Heimskringla - 09.11.1932, Síða 3

Heimskringla - 09.11.1932, Síða 3
WINNIPEG 9. NÓV. 1932. HEIMSKRINGLA 3 BLAÐSIÐA The Marlborouáh Helzta Hotel Winnipeá-boréar SJTERSTAKUR MIÐDAGSVERÐUR FYRIR KONUR 40c Framreiddur á miðsvölunum BEZTI VERZUUNARMANNA MIÐDAGSVERÐUR I BÆNUM 60c Rejmið kaffistofuna. — Vér leggjum oss fram til að standa fyrir allskonar tækifærisveizlum. F. J. HALL.ráðsmaður. Phone 22 035 Phone 2T> 2». HOTELCORONA 26 KooraH With Bath Hot and Cold Water in Every Room. — $1.60 per day and up Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main * Notre Dame East WINNIPEG, CANADA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR LÁTIN 1846—1932. Þann 3 júní s. 1. andaðist þessi kona í bygð íslendinga í Swan River dalnum í Manitoba eftir langvarandi ellisjúkdóm. Var hún fjörgömul, hafði um sex ár yfir áttrætt. Þóra var fædd á Hvarfi í Barðardal í Þingeyjarsýsiu 1846. Þar bjuggu foreldrar hennar Jón Jónsson og Bóthildur Björnsdóttir. Fað- ir hennar dó er hún var 5 ára gömul. Tveimur árum síðar gift- ist Bóthildur aftur Ásmundi Sæ- mundarsyni og var sonur þeirra hinn nafnkunni íslenzki blaða- maður og rithöfundur Valdimar Ásmundarson. Þóra ólst upp með móðir sinni og stjúpa til fullorðins ára, en fluttist þá með þeim til Þistlifjarðar, þar var hún á ýmsum stöðum í nokkur ár áður en hún giftist 1876 Gottskálki Pálssyni; byrj- uðu þau búskap á Bogastöðum í Þistilfirði, og munu og hafa verið um stund í Flögu. 1887 fluttu þau til Canada og námu land í Nýja íslandi og nefndi Gottskálk bæ sinn Svalbarð; er það vestur frá Kjalvík í Víðines- bygðinni. í Hólabygðina í Cypress sveitinni fluttu þau 1892 námu þar land og bjuggu þar til 1899 að þau fluttu til Swan River, námu þar enn land vóru með fyrstu frumherjum þess bygðarlags. Gottskálk var harðsnúin maður og duglegur og drengur góður, hann dó 31. octóber 1919. Systkyni Þóru eru öll dáin. Nefni eg þau eftir aldusröð (1) Björn bjó á Sviðn- ingi í Víðinesbygðinni í Nýja- Islandi, Guðný hét kona hans. | (2) Sigurveig, maður hennar hét Guðjón Halldórsson, þau fluttust til N. Dakota og dóu þar. (3) Abigael fyrri kona Ólafs M. Jónssonar hreppstjóra á Kúðá á Þistilfirði er vestur fluttist og dó í, Hólabygðum (4) Friðrikka síðari kona Ólafs M. Jónssonar, hún dó í Swan River dalnum fyrir nokkrum árum. Þetta voru alsystkini. Hálf- bróðir átti hún aðeins einn sem getið er hér að framan. Þau Gottskálk og Þóra eignuðust þrjú börn, drengi tvo og eina stúlku, annar drengurinn Kristj- án að nafni dó í æsku, hin eru á lífi og búa í Swan River daln- um: Gunnar giftur Þórdísi Helgadottur og Kristín gift hér- lendum manni Roy Sedore að nafni. Þóra var greind kona sem systkini hennar öll ,hiin var mannkostum búin en fáskiftin um annara hagi. Hún var mynd- ar kona og þótti vænn kvenn- kostur er hún var upp á sitt besta, en heilsuleysi stríddi á hana tímum saman. Áttu þau hjón við fátækt að stríða fram- an af og ýmsa