Heimskringla


Heimskringla - 27.07.1932, Qupperneq 5

Heimskringla - 27.07.1932, Qupperneq 5
WINNIPEG 27. júlí 1932. HEIMSKRINGLA 5 BLAÐSIÐA. getur náð Grasa-Guddu fsfirð- inga, o. s. frv. Fyrir það'í. að menn hafa einhverntíma á æf- inni stórlega notið þess, að sjá hlutverkin í vissri mýnd, þýkir þeim að öðruvísi megi ekki ieika þau. Ennfremur má venju- iega eitthvað setja út á gerfi og búninga hjá félausum leik- flokkum, er tjalda verða því, sem til er. Mörgum þótti bún- ingur Haraldar óeðlilegur; Ásta hins vegar of skartklædd á grasaheiðinni, o. s. frv. Hlutverkaskiftingur var sem hér segir: Helgi Sivertson verzlunarmað ur lék Sigurð í Dal, og gerði myndarlegan og eðlilegan fróns- bóndann. Kristín Sumarliðason, korn- ung stúlka, lék Ástu. Að leik hennar og framburði mátti finna. En sá yndisþokki hvíldi yfir persónunni, og svo góð var söngröddin, að efalaust voru áhorfendur vel við hana sáttir. Óskar Sigurðsson, kunnur leikari frá Winnipeg, lék hlut- verkin þrjú, Grasa-Guddu, Galdra-Héðinn og Hróbjart; lék hann það alt saman af ó- mengaðri snild. Hallur Magnússon gerði Lá- renzíus að skörulegu yfirvaldi. Inga Johnson lék Margréti, og gerði hlutverki sínu skemti- leg skil. J. K. Steinberg lék Gvend Gudduson og Geir bónda. Að leikfróðra manna dómi lék hann hvorttveggja vel. Sumum fanst hann ýkja Gvend. En þá tilfinningu mun frekar mega rekja til gervisins en leiksins, því gerfið minti um óf á lodd- ara (clown). Óli V. Olson lék Jón sterka. Hressilegt burðagrobb gengur tslendingum ávalt til hjarta. Halldór Sigurðsson lék Ketil og Grana bónda. Fórst honum það vel. Grani er í sjálfu sér ekki mikið hlutverk — og þó nógu spaugilegt, ef vel er á haldið, eins og var í þetta sinn. Katli virtist ekkert andlega aft- ur farið síðan vér sáum hann heima á Fróni.. Stúdentana léku þeir S. J. Stefánsson (Helga) og Leo Bárðarson bankaritari (Grím). Helgi var rösklega gerður. En Grímur, hins vegar gat tekiö töluverðum umbótum. Hefir Leo kunningi minn vanrækt tungu feðranna svo, að hann talar hana ekki örðugleika- laust. Hins vegar er hann ram- ur íslendingur að eðlisfari og hugsunarhætti, svo sem hann á kyn til, og dálítið upp með sér af því að kunna fáeinar ís- lenzkar rímnastemmur. Enda náði hann sér og helzt á strik er Grímur fór að yrkja og kveða. Einar Grandy yngri lék Har- ald. Talar Einar ágæta íslenzku, þótt ungur Vestur-lslendingur sé, og rödd hans berst ágæt- lega. Kemur hann og frjálslega fyrir á leiksviði. Leikur hans f þetta sinn hefir sætt misjöfn- um dómum, en vér undum hon um vel. Séra Albert E. Kristjánsson lék Ögmund. Er það hlutverk vandleikið, svo að þakklátt sé. Leikfróðir menn tjá oss, að ein- talið væri gert með ágætum, en samtölin og samleikurinn síð- ur. Þetta er heldur ekki ósenni- legt, þegar um þann er að ræða, sem því er vanastur að hafa orðið einn og ónæðislaust. — Hins vegar gátum vér ekki gert þenna greinarmun, og þótti leikur Alberts allur góður. Annars vill Albert hreint ekki við það kannast, að hann sé góður leikari. Að viðurkenna slíkt er fyrir oss klerka sízt áhættulaust, af auðskildum á- stæðum. Annað hefir nú þótt