Heimskringla - 16.11.1932, Side 2
2 BLAÐSIÐA
heimskringla
WINNIPEG 16. NÓV. 1932.
FRÁ ISLANDI
Walter Á. SigurSsson
vararæðismaður, andaðist í gær
morgun (16. okt.). Hann fór
austur yfir fjall á laugardag
síðdegis, ásamt konu sinni og
tveimur Englendingum, sem
hér eru staddir. Fóru þau aust-
ur að Tryggvaskála við Ölfus-
árbrú og gistu þar í fyrrinótt.
í gærmorgun um kl. 7, er þau
höfðu snætt morgunverð, og
bjuggust til þess að halda ferð-
inni áfram lengra austur, gekk
Walter út og að bifreiðinni, til
þess að laga og hagræða því,
sem í bifreiðinni var, áður en
lagt væri af stað. Þar var m. a.
haglabyssa. En er hann hreyfði
eða færði hana til, þá hljóp skot
úr henni, í vinstra læri hans,
miðja vega milli hnés og mjaðm
arliðs, gekk gegnum lærið og
rarð af því mikið sár. Fossaði
þegar blóð út úr sárinu og varð
blóðtapið mikið á skamri stund.
Þarna voru staddir Tryggvi
Magnússon verzlunarstjóri í Ed-
inborg, og Helgi Jónasson frá
Brennu. Gerðu þeir og sam-
ferðafólk Walters þegar alt sem
það gat til þess að stöðva blóð-
missinn og var Walter borinn
inn í skálann, en einnig voru
þegar gerðar ráðstafanir til að
ná í lækni. Bar Walter sár sín
með karlmensku og stillingu og
kveinkaði sér ekki, þrátt fyrir
mikinn blóðmissi og þjáningar.
Bað hann um pípu sína og
reykti eins og ekkert væri um
að vera, unz tveir læknar komu
eftir skamma bið, þeir Lúðvíg
Nordal og Gísli Pétursson, hér-
aðslæknir á Eyrarbakka. Tóku
læknarnir það ráð að svæfa
sjúklingin, til þess að geta bet-
ur búið um sárið og koma í
veg fyrir meiri blóðmissi, en
Walter andaðist um líkt leyti
og þeirri aðgerð var lokið, rösk-
um tveimur stundum frá því að
slysið hafði orðið. Hafði hann
mist mjög mikið blóð, þótt alt
væri gert, sem unt var, þegar
slysið varð og síðar, til þess að
koma í veg fyrir blóðmissinn.
Ráðstafanir voru gerðar til
þess, þegar í gærmorgun, þegar
kunnugt varð um slysið hér, að
send væri sjúkrabifreið austur.
Var lík Walters heitins flutt á
henni hingað til bæjarins laust
fyrir hádegi í gær.
Walter Á. Sigurðsson var
fæddur 1. júní 1903, sonur Ás-
geirs Sigurðssonar aðalræðis-
manns Breta hér á landi, og
frúar hans, sem nú er látin
fyrir nokkrum mánuðum.
Waiter var kvæntur Helgu,
dóttur Jóns heitins Jacobssonar
landbókavarðar, og frú Krist-
ínar, f. Vídalín.
Walter Á. Sigurðsson var
fríður maður sýnum og vel á
sig kominn, vinsæll og vin-
margur, efnilegur og áhuga-
samur kaupsýslumaður, og
mátti mikils af honum vænta.
Hann var hið mesta prúðmenni
í allri framkomu, hjálpfús og
góðgjarn, og að öllu hinn bezti
drengur.
Vísir.
* » »
Sigurður Þórðarson
fyrverandi sýslumaður í Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu andaðist
hér í bænum í gærkvöldi eftir
langvinnan sjúkdóm.
Vísir.
* * *
Rvík 14. okt.
Skarlatssóftin er nú horfin á
Suðurlandi og í Reykjavík, en
í september veiktust 72 af henni
á Norðurlandi og 6 á Austur-
landi.
* * *
Taugaveiki.
Rvík 14. okt.
