Heimskringla - 27.07.1932, Síða 4
4 BLAÐSfiÖA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEJG 27.' júlí 1932Í
Hcimakrinjla
(Sto/nuB ltU)
. i « i ■ •
Kemur i'it 4 hverjum miOvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
153 og 155 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 36 537
VerS blaðsins er $3.00 irgangurinn borgist
fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
RáðsmaBur TH. PETDRSSON
153 Sargent Ave., Winnipeg
Uanager THE VIKING PRESS LTD.
153 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
353 Sargent Ave., Winnipeg.
"Heimskringla” is publisbed by
and printed by
The Viking Press Ltd.
353-355 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG 27. júlí 1932.
ÍSLENDINGADAGURINN.
I fögrum og ilmríkum skógarlundi, þar
sem laufskógartré og barrviður skiftast á
um að bjóða þér til sætis í skuggum sín-
um, þegar þú ferð að stikna í geislum há-
sumarsólarinnar í Manitoba, þar hafði ís-
lendingadagsnefnd Winnipeg-manna síð-
astliðinn. sunnudag, sinn síðasta sameig-
inlega fund fyrir hátíðina, næstkomandi
mánudag. Það var ekki af tilviljun neinni
heldur, að fundur þessi var þarna hafð-
ur, því það er á þessum stað í skemti-
garði Gimli-bæjar, er þjóðminningardag-
ur Winnipeg-íslendinga verður nú hald-
inn.
Ef vér hefðum nú ekki verið svo hrifnir
af fegurð umhverfisins, hefðum vér get-
að brugðið upp fyrir lesendunum skýrri
mynd af því, hvernig íslendingadagsnefnd
in hefir hugsað sér alt fyrirkomulag há-
tíðarinnar, því á þessum fundi var það
ítarlega íhugað. En vér vorum annars
hugar og með augun annað veifið á ilm-
skóginum og hitt úti á vatninu, er blasti
við milii trjánna. Eftirtektin var því ekki
óskift við ræðuhöld fundarmanna. En
við og við vaknaði þó vitund vor, eins og
þegar einn vinur vor fór af andagift
að halda því fram, í sambandi við aug-
lýsingamál íslendingadagsins, að þjóð-
minningardagurinn hefði verið stofnaður
af þeim hvötum, að vera íslenzku blöðun-
um gróðalind! Oss datt í hug karl einn
heima á Islandi, sem mikið hafði verið
í siglingum á dönskum skipum, sem sagði
tíðum, þegar honum þótti eitthvað snúa
öfugt við, meðfram auðvitað til þess
að láta okkur heyra, að ,hann kynni ann-
að tungumál, en íslenzku: “Þetta kallar
maður nú á dönsku, den omvendte Ver-
den.’’. Vér höfðum til þessa ávalt haldið
oss við það heygarðshornið, að íslenzku
blöðin væru stoð og líftaug alls þjóðrækn-
isstarfs hér, þjóðminningardagsins, sem
hvers annars.
En í heild sinni talað um tilhögun á
hátíðinni, leizt oss hún hin bezta. Hefir
forseti dagsins ekki aðeins reynst þar
góður læknir, heldur ja.fnframt hug-
sjóna- og listamaður. útbúnaður allur á
ræðupalli og Fjallkonusýningunni, er
hans hugmynd, og í raun og veru niður-
röðun allrar skemtiskrár dagsins, og eig-
um vér von á að þeir, sem daginn sækja,
þyki þar mörgu haglega skipað. Þar gefst
því ekki einungis margt að heyra, eins
og menn eiga von á að jafnaði, heldur
verður þar einnig fjölmargt skemtilegt
að líta.
