Heimskringla - 24.08.1932, Síða 8

Heimskringla - 24.08.1932, Síða 8
8 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 24. ÁGÚST 1932. Urvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verSi bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. \ið Liggett’s hjá Notre Dame FJÆR OG NÆR. Séra Ragnar E. Kvaran flytur guðsþjónustu kl. 2 e. h. sunnu- daginn 28. þ. m. Verður það siðasta guðsþjónusta hans í Vatnabygðum á sumrinu. * * * Séra Guðm. Árnason messar á Lundar næstkomandi sunnu- dag — 28. ágúst. * * * Mr. H. I. Borgfjörð, verk- fræðingur, sonur Þorsteins Borgfjörðs, sem dvalið hefir í Calgary nokkur undanfarin ár og veitt forstöðu byggingastarf- semi McDiarmid félagsins, kom með fjölskyldu sinni alkomin aftur til Winnipeg fyrir helgina. * * * Jacob Vopnfjörð kona hans og sonur lögðu af stað um síðustu helgi til Vancouver B. C. Bú- ast þau við að dvelja vestra, annað hvort í Vancouver eða sunnan landamæranna í vetur. Vinum þessara mætu hjóna hér getur þó Hkr. fært þá frétt, að þau muni hafa í hyggju að koma til baka næsta sumar. * * * Þessi ungmenni voru fermd af séra Guðm. Árnasyni að Lundar 24. júlí s. 1.: Emil Eyjólfsson, Magnús Björnsson og Þorsteinn Jóhannsson. * * * Skemtisamkoma og danz verður haldin í Good Templar húsinu þriðjudagskvöldið 30 þ. m. undir umsjón Mr. Alex John- son Jr. Hópur listamanna (Radio Artists), skemta þar á samkomunni. Inngangur er 50c. Búast má við húsfylli, því mjög er vandað til skemtan- anna. ROSE THEATRE Thursday and Friday “Consolation Marriase'’ FREE TO THE LADIES Wedgwood English Dinnerware CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHAMFSON Garage and Reparr Service tíanning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Sérvice Gas, Oils. Extras. Tires, • Batteries, Etc. Samkoma verður haldin í Ár- nesi 26. ágúst til arðs fyrir Jóns Bjarnasonar skóla. Mr. A. S. Bardal skemtir þar með hljóm- plötum með íslenzkum söngvum sýnir' myndir og flytur ræðu. Einnig skemta Miss Dora Ben- son frá Selkirk, og Mrs. Hope frá Winnipeg með söng. Ýmis- 'egt fleira verður og til skemt- ana. Inngangur ekki $eldur en samskot tekin. * * * Ungfrú Sigríður ReykdaDog James Henry Wright Prics, voru gefin saman 17. ágúst í Winnipeg af séra Philip M. Petursson. Brúðurinn er dóttir Mr. og Mrs. Páll Reykdal, en trúðguminn er enskur, ættaður frá Calgary og verður framtíðai’ heimili ungu hjónanna þar. * * * TIL KAUPENDA í síðustu viku barst mér frá íslandi ISunn, byrjun þessa ár- gangs. Er það tvöfalt hefti og því hálfur árgangur. Sendi eg það tafarlaust til allra kaup- enda og útsölumanna. Enn eru nokkrir er skulda fyrir síðasta árgang (eða meirá) þeírra íslenzku tímarita er eg sel hér vestra, og skora eg nú á alla þá að gera mér einhver skil hið bráðasta. Það getur enginn til þess ætlast, að hvorki eg eða útgefendurnir beri á baki ár eftir ár drellir með fleiri eða færri vanskila- mönnum, og eins og peninga- ástand á íslandi er nú, er út- gefendum þar bráðnauðsynlegt, að við landar hér vestra reyn- umst ærlegir skilamenn. Og þetta eru hverfandi smáar upp- hæðir á ári hverju, ef ekki er látið safnast fyrir til fleiri ára. Magnus Peterson, 313 Horace St., Norwood, Man. * * * Iðunn 1—2 hefti — 1932 — nýkom- in og er efnið þetta: A.H. :Heimskreppan Jóhannes úr Kötlum: Arð- ránsmenn (kvæði). Friðrik Á. Brekkan: Ungir rit höfundar Hnut Hamsun: Drotningin frá Saba (saga). V. B. Metta: Helypidómar í vestrænni sagnritun. Þóroddur