26 menn veiktust af henni á
Norðurlandi í fyrra mánuði, 2
á Vesturlandi og einn á Suður-
landi. Engin tilfelli í Reykjavík
né á Austurlandi.
* * *
ísfiskssala.
Rvík 14. okt.
Á þessu ári fram til 1. októ-
ber, hafa Islendingar selt ís-
fisk til útlanda fyrir rúmlega
2 miljón króna. Isfiskssala
á sama tíma í fyrra nam rúm~
lega einni miljón króna hærri
upphæð.
¥ ¥ »
Síldarsalan.
Rvík 14. okt.
Fram til septemberloka höfðu
selzt 206,434 tunnur af sfld til
útlanda, en á sama tíma í fyrra
136,851 tn.
♦ ¥ »
Rvík 14. okt.
Fiskbirgðir
í landinu voru um seinustu
mánaðamót 23,268 smál., mið-
að við fullverkaðan fisk. á sama
tíma í fyrra voru fiskbirgðirn-
ar 37,345 smál., enda þá miklu
meiri heldur en á undanförn-
um árum (1930: 29,305 smál.,
1929: 17,840 smál.)
¥ ¥ ¥
Saltfisksverzlunin.
Rvík 14. okt.
Fram til ágústloka í fyrra
voru flutt út 39,197,000 kg. af
verkuðum saltfiski og fengust
fyrir það, 14,744,630 kr. Á sama
tíma í ár hafa verið flutt út
41,752,150 kg. af verkuðum
fiski og andvirðið hefir orðið
14,689,180 kr.
¥ « ¥
Otflutningurinn.
Rvík 14. okt.
Fram til septemberloka í ár
hefir andvirði útfluttra var frá
íslandi numið 29,615,000 kr. Er
það 835 þús. kr. minna heldur
en útflutningurinn nam á sama
tíma í fyrra. Þessi útflutningur
skiftist þannig á sjávarútveg og
landbúnað, að á sjávarútveginn
koma 28.7 milj. kr., en á land-
búnðainn aðeins rúm 1 milj.
kr.
¥ ¥ ¥
Laxveiði í sumar.
Rvík 15. okt.
Eins og áður hefir verið getið
var laxveiði með allra mesta
móti hér á landi í sumar. Sést
það og bezt á útflutningsskýrsl-
um, því að í sumar hefir verið
flutt út 31,560 kg. af laxi, en á
sama tíma í fyrra8,637 kg. —
Verðið, sem fyrir laxinn hefir
fengist var miklu lægra í ár
heldur en í fyrra.
¥ ¥ «
Heimilisiðnaður.
Rvík 15. okt.
Fyrir rúmri öld var mikið
flutt út af íslenzkum heimilis-
iðnaði. Samkvæmt skýrslunum
var þessi útflutningur árið 1806
vetlingar, 283,076 pör, sokkar
181,676 pör, 6282 ullarpeysur,
9328 pund af bandi, og auk þess
nokkuð af vaðmálum. Smám
saman dró úr þessum útflutn-
ingi og var hann orðinn hverf-
andi lítill um aldamótin, og á
stríðsárunum mun ekki hafa
kveðið neitt að honum. Á seinni
árum er þessi útflutningur að
færast í vöxt. 1 ár hafa t. d. ver-
ið flutt út 2426 kg. af prjón-
lesi, og er það helmingi meira
heldur en í fyrra. Verðið, sem
fengist hefir fyrir þennan heimil
isiðnað er nær 11 þús. kr. Er
athugandi, meðan ullin er í svo
lágu verði og nú, hvort ekki
margborgar sig fyrir sveita-
heimilin að reyna að vinna úr
henni sjálf þær framleiðsluvör-
ur, sem hægt er að selja bæði
utan lands og innan. “Hollur
er heimafenginn baggi,’’ segir
máltækið.
¥ ¥ ¥
EiSaskólinn.
Rvík 15. okt.
