Heimskringla - 05.10.1932, Page 8

Heimskringla - 05.10.1932, Page 8
8 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 5. OKT. 1932. Orvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verði bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. við Uggett’s hjá Notre Dame FJÆR OG NÆR. Séra Ragnar E. Kvaran flyt- ur Huðsþjónustu á Gimli á sunnudaginn kemur, 9. október kl. 2 e. h., og í Sambandskirkj- unni í Winnipeg kl. 7 síðdegis. * * * Heimilisiðnaðarfélagið heldur sinn næsta fund á miðvikudags- kvöldið 12. október að heimili Mrs. H. J. Líndal, 912 Jessie Avenue. * * * Hr. Pétur Árnason, sem nú býr vestur í San Diego, Calif., %n áður átti heima við Lundar, Man., kom í vikunni sem leið hingað til bæjarins úr íslands- ferð. Til íslands fór hann í vor og dvaldi þar í sumar. Ferð- aðist hann allmikið um land og dvaldi um tíma í átthögum sín- um norður í Húnavatnssýslu. Af ferðalaginu lét hann hið bezta, en erfiðleika kvað hann vera bæði til sveita og kaup- staða, verðfall á innanlands- vöru og viðskiftakreppu, þar sem annarstaðar. Hann lagði af stað héðan heimleiðis á laug- ardagskvöldið var. * * * Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu HeimskringlU með af- falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið tal af ráðsmanni blaðsins. * ♦ * Fjögur hundruð manns komu fyrir lögregluréttinn í Winni- peg í gær. Höfðu 236 af þeim brotið umferðalögin, og 132 af þeim ekki greitt bifreiðaskatt borgarinnar. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repatr Service Banning and Sargem Sími33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Conipletr í Garage Service Gas. Oils, Extras, Tire* Batteries. Etr Til samkomu Kvenfélags Sam- bandssafnaðar, sem auglýst er á öðrum stað í blaðinu, hefir vel verið efnt. I>eir sem góðrar skemtunar vilja njóta, ættu að . koma þangað. Inngangur er ó- keypis en samskot verða tek- in. Ættu menn að meta það að verðugu, að mönnum er eng- inn kostnaður á herðar lagður með því að sækja þessa skemt- un. Það ætti að vera metið bæði á þann hátt að fjölmenna og þeir sem fjárráð hafa, að ,sjá það við kvenfélagið á sinn hátt. Sá er þetta ritar, var ný- lega úti í sveit, þar sem tvæi þakkargerðar samkomur voru haldnar, sem þessi. Inngangs- eyrir var 50c og húsfyllir á báð- um stöðum. Sækið samkomu Kvenfélags sambandssafnað á mánudagskvöldið kemur þann 10. þ. m. * * * Steindór Árnason frá Árborg, Gunnlaugur Hólm og W. Eyj- -Mfsson frá Víðir P. O. komu til bæjarins í bifreið s.l. mánu- dag. Þeir kváðu kornuppskeru bafa orðið allgóða norður þar, og afkoma manna væri eftir vonum. Erfiðleikarnir væru mest í því fólgnir, að öll bænda- vara væri verðlaus, og peninga- ráð þar af leiðandi afar lítil. Þeir héldu heimleiðis daginn eftir. * * * Stefán Einarsson kom um síð ustu helgi vestan úr Argyle- bygð, þar sem hann hefir verið ! um vikutíma í erindum þessa | blaðs. Fer hann í dag norður til Nýja íslands, einnig í erind- um Heimskringlu. Argylebúum biður hann blaðið að færa hin- | ar beztu þakkir fyrir góðar við- I tökur. * * * “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundinum við Mo- zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. * * * Hr. Páll G. Johnson trúboði lagði af stað héðan úr bænum á laugardaginn var vestur til Saskatoon, þar sem hann gerir ráð fyrir að stunda nám í vet- ur, við prestaskóla lúterskan, sem þar er fyrir skömmu stofn- aður. Að loknu náminu gerir hann ráð fyrir að hverfa hing- að austur á bóginn