Og eins vel og skemtilega og alt er
útbúið í garðinum af hálfu íslendinga-
dagsnefndarinnar, þá er óhætt að reiða
sig á það, að ræðumennirnir, sem til vor
tala á hátíðinni, eru ekki lakar af guði
gerðir. Dr. B. B. Jónsson, hr. Jón J. Bíld-
fell og hr. G. S. Thorvaldson, tala fyrir
minnunum, allir á íslenzku auðvitað, og
er þó hinn síðast taldi hér fæddur, upp
alinn og mentaður, einn af yngstu kyn-
slóð íslendinga. Það er ekki laust við að
manni finnist nokkuð til um það, að geta
sótt ræðumenn þessarar íslenzku hátíð-
ar í hóp yngstu kynslóðarinnar hér.
Og svo eru skáldin, sem minnin yrkja:
Séra Jónas A. Sigurðsson, Bergþór Emil
Johnson og Sveinn læknlr Björnsson frá
Árborg. Er Bergþór annar ungur maður
hér fæddur, sem á hátíð þessari flytur
mál sitt á íslenzku — og meira að segja
í bundnu máli. Öll eru skáld þessi svo
kunn, að þeim þarf ekki hér að lýsa. Og
trúað gætum vér því, að einhverjum yrði
heitt undir kvæði hins fyrstnefnda — of-
an á heitan dag — því sjálfan vitum vér
hann dálítið meira en hálfvolgan íslend-
ing innan rifja.
Komið hefir það fyrir, að þeir, sem
íslendingadagsræður hafa hlýtt á, hafa
ekki þózt njóta þeirra, vegna þess að
þeir hafi ekki komist nógu nærri ræðu-
mönnunum, til þess að heyra vel til
þeirra. Við þessu hefir nú verið séð með
þvi, að hljóðberar verða til og frá um
garðinn, svo sá sem fjarst er, getur
heyrt sem hinn næsti. Þetta er mjög
mikilsvert atriði, þegar ræður eru flutt-
ar undir beru lofti. .
Um sönginn, bæði karla- og barnakór-
anna og hljómsveitarinnar verða menn að
lesa á öðrum stað í blaðinu.
Þegar á alt er litið verður ekki annað
séð en að undirbúningur hátíðarinnar
sé með fullkomnasta móti. Og þegar þar
við bætist þessi ágæti staður, sem hún
fer fram á, ætti það að vera ljóst, að
þarna eiga íslendingar kost á ágætri ís-
lenzkri skemtun, um leið og þeir minn-
ast ættlands síns og þjóðar.
Ekki má því gleyma, hve rífan skerf
þeir menn, sem í íslendingadagsnefnd-
inni eru frá Gimli, hafa lagt fram til þess
að hátíðin verði sem fullkomnust. Vegna
þess að þeir eiga heima þar, sem hátíð-
in fer fram, hefir margt handtakið, sem
unnið hefir verið, á þeim leiit.
Eftir beztu horfum að dæma um að-
sókn á íslendingadaginn, og skýrslur um
það eru að minsta kosti ekki óáreiðan-
legri en skýrslur blaða eru oft um upp-
skeruhorfur, er búist við þúsund manns
frá Gimli og grendinni. Hvað niargir
verða frá Winnipeg er eftir að vita. Á-
stæðulítið væri nú að gera ráð fyrir færri
þaðan, þar sem íslendingar eru þar lang-
fjölmennastir saman komnir vestan hafs.
Þessi dagur verður, eins og aðrir þjóð-
minningardagar, aem hér hafa verið
haldnir, prófsteinn á því, hve ant Winni-
peg-íslendingum er um hátíðina. Afsak-
anirnar fyrir að sækja hana ekki nú,
eiga, þegar til alls kemur, rætur sínar að
rekja til hins sama og þess, er hún hefir
verið illa sótt í Winnipeg. Og þar hefir
hún á síðari árum illa verið sótt, því er
ekki hægt að neita. Þess vegna var riú
reynt að hafa hana út úr bænum, eins
og mörg félög í Winnipeg hafa skemti-
daga sína, með betra árangri, en ef í
bænum væru.
MENNINGARÁSTAND ÞJÓÐANNA
OG KREPPAN.
Eins og allir vita, er menningarástand
þjóða mjög misjafnt. Það er iðulega talað
um að þessi eða hin þjóðin sé komin svo
og svo langt í menningu, en hin skamt.