Aðsókn er nú ^tieiri en í fyrra
að Eiðaskóla. Voru ískyggilegar
horfur með skólann í sumar,
svo að jafnvel lá við að hann
yrði ekki starfræktur. En Aust-
firðingar hafa séð sig um hönd
og fylkt sér um skóla sinn, enda
eðlilegt, meðan skólinn nýtur
forstöðu Jakobs Kristinssonar,
hins mæta manns.
¥ ¥ *
Prjónanámskeið.
Rvfk 16. okt.
Haraldur Árnason hefir mörg
undanfarin ár haldið prjónanám
skeið víða um land. Kennari
hefir að jafnaði verið frú Val-1
gerður Gísladóttir frá Mosfelli.'
— Hafa um 400 manns lært að
fara fullkomlega með prjóna-
vélar á þessum námsskeiðum,
og hafa þau því orðið íslenzk-
um iðnaði mikil stoð, og mikið
meiri en fólk gerir sér í hugar-
lund í fljótu bragði.
¥ ¥ ¥
fslenzkt fæði.
Rvík 16. okt.
Kona á Vesturlandi skrifar
“Hlín” og segist hafa gert til-
raun um það, hve íslenzkt hún
gat haft fæði heimilisfólksins
“íslenzku vikuna’’ í vor. Erlent
aðkeypt í matinn alla dagana
handa 11 manns, kostaði sam-
lagt kr. (1.17.
¥ ¥ ¥
Skrúðgarður á Sauðárkróki.
Rvík 16. okt.
Hinn fagri lystigarður Akur-
eyrar í Eyrarlandstúni hefir á-
hrif á aðra norðlenzka kaup-
staði. Nú segir “Hlín’’ að kven-
félag á Sauðárkróki hafi feng-
ið dagsláttu lands í Sauðárgili
til að koma upp skrúðgarði
fyrir bæinn. Fyrstu árin á að
nota landið fyrir matjurtir. Var
svo gert í sumar.
¥ ¥ ¥
Rvík 16. okt.
Á Kópaskeri
var slátrað rúmlega 13,000 fjár
í haust, eða 1000 fleira en í
fyrra. Þetta voru nær eingöngu
dilkar.
LANDASALAN f BIFRÖST-
SVEIT.
Nú þegar verzlunarkreppan
sverfur svo að bændum og búa-
lýð hvarvetna um heiminn, að
fjöldi fólks hefir ekki það sem
það þarf til fæðis og klæða. —
Þegar bændur hvarvetna í Can-
ada geti ekki fengið svo að
segja neitt fyrir afurðir sínar,
og bændur eiga í hörðu með
að geta losast við það, sem
þeir framleiða, jafnvel fyrir hið
afar lága verð, sem nú er á
öllu. Þegar afrakstur búanna
hrekkur ekki fyrir fötum og
fæði fjölskyldunnar og öðrum
nauðsynlegustu útgjöldum heim
ilisins, — þá fer hið svokallaða
sveitarráð hér í Bifröstsveit, og
fer að láta virða sveitina, þeg-
ar kominn er vetur: sækir til
þess mann frá Winnipeg, en
nógir atvinnulausir menn hér
niðurfrá, sem gátu leyst það
verk af hendi nú, eins og hing-
að til hefir verið gert. Og svo
ofan á þetta virðingarflan, tek-
ur sveitarráðið sig til og aug-
lýsir skattsölu á löndum hundr-
að og fjörutíu (140) bænda hér
í sveitinni 29. f. m. Fjöldinn
af þessum bændum hafa borgað
skilvíslega skatta sína fram að
síðastliðnum tveim árum, þegar
verðhrun og verzlunarógöngur
gerðu þeim ómögulegt að hafa
upp peninga til skattagreiðslu.