örðugleika sem gefur að skilja þar sem þau voru frumbýlingar í þremur ís- lenzkum nýbygðum, en hagur- inn batnaði með árunum fyrir dugnað og þrautsegju. Þóra var gestrisin og hjartagóð, fór enginn fátækur frá hennar hús- um kaldur eða svangur. Getur sá sem þetta skrifar um það borið af eigin reynslu. Hún var trygglynd og hjartagóð, en laus við hégómagirnd. Það sem hún gerði liirti hún ekki að auglýsa fyir öllum lýð. — Það er víð- áttumikið íslenzka landnámið: um heimsálfu þessa alla eru þeir dreifðir, en nú fækkar þeim óðum; með ári hverju ganga þeir til moldar eftir dagsverk unnið en eftir er að eins minn- ingin um þá og baráttu þeirra sem útlaga í framandi landi, barátta þeirra fyrir velgengni og sóma sinna afkomenda og fyrir þá hugsjón lögðu þeir og þær alt í sölurnar — líf og krafta. Því er það skylda kynslóðarinn- ar í dag að halda merkinu hátt, og tryggja það sem best að hugsjónir þeirra verði virkileg- leiki. Fjöldinn af frumherjun- um eru ekki þjóðkunnir en hver og einn, karl og kona á smá- sögu, sína æsku drauma og sína fómfærslu á altari skyldunnar og fórnarstalli þjóðfélagsins, og við gröf þeirra mega þeir sem eftir lifa standa með álút höfuð í þögulli bæn. Ástvinirnir harma Þóru, hún var ástrík og skyldurækin móðir og allir þeir sem þektu hana og lífsstríð hennar og starf, beygja höfuð sín í samúð við gröf hennar. Guð blessi minningu hennar. Jarðarförin fór fram 5 júní, innlendur prestur framkvæmdi útfararathöfnina a^ viðstöddu talsverðu fjölmenni. Syni hennar er hann gekk frá gröf- inni féil eftirfylgjandi stef af munni. Eg veit að vinir finnast, það vonarljós mér skín, þá er svo margs að minnast, þá móðir hverfur sýn, nú signir sól á heiði, þín síðstu stig um vor, frá þínu lága leiði, liggja mín þyngstu spor.’’ G. J. Oleson. HITT OG ÞETTA Þann dag fyrir 10 árum hélt Mussolini liði sínu til Róm. BöSullinn drap sig. Enski böðullinn John Ellis stytti sér aldur nýlega. Hann hafði líflátið yfir 200 manna. Árið 1924 tók hann konu að nafni frú Thompson af lífi. Hún hafði myrt mann sinn á eitri. Eftir aftöku hennar gat böð- ullinn aldrei sofið rólega eina nótt, unz hann sagði af sér starfinu og setti upp rakara- stofu í Rochdale. Útflutningsverðlaun í írlandi, Fríríkisstjórnin hefir tilkynt, að hún ætli að veita bændum, sem rækta stórgripi til útflutn- ings, fjárhagslega aðstoð, með því að greiða útflutningsverð- laun, sem nema 12j/2% af yfir- lýstu verðmæti, þegar gripirnir eru fluttir út fyrir landamæri fríríkisins, en 10%, þegar þeir eru fluttir út fyrir landamæri fríríkisins og Norður-írlands. — Fjárhagsaðstoð þessa veitir frí- ríkisstjórnin bændum, til þess að gera þeim kleift að halda á- fram að flytja út stórgripi, þrátt fyrir hömlur þær, sem Bretar hafa lagt á innflutning stórgripa frá fríríkinu. —Úr ísl. blöðum. LISTAVERK RIKARÐS Carbo. Hylli Gretu Garbo meðal kvikmyndagesta kemur fram með ýmsu móti. í Portsmouth í Virginia hefir maður einn