Heimskringla - 20.07.1932, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.07.1932, Blaðsíða 1
AMAZINC NEWS PHONE 37 266 DRESSES Any kind |~ Beautifully M’jl’ Dry Cleaned PortKs MEN! YOUR CHANCE su ITS-, „ Dry Cleaned T t C * * * * Service and Smartly Pressed PHONE 37 20« Poptlís XLVI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVTKUDAGINN • 20. JÚLÍ 1932 NÚMER 43 ST. LAWRENCE SAMNINGUR- INN UNDIRSKRIFAÐUR. rekstri brautarinnar er ekki nokkur maður sagður en hann. Samningar hafa nú loksins verið undirritaðir af Canada og Bandaríkjunum, um það að gera St. Lawrence ána skip- genga, aðallega á 116 mílna svæðinu á landamærum On- tario og New York ríkis. Áin rennur þar um hæðir, og er sagt að hallinn nemi alt að því 85 fetum. En svo snertir samn- ingurinn alla leiðina frá Ont- ariovatni til Montreal. Canada hefir áður eytt of fjár í St. Lawrence fljótið, Can- ada megin. En þessi nýi kostn- aður er sagt að verða muni 40 miljónir dala. En allur kostn aður Bandaríkjanna við þetta er sagður nema 240 miljónum dala. Að gera ána skipgenga alla þessa leið, er svo mikið fyrir- tæki, að talið er að því verði ekki lokið á skemri tíma en 8 áxum. HVAR ER HÆGT AÐ SELJA HVEITIÐ? Hveitiuppskera í Canada er nú metin að verði um 450 milj- ónir mælar í haust. Það er ein mesta ársuppskera í sögu lands- ins. Og yfir 100 miljónir mæl- ar eru enn óseldir af fyrri ára uppskeru. Það verður því að líkindum ekki neinn leikur, að finna markað fyrir alla þessa framleiðslu. Við þau vandræði bætist og, að víða er nú góð uppskera. Og allar þjóðir leggja nú rækt við sína heimaframleiðslu. Sam- bandsstjórnin hefir verið og er út og suður að leita að mark- aði. En hvað henni verður á- gengt, með ástandið eins og það i er, er eftir að vita. JOSEPH ÓLAFSSON VINNUR $100 VERÐLAUN ÓEIRÐIR f ELMWOOD. Hjá F. J. Wellwood félgainu, er býr til kassa, úti í Elmwood (í Winnipeg), var heldur óeirða samt s.l. viku. Félagið hafði á- kveðið að lækka vinnulaun eitt- hvað, en verkamenn gerðu þá verkfall. En nú var enginn hlut- ur auðveldari en að fá menn í skarðið. En þegar svo var kom ið, komu verkfallsmenn heldur en ekki á vettvang. Söfnuðust hundruðir manna umhverfis byggingu félagsins, og hófst þar grjótkast og barsmíði, og jafn- vel skothríð. Byssur voru að vísu lítið notaðar, en einn lög- reglumaður særðist þó af kúlu í annan fótinn. Annar lögreglu- maður var handleggsibrotinn, varð fyrir barefli eins verkfalls manna. "Að lokum var lögregluliðið orðið svo fjölment að það gat tvístrað hópnum. Nokkrir særð- ust og af verkfallsmönnum. — Fjórir voru handteknir, er hald- ið er að forsprakkar hafi verið. Þessar óeirðir voru endur- teknar í tvo daga eftir þetta, en í miklu vægari stíl. Samt meiddust nokkrir báða dagana og nokkrir fleiri voru hneptir í varðhald. Samningstilraunir sem gerð- ar voru, hepnuðust ekki. En uppþot hefir tekið fyrir. Blaðið Leader-Post frá Re- gina skýrir frá því, að þar hafi farið fram samkepni um að gera eftirmynd af vögnum, eða eins og það er orðað á ensku: “The Leader-Post Fisher Body Craftsman’s Guild Model Coach Competition’’, og að íslenzkur piltur, Joseph Ólafsson frá Les- lie, Sask., hafi unnið fyrstu verðlaun, $100 í gulli og ferð til Detroit, þar sem samkepni fer fram um þetta, fyrir öll Bandaríkin og Canada. Eftir- líking Ólafssons kemur þar til greina, og verði hann þar einn af fjórum helztu sigurvinnend- um, hlýtur hann 4 ára há- skólanámsskeið ofan í kaupið. EINKALEYFI SELT. Trans American Air Lines, sem er flugfélagið, er einka- leyfið fékk á Islandi til flug- ferða, hefir selt Pan-American 1 Airways í New York einkaleyfi sitt, til að takast flugferðir á j hendur norðurleiðina yfir At- lantshaf, eða um Grænland og | Island. Pan.'