betur við eiga í kristninni, en að prestar og prestkonur væru að leika! En þetta minnir oss á orð og atvik heima á Fróni. Kaupmaðurinn og klerkurinn vqru að rabba saman, og ef til vill lítils háttar kendir. Frá því sagði svo kaupmaðurinn síðar, með hroili og hneykslun, að klerkurinn hefði dirfst að segja ánnað eins og það, að prestar þyrftu fyrst og fremst að vera leikarar! Ægilegt! Lítur illa út. En þá minnumst vér annara ummæla heiman frá Fróni, er hnigu í þá átt, að hörmung væri til þess að vita, að tiltölu- lega heimskir menn, er lítið hefðu að segja, þættu gáfumenn og mælskumenn, vegna lipurð- ar í flutningi, en vitrir menn fengu ekki áheyrn sakir vönt- unar á túlkunargáfu! Að vera leikari, er að hafa túlkunar- gáfu; þess vegna þarf prestur- inn að vera leikari, ef hann á að geta túlkað hugsanir sínar og tilfinningar til áheyrenda sinna og samverkamanna, og örfað viljaorku þeirra. Ef til vill átti kaupmaðurinn að skilja orð prestsins, á þessa leið, en ekki hina, sem hægust er, að sam-sama “leik” og hræsni. — Eftir allar þessar fortölur og skilgreiningar, ætti séra Albert að sjá sér fært að kannast við, að hann sé góður leikari. Þá kem eg að sjálfum Skugga- Sveini. Hann var að þessu sinm leikinn af Gunnari Matthías- syni, syni höfundarins. Hann er maður hár og hetjulegur vexti, og hefir mikla og þjálf- aða rödd, og féll að þessu leyti ágætlega inn í hlutverkið. Um hans leik hafa þó meiningar orðið deildastar. Þess var að vænta. Því allmjög brá Gunnar út af venjunni um meðferð þessa volduga hlutverks. Gerfið var tilkomumikið, en svo mik- ið skegg huldi niðurandlitið, að orðaskil urðu stundum ógreini- legri en gott var. Fjarri mun því, að öllum líkaði leikur Gunn ars. Gamlar og hefðfestar túlk- anir hefðu verið betur þegn- ar. Á oss hafði “Skuggi” í þetta sinn mestu áhrif.. Gátum vér fyllilega tekið undir það, er íslenzkum mentamanni, sem oft hefir séð leikinn áður, bæði hér og á Fróni, varð að orði daginn eftir sýninguna: “Mér finst að í gær hafi eg séð Skugga-Svein leikinn í fyrsta sinn.’’. Áður höfðum vér séð hann túlkaðan sem tröll, í þetta sinn sem mann; áður sem fer- legan, organdi óvætt, í þetta sinn sem ólma, stórskorna hetju sem alls ekki var “samvizku- laus”, þótt hert væri hún af miskunnarlausri aðbúð mann- anna og náttúrunnar til haturs og stríðs gegn guðs og manna lögum. Meðferð Gunnars hlaut að vekja hjá manni djúpa sam- úð með þessari tröllauknu kempu, sem ellin ein gat komið á kné. Fyrir því kom það eins og léttir, að lokum, þegar Skuggi gat brotist í böndum og ráðið dauða sínum sjálfur við hjartastað íslenzkrar nátt- úru, fjarri gálgum og böðlum bygðanna. Skugga-tSveinji er mynd german-norrænnar kari- mensku, er beitti sjálfa sig og aðra vægðarlausri hörku, vann mörg ill verk, en átti þó sína samvizku og sína drenglund, og skóp smám saman hávaxn- asta, hraustasta, fegursta og vitrasta kynflokk jarðarinnar. Var, m. ö. o. líffræðilega feiki- lega máttug. Andinn var að vísu heiðinn og skorti kristi- lega mildi, því að heiðnin var eldfom með þessum mönnum, en kristnin ung. Og þó er eins og eitthvert hugboð stingi mann