Heimskringla - 27.07.1932, Page 6

Heimskringla - 27.07.1932, Page 6
S BLAÐStÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 27. júlí 1932. Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppraisninni á indlandi. Eftir GEORGE A. HENTY Ef til vill bjóst hún við að hann segði meira, en hann gerði það ekki. Hann var al- varlegur, talaði hlýlega eins og honum var lagið, en hann talaði eins og maður, sem viðurkendi, að á milli þeirra gyni afgrunn það, sem ekki yrði brúað. Isabel stóð hikandi og eins og ráðþrota um stund, en rétti honum svo hendina og sagði: "Jæja, vertu sæll, Mr. Bathurst!" Hann tók hendina og hélt henni um stund. “Vertu sæl, Miss Hannay! Guð veri með þér og varðveiti þig,” sagði hann og leiddi hana svo inn í kjallarann. Þar skildu þau. Að fáum mínútum liðnum var hann kominn til doktorsins, ferðbúinn og með nokkrar bambusstengur í höndum. “Eg ætla að refta yfir opið með þessu,” sagði hann, “og þekja svo með svarðsnydd- um og hrísi, svo enginn sjái vegsummerki á morgun. Það er óvíst að nokkur verði hér á ferð, en það er betra að vera viðbúinn. Betra held eg sé að altaf sé einhver á verði, þangað til eg kem aftur, þó ekki væri vegna annara en Hindúanna okkar. Það er varla sanngjarnt undir kringumstæðunum, að skilja dyrnar eft- ir opnar, en banna þeim að ganga út. Þeir eru orðnir gersamlega huglausir og alveg ör- magna, og ekki nema eðlilegt að þeir mundu reyna að kaupa sér grið með því að smjúga út og sýna óvinunum göngin. Þeir, sem strok- ið hafa frá okkur, hafa sjálfsagt sagt, að göngin væru til, en það vill svo heppilega til, að eg held að enginn þeirra viti með vissu, ihvaða stefnu göngin hafa, eða hvar þau enda. Ef þeir vissu það, væru óvinirnir ef- laust farnir að grafa holur og leita að göng- unum.’’ Eftir að hafa þakið opið vandlega gekk Bathurst út að skógarbrúninni og hlustaði. í grend við hann var ekkert að sjá eða heyra, en mannamál heyrði hann í grend við húsið og girðisvegginn. Það var koldimt og fór hann varlega, enda þótt hann byggist ekki við að hitta nokkurn mann á þessu svæði, langt fyr- ir utan insta varðhringinn. Það var alt hljótt í grend við fallbyssukerfið, sem hann fór fram hjá, og réði hann af því, að menn væru gengnir til svefns. Að tíu mínútum liðnum stóð hann frammi fyrir hrúgu af sviðnum sprekum, en það voru leifarnar af húsi hans. Um leið og hann nam staðar, kom maður fram og gekk til hans. “Ert það þú, Sahib?” spurði hann og hélt svo áfram: “Eg átti von á þér, vissi að þú mundir koma í kvöld.” “Ekki veit eg hvernig þú fórst að vita það,” svaraði Bathurst, “en sannarlega þótti mér vænt um að sjá þig.” “Þú vilt ná tali af Por Sing? Komdu þá, eg skal fylgja þér til hans, og skulum við flýta okkur, því tíminn er naumur.” Töframaðurinn sagði ekki meira, en gekk þegar af stað og fór hart, og fylgdi Bathurst honum. Þegar þeir komu út á slettuna, tók Bathurst eftir að Rujub var klæddur öðruvísi en áður — var nú í búningi, sem táknaði ein- hver völd eða æðri stöðu. Hann var svo skrefadrjúgur, að Bathurst fylgc|i ihonum varla eftir. Rujub stanzaði nú augnablik og beið eftir honum og sagði: “Eg er búinn að gera alt sem eg get, til þess að greiða götu þína, þó vissra orsaka vegna geti eg ekkert gert þér í hag opinber- lega. Eg hefi talað þannig við hann einsaml- an, aö hann kvíðir framtíðinni og vill um- fram alt koma ár sinni svo fyrir borð, að hon- um sé borgið, ef þín þjóð nokkurntíma nær yfirhöndinni aftur.” “Hvernig gengur alt, Rujub?” spurði þá Bathurst. “Við