-American félagið kvað hafa í hyggju að byrja | strax á að gera veðurathuganir i og annan undirbúning undir j flugferðirnar. Um verð einka- 1 leyfisins er ekki getið. HRÆÐILEGT MORÐ. SIR HENRY THORNTON SEGIR AF SÉR. Sir Henry Thornton, stjórn- andi þjóðbrautakerfis Canada, sagði stöðu sinni lausri í gær. Aðal ástæða hans fyrir þessu er talin sú, að honum hafi ekki geðjast að því, að nefnd var skipuð á síðasta þingi til þess að rannsaka, hvort ekki væri hægt að draga úr reksturskostn aði kerfisins. Og nefnd þessi, sem um hríð hefir starfað, hef- ir haft sitt af hverju að segja um stjórn brautarinnar. Sir Henry Thornton tók við stjórn C. N. R. árið 1922. Er sagt að hann ákveði að fara úr þjónustunni um næstu mán- aðamót (júlí og ágúst). I bráðina tekur S. J. Hunger- ford við stjórn félagsins. Hann var aðstoðarstjórnandi og næst ur Sir Henry Thornton að völd- um. Hann hefir mikla og góða reynslu í starfi sínu, og var í þjónustu C. N. R. þegar Sir Henry tók við. Mr. Hungerford var og, áður en kerfið var tek- ið yfir af sambandsstjórninni, vara-formaður þess. Kunnugri Síðast liðinn fimtudag var maöur að nafni Lawrenne Lees — umsjónarmaður þjóðgarðs- ins norðvestur í Riding Moun- tain í Manitoba — skotinn til dauðs í húsi sínu. Mrs. Lees varð einnig fyrir skoti, en lifir ennþá; en vafasamt þykir aö í hún sé úr hættu. Hjónin sátu í húsi sínu og voru að fá sér te klukkan 10 að kvöldinu, áður en þau færu að hátta. Er þá skotið inn um gluggann og kom kúlan í bak- ið á Mr. Lees, og dó hann sam- stundis af því. Mrs. Lees hleyp- ur að símanum og nær í lög- regluna í Rossburn, sem ekki var nema 7 mílur í burtu, og var hún innan nokkurra mín- útna komin í húsið. En meöan Mrs. Lees var að síma, var hún skotin í hálsinn og hné með- vitundarlaus niður. Var hún kjálkabrotin og hræðilega út- leikin á hálsinum eftir skotið. Hiin vaknaði aðeins eftir að lögreglan kom, og sagði að tveir menn útlendingslegir hefðu gert þetta. Mrs. Lees hfir síð- , an verið á sjúkrahúsi, og er | haldið að hún muni lifa. Mennimir, sem verk þetta frömdu, hafa ekki fundist, hvemig sem að þeim hetfir verið leitað. Ástæður fyrir verkinu geta menn ekki hugsað sér aðrar en þær, að Mr. Lees tók allhart á því, ef menn frömdu skemdir nokkrar á þjóðgarðinum. ÝMSAR FRÉTTIR. Fulltrúar frá Bretlandi, Ind- landi, Suður-Afríku, Rhodesia og Norður-írlandi, komu til Ottawa í gær til þess að vera á samveldisfundinum, sem hefst þar á morgun (fimtudag). * * * Forsætisráðherra Bracken var endurkosinn í þriðja sinn s. 1. fimtudag í kjördæmi sínu, The Pas. Endanleg úrslit eru ekki komin, þegar þetta er ritað, en á 18 kjörstöðum af 26, hafði forsætisráðherra 1713 atkvæði, McDonald, verkamannafulltrúi, 1049, og Maulson, óháður, 166. * * * Royal og Montreal bankarn- ir hafa lækkað hluthafavexti sína úr 12 prósent niður í 10 prósent. Þetta er frétt, þó hún sé ekki lengri. * ♦ * Kínverjar og Japanir halda enn áfram að hníflast í Man- sjúríu. Kínverjar byrjuðu þar með því, að þeir tóku