli í ár, ætti að
vera alt að því eins góður og hátíðin var
heima. Af því að forsetinn er allra manna
orðvarastur, hættum vér alveg, er vér
heyrðum þetta, öllu andófi, en biðum
samt öruggir almennings úrskurðar. En
rfú vita allir að með hann fór eins og
fylkiskosningarnar, að hann varð mönn-
um stórkostlegt undrunarefni. Eftir það
alt, var ekki um neitt að fást, og sjálfsagt
að sætta sig við orðinn hlut. Samt get-
ur manni ekki annað en virzt eitthvaö
fjandi skrítið við það, hvemig almenn-
ingur greiðir atkvæði í þessu fylki á yf-
irstandandi ári.
En þrátt fyrir alt, er eitt þakkavert í
þessu máli. Og það er , að ekki voru,
eins og í heimferðarmálinu vaktar upp
tvær nefndir, önnur til þess að hafa
Wmnpegj-íslendingadaginn í Winnfipeg,
en hin til þess að hafa hann á Gimli,
og Lögberg og Heimskringla fenginn til
að mæla með sínum staðnum hvort.
Það hefði að vísu orðið talsvert gaman
að því, en grátt hefði það gaman orðið.
Þjóðræknisstarfsviðleitni Vestur -íslend-
inga hefði aðeins með því verið slegin
einni undinni fleiri, fyrir þessa náðargáfu
íslendinga, að kunna að rífast eins og
hamstola væru um það, Sem oft skiftir
sem allra minstu máli.
Aðal spursmálið er nú, að sem flestir
íslendingar í þessum bæ stuðli að þvr,
með nærveru sinni á hátíðinni á Gimli,
að þjóðemis-áhrif hennar verði sem víð-
tækust. Daginn geta þeir gert eins
skemtilegan og tilkomumikinn eða eins
lít.lfjörlegan og leiðinlegan og þeir vilja.
Ferðalagið norður er ekki tilfinnanlega
dýrt, þar sem það er ekki nema 75 cents
fram og til baka, fyrir þá sem ekki hafa
s>nar eigin bifreiðar, en getur þó verið
skemtilegt. Og yfirleitt er tilbreyting í
því fyrir Winnipeg fólk, að fara út úr
bænum að sumrinu, tilbreyting sem gerir
því gott. Um staðinn á Gimil, sem há-
tíðin fer fram á, er og heldur ekki nema
alt hið bezta að segja. Þar er vatnið,
þar eru leikvellir, þar er einn stærsti dans-
skáli fylkisins, þar er ljómandi skemti-
garður, regluleg Eden. íslendngadags-
nefndin hefir unnið af alúð og einlægni,
á hverju sem hefir gengið að því að út-
búa skemtiskrá hátíðarinnar. Svo í
raun og veru skortir ekkert til að Winni-
peg íslendingar geti haft þarna ánægju-
legustu stund og minst ættjarðar og þjóð-
emis sín# eins og vera ber — ef viljan
ekki brestur til þess. En um það getur
hver kent sjálfum sér en ekki öðrum.
Á Iðavöllum við Hnausa verður Is-
lendingadagshátíð þennan sama dag, 1.
ágúst. Þar hefir bezt verið sóttur Is-
lendingadagur vestan hafs um nokkur
ár. Einnig þar eiga menn von á ágætri
skemtun. Ef svo hefði nú staðið á að
þessar íslenzku hátíðir hefði ekki borið
báður upp á sama dag, hefði gaman
verið að sækja þær báðar. En úr því að
svo vildi nú ekki upp í skipið, vildum
vér minna íslendinga hvar sem eru í
þessu fylli á hvorutveggja þjóðarhátíðar-
dagana, ef það mætti verða til þess, að
vekja þá til meðvitundar um að sækja
þá, á hvoruni staðnum sem er, eftir því
sem bezt hentar.
Winnipeg-íslendingar, sem hátíðina
hugsuðu sér að sækja til Gimli, gerðu
vel í því, að fara að gefa sig fram við
íslendingadagsnefndina, eða þá menn
ur henni, sem fólksflutninginn annast,
til þess að fá endanlegar upplýsingar hjá
þeim um ferðina. Nöfn þeirra manna
hafa áður verið birt og eru einnig birt á
öðrum stað í þessu blaði. Látum það
sannast á oss þannan dag, að allir viljum
vér íslendingar vera!
