Heimskringla - 24.08.1932, Síða 7

Heimskringla - 24.08.1932, Síða 7
I WINNIPEG 24. ÁGÚST 1932. HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSÍÐA ENDURMINNINGAR Frh. frá S. bU. ilsverðast á safninu, það sem eg hafði hugsað mér sviplegast og áhrifamest að sjá, þegar eg fór þar inn, sverð og spjót og skildir mannvíga-aldarinnar. Þegar við komum út á stræt- ið aftur, stakk Guðmundur upp á því, að við færum suður í grafreit, og þaðan austur að þvottalaugum, og eftir kvöld- verð, að við gengjum ofan að höfninni og vestur með sjó. — Þessa hans ferðaáætlun sam- þykti eg. Eg má fullyrða, að aldrei á minni æfi hefi eg not- ið jafn fjölbreytilegrar skemt- unar í fleiri klukkutíma. Það voru ekki sýningarmunirnir sjálfir, en æfintýrin, lífið, ljós- ið og fjörið, sem Guðmundur breiddi út yfir alt, sem fyrir augun bar. Það voru lifandi sýningar og einskonar franrhaid af lífinu í Reykjavík, eftir Gest Pálsson. Óslitinn spennandi fyr- irlestur á allri okkar samferð um bæinn og útfrá honum við sjóinn. Ekki þekti eg Guðmund Magnússon persónulega, svo eg geti sagt um, hvort honum hefir verið slík framkoma og frammistaða að jafnaði eigin- leg. Það er ekki ólíklegt að hér hafi nokkru um valdið, að eg var af hans æskustöðvum og ómentaður maður, sem hanu mátti vera óragur við, og svo hafi það ögrað honum, hvað eg var hrifinn, þó eg hældi hon- um ekkert. í grafreitnum hafði hann fleiri æfintýri að segja mér en tíminn leyfði, sem öii voru bundin við legsteina og minnismerki, og ruddust fram af djúpi endurminninga hans, þegar hann leit yfir grafirnar. Að ganga fram hjá vissum hús- um, að standa við þvottalaug- amar, að koma fram á kletta- snasir í fjörunni, alt það sama, öllu þessu fylgdu spennandi smásögur og æfintýri, og svo mikið var til af þessu, að eftir varð að skilja, þegar annað frábrugðið bar að höndum. Þó eg nú muni glögt efni og innihld nokkurra sagna og æf- intýra, merkilegra viðburða, af- skifta og framkomu einstakra manna í allskyns myndum, þá er sem eg þori ekki við neinu að hreyfa, af því sem Guð- mundur sagði mér. Það er eins og að ganga á augnuðum og hættulegum vorís. Hvað af því var skáldskapur og hvað raun- verulegt, get eg ekki vtiað. Aö tilfæra mannanöfn, væri óðs manns æði. Þá er og ekkert hægt fyrir mig að vita, hvað af því sem Guðmundur sagði mér kann að hafa verið prentað seinna.eins og þættir í sögum hans, þó eg ekki liafi séð það. Frh. BINDING — Smásaga — Frh. Og Jói fór heim með lest- ina, en Sigurður batt. Þegar heim kom, snaraði Jói sátun- um ofan af lestinni og ætlaði aftur í skyndi, en húsfreyjan kallaði þá á hann, sagði að kaffið væri til og bað hann að hinkra aðeins við á meðan hún helti í flöskuna handa Sigurði. Jói gæti drukkið kaffið sitt á meðan Jú, það var sjálfsagt, að Jói gerði það, sem húsfreyj- an bað hann um, og sjálfur hafði hann ekkert á móti kaffi- sopanum. Hann drakk mikiö kaffi, því hann var þyrstur, en þegar húsfreyjan kom með fyita kaffiflöskuna hans Sigurðar, þorði hann þó ekki annað en að hætta, og flýtti sér af stað. Þegar Jói kom út úr túninu, varð hann þess var, að sykrið vantaði, en sykurlaust kaffi gat Sigurður með engu móti drukk- ið, það var eitur í hans munni, sem gerði Jóa í raun og veru ekkert til-; hitt var verra, að það var líka eitur á skapgerð hans, og það eitt kom Jóa til að snúa til baka og sækja syk- ur. Þegar lestin kom á engjarn- ar, voru reipin þrotin og Sig- urður farinn að bíða. Hann var fár í skapi og spurði hvort þurft hefði að binda upp allar sáturnar á leiðinni. Jói kvað nei við því. “En hvað tafði þá?” Það var auðheyrt á röddinni, að Sigurður var reiður. “Ekkert sérstakt,’’ svaraði Jói, “eg beið aðeins á meðan konan þín helti í flpskuna handa þér og drakk kaffið mitt á meðan.” Hann rétti flöskuna að Sigurði. Sigurður hrifsaði flöskuna úr liendi Jóa og þeytti henni langt út í þýfi. “Þessum kaffivömb- um ríður á engu meira en að þamba í sig sem mestu af kaffi og aftur kaffi. Það virðist