En fyrir hinu, er jafnvel á þessum kreppu-
tímum, ekki eins oft gerð ljós grein og
ætla mætti, hvaða áhrif sá munur á menn
ingarstigi þjóða hefir á viðskiftin, og á
mikinn þátt í yfirstandandi kreppu, eigi
síður en öðrum er á undan hafa farið.
Það má gera ráð fyrir að íbúatala
heimsins sé nú um tvær biljónir. í Japan
eru um 70 miljónir, Kína 450 miljónir,
Indlandi 325, Java 40, og Síam, Manilla,
Súmatra o. s. frv. um 50 miljónir. í hinni
eiginlegu Aijsturálfu, Asíu, er því sem
næst biljón manna, eða helmingur allj
mannkynsins.
í Evrópu eru um 450 miljónir, í Norður
Ameríku 140 miljónir manna. Önnur ó-
nefnd lönd austan Asíu, fylla hina biljón-
ina.
Til þess að gera sér grein fyrir lifnað-
háttum, framleiðslumagni og viðskiftum
þessara þjóða, er vélanotkun þeirra viss-
asti mælikvarðinn talinn. Þær þjóðir sem
minst létta sér vinnuna með nútíðar
vinnuvélum, framleiða bæði minna en
hinar og lifa fáskrúðugra lífi. Vinnulaun
þeirra eru lægri og hrökkva ekki til, ef
taka ætti upp lifnaðarhætti þjóðanna, er
framleiðslu reka í stærri stíl. Það er
stundum á það minst nú, að það sem
með þurfi, sé að leggja niður allar vinnu-
vélar, vegna þess að þær svifti verka-
lýðinn atvinnu, sem afli honum viður-
væris. Þetta er satt að öðru leyti en því
að viðurværið yrði ekki hið sama án
vélanna. Það eru þær, sem lifnaðarhætt-
ina hafa bætt svo, að þeir eru ekki ber-
andi saman við tímana, áður en notkun
vélanna hófst.
En hvar er þá vélanotkunin mest? í
Bandaríkjunum og Canada er um $23
virði af vélum á hvern mann. Næsta
landið er England, með $11 virði á hvern
mann. Þar næst er Þýzkaland með $9,
þá Frakkland með $4 virði. En þegar til
Asíu kemur, verður í Kína og á Indlandi
ekki nema 50c virði af vélum á hvern
mann.
Hvort sem það verður nú viðufkent
af þeim, sein þetta lesa, eða ekki, að
menningarástandið f öllum greinum fari
eftir vélanotkun þjóðanna, mun hitt
sönnu næst, að hagur almennings og
lifnaðarhættir fari mjög eftir því. Og sé
svo, er líklegast viðurgerningur alþýðu,
víðast í heiminum Iakarí en í Norður-
Ameríku.
En nú kunna menn að segja, og það er
íhugunarvert einnig, hver munur sé á
því að svelta í allsnægtum, og að hungra
vegna framleiðsluskorfte. Munurinn er
auðvitað enginn, ef menn á annað borð
svelta. En að hinu leytinu segir það sig
sjálft, að með allsnægtir í forðabúrum
á næstu grösum, er hægra við því að
sjá, að ekki reki upp á sker hallæris og
mannfellis, en þar sem algerður skortur
er.
En nú erum vér komnir að efninu, er
fyrir oss vakti, eða þessu, hvort munur
á menningarstigi þjóðanna eigl ekki
nokkurn þátt í kreppunni. Eftir því sem
lifnaðarhættir batna hjá einni þjóð, gerir
það henni erfiðara að reka viðskifti við
þjóðir, sem henni standa lægra. Frum-
iðnaðinn, sem þær þjóðir reka, er ofur-
auðvelt fyrir þjóðimar með meiri menn-
ingu að starfrækja. Hann hækkar því
ekkert í verði. En það sem þjóðimar,
er á háu menningarstigi standa, fram-
leiða, hefir hækkað í verði, af því að mat
vinnunnar er hærra; vinnulaun eru þar
með öðrum orðum hærri. Þetta virðist oss
að menningin hafi nú rekið sig á. Fá-
tækt og getuleysi margra þjóða heimsins
nú, að kaupa framleiðslu annara þjóða,
sem nægtir hafa, er að leggja hömlur
á störf og framfarir þjóðanna, sem á
hærra menningarstigi standa. Og það er
að gera meira. Það hefir tekið svo í
tauminn, að algert aðgerðaleysi ríkir og
framfarír heimsins yfirleitt hafa numið
staðar um stund.