höfum ekki fengið neinar fréttir í þrjár vikur. Hvernig líður í Cawu- pore?” “Nana Sahib er búinn að taka Cawn- pore,” svaraði Rujub. “Ykkar menn gáfu upp vígið eftir að Rajahinn sór þess dýran eið, að þeir skyldu allir halda lífi og mega fara frjáls- ir með alt sitt fólk. En svo rauf hann þann eið og eru nú ekik tíu manneskjur á lífi af ykkar liði þar, að undanteknum konunum, er hann heldur í fangelsi.” Bathurst stundi. Hann hafði eiginlega ekki búist við að Bretar mundu geta varið vígi sitt í Cawnpore, liðfáir eins og þeir voru á móti þúsundunum, sem þar sóttu að, en þessi saga um afdrif þeirra var þó hræðileg. Hvað um Lukhnow?” spurði hann þá. “Héraðsstjóra setrið stendur enn, en menn segja að það hljóti að falla þá og þeg- ar.” “En hvað segir þú um það?” “Ekkert, Sahib,” svaraði Rujub. “Við getum ekki beitt töfravaldi okkar til eigin hagsmuna á þann veg.” “En Delhi?” Ykkar litli herflokkur þar verst enn í virkinu fyrir utan borgina, þótt tugir þúsunda af okkar mönnum séu í borginni og sæki að þeim,” svarað Rujub. “Hérðashöfðingjarnir í Runjaub hafa brugðist föðurlandi sínu, og þar hafa Bretar því völdin ennþá.” “Guði sé lof fyrir það!" varð Bathurst að orði. “Það er tiltækilegt að snúa við blaðinu á meðan Runjaubmenn standa fastir fyrir. En hvað um hin héruðin?” “Ekkert nýtt þaðan enn,” svaraði Rujub og lýsti rödd hans óánægju. “Þú ert þá á móti okkur, Rujub?” sagði Bathurst. Rujub nam staðar. “Eg veit ekki hverju svara skal, Sahib. Mér hefir verið kent alt frá barnsaldri, að hata ykkur hvítu mennina. Tveir bræður föð- ur míns voru hengdir sem stigamenn, og lagði faðir minn mér því ríkt á hjarta að hata þá menn, sem því réðu. Undirniðri er eg bú- inn að vinna á móti ykkur í mörg ár, og svo hafa gert flestir stéttarbræður mínir. Við höfum h'ka ástæðu til að hata ykkur. Fyr á tímum voru heiðursmenn í landinu — jafn- vel þjóðhöfðingjarnir hræddust okkur, og heiðruðu okkur, því þeim var kunnugt um þau töfravald, sem við höfðum umfram aðra menn. En hvítu mennirnir álíta okkur ekki rneiri eða merkari en fíflin og trúðarana, sem skemta þeim. Þeir gera engan mun á farandi trúður- um, er kunna þessi einföldu, almennu töfra- brögð, og á meisturunum, sem einir geyma töfravöld, er gengið hafa í erfðir frá föður til sonar um þúsundir ára, — meistarar, sem geta talað saman, þótt endilangt Indland skilji bústaði þeirra, geta gert menn ósýnilega, eius og þú hefir sjálfur séð, og sem geta sýnt og séð ókomna tíð og liðna tíð eftir vild. Þetta og fleira sjá hvítu mennimir okkur gera og viðurkenna að þeim sé ofvaxið að skilja, hvernig það sé gert, en samt fara þeir með okkur eins og við værum trúðarar og mis- sýningamenn.” “Þeir afneita fyr sinni eigin sjón og heyrn en þeir viðurkenni, að við höfum vald yfir öflum, sem þeim eru hulin, en reyna þó jafn- framt að kaupa af okkur þá leyndardóma, sem þeir ekki vilja viðurkenna að séu til. Af þessu öllu leiðir, að við erum að missa álit og tiltrú á meðal okkar eigin manna. Það er þvi ekki neitt undarlegt, þó við hötum ykkur hvítu mennina, og óskum eftir fyrri ára á standi, þegar jafnvel prinsar og þjóð- höfðingjar lutu svo lágt, að biðja okkur að gera sér greiða. Það er þess vegna sjaldgæft orðið, að við beitum þessu töfravaldi. Við megum ekki svívirða herra vora, sem við þjónum, með því að beita því töfra-afli, sem þeir hafa gefið okkur, til þess að skemta þeim sem meta það einskis virði og trúa ekki sín- um egin augum. “Evrópumennirnir, sem fyrstir komu til Indlands, hafa