Heimskringla - 09.11.1932, Síða 4

Heimskringla - 09.11.1932, Síða 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 9. NÓV. 1932. Itii'intskrinjila (Sto/nuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 9. NÓV. 1932. FÁUM VIÐ EKKI AÐ HEYRA ÞAD? Tvö ár eru síðan að tveir Vestur-ls- lendingar og eins margir eða fleiri Aust- ur-íslendingar, spreyttu sig á að semja lög við kvæðaflokk Davíðs Stefánsson- ar, þann er sunginn var á þúsund ára afmælishátíð Alþingis 1930. Á laga- smíði annars Vestur-lslendingsins, Björg- vins Guðmundssonar, hlýddum við hér vestra. Hefir oss sjaldan meiri ánægja veizt. En lag hins Vestur-íslendingsins, Jóns Priðfinnssonar, höfum við ekki enn- þá átt kost á að heyra. í engum efa er- um vér þó um, að mörgum leikur hugur á því.. Að vísu dylst oss ekki, að það krefst mikilla söngkrafta, og jafnvel nokkurs fjár í svip, að gera slíkum verkum skil. En í því efni eru Vestur-íslendingar furðu vel staddir, þar eð þeir hafa á að skipa bæði Choral Society og Karlakórn- um íslenzka. Og hvað sem um starf þess- ara félaga má segja frá strang listfræði- legu sjónarmiði, er hitt víst, að þau hafa talsverðu orkað í því að vekja áhuga ls- lendinga fyrir söng og hafa lagt drjúgan skerf til þess, að glæða söngsmekk þeirra. Ef satt skal segja, fór ekki mikið fyrir honum framan af árum hér. En nú eru hér alt í kringum oss ís- lenzk ungmenni, sem ótrúlega mikla hljómlistarhæfileika sýna, sem leika t. d. á hljóðfæri erfiðustu lög stórsnillinganna, án þess að líta á bókina, út heilar hljóm- leikasamkomurnar. Annað eins ber vott um frábæra leikni á sviði sönglistarinn- ar. Þó búast megi við að söngþekkingu almennings hjá oss gé enn ábótavant í því, að geta metið til fullnustu verk stór- tónskáldanna, er hinu ekki að neita,/ að með því að bregða þeim upp fyrir oss, erum vér að auðgast, að þekkingu og smekk fyrir þessari “list allra lista’’. Af því veitti oss íslendingum ekki. Einn af þeim íslendingum, sem vakinn og sofinn hefir þjónað sönggyðjunni vor á meðal er Jón Friðfinnsson. Hann hefir ekki aðeins lagt sig fram um það, að glæða sönghneigð hjá íslenzkum ung- mennum og kent þeim söng, heldur hefir hann samið talsvert mörg lög við ís- lenzkar vísur og kvæði. Eru sum lög hans iðulega sungin hér á samkomum af því að þau þykja geðfeld. Höfum vér hlýtt á mörg ,af þeim, og þó oss detti ekki í hug að gefa í skyn, að tónlist skiljum vér, hefir ávalt eitthvað í tón- smíðum Jóns mint oss á, að honum væri skáldgáfan meðfædd. Oss hefir ávalt virst, að Jón vera þar sjálfur, sem lög hans hafa verið sunginn. Svo glögt hefir persónuleikinn komið fram í þeim. Að heyra lög hans, hefir verið eitthvað líkt og að lesa það sem maður kemst undir eins að hver er höfundur að, eftir að hafa lesið fáeinar línur. Stærsta tónverk Jóns, er eflaust það, er hann samdi við hátíðarljóð Davíðs Stefánssonar. En eftir öllu að dæma, er ekki útlit fyrir, að það eigi menn að fá að heyra. Getum við gert oss það að góðu, eftir að hafa kynst svo mörgum fögrum lögum eftir Jón? Og mætti ekki um það segja, að “eymd okkar blæddi blóm- lega’’, ef að það strandaði á áhugaleysi tómu, að lofa íslendingum hér að heyra þessa mestu tónsmíði hans fyr en að honum látnum? Þegar Jón hafði samið lagið við kvæð- ið, “Þótt þú langförull legðir’’, eftir St. G. sendi hann það kvæðishöfundinum. f bréfi er Jón fékk frá St. G. aftur, stend- ur: “Ekki veit eg hvernig eg get þakkað þér það, Jón minn, hve oft að þú hefir gullbryddað kvæði mín------------’’. Geta ekki Vestur-íslendingar tekið sér í munn þessi orð skáldsins í sambandi við störf Jóns í þarfir sönglistarinnar? Goldið getum vér ekki það starf, eins og það