vera takmark þeirra í lífinu. En ef að þarf að taka hey í flýti und- an rigningu, þá er ekkert hugs- að um það, ekki hugsað um neitt nema drekka kaffi. Ef það væri óvita barn, þá væri það fyrirgefanlegt, en að full- orðinn maður með fullri skyn- semi skuli hugsa þannig, það fæ eg ekki skilið”. Sigurður var óvenju mælskur, og hann var það aldrei nema þegar hann reiddist; annars talaði hann fátt. Jói svaraði ekki neinu. Þeir létu báðir þegjandi upp á hest- ana, og Jói lagði af stað með lestina. Honum lá við að öskra upp yfir sig af vonzku, hann langaði til að skera á alla taum- ana og siga svo hundunum á hestana, fara sjálfur heim í rúm og sofna, en láta Sigurð hafa fyrir að smala saman hestunum og tína upp sáturnar hingað og þangað út um móana. Hann fann sig beittan órétti, já svi- virðilegu ranglæti, fyrst í því að vinna allan sunnudaginn kauplaust og einmitt þá er hann sízt óskaði, og svo var hann skammaður að ósekju og sví- virtur eins og hundur. En hvað gat hann? Hann gat aumkað sjálfan sig í hljóði, hann gat bölvað og hatað Sigurð í hug- anum, hann gat óskað honum alls ills, sem hægt var að óska einum manni, en hann gat aldrei komist hjá því að verða eins og bráðið smér, ef Sig- urður leit á hann. Þá varð hann auðmjúkur, þrælslegur, sleikjandi hundur. Og Jói flýtti sér að fara á milli, hann þorði ekki annað, beið hvorki eftir mat né kaffi, XTRA PALE ALE ***>-WINNIPEG ~ö^> TELEPHONE-4IIII - 42304 nema Sigurður hreint og beint skipaði honum það. Ef Jói sá húsfreyjuna einhversstaðar og heyrði hana kalla á sig, þóttist hann hvorki heyra það né sjá og flýtti sér sem mest að kom- ast burtu. Hann var dáleiddur af valdi húsbónda síns, langaði að brjóta gegn því, en hafði hvorki viljþrek né áræði til þess. Um kvöldið þegar Jói fór heim með síðustu lestina, var skuggsýni orðið. Á eyrunum fyrir neðan túnið mætti hann hóp ríðandi fólks; sumt söng, sumt hló. “Sæll Jói”, ávörpuðu hann einhverjir í hópnum. Aðrir spurðu hvort hann hefði skemt sér vel. Jói tók kveðjunni, en hinu anzaði hann ekki, hann var ekki í því skapi að taka gamanyrðum. En flokkurinn hélt áfrm og söng og hló, án þess að skifta sér nokkuð af Jóa. Hann hélt áfram með lestina, ennþá í illu skapi og feginn að vera laus við mælgi hópsins. Ennþá ómaði söngur- inn og hláturinn, en hvort- tveggja í fjarska, og bráðum heyrðist það ekki meir. Framundan hilti uncjir eitt- hvað, sjálfsagt í leifamar af hópnum, en þær voru litlar og mjökuðust aðeins fet fyrir fet í áttina til Jóa. Það voru aðeins tvær persónur, karl og kona, “kærustur” hugsaði hann með sjálfum sér og beygði með lestina út af aðalveginum og heim á túngötuna.' “Kærustu- parið" fór fram hjá. Jói þekti Geira í Dal; það var flækings- ræfill, sem hvergi átti höfði sínu að halla, auðnuleysingi, sem enginn vildi þekkja en var oft kaupamaður í Dal og því kend- ur við bæinn. Kvenmaður reiö við hlið Geira á gráum hesti. Jói fann blóðið stíga sér til höfuðs og hjartsláttinn örvast. Honum skjátlaðist illilega ef þetta var ekki kaupkonan í Geirólfsholti, og hefði hann ver- ið í vafa um hana sjálfa, þá þekti hann alt af hestinn. Þessi óþægilega vissa kvaldi Jóa á augnablikinu og vakti hjá hon- um nýjar kendir, einhverskonar kvöl, sem hann þekti ekki áður. Vissa. Einkennilega leiðinlegt hugtak og niðurdrepandi!—Jói hefði getað sætt sig -við alla ó- vissu og orðið sæll í henni — en vissan var grálynd, hún kom sálinni í ólgu, vakti ofsafengnar tilfinningar í þessari bundnu sái. Og vegna þess að sálin var fjötruð af þrælsótta og sá hvergi frelsi, enga víðsýn fi*am- undan, náði svartsýnin yfir- höndinni. Hún læddist, hægt en örugt og alt af nær og nær. f Jóa hrærðist ekki ofsi, sem braut af.sér hlekki vanans, og hlekki þrekleysis, heldur ofsi, sem hlóð utan um sig fjötra svartsýni. Jóa langað mest að gera enda á þessari sálarkvöl með því að stytta sér stundir. En vaninn og hugleysið toguðu hver í sinn skanka og héldu honum í skefjum. Honum leiö óbærilega