Heimskringla - 10.08.1932, Síða 7
WINNIPEG 10. AGÚST 1932.
HEIM8KRINGLA
7 BLADSÍÐa
HORNSTRANDIR
Sigurður Sigurðsson búnaðar-
málastjóri er fyrir skömmu kom
inn heim úr ferðalagi um Horn-
strandir og víðar. Morgunblað-
ið hitti hann að máli snöggvast
og fékk hjá honum eftirfarandi
xipplýsingar:
Við vorum þrír saman, er fór-
ur til Hornstrandar, segir Sig-
urður — eg, Kristinn Guðlaugs-
son, Núpi og Tryggvi Pálsson
Kirkjubóli, báðir úr stjórn Bún-
aðarsambands Vestfjarða. Við
fórum með Goðafoss, en vorum
settir á land á Horni. Fórum
síðan um Hornstrandir, í Aðal-
'vík, á Hesteyri, til Grunnavíkur
og þaðan til ísafjarðar. Við fór-
um um tvo nyrstu hreppi N.-
ísafjarðarsýslu, Sléttuhrepp og
Grunnavíkurhrepp en það voru
einu hreppirnir á öllu landinu,
sem eg hafði aldrei komið ;
áður. Við héldum þrjá fundi og
voru þeir allir vel sóttir; en
þangað hefir búfræðingur aldrei
komið áður.
Gamla búskaparlagið.
Ástandið norður þar, er yfir-
leitt betra en eg bjóst við, segir
Sigurður. Nálega allir bændur
eru skuldlausir, og verður ekki
hið sama sagt, því miður, úr
öðrum héruðum landsins. Bænd
ur kaupa ársforða sinn einu
sinni á ári og sumir hafa
tveggja ára forða í búum sínum.
Búskaparlag Hornstrendinga
er gamaldags. Allir bændur
færa frá; mjólka ærnar vel —
frá i—1 lítir í mál.
Hlunnindi eru þarna mikil og
góð. Þar er fugla, og eggja-
tekja mikil. Hornbjarg er al-
menningur, sem allir hafa að-
gang að. Útræði eru góð og
fiskur oft við landsteinana. Reki
hefir oft verið mikill á Horn-
ströndum, en fer minkandi. Þeg
ar hafísinn lagðist að landi s. 1.
vetur ráku hnísur í Hornvík.
Ræktunarskilyrði.
Víða eru möguleikar til rækt-
unar, segir Sigurður búnaðar-
málastjóri, og gætu tún verið
allstór. Enn hefir lítið verið
unnið að nýrækt í þessum nyr-
stu hreppum N.-ísafjarðarsýslu.
Þó sá eg tvær góðar sáðsléttur
aðra í Aaðalvík og hina í
Grunnavík. Garðyrkja er lítil,
en er í byrjun og sums staðar
með allgóðum árangri. ,
Allvíða er vaknaður áhugi
fyrir jarðrækt. T. d. hafa 10—
12 bændur á Hesteyri girt lönd,
er þeir ætla að taka til ræktun-
ar.
Fólkið þarna er myndarlegt
og menníngarbragur engu lak-
ari en annars staðar. Það fylg-
ist ótrúlega vel með, enda að-
staðan nú miklu betri en áður,
eftir að útvarpið kom. — En
ekki eru Hornstrendingar hrifn-
ir af grammófón-“garginu”,
segir Sigurður.
Á öðrum slóðum.
í síðustu för sinni kom Sig-
urður búnaðarmálasetóri einnig
á ísafjörð, Siglufjörð, Sauðár-
krók, Skagaströrid, Blönduós og
Hvammstanga.
Mér virðist það sameiginlegt
fyrir alla þessa staði, s#gir Sig-
urður, að einhver deyfð og
drungi hvílir yfir öllu. Komi
maður á fætur snemma morg-
uns sést naumast nokkur hreyf-
ing, varla farið að kveikja und-
ir katli. Fjöldi manna gengur
atvinnulaus. og .er það hörmu-
legt um hábjargræðistímann.
Á ísafirði hefir mikið verið
unnið að ræktun undanfarin ár;
einnig er mikil nýrækt í undir-
búningi á Siglufirði.
Á Sauðárkróki er einnig mynd
arlega af stað farið. Kvenfé-
lagið og verkamannafélagið á
staðnum hafa fengið í samein-
ingu 2 ha. af landi, sem hrepp-
urinn lét girða á sinn kostnað.
Þessu landi er skift milli kven-
félagsins, en þau hafa aftur
skift í smáspildur og úthlut-
að til sinna félaga til garðrækt-
ar. Þannig hafa 30 kvenfélags-
konur fengið spildu til ræktun-
ar og um 20 verkamenn. Er
mesti snildarbragur á þessari
framkvæmd, landið var girt í
vor, síðan plægt og í það sáð.