Það er skemtilegt að hafa það á með-
vitundinni, að maður sé að segja sann-
leikann. En sigur málefnisins er alveg
eins óviss fyrir því/
SKOLLALEIKUR
Það er ljótt að þurfa frá því að segja,
að það sem fram fór á Lausanne-fundin-
um nýlega, hafi verið tómur skollaleikur
hálfu Evrópu þjóðanna. En nú er þó
ekki annað sýnna, en að svo hafi verið.
Að afstöðnum þessum fundi, ómaði
heimurnin af sætum svanasöng um það
hvað mikilfenglegt spor hefði þar verið
stigið til þess að létta böl hemsins. Skaða-
bóta skuldirnar áttu að hafa verið lækk-
aðar um 99 dali af hverjum hundrað.
Og hagræðinu fengu menn ekki lýst,
sem leiddi af lausninni frá því skuldaoki.
En hvað er það í raun og veru sem
Evrópu þjóðirnar komu sér þarna saman
um? Eftir nánari fréttum að dæma,
liefir þeim komið saman um það, að
Þýzkaland gæti ekki greitt þeim þessar
skuldir lengur, vegna þess að það fengi
hvergi lán til þess. Og hvað er þá til
bragðs tekið? í stuttu máli það, að
reyna að koma skaðabótp-skuldunum á
Bandaríkin. Evrópu þjóðimar lofast
með öðrum orðum til að gefa þær eftir,
ineð því fast bUndna skilyrði, að Banda-
ríkin gefi annað eins eftir af stríðslán-
um sínum.
Þetta var nú allur mannkærleikurinn
sem Evrópu þjóðirnar létu heimsblöðin
vera að guma með um sig eftir fundinn.
Þær gefa ekki eyrir eftir af stríðslánum
sínum. En að Bandaríkin geri það, til
þess að þær þurfi ekki að tapa svo miklu,
sem hinum svívirðilegu skaðabótaskuld-
um, sem þær reiknuðu sér eftir Versala-
samningunum, það fanst þeim sjálfsagt.
Hatur og undirferli Evrópuþjóðanna
hefir stundum verið málað svart. En
með þessari Lausanne-fundarsamþykt
sinni, hafa þær sjálfar málað það ennþá
svartara, en áður.
Skaðabótaskuldirnar koma Bandaríkj-
unum ekkert við. Það voru Evrópu-
þjóðirnar sem lögðu þær á Þýzkaland
og sambandslönd þess í stríðinu, eftir
eð þau höfðu verið rúin öllu föstu og
lausu, er þá voru föng á. Skaðabóta-
skuldirnar, að öllu teknu af þessum þjóð-
um, voru það svívirðilegasta við Versal-
samningana. Það var engum blöðum
um það að fletta, að Þýzkaland gat ekki
greitt þær. Og þegar svo, að þær
eru búnar að gera Þýzkaland gjaldþrota,
að því leyti, að það getur nú hvergi feng-
ið lán til þess að greiða þær, þá á aö
biðja Bandaríkin að gera svo vel. Banda-
ríkin sáu við skolalleiknum og bitu ekki
á fláræðisönguiinn. Það er alt og sumt.
Árangurnn, að því er snertir bætur á
heimsbölinu, af Lausanne-fundinum, er
því enginn. Ástandið er hið sama og
áður; það er að minsta kosti ekki bjart-
ara yfir en fyr.
Reynsla mín er, segir Ibsen, að fólk-
sé fúsast til að byggja það bezt, sem
það skilur langminst í.
Flestir, sem gera sér upp, eða látast
vera að leika fábjána, eru alls ekki að
leika neitt eða gera sér neitt upp.
NACKTKULTUR.