þegar Sveinn steypir sér í foss- inn, að þar sé táknað hrun glæsilegra norrænna kynerfða, er suðrænn læpuskapur, þæg- indadýrkun og önnur kögur- menska er að smá-útrýma úr kyninu. Sveinn steypir sér í fossinn, og bráðum fer sjálfur fossinn! Það þótti sumum brot á dra- matiskri velsæmi, er Gunnar slepti ægirödd “Skugga” gamla í “Gekk eg norður kaldan Kjöl” og söng nokkrar vísurnar með sínum eiginlega raddblæ. Ómaði þar af minningasárri viðkvæmni J-‘ iþóttumst vér þegar skilja, hvað Gunnar var að fara, hve óverjandi sem aðferðin kann að hafa verið. Það var eins og harðneskjuhamur útilegumanns ins félli frá, sem snöggvast, svo að sjá mátti inn í leyndir sálar hans, þar sem hann hafði falið alla vægð og viðkvæmni fyrir sjálfum sér og öðrum, alla æfi. Var því þetta einskonar sjálf- sungið “Sólveigarljóð”. Átti það ekki illa við. Því að heyra má það, ef að er gáð, sem undir- hreim í flestu því, er hin hnign- andi hetja segir. En Gunnar gætti þess betur en venja er til að drekkja ekki þessum hreim í vígalegu orgi og óhljóð- um.---------- í heild skoðað, virtist leik- sýningin bera þess merki, að leikendurnir yfir höfuð voru hlutverkinu vaxnir. En til þess að gefa meðferðinni fulla skerpu, hefði meiri undirbún- ingur komið að góðu haldi. Síð- asti þátturinn var daufast leik- inn, sennilega fyrir æfingar- skort. Því oft vill síðasti þátt- ur verða útundan í æfingum, ekki sízt í 3 til 4 klukkustunda leik. En mikið hefði leikendum mátt takast ver en raun varð, til þess að áhorfendum hefði ekki samt þótt leiksóknin borga sig. Því að það eitt, að horfa á tjöldin, var peninganna virði. Þau málaði ungi listmálarinn Stefán Grandy, sonur Einars eldra, er lengi bjó í Vatnabygð. Náði hann á þau ótrúlega ís- lenzkum blæ, og hefir þó aldrei ísland séð. Af þeim, er aðstoðuðu leik- flokkinn með ráði og dáð, kunn um vér að nefna frúrnar Guð- nýju Matthíasson og Þóru Hi- nes. Það var gott, að Seattlebú- um tókst þessi leiksýning svona myndarlega. Það þurfti reglu- legt Skugga-Sveins hugrekki til að leggja út í fyrirtækið, því að fyrirsjáanlegt var í upphafi, að eigi var til áþreifanlegs á- vinnings að vinna. En það er á vorri tíð mikil búningsbót, að bera sig karlmannlega, ögra kreppunni, og busla sér dálítið til hita í andófinu gegn öfug- röstum eignatjóns og atvinnu- missis. Lýkur svo þessum athuga- semdum um leikstörf Strandar- búa. Skrifi aðrir þar um betur og sanngjarnlegar, ef þörf gei- ist. Blaine, í júlí 1932. Friðrik A. Friðriksson. EG STARI BÖNDUM BUNDINN Eg stari böndum bundinn hið breiða út á haf; og bláar öldur berast þeim björtu sölum af. Ó, hve þær eggja, ögra, með ástarhótin sín, og fjöruborðið faðma, — þau fjötra böndin mín. — Eg heyri unaðs-óminn frá æskuströnd í dag. Og boðar þungir byltast með brimsins hetjulag. Og hýrar bárur hjúfra sig hlýtt að fjörusand. — Eg stari böndum bundinn um blásið sléttuland. Og Flóinn breiði blikar und björtum geislastaf, sem demants-þráður dreginn. í dagsins skikkjulaf. Sem brjóst er örugt andar er öldufaldsins lín, er sær og sólin minnast, — þau svíða, böndin mín. Hve hljótt er hafið stóra — á himni stirnibjart., en