Heimskringla - 16.11.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 16. NÓV. 1932.
HEIMSKRINGla
r
6 BLAÐStÐA
margir líklegt að þeir muni
frekar hverfa að því ráði að
takmarka innflutninginn, en þó
ef til vill beita bæði tollum og
innflutningshömlum. Er gert
ráð fyrir að fyrirætlanir stjórn-
arinnar og samningar þeir, er
gerðir voru við nýlendurnar á
Ottawa ráðstefnunni, verði birt
ar rétt áður en þing kemur
saman 18. þ. m.
Miðstöð ullarverzlunarinnar í
heiminum, er í London. Ullin er
mest seld á uppboðum og koma
þangað ullarkaupmenn víðsveg-
ar að. Uppboð þessi ákveða því
nær alveg verðlag á ull, hvar
sem er í heiminum.
Ullarverð hefir aldrei verið
svo lágt sem það er nú síðustu
30—40 árin. Hefir ullarverð
stöðugt verið fallandi síðan
1929, en undanfarna mánuði
hefir verð þó ekki fallið. Á upp-
boðum þeim, sem nú stóðu yfir
í London, hækkaði verðið nokk-
uð, einkum á fínni ull. Er talið
líklegt að um frekara verðfall
verði ekki að ræða. Og þó nala
gangi ennþá ákaflega treglega,
virðast menn vera farnfr að
gera sér vonir um að ullarverð
muni frekar fara hækkandi.
Sala íslenzku ullarinnar geng
ur mjög treglega. Hún er mest
notuð í Ameríku, en þar er á-
standið engu betra en í Evrópu.
Fyrra árs ullin er nú að miklu
leyti seld. Salan hefir verið mjög
dræm, og framleiðsla þessa árs
mun því nær öll óseld.
Núverandi verð á íslenzkri,
hvítri vorull svarar til kr. 0.90
—1.20 per kg. eftir gæðum. Er
þetta verð miðað við ullina
sekkjaða í verzlunarstöðurium
hér á landi. — Vafasamt er,
hvort það greiðir nokkuð fyrir
sölu, þó verðið sé lækkað, því
kaupendur kvarta alment ekki
undan því að það sé of hátt,
heldur stafar sölutregðan af erf
iðleikum ullariðnaðarins.
Sem dæmi þess, hve ull hefir
fallið mikið í verði, má geta þess
að samkvæmt verðskráningu í
London í sept. 1928 kostaði viss
tegund af hreinþveginni, fínni
ull 10 kr. kg., en samskonar ull
kostar nú kr. 4.60. Verð á sér-
stakri tegund af hreinþveginni
grófri ull kostaði 1928 kr. 4.80
per kg., en kostar nú kr. 1.70.
Húðir og skinn hafa fallið
stöðugt í verði þangað til síðari
hluta sumars. Þá stöðvaðist
verðfallið og hefir verð hækkað
dálítið síðan. Gærur eru í afar-
lágu verði eins og aðrar skinna-
vörur. Sala er lítið byrjuð, en
það lítið sem selt er mnn svara
til 40—45 aura verðs á nýjum
gærum. Mikið selzt jafnan af
íslenzkum gærum til Þýzka-
lands og er þar oftast beztur
markaður fyrir þær. Nú er vafa
samt hvernig ganga muni að
selja þangað, vegna örðugleika
Þjóðverja með að afla sér er-
lends gjaldeyris.
Fyrir fjórum árum var verð
fyrir útflutt kjöt helmingi hærra
en það er nú, ullarverð alt að
því þrisvar sinnum hærra og
gæruverð um það bil fimm sinn-
um hærra. í sambandi við þetta
má benda á nokkur atriði, sem
hafa áhrif á það, hvað framleið
endur fá fyrir vörur sínar.
Tilkostnaður við meðferð og
verkun varanna hér á landi til
að gera þær markaðshæfar er
öllu hærri nú en fyrir fjórum
árum. Flutningsgjöld eru alveg
óbreytt. Það verður að borga
jafnmikið flutningsgjald fyrir
gærur, sem bændur verða að
selja fyrir ca. 40 aura kg., eins
og fyrir fjórilm árum, þejyar
þeir fengu fyrir þær kr. 2.20.