er vert. En viðurkenningar vott ofurlítinn gætum vér sýnt með því, að hefjast handa með, að þetta síðasta og stærsta tónsmíði hans væri sungið. Með því væri og það unnið, að seðja þrá al- mennings, er lag þetta hefir lengi þráð að heyra. Með góðum vilja söngfélaga þeirra, sem hér er á að skipa, ætti þetta að vera vinnandi vegur og meira en það. Og forgöngu til framkvæmda í því vildum vér beina að Choral Society og Karla- kórnum. Með tilgang þessara félaga fyrir augum virðist beinast að snúa sér að þeim. — Jafnframt ætti þeim að vera látin í té öll sú aðstoð af öðrum, er unt væri. Fé sem í bráðina þyrfti að leggja fram fyrir prentun lagsins, mundi auð- veldlega hafast upp með söngnum. Og eitt enn. Jón kom til þessa lands árið 1876, þá 11 ára gamall. Var þetta á fyrstu landnámsárum íslendinga hér og þetta sama ár gekk bólan í Nýja-fs- landi. Var Jón fyrsta veturinn í Mikley. Það þarf ekki frá því að segja, að á þeim árum dugði ekki að slá slöku við vinnu. Enda gerði Jón það ekki og hefir aldrei gert, sem meðal annars sézt af því, að átta mannvænlegum bömum hefir hann komið upp. Til náms hvorki söngnáms né annars, gafst því mikill tími framan af æfinni að minsta kosti. En af meðfæddri ást á söng og sönglist, sat Jón við söngsmíð uppi fram á nætur, og þegar fram í sótti, gat hann notið til- sagnar hjá nafnkunnustu söngkennur- um í Winnipeg, með því að leggja að sér eins og þeir, sem ásett hafa sér að duga eða drepast, því ekki var sá bitinn gefinn. í söngfræði náði hann því sæmilegri mentun, en enginn skyldi halda, að á- stundun Jóns væri þar með úr sögunni. Hann lagði aldrei meira að sér, en eftir það við tónlistina, og gerir eflaust til hinstu stundar. Þennan straum hefir Jón staðið af sér, einn og án stuðnings frá öðrum. Og hann hefir auk þess gefið okkur “Ljósálfana’’ “Vögguljóðin’’ og tylft eða meira af öðrum lögum. Hann hefir verið gefand- inn en ekki þyggjandinn. Geri aðrir bet- ur! GUSTAF ADOLF 1632 — 6. nóv. — 1932 Ef spurt væri um, hver væri í þessari álfu nafnkendastur þeirra manna, sem uppi hafa verið á vorum dögum, þá er sennilegt, að flestir yrðu sammála um að nefna til Ford — bílakónginn. Það er tal- ið líklegt, að hans hafi allir heyrt getið, sem komnir eru á unglingsár og ekki eru í hælum fáráðlinga. Og utan álfunnar þekkist nafn hans svo að segja um víða veröld. Þetta er að mörgu leyti ekki óeðlilegt, því að ef til vill er engin breyt- ing til, sem orðið hefir á ytri háttum manna á síðari tímum, eins markverð eða gagngerð eins og sú, sem bundin er við bílinn. En í sögu þess nytsama og markverða tækis hefir nafn Fords orðið sérstaklega áberandi. En þessi maður hefir verið tilnefndur af ýmsum sem ágætur fulltrúi síns tíma fyrir fleiri sakir en þær, að hann hafi framkvæmt þá hluti, sem sérstaklega einkenni öldina. Menn hafa mjög vitnað til skoðana hans og virzt sem þær ein- kendu ekki síður vora tíma en verk hans. Meðal annars hafa orðið fræg ummæli hans um það, að sagnfræði öll sé gagns- laus iðja að.stunda, því af sögunni verði ekkert lært. Þeir sem sammála hafa ver- ið Ford um þessi efni, hafa stutt mál sitt með því, að allir hlutir væru svo á hverf- anda hveli í mannlegu félagi, að ekki kæmi að neinu haldi að líta til baka. Þeir hafa bent á verk Fords sjálfs og mælt: “Þarna kemur fram maður, eða nokkur- ir menn, sem smíða nýtt tæki til mann- flutninga í aldarfjórðung, og sjá, mann- legt líf hefir tekið aðra stefnu! Þekking á sögu hefði hér engu breytt — í eina átt eða aðra. Alt er undir því komið að ná valdi á því verki, sem maður er að sinna, — eins og Ford gerði — og þá getur maður framið þau stórvirki, sem unt er að horfa hugfanginn á.’’ En þeir sem ósammála eru Ford segja: “Mannlegt líf er á hverfanda hveli og ótrygt og hættulegt vegna þess, að vér leggjum svo litla stund á að nema og skilja þau lög, sem rituð eru í sögu mannanna.” — Þetta eru skoðanalega tvær andstæður, sem erfitt virðist að sætta eða samrýma. Samt mætti sjón þess manns virðast undarlega haldin, sem ekki gæti fallist á, að eitthvað verðmætt yrði numið af þeim atburðum, sem nú í dag. 6. nóvember, er svo víða minst. Eins og allir vita, má segja að gervall- ur heimur mótmælendakirkjunnar — sér- staklega meðal þeirra þjóða, sem oss eru nákomnastar að andlegum tengslum, — horfi nú til baka til löngu liðinna at- burða, sem blika eins og stjörnur á himni sögunnar. Fyrir réttum þremur hundruð árum féll einn glæsilegasti konungur og leiðtogi hins norræna mannbálks í bar- áttu fyrir háleitu málefni — féll en hélt velli. Á fáum árum hafði hann afrekað því, að andleg saga mannkynsins gat tekið aðra stefnu, alveg vafalaust heil- brigðari og farsælli stefnu en annars hefði orðið. Það má virðast fánýtt verk að geta sér til um, hvemig veröldin mundi líta út, ef hlutirnir hefðu orðið á aðra leið, en þeir hafa orðið, en samt verður ekki varist þeirri hugsun, að ef Gústaf Adolf Svíakonungur hefði ekki verið slík- ur maður, sem hann var, og lagt fram líf sitt og krafta í Þrjátíu ára stríðinu mikla, þá væri mannlegt líf nú ömurlegra, heimskara og gæfusljórra en það er. — En Gústaf Adolf lét líf sitt 6. nóvember 1632 — fyrir réttum þremur hundruð árum. Því hefir löngum verið haldið fram, að siðbótar Lúters og annara merkra manna á öndverðri 16. öld hefði aldrei gætt verulega, og hún að líkindum alveg dáið út, eins og svo margar aðrar tilraunir manna til þess að teygja sig í áttina til æðra lífs, ef ekki hefði verið ofurlitlum undanfara til að dreifa, sem í fljótu bragði virtist ekkert koma þessu við. Hugvitssamlegur maður hafði, mannsaldri áður en Lúter fæddist, tekið upp á því að skera stafi í tré, væta þá í bleki og þrýsta þeim á pappír. Með því var prent- listinn fundin upp, og með því breytt- ist afstaða allra þeirra manna, sem höfðu nýungar að flytja um andleg efni. Heilum flákum í mannfélaginu var nú í fyrsta skifti þrýst til þess að hugsa. Og einkenni mótmælendatrúarinnar, hvar sem hún birtist og á hvaða tíma sem er, er fyrst og fremst þetta, að menn eru að leitast við að hugsa. En þessar hræringar í mannsheilanum, sem vér köllum hugsanir, breyttu ekki einungis útliti trúarbragðanna, heldur kvíslaðist þetta um alla starfsemi mann- anna. Og í þessari ólgu sækja meðal ann- ars þær spurningar fast á menn, hvort skipun landa og sævar jarðarinnar, muni ekki vera á alt aðra lund en áður hafði verið haldið. Og þessum umleitunum linn- ir ekki fyr en hugsanirnar hafa borið þá alla leið til Indlands og Austurlanda sjó- leiðis. Þetta hafði svo mikil áhrif á líf þátímamanna, að jafnvel bíl nútímans verður ekki þar til jafnað, eða þeim breyt- ingum, sem honum hafa verið samfara. Ef til vill finst einhverjum einkennilegt, að minst sé á sjóferðina til Indlands, þeg- ar ræða eigi um afreksverk Svíakonungs- ins Gústafs Adolfs. En svona er mann- legt líf samfléttað, svona er fastofið hið andlega og líkamlega líf mannsins, að sagnfræðingar halda því fram, að þrjátíu ára stríðið verði ekki skýrt, né líf og starf hetjunnar Gústaf Adolfs, nema menn hafi ekki einungis Indland í huga, heldur jafnvel kryddjurtir, sem fluttar voru sjóleiðis frá Indlandi. Með fáum orðum skal þetta skýrt nánar. Kryddjurtir frá Austurlöndum voru ein aðalnauðsynjavara miðaldanna, er menn höfðu ekki enn lært að neyta grænmetis. Borgarlíf hefði blátt áfram dáið út, ef tepst hefði með öllu fyrir