Heimskringla - 26.10.1932, Page 7

Heimskringla - 26.10.1932, Page 7
WINNIPEG 26. OKT. 1932. HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSIÐA JARÐEITRUN Frh frá S. bla. að því leyti, að hér er þoland- Inn fyltur eitri. Notkun tilbúins áburðar hefir knúð jarðveginn í deyfðarástand, er jafngildir drykkjumannsins, annaðhvort verður að stækka staupið, eða breyta blöndunni til þess að jafnt hrífi og áður. Bændurnir í Sviss segja að tilbúinn áburður geri ríka feð- ur, en fátæka syni. Vér erum kynslóð hinna fátæku sona í Danmörku nú. í kjölfar meiri eftirtekju hefir siglt minni veig- ur afurðanna, meiri hætta á skemdum, skortur á ljúffengis- bragði; í stuttu máli gæðasnauð ari vara. Þetta er auðveldlega sannreynt á kartöflum og kál- meti. I>að sem framleitt er án tilbúins áburðar, er bragðbetra, beldur sér betur og er gott til seyðslu. Það er álit margra lækna, að jarðeitrun sé orsök efna- skiftingasjúkdóma, er fara óð- vaxandi. Skyldi mestur hluti maga- og garnakvilla, slens og þreytu, sem þjáir aðrahvora manneskju nú á tímum, standa í sambandi við lélegt daglegt brauð? Skyldi þar ekki vera að finna ástæðuna til þess, að svo margir kaupa dýrum dóm- um bætiefnabrauð, kex og hrökkbrauð? Og skyldu ekki læknarnir verða af mestum hluta atvinnu sinnar, ef brauðið yrði jafngott og það var, áður en jörðin var etiruð með efna- blöndum? Margir kvillar, er nú þjá oss, þektust ekki í tíð feðra vorra eða afa. í rannsókn arstofum í útlöndum hafa men nreynt að sanná, að söm sé orsökin til æðakölkunar og óðvaxandi krabbameina. Því tjáir ekki að neita, að náttúr- an stjórnast af sínu eigin horska lögmáli, sem við höfum aðeins nasasjón af, og verður dýrkeypt að ganga á bug við eða breyta. Vér vitum öll, að kalí- og natríum-nítröt, sem eru í til- búnum áburði, sem og fosfór og kalk, er eitur fyrir líkamann, og að eiturtegundir þær, sem notaðar eru til þess að bæta sáðkornið, t. d. blásýru, kvika- silfur-, kopar-, blý- og arsenic- sambönd eru mönnum banvæn í smáskömtum. Auðvitað breyt- ast áhrifin við það að þessi efni leysast sundur í jarðveginum, og að jurtirnar nota sér þau þaðan, en engin ástæða er til að ætla, að áhrif þeirra verði gagnleg mönnum eða skepnum. Villibráð gengur úr sér og týnir tölunni á þeim jörðum, þar sem mikið er notað af til- búnum áburði og mýmörg dæmi eru til þess, að villibráð, sem kemst á beit á graslendi, er ný- stráð hefir verið tilbúnum á- burði, lætur fóstrinu skömmu síðar.. Einkennandi er það, að vililbráðin, sem hefir ó- skertar eðlishvatir, leitar eink- um á beit á þær jarðir, sem ekki er borinn á tilbúinn áburð- ur. Sú jörð, sem ræktuð er sam kvæmt hinum nýju áburðarkenn ingum, umkringd jörðum, sem borinn er á tilbúinn áburður, má ganga að því vísu, að hún verður fyrir langtum meiri á- gangi af villibráð en hinar. Tilraunir, gerðar í kassareit- um, hafa sannað, að ánamaðk- ar flytja sig, fái þeir færi á, úr jarðvegi, sem borinn hefir verið á tilbúinn áburður eða for (hér er einungis átt við manna- en eigi skepnusaur eða þvag. — Höf.), og þrífast bezt í jarð- vegi blönduðum eðlilegum á- burði. Aðrar tilraunir hafa sann- að að mýs og rottur, sem jafnt bafa gengið að komast að af- urðum, ræktuðum með tilbún- um og eðlilegum áburði, leggj- ast á hinar síðarnefndu, en líta ekki við hinum fyr en afurðir hins eðlilega áburðar eru al- étnar. Hinar éta þær ekki fyr en bungrið sverfur að þeim. Hér er e»n sönnun þess, að heilbrigð eðliahvöt dýranna er óbrigðull áttaviti. Því er það engin furða að heilbrigði