brjóst þungt og þögult, — og þó svo ótal margt er sælar bárur syngja við sorfið fjörumál. — Eg stari böndum bundinn um breiðan tímans ál. T. T. Kalman. A VfÐVANGI. Hér er gott í grænum lund glæsiríka morgunstund. Friður jarðar faðmar þig, fyllir loftið kringum mig. Heima-agg og hugarsút hér má til að bera út. Út á grænum víðavang vonir fyllast blóma-ang; hjartað verður hreint og tært, hafi það áður verið sært; Sólin skyssir sorgir brott. Svona á maður stundum gott. Alt er hér sem óskin ber inst frá gljúpu hjarta þér. Vorsins gróður, vorsins önd viðkvæm eins og móðurhönd, blæs að hverri þinni þrá því sem lífið hreinast á. Grænu balar, grundin mín, geymdu mig við brjóstin þín. Berðu þína æsku-önn undir mína vetrar-fönn, svo að líf þitt læsi sig ljúft og hreint í gegnum mig. T. T. Kalman. HARÐFISKUR. Mikið lof fengu þeir menn, sem stóðu fyrir íslenzku vik- unni. Þeir hafa líka vafalaust átt það skilið, að svo miklu leyti sem þeir eiga lof, sem góðan vilja hafa, án tillits til árangursins af gerðum þeirra. Eg held sem sé, að árangur- inn af íslenzku vikunni hafi verið sára-lítill annar en sá, að sýna okkur, að hvað iðnað snertir erum við enn þá á algerðu bernskustigi. Því hver maður hlýtur að skilja, að þó gott sé og sjálfsagt að kaupa innlenda vöru, þá er ekki hægt að heimta af almenningi, að hann geri það, nema þessi ís- lenzka vara sé jafngóð og ódýr og útlenda varan. Samt sem áður álít eg, að við getum nú þegar notað langtum meiri ís- lenzka vöru en við gerum, og skal nú lauslega drepa á eitt atriði. Harðfiskur var til forna ein aðalfæða íslendinga, eins og fjallagrösin voru það, en þó dómarnir um fjallagrösin séu mjög misjafnir, það er að segja, um hve ljúffeng þau séu, þá hefi eg enn þá ekki hitt neinn íslending, sem ekki þykir harð- fiskur sælgæti. Eftir það, að framfarirnar urðu sem mestar hér í Reykja- vík, var auðvelt að fá hér svo að segja í hverri búð niðursoð- inn lax frá Alaska, niðursoðinn túnfisk frá Kalifomíu, sardínur frá Noregi, ál frá Danmörku og krabba austan úr Japan. En ís- lenzkur harðfiskur var ekki föst verzlunarvara og fékst ekki nema með höppum og glöppum. Nú er þó orðin nokkur breyt- ing á þessu, því að menn eru vestur á landi farnir að herða töluvert meira af steinbít en áður, af því þeir eiga vísa söiu á honum hér í Reykjavík. En enn er það þó svo, að harðfiskur er ekki alt af til, og er því ekki enn þá almenningsfæða hér, bæði af þessu, að hann fæst ekki alt af, og af því, að hann er seldur hér með slíku rán- verði, að menn hafa ekki ráð á að kaupa hann, nema sem sæl- gæti, því verðið er venjulega um 2 kr. kílóið og oft yfir það. Enginn varfi er á því, að hér í Reykjavík og Hafnarfirði gæti verið geysileg sala á harðfiskí, ef hann væri seldur fyrr hæfi- legt verð, þannig þó, að bæði framleiðandinn og kaupmaður- inn, sem verzlaði með hann, mættu báðir vel sæmdir af vera. Félagi minn einn hefir sagt mér svo hljóðand sögu: í vor keypti hann hundrað kg. af óslægðum fiski á 6 aura hvert kg. eða 6 kr. alls. En þetta voru samtals 22 fiskar. Þessa fiska slægði hann og flatti og kom í herzlu, en þaraa fékk hann