Eg kom einnig á mörg sveita-
heimil á þessari síðustu för
minni, segir Sig. Sigurðsson að
Iokum. Hvarvetna varð eg var
við mikiinn ræktunaráhuga. Er
það undravert, hvað bændur
hafa miklu afkastað í þessu
efni. Varla hittir maður fyrir
nokkurt býli, að ekki hafi þar
eitthvað verið gert til umbóta;
og víða er stór myndarbragur
á þessum framkvæmdum.
—Mbl.
SAUÐNAUTIN
Það ætlar að ganga bálega
með sauðnautaræktina í Gunn-
arsholti. í vetur voru þar fimm
dýr, sem landstjórnin átti og í
vor var flutt þangað kvíga, sem
Ársæll Árriason o. fl. áttu. En
nú eru aðeins tvö eftir, tarfur
og kvíga. Hin eru dauð, hafa
drepist í vor úr einhverri vesöld,
sem menn vita ekki hver er.
Fyrst drapst vænsti tarfurinn.
Varð hann máttlaus, þótt hann
væri í góðum holdum, festi ann-
að hornið í jörð og hafði sig
ekki á fætur aftur. Hin þrjú
dýrin drápust með stuttu milli-
bili, seinast kvíga þeirra Ársæls.
Og óvíst er hve lengi tóra þessi
tvö, sem eftir eru.
Mönnum kom til hugar, að
dýrin myndi hafa veikst af sandi
en rannsóknir, sem gerðar hafa
verið á innýflum þeirra, hafa
leitt í Ijós að hvorki hefir verið
sandur í lungum þeirra né
maga.
Suxnir halda, að gróður þar í
Gunnarsholti sé of einhæfur fyr
ir dýrin og muni skorta einhver
fjörefni í þá fæðu, sem þau fá
þar. Er sú tilgáta ekki ósenni-
leg. Reynslan hafði sýnt, að
sauðnautin frá Gottu-leiðangr-
inum gátu ekki þrifist þar —
þau strádrápust, seinast kvig-
an “Sigga’’, meðan nógur var
gróður. En samt þurfti endi-
lega að senda sauðnautin, sem
keypt voru í fyrra, á þannan
sama stað. Skyldi nú vera feng-
in fullkkomin reynsla um að
sauðnaut þrífast þar ekki? Og
væri ekki reynandi að bjarga
þessum tveimur, sem eftir eru,
með því að flytja þau á ein-
hvern stað, þar sem fjölbreyttari
er jarðargróður?—Mbl.
PBLISWS
COUNTRY CLUB
jrecial
The BEER that Guards
Q.UALITY
Phones: 42 304
41 lll
dt ] N af ns PJ iöl ld 1 1
LEYNDARDÓMUR
LOUISVILLEBORGAR.
Þau undur hafa borið við í
höfuðstað Kentuckyfylkis, Louis
ville, í Bandaríkjunum, að borg-
in er skuldlaus og skattar hóf-
legir. Þykir þetta undur á þess-
um tímum, þegar flestar aðrar
borgir þar í landi eru gjaldþrota
eða í hinum mestu kröggum.
Blaðamaður fór á fund borg-
arstjórans til þess að spyrja
hann hvernig á þessu undri
stæði.
“Það er ósköp einfalt”, sagði
borgarstjórinn. “Við fylgjum hér
þeirri reglu, að eyða ekki meiru
en aflað er. Þetta er allur gald-
urinn!’’
Blaðamanninum þótti þetta
að vísu einfalt, en hinsvegar ó-
líklegt að nokkur þingmaður
gæti skilið þennan hugsunar-
hátt, því þingin fylgja ætíð
þeirri reglu, að eyða meiru en
aflað er, og jafna svo hallann
með nýjum sköttum eða nýjum
lánum. — Mbl.
Nonni: Eg á að kaupa eitt
kíló af smjöri og tvö kíló af
sykri.
Kaupmaður: Hefirðu nokk-
ura peninga, Nonni?
—Nei, við skludum hérna áð-
ur, og svo á eg að fá rúsínur
fyrir afganginn. — Mbl.
BRÉF MERKRA MANNA.
Ben. Cröndal til
Matthíasar Jochumssonar.
9 ágúst 1885.
Elskulegi séra Mtthías! Þú
póetiski praktfífill á Rángar-
valla iðgrænu engjum! Þú
hljómmikla höfuðskáld og æs-
thetiski Maríuvöndur á eyði-
mörkinni! Þú dýrðlegi Dande-
lion á túninu! í gær var stíf-
asti norðangarður og bólstarn-
ir veltust ofan af Esjunni eins
og ljómandi smjerkvartil, það
voru skuggar, bleikir skuggar
og tálmyndir, óuppfylltar vonir
og hverfulir svipir, til að stríða
dauðlegum mönnum á hinni
kornfrjóvu jörð. í dag er allur
himininn ljómandi, allur eins
og himinljóminn í kringum
Ólýmpstinda, þar sem hinir ó-
dauðlegu guðir njóta ellífrar
sælu — allur sjórinn er eins
og heiðblár útþartinn silfur-
dúkur spentur yfir löndin, en
í þessu augnabliki er kyrð á
bárunum, eg sé ekki þá hverf-
ulu stafi og þær svipandi mynd-
ir sem vindurinn annars er
vanur að mála á sjávardjúp-
ið; í þessu augnabliki sé eg ekk-
ert letur nema “MATTHÍAS”!
Hvað hjálpar þó eg hleypi-on-
um nú
með hendingum yfir Gjallarbrú?
Því peningar og pólitík
eru perlurnar hér í Reykjavík
og annars líka út um land
enginn sér neitt nema silfur-
sand
og lifir í prjáli og þeninga
draum
og prumpar á dönsku í hverjan
straum.
Hafið þið nokkurn tíma heyi't
harðara upp á rassinn keyrt
á blakkinum sem að Bellerphon
beizlaði eins og Jón Þorkelsson,
hefir ykkur að eyrum hljómað
önnur eins prakt og skáldamál,
hefur svo fyr í þeiði ljómað
himnanna dýrð með líf og sál?
er ekki alt sem við gerum
autoriserað af skeretjerum
og prjedikað blöðunum öllum í
þótt annað ei sé nema Svínarí.
Hirt' ekki, Matti, þó krunki í
kring
kjánaleg skáldanna herfylking
leirug og þunn með langvíunef.
Henni lætur ekki að gera neitt
stef.
Það er sem bárurnar brotni á
klett,
sem í brimgarðinn lífsins guð
hefur sett
skoraðan fast með skáldskap
og trú
sko — þessi klettur ert sjálfur
þú!
En þessir aumingjar allir saman
alvöru hvorki skilja né gaman.
Ef talað er orð um trú og Krist,
þá titrar af bræði hverr “Real-
ist”,
ef nokkur þorir að nefna guð
;á nöldra þeir ium þann ófögnuð,
og tali einhver um Ideal
þeir ósk’ onum upp á Kaldadal.
Sú “eilífa nauðsyn” — afkára-
skapur! eintómt þvaður og mála
flapur;
þeir vita ekkert hvað eilíft er,
því aldrei þá hugmýnd skiljum
vér.
Og ekki þeir trúa á annað en
kroppinn
og eiga svo ekki svo mikið sem
koppinn
að hlassa sér á og halda sér til
hjálplausir í lífsins byl.
Þetta þú skiur, sem hörpuna
hefur
og hljóminn vekur sem dreymir
og sefur;
þú vaktir um marga miðnætur-
stund
er mennirnir sváfu við djúpan
blund
og morgunsólin í heiði hreln
hitti þig þá og á enni skein
Þú vaktir og starfaðir, varst
ekki hálfur
þú veltist ei flatur þó lífsins
gjálfur
hvervetna hamaðist þig í kring
með hamslausum látum og sam.
hringing.
Þótt væri þér lífsins hreytt út
á hjarn,
þá hugsarðu altaf og kveður
sem barn,
en eins og eitt barn í andanna
heim
sem ekki lítur við gullum þeim,
sem dauðlegu börnin fýsir að
fá,
því fegri og æðri er heimurinn
sá,
sem eftir þú leitar og í þér býr
og af þér stendur sá geislinn
hýr,
sem vekur upp blóm og ljómar
upp laut
og lýsir upp gervalt móður-
skaut.
Fáum er gefin sú fegurðarsýn—
forgefins leitaði sálin mín
og hvergi í fjölmennum heims-
ins sal
hitti eg upp á það Ideal. —
Eg stundum geng með strönd-
um fram
og stari á þenna undrahjúp
sem aldirnar kölluðu ægisdjúp
þar öldurnar stika með þys og
glamm,
eg horfi á skýin, sem himins á
braut,
hreyfast í hring um norður-
skaut;
og horfi á liljur, sem leggjun-
um á
lyfta sér glaðar jörðinni frá,
eg stari á ljómandi himnanna
her,
eg hef ekki vit á hvað þetta
er. — •
En mörg hver mannleg sál, sem
mædd af fylliríi
og öll af iðran full með hatt af
dökku blýi
nú lokar hjartað hurð og hverja
gleði flýr
og hræðist alt sem eld, sem
undir ösku býr.
Svo er nú loksins út sú þánka-
fluga flogin
og fljótt í hús til þín um þrönga
rifu smogin. \
En áfram held eg knör á æst-
um hugar sæ
þar ýfist báran svöl, af köldum
vakin blæ,
því kaldir vindar oft á andans
rósir anda
og oft í.blóma fjöld með brodd-
um þyrnar standa,
þá í heimsins hrikaleik
hefur andinn sig á kreik
hverr mun ekki þekkja það?
Það er okkur meðskapað
að vér heyjum styr og stríð
stundum harðnar veðra tíð
og þá er að standa og stæla sig
betur
og stjaka við öllu því, sem maö-
ur getur.
Dr. M. B. Halldorson
401 Rnjd BldK-
Skrifstofusíml: 23674
Stundar sdrstaklera lungn&sjúk
dóma.
Er aú finna á skrifstofu kl 10—12
f. h. og 2—6 e. h.
Helmili: 46 Alloway Ave.
Tilnlmli 3.31.1M
DR A. BLONDAL
602 Medical Arts Bldg.
Talsími: 22 296
Stundar sérstaklega kvensjúkdóma
og barnasjúkdóma. — Ah hltta:
kl. 10—12 * h. og 3—6 e. h.
Helmlil: 806 Vtctor St. Siml 28 130
Dr. J. Stefansson
21« MEDICAL ARTS BLDG.
Hornl Kennedy og Gr&ham
Stundar elnKÖngu nuK'na- eyrnn
nef- og kverka-njflkdðma
Er &T5 hitta frá kl. 11—12 t h
og kl. 3—6 e. h.
TaUfmi: 21*34
Hetmilt: 638 McMillan Ave. 42691
DR. L. A. SIGURDSON
216-220 Medlcal Arts Bldg.
Phone 21 834 Office tfmar 2-4
- Heimili: 104 Home St.
Phone 72 409
Dr. A. B. INGIMUNDSON
Tannlæknir
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Slmi: 28 840 Heimilis: 46 054
Brotnaðu ekki, en beygðu þig,
reyr,
bylurinn hættir ogp sólin skíu
aftur,
þó þú sért maður og mold og
leir
mun ekki deyja þinn kraftur.
Nú klappar Jóni söðli og klinb-
una hreyfir
en Kári í himninum skýjunum
dreifir;
svo kemur Jón söðli, hann kann
ekkert mas:
“Komið þér sælir! séra Matt-
hías”-!
Nú, hvaða Matthías? hverr
mundi kenna
í hundruðum, þúsundum mann-
inn þenna?
Þá ansar Jón söðli, og ei þekk-
ir fjas:
“Það er ekki nema einn séra
Matthías!”
Þó hundrað og þúsundir fari
og flygi
um foldina alla lágt og hátt
og allir í undirdjúpin smygi
og aheimsins dyrunum fleygði’
upp á gátt,
þó íslendingar í einu fleti
allir lægi með sama nafn
og Matthías þeirra hverr og
einn héti
og hefði það skrifað í bókasafn,
þá væri samt enginn nema sá
eini
og ekkert hef eg um þetta fjas
orðið ep ritað á ara-steini:
“Það er ekki nema einn séra
Matthías!”
Svo kömpum við grautinn og
kcikurnar etum
og kaffi við drekkum og brenni-
víns tár,
svo vel yfir heiminum grátið
við getum
og glatt okkur dálítið við þetta
pár.
Og svona er lífið, við syngjum
og dönsum
og svo trúir maður á guð og
Krist
og ódauðleikans krýnir sig
krönsum
og klæmist og er svo Idealist.—
Þar fékk eg málið, en blaðið
* er búið,
brotnaður penninn og uppgefin
hönd;
sálin er móð og sinnið er lúið,
sezt eins og kría á einmana
strönd.
(Lögrét^a).
G. S. THORVALDSON
B.A., L.L.B.
Lögfrœðingur
702 Confederation Life Bklg.
Talsími 97 024
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
Bifxagc and Fnrnltnre M»rin|
762 VICTOR ST.
SIMI 24.500
Annast allskonar flutninga fr&m
og aftur um bæinn.
J. T. THORSON, K. C.
talenxkur liiitfrn'blnKiir
Skrlfstofa: 411 PARIS BLDQ.
Sími: 96 933
I
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
Tnlnfml: 2* HH8
DR. J. G. SNIDAL
TANNLÆKNIR
«14 SomerRft Block
PwrtaKf Avcnoe WINNIPB'G
BRYNJ THORLAKSSON
Söngstjóri
Stillir Pianos ng Orgel
Síml 38 345. 594 Alversto&e St.