Þeir sem kosnir eru í sveitar-
ráðið, eru kosnir með þeim
skilningi, að þeir eigi að starfa
að heill og velferð bænda í
sveitinni; enda lofa þeir öllu
fögru um það við allar kosning-
ar, þótt efndirnar verði vana-
lega minni, þegar kosningu er
náð, eins og sést á þessari
landasölu, sem nú á að fara
fram, í öðru eins verzlunar-
ástandi og nú á sér stað í
Manitoba; og hvert það sveit-
arráð, sem fremur annað eins
gerræði og þessa landasölu á
þessum tíma, á að vera rekið
umsvifalaust frá öllum sveita-
störfum, og saian bönnuð, því
það er fyrirsjaánlegt, að svona
sala er algerð eyðilegging á
bændum og sveitinni í heild
sinni. Fæst af þessum löndum
verður keypt og sveitin situr
með þau og fær engan skatt af
af þeim. Svo verða bændur
reknir frá löndunum í hundr-
aða tali á næsta ári, með stefn-
um frá sveitarráðinu. Allir skatt
ar fram að þessum tíma, ættu
að vera strikaðir út, og ekkert
lagt á bændur í næstu fjögur
ár ,annað en skólaskattur, því
auðsjáanlegt er, þar sem öll
fjármál sveita og fylkja, og
landa, eru komin í það öng-
þveiti óreiðu og skulda, að ekki
verður lagað með öðru en af-
námi allra núverandi skulda.
Enda verður það endirinn á
þeim stjórnmálalega óskapnaði,
sem nú ræður ríkjum, þrátt
fyrir það, þótt það muni kosta
innbyrðis stríð í mörgum lönd-
um.
Nú eiga að verða sveitakosn-
ingar þann 25. þ. m., og skil eg
ekki í að nokkur karl eða kona
mannskemmi sig á því, að ó-
maka sig á kjörstað, til að kjósa
sveitarráð, og ætti reynsla lið-
inna ára að vera búin að sýna
mönnum gagnsleysi og óhag
slíkra kosninga.
Augúst Einarsson.
ÞRJÁR STÖKUR.
GulliS.
Gullið tryllir okkar öld.
Öllum spilla Mammons gjöld.
Bullið fyllir kvæðin köld.
Krullið gyllir stjórnarvöld.
Lífið og sálin.
Hvað er sálin? Vart það veit
vitringur í minni sveit.
Hvað er líf og löngun manns?
Leyndardómur skaparans.
Guðs-ættar.
Að vera guðs-ættar, víst er það
veigur og mönnum sómi.
En ekki eru hættarí Eiður kvað
erjur í þeirra dómi.
Jón Kernested.
HARMLEIKUR
OG HUGBJARMI.
Sál mín er þreytt.
Sorg býr í huga.
Harmar helþrungnir
hjartað naga.
Minn órólegi andi
aldrei hvílir,
heldur hamast
um heima og geima.
Helg hvílir ró þó
í huga mínum.
Böl alt horfið
og bjartur andi
svífur um sali
og sólarheima.
Bjart er um bygðir,
bjarmi yfir öllu.
Svona er þá líf mitt
leiftrum bundið
böls og bjarma,
betri stunda.
Svona er þá ást mín
ógnum þakin,
trega og töfra,
táls og vona.
Svona er þá sál mín
sveipuð böndum
hels og harma,
húms og bjarma.
Svona er þá líf mitt
læst í dróma
valds og vafa,
vegs og blóma.
Minn órólegi andi
alt vill kanna,
skygnast um alt
og skeytum ráða.
Hvað er þessi þrá?
Hvers er að leita?
Ógrynni andans
og ekkert skilja?
Hví er eg svo heimskur
og hugstór andi,
leita fróðleiks
og finn eigi,
skil ekki neitt
né skaparann þekki.
Aum ertu, þrá mín,
einskis virði.
Svona er þá líf mitt
sorgum vafið,
löngun og leitun.
Leiftramyndir
berast mér,
það er böls viti.
Þrá mín, þrá mín!
þú mátt fara!
Lifa þó ljósin,
leiftrin björtu.
Sorg burtu svifin,
sæla er í hjarta.
Ó, þú, ást mín,
eilífa sunna!
Þrá mín, þrá mín!
þér eg fagna.
Jón Kernested.
SEINASTI ÚTILEGUMAÐUR
Á ISLANDI.