tvær máltíðir af haus um og lifur fyrir heimili sitt. Þessi 100 kg. af óslægðum fiski urðu 20: kg. af harðfiski. Fyrir herzluna borgaði hann 10 aura á hvert kg. ; Geta menn nú séð, hve frá- leitt það er, að harðfiskur skuli vera seldur hér á 2 kr. kg. Hér lagði maðurinn til vinn- una sjálfur við að slægja og fletja, en fékk fyrir það áður nefndar tvær máltíðir, en sé þetta lagt að jöfnu, kostaði hvert kg. í harðfiskinum mann- inn 40 aura eða fimta hluta þess, sem fiskurinn er lægst seldur fyrir í búðum, enda er kunnugt, að menn úr verstöðv- um, er hingað koma með harð- fisk, þykjast gera góða sölu, þegar þeir selja harðfisk hér á 80 aura til 1 kr. hvert kg. Svo margt hefir verið ritað um hve hollur matur harðfisk- urinn væri, að óþarfi er að ræða um, hvílík heilbrigðisráðstöfun það væri, að koma á almennu harðfiskáti hér í Reykjavík og Hafnarfirði og annars staðar þar, sem hann er ekki étinn nú. Mundi það verða til þess, að keypt yrði fyrir mörg hundruð þúsund (eg þori ekki að svo komnu að segja mörgum milj- ónum) kr. minna af útlendum mat, en nú er gert, og væri sú upphæð öll grædd íslendingum. Hins vegar myndi þetta auka drjúgum tekjur almennings í mörgum verstöðvum landsins, og mundi margan alþýðumann þar muna um að bæta við árs- tekjur sínar þó ekki væri nema frá 50 upp í nokkur hundruð kr. —Alþbl. Vigfús. AUÐN. Eitthvað í auðninni býr. Alt er þar kyrlátt og hljótt. Helzt þangað hugurinn flýr úr hamför við koldimma nótt. Eg eygi þar afkima minn, hvar opið er loft upp á gátt. Geymdar þar fornleifar finn; eg finn þar ’inn helgasta hátt. Eg finn þar ei flakandi súð, né fallandi grunn eða maur. Því auðnin á heilbrigða húð, húð sem ei atast af saur. Auðn birgir andköf og hljóm, en aldrei neTnn falsaðan tón. Þar glitrar ei tízkunnar tóm, né talar þar Páll eða Jón. Þið segið að þar búi þögn. En þögn er ei vanhelgað skraf. Húmkyrðin hopar ei ögn, en hylur sitt ljósgeisla haf. Eg finn oft í þögninni þrótt, og það sem að fjöldinn ei sér, eitthvað, sem andar þar rótt, þann óm, sem að hrynjanda ber. Þar gengur ei grátandi barn, né glottir þar heiftarfull norn. Mælgin ei skapar þar skarn, né skrækir í pólitísk horn. Ef að þú ættir það gull — alt sem í þögninni býr, þá drykkir þú fagnaðar-full, frjáls yrði hugsjón og skýr. Eg hvíld finn í auðninni æ; arga ei friðrof þar hátt. Þar andar við úthaf og sæ ögn hver í skapandi mátt. Þar blikar við tíbrá sú tign, sem töfrar mitt sálarlíf alt. Þar flýtur mitt fley inn við lygn, þar finn eg mér verður ei kalt. Sú einasta auðn, sem eg finn, býr í andlausri, máttvana sál. þar kemst ekki kærleikur inn, hún kann ekkert samúðar mái. En heldur sér vanfestu við, svo verður sem dauðstorkið blóð. Hún mælir sinn maurildis sið, við metnaðar sjúgandi glóð. Veradaðu, maður, þitt vit, og von ljós í hjartnæmri sál. Flagga ei með falsaðan lit, né fánýtan munað og tál. Sjálfs ábyrgð aldrei þín deyr. Því eilífð ber reiknings spjöld þín, og líkamin aðeins er leir, sem ljóshnöttur andi þinn skín. Yndo. Kommúnistaóeirðir í gær. Frh. frá 1, bls. istarnir ætluðu að láta kné fylgja kviði. Þá var það að lög- reglan neyddist til að