safnaíi blaðaúrklippum um Gar- bo og blaðamyndum af henni. Hann á að sögn um 7000 blaða- myndir af henni og blaðagrein- ir um leiklist hennar og einka- líf. Hann byrjaði að safna árið 1925. Hámark gleymsku. Kona var á ferð með járn- brautarlest í Austurríki. ,Hún var með drenghnokka með sér. Hún þurfti að skifta um lest. Þá gleymdi hún að taka dreng- inn með sér. Stöðvarþjónn setti hann í geymslu þar sem geymd ir eru gleymdir munir. Drengur- inn komst til skila. Tvisvar á æfinni. í heilbrigðisskýrslu læknis eins á Jótlandi, kvartar hann yfir því, hve fólk baði sig sjald- an. Baðklefar hafa verið settir í mörg mjólkurbú til almenn- ings nota. En örsjaldan, til þess að gera eru böðin notuð. Segir læknirinn, að karlmenn þar um slóðir baði sig að jafnaði tvisv- ar á æfinni — þegar þeir eiga að fara í herþjónustu — og áður en þeir gifta sig. Fascisminn. í ítalíu er 10 ára í þessum mánuði. Verður mikið um dýrð ir í ríki Mussolini. Hann gengst fyrir því að haldnar verði sýn- ingar á ýmsum verkum, sem snerta atvinnulíf þjóðarinnar. Eiga þær að sýna allar þær framfarir, sem orðið hafa í landinu þetta 10 ára skeið. — Aðalhátíðin fer fram 28. okt. Nýlega heimsótti eg Rikard Jónsson listamann og fékk að sjá ýms af listaverkum þeim, er hann hefir gert svö tíðustu ár- in, eftir að bókin með myndun- um af gripum hans kom út og eftir að hann skar út Arnar- hvolshurðina og gerði fleiri á- gæta gripi vorið 1930. Jafn- framt áttum við langt viðtal um gripina, og skal hér sagt frá því helsta, sem eg varð vísari það kvöld. í apríl 1930 fór Rikarður utan til lækninga og kom ekki heim aftur fyrri en rétt fyrir jól. En ekki þarf lengi um að lítast í vinnustofu hans til þess að sjá, að hann er í afturbata og hefir ekki verið aðgerðalaus. Svo sem alkunnugt er hefir Rikarður sérstaklega lagt stund á andlitsmyndagerS og gert mörg meistaraverk í andlits- myndum. Þegar hann kom úr ríkis- sjúkrahúsinu í KaupmannahÖfn biðu hans þau verkefni að gera 5 andlitshöggmyndir, sem hann var beðinn um, og við þær lauk hann allar, af veikum mætti þó, áður en hann fór hingað heim. Myndir þessar voru af Knud Krabbe, sem er einn af helztu taugalæknum Dana. Hann er bróðir Þorvalds vitamálastjóra. Þá var tví- mynd (tvöföld mynd), af Erik Kiærbye útvarpstækjasmið og konu hans. Fjórða var af presti nokkrum, séra Kæstel, og fimta af ungfrú Ebbu Christensen, yfirhjúkrunarkonu í ríkissjúkra húsinu. Auk þessa gerði Rík- arður allmikið af teikningum í utanförinni. Eftir heimkomuna hefir hann gert .