húsdýranna fer hrakandi. Oftast geta þau eigi kosið sér fæðu, heldur verða að éta eftirtekju tilbúins áburð- ar. * * * Jarðyrkjan er að mestu leyti háð lífsskilyrðum örsmæðarver- anna eða gerlanna. Með því að hverfa aftur til eðlilegs áburð- ar, ná þær að nýju því lífs- magni er tilbúinn áburður svifti þær að nokkru eða öllu. Hnýð- isgerlarnir aukast og marg- faldast á skömmum tíma, eins og sannað hefir verið með smá- sjár talningu. Jurtakvillar réna og heilbrigði húsdýranna fer batnandi. Komið hefir það fyrir að skepnur, sem beitt hefir ver- ið á velli, er daginn áður var stráður Tómasarmjöli og Kain- íti, hafa beðið skjótan dauða, hafi ekki rignt frá því borið var á unz beitt var. Þar til má svara að auðvitað eigi hvorki menn né skepnur að nota tilbúinn á- burð. En ef vér íhugum þann aragrúa af örsmæðarverum, er í jarðveginum lifa og álitið er að ráði bætiefnamagni jurtanna, þá liggur það í augum uppi, að þessar efnablöndur kremja ban- vænum höndum þau samstiltu öfl, er margföldum víxláhrifum ráða þroskaskilyrðum þessara biljóna af lífsverum, sem í moldinni starfa, án þess að vér fáum við ráðið, hafa eiturefnin sem vér ár frá ári kúgum í jarðveginn, gagnger áhrif á þær. Af því leiðir að gróðurmold jarðvegsins fer þverrandi, en við það sí-rénar lífsgildi jurt- anna, svo að þeim hrakar stöð- ugt sem manna og skepnufóðri. Þá rekur að því, að brautryðj- endur menningarinnar, er sjálf- ir hafa fundið þær ræktunar- aðferðir, er nú eru í mestum heiðri hafðar, bera úr býtum æ skornari skamt uppeldis síns frá þeirri jörð, er þeir í sífellu eitra ráðnum ráðum. Þess vegna ætti það tvísýna ástand landbúnaðarins, ásamt siðferðislegri ábyrgð á lífi og heilsu náungans, að knýja jarð yrkjumenn til þess að taka til dóms þær hugmyndir, er leitt fá til bóta. * * * Tilbúinn áburð fengum við frá Þýzkalandi, og þaðan kem- ur líka bót þeirra meina, er hann hefir valdið. Þjóðverjar hafa lengur en vér kingt eitri í jarðveginn, og hafa því lengri reynslu fyrir áhrifunum. Marg- ir jarðyrkjumenn, er skilizt hef- ir hvert stefnir, hafa bundist samtökum til þess að starfa samkvæmt nýjum aðferðum, er nefndar hafa verið hinar afl- vaka-líffræðilegu. Með tíu ára reynslu að baki, hefir árangur þeirra í stuttu máli orðið þessi: Að þarflaust er að nota til- búinn áburð; að frjómoldagæðin aukast, jurtakvillar fara þverr- andi, og að jafnmikill afrakst- ur fæst, en mun betri, gegn ör- litlum hluta af því fé, sem nú er greitt fyrir tilbúinn áburð. Hin nýja áburðaraðferð bygg ist á skilningnum á því, að eðli- leg jarðyrkja eigi að vera sjálf- stætt heildarkerfi, er lítt þurfi að að fá. Eins og venjulegri á- býlisjörð fylgir auk akranna, engi, skógar, girðingar og garð- ar, eins fylgir henni samsvar- andi kvikfélaður, og sá áburður sem hann framleiðir. Sé jörð- in rétt setin, að því leyti, verður áburðar eftirtekjan með rétt- um hlutföllum. Ekki má heldur gleyma því, að skordýralífið, fuglarnir, blómjurtirnar, og um fram alt morlíf örsmæðarver- anna í jarðveginum, er einn meginþáttur heilbrigðrar jarð- ræktar. Kynstur af eiturefna- blöndum hefir kopað lifsstarf- inu er fram fer í jarðveginum. Hin nýja áburðaraðferð sann- ar, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Með því að bæta í pen- ingsáburðinn sérstökum efn- um, sem fengin eru frá líffræði- legum afurðum, koma menn fram aflvekjandi áhrifum, er margfaldar eðlilegar verkanir áburðarins, og af þessu dregur aðferðin nafn sitt. En með því að á bak við þessar hugmyndir er heimsskoðun, sem fer