illa. Jói spretti af hestunum og hleypti þeirn út fyrir túnið. Hann hafði enga löngun til að borða og fór beint upp á loft og háttaði. En hann var ekki alveg háttaður, þegar Sigurður kom upp til hans og spuröi hvort hann vildi ekki vera svo góður að hlaða sátunum, það gæti rignt og það væri illa farið ef þær væru út um alt og gegn- blotnuðu. “Það hefði reyndar verið bezt”, sagði Sigurður, “að leysa úr þeim í kvöld, þá hefði þeim verið borgið, en úr því að þú ert farinn að hátta, þá get eg ekki verið að biðja þig um það. Við skulum heldur fara snemma á fætur í fyrramálið og leysa úr þeim þá”. Tilfinn- ingin um eigin gæzku gagnvart vinnuhjúinu skein út úr andliti Sigurðar, þegar hann gekk fram gólfið og niður stigann. Jói anzaði engu. Hann fór snöggklæddur út og kastaði saman sátunum. Hann var ekki reiður lengur, eins og hann var í dag; hann var bara sorgbitinn. Að mega ekki vera í friði, þegar hann var sorgbitinn og þarfn- aðist næðis. Sigurður var ó- nærgætinn. Það fanst Jóa, en í kvöld gat hann skilið alt, af- sakað og fyrirgefið. En sjálfur þarfnaðist hann um fram alt hvíldar. Hann átti að vakna snemma í fyrramálið til að leysa úr sátunum. Hann flýtti sér heim og háttaði. Mánudagurinn rann upp jafn- fagur og aðrir þurkadagar sum- arsins, og þannig hélzt veðrið vikuna út. “Munur að mega hirða í dag og hafa hvílt sig gær”, hugsaði Jói um leið og hann velti sátunum inn eftir hlöðunni í býti á mánudags- morgun — en nú var þýðingar. laust að iðrast. Sigurður bóndi var í góðu skapi í dag. “Jæja, vinnan í gær var þó í öllu falli ekki til ónýtis”, sagði hann við Jóa, þegar þeir komu út úr hlöðunni og gengu heim í morg- unkaffið. “Ó-nei”, anzaði Jói stuttur 1 spuna. Hann gat engan veginn samglaðst húsbónda sínum. En dagamir hurfu hver af öðr um í tilbreytingarleysi. Það var slegið, þurkað og bundiö. Þannig gengur það dag eftir dag; það er borðað, klæðst og háttað á vissum tíma. Alt virð- ist vera gert til þess að útiloka alla tilbreytni, — og lífið er alt háð gangi klukkunnar. Þessi válbundna niðurröðun tímans á stóran þátt í gagngerðri breyt inglu á sálarlífi einstaklings og heildar. Hún sefar tilfinningar, deyðir ofsa, en vekur kulda og kæruleysi gagnvart umhverfinu. Og Jói fór engan veginn var- hluta af þessu. Daglegt strit og tilbreytingarleysi lamaðai tilfinningarnar, honum var hætt að líða illa, en leið heldur ekki vel. Hann var eins og skepna. Jói reyndi að blekkja sjálfan sgi, ljúga að sér sjálfum. Hann ætlaði að telja sér trú um, að það hefði alls ekki verið kaupa- konan í Geirólfsholti, sem var með Geira um kvöldið. Hann vildi ekki trúa því, að hún væri svo lítilfjörleg að vera með manni sem Geira. En slíkar vilja-blekkingar náðu engum tökum, staðreyndin bar alt ann- að orfurliði. Með támanum hætti Jóa að gera þetta nokkuð til, hann var orðinn svo rólegui’. Hann huggaði sig við það, að karl og kona, sem færu einför- um, þyrftu ekki endilega að ver trúlofuð, og einmitt hérna var sérstök ástæða til að ætla að svo væri ekki: kaupakonan myndarleg og elskuleg, en Geiri bara ræfill. Þegar Jói rökhugs- aði þannig fram og aftur og því lengra sem leið fram á haustið, þá leið honum betur og því sann færðari var hann um, að hér væri alt eins og það ætti að vera. Haustið var búið. Kaupafólk- ið var farið. Kaupakonan í Geirólfsholti fór án þess að Jói fengi tækifæri að hitta hana. Geiri í Dal var farinn eitthvað út í veður og vind, enginn vissi hvert, og öllum stóð líka hjart- anlega á sama. Réttir voru af- staðnar, haustannir og sláturs- ferðir búnar; það hafði snjóað í langan tíma, og fé var fyrir nokkru komið á gjöf. Þá bar gest að garði á Harðarstöðum, og hann sagði þau tíðindi, að nú væri Geiri í Dal trúlofaður og kærastan væri kaupakona, sem hefði verið f Geirólfsholti í sum- ar, heldur myndarleg stelpa. Jói stóð höggdofa, blóðið streymdi til andlitsins, svitinn spratt út úr enninu, hann fyrir- varð sig að láta fólk sjá þetta og fór fram. “Andskotans