þessar höggmyndir: Fyrst gerði hann rismynd (upphækkaða mynd) af Guð- mundi skáldi á Sandi, þá brjóst- líkneski af skáldinu Einari Hjörleifssyni Kvaran. Bjarmar af sál skáldsins í svipnum, og er líkneskið hið mesta meist- araverk. S. 1. vor gerði Ríkarð ur mynd fyrir samband ung- mennafélaganna af sundgarp- inum Lárusi Rist. Fjórða er líkan af Aðalsteini Sigmunds- syni kennara og ritstjóra Skin- faxa. Það er eins og Aðalsteinn sé þar sjálfur kominn, þegar horft er á líkneskið. Svo er myndin lík honum. Fimta mynd in er af Hannesi Thorsteinsson fyrrum bankastjóra. Hefir hún þegar verið steypt^ úr eir og mun eiga að greypa hana á legstein hans. í sumar dvaldi Ríkarður nokkurn tíma í Grinda vík og gerði þá rismynd af tón- skáldinu Sigvalda lækni Kalda- lóns. Er sú mynd ein af góð- myndum Ríkarðs. Síðan hann kom úr Grindavík, hefir hann enn lokið við eina andlitsmynd. Er hún af Árna Thorsteinsson tónskáldi. Mun hún ekki verða talin sízt þessara mynda, þótt allar séu þær snildarverk. Haustið 1930 gerði Rikarð- ur höggmyndir af Eggerti Ste- fánssyni söngvara, Teiti Þor- leifssyni bónda á Vatnsleysu- strönd, nú í Hafnarfirði, — er var áttræður þegar myndin var gerð, — og Óskari Gunnarssyni bókara. — í Grindavíkurför sinni í sum- ar gerði Ríkarður yfir 30 hraun- búa-teikningar. í myndum þess- um hefir Ríkarður tekið hraun- ið sér til fyrirmyndar. Sér hann í því allskonar tröll og vætti, sem hann leiðir svo fram á pappírinn meira og minna stíl- færð. Ríkarður segir að ekki verði þverfótað í brunahrauni fyrir/allskonar myndum og séu margar þeirra frábærlega ein- kennilegar. Þessi myndagerð — hraunbúateikningarnar — er alveg ný. Að vísu hafði Ríkarð- ur fengið þá hugmynd fyr, að teikna eftir íslenzku hraunun- um, svo sem myndabók hans sýnir. En í Grindavíkurförinni hefir á ný aukist að mun áhugi hans á því. Á þessu tímabili hefir Rík- arður einnig gert margskonar útskurðarsmíði. Má þar til- nefna veggskildi þrjá, sem all- ir eru skornir úr hnotviði. Var liinn fyrsti þeirra gjöf frá Sig- urði Guðmundssyni skrifstofu- stjóra til Emil Nielsens áður framkvæmdastjóra Eimskipa- félagsins. Á skildinum sést vík- ingaskip á siglingu, en í baksýn er Berufjörður. Þar sté Emil Nielsen fyrst fæti á íslenzka grund, og ann hann Berufirði jafnan síðan hann dvaldi þar. Annar skjöldurinn er glímu- skjöldur, er knattspymufélagið glímubyrjun í reyniskógarrjóðri. Hinn þriðji er knattspyrnu- skjöddur, er knattspyrnufélagið Valur gaf norðlenzkum knatt- spyrnumönnum. Gerði Ríkarður þann skjöld í sumar. í öðru lagi eru blekpallar þrír. Er þar fyrst að telja fag- urlega útskorinn grip, er gefinn var Einari Gíslasyni trésmið á Eyrarbakka. Er á bakhlið palls- ins upphleypt mynd af smið, sem er að hefla, en umhverfis liann eru skrautrósir, gerðar í líkinug uppþyrlaðra hefilspóna. Annan blekpall hefir Ríkarður einnig gert nú nýlega. Var sá gefinn Friðrik Ásmundssyni Brekkan rithöfundi. Gáfu nem- endur Friðriks honum gripinn. Á pallþilinu er svanaharpa, um- vafin birkilaufi. Hinn þriðja gerði Ríkarður síðastliðið vor. Var sá gefinn Sigge Jonson kennara. Gaf róðrarflokkur Sigge honum blekpallinn. Á hon um sjást menn í kappróðri og íslenzk fjöll í baksýn. Líka gaf “Ármann” Sigge Jonson bikar mikinn, er Ríkarður gerði einn- ig- Þá hefir hann ennfremur smíðað tvo forkunnar fagra út- skorna gripi, sem eru í eigu Óskars Gunnarssonar bókara og konu hans. Er það borðfána- stöng mikil og eski. Margt fleira hefir Ríkarður gert á þessu tímabili í teikn- ingum og útskurði, þótt hér sé ekki talið. Meðal þess, sem enn er ótai- ið, er teikning ein mikil, sem ekki má gleyma að minnast á. Þá teikningu gerði Ríkarður fyrir frú Þórdísi Egilsdóttur á ísafirði, og ætlar hún að sauma teppi eftir teikningunni. Þar getur að líta íslenzkan sveita bæ og umhverfi hans, tún og fjöll. Á túninu er fólk að hey- vinnu, — rakstri, bindingu og heimflutningi heysins. Ýms hús- dýr sjást hér og hvar umhverfis bæinn, og á hlaðinu eru menn og hestar. Úthýsi og kofar sjást einnig á myndinni, og uppi um brekkur eru kindur á beit. — Aðra teikningu fyrir þessa sömu konu gerði Ríkarður fyrir nokk- þer sem notið TIMBUR KAUPIÐ AF The Empire Sash & L ‘oor Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA, urum árum. Var það mynd af baðstofu, og inni í henni var fólk við ýmiskonar heimilis- vinnu. — Hafði Þórdís lokið við að sauma teppi eftir þeirri teikningu fyrir sýninguna 1930. Teppið var selt til Ameríku. — Það er ánægjulegt að sjá listaverk Ríkarðs og kynnast þeim. Og nú er kostur á að sjá hinar sérkennilegu hraunteikn- ingar hans í Hressingarskálan- um. Myndabók hans gefur sýn yfir fyrri verk hans, og von- andi á hann eftir, þegar stund- ir líða, að gefa út aðra slíka bók til viðbótar. Guðm. R. ólafsson úr Grindavík. —Alþ.bl. kom hún til kirkjunnar. Prest- ur sér hana og segir við hana: “En hvað þú gast farið að koma núna.” “Já,’’ segir kerling, “það var ekki eina erindið að heyra til yðar í dag, mig langaði til að sjá svínið áður en eg dæi.” Blanda. KENNARANÁMSKEIÐ. Nýjung í íslenzkri leðurvinnu. Að frumkvæði Lúðvígs Guð- mundssonar, gagnfræðaskóla- stjóra á ísafirði, hefir undanfar- ið verið haldið kennaranáms- skeið í Austurbæjarskóla Rvík- ur í handavinnu og teikningu. Stóð námsskeiðið yfir þrjár vik ur. Sóttu það 43 barnakennar- ar, þ. á m. margir héðan úr Reykjavík, en einnig sóttu kenn arar til þess víðar að. Kennarar á námsskeiðinu voru ungfrú Weimen, kennari við gagnfræða skólann á ísafirði, og Pruller teiknikennari. Eru þau bæði Þjóðverjar. Á námsskeiðinu var kend teikning, meðferð lita, og ýmiskonar pappírs og pappa- vinna. M. a. voru æfingar í töfluteikningu með litkrít. Sú var meginregla í kensl- unni, að ekkert af þessum verk um væri gert sem stæling á öðru, heldur reynt að sjá og læra af náttúrunni og skapa gerðir og litbrigði eftir eigin í- hugun. Nám þetta á að geta orðið til almennra nota við kenslu barna — ekki einungis í teikni- og handavinnu-stundum, heldur einnig t. d. við náttúrufræðis- kenslu o. fl. ,og jafnframt er það tilgangur þessarar kenslu að efla smekk nemenda og auka fegurðartilfinningu þeirra. Á námsskeiðinu voru m. a. gerðir lampahjálmar úr pappír með ýmiskonar litum, og er þar með stefnt að því, að kennar- arnir, sem námsskeiðið sóttu, geti kent börnunum