aftur. * * * Athugasemd. Mér hefir verið bent á kafla úr opnu bréfi Mrs. M. J. Bene- dictsson, er birtist í Heims- kringlu 17. febrúar s. 1., þar sem hún fjölyrðir um meinlaust og marklaust tal víndrukk ins manns um borð í skipinu Minnedosa, er Ve%tur-íslending- ar héldu heimleiðis úr Alþingis- hátíðar förinni. Frúin bætir við: Allar aðgerðir unnar PE,,TCD*C meðan þér bíðið Opið frá kl. 8. f. h. I I!i 1 Eil\ »3 til kl. 7 síðdegis ALLAR SKÓ-AÐGERÐIR ÁBYRGSTAR 814 St. Mathews Ave. við Arlington Karlm.skór hálfsólaðir og hælaðir, allar þyktir ................ $1.00 Kvenskór hálfsólaðir og hælaðir, allar þyktir ................. .85 Auk þess allskonar aðgerðir aðrar á vægu verði Peninguin skilað til baka ef þér eruð ekki ánægðir. UM ÞETTA LEYTI ÁRS, ÞEGAR TEKIÐ ER AÐ HAUSTA AD— REYNIÐ Dominion Lump $6.25 tonnið “Vestur-íslendingur sagði mér að honum hefði orðið svo mik- ið um viðskilnaðinn heima, að hann ætlaði að fleyja sér í sjó- inn, en var hindraður af sögu- manni mínum, er sá hvað hon- um leið,” o. s. frv. Sagan er tilefnis- og tilhæfu- laus. Maðurinn gerði enga til- raun til þess að fleyja sér í sjóinn, og honum datt það víst alls ekki í hug. Ingvar Gíslason. * * * Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar 4. bindi þeirra er nýkomið út og voru mér send fáein eintök til sölu hér vestra. Þetta bindi er eingöngu álfa- eða huldu- fólkssögur, og er yfir 280 bls. í stóru broti. Verðið hér er $2 að meðtöldu póstgjaldi......... ...Útgefandinn segir að næsta vor komi út 5. bindið af þessu verki, og verða það einkum sög- ur af afburða mönnum. Þessar þjóðsögur verða feikna mikið safn, og nemur það, sem út er komið, meira en þúsund blað- síðum. Magnús Peterson, 313 Horace St., Norwood P.O., Man., Canada. * * * Tilkynning til kaupenda Heims- kringlu í Víðisbygð. Eg undirritaður býst við að fara í kring og innkalla fyrir blaðið Heimskringlu í kringum 20. október. Væri mjög gott að kaupendur hefðu þá til borg- un fyrir blaðið, ef þeim er það mögulegt, svo að ekki þurfi að fara margar ferðir í þeim erindum. Víðir 29. sept. 1932. August Einarsson. EF ÁTTU HUGSJÓN. Ef áttu hugsjón, herra minn, og henni reynist trúr, og fórnir getur fært, ef þarf, þó forða tæmist búr — svo verði kauplaus vist hjá þér — eg virði þig sem mann; og þegar vinir víkja á braut, sem vini þér eg ann. Ef áttu hugsjón, herra minn, og hana svíkur brátt,, er framsókn heimtar fórn af þér — þú falla í gleymsku átt. — Þú liðhlaupari! landráð köld þig leiða í bjargið inn; þar svartálfarnir sitja þing, sem sjá ei himininn. J. S. frá Kaldbak. íslenzkur hestur vekur athygli. Á ensku Derby veðreiðunum síðustu bar svo við, er hlaupin stóðu sem hæst, að Iítiil íslenzk ur hestur kom skeiðandi inn á hlaupabrautina, staðnæmdist á grasflötinni fyrir innan og horfði stórum augum á hest- ana, sem voru að þreyta hlaup- in. Hesturinn vakti svo mikla eftirtekt ,eða dró svo athygl- ina frá kappreiðunum, að lög- regluþjónn var sendur til þess að hirða klárínn og teyma hann eitthvað burtu. Dýraverndarinn GAMAN OG ALVARA. Siggi Skagfield syngur vel, sízt eg honum gleymi. Heillagest hann hjá oss tel hér í Vesturheimi. Eins og Caruso kappinn er kynjarómi gæddur; íturvaxinn vel sig ber og virðist alls óhræddur. Öxlum undir brjóstum ber, með bandi frítt af snurðum. Álnir tvær hann taldist mér, tröll því er að burðum. Kær sá meyjum ungum er Ef eg rétt að gái — Hann þær bera á höndum sér, hvað þeim ekki lái. Lukkan ætíð leiði hann á lífs óförnum