(Það eru rúm hundrað ár
síðan seinasti reglulegi útilegu-
maðurinn var uppi hér á landi.
Verður hér sögð útlegðarsaga
hans í stuttu máli og lýst fylgsni
hans eins og það nú er.)
Árið 1813 var sá búðarsetu-
maður í Býlubúð við Arnarstapa
á Snæfellsnesi, sem Jón hét
Jónsson, kallaður “Franz’’, því
að haldinn var hann franskur
að föðurætt. Hann var snemma
hvinskur og fór honum fram í
þeirri list með aldrinum. Er það
sagt til merkis um prettlægni
hans, að hann tróð steinflísum
undir roð á fiskum sínum og
herti þá síðan. Var skreið hans
því stórum þyngri en annara
manna, að tiltölu, og þótti það
ekki einleikið er þannig fór vet-
ur eftir vetur. Að lokum var
fiskur hans rannsakaður, og
fanst þá grjótið. Var Jón Franz
nú lögsóttur fyrir þetta eins og
beinan þjófnað. Komst þá svo
langt að hann var settur í varð
hald hjá Stefáni Scheving á
Ingjaldshóli, sem þá hafði
Stapaumboð, og hafður þar í
járnum. Þó tókst honum að
strjúka þaðan, og vita menn
ekki, með hvaða hætti það hef-
ir orðið. Lagði hann þá leið sína
austur á heiðar og stal á leið-
inni öllu, sem hann mátti með
komast. Mun hann fyrst hafa
farið á Arnarvatnsheiði og síð-
an suður í Hallmundarhraun og
gerði sér þar fylgsni skamt frá
Reykjarvatni. Þegar því var lok-
ið fór hann aftur vestur í sveit-
ir til að stela hrossum og elds-
gögnum. Eigi er ljóst, hvar
hann fór þá yfir, en fjórum hest
um mun hann hafa stolið í
ferðinni og slátraði einum hjá
fylgsni sínu. Þeim hesti hafði
hann stolið frá Pétri bónda á
Hríshóli, en þar hafði Frans
áður verið kaupamaður.
Þetta sama haust rákust fjall-
göngumenn úr Hrútafirði á
mann á heiðum uppi. Hafði
hann tvo áburðarhesta og reið
þeim þriðja. Ekki þótti Hrút-
firðingum ferðalag hans glæsi-
legt, því á áburðarhestunum
voru baggar bundnir saman
með snærum og klyfjarnar svo
lagðar yfir þver bök hestanna,
höfðu snærin skorist niður í
hryggi þeirra, svo að hörmu-
legt var að sjá. Sjálfur reið mað
urinn á torfu girtri með snæri
og ístöðin úr snærum. Ekki
vildi hann segja til nafns síns
en kvaðst vera viltur. Hrútfirð-
ingar þóttust vissir um að
þetta mundi Franz vera, því að
lýsnig á honum hafði nú verið
send um nærliggjandi sýslur.
Tóku þeir hann og fluttu að
Fjarðarhorni. Varðist Franz
allra frétta og svaraði engu tím-
unum saman, þótt hann væri
spurðir, bæði af sýslumanni og
öðrum. Seinast tók sýslumaður
það ráða að senda Franz hrepp-
stjóra á milil vestur að Ingj-
aldshóli, þar var mál hans próf-
að, og hinn 13. desember 1813
var hann dæmdur til kagstrýk-
ingar og æfilangrar þrælkunar
í járnum í Brimarhólmi, fyrir
hestastuld og annan þjófnað.
Átti hann nú að geymast í fjötr-
um á Ingjaldshóli, þangað til
skipaferðir yrðu landa á milli
svo hægt væri að senda hann
utan. — En skömmu áður en
það yrði slapp hann enn úr
varðhaldi. Stal hann þá reið-
hesti Stefáns umboðsmanns
Schevings og folaldsmeri frá
öðrum manni. Spurðist þá ekk-
ert til hans lengi, en lýsing á
honum var send um land alt.