þessa flutn- inga. Svo má segja að nokkurir tugir borga í ýmsum löpdum hefðu þessa verzl- un að öllu leyti með höndum. En um leið og sjóleiðin finst til Indlands, er svo að segja í einu vetfangi bylt um öllum grunni verzlunarlífsins. Löndin og borg- irnar, sem að sjó liggja, verða tafarlaust langsamlega mikilvægari en innlöndin. En nú háttar svo um Norður-Evrópu, að þar er ein sjóleið öllum öðrum mikilvæg- ari, en það er Eystrasaltið (sem hérlend- is er nefnt The Baltic Sea). Nú er Norð- ur-Þýzkaland, eins og kunnugt er, vagga mótmælendatrúarinnar. En Þýzkaland var alt undir beinu eða óbeinu valdi hins heilaga rómverska ríkis, sem átti sinn meginstyrk í katólskum hugsunarhætti. Björgun mótmælendatrúarinnar var því undir því komin, hverjir völdunum næðu við Eystrasaltið — með öðrum orðum, hverjir efldust af siglingum um það haf. Yrðu það Pólverjar—en Pólland var þá voldugt ríki—var öll von úti, því að það land var eitt öflugasta vígi katólskunnar. Yrðu það Rússar, var útsýnið engu betra. Hjálpin gat hvergi komið nema úr norðri. Og þaðan kom hún. Svíarnir, undir for- ustu Gústaf Adolfs, sneiða af Rússlandi og lama Pólverja við sjóinn, og eru þá fyrst þess megnugir, að hjálpa trúbræðr- um sínum í Þýzkalandi. Svona er mannlífið furðulega fléttað, að ef Norðurlandamönnum i hefði ekki tekist að halda uppi ! opnum leiðum fyrir kryddjurt- um inn í eitt lítið haf fyrir þremur öldum síðan, þá eru líkindi fyrir því, að hið heilaga rómverska ríki hefði spent um , alla Evrópu, væntanlega á end- anum lamað England og gert það katólskt. Með því náð með áhrif sín um alla Ameríku, tek- ið hefði verið fyrir kverkarnar á hugsana- og trúfrelsi, nútíma vísindi væru enn óþekt og vér enn stödd í hugsanaheimi mið- aldanna. Það er því vissulega ekki furðulegt, þótt hetjunnar miklu, er hér átti öðrum frem- ur hlut að verki, sé minst eftir þrjú hundruð ár. Vér skulum því um stund láta hugann hvarfla að manninum sjálfum — þessari persónu, sem bar gæfu til þess að framkvæma svo furðuleg afrek. Og kemur manni þá fyrst til hugar, er maður íhugar sögu hans og for- lög, að þrátt fyrir hve það er augljóst, að mannlegt líf er ó- umræðilega mikið háð hinum ytri aðstæðum, og þótt oft virð ist svo að maðurinn sé lítið annað en leiksoppur í hendi hinna ytri afla, þá er þó um enga staðreynd eins mikilsvert eins og sjálft hið innra upplag mannsins. Maður hefir meira en hugboð um, við að kynnast t. d. sögu þessa manns, að ef hann hefði ekki haft þá eigin- leika göfginnar, sem nærri því láta birtu standa af honum, þá er sennilegt að líf hans hefði að mestu verið til ónýtis lifað. Hann er talinn eins mikill hers- höfðingi og Napóleon, en ef hann hefði-ekki að öðru leyti ver ið með næsta ólíku lyndisfari, þá hefði verk hans að líkindum til ónýtis til jarðar fallið. Gústaf Adolf var eins vel ætt- aður maður, eins og nokkur maður hefir að líkindum verið um hans daga. Með því er ekki átt við að hann hefði konunga- blóð í æðum sínum, því að sú staðreynd segir í raun og veru ekki mikið, heldur fyrst og ! fremst hitt, að Vasa-ættin var frábær að mannkostum. Afi I hans, Gústaf Vasa, var hetja j að skapferli, vitur maður, ætt- jarðarvinur frábær, og stóð svo nálægt alþýðu manna að sam- úð og hugsunarhætti, að senni- lega hefir það verið eins dæmi um konunglega menn um hans daga. Og alvörumaður var hann svo mikill um hina ungu mót- mælendatrú, að honum virtist sem allur þroski þjóðar sinnar væri undir því kominn, að hún léti ekki uppræta hinar nýju hugsanir úr sál sinni.. Ehida er það mála sannast, að Svíar hafa staðið í þakklætisskuld við frjálslynda guðfræðinga sína. Mótmælendatrúin gerði á einum mannsaldri