Sama blasir við þegar athug-
aður er kostnaðurinn erlendis,
við að gera vörurnar nothæfar
handa almenningi. Sá kostnað-
ur hefir lítið eða ekkert lækk-
að. Englendingur sagði við mig
nýlega: “Fötin sem eg geng í
kostuðu 200 krónur. Ullin í þau
kostar um 8 krónur. Mismunur
inn, 192 krónur, eru vinnulaun
og verzlunargróði.’’ — Þetta
dæmi talar sínu máli. Hverjum
heilskygnum manni er það ljóst
að munurinn á því verði, sem
framleiðendur fá fyrir vörur
sínar og því sem neytendur
verða að greiða, er alveg gífur-
legur, og höfuð meinsemdin er,
að þessi verðmunur — milliliða
kostnaðurinn — teekkar lítið
þrátt fyrir verðfall varanna. —
Verðlækkunin bitnar því nær
eingöngu á framleiðendum.
Jón Árnason.
—Tíminn.
ALDARFJÓRÐUNGS
HJÓNABANDSAFMÆLI
Á mánudaginn 14. þ. m. höfðu
þau Sveinn Pálmason í Winni-
peg og kona hans verið gift í
25 ár. 1 tilefni af því mættu
allmargir vinir þeirra og vanda-
fólk í samkomusal Fyrstu lút-
ersku kirkjunnar klukkan 8 að
kveldinu. Var salurinn alskip-
aður fólki og laglega skreyttur.
Þegar litið var yfir hópinn
leyndi það sér ekki að hér var
um heiðursgesti að ræða, sem
jöfn vináttu-ítök áttu i öllum
flokkum; samkvæmið var auð-
sjáanlega hvorki litað af pólitík
né trúmálum. Séra B. B. Jóns-
son og séra Ragnar Kvaran
sátu samhliða við annan enda
háborðsins og ræddu saman svo
vingjarnlega að báðir hefðu
getað verið prestar í sama
kirkjufélagi; en séra R. Péturs-
son og séra K. K. Ólafsson hvísl-
uðust á og hlógu innilega hvor
framan í annan við hinn endann
á háborðinu. Sýnir þetta mikla
framför og menningu, því slíkt
hefði ekki getað átt sér stað
fyrir 25 árum.
Á P. Jóhannsson stjórnaði
samkvæminu og fórst það
prýðilega. Á meðan hann leiddi
silfurbrúðhjónin til sætis lék
Ragnar Ragnar brúðkaupslagið.
Séra B. B. Jónsson flutti bæn
og lét syngja fyrstu vers-
in af sálminum: “Hve gott og
fagurt og indælt er.’’ Þar næst
lék Snjólaug Sigurðsson á
píanó, en að því búnu var tekið
til matar, því veitingar voru
fram bornar vel og rausnarlega.
Að lokinni máltíð kvaddi
veizlustjóri sér hljóðs, talaði
nokkur ávarpsorð til silfurbrúð-
hjónanna og afhenti þeim stóra
og vandaða klukku — “afa-
klukku"; var hún fengin hjá
Dingwall's og er reglulegur dýr-
gripur, gengur hvort sem vill
fyrir rafmagni eða án þess og
þarf aldrei neitt við hana að
eiga því hún vindur sig sjálf.
Þá las sá er þetta ritar smá-
skeyti og bréfakafla til silfur-
brúðhjónanna frá fjarverandi
vinum sem hér segir:
J. H. Johnson, Burns Lake,
B. C. frændi silfurbrúðarinnar.
Jóhannesi Sveinssyni, Cali-
forníu, bróður silfurbrúðarinn-
ar.
Sveini kaupmanni Thorvalds-
syni, Riverton.
Jóhanni Briem, Riverton.
G. Thordarson, Brandon.
Hjálmi Þorsteinssyni, Gimli.
H. Anderson, Winnipeg Beach
Hann las einnig upp ávarp
frá viðstöddum og fjarverandi
vinum og vandafólki, var það
skrautritað af mikilli list; hafði
það gert Sigurbjörn kaupmaður
Sigurðsson að Riverton; að end-
ingu las hann kvæði er hann
hafði þýtt og tileinkað silfur-
brúðhjónum. Næst söng frú
Sigríður Ólson þetta kvæði og
Snjólaug Sigurðsson lék undir:
var hún kölluð fram aftur og
söng þá annað kvæði enskt.
Séra R. Pétursson talaði fyr-
ir minni silfurbrúðgumans og
Húnavatnssýslu. Mæltist honum
vel og skemtilega; kvað hann
það eitt áhrifa-atriðið í sögu
vesturflutninganna, að þegar
hingað kæmi, “næði fólkið sam-
an’’ úr ýmsum héruðum lands-
ins. Eitt aðaláhugaefni margra
íslendinga hefði lengi verið
það, að tengja saman þau hér-
uðin, sem fjöll og firnindi hefðu
aðskilið. Þetta væri nú komið I
framkvæmd; en áður en það
varð, kvað hann þau Svein
Pálmason og konu hans hafa
tengt saman tvö helztu og blóm
legustu héruð landsins — Húna
vatnssýslu og Borgarfjörð. —
Sveinn er Húnvetningur, en
kona hans er úr Borgarfirði.
Ekki jók það lítið ánægju
þessarar gleðistundar, að John
Waterhouse hljómfræðikennari
og kona hans ásamt hinum
fræga hljómfræðingi Hubichi,
voru þar gestir og skemtu
tvisvar um kvöldið með hljóm-
leikum. Hefir Waterhouse kent
Pálma syni brúðhjónanna, en
Pálmi hefir aftur kent Pearl
systur sinni.
Næst talaði J. J. Bíldfell. —
Lagði hann áherzlu á það, að
ef menn væru alment eins vand-
aðir í lífi sínu og Sveinn Pálma-
son hefði æfinlega verið, þá
væri þessi heimur öðruvísi en
hann nú er.
Séra Ragnar E. Kvaran söng
þýzkt kvæði, en Ragnar Ragnar
lék undir. Var hann kallaður
fram aftur og söng þá kvæðið
“Sprettur" eftir Hannes Haf-
stein, með lagi Sveinbjörnssons.
Veizlustjóri kallaði þá næst
fram séra K. K. Ólafsson. Tal-
aði hann stutt, en svo skemti-
lega, að hlátur og gleði tóku
fullum tökum flesta þá, sem
viðstaddir voru.
Jón skáld Kernested hafði ver
ið beðinn að yrkja silfurbrúð-
kaiipsminni; flutti hann það
kvæði sjálfur og verður það birt
hér í blaðinu.
Þá talaði G. M. Bjarnason
málari fyrir minni silfurbrúður-
innar. Var góður rómur gerður
að orðum hans.
Valgerður Sigurðsson frá
Hnausum talaði næst. Var ræða
hennar lærdómsrík og einkar
fögur.
Á eftir henni talaði Jón Jóns-
son bróðir hennar. Flutti hann
innihaldsríka ræðu og eftirtekt-
arverða. Þau Valgerður og Jón
eru móðursystkini silfurbrúð-
urinnar.. Hefðu ræður þeirra
beggja átt að vera prentaðar;
þær eru þess fyllilega verðar.
Að síðustu töluðu silfurbrúð-
hjónin bæði, og fórst þeim það
óvenjulega vel -p fólki verður
oftast orðfátt við slík tækifæri,
en þau höfðu J)æði þannig
stjórn á hugsun og tungu, að
allir dáðust að. — Eina setningu
er Sveinn mælti, ætla eg að
setja hér, mér þótti hún svo
undur falleg: “Eins og allar
bænir felast í Faðirvorinu, þann
ig felast öll gæði í móðurást-
inni.’’ Þetta er spakmæli, sem
halda ætti á lofti.
Vinsældir þeirra hjóna komu
greinilega í ljós við þann fús-
leika, sem allir sýndu í því að
taka þátt í þessu gleðimóti.
Vel hefði mátt taka sér í
munn orð Ingersolls á mánu-
dagskvöldið og segja: “Tíminn
til þess að gleðjast er einmitt
nú. Staðurinn til þes sað gleðj-
ast á, er einmitt hér, og aðferð-
in til þess að gleðjast, er ein-
mitt sú, að gleðja aðra."
Eg þori að fullyrða að allir
veizlugestir áttu glaða stund í
þetta skifti, og sú gleði stafaði
áreiðanlega af því, að geta glatt
vini, sem þess voru virði, að
gleðja.
Þess skal getið að silfur-
brúðurinni var afhentur falleg-
ur blómvöndur. Gerði það fjögra
ára gömul dótturdóttir Ingi-
bjargar Magnússon, systur silf-
urbrúðarinnar; litla stúlkan
heitir Valgerður, dóttir Þor-
steins Sigurðssonar.
Sig. Júl. Jóhannesson.
landareign þessa frá forfeðrum
sínum, hollenzkum að ætterni,
hét James Roosevelt, fjórmenn-
ingur við Teddy Roosevelt. —
Móðir hins nýkosna forseta
heitir Mrs. Sarah Delano Roose
velt, og er enn á lífi, áttatíu
og tveggja ára.
Franklin D. Roosevelt er á-
litinn að