Guðmundsson: — Blaðasalinn á %Austurbrú. Sefán frá Hvítadal: Vermenn (kvæði). Halldór Kiljan Laxness: Inn- gangur að Passíusálmunum. Jón Magnússon: Nýjasta staf setningin. Magnús Peterson: Þrír ís- Vnzkir bændur í Canada (3 myndir). Dýri: Vonbrigði (staka). Vigfús Guðmundsson: Sam- vinnubú. Indriði Indriðason: Um tvent að velja (saga). Dýri: Tvær stökur. Kristinn E. Andrésson: Nýtt skáldrit. Arnold Överland: Kvöld eitt seint í ágúst. tsölumaður: Magnús Peterson 313 Horace Ave. Elmwood, Man. * * * 4 þ. m. , voru eftirfylgjandi meðlimir stúkunnar “Skuld’’, nr. 34. af I. O. G. T., settir í embætti af umboðsmanni henn- ar G. M. Bjarnason. FÆT—Ingólfur Gíslason ÆT—Guðm. P. Johnson VT—Steina Thorarinson Kap.—Guðbjörg Brandsson Ritari—G. H. Hjaltalín AR—Gunnl. Jóhannsson D-—Minnie Anderson AD—Súsana Guðmundsson For. Ritari—Sefán Baldvinson GK—Magnús Johnson IV—Th. Thordarson ÚV—Ásd. Jóhannesson Píanist—Hilda Holm Skrá setjari—-Gunnl. Jóhanns- son G. H. H. * x * Eftirfylgjandi nemendur Guð- rúuar S. Helgasonar tóku þróf við, Toronto Conservatory of Music: Piano. Associateship, A.T.C.M., Solo performers (pass) Marion D. Gladstone Intermediate: Herman Eyford (pass). Junior: Jean Bruce (pass). Primary: Florence Johann- son (honors). Elementary: Jean Bruce (First Class Honors). Introductory: Evelyn Frið- finnson (Honors). Theory Junior Harmony: Winnifred Hardiman (Honors). Junior Counterpoint: Rutli McClellan (Honors) W. Hardi- man (Honors). Junior History: C. Thorlak- son, W. Hardiman (Honors). Primary Theory: Herman Ey- ford (First Class Honors). Elementary Theory1 Florence Johannson (First Class Hon- ors); Ruth Benson (Honors). Þessir nemendur voru undir- búnir á einu kensluári (níu mánuðum). Solo Performer á tveimur. * * * Vinnu kona óskast á íslenzkt sveitaheimil í Sask. (nú þegar) þrifin og lireinlát og sem kann vel hússtörf. Tiltaki aldur og kaup. Box 29, Churchbridge, Sask. * * * Innihald nýútkominnar Eim- reiðar — II heftis (apríl—júní 1932) er sem hér geinir: Við þjóðveginn. Brynjólfur Stefánsson: Þjóð- arbúskapur og tölur. Guðm. Finnbogason: séræf- ing og samæfing. Richard Beck: Lárviðarskáld- ið John Masefield. Herdís: Við lestur nýrra kvæða Davíðs Stefánssonar. . Jakob Jóh. Smári: Skýjaborg- ir. Svanhildur Þorsteinsd.: Kol- finna (smásaga). Benjamín Kristjánsson: Trúin á manninn. Herdís: Leiðin mín. Guðm. Böðvarson: Tvö kvæði Árni Jakobsson: Skáldskapur og ástir. Oddur Oddson: Þegar eg varð myrkfælinn. Leo Tolstoy: Kreutzer-sónat- an. Raddir. Ritsjá. Útsölumaður: Magnús Peterson 313 Horace Ave. Elmwood, Man. x- * * TIL SÖLU Miðstöðvarhitunarvél, næstum eins góð og ný. Brennir við. — Hitar stórt hús. Ofninn er Nr. 50 “New Idea”. Ennfremur “Pipeless Furnace’’, jafngóður og nýr. — Spyrjið um verð hjá C. Goodman & Co., Toronto og Notre Dame. Kommúnistum slept Eftir læknisráði var Einari Olgeirssyni slept úr varðhaldi í fyrrakvöld. í gærmorgun var Indíönu Garibaldadóttur slept úr varðhaldi, vegna þess að þá hafði hún setið þar í 5 daga við vatn og brauð. Og í gær var þeim Stefáni Péturssyni og Jens Figved einnig slept, enda þótt þeir hefði ekki játað neitt, þar sem ástæða var til að ætla að þeir myndi ekki heldur gera það, þótt þeir væri lengur inni, og það er nú vitað að málið mun upplýsast hvort sem þeir vilja segja nokkuð eða ekki og rannsókn mun hægt að lúka án þess að til þeirra kasta þurfi að koma. SAMNINGAUMLEITANIR VIÐ NORÐMENN Frá því hefir