japansk- an herforingja, er þeir segja að hafi verið að smygla ópíum, og hafa þeir haldið honum á laun, að því er Japanir segja. Til þess að ná honum aftur, sendu þeir að eins 21 járnbraut- arvagna, hlaðna hermönnum, og eru nú með þeim liðsafla að taka þann eina hluta, sem þeir höfðu ekki áður tekið af Kín- verjum í Mansjúríu. Kínverj- arnir, sem liðsforingann tóku, er sagt að hafi gert það án nokkurrar skipunar frá kín- versku stjórninni. En þó er ekki ólíklegt talið, vegna þess hve Japanir láta þarna óðslega, að stjórnin í Kína grípi til vopna. ¥ * * Friðargarðurinn í Turtle Mountain var opnaður með mikilli viðhöfn s. 1. fimtudag. I ræðunum, sem þar voru flutt- ar var minst 100 ára friðarins milli Bandaríkjanna og Canada á mjög viðeigandi hátt. Á Frið- argarðinn var og minst, sem vita, er öðrum þjóðum heims- ins ætti að lýsa inn á leiö friðar og farsældar. ¥ * * Eldur kom upp í skemtigarði við baðstöðina á Coney Island í New York s. 1. fimtudag, og olli skaða, sem nam $3,000,000, áður en hann varð slöktur. Eldurinn breiddist svo ótrúlega fljótt út, að 50 sumarhús urðu honum að bráð, sex baðhús, 200 bifreiðar, er þar stóðu, og gang stéttir og skálar, og alt sem meðfram þeim var, áður en við nokkuð varð ráðið. Fólkið flýði úr baðinu nakið, og 200 manns sködduðust meira og minna af eldinum, en enginn hættuiega. Eldurinn kviknaði í rusli rétt hjá hljómlistarskála. ¥ ¥ ¥ Forsætisráðherra Englands, Ramsay MacDonald, og forseti Suður-írlands, Eammon de Val- era, áttu fund með sér í Eng- landi í gærkvöldi, um tollmál og viðskiftahorfur landanna. Er haldið að þeir muni finna ein- hvern milliveg í þeim málum. De Valera virtist að minsta kosti fús til að tala um pessi mál við Mr. MacDonald, og vita hvort ekki væri hægt að miðla eitthvað málum. Hvað mikils- verð viðskifti Suður-írlands eru' við Bretland, sést bezt, er þess er gætt, að af öllum útfluttum vörum þaðan, og þær nema 45 miljónum sterlingspunda alls, kaupa Bretra vörur, er nema 44 miljónum sterlingspunda. — írland má illa við að tapa þess- um viðskiftum fyrir ekkert. ¥ ¥ ¥ Þeir sem fyrsta veð höfðu i eignum Grand Trunk-brautar- innar, sem tekin var yfir af stjórn Canada, hafa með W. H. Boardman í broddi fylkingar stefnt Grand Trunk-félaginu og biðja það um 37 miljón sterlings pund í þóknun fyrir veð sitt í brautinni. Hluthafarnir eru ali- ir á Englandi. Og Grank Trunk félagið segja þeir að sé ennþá til vegna þess að það eigi eign- ir á Englandi. Canada stjórnina segja þeir ekki hafa haft heim- ild til að slá eign sinni á kerfið eða að taka það yfir. ¥ * * Mrs. E. L. Johnson, Árborg Man., hefir verið skipuð í menta málaeftirlitsnefnd Manitobafylk- is af Bracken stjórninni. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ fii' Gullpennann, sem sérstak- lega var keyptur til þess að skrifa með undir St. Lawrence samninginn mikla, milli Canada og Bandaríkjanna, lagði ríkis- ráðherra Henry L. Stimson, til að gefin nværi barni Herridge- hjónanna. Eins og kunnugt er er faðirinn W. D. Herridge, sendiherra Canada í Bandaríkj- unum. Penninn verður sendur til Ottawa og geymdur þar. ¥ ¥ ¥ Hon. E. A. McPherson, fjár- málaráðherra Manitobafylkis er talin kosning vís í Ruperts Land kjördæminu. Hann hefir alls 310 atkvæði, en Evans-At- kinson 112, og Beresford, fyr- verandi þingmaður kjördæm- Atkvæðin eru alls rúm 800, svo fjármálaráðherrann er sama sem kosinn. ISLENDINGADAGURINN Það eru nú ekki fullar tvær vikur, þar til tslendingadagur Winnipegmanna rennur upp, bjartur og fagur, í Gimli Park. I blöðunum undanfarnar vikur hefir verið minst á sumt af því, sem nefndin hefir gert til und- irbúnings fyrir daginn. En ein- lægt fjölgar framkvæmdunum. Nýlega hafa nefndinni borist fregnir frá hinum góðkunna söngstjóra, Mr. Brynjólfi Þor- lákssyni, sem verið hefir á Gimli undanfarnar vikur, að kenna og æfa söng, — um að hundrað börn séu að æfa söng fyrir há- tíðina, og þar að auki syngi blandaður kór, er saman standi af 60 fullorðnum. Má fólk því eiga von á þeirri beztu söng- skemtun, sem nokkru sinni hef- ir verið á íslendingadegi. Þess var getið hér í blaðinu siðastliðna viku, að Fjallkonan syngi ávarp sitt til gestanna. Nú hefir Mr. Pálmi Pálmason, hinn snjalli fiðluleikari hér í borg, og flokkur hans, verið fenginn, til þess að aðstoða Fjallkonuna við sönginn. Nefndinni hefir verið tilkynt að C. P. R. rennl lestum alla leið til Giml þann 1. ágúst. — Leggur sú fyrsta þeirra af stað frá Winnipeg k. 9 árdegis, en næsta lest kl. 1 e. h., og sú þriðja kl. 1.45 e. h.. Leggja lest- ir þessar af stað frá Gimli kl. 7 að kvöldinu. Fargjald báðar leiðir fyrir fullorðna verðuf $1.25 en fyrir börn 65c. Þessa er getið hér sökum þess, að ef einhverjir kysu heldur að ferð- ast með járnbrautarlest en bus- unum. íþróttir verða allskonar að deginum, og verðlaun veitt sig- urvegurum öllum. Að kvöldinu verður dans í hinum stóra og vandaða lysti- skála garðsins. Hefir skáli þessi verið stækkaður og endurbætt- ur að mun þetta ár. Gólfin gefa ekkert eftir þeim, sem tíðkast í beztu dansskálum Winnipeg- borgar. Þar verða leikin bæði hin eldri og nýju danslög af æfðum spilurum. I næsta blaði birtist aðal auglýsing dagsins. Veitið henni eftirtekt, og munuð þér sann- færast um að þann 1. ágúst í Gimli Park verður um sann- an íslendingadag að ræða og góða skemtun. Blaðið Tríbune hefir lofast til að lán ihaljóðbera, svo að ræður og annað heyrast jafn vel hvar sem er í garðinum. G. P. Magnússon, ritari. GENGIÐ Á VATNAJÖKUL. Baldur Johnsen stúd. med., Kálfafellsstað, og Þorsteinn Guðmundsson bóndi á Reyni- völlum í Suðursveit, gengu á Vatnajökul um síðustu helgi. Fór þeir upp úr Suðursveit, nokk uð fyrir astan Breiðmerkurjök- ul. Komust þeir upp á hájökul- inn og höfðu gott útsýni til Kverkfjalla norður af jöklinum. Vísir. ÓLYMPSKU LEIKARNIR í LOS ANGELES. Eins og flestir vita, er fylgj- ast nokkuð með daglegum ver- aldarfréttum, eiga Olympsku leikamir að byrja hér þann 30. þ. m., og standa til 14. ágúst. Allur undirbúningur viðvíkjandi sýningu leikanna er nú að mestu leyti búinn, og flestir þátttakendur komnir. Frakkland sendir hingað 28. manns, er ætla að taka þátt i íþróttum. 18 manns frá Japan eru komnir hér fyrir nokkru síð- an, og blöðin hér staðhæfa að Japanir muni verða skæðir keppinautar, með að ná hæst- um, og ef til vill óþektum mörk- um, í ýmsu því, sem fram á að fara. Að minsta kosti að vinna allar veðreiðarnar, og með því móti teljast beztu hestamenn heimsins. Aftur á móti muni Finnar ná hæstu mörkum í hlaupaíþrótt- inni, og Germanir muni vinna öll hástökk. En þetta eru samt aðeins ágizkanir, eins langt og komið er, eða að svo sfcöddu. Undirbúningur er allur vand- aður og skrautmikill. — Mörg svæði borgarinnar, Los