sunnudagsbind- ingdin!” tautaði hann hálfhátt fyrir munni sér. Ef hún hefði ekki komið fyrir, hefð Geiri aldrei trúlofað sig kaupakonunni I •* ] N af ns pj( ild Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstofusími: 23674 Stund&r sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er atJ flnna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 ©. h. Hetmili: 46 Alloway Ave. Talilml t 33158 DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg Talsíml: 22 296 fitundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — At5 hitta: k! 10—12 ♦ k. og 3—6 e h Helmlli: 806 Victor St. Síml 28 130 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS IILDG. Horni Kennedy og Graham Standar elngöngu aiiK'nn- eyrnn ne/- »k kverka-Njfikddma Er a?5 hitta frá kl. 11—12 f. h og kl. 3—6 e h Talnfmi: 21834 Hetmill: 638 McMillan Ave. 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 834 Office tímar 2-4 - Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi: 28 840 Heimilis: 46 054 frá Geirólfsholti, það væri Jói og hún sem nú væru trúlofuð og hamingjusöm. Eða hversu mikill munur var ekki á mann- gildi Jóa og Geira? Hver gat tekið Geira og hafnað Jóa? Hver gat tekið ræfil, en hafnaö gæfu? Það voru atvikin, sem léku Jóa grátt, og Sigurður bóndi var sá, sem stjórnaði þess um atviKum — þau voru öll honum að kenna. Eins og elding, sem lýstur niður, fyltist Jói í einni svipan óstjómlegri gremju til húsbónda síns. Hann hljóp niður stigann og út. Hann ásetti sér að tala við Sigurð, en hvar var hann? Jói hét því með sjálfum sér að skamma húsbónda sinn óbóta skömmum, úthúða honum sem þrælmenni og kvikindi fyrir auð virðilega framkomu við vinnu- fólkð. Hann var ákveðinn að ganga úr vistinni í dag, heimta kaupið sitt og skaðabætur fyrir helgidagsvinnu. Hlaðan var opin, Sigurður hlaut að vera í henni. Jói hent- ist þangað í einni svipan ein- beittur og ákveðinn; þegar hann kom að dyrunum, var Sgurður að láta hey í poka, en leit upp þegar hann heyrði Jóa koma. “Hvað er að?” spurði hann hörkulega. Jói stöðvaðist og leit undan, drættir andlitsins > 'báru ekki lengur merki viljaþreks né festu. Hann stóð eins og skömmustu- legur hundur frammi fyrir hús- bónda sínum, viljalaus, auð- mjúkur og vitandi sektar sinn- ar, sem hafði hann stolið heil- um ketbita. Hann fann að hon- um var ekki unt að brjóta af sér viljvald húsbönda síns, hann varð að beygja sig undir mátt hans og styrk. “E-e-eg ætlaði að vi-i-ca hvort eg ætti ekki að lá-lá-láta út rollurnar”, stamaði Jói kaf- rjóður og leit niður fyrir fæt- urnar á sér. “Jú, þú getur það”, anzaði Sigurður kaldur og gek kfram hjá honum út úr hlöðunni. Jói stóð eftir og horfði í Sigurður kaldur og gekk fram vinnu sinnar eins og hann var vanur. Þorsteinn Jósefsson. —Eimreiðin. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. LögfrœSingur 702 Confederation Life Bklf Talsíml 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINOAR á oðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Telephone: 21 613 J. Christopherson, tslenzkur LögfræSingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitob*. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnatJur sá beztl Ennfremur selur hann allskonar minnisvarUa og: legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPBG HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DK. S. G. SIMPKON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sfmi: 96 210. HeimUis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— BagKHKf nnd Furnltore Mot1B| 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. tslenzkur IðKfrffitllnBur Skrifstofa: 411 PARIS BLDO. Sími: 96 933 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard Sask. Talatmli 2H HH9 DR. J. G. SNIDAL TANNL.EKNIR 614 Sonerset Block Portagc Avenae WINNIPHG BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórl Stillir Pianos ng Orgel Stml 38 345. 594 Alverstoae 8t

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.