verið skýrt hér í blaðinu, að norska stjórnin hafi fallist á, að hefja á ný samn- ingaumleitanir um kjöttollsmál- ið og önur verslunarmál og viðskiftabúningur að samn- ingum þessum verður í höndum nefndar er í eiga sæti hvar full- trúar frá hvoru ríki. í nefnd þessari eiga sæti frá Norðmönn- um þeir Anderson-Rysst fyrv. ráðherra og Jóhannessen verzl- unarráð, og af hálfu íslendinga þeir Ólafur .Thors alþm. og Jón Árnason framkvæmdastjóri. Norsku fulltrúarnir eru væntan- legir hingað með Lyru á morg- un. Það er fleira en kjöttolls- málið, sem nefndin fær til með- ferðar. Svo sem kunnugt er hefir íslenska stjórnin, að fyrir- lagi Alþingis, sagt upp gildandi verslunar- og siglingasamning- um við Noreg. Verður nú sam- ið um þessi mál að nýju. Einn- ig verður rætt um samvinnu milli þjóðanna um saltfisksölu, en slík samvinna getur haft stórmikla þýðingu fyrir bæði ríkin. Hér hefir verið lagður grundvöllur að slíkri samvinnu með myndum fiskisölusam- bandsins. Vonandi rætist nú vel úr þess- um málum. Viðskiftastríð milli frændþjóðanna getur ekki leitt til annars en tjóns fyrir báða aðilja. — Mbl. NÝ ELDNEYTISBLANDA. Lundúnum í júni. Cunard-eimskipafélagið hefir á undanförnum mánuðum látið framkvæma víðtækar tilraunir um blöndun koladufts og olíu til eldneytis. Kolin eru mulin salla- smátt og blönduð olíu með að- ferðum, sem haldið er leyndum. Eldneytisblanda þessi var ný- lega reynd í tilraunaferð, sem skipið “Scythia” fór. Var engu eldsneyti öðru en þessu brent undir fjórum kötlum skipsins. Reyndist eldsneytisblandan að vonum. — Þrír af sérfræðingum félagsins hafa haft með höndum tilraunir í þessu sambandi frá því í september síðastl. Kunnugt er, að hlutföllin í eldneytisblönd unni eru 60% olía og 40% kola- salli, mjög smátt mulinn. Þegar Bretar hurfu frá gull- innlausn jukust útgjöld Cun- ardlíunnar fyrir olíu afarmikið. Sérfræðingum félagsins var þá falið að gera tilraunir til þess að finna upp eldneytisblöndu, sem hægt væri að nota án þess að gera breytingar í vélarúmum og á vélum skipa félagsins. Víð- tækar tilraunir voru gerðar, áður en “Scythia’’ fór í reynslu ferðina, sem fyrr um getur, og leiddu þær í ljós, að hitamagn eldsneytisblöndunnar var meira en olíu og að eldsneytisblandan myndi verða ódýrari í notkun. Að reynsluferð “Scythia” lok- inni lýstu sérferæðingar yfir því, að þeir væru ánægðir með árangurinn. Þessar tilraunir munu vafalaust hraða því mik- ið, að kolaiðnaðurinn fari aftur að rétta við að mun. — Alþbl. ' NÓTTIN MEÐ LOKKINN LJÓSA Jóhann Sveinson frá Flögu. Nóttin með lokkinn ljósa líður frá sólarinnum, gullhlað er yfir enni, árroð á ljósum kinnum. Lýsir úr augum ungum - ástríki, tign og friður. Gulllitað hárið hrynur herðar og brjóstin niður. Skautar hún geislaskúfi, skýr þar af ljómi stendur breiðir út bjarta arma, Fjórðungs aldar þjónusta í tuttugu og fimm ár, síðan félagið var stofnað 1906, hefir bændunum í Vesturlandinu reynst það vel, að skifta við United Grain Growers Limited. Tuttugu og fimm ára reynsla, hefir stöðugt sann- að, að félagið hefir verið þess megnugt, að vera viðskiftavinum sínum til gagns. 