skráð sögur af mörgu und- arlegu, sem fyrir þá hafði borið við hirðir þjóðhöfðingja okkar. En nú á dögum fá okkar hvítu herrar ekki að sjá neitt slíkt. Andróður okkar allra móti ykkur er of mikill til þess. Þannig hefi eg líka unnið á móti ykkur undir niðri, um mörg ár. Og svo, — einmitt þegar viðleitni okkar var að blessast, þegar alt gekk að óskum, og útlit var fyrir að við værum í þann veginn að sópa ykkur öllum af landi burt, — þá kemur þú til sögunnar og bjargar lífi dóttur minnar. Á því augnabliki eyðilagðir þú, að mér fanst, öll mín störf í mörg undan- farin ár. Mundi nokkur minna landsmanna hafa gengið fram að skæðu tígrisdýri með svipu eina í höndum, til þess að slíta bráö þess frá því, ókunna, tilkomulausa stúlku, langt fjnir neðan hann í mannfélaginu, í raun réttri bara eins og duftið fyrir fótum hans, — mundi nokkur minna landsmanna hafa stofn- að sér í þann ógnar háska, aðeins til þess að bjarga dóttur minni? Nei, og aftur nei, — ekki einn einasti. Að eg hét því þá, að vera ætíð og æfinlega tilbúinn að leggja lífið í sölurnar fyrir þig, frá þerri stundu, það var sjálfsagt. Hefði eg ekki gert það, hefði eg verið afhrak allra manna. En þar fylgdi meira með. Augu mín opnuðust alt í einu, og ^eg sá nú svo margt nýtt, sem eg ekki hafði séð áður. Um leið var bundinn endi á öll mín störf gegn ykkur. Eg neyddist ósjálf- rátt tii að hugsa um alt þetta, þegar eg sat við sóttarsæng dóttur minnar, eftir að við skildum. Mér kom þá málið alt öðruvísi fyr- ir. Eg sá þá, að þótt hvítu mennirnir séu ráðríkir og oft harðdrægir, þó þeir meti siði okkar og venjur lítils virði, þó þeir álíti trú okkar hindurvitni, og þótt þeir skopist að þeim staðhæfingum okkar, að það séu til hulin öfl í náttúrunnar ríki, sem þeir ekki þekki, þá samt sýna þeir, að þeir tilheyra voldugri þjóð. Sigurvegarar margir hafa áð- ur stýrt Indlandi, en velferð þjóðarinnar hefir ekki verið æðsta markmið þeirra, fyr en þið komuð. Þið útlendingarnir, hafið ekki reitt blóðfjaðrirn- ar af fátækum lýðnum, til þess að þið gætuð lifað í vel- sæld og óhófi. Þið hafið ekki leyft öðrum að beita ofríki eða rangsleitni. Undir ykkar stjórn hefir aumasti leigulið- inn mátt rækta akur sinn óhultur og í friði. “Þetta alt hefi eg neyðst til þess að viðurkenna, og jafnframt því það, að það væri sorgleg óhamingja, að eyðileggja slíka stjórn. Að sönnu fengjum við þá okk- ar inlendu höfðing/astjórn, en henni fylgdu þá gömlu deilurnar, undireins og hvítu mennirnir væru úr landi burt. Gömlu sárin yrðu öll ýfð upp aftur og menn bærust á banaspjótum árið út og árið inn, eins og fyrrum. Þetta sá eg ekki áður, af því að þangað til hafði eg æfinlega athugað máhð einugöngu frá sjónarmiði stéttarbræðra minna. En nú lít eg á það frá sjónarmiði þess manns sem á líf dóttur sinnar einum þessum hvíta manni að þakka. Eg get ekki elskað þá, sem mér hefir verið kent að hata, en eg get viður- kent að stjórn þeirra hefir verið Indlandi til gagns og góðs. “En hvað á eg svo að gera? Eg er mitt í iðukastinu, og hlýt að berast með straumn- um. Eg veit ekki, hvers eg ætti að óska, eða hvað eg vil gera. Fyrir sex mánuðum var eg ákveðinn. Nú er eg fullur af efasemi. Mér sýndist þá að það ekki vera nema eins dags verk, að flæma hina brezku Rajah af landi burt. Og mér var vorkunn, því eg vissi að hérlendi herinn allur var á móti ykkur — herinn, sem þið sjálfir höfðuð kent. Vel vissi eg, að þið eruð hugstórir, en eg vissi að okk- ar menn voru hugrakkir h'ka. En eg vissi ekki, gat ekki vitað, að