Eymdin og allsleysið og sulturinn í
Kína og víðar, og gnægt óseldra vöru-
birgða annara landa, sannfæra menn um
að þessu sé þannig farið.
En hver er lækningin? Sú, að út-
breiða þá þekkingu, sem visindin í fram-
faraheiminum hafa komist yfir. Ef allar
þjóðir heimsins gætu notfært sér þá
þekkingu jafnt, hyrfu erfiðleikarnir að
miklu leyti.
Á fundi nokkurra vfsindamanna í
Bandaríkjunum nýlega, komst einn þeirra
þannig að orði: “Við erum hér saman
komnir um 250 manns alls, víðsvegar
að úr heiminum, til þess að hugleiða vís-
indalegar niðurstöður, sem heimurinn
verður einskis áskynja um fyr en að 5
eða 10 árum liðnum, og í framkvæmd
munu þær ekki alment komast fyr en
eftir 10 til 15 ár. Þannig gengur það
með störf vor, sem heiminum eru öllu
nauðsynlegri. Væri það ekki farsælla
fyrir heiminn, að vér hægðum nú á oss
í leitinni að nýjum sannindum, en ynn-
um í þess stað að útbreiðslu þeirrar
þekkingar, er vér höfum komist yfir?
Starf þjóðmála- og viðskiftamanna, hef-
ir orðið oss vonbrigði í þessu efni og
mannkyninu í heild sinni til tafar á fram-
farabraut sinni.’’
Vér skulum ekkert um það segja, hvort
þessi orð vísindamannsins hafa átt við
það efni, sem hér hefir verið dregin at-
hygli að. En hitt er víst, að þau eiga
við muninn, sem enn er á menningar-
stigi þjóðanna. Og eins og hann er þar
til óheilla, er hann það einnig innan
hvers þjóðfélags. Fyrirkomulagið, sem
skapar þar fátækt og allsleysi á aðra
höndina, en auð og allsnægtir á hina, er
jafn óheilladrjúgt fyrir velferð og fram-
farir mannkynsins, og þó í víðtækari
skilningi eigi sér stað.
Það er með öðrum orðum jöfnuðurinn
í sann-menningarlegu tilliti, sem bæði
heimafyrir og út á við, innan eins þjóð-
félags, sem á meðal alls mannkynsins,
verður að vera gróðursettur með þjóð-
fyrirkomulaginu, sem mennimir eiga við
að búa.
BRÉF MERKRA MANNA.
Hið ágæta blað Lögrétta birti fyrir
hálfu ári síðan eða meira, safn af göml-
um bréfum merkra manna, sem ekki
höfðu áður verið birt. Segir blaðið um
þau meðal annars: “Bréf merkra manna
ættu að geta gefið margvíslegar upp-
lýsingar um menn og málefni þess tíma,
sem þau fjalla um og verið nytsamur
sögulegur fróðleikur, auk þess sem þau
geta verið skemtilestur.’’
Á öðrum stað hér í blaðinu birtist eitt
þessara bréfa, sem sýnishora aðeins, og
3 eða 4 önnur birtast síðar. Vonum vér
að margur hafi fróðleik og skemtun af
lestrinum.
ÞRÍR SJÓNLEIKAR * 1
f WASHINGTON.
— Strandafréttir. —
. Niðurl.
