Heimskringla - 20.07.1932, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 20. JÚLÍ 1932
2 BLAÐSÍÐA
ÞORBERGUR FJELDSTED.
F. 2c. jan. 1845; d. 2. okt. 1931
Æfiminning.
Þorbergur Fjeldsted var fædd-
ur 26. janúar 1845 á Narfaeyri
á Skógarströnd á Islandi, þar
sem foreldrar hans voru þá bú-
sett. Hann var sonur Andrésar
Vigfússonar Fjeldsted gullsmiðs
Sigurðssonar, og konu hans
Þorbjargar Þorláksdóttur frá
Hvallátrum, Grímssonar. Var
hún systir Gríms Þorlákssonar
læknis í Kaupmannahöfn, og
var móðir þeirra systkina Kat-
rín Einarsdóttir úr Svefneyjum.
En móðir Þorbergs, kona Vig-
fúsar var Karítas dóttir Magn-
úsar Ketilssonar sýslumanns í
Dalasýslu, eins hins lærðasta
manns og ríkasta höfðingja á
íslandi á sinni tíð. systursonar
Skúla Magnússonar landfógeta.
Var Þorbergur bróðir Andrésar
Fjeldsted yngra á Hvítávöllum,
þjóðkunnugs bónda á íslandi,
og bjuggu systkini þeirra víðs-
vegar um Borgarfjörðinn, mjög
vel metin, en eru nú öll látin,
nema ein sj^stir, iGuðný að
nafni, sem fluttist vestur um
haf og býr nú háöldruð í Elfros
Sask.
Ársgamall fluttist Þorbergur
með föður sínum að'Hvítárvöll-
um í Borgarfirði og ólst þar
upp með honum til 22 ára ald-
urs. Þá réðist hann sem ráðs-
maður að Hamraendum í Staf-
holtstungum, til Guðrúnar Gísla
dóttur, ekkju Guðmundar Jóns-
sonar, sem þar hafði búið og
orðið úti skömmu áður með
hörmulegum atburðum. Kvænt-
ist Þorbergur þar fjórum árum
seinna, þá 26 ára að aldri, Helgu
dóttur þeirra hjóna, og tók að
fullu við búi þar á staðnum.
Kringum árið 1875 mun Þor-
bergur hafa fluzt búferlum frá
Hamraendum að Hreðavatni,
neðsta bæ í Norðurárdal, og
bjó hann þar unz hann brá
enn búi árið 1882 og fluttist
þá vestur að Jörfa í Hnappa-
dalssýslu. Þar bjó hann síðan
þangað til hann fór hingað til
Ameríku árið 1887.
Á íslandi varð Þorbergi ell-
efu barna auðið og fór hann
með allan þann hóp vestur um
haf, að einu undanskildu, sem
ávalt hefir dvalið á íslandi, og
tveim, sem önduðust í barn-
æsku. Þau af bömum hans,
sem komust til fullorðins þroska
eru þessi, talin eftir aldursröð:
1. Guðmundur Fjeldsted, bóndi
þrjár mílur vestur af Gimli,
fyrverandi fylkisþingmaður.
2. Mrs. Guðrún Eggertsson,
ekkja Jóns Eggertssonar í
Winnipeg.
3. Mrs. Haldóra Jóhannesson,
kona dr. Sig. Júl. Jóhann-
essonar í Winnipeg
4. Mrs. Helga Sveinbjörnsson,
kona Jóns Sveinbjörnssonar
í Elfros, Sask.
5. Jón Fjeldsted klæðiskeri í
Reykjavík.
6. Próf. Runólfur Fjeldsted,
einn af hinum efnilegustu
gáfumönnum í hópi Vestur-
íslendinga, dó um aldur fram
árið 1921.
7. Mrs. Ragnheiður Jóhannes-
son, ekkja Halldórs Jóhann-
essonar trésmíðameistara í
Winnipeg.
8. Ásgeir, kaupmaður í Árborg
liðsforingi í Canadahernum
i stríðinu, dó árið 1916.
Á leiðinni vestur yfir hafið
misti Þorbergur eitt af yngstu
börnum sínum, og má nærri
geta að honum hafi fallið það
þungt um trega. Þó var þetta
ekki nema eins og forboði
þeirra örðugleika, sem mættu
honum hér, eins og öllum frum-
býlingum. Landið var þá enn
lítt numið um þessar slóðir, og
úrræði fá til þess að byrja með
fyrir eignalausa menn, önnur
en að ganga í skurðavinnu og
annað erfiði, sem til féllst að
vinna. Mun það hafa verið
hart aðgöngu mönnum eins og
Þorbergi, sem heima höfðu bú-
ið rausnarbúi og átt meira yfir
öðrum að segja, en að láta
reka sig áfram við stranga
erfiðisvinnu. Enda er haft eftir
Þorbergi, að honum hafi fund-
ist hann deyja andlega, fyrst
eftir að hann kom hingað vest-
ur. Og þó kann svo að hafa or-
sakast að einmitt af þessari
reynslu, þótt hún væri hörð að-
göngu, hafi hann samt numið
nokkuð, og þaðan hafi honum
verið komin hin næma samúð
og áhugi, sem hann bar jafnan
síðan fyrir málum verkamanna
og velferð þeirra.
Þorbergur settist fyrst að í
Mikley eftir að hann kom hing-
að vestur, og bygði sér þar bæ,
sem Þorbergsstaðir voru nefnd-
ir, og enn sjást leifar af, en nú
er í eyði. Strax á fyrsta mán-
uðinum, er hann bjó þar, varð
hann fyrir þeirri sorg að missa
konu sína, þá aðeins 36 ára
að aldri, og varð þá tengda-
móðir hans, Guðrún Gísladótt-
ir, aðalaðstoð hans úm tíma,
unz hann kvæntist á ný árið
1889, Ingigerði Helgadóttur úr
Mikley, hinni mestu myndar-
konu. Reyndist hún bömum
Þorbergs eins og hin bezta
móðir, og minnast þau hennar
ávalt með miklu þakklæti og
hlýju fyrir það, hversu hún ann-
aðist þau og barðist með föður
þeirra gegnum þann kaflann
af æfi hans, sem að ýmsu leyti
varð honum örðugastur, þótt
þau bæru ekki gæfu til lengri
sambúðar. Þau fluttust áríð
1891 til Winnipeg og bjuggu
þar til aldamóta, er þau skildu
samvistum. Höfðu þau þá eign-
ast tvær dætur, stúlku, sem dó
á barnsaldri, og Mrs. Jónínu
Craddock, sem gift er manni
af innlendum ættum, búsett i
Saskatoon.
Hin næstu fjögur ár bjó Þor-
bergur heitinn lengst af á
Gimli, en fluttist síðan enn á
ný til Mikleyjar, og var þar
vitavörður í 22 ár, meðan sjón
hans entist. Þessi ár taldi hann
hin beztu ár æfi sinnar. Þang-
að fluttist þá með honum fyrir
ráðskonu, Mrs. Arnfríður Thor-
darson, sem ávalt bjó með hon-
V
ÓKEYPIS Chantecler cígarettu
pappír fylgir hverjum pakka-
TURRET
F I N E C U T
Cígarettu Tobak
a
Það skal borga sig að
‘VEFJA SÍNAR SJÁLFUR’
Frá venjulegu sparsemdar sjónarmiði—
á hverjum 20c pakka af Turret Fine
Cut, er efni í að minsta kosti 50
cígarettur—og Chantecler cígarettu
pappír ókeypis.
Frá Sjónarmiði reykinga nautnar
jafnast ekkert við það að vefja
sínar sjálfur úr hinu milda og
ilmríka Virginía tóbaki, sem
þér fáið í Turret Fine Cut
pökkum.
Það skal borga sig að
vefja sínar sjálfur
úr Turret Fine
Cut.
15c og 20c pakkar
—elnnig í '/j pd.
loftheldum baukum
um síðan, og reyndist honum
hin tryggasta kona og bezti
lífsförunautur, annaðist hann
með frábærri umhyggju eftir
að hann fór að tapa sjón, og
hjúkraði honum í síðustu veik-
indum hans. Varð þeim tveggja
dætra auðið:
Helga, sem dó 16 ára gömul
árið 1922, og
Anna, sem nú stundar at-
vinnu í Winnipeg.
Til Selkirk fluttusí þau fyr-
ir nokkrum árum síðan, og
bjó Þorbergur þar til dauða-
dags. Hann andaðist aðfara-
nótt föstudagsins 2. október
1931. Hafði hann veikst sunnu-
dagskvöldið áður og vissi þá
gerla, að hverju draga mundi,
enda hafði hann sjaldan kent
sér meins, að öðru leyti en því,
hvað sjóndepran var stöðugt
að ágerast. Gerði hann þá þegar
ráðstöfun um útför sína og fór
hún fram að öllu leyti eftir hans
fyrirmælum sunnudaginn 4.
október, frá heimili hans í Sel-
kirk. Var þar fjöldi manns sam-
an kominn, bæði úr Selkirk og
Winnipeg og nágrenninu, og
mátti glögt sjá að þar var til
moldar borinn einn af atkvæða
mestu landsnámsmönnum ís-
lenzkum í þessari heimsálfu. —
Fluttu þeir séra Jónas A. Sig-
urðsson og sá er minningar-
orð þessi ritar ræður yfir kistu
hans, en Mrs. Sveinsson í Sel-
kirk söng einsöng.