grjpa til kylfanna. Þusti hún út úr an- dyrinu og ruddi garðinn og gangstíginn við húsið á svip- stundu, en Einar Olgeirsson hrópaði til sinna manna: “Stand ið fyrir, látið ekki undan,” — úr hæfilegri fjarlægð. Ekki verður lögreglunni álasað fyrir að hafa gripið til þessa ráðs. Hún hafði sannarlega dregið það í lengstu lög. Eftir þetta var fremur kyrt og kom ekki til frekari sviftinga meðan á fundinum stóð, en nokkrir strákar tóku til að kasta grjóti að húsinu og brutu í því flest- ar rúður. — Dálítill hópur kom- múnista fór og sótti mikið af spítum og lurkum, en ekki kom til að þeir yrðu notaðir þá. Banatilræði við borgarstjóra. Um kl. 8 var bæjarstjórnar- fundi lokið og komu þá bæjar- fulltrúarair út og gengu leiðar sinnar, en óróaseggirnir fylgdu þeim áleiðis með ópum og ó- hljóðum og reyndu jafnvel að berja suma þeirra með lurkum en lögreglan varnaði. Munaði minstu að borgarstjóri yrði fyr- ir stórmeiðslum af þessu, því að það var aðeins snarræði eins lögregluþjónanna, Pálma Jónssonar, að komið var í veg fyrir það, að hann væri barinn í höfuðið með stórum lurk. Þegar fylkingin kom út f Austurstræti, kom Einar 01- geirsson auga á Svein Bene- diktsson, og skoraði þegar á liðsmenn sína að ráðast á hann. Sveinn gekk þá inn í fylkingu lögreglunnar, sem síðan hélt upp í Arnarhvál. Fylgdist mannfjöldinn með henni og kommúnistar hrópuðu að þeim ýmsum ókvæðisorð- um, svo sem “blóðhundar auð- valdsins”, og fleira af því tæi, Ryskingar á Hverfisgötunni. Fyrir utan Alþýðuprentsmiðj- una réðust nokkrir kommúnist- ar með bareflum á Ágúst Jóns- son frá Varmadal, lögregluþjón. En Lárus Salómonsson glímu- kóngur kom honum til hjálp- ar, og voru árásarmennirnir barðir niður. En áður höfðu þeir veitt Lárusi áverka á hálsi og höfði. Læknir bjó um meiðsli Lárusar, en þau eru þó ekki al- varleg. Á Hverfisgötunni var kastað steini í höfuð Magnúsar Sigurðssonar lögregluþjóns. — Steinninn kom í húfuskygni hans og meiddist hann lítils háttar. Fyrir utan Arnarhvál var beðið átekta nokkra stund, þar til Haukur Björnsson, einn af forsprökkum kommúnista, klifr- aði upp á garð, og boðaði til “almenns verkalýð^fundarv í Bröttugötu kl. 9 þá um kvöldið, Skyldi þar rætt um leiðir til að “verjast árásum lögreglunnar”, Eftir þetta dreifðist mannfjöld- inn. — Mjög margt manna var þarna saman komið, sjálfsagt á annað þúsund, er flest var. Langflestir voru þó áhorfendur. Tiltölulega mjög fáir tóku þátt í óeirðunum. í gærkvöldi héldu kommún- istar fund í Bröttugötu, eins og áformað hafði verið og ann- an fund samtímis niðri á hafn- arbakka við Varðarhúsið. Á fundinum í Bröttugötu var stofnuð sveit til þess að berj- ast við lögregluna, “Verndarliö verkalýðsins’’ á hún víst að heita, eða eitthvað þess háttar og létu víst ýmsir skrásetja sig í hana. Einnig hefir bllaðið heyrt að samþykt hafi verið til- laga um að skora á bæjar- stjórnina að segja af sér, og einhverjar fleiri tillögur, álíka þýðingarmiklar og viturlegar. Mannmargt var á götum bæjar- ins í gærkvöldi, en engar óspekt Ir, að því er blaðið frekast veit. Vísir.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.