þið munduð standa og verj- ast einn maður á móti hverjum hundrað manns eða meir. “En þetta má ekki, Við þurfum að flýta okkur, því að Por Sing bíður þín. Eg sagði honum að eg vissi að einhver einn maður kæmi út úr virkinu í kvöld, í því skyni að semja við hann á laun. Hann á þess vegna von á þér, þó hann viti ekki, hver maðurinn er.” Að tíu mínútum liðnum komu þeir að stóru tjaldi, er mörg smærri tjöld umkringdu. Þegar þeir nálguðust tjaldið gekk fram varð- maður, og heimtaði að vita erindi þeirra, en undreins og Rujub nefndi nafn sitt, fengu þeir leyfi til að halda áfram. Gengu þeir þegar inn í tjaldið og sat þar höfðinginn, er þeir leituðu að, á legubekk og reykti pípu sína. Rujub hneigði sig, en ekki eins djúpt og hann mundi hafa gert, ef hann hefði verið að heilsa manni í hærri stöðu en hann sjálfur skipaði. “Hann er hér,” sagði hann. “Þá hefir þú ekki getið rangt til, Rujub,” sagði Por Sing. “Engin ástæða til þess, þegar eg vissi það,” svaraði Rujub. Eg hefi nú efnt loforð mitt og fært þér manninn. Þá er mínu verki lokið. Þú, tigni herra, gerir það sem eftir er.” “Eg vildi heldur að þú værir við,” sagði Por Sing, er Rujub bjóst til að ganga út. “Nei, þetta er fyrir þig einan að ráða fram úr,” svaraði Rujub. “Þú einn verður að bera ábyrgðina, því eg veit ekki hvað Nana Sahib mundi kjósa. Eg vildi færa þér mann- inn fremur en fyrirliða Sepoyanna, því þitt vald ætti að vera meira en hans vald. Það ert þú og þið höfðingjar úr Oude, sem í þess- ari sókn hafið borið hita og þunga dagsins öðrum fremur, og því ekki nema sanngjarut að þið ráðið upp á hvaða skilmála þessir menn gefasi upp og framselja vígi sitt. Sepoyarnir eru ekki herrar okkar, og það er heppilegt að þeir eru það ekki. Það var sannarlega ekki tilgangur Nana Sahib, og því síður Oude- höfðingjanna, að brjóta af sér ok Breta til þess að ganga undir ok þeirra manna, er áð- ur höfðu verið þjónar Breta.” “Satt er það,” svaraði Por Sing og strauk skeggið. “Jæja, eg skal tala við þenna mann. Rujub gekk út úr tjaldinu, en Bathurst gekk inn eftir því og sagði: “Þekkir þú mig nú ekki, Por Sing? Eg er Sahib Bathurst.” “Er það virkilegt?" varð Por Sing að orði er þá slepti pípunni, og reis á fætur. “Enginn af ykkar mönnum er mér jafnkær. Þú varst ávalt réttlátur dómari, og eg get ekki kvartað undan neinni þinni gerð. Við höfum oft brot- ið brauð saman, og oft hefi eg harmað, að þú værir í húsinu þarna yfirfrá. Ertu kominn hingað fyrir eigin hvatir eða ertu sendimaður herrarns, sem stjórnar virkinu?” “Eg er hingað kominn og tefli nú á eigin reikning,” svaraði Bathurst. “Þegar eg kem sem sendimaður hans, kem eg opinberlega. Eg þekki þig og veit að þú ert heiðvirður höfðingi sem mér er óhætt að tala við af vild og fara svo í friði. Eg álít að þú sért einn hinna mörgu sem í fljótfærni hefir leiðst til að taka ranga RobinlHood FIvOUR BEZTA MJÖLIÐ I ALLA BÖKUN. stefnu, og þín vegna þykir mér ilt, að þannig er komið, að þú fyllir nú flokk andvígismanna okkar. Trú þú mér, herra, að þér hafa verið sagðar hæfulausar sögur. Þér hefir verið talin trú um að það þyrfti ekki nema Iítilfjörleg á- tök til þess að hrinda hinum brezku herruin frá völdum. Þeir sem það sögðu, lugu. Það sýndist máskrflétt verk að yfirbuga þessa ör- fáu dreifðu brezku menn, sem nú eru á Ind- landi, og þó hefir ykkur ekki tekist það enn. En setjum nú svo að ykkur takíst það, hvað þá? Verk ykkar er þá ekki einu sinni byrjað. Hvítu hermennirnir á Indlandi eru fáir og á víð og dreif. Hvernig