alger- lega í bága við hina algengu efnishyggju, þá er ekki að undra þó fulltrúar efnishyggjunnar, er nú ráða öllu, rísi á móti henni. En hagsýnn jarðyrkjumaður getur hér farið þá leiðina, sem honum lízt bezt, hvað sem sér- fræðingarnir segja. Hann hefir átt því að venjast undanfarna áratugi, að það sem í dag stendur verði að morgni í ofn kastað. Blöð og tímarit ausa árlega yfir hann vísindalegum uppgötvunum, “er gagnger á- hrif munu hafa á landbúnað- inn’’; hann er umsetinn af um- boðssölum — eða þá að hann hefir, eins og á sér stað hér í Danmörku, bundizt félagsskap, er heldur hlífiskildi yfir hon- um, með fulltrúum sínum, er vinza kjarnann frá hisminu. Ein mótbáran, sem þeir menn oftast etja gegn hinni nýju að- ferð, er sú ,að tilraunastöðvar ríkisins hafi að baki meira en 30 ára reynslu fyrir áhrifum til- búins áburðar á eftirtekjumagn- ið. En er sú reynsla sönnun fyrir öðru en lífsseigju jarðar- innar? í meira en 30 ár hefir hún hraustlega staðið af sér eitrunina. Það sem úr sker, að því er landbúnaðinn snertir, er það, hvað sparast kann við þessa nýju aðferð, og hver fríðindi fást í staðinn. Pyrra atriðinu má svara með búreikningum þýzkra bænda, er notuðu báðar aðferðir á meðan þeir voru að fikra sig áfram til fullvissunnar. T. d. Kostnaður tilbúins áburðar á hektara, 53 mörk. Kostnaður hins nýja áburðar 4 mörk. Eftirtekjan (hér er að ræða um sumarbygg), var af hverjum hektara með tUbúnum áburði, 46.73 vættir. Af hverjum hektara með nýja áburðinum, 47.57 vættir. Þessir reikningar sýna árang- ur einnaí uppskeru. En til þess að ganga úr skugga um þetta, verður að gera tilarunir 6—8 ár samfleytt. Bóndi, er ræktar jörð sína eins og nú tíðkast bezt, not ar til búinn áburð sem nemur 160 krónum á hvert tunnuland í 8 ára auk peningsáburðar, en með hinni nýju aðferð notar hann sem nemur 24 krónum á hvert tunnuland á sama tíma. Eftirtekjumagnið verður mjög svipað, en gæðin mun meiri, og verð því hærra, að maður nú ekki tali um lækningu hins sýkta háræðakerfis jarðarinnar. Að sinni fæst hærra verð fyrir kartöflur og kálmeti, en er fram líða stundir fer eins með korn- ið. í Þýzkalandi hafa jarðyrkju- menn er nota hina nýju aðferð bundist félagsskap. Þeir hafa sínar eigin mylnur og brauð- gerðarhús, og selja brauð sitt, hið svonefnda Demeter-brauð, sem heilbrigðisbrauð, enda mæl ir fjöldi lækna með því, sökum þess að það er auðmeltara. — Jafnvel brauð- og kexgerðar- hús, sem ekki eru í þessum fé- lagsskap, sækjast eftir Demeter- mjölinu, sem er því í hærra verði. Bændur, sem í þessum félagsskap eru, sendu kornsýn- ishorn til efnarannsóknarstofu ríkisins, án þess þó að láta get- ið um framleiðslustaðinn, og hlutu umsögnina “prima ame- rfskt”, þ. e. a. s. að mjöl úr þessu korni má nota í brauð án þess að blanda það erlendu mjöli. Það virðist því engin fjarstæða að senda sérfróða menn — þar sem héðan frá Danmörku er aðeins um eina dagleið að ræða — til þeirra bænda í Þýzkalandi, er þessar nýju aðferðir nota, í stað þess að vísa þeim á bug, af því þær “koma í bága við núgildandi skoðanir, og eru með öllu ó- skiljanlegar á lögmálsgrund- velli efna- og eðlisfræði, svo að alvég hlýtur að ganga fram af mönnum, eins og prófessor við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn komst að orði í bréfi. S. Halldórs frá Höfnum. —Dagur. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. GuSmundsson. Frh. Það dugar þá ekki að veigra sér við því lengur að geta um Daniel Jónsson á Eiði. Veit eg þó að eg er því ekki vaxinn svo vel sé. Eg held mér sé óhætt að segja að hann var orðinn kunnur um alt landið þegar henn lézt, og þó ekki fyrir neina opinbera framkomu, hávaða eða mælsku. Hann gat setið iengi á félagsmálafundi og naumast gefið sig í skyn, og þó var hann hvergi hlutlaust. Honum bærð- ist viðkvæmt móðurhjarta í brjósti, og þó var hann karl- menni sem Grettir. Hann var tilfinningaríkur og stórgáfaður maður, og las alt sem hann náði í á íslenzku máli, þegar honum slapp verk úr hendi. En hann var svo áhugaríkur starfsmaður að hann neitaði sér vægðar- laust um bóklestur, nema á hvíldartímum. Hann var blíð- lyndur viðmótsgóður en fálátur maður. Þar sem hann var gest- ur varð hann feginn þægilegu viðtali, svo lengi sem það var efnisríkt, en færi það að verða innihaldslítið þvaður og afslátt- ur, þá stóð hann upp og náði f blað eða bók og leit á innihald þess, lagði það þá frá sér og tók það aftur eftir því sem samtalið krafðist hugsunar hans. Hann var eins og Sæmundi þéttvaxinn meðalmaður á vöxt, andlits stór og sviphreinn, en ekkert svip- mikils fegurðarviðhorf en vildi fríður né ófríður. Hann mat mikils fregurðarviðhorf en vildi lítið til þess vinna, vildi vera hreinlega til fara en ekki fínn, skeytti ekki um falleg íbúðar- húsakynni alt af því að hann vantryesti sér til að samrýma fegurðina, framkvæmdarsem- inni og hlífðarlausum dugnaði. Steinamir og þúfumar höfðu ekki annað þarfara að gera, en að segja forvitnum mönnum hvað hann hefði fyrir stafni. Daniel á Eiði var maður sem af fremsta megni ástundaði að gera sér jörðina undirgefna. Túnið var hann búinn að slétta sem alt var kargaþýfi þegar hann tók við jörðinni, hann hafði og stækkað það um helm- ing. Hann hlóð stærðar hólma fyrir æðarfugl í vatni sem bær- inn stendur við; hólmann bygði hann á vetrardögum úr grjóti ofaná ísinn fleiri hundruð æki sem hann tók af mölinni sem sjórinn hafði hlaðið upp á mörg- um öldum. Ekki man eg hvað vatnið var djúpt, þó held eg það hafi ekki verið dýpra en 10 fet en þegar ísinn brotnaði niður og grjótið sökk, þá bætti Dan- iel ofan á það þangað til alt grjótið náði nokkuð upp úr vatninu, og svo flutti hann torf ofan á það á sumrin og skar hreiður í það fyrir æðarfurglinn og óðar hændist fuglinn að þessu svo að þegar eg kom heim til Islands árið 1919 þá var Daníel farinn að fá fleiri pund af æðardún árlega úr hólma þessum, því alstaðar við strendur norðurlandsins voru hjarðimar af æðarfuglinum, sem vantaði friðuð varplönd. Þessi mikla fyrirhöfn Daniels bygðist þó ekki á eigingimi, honum var það ljóst að þetta starf hans var hvorttveggja hagnaðarvon og fyrirmynd eft- irkomendum, fremur en að hann nyti nokkurs af því á sinni tíð. Þá var Daniel fyrstur til þess í Norður-Þingeyjarsýslu, og líklega á öllu norðaustur- landi að byggja súrheysgryfjur, má að vísu segja að þar hafi neyðin kent nöktum að spinna, því þurkana vantðai tilfinnan- lega og fremur á Eiði en víða annarstaðar. Þá fékst og Dan- iel mikið við það að flytja þar- ann upp frá sjónum, þurka hann og hlaða honum upp svo hann | Nafnspjöld Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Blds. Sltrifstofusiml: 23674 Stuad&r sérstakleKa luncnaajAk- déma. Kr ad flnna 4. skrlfatofu kl 10—12 f. k. o* 2—6 a. h. Heimlll: 46 Alloway Ave. Talslmlt 33158 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfreeðingur 702 Confederation Life Bld*. Talsími 97 024 DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arta Bldg Talslml: 22 296 Stundar sérataklegra kvenajúkdöma o* barnasjúkdóma. — AB hltta: kl. 10—12 « k. o* 