að gera slíka gripi^til heimilisnotkunar. í vetur ætlar Pruller kennari að liafa á hendi hér í Reykja- vík kenslu í gerð handtaska o. fl. gripa úr íslenzku leðri, og að móta myndir og íslenzkar gerðir (munstur) í leðrið. Er fyrst hugsað til heimanotkunar gripanna, en ekki er ólíklegt að þeir geti bráðlega 'orðið markaðsvara. — Jafnframt grip um þeim er gerðir höfðu verið á námsskeiðinu, og kennarar og fleiri fengu að skoða í gær, var kven-handtaska, er Pruller hefir gert — sýnisgripur af fag- urlega róssettu, íslenzku leðri. Mun mörgum þykja íslenzka leðrið ásjálegt orðið, þegar það hefir verið svo glæsilega um- myndað. G. R. —Alþ.bl. Smábakningar* GJÖRÐAR MEÐ MAGIC AFLA FVRSTU VERÐLAUNA FRÚ JEANNE McKENZIE “Magic hefir jafn- an reynst mér ó- brygðult”, segir fnl Jeanne McKenzie í Toronto, er hlaut þrjú fyrstu verðlaun in á. Canadian þjóð- sýningunni 19 3 1. “Sem sagt kæmi mér ekki til hugar að nota annað lyfti duft.” "Eg nota Magic í allar mínar bakn- ingar. Hefði eg ekki gert það, þá er eg viss um að eg hefði ekki hlotið ivo mörg verðlaun. Magic er bragð- bætir i öllum bakningum og lyftir brauðinu svo það er í flokki út af fyrir sig.” Magic Baking Powder er notað einvörðungu af meira hluta fæðu- fræðinga, matreiðslufræðinga og hús- ráðenda í Canada. 1 sannleika selzt Magic langt framyfir allar aðrar tegundir lyftidufta. * Verðlaunaforskrift Mrs. McKenzie fyrir FÍNUSTU BAKNINGA % bolli af 2 teskeiðar smjöri Magic Baking 2 bollar aldina Powder sykur Hvíta úr 6 % bolli mjólk eggjum 3 bollar köku 1 teskeið af mjöl almond lög Sláið upp smjörið og bætið i sykrinu. Sigtið saman mjölið og lyfti duftið nokknwm sinnum. Bæt- ið mjölinu og mjólkinni á víxl í smjör og sykur stöppuna. Bætið 3vo eggjahvítunni í og sláið alt saman. Bætið í almond leginum. Látið helming soffunnar á smá- köku diska og bakið i meðalheit- um ofni, um 375° F. í 20 minútur. Látið helmingin sem eftir er í flatar bókunar pönnur og bakið i meðal heitum ofni, um 375° F. i 40 mínútur. Eftir að það er orð- ið kalt, skerið með kökuskera i ýmsar gerðir. Hennið yfir það, eins og myndin sýnir, steyttum sykri, skornum hnetum, sykruðu orange hýði, Jelly, Cachous, Mara- schino Cherries, o. s. frv. Chatelainc lastitute ,7A, j Chttfrlarnt .Maoarine S aiiMt tííI ftlfin*’ Þe.HHÍ HtnDhætinu hverjum bnuk er ytSur* trygKinc fyrlr .þvj . aft M n k i c Bakingr Powder er lauxt %i« fllAn og önn- ur Nknlileg efni. Prestur nokkur keypti svín og hafði heim til sín. Þetta fréttist brátt um sóknina, og fjölmenti fólk venju framar við kirkjuna, eftir það svínið kom. Kerling ein var í sókninni svo hrum, að prestur hafði í nokk- ur ár orðið að ómaka sig til að . » r m > þjónusta hana heima, en nu ontario. ÖKEYPIS MATREIÐSLI BÓK—Þeg- ar þér gerið heima bakning þá notið yður hinar ýmsu aðgengilegu for- skriftir í the Magic Cook Book. Skrifið til Standard Brands Ltd.,

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.