stendur á því?. Þannig að stjórn Breta bar svo mikið traust til sinna indversku hermanna, og áleit því þarflaust að hafa hér nema þessa fáu menn. En ef þörf gerist, er Bretum létt að senda hingað hundr- að menn fyrir hvern einn, sem hér er nú, og þeir senda þá menn alla, sem þarf til að her- taka Indland í annað sinn — ef á þarf að halda. Þú mátt vera alveg viss um, að skip hlaðin hermönnum, eru nú þegar á leiðinni hingað. Ef ykkur nú gengur seint að yfirbuga þessa fáu, sem hér eru, hvers er þá von, þegar þið farið að kljást við marga stóra herflokka, sem áður en langt um líður fara að streyma upp um landið? Með öllum ykkar herafla og umbúnaði, hafið þið enn ekkert áunnið í Delhi. og þó eru þar ekki nema fjórar eða fimm þús- undir brezkra hermanna, sern ekki hugsa um annað nú en að verja sig, þangað til liðsafli kemur að heiman. Þegar þar að kemur, rís upp dagur hefndarinnar, og þá mega þeir skelfast, er risið hafa á móti okkur, en þó sérstaklega þeir, sem roðið hafa hendur sínar í blóði brezkra þegna.” “Það er of seint nú að snúa aftur,” sagði Por Sing og var óglaður. “Teningunum er þegar kastað. En satt er það, Bathurst, að síðan umsátið byrjaði, og eg hefi sjálfur horft á hvernig þið, svona fáir menn, hafa varið húsþak ykkar gegn þúsund aðsækjendum, heii eg neyðst til þess að viðurkenna að eg er kom- inn illilega afvega. Hver mundi hafa trúað, að svona fáir menn gætu sýnt önnur eins afreks- verk? En það er of seint að sjá það nú.” “Það er ekki of seint,” svaraði Bathurst. “Það er að sönnu of seint að afstýra orðnum óhöppum, en það er ekki of seint fyrir þig að koma í veg fyrir sumt af afleiðingunum. Séu Bretar harðdrægir, þá eru þeir jafnframt réttsýnir, og trú þú mér, að þegar þeir hafa bælt niður þessa uppreisn, eins og þeir sann- arlega gera, þá gera þeir mikinn mun á her- mönnunum, sem rofið hafa alla eiða, og á hérlendum höfðingjum, sem fyrir misskilning álitu, að þeir væru að leggja líf og eignir í sölurnar fyrir sjálfstæði og frelsi föðurlands- ins. En það er eitt, sem þeir fyrirgefa adrei, hver helzt sem í hlut á, en það er morð, hvort heldur karla, kvenna eða barna. Morðsekur maður fær aldrei fyrirgefningu. En eg kom ekki til þess að tala við þig um þetta, eða biðja um vægð í því efni. Eg kom til þess að bigja þig, sem einn tignasta aðalsmanninn í Oude — göfugan herra og góðan dreng, þó nú sért þú í óvinaflokknum, og göfugri miklu en svo að þú vildir leyfa nokkrum þínum manni að vinna níðingsverk. Við erum allir búnir að berjast hér og verjast drengilega, og það er jafntefli enn. En nú er svo komið að við getum ekki varist lengur, og svona undir fjögur augu talað, heimta eg nú af þér, að ef við gefumst upp, þá sjáir þú lífi okkar allra borgið, og sjáir um að við komumst heilu og höldnu niður um land. Eg veit að þessu hvorttveggja var lofað fólki mínu í Cawn- pore, og að sá samningur var rofinn á sví- virðilegasta hátt. Fyrir þá breytni fær Nana Sahjb aldrei fyrirgefningu. Hann verður hrjáð- ur og hraknn og eltur, þangað til hann næst, og þá umsvifalaust hengdur, eins og hanp væri umkomulaus leiguliði. En svo hefi eg nú meira álit á fólkinu á Indlandi, en að í- mynda mér að það vilji breyta eftir slíkri fyrirmynd. Eg fyrir mitt leyti er fullviss þess, að gangir þú að þessum samningi, þá efnir þú öll þín heit.” “En nú hefi eg fengið þá skipun frá Nana Sahib, að senda til hans alla, sem hér kunna að verða fangaðir,” sagði Por Sing og hikaði við.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.