8—6 e. h. Helmill: 806 Vlctor St. Slml 21180 Dr. J. Stefansson 216 MEDIOAL ARTS BLDO. Hornl Kennedy og Graham Stundar elnKÖnnu aug'na- eyrnn- nef- ofc kTrrka-slðkdðma Er ntJ hitta frA kl. 11—12 t. h. og kl. 8—5 e. h. Talifmlt 11KS4 Heimill: 638 McMillan Ave. 48691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 834 Offlce ttmar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 Simið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Abyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 yrði notaður á hagkvæmari hátt sem skepnufóður. Engin heimili í sveitinni áttu samleið með Daniel af aðal- hreppsveginum um 8 mílur enskar heim til hans, en það var af náttúrunni til mjög vondur vegur, og varð hann því einn að sjá sér farborða á því sviði, þar bygði hann á löngu stykki braut eftir vatni, á sama hátt og hann bygði varphólmann, hlóð grjóti á ísinn að vetrarlagi og torfi ofan á það að sumrinu til þang- að til hann hafði bygt sér fyrir- stöðulausann og góðann reið- veg og umfram alt varanlegann. Þá er þó eftir að minna á eitt stórvirki hans ennþá, þar sem hann fyrstur allra á þeim hluta landsins bygði rafmagnsstöð fyrir 20 þúsund krónur til að lýsa, upphita og sjóða við alt eins og heimilið útheimti. Daniel var að draga seinasta ækið heim að rafmagnsstöðinni þegar hann af vanga hrökk út af kerrunni og kom á bakið ofan á stein til hliðar við veg- inn, gat hann þá ekki hreift sig, þóttist þegar vita að mæn- an hefði laskast meira eða minna. Hann átti aðeins fáa faðma eftir ófarið, heim að bænum, það var því fljótlega tekið eftir því af heimafólki að eitthvað gekk að honum, og eftir því grenslast, hann gat með veikum rómi skýrt frá slys- inu, og var þegar borinn heim í rúmið. Allir óttuðust að hann, þessi mikli áhuga- og verka maður mundi eyra því illa að liggja í rúminu til lengdar ef til þess kæmi, en menn höfðu aldrei gert sér fulla grein fyrir vitinu sem hans hugsun og hegðan bygðist á. En nú kom það í Ijós að hann skildi betur en allir aðrir hvað fyrir hefði komið og hvað af því mundi leiða. Enginn maður heyrði æðru orð af hans vörum. Arnþrúður dóttir hans full- orðin, nærgætin, greind og góð Frh. á 8. blfl. W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LÖGFRÆÐINQAB á óBru gólfi 825 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur a0 Lundar og Gimli og eru þar aS hltta, fyrsta miðvtkudag I hverjum mánuði. Telephone: 21 613 J. Christopherson. Islenskur LögfræSingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoha. A. S. BARDAL selur likklstur og ann&st um útf&r- lr. Allur útbún&tJur sá beatL Ennfremur seiur h&nn allskontr minnisvarba og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Fhonei N6 607 WINNIPB6 HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSOX, N.D.. D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TKACHER OP PIANO 654 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Siml: 96 210. Helmllis: 83328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— u4 FBr.lt.rt M.rltfl 762 VICTOR 8T. S1MI24A00 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bælnn. J. T. THORSON, K. C. tolentkar I6(lre8lt(tr Skrlfstofa: 411 PARIS BLDG. Sími: 96 933 DR K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Tatolmlt 28 88» DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 ðoaaeraet Bloek Portave Avenne WINNIPF6 BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Stllllr Planoa ng Orget Slmi S8S45. 594 Alventone St.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.