1 tuttugu og fimm ár hefir skapast það álit, er knýr fram traust. Heilbrigt, tryggt og sterkt, er félagið þess megnugt að veita yður góða þjónustu. UNITED GRAIM Growers E- Winnipeg - Regina - Saskatoon - Edmonton - Calgary blessar hún dali og strendur Blessar hún bóndans iðju, bátinn á fiskimiði. Leysir hún líf úr dróma, lofar hún ári’ og friði. Nóttin með lokkinn ljósa líður frá Múspellssölum, birtir á breiðum vogum, birtir í skuggadölum. Hræðist nú húmið svarta, hopar og íiot'ann velur; vágestir vetrar hljóðna, vofurna'’ skríða i l'ohn Kærust þín koma verður kotungs í ranni lágu, skammdegis þar sem skuggar skefldu oft börnin smáu. Ókeypis ljós þitt ljómar, lokkfagra gyðjan bjarta, ókeypis eld þú kyndir öreigans dapra hjarta. i Þú átt þér víðlent veldi, volduga Norðurs drottning, fyrir þér bænarbljúgur beygi eg kné í lotning. Reika’ eg í ríki þínu, reika’ eg um helga dóma; af altari þínu angar iimur frá vörum blóma. Ljóst er nú um að litast, logar í vestra brenna, árroði og aftanbjarmi í einingu saman renna. Ómar í mínum eyrum indælla vatna suða. Blómálfar bjartir, ljúfir blíðlega á skjáinn guða. Sætleika svefnsins nýt eg sveipaður örmum þínum. Rænir mig ýta enginn unaðardraumum mínum. Loks er eg legst að bólstri, lífs þegar stundir dvína. Nóttin þá lokkinn ljósa legðu á hvílu mína. Lesb. Mbl. TIL R. ST. í HEIMSKRINGLU —Stökur.— Kennarinn fékk hatt sinn hengt hér á breytni landans. — “Alt sem var við ættland tengt” — eygir á leið til fjandans. í Winnipeg fann veislu spjöll, og verður af því stúrinn þá “Nefndin’’ fór með áhöld öll, útfyrir borgar múrinn. MESSUR 0G FUNDIR f kirkju Sarubandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegf kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fundlr 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. Á það bent skal ættlands vin, og íslendingadagsins — Nú varð dags þess skærast skin og Skrúðið, unaðs-bragsins. Bezt er svo að hafa ei hátt “hér er margt á glugga’’, þá sem gráta og glata mátt, gott er nú að hugga. G. H. H. Glímuflokkur frá Ármann. Frh. frá 1. bls. þeir muni fara mikla frægðar- för til Svíþjóðar, þar sem í- þróttir standa þó á mjög háu stigi. Þeir sem fylgst hafa með utanförum íslenskra glímu- manna á undanförnum árum, vita það, að þær hafa orðið ís- landi og íslenskri þjóð til frama og frægðarauka. Og íslenska þjóðaríþróttin hefir vakið að- dáun meðal hinna fremstu í- þróttamanna erlendis, og verið dæmd sem hin glæsilegasta, drengilegasta og fjölbreyttasta íþrótt. Það hefir verið hljótt um þessa utanför íþróttamann- anna, en þeim mun meira hefir verið unnið að því, að hún takist sem best. Það er forgöngu- nefnd íslensku vikunnar í Stokk hólmi, sem hefir boðið glímu- mönnunum að koma þangað. Hún hefir líka beðið Önnu Borg um aðstoð hennar til þess að ís- lenska vikan geti orðið sem best. Á nefndin skilið þakkir íslendinga fyrir það hve vel hún vill vanda til viðkynningar þeirra með Svíum.—Mbl. Minningarhátíð Árdalssafnaðar í ráði er að Árdalssöfnuður í Árborg, Man., haldi hátíðlegt þrjátíu ára afmæli sitt, þanu 11. sept. næstkomandi og byrjar hátíðin með guðsþjónustu í kirkju safnaðarins kl. 1. e. h. þann dag, en verður svo framhaldandi í samkomuhúsi Good Templara. Er hérmeð öllum meðlimum safnaðarins að fornu og nýju ásamt vinum og stuðningsmönnum starfsins vinsamlegast boðið að sækja af- mælishátíð þessa. Þeir sem í fjarlægð búa eru góðfúslega beðnir að gera skrifara safn- aðarins, Mr. S. A. Sigurðsson aðvart, ef þeir hafa í hyggju að vera viðstaddir. Safnaðarnefnd Árdalssafnaðar. Jóns Bjarnasonar Academy 652 Home St., Winnipeg. * * Talsími 38 309 * Miðskólanum að meðtöldum 12. bekk * * HIÐ 20. STARFSÁR HEFST MIÐVIKUDAGINN 14. SEPT. R. MARTEINSSON skólastjóri

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.