III. Seattle.
Undanfarna áratugi hafa
menn verið að flækjast vestur
um haf, til Ameríku. Ennþá eru
margir þessir vesturfarar á
vesturleið. Stöðugt fjölgar þeim
er lejð sína leggja — vestur á
i Strönd. Þar er blítt veður og
allfrjó jörð. Þar er Seattle —
tiltölulega ungur hafnarbær,
vöxtulegur og vel til fara, bygð-
ur á einum sjö hæðum eins og
Róma. Þar hefir Islendingum
fjölgað í seinni tíð og faraast
vel. Því að tímar voru hér góð-
ir fram á árið 1930, þótt krepp-
an væri komin í algleyming í
hveitiheiminum Austanfjalls,
þegar skömmu eftir stríðslok.
íslendingar í Seattle eru í
aðalatriðunum alveg eins og
íslendingar í öðrum og eldri
bygðum hvar sem er um álf-
una. Þeir eru margir, fyrst og
fremst mjög svo “vandlátir
guðs vegna’’, eins og Páll post-
uli kemst að orði, og forðast að
samneyta öðrum en sínum lík-
um. Fyrir því standa þeir sundr
aðir og, sökum fámennis, oft-
ast nær aflvana, til þess menn-
ingarlífs, er þeir virðast hafa
eðli til, mörgum öðrum þjóð-
flokkum fremur. Meinbugi fá-
mennis og sundrungar leiðir
kreppan greinilega í ljós. Ef þeir
hins vegar stæðu saman um
sameiginleg verðmæti, þjóðern-
isleg. og önnur, yrðu þeir sjálf-
um sér til sóma og mannkyn-
inu til nytsemdar, svo að um
munaði. Hitt er þeim þó enn
sem komið er tamara — að
fjandskapast um það, sem þeir
hafa minst vit á, og gefa sér
hvorki tíma til né jafnvel þora
að kynna sér, þ. e. trú og heim-
speki.
Torsótt eru stórvirkin fátæku
fámenni. Líklega er Winnipeg
eina íslendingabygðin, sem er
nógu stór til þess, að þar þríf-
ist tveir eða fleiri andstæðir
flokkar, er haldi uppi sjálfstæðu
félagslífi, svo að verulega kveði
að. Flestar bygðirnar verða því
að neita sér um allar meiri-
háttar jákvæðar framkvæmdir.
Hitt verður þá líka fyrir mörg-
um aðalframkvæmdin, þótt nei-
kvæð sé, að sperrast gegn þvi,
að “hinn flokkurinn” fái vaxið
eða unnið sér nokkuð verulegt
til fjár eða frama. Og með
þrautseigju og árvekni tekst
þetta víðast hvar. Og alt er
þetta skæklatog unnið af ein-
skærri óeigingirni og sjálboða-
legri fórnfýsi. Það kostar stór-
fé og fyrirhöfn. Skýringin er
sú að alt er það gert guði til
dýrðar. Því að beisk guðfræði-
leg vandlæting liggur þar til
grundvallar. Eða svo er sagt.
“Málefnið’’ græðir lítið á hvor-
uga hliðina. En ósýnilegur púki
þjóðeraislegrar úrkynjunar (er
skyggnir menn sjá þó vel),
fitnar jafnt og þétt á óvild og
illu skrafi hinna frónsku
bræðra.
Neikvæða hliðin á félagslííi
voru er ómótmælanleg. F(okk-
arnir tálma hver öðrum og úti-
loka átök samvinnunnar. En
jafnframt líður vitjunartími ís-
lenzks þjóðernis óðfluga hjá.
Jákvæða hliðin er hins veg-
ar líka til staðar, og all-mikil-
virk. Guðsþjónustuhald, ung-
mennafræðsla, söngiðkun, leik-
störf, fundarhöld, samkvæmis-
líf, líknarstörf, lestrarfélags-
störf o. s. frv. — alt er þetta
sú hræring samlífsins, er beint
og óbeint miðar til menningar,
þótt eigi sé hálft við það, er
framkvæma mætti, ef sundr-
ungin spilti því ekki.
