Heimskringla - 27.07.1932, Page 7

Heimskringla - 27.07.1932, Page 7
WINNIPEG 27. júlf 1932. HEIMSKRINGLA 7 RLAÐSÍÐA | ^ Nafnspjöld *SÍ I Frá Aðalfundi Eimskipafélags fslands. Frh trt S. bU. manna, þeirra er ófélagsbundnir eru, enda eru þeir mjög fáir til- tölulega. Ástand og horfur. Siglingum skipanna er hagað með nokkuð öðru móti en áður hefir verið venja. Með áætlun árs hefir verið reynt að koma á reglubundnum ferðum eftir vikudögum, þannig að nú eru t. d. ferðir frá Hamborg annan hvem laugardag og frá Kaup- mannahöfn annan hvern þriðju dag. Einnig eru nú reglubundn ar ferðir frá Reykjavík til Akur eyrar á þriðjudögum þrisvar í mánuði og frá Reykjavík til út- landa á miðvikudögum þrisvar í mánuði. Er þetta vitanlega spor í rétta átt, þar sem það gerir fólki mikið léttara fyrir með að átta sig á ferðum skip- anna, og kemur um leið töluvert meiri festu á siglingar þeirra. Á þessu ári hefir verið byrjað á siglingum til Antwerpen, og eins og áætlunin ber með sér er “Selfoss” látinn annast þær. Eins og kunnugt er hefir inn- flutningur frá Hollandi og Bel- gíu aukist að miklum mun nú á seinni árum og þótti því tíma- bært að hefja siglingar þangað, en um árangur af siglingum þessum er ekki hægt að segja neitt með vissu að svo stöddu. Kreppan hefir haft sín áhnf á starfsemi og hag Eimskipa- féalgsins, eins og annara fyrir- tækja. Fólks- og vöruflutning- ar hafa minkað að talsverðum mun með skipum félagsins, og tekjur þess þannig rýmað til- finnanlega. Orsakir þess er meðal annars að finna í núgild- andi innflutningshöftum og gjaldeyris-örðugleikum. Útgjöld- in aftur á móti standa nokkurn veginn f stað, og er það eðlilegt þegar þess er gætt, að beinn kostnaður við siglingar skip- anna er jafn mikill hvort þau hafa mikinn flutning eða lítinn. Einnig hefir verðlækkun ís- lensku króunnar haft talsvert aukin útgjöld í för með sér hvað snertir skip þau, er sigla til Hamborgar. Það má búast við því að Eim- skipafélagið eigi þungan róð- ur framundan, en vér væntum þess, að félagið fái staðist öll þau þungu boðaföll, sem á því kunna að dynja, og það geti haldið áfram að bæta sam- göngur, bæði innan lands og milli landa. En þetta er því að- eins mögulegt, að landsmenn séu einhuga um að fela Eim- skipafélaginu alla flutninga til landsins og frá landinu. Ef þess væri gætt, er framtíð fé- lagsins borgið. * * * Guðm. Vilhjálmsson fram- kvæmdarstjóri gaf ítarlega skýrslu, þar sem hann þakkaði þeim blöðum og einstaklingum, sem hefðu stutt félagið. Enn- fremur rakti hann aðfinslur, sem Eimskip hefði orðið fyrir í einstöku blöðum. StrandferSirnar og Eimskip. Svohljóðandi tillaga kom Phones: fram frá Halldóri Jónassyni og Magnúsi Bjarnarsyni fyrv. pró- fasti: “Fundurinn skorar á stjórn Emskpafélagsns að leita samn- inga við landsstjórnina um það að félaginu verði falin rekstrar stjórn strandferðaskipanna eins og áður var, og auk þess ann- ara skipa ríkisins, ef unt er. Eftir nokkrar umræður var tillagan samþykt með 27:9 at- kvæðum. Eins og kunnugt er, var á síðasta þingi samþykt þingsályktunartillaga, er fór í sömu átt. Stjórnarkosning. Úr stjórn félagsins skyldu ganga þrír menn: Eggert Cla- essen, Guðmundur Ásbjömsson og Richard Thors. Voru þeir allir endurkosnir, E. Cl. með 12,436 atkv., G. Ásbj. 11,393 atkv., og R. Th. 14,818. Frá Vestur-íslendingum var kjörinn í stjóm Ásmundur P. Jóhanns- son. Endurskoðandi var endur- kosinn Ólafur G. Eyjólfsson. Mbl. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Svo fór eg aftur af stað og stefndi á Vatnajökul, og kom til pabba þíns um kvöldið. — Hann sagði mér, að á hlaðinu fyrir framan bæinn hans vær- um við 1000 fet fyrir ofan sjáv- armál, og eg fagnaði í hjarta mínu. Eg hafði ekki einungis gengið 10 mílur áfram úr Flögusandi, heldur og þúsund fet á leið til himinsins. Hér að framan er átt við danskar míl- ur. Líklega voru húsin hlýrri, bjartari og fegurri en eg hafði áður séð, og bókaskápar og hlaðar hér og hvar, af því alt þetta var nær himninum. En það vakti undrun mína að hús- bóndinn skyldi vera hreppstjóri, hann hljóp ekkert og talaði hógværast og kanske minst af öllum á heimilinu. Þarna fékk eg að sitja með Heimskringlu, Eddurnar báðar, og Noregs- konunga sögur, án þess að nokkur truflaði mig í þrjá daga, þangað til að pósturinn kom, sem eg ætlaði að verða sam- ferða. En þrautæfður skilning- ur og hógværð húsbóndans, varð mér þó öllu öðru eftir- minnilegra. — Ert þú að segja mér að þú sért sonur þessa manns?” bætti hann við. “Já,’’ svaraði eg. “Segðu þá eitthvað, sem ber honum sæmilegt vitni,’’ sagði hann. “Eg þori ekki að stríða þér,’’ sagði eg. “Þú ert hér um bil tuttugu árum eldri og þaul- æfður í andlegum reipdrætti. Eg býst við að þú standir með hælana framan við tærnar á föður þínum, en þú hefir enn ekki náð með tærnar lengra en að hælum móður þinnar, þó minni og daufari Ijós lýstu henni en þér. Við höfum allir nokkuð frá báðum foreldrum, sem veldur hollu jafnvægi á leið framþróunarinnar, þótt ein- stakir geislar teygist þar fyrir skemra. Það er og ennþá vafa- 42 304 41 111 samt, hvort eg mundi hlíta þínum dómi um úrkynjun mína. En hér er eg með grein í vas- anum, sem eg ætlaði að láta í blað þitt Fjallkonuna, ef þér sýndist svo, og getur þú nokk- uð af henni ráðið um sálar- ástand mitt.” Hann tók við greininni og las hana fljótlega yfir, lítur upp og segir: “Þetta er laglega stíluð grein, en lítil hugsun og ekkert nýtt sagt. Greinin ber ekki með sér neina innunna þekkingu, sem gefi höfundinum vald til að taka til máls. Hún sýnir aðeins fúsleik til að taka þátt í há- vaðanum, hóa í lætin. Tilraun til að láta bera á sér án allra verðleika. Svona rita meðal- menn, en faðir þinn talaði ekki fyr en þekkingin sannfærði hann um, að hann ynni gagn með því. Værirðu ekki úr. mínu plássi og sonur Guðmundar á Grímsstöðum, þá hefði eg ekki hirt um að segja þér til veg- ar.” Eg fann að það var satt, hvert einasta orð sem hann sagði, dró að mér grein mína og stakk henni í vasann. Hann athugaði það, og sagðist geta tekið hana; hún sómdi sér vel fyrir alla nema sjálfan mig.. Hann tók eftir því að eg varð hljóðari, og bað hann mig þá að senda sér grein, þegar eg ætti eitthvert ákveðið erindi inn í rangsnúinn gauragang- inn. Nú fór hann að spyrja mig eftir séra Arnljóti. Hvernig hon um liði og hvernig mér líkaði við hann. “Hann er að verða of gamall til mikilla framkvæmda, en mik- ill kennari er hann þeim, sem læra vilja,” sagði eg. “Eg veit það,’’ segir hann, “en hann kennir ekki annað en slægð og hrekki.” “Sá segir mest af Ólafi kon- ungi, sem hvorki hefir heyrt hann eða séð. Eða hvað veizt þú um séra Arnljót, nema það sem aðrir segja þér, er hafa misskilið hann eða átt í stríði við hann, og borið lægra hlut, vitsmuna hans vegna. Eg kann- ast við að hann er ekkert lamb að leika við, og verður ekki leiddur á eyrunum eins og asn- inn. Þú sagðir að þá væri kom- inn tími til að tala, þegar inn- unnin þekking ögraði mönnum til hluttöku. Þannig er það með séra Arnljót. Hann er þekking- arríkasti maðurinn, á stóru svæði í kringum mig að minsta kosti, og það er engin tog- sperra að njóta upplýsingar af honum, fyrir þá sem ekki eru alt af á öfugum meið við hann.” Hér þagnaði eg. En hann sagði: “Varst það ekki þú, sem klagaðir hann fyrir biskupin- um?” “Jú, að vísu,” svaraði eg. “En er ekki fjandans aldar- hátturinn þannig, að til þess að njóta álits og trausts fjöld- ans, þá verður maður að fórna betri vitund, ef til kemur, vona á strákalukku eða hundahepni.’ “Annaðhvort þekkir þú ekki sannleikann, eða þú ert ill- menni,” sagði hann. “Glímdirðu aldrei við þitt of- urefli, í von um að áhorfend- urnir virtu hugrekki þitt, jafn- vel þótt þú féllir?” sagði eg. “Þú dæmir mig nokkuð hart, eða átt þá nokkra heimtingu á að eg sé yfirsjónalaus? Þar fyrir utan hefði enginn mann- fjöldi fengið mig til að bera fram kæruorð á séra Arnljót frammi fyrir Biskupinum hefði eg vitað hvað þýðjingarlaust formflapur slíkar visitaziugjörð- ir eru, því fyrir visitazíuna var mér persónulega innanhandar að koma viðunanlegum og hag- feldum umbótum til leiðar, þar sem eg gat hvergi nærri komiö, eftir að kveikt var í.” j “Séra Arnljótur er enginn prestur”, sagði hann, “trúir jafnt á Krist og Þór”. “Hjá honum hefi eg trúar- bragðalega hlotið mesta full- nægingu, huggun og skilning”. sagði eg, en þá varð eg að fara heim að kvöldborði hinna örlátu gestgjafa minna. Valdimar sagðist skilja grein mína betur og vildi fá hana í blað sitt, en eg sagði að hann hefði haft rétt fyrir sér, hún væri gagnslaus, eg léti hana hvergi sjást. Eg lofaði að koma þar næsta dag en sveik það tímaleysis vegna. Á leiðinni heim að gisti stað mínum, mætti eg tveimur þing- mönnum veðurteknum og þreytulegum á strengdum og útþvældum hestum. Þó eg þekti þessa menn ekki mikið persónu- lega, þá vafðist þó hughlýa mín óðar um þá, þeir hlutu að hafa liðið álika eða öllu meiri ferða- þrautir en eg þar sem þeir voru heima fyrir fult eins langt frá landi og eg. Þetta voru bænd- urnir Guttormur Vigfússon frá Geitagerði í Fljótsdal í Jökuls- Jónsson frá Sleðbrjót í Jökuls- árhlíð. Báðir voru þeir mynd- arlegir menn, eins og líka trúir geðfeldir og gagnlegir þing- menn. Þeir voru glaðlegir og brostu bróðurlega til mín, eins og þeir fögnuðu yfir því að eg hefði fengið tækifæri til að sjá höfuðstaðinn. Það var auðséð á þem, að þeir vissu hvert þeir ætluðu, og þurftu ekki minnar leiðsagnar með. Við gerðum ráð fyrir að finnast aftur og skild- um við svo búið. Nú fór eg að hugsa um hversu þessir bros- hýru héraðsbræður og sam- verkamenn hefðu getað snúist og deilt, í austfirku blöðunum út af fyrirkomulagi Eiðaskólans skömmu áður, og hafði eg þó gaman af þeim glímubrögðum, og þótti þeim kippa meira í kynið eða sverja sig meira f ætt feðranna en Jón á Gautlönd um og Arnljótur Ólafsson, þegar þeir álpuðust seinast út í það, í opinberum blöðum að dusta hver framan í annan vendi kvennseminnar. En nú voru þeir Jón og Guttormur sjáan- lega vinirnir eins og áðúr. Höfðu aðeins deilt um málefnið. Heim var eg þó kominn í tæka tíð, mér var tekið eins og lengi þráðum spámanni. “Hvert lenturðu? Hvernig hefir þér liðið? Hjá hverjum varstu?” Þannig ráku spurningarnar hver aðra. “Hjá Páli Melsted.” “Já hann hefir nú svo sem verið þægilegur karlinn.” “Hjá Valdi- mar Ásmundssyni.” “Já þú sóttir þá skemtun til Reykjavík- ur.” Eg fór þá að grafast eftir, hvað væri að Valdimar, og komst að þeirri niðurstöðu, að hann var ekkert keltubam tísk- unnar, en enginn varnaði hon- um vits. Þegar við fórum að borða, sagði eg öllu heimilis- fólkinu söguna af því, þegar Ás- mundur gamli faðir Valdimars gekk af okkar heimi, en það var nokkrum árum eftir að Valdimar fór að heiman. Sagan er svo: Það var glansandi sólskin, blíða logn og bezta sumarveður þegar piltamir í Flögu í Þistil- firði hrundu fram bátnum sín- um til þess að fara kaupstaðar- ferð austur á Þórshöfn. Leiðin var ekki lnög, hægur tveggja tima róðar. Ferðamennirnir og félagsbræðurnir innanborðs, voru þrír, þar á meðal Ásmund- ur faðir Valdimars . Öllum var þeim það jafneiginlegt og hug- haldið að fá sér ofurlítið í staupinu þá komið var í kaup- staðinn, yfir lognsléttan haf- flötinn, einum tvisvar eða þrisv- ar sinnum á ári, og við skulum ekki lá þeim þetta. Löngu og myrku vetrardægrin með knöpp- um og skornum skamti, óhjá- kvæmilegri ólund milli þessara tilbreytingarlausu moldarveggja og áhyggjurnar út í heytosin þar sem daglega minkuðu stabb- arnir en ahir munnarnir þurftu Dr. M. B. Halldorson 401 Bo7d BldK Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklegra lungrnasjúk dóma. BJr aT5 finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 Alloway