Angel- es, njóta þar góðs af einnig, með því að flögg eru sett upp víðsvegar um borgina, og ýms fleiri merki, er minna eiga á íþróttamótið. Ekkert hefir enn sést að getið hafi verið um ísland, hvort það taki nokkurn þátt í ólympsku leikjunum aö þessu sinni. Þetta og margt fleira á eftir að vitnast síðar, því mikið verð ur að líkindum skrifað um leika þessa, því framþróun er stöð- ugt að koma í ljós viðvíkjandi þessu stærsta og frægasta í- þróttamóti heimsins. Erl. Johnson. AIMEE McPHERSON Amee McPherson, að öðru nafni Mrs. Dave Hutton hefir valdið dagblöðunum hér mikils umtals nú upp á síðkastið, ekki síður en fyr á tímum. Eins og flesta mun ráma í, giftist hún fyrir tæpu ári síð- an þessum stóra og mikla ten- órsöngvara sínum. Síðan ferð- uðust þau í kringum hnöttinn. Tóku sér þá bæði ofurlítið sund f Svartahafinu, og fyltu penna sína með kolsvörtum sjó. Átu hunang í Japan og Kína og Fil- ippusareyjunum, með tyrknesk- um bláskeljum. Á kvöldin í Japan gistu þau í laufskálum, þar sem Austurlanda tungls- ljósið geislaði um þau bæði 1 allri sinni vfðþektu dýrð. Alt gekk eftir óskum, og að þessu öllu afstöðnu komu þau aftur heim til Los Angeles, og þar var þeim fagnað af fleiri hundruð Los Angeles Temple- meðlimum. Eftir lítinn tíma veiktist Mrs. Hutton, og læknar gátu ekki komist að neinni fastri niður- stöðu um, hvað að henni gengi. Og enn er Amee veik. Fyrir nokkrum mánuðum var höfðað mál á móti þessum manni hennar, af ungri hjúkr- unarkonu hér í Los Angeles. Og mál það er búið að standa yfir hér f margar vikur, og dómsúrskurðurinn í því máli endaði með því, að Mr. Dave Hutton var dæmdur til að borga 5000 dali fyrir trygðrof. Nú er sagt frá öðru máli, er höfðað var móti Amee sjálfri, og er hún þar krafin um að borga tvö hundruð og fjörutíu þúsund dollara í skaðabætur fyrir samninga og vitnnu á hreyfimyndavél, er hún sjálf ætlaði að hafa umráð yfir. Margan undrar það nú, að Mrs. Hutton skuli þurfa að vitja læknis, þar sem hún sjálf hefir svo oft haldið því fram, að vera lasnir. að engir nema vantrúaðir þyrftu Skyldi það virkilega vera, að hún sjálf sé nú orðin ein í tölu hinna vantrúuðu? Erl. Johnson. 14 ÁRA BLAÐAMAÐUR. Fyrsta samtalið við Herriot þá er hann var orðinn forsætis- ráðherra. Ritstjóri stórblaðsins “Petite Lycéen’’, var sá fyrsti, sem náði tali af Herriot, þegar hann var orðinn forsætisráðherra. — Hann heitir Pierre Bourggon, og er aðeins 14 ára gamall. — Þetta skeði kl. 6 á laugardags- kvöld, er Herriot kom til Quai d’Orsay til þess að taka við af Tardieu. Þar tóku blaðamenn margar myndir af honum, en alt í einu engur lítill snáðl fram og skorar á Herriot að veita sér viðtal. Ráðherra rak upp stór augu og mælti: “Ha, eruð þér blaðamaður?” “Já, eg er aðalritstjóri blaðs- ins “Petit Lycéen’’, svaraði strákur hiklaust. Þetta gat Herriot ekki stað- ist. Hann bað drenginn að ljá sér minnisbók sína, og svo reit hann eftirfarandi klausu í hana: “Kæri herra ritstjóri: — Sem — ja, segjum samverkamaður við blað yðar, verð eg því mið- ur að játa það, að eg hefi gleyfnt svo að segja öllu, sem gerðist í æsku minni. Eg man þó éftir þorpsskólanum, þar sem eg lærði að lesa og skrifa. Eg get ennþá lesið með gler- augum, en síðan eg fór að fást við stjórnmál, hefi eg gleymt að skrifa. Yðar einlægur o. s. frv.” Lesb. Mbl.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.