Æfisaga Þorbergs Fjeldsted
var ærið löng og margbreytileg,
og eru það ekki nema aðeins
yztu markalínurnar, sem hér
hafa verið dregnar. Hann hóf
starfsdaginn snemma og var
bæði stórhuga og kjarkmikill,
vitur og áræðinn. Saga hans
hér í álfu er orðin löng og ær-
ið viðburðarík, en þó hafði áð-
ur lifað næstum því helft æfi
sinnar á Islandi, verið sveitar-
höfðingi þar og starfað fram-
arlega í öllum almennum mál-
um, meðal annars verið hrepps-
nefndaroddviti Norðurárdals á
meðan hann var á Hreðavatni,
og sömuleiðis gerst sveitarodd-
viti Kolbeinsstaðahrepps, eftir
að hann fluttist að Jörfa. Sýnir
þetta hversu mikillar tiltrúar
hann naut ávalt frá nágrönnum
sínum heima á íslandi, og hélzt
það eins eftir að hann kom
hingað vestur, því að á meðan
hann dvaldi í Mikley, gegndi
hann ýmsum trúnaðarstörfum
þar.
Hann fyigdist og vel með öll-
um almennum málum fram til
hins síðasta, og hafði einkum
áhuga fyrir þeim málum, sem
verkamenn og framsóknarmenn
höfðu á dagskrá. Að eðlisfari
var hann ekki sterkur flokks-
maður neinstaðar, en hann vildi
hafa augun opin fyrir öllum
góðum hugmyndum, hvaðan
sem þær væri komnar, ef hann
hélt að þær mundu verða til
framfara eða hagsbóta að ein-
hverju leyti. Og þó að sjón hans,
hin líkamlega, væri orðin næsta
döpur á síðustu árum, þá var
næstum því eins og dómgreind
hans og andleg skygni færi
vaxandi. Hjá honum varð mað-
ur fljótt var við þá andlegu
sinnu og vakandi athygli fyrir
öllum mannfélagsmálum, sem
afar sjaldgæft er hjá öldruðu
fólki. Á öllum sviðum fylgdist
hann svo vel með þeim atburð-
um, sem voru að gerast víðs-
vegar í heiminum, að þeir, sem
við hann ræddu og heilsýnir
voru, máttu vara sig, að hann
væri þar ekki víðast hvar betur
heima en þeir. En til þess að
geta þetta, naut hann aðstoðar
góðra vina, sem heimsóttu
hann og lásu fyrir hann, eftir
að sjón hans var tekin að
daprast. Þar við bættist stál-
minni hans og góð greind á
hvað eina.
Yfirleitt má segja, að Þor-
bergur Fjeldsted hirti ekki um
að fara almannaleiðir í neinum
skoðunum — hvorki stjómmál-
um eða trúmálum. Hann leit
og aldir, að þær færðu oss
stöðugt nær þeim guði, sem er
oss ímynd alls þess, sem fagurt
er og fullkomið í gervallri til-
veru. Á þenna hátt trúði Þor-
bergur á þann lifandi guð, sem
stöðugt er að skapa heiminu,
og í þessu er fólgin meiri trú
en nokkurri trúarjátning. 1
þessu er fólgin æðsta von frels-
is og sáluhjálpar, þeirrar sálu-
hjálpar, sem fólgin er í vaxandi
þroskun vits og göfgi. Og sú sál,
sem í lífi og dauða bærir vængi
hugsunarinnar til þessarar átt-
ar, alls hins nýja og batnandi,
hún hefir að vorum skilningi
valið sér hið góða hlutskifti,
sem ekki verður frá henni tek-
ið.
Benjamín Kristjánsson.
að hætti gáfaðra mann frjáls-
mannlega á alt og var ekki
fastheldinn við neinar gamlar
skoðanir, ef hann hugðist að
geta öðlast aðrar betri með því
að skifta um. Því að trú hans
á guð var ekki bundin við neinn
bókstaf, heldur skapaðist hún
af lífsreynslu og íhugun þessa
skapmikla og hugsandi manns.
* * *
Eg hitti Þorberg heitinn í
fyrsta og síðasta sinni í ágúst
sumarið 1931, meðan laufið var
enn í blóma og hann var sjálf-
ur yngri og hressari í anda en
margur tvítugur maður. Hann
stendur mér fyrir hugskotssjón-
um sem hinn rekkmannlegasti
maður með víkings yfirbragð,
þrátt fyrir sín 86 ár. Þrek hans
líkamlegt hafði ávalt verið svo
mikið, að enginn hafði vitað
afl hans tii fulls. En það sem
meira var um vert, var þó þetta,
að þó að héla haustsins hefði
daprað sjón hans og hrímgað
hærur hans, þó að margvísleg
og oft ströng lífsreynsla hefði
rist djúpar rúnir á ásjónu hans,
bjó þó vorið og sumarið ávalt
í sál hans. Hið andlega þrek
var enn meira en hið líkamlega.