í fréttagreinum þessa blaðs hefir stund
um verið minst á Rússana í Vestur-Can-
ada, sem svo hrifnir eru af því að ganga
naktir, að orðið hefir að setja þá í fang-
elsi í hundraða tali. Það eru ekki þessi
undra náttúrubörn í vorum augum, sem
orðin, er yfir þessari grein standa, eiga
við. í Þýzkalandi og fleiri löndum Ev-
rópu, og jafnvel á Englandi, sem fast-
heldnast er á gamla siði, hafa risið upp
félög og klúbbar, sem sett hafa það á
stefnuskrá sína, að brýna fyrir mönnum
ágæti þess að ganga nakinn. Einstakling-
arnir í þessum félögum ganga ekki ein-
ungis naktir, þegar þeir eru einir sér,
heldur vinna þeir að því að gefa út bæk-
ur til að fræða menn um hvað mikið
siíkt bæti heilsuna, og hvað klæðnaður
yfirleitt sé þvingandi, og svifti manninn
bæði miklu frjálsræði og eiginlegum
þroska. Þetta er það sem í þýzku orð-
unum felst, sem eru fyrirsögn þessarar
greinar. Orðið “nackt’’ þýðir nakinn, og
“kultur’’ vita allir hvað er.
Það sem eftirtekt nokkra hefir vakið
á þessu nú, er nýútkomin bók, er nefnd er
“On Going Naked’’ (Að ganga nakinn),
og er skrifuð af bandarískri stúlku, er
Jan Gay heitir. Einhverra hluta vegna
fór hún í laumi að iðka það, að ganga
nakin, fyrst í húsinu hjá sér, og síðan
um nætur í skemtigörðum. Segir hún
það unaðslega hressandi, að finna vinda
lofts leika um nakinn skrokkinn, og séu
nokkrir ultra-fjólubláir geislar á ferðinm,
eða regnskúr, spilli það ekki neitt. Um
þetta skrifar hún sem hún væri að skrifa
spennandi skáldsögu.
Hún ferðaðist til Evrópu, og þá varð
hún þess fyrst vör, að til voru klúbbar
og félög, sem iðkuðu þetta. Hún heim-
sótti þá i Þýzkalandi, Rússlandi, Spáni
og Svíþjóð. Allsnakið kvað hún fólk
ekki ganga í þeim, eða slíkt væri und-
antekning, ef það ætti sér stað. í Sví-
þjóð sagðist hún þó hafa komist að því,
að fólk hefði verið á almennum bað-
stöðum klæðlaust með öllu, og án þess
að hugsa eða vera sér nokkuð meðvit-
andi um það. Kvað hún það alda gamlan
sið þar, sem ekkert þætti athugavert
við.
Að öðru leyti kvað hún háttsemi þessa
í klæðnaði eða klæðleysi, hvergi vera op-
inbera ennþá. í sumum löndum væri
einnig alt of kalt til þess. Aftur kvað
hún, þar sem veðrátta leyfði það, eins
líklegt, að það yrði tízka, með tíð og
tíma, að ganga nakinn.
í Canada er það að verða að vandræða-
máli, hvað gera skuli við Rússana, sem
naktir ganga. Gæti ekki bók þessi verið
þeim leiðbeining, sem fram úr því verða
að ráða? Líklegast eru þó lög lög, og
það hefði lítið að segja, þótt Adam og
Eva væru ekki úr Paradís rekin meðan
þau voru nakin, eða fyr en þau tóku upp
á þeim sið að klæða sig!
“SIGURSÖNGVAR”.
“Sigursöngvar’’ er nafn á sálmakveri,
sem G. P. Johnson trúboði hefir nýlega
gefið út. í kverinu eru alls 102 sálmar.
Rúmlega 70 af þeim eru þýddir úr ensku
eða norsku, undir sínu upprunalega lagi.
Hefir útgefandlnn kostað til þýðing-
anna. Um 30 af sálmunum eru úr ís-
lenzku kirkjusálmabókinni og Hjálpræðis-
hers söngvunum.
Þó ætla megi að val sálmanna hafi
verið miðað við starf útgefandans, verð-
ur ekki annað séð en að þeir eigi við
alla kristilega starfsemi, hvort sem um
hönd er höfð í kirkjum eð heimahúsum,
af yngri eða eldri. íslenzku sálmarnir
eru þeir, sem tíðast eru sungnir, og al-
kunnastir eru.
í kveri þessu er því talsvert af sálm-
um, sem íslendingar hér hafa ekki séð
á íslenzku fyrri, en hafa að líkindum
sungið áður á ensku, og ef til vill ein-
stöku menn á norsku. Ensku sálmana
væri ekki ólíklegt að marga hér langaði
til að líta í íslenzkri þýðingu. Og það
geta menn veitt sér, með því að eignast
sálmakverið, sem er ofur auðvelt, þar
sem það kostar aðeins 50 cent í kápu,
eða 75 cent í bandi.
Það fer engin ver fyrir það, þó hann
kaupi þetta snotra sálmakver og hagnýti
sér það.
ÞRÍR SJÓNLEIKAR
f WASHINGTON.
— Strandafréttir. —
II. Point Roberts.
Point Roberts, þ. e. Hró-
bjartstangi, er einkennileg og
eftirtektarverð bygð. Hyggjum
vér að Vestur-íslendingar yfir
höfuð viti tiltölulega eins lít-
ið um Point Roberts, eins og
Austur-íslendingar yfir höfuð
vita um Vestur-íslendinga. -—
Tanginn er eins og sjá má af
landabréfinu, afskorinn frá
meginlandi Bandaríkjanna, en
áfastur við Canada, því að
fjörður nokkur, Landamæra-
fjörður svonefndur, teygir sig
framhjá Blaine og norður í
Canada. Við það myndast og
afskerst tanginn — sem er ís-
forn jarðmyndun, fremur en
eldfom, því að hann er stór
og bungubreið jökulalda, með
aflíðandi halla til beggja hliða.
Er hann sæbrotinn fyrir suðri
og bakkar þar því geysiháir.
Baðfjörur eru þar fyrir austri
og suðri, því að þótt sær sé
þar í svalara lagi, þá er hann ó-
venju hreinn og tær, og sand-
flákarniir ffngervSr og þéttjir
undir fæti. Jarðvegur er nógur
og gnótt skóga, þótt þegar sé
höggvinn stórskógurijnn, víð-
sýnið mikið og fagurt, til fjar-
lægra háfjalla og jökla, svo og
fram á víðáttumikinn fjörð-
inn, eða flóann, umkringdan
hálendum eyjaklasa, er blánar
við sjónhring. Skamt undan
landi liggja auðug fiskimið.
Fyrir nær 40 árum síðan var
tanginn óbygður og alskóga.
Fluttust þangað þá nokkrir at-
orkusamir íslendingar, einkum,
að eg hygg, frá Victoria, B. C.
Eru staðhættir á tanganum svo
íslenzkir sem verða má, þ. e.
a. s. vestur á Kyrrahafsströnd.
Nú um all-langt skeið hefir
hann verið regluleg Islendinga-
bygð, íslenzkasta bygðin á
ströndinni, eina bygðin þar sem
íslendiingar eru í ákveðnum
ráðandi meirihluta — þótt ekki
séu fleiri en 35 til 40 fjölskyld-
ur. Hefir mörgum þeirra bún-
ast þar ágætlega. Hafa þeir lif-
að þar friðsömu iðjulífi, og un-
að giaðir við sitt. Jafnvel unga
kynslóðin virðist una sér þar
vel, og halda uppi hætti feðra
sinna um iðjusemi og atorku.
Nú eru efnamenn, einkum frá
Vancouver, B. C., teknir að
kaupa sér lóðir og jarðir á tang-
anum, til sumarbústaða og bað-
setra, og er líklegt, að innan
fárra ára alþekist tanginn slík-
um. Ætti það að verða landeig-
endum veruleg gróðalind. En
hverfa mun þá íslenzkan, og
íslendingabygðum fækka um
eina. Kynni svo að fara hvort
sem væri, og hver hefir þá
nokkuð við það að athuga?
En ennþá ráða landar lögum
og lofum á Hróbjartstanga. —
Frónsk tunga gjallar þar enn
um skóga og sker. Þar er ís-
lenzk kirkja — ein kirkja aö-
eins, og bygðarbragurinn því
vingjarnlegur og friðsamur;
allir sáttir, enginn flokkadrátt-
ur og, lauslega áætlað, engin
vantrú. Kirkjuna hefir nýlega
málað og litskreytt listakonan
“Ásta málari’’ (Mrs. Jóhann J.
Normann), svo að eigi munu
aðrar íslenzkar kirkjur, og
stærri, fá þar við jafnast.
Bygðin á Point Roberts er
of fámenn til þess, að þar geti
tilþrifamikið félagslíf átt sér
stað. Hins vegar er hún of ís-
lenzk til þess að geta verið með
öliiu menningarlega aðgerða-
laus. Söfnuðurinn, sem starfar
undir merkjum hins Evangel-
íska lúterska kirkjufélags, —
var stofnaður fyrir mörgum ár-
um síðan. Hefir hann séð
Tangabúum fyrir andlegu heim
ili og prestþjónustu. Margir eru
þó utan safnaðar. En það er
fyrir mörgum bara af gáleysi,
eins og mætti sanna með því
WINNIPEG 20. JÚLÍ 1932
I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðru
sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla,
er stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu i öllum lyfjabúð-
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir
$2.50. Panta má þær beint trts
Dodds Medicine Company, Ltd., Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
að stofna þar frjálshyggjusöfn-
uð. Mundi mönnum þá renna
blóðið til skyldunnar við trú
feðranna.
Á Point Roberts eru ein-
kennilega góðir söngkraftar.
Karlakór og “Quartette’’ Tanga.
búa eru víða og vel kyntir, og
er eftir þeim sózt á samkom-
um, bæði íslendinga og annara.
Einn af yngri mönnum bygðar-
innar Juel Samuelson, er for-
ingi þeirra. Juel er æfður söngv
ari og söngfróður, og nýtur
bygðin þess.
Kemur þá loks að merg þessa
máls. Á Point Roberts er líka
leikfélag. Það er ekki mann-
margt, en formaður þess og
leiðbeinandi er Bjarni Lyng-
holt, og er hann þrautæfður
leikari. Þótt eldri maður sé, þá
minnir hann mig í leik sínum
á Árna Sigurðsson, og segist
það báðum til hróss.
í fyrravetur léku Tangamenn
stykkið “Tólfin öll’’ (af “nú
kastar tólfunum’’), sem er
þýðing (gerð af Bjama) á
danska leiknum “Hundrede og
Eet er Ude’’; höf. ókunnur. Er
það skemtilegur skrípaleikur
(farce), og var vel leikinn, að
vorum dómi. Þá uppgötvuðum
vér Bjarna! Lék hann og Mrs.
J. J. Norman aðalhlutverkin
(Klatrup uppgjafa liðsforingja
og Jómfrú Mikkelsen. Aðrir
leikendur: Mrs. T. Reykdal
(Mína, þjónustustúlka) Jón So-
lomon (Pedersen, málara-
sveinn) og Jónas Thorsteinson
Holm, málarasveinn. Áhorf-
endur skemtu sér hið bezta.
* * *
Miðvikudaginn 16. marz s. i.
komu Point Roberts menn með
söngleikinn “Varalskeifan’’ til
Blaine. Heitir leikritið á dönsku
“Ægtemandens Representant’’,
eftir Erik Bögh. Þýðinguna
gerðu þeir í félagi, Carl A. Ja-
kobsen, C. F. Schiöth og Bjarni
Lyngholt, veturinn 1897, á Eski
firði. Var verkum í þetta sinn
þannig skift:
Thorell, stóreignamaður, Jón-
as Thorsteinson.
Soffía, kona hans, Mrs. Steini
Thorsteinson.
Hage, héraðsfógeti, frændi
frú Thorell, Jón Solomon.
Edward Frank, stúdent, Bjami
Lyngholt.
María Falk, þjónustustúlka
hjá Thorell, Mrs. Th. Guð-
mundsson.
Claus Petersen, þjónn s. st.,
Laugi Thorsteinson.
Hulfer, þýzkur umferða-tann-
læknir, Steini Thorsteinson.
Margir lslendingar munu
kannast við leik þenna, bæði
austan hafs og vestan. Gerist
hann að sumarlagi í danskri
^veit. Efni hans er þetta helzt:
Nokkur ár em liðin síðan
stúdent nokkur, Edward Frank
að nafni, maður í meira lagi
lífsglaður, leggur af stað í æf-
intýraferð út í heiminn. Unn-
usta hans, María Falk, bíður
hans, “í full sjö árin’’, af mik-
illi trygð. Er hún, þegar leik-
urinn hefst, þjónustumær hjá
Thorell stórbónda. Thorell er
miðaldra maður, en kona hans,