vegi. Vel eg þekki þenna mann, þó eg ei nafn mitt segi. Búi. (Þessar vísur voru ortar þegar S. S. var hér í Winnipeg.) “HAZELVIEW” Garðurinn, sem þolir 10 stiga frost. Blómagarðurinn einkennilega fagri, sem er fyrir framan hús- ið númer 309 á Victor St., Win- nipeg, hefir ætíð vakið undrun mína og aðdáun. Öll blómin eru tálguð úr tré og máluð svo fallega og eðlilega, að maður trúir naumast öðru en að það séu lifandi blóm. Þar má sjá flestar blómategundir, er heim- urinn á. Innan um blómin eru flögrandi fiðrildi, margar teg- undir fugla, og í útskornum kerum synda ffekar. Alt er þetta skorið út af sömu list- fengi. Lítið hús er þar einnig, sem stendur á stólpum. Þar hafa lifandi spörfuglar gert sér hreið ur. Á hárri stöng þar skamt frá blakta fánar flestra þjóða. Þar ofarlega er íslenzki fáninn. Á suníudögum og öðrum frí- dögum á sumrin, streyma gest- ir að úr öllum áttum til þess að skoða þenna undragarð. f gestabókinni, sem liggur á hillu rétt við hliðið, hafa 400,000 menn og konur ritað nöfn sín. Þar eru nöfn frá öllum lönd- um, frá syðsta odda Afríku til nyrztu stranda Noregs. Nafn listamannsins er þetta hefir gert, er E. K. Sam Hazell. Hann er fæddur í Lundúnum á Englandi. Flutti hingað til lands með fjölskyldu sína fyrir átta árum. Var fyrst þrjú ár í Sas- katoon, Sask., en flutti svo til Winnipeg og hefir dvalið hér síðan. Hazell hefir altaf þótt gam- an að blómarækt. Þegar hing- að til lands kom þótti honum veturinn kaldur og langur, og erfitt að rækta blóm. Samt hafði hann lítinn garð framan við hús sitt. Einn dag er hann kom heim úr vinnu, hafði ærsla fullur krakki slitið upp öll blóm in. Gafst Hazell þá alveg upp við blómaræktina, en fór að tálga með vasahnífnum sínum allskonar útflúr. úr tré. Hugs- aðist honum þá að búa til garð, sem hvorki mölur né ryð fengi grandað, eða með öðrum orð- um, hvorki krakkar eða frost. Fór hann nú að tálga hverja frístund, sem hann hafði. Síðan eru liðin fjögur ár. Með hverjum degi hefir garð- urinn hans úr tré stækkað og fullkomnast, fólkinu til ánægju en borginni til frægðar. Hafa nú þegar verið teknar myndir af garðinum af tveimur kvik- myndafélögum, auk mynda er hafa komið út í ýmsum blöð- um og tímaritum, innan lands og utan. Hazeil er bláfátækur maður. “Eg geri þetta aðeins að gamni mínu,’' segir hann. Hvenær sem hann hefir tíma er hann reiðubúinn að sýna gestum garðinn sinn. Ánægja gestanna eru hans einu laun. Þetta er aðeins ófullkomin lýsing af þessum listagarði, sem á engan sinn líka í víðri ver- öld, og sem enginn getur met- ið að fullu, nema sjá hann sjálf- ur með sínum eigin augum. I. B. Arnar. MCfURDY CUPPLY f0. I TD. Builders' I^Supplies \^and LCoal Einum þumlung undir sex ætla eg fetum vera. Honum ekki í augum vex afreksverk að gera. Office and Yard—136 Portage Avenue East 04 309 * PHONES ■ 94 309 Klæðum beztu klæddur er, kurteis, hýr og glaður. Þú án allra þrauta sér að þetta er gentlimaður. SKRÍTLUR Frúin: “Okkur mun koma vel saman — eg er ekki svo kröfu- hörð.” Nýja vinnukonan: “Það þótt- ist eg vita, þegar eg sá mann- inn yðar." á SMART CLOTHES ^ FOR MEN & *0MEN KING’S k. 1 DEFERRED PAYMENTS Þær litlu systurnar Elín og Gréta voru inni í baðherberg- inu og heyrist til þeirra hljóð og grátur. “Af hverju ertu að gráta, Elín?’’ kallar manna þeirra. “Hún Gréta braut brúðuna mína.” “Hvernig vildi það til?’’ “Brúðan brotnaði, þegar eg barði Grétu í hausinn með henni. * * * Fulltrúi: “Jæja, nú held eg að við höfum fundið konuna yðar, sem hljópst í brott að heiman á mánudaginn. Eiginmaður (dapur í bragði) : “Jú, átti eg ekki á von. En hvað segir hún?” “Hún fæst ekki til að segja eitt einasta orð.” Eiginmaður (Glaður): ‘“Ó, þá er það ekki hún Karólína!” * * * “Svo þú ert að hugsa um að skilja við konuna?” “Já, hún elskar mig ekki.” “Þess þarf ekki. Maður elsk- ar góðan mat og kampavín, en maður býr með konu sinni.” Ritstjórinn í myrkrinu. Frh. frA 7, bla. öllu að halda og sem réttilegast með að fara. Mér finst að eng- inn íslendingur ætti að bera þann þjóðræknislega kinnroða, með því að halda uppi hlífi- skildi yfir svikum og prettum, jafnvel þó einhver sleikja fáist í staðinn úr stjórnardallinum. Það að vinna á móti betri sann- MESSUR OG FUNDIR 1 kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegl kl. 7. e. h. Safnaðamefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld i hverjum mánuði. Hjálpamefndln. Fundir fyrsta mánudagskveld i hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. færingu, er að selja sál sína — ef nokkur er — í glötun. Það sem er hér megin málið, er það, að mér finst fslendingar stefna í áttina til glötunar, því ekki er að sjá að oddamenn ís- lenzkrar þjóðrækni, sem hafa stígið á stokk að fornum sið og strengt þess heit, að gera íslendinga að góðum borgurum í þessu landi, hafi mikið aðhafst til þess að efna heit sitt. Því þrátt fyrir skrumið og grobbið um ríkidóm og vel líð- an hér, má fjöldinn lúta svo lágt að beiðast ölmusu af sveit- um og ríki; og með því er sóma- I tilfinningu, sem þeir áttu í fari sínu, glötuð. Að verjast sveit á Islandi þótti heiður og sómi, og er svo enn, að mörgum er prívatlega hjálpað til þess að forðast þá niðurlægingu að verða sveitar- þurfi. “Maður, líttu þér nær, liggur I í götunni steinn.” í staðinn fyrir að íslenzku blöðin hér og foringjar þeirra, lýsa velþóknun og blessun sinni yfir þeirri stjórnarfarslegu háðung, sem felst í auðvaldsverndun annars vegar og kúgunarvaldi á alþýðu hins vegar. Ættu þau að líta sér nær, ef ske mætti að fund- in yrði leið til eflingar íslend- ingum í Vesturheimi. Því nógu hraðfara sýnist alt vera í eyði- leggingaráttina, og tími til kom inn, að tekið sé í strenginn, ef ver á ekki að fara. Helgi Sigurðsson frá Vík. SKEMTISAMKOMA OG KAFFIVEITIKGAR ÞAKKARGERÐARDAGINN, MÁNUDAGINN 10. OKT. undir umsjón Kvenfélags Sambandssafnaðar f KIRKJU SAFNAÐARINS Sargent og Banning St. SKEMTISKRA: 1. Vocal Solo ................ Mrs. K. Jóhannesson 2. Violin Solo .............. Miss H. Jóhannesson 3. Ræða ....................... Mrs. Jórunn Lindal 4. Piano Solo ............. Miss Snjólaug Sigurðsson 3. Upplestur .................. Ragnar Stefánsson 6. Vocal Solo .............. Séra Ragnar E. Kvaran 7. Kvæði ...................... Kristján S. Pálsson 8. Duette .................... Mrs. K. Jóhannesson Séra Ragnar E. Kvaran 9. Instrumental Duette ......... Gunnar Erlendsson Pálmi Pálmason 10. Kaffiveitingar .......... 1 fundarsal kirkjunnar Inngangur ókeypis, en samskota verður leitað. — Samkoman verður sett uppi í kirkjunni og byrjar kl. 8.15 síðdegis. FORSTÖÐUNEFNDIN. Announcing the New and Better MONOGRAM LUMP . $5.50 Ton COBBLE . $5.50 Ton STOVE . $.475 Ton SASKATCHEWAN’S BEST MINEHEAD LUMP ... $11.50 Ton EGG ... $11.50 Ton PREMIER ROCKY MOUNTAIN DOMESTIC COAL Wood’s Coal Company Limited 590 PEMBINA HIGHWAY 45 262 PHONE 49 192 WEST END BRACH OFFICE (W. Morrls) 670 Sargent Ave.—Phone 29 277

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.