Ave. Talefmt: 3310* DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldg. Talsími: 22 296 Btundar sérstaklega kvensjúkdðma og barnasjúkdóma. — AB hitta: kl. 10—12 * h. og 3—6 e h. Heimlli: 806 Vlctor St. Stml 28 180 Dr. J. Stefansson 216 NEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy oj Graham stundar elnRAngu augtan* ejran- nef- »k kverka-njðkdðma Er aTJ hitta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 8—6 e. h. Talafmt: 21834 Helmlll: 638 McMillan Ave 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office tímar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilia: 46 054 þó síns með, þar sem kærleik- urinn til konunnar og barnanna horaðist daglega af því ekkert var hægt að láta eftir honum eða verma hann. Það höfðu engin aðkomandi áhrif borið gleðinautnir í bæinn. Það var óskiljanlegt, en innvortis sól- skin hlaut það nú samt að vera sem brosin og vonirnar lifðu á hjá öllum nema húsbændunum. Þeim hafði ekkert verið vigtað eða mælt sem kærleikur þeirra kæti úthlutað eða treyst. Það hafði nú samt hraslast af og bjartar var í búrunum en til þess voru þau þó hlaðin *upp með erfiðismunum að eitthvað átti að gemya þar, og í kaupstaðinn varð að sækja það. Ferðin var því lífnauðsyn og hvað það var nú gaman að gleðja konuna sína og börnin þó alt yrði nú að vera af skornum skamti, því skuldin mátti ekki verða meiri en svo að hægt yrði að borga hana, en húsbændurnir vissu vel, mundu það frá mörgum liðn um árum að þegar að þessi heimilis þörf og hugsvölun til konu og barna var komin í framkvæmd, þá var líka bund- inn blýþungur baggi á hug og herðar húsbóndanum, þangað til síðasti eyrir var goldinn. “i sorg og gleði sýp eg á, sextán potta kútnum”. Eina ráðið var að fá sér á flöskuna, eða kann- ske kútinn. Sá er þó engra alladaga þræll sem einusinni er sæll. Sprenglærðir læknarn- ir hafa þó morfínið til að draga úr kvölunum. Piltunum í Flögu varð greið- fært í kaupstaðinn, og lognið lofaði öllu góðu, og þeir mættu kátum og kendum mönnum, og vissu það líka vel, að blóð- ið í æðunum þynnist og stýfl- urnar losna, byrðarnar léttast og snarræðið vaknar, og þeir fengu sér umsvifalaust í staup- inu. Það fór eins og þeir áttu von á, áhyggjurnar hurfu, sum- arið blíðkaðist og sólin varð bjartari, byrðarnar léttari og svörin á reiðum höndum. Þeir hlóðu bátinn og héldu heimleið- is. Lognið entist allann daginn. Ásmundur var þeirra elztur, og óþolnastur orðinn, hann lagði sig því út af í skútinn og sofn- Framhald á 8. síðu G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bklg. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINOAJt á oSru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur aO Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvrkudag i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson. Islenzkur Lögfræðingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur llkklstur og annsst um útfar- lr. Allur útbúnahur sá. bastL Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvartJa og legstelna. 843 SHEHBROOKE ST. Pkoeei Mfl «07 WI8IUPU HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 9. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHRR OP PIANO 804 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sími: 96210. Heimllis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— B.((>(e and Eurnltnre Horlni 762 VTCTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. fslenxkur löitfrætJIngar Skrlfstofa: 411 PARIS BLDG. Sími: 96 933 _____________________________I DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talntml: 28 880 DR. J. G. SNIDAL TANXL.EKMK 614 Somenet Block Portage Avenne WINNIPld BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri StUlir Planoa ng Orgel Sfml 38 345. 594 Alverstoae St. PELimERS COUNTRY CLUB xpecial The BEERlííat Guards Q.UALITY

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.