Hann hafði ekki aðeins gáfur
og skarpskygni í bezta lagi, held
ur einnig óbifandi trú á gæzku
guðs og réttlæti. Hann trúði á
eilífð lífsins og að það héldi
áfram, þó það einhverra hluta
vegna yTði að hverfa burt af
þessu tilverusviði. Og hann taldi
sig hafa fengið sannanir fyrir
þessu, sem voru honum mjög
dýrmætar, þégar sorg og ást-
vinamissir bar honum að hönd-
um. Sú sannfæring var svo rík
í huga hans, að mér virtist hún
ljóma upp allar hugsanir hans
og gera hann sáttan við lífið,
svo að hann horfði jafnvel með
gleði og eftirvænting til þeirra
umskifta, sem hann vissi að
ekki mundi verða langt að bíða.
Eg ræddi við Þorberg Fjeld-
sted með þeirri ánægju frá
minni hlið, að eg bað hann að
leyfa mér að koma við í hvert
sinn, er eg ætti leið fram hjá
þar sem hann bjó, og varð hann
fúslega við þeim tilmælum. En
atvikin höguðu því þannig, að
eg kom ekki fyr en í seinna
lagi, eftir að laufið var fallið
og andi hans svifinn inn í
hlátraheim draumanna, “meira
að starfa’’. Eg kom þó eftir
vinsamlegum tilmælum hans,
til að tala nokkur fátækleg
minningarorð yfir líkbörum
hans.
En einskis manns verður
minst að maklegleikum, sem
þannig tekst að lifa, að láta lífs-
reynsluna auðga sig stöðugt
að gáfum og glöggskygni, lif-
andi bjartsýni, trausti á gæzku
guðs og vizku, og samúð með
öllu því nýja og batnandi. “Það
hefir verið mín ritning og trú-
arjátning,’’ mælti Þorbergur
Fjeldsted, “að trúa meira á guð
framtíðarinnar en fortíðarinn-
ar, trúa því, að hin nýja tið
og nýja hugsun komist nær
sannleikanum en áður var kom-
ist.’’ Og okkur kom saman
um það, að til þess væri lífinu
lifað, og til þess streymdu ár
FRÁ. KIRKJUÞINGINU
Á LUNDAR
Niðurl.
Nefndarskýrslan var samþykt
í einu hijóði.
Næst var tekið fyrir álit fræð-
slunefndar. Var það lesið af
Guðm. Eyford og íylgdi því
munnleg greinagerð frá honum.
Nefnd sú, sem skipuð var til
að athuga og gera tillögur um
fræðslumál og sunnudagaskóla-
hald, leyfir sér að leggja fyrir
kirkjuþingið eftirfarandi tillög-
ur:
1. Að gerðar séu tilraunir f
þá átt að samræma starf og
starfaðferðir sunnudagaskóla að
eins miklu leyti og mögulegt er.
2. Að sunndagaskólastjórar
safnaðanna haldi fund með sér
að haustinu til og í samráði við
hlutaðeigandi presta ákveði,
hvaða fyrirkomulag og kenslu-
aðferð sé viðhöfð í sunnudaga-
skólunum.
3. Að sunnudagaskólakenn-
arar, eða aðrir þar til valdir safn
aðarfélagar, heimsæki sunnu-
dagaskóla annara safnaða,
reyni að vekja samhygð milli
sunnudagaskólanna og glæða
þrá hjá börnunum að kynnast
hvert öðnu og taka hlutdeild í
starfi og námi æskusystkyna
sinna.
4. Að sunnudagaskólastjóri
og kennarar hvetji bömin til að
skrifast á við jafnaldra sína í
öðrum sunnudagaskólum kirkju
félagsins ium þau mái, er skól-
ana áhræra, svo sem, hvað lesið
er fyrir þau, eða hvað þeim er
sagt í ræðu eða samtali sunnu-
dagaskólastjóra og kennara um
þau mál, er lúta að upplýsingu
í kristindómi og siðferðirfræð-
um.
5. Að sunnudagaskólamir
leggi sérstaka alúð við, að vekja
samstarfs-hug meðal unglinga
og barna innan kirkjufélagsins,
og sem tilraun til slíks höfum
við komið okkur saman ium að
benda á, að æskilegt væri að
sem flest af börnum kirkju-
félagsins gætu haft tækifæri til
að koma saman einu sinni á
ári, helzt að sumrinu.
6. Viðvíkjandi sálmabókar-
skorti í söfnuðunum leyfum vér
oss að leggja til, að safnaðar-
nefnd hvers safnaðar taki á
móti pöntunum í söfnuðum sín-
um og sendi slíkar pantanir til
Always ask for
“Canada
Bread
Builds body, bone and musde
PHONE 39 017