Og — rétt stöku sinnum
verða menn þreyttir á úlfúðinni
einni saman. Jafnvel prestarnir
eru hættir að leyna því, að þeir
sjái hVer ánnan á mannamót-
um. Stöku sinnum bregður fyr-
I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðru
sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla,
er stafa frá veikluðum nýrum. —
Þar eru til sölu 1 öllum lyfjabúð-
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir
$2.50. Panta má þær beint frá
Dodds Medicine Company, Ltd., Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
ir örlitlum glampa menningar-
legrar samvinnu. — Einstakir
menn úr öðrum flokkum rétta
hinum hjálparhönd. Þetta kem-
ur jafnvel fyrir í Blaine, og
það þótt við liggi sektir og bann
færingar. Því að Blaine er göm-
ul bygð og methafi í guðfræði-
legri alvöru. Fyrir því liggur
allvænn íslendingadagssjóður á
vöxtum, árum saman, en eng-
inn þorir að minnast á íslend-
ingadagshald sökum áfloga-
hættu.
Seattle er yngri, sem íslend-
ingabygð, og meiningafestan
þar ekki eins ósveigjanleg. Þar
hafa landar nú árum saman
ögrað kreppunni og tekið hönd-
um saman um íslendingadag.
Svo getur farið að þeir haldi
því áfram fram yfir miðja öld,
•— ekki sízt ef tímar batna og
fólkið heldur áfram að flytja
vestur, og Seattle tekur við af
Winnipeg svo sem höfuðsetur
frónskra manna vestan hafs.
eins og sumir spá.
* * #
Loks komum vér þá að efn-
inu! í Seattle brá fyrir merk-
um og sjaldgæfum samvinnu-
glampa, síðastliðinn vetur, er
safnaðarmenn fríkirkjunnar þar
gengust fyrir því þrekvirki að
æfa og sýna “Skuggasvein’’.
Nutu þeir ástúðlegrar samvinnu
ekki aðeins safnaðarlausra
manna, heldur og lúterskra
safnaðarmanna. Útkoman varð,
eins og vænta mátti, félagslegt
afrek. Sameinaðir stöndum vér
og sigrum!
Að rekja efni Skugga-Sveins
eða tilgreina höfund hans, er
með öllu óþarft gagnvart þeim,
er Heimskringlu lesa. Hitt er
heldur að fara fáeinum orðum
um afdrif hans í höndum Se-
attle-manna.
í Seattle léku þeir þrisvar —
fyrir fullu húsi hið fyrsta sinn
og síðar við slangurs-aðsókn.
í Blaine fór leiksýningin fram
hinn 9. apríl, og segir sagan
að íslenzkir Blainebúar og ná-
grenni hafi enga samkomu
betur sótt, árum saman. T. d.
kom um 40 manns frá Point
Roberst, 40 mílur vegar; margt
frá Bellingham og nokkuð frá
Vancouver. Ennþá eru íslenzk-
ar hugðir og minningar svo vel
við líf og heilsu hér vestra, að
þjóðlegir kjörgripir, slíkir sem
“Skugga-Sveinn’’, koma mönn-
um á flug, svifta þeim um stund
úr bóndabeygju kreppunnar, og
leiða þá um langa vegu og tor-
færa.
Allir þeir er vér höfum átt
tal við, þeir er langt sóttu, og
hinir er leikinn fengu “fluttan
heim’’, segja það eins, að þeim
þótti mikið til koma þessarar
leiksýningar, og voru Seattle-
mönnum þakklátir fyrir tiltæk-
ið og komuna. Að vísu eiga
menn svó margar sérkennilegar
og kærar minningar um með-
ferð hlutverka í Skugga-Sveini,
að dómarair litast af þeim. —
Einn er viss um það, að Har-
aldur hafi aldrei verið, og verði
aldrei, betur leikinn en á Akur-
eyri ; Annar veit að Skuggi bef-
ir verið bezt gerður í Ólafsvík
undlr Jökli; þriðji, að enginn
4
\
\