Svía að einni mannaðastri þjóð, sem þá var uppi. Katólskan hafði skilið við þá sem menningarlausa þjóð, en það var engu líkara en að þjóðin öll tæki að nýju að hugsa og velta fyrir sér hinum dýpri ráðgátum, jafnskjótt og hún komst undir hin frjóvgandi áhrif hinna nýrri hugsana. Skól ar Svíanna urðu nafnfrægir fyrir guðfráeðinga sína, og það var því líkast sem nýtt líf hefði kviknað með mönnum. Þegar Gústaf Vasa mátti ekki lengur mæla á sjúkrabeði sín- um, þá gaf hann þjónum sín- um merki um að færa sér rit- föng og tókst að ljúka hálfri setningu áður en hann andað- ist: “Heldur deyja hundrað sinn um en að yfirgefa fagnaðarer- indið ....”. Trú Vasa-ættar- innar var engin uppgerð, heldur | átti sér djúpar rætur í reynslu' þjóðarinnar. En það var ekki j afinn einn, heldur öll ættin sem I fullan aldarfjórðung hafa Dodd'a nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla. er stafa frá veikluðum nýrum. — Þser eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. stóð að Gústaf Adolf, sem bar af öðrum mönnum. Þar var hver maður til konungs fallinn sakir gáfna og atgerfis. Til uppeldis og mentunar Gústaf Adolfs var svo vandað, sem einungis verður til vandað ef nemandinn sjálfur er óvenju- legur. Hann umgekst vitra menn og hafði af því yndi. Sjö tungu- mál kunni hann til töluverðrar hlítar, er hann komst á legg; hann hafði á reiðum vörum röksemdir hinna lærðustu guð- fræðinga, og hernaðaríþrótt nam hann svo, að seytján ára gamall vann hann sigur í orust- um, og lagði sjálfur á ráðin, hvemig haga skyldi áhlaupum og herstöðu. Segja svo fróðir menn, að þá þegar hafi komið fram það einkenni hans í hern- aði, sem síðar á æfi hans var sagt um sænska hermenn yfir- leitt: “Þeir láta ekki múrvegg- ina hlífa mönnum, heldur hlífa þeir múrveggjunum með mönn- um”. Þessi drengur með sverð- ið í höndunum var fullkominn víkingur, svo sem erfðir hans stóðu til, en það var víkingur- inn í sinni fullkomnustu mynd. Því að víkingslundin er ekki or- ustuhugurinn einn, heldur þorsti æfintýrsins eigi síður. Víkingur- inn gerir meira en að sigra. Hann skilur eftir merki anda síns, fyrirhyggju og skipulags- tilhneigingar, hvar sem hann fær fótfestu. Gústaf Adolf var frábærlega ör í lund og hug- rekki hans var með öllu óbug- andi, og ætla má að einstöku sinnum hafi hann verið svo or- ustureifur, að hann hafi borist áfram meira af bardagahugin- um en af vitsmunum. En þó er efamál, hvort sagt verði um nokkurn mann, sem átt hefir slíkan víkings-örleika, að hann hafi þá jafnframt átt þá still- ingu til að bera, sem þessi mað- ur. Skap hans var sem temprað stál — það hrökk aldrei. Hann sá ávalt lengra en hinir stór- vitru ráðgjafar hans; hann var allra manna mildastur. En þetta eru karlmannlegastir eiginleik- ar mannlegrar sáiar: að vera spakur, hugrakkur, hófsamur og mildur. Seytján ára gamall tók Gúst- af Adolf við konungstign, og fanst mönnum þá svo mikið til um hann, að þingið ákvað jafn- skjótt að hann skyldi ekki þurfa að bíða lögaldurs til að taka við fullum völdum. Mér finst eg sjá þenna svein fyrir mér, eins og hollenzkur sendihe^ra lýsir bonum skömmu eftir að hann var krýndur: “Hans Hátign stóð berhöfð- aður,” segir hann, “fyrir fram- an hásæti sitt til þess að taka kveðju minni. Hann var klædd- ur í satin, búnu loðskinni, og með dökka skikkju á herðun- um. .. . Hann er grannvaxinn, vel vaxinn, frekar fölur ásýnd- um langleitur bjartur á hár og skeggið klipt í odd. Orð fer af honum fyrir hugrekki, en óhefni gjarn er hann, gáfurnar skarpar, athugull, ör til dáða; ágætlega máli farinn, háttprúður í um- gengni við hvern sem erí mik-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.