Franz hafði þá aftur vitjað
hælis síns hjá Reykjarvatni og
VISS MERKI
um nýrnaveiki eru bakverkir, þvag-
teppa og þvaigsteinar. GIN PLLLS
lækna nýrnaveiki, með því að deyfa
og græða sjúka parta. — 50c askjan
hjá öllum lyfsölum.
131
var þar um sumarið.
Á jólaföstu 1814 fóru menn
úr Hvítársíðu til silungsveiða
að Reykjarvatni. Og voru það
þeir Húsafellsbræður, Þorsteinn
og Gísli Jakobssynir, Snorra-
sonar. Sáu þeir mannaför þar
hjá lind og hugðu að útilegu-
menn hefðu þangað komið. Síð
an heyrðu þeir mann syngja í
hrauninu. Gengu þeir á hljóðið
og heyrðist þeim sungið “Halle-
lúja, heyr þú mín sæla. “Sáu
þeir nú mann sem sótti vatn
í tveimur hrosshöfuðsleðrum. —
Hafði hann saumað vandlega
saman öll göt á höfuðleðrun-
um, og notaði þau fyrir vatns-
fötur.
Þeir bræður riðu nú til bygða
um nóttina og söfnuðu mönn-
um. Urðu þeir 12 saman. Frá
Reykjarvatni röktu þeir slóð
mannsins að bæli hans. Var þar
lítið gat inn um að komast.
Gísli fór þar fyrstur inn að hitta
hellisbúann. Var Jón Franz þá
lafhræddur og lá út við hellis-
vegg. Hafði hann sveðju í hendi
en þorði ekki að beita henni,
enda var hann aðfram kominn
af matarskorti. — Datt honum
ekki í hug að hér væru komnir
menn úr bygð, heldur myndu
þetta útilegumenn, því að hann
hélt, að bústaður sinn væri f
Ódáðahrauni.
Þarna var Franz nú tekinn og
enn færður vestur undir jökul.
Var hann þar í varðhaldi þang-
að til hann var sendur með
skipi til Brimarhólms. Þar var
hann 20 ár í þrælkun. Eftir
það kom han naftur til landsins
og dó fáum árum síðar á sveit
undir Jökli.
Jón Franz var fæddur um
1776. Konu átti hann, Ingiríði
Bjarnadóttur. Hún var alsýkn-
uð af að hafa verið í vitorði
með honum um þjófnaði hans.
¥ ¥ ¥ J
Franzhellir.
Franzhellir er um 15—20
mínútna gang austan við Reykj
arvatn, sem er við norðurjað-
ar Hallmundarhrauns, norðaust
ur af Eiríksjökli. Er þar til-
komumikið umhverfi. í vestur-
átt eru Virkishólar þar sem enn
eru órannsakaðar tóftir. Að
suðvestan, sunnan og suðaustan
eru Eiríksjökull og Langjökull
og Hallmundarhraun, sem ó-
gleymanlegt verður hverjum
þeim sem skoðar það. Að norð-
an er Norðlingafljót og hinu-
megin við það hæðirnar, sem
liggja að Arnarvatnsheiði. í
Reykjarvatni er silungsveiði
mikil, og hafa margir Reykvík-
ingar eytt sumarleyfi sínu þar
efra við silungsveiðar, en flest-
um hefir láðst vegna ókunnug-
leika að skoða dvalarstað sein-
asta útilegumannsins á fslandi,
Franzhelli, eða Eyvindarholu,
sem er þar skamt frá. Þar
hafðist Fjalla-Eyvindur við einu
sinni. Mun það og valda, að
þessi útilegumannabæli eru ekki
auðfundin, og verða því þeir,
sem ætla að skoða þau, að
hafa gagnkunungan fylgdar-
mann með sér. Menn, sem fara
upp á Arnarvatnsheiði, á sumr-
in, ætti ekki að telja það eftir
sér að skreppa til Franzhellis.
Mun þangað vera 2—3 klukku-
tíma reið í suður frá Arnar-
vatni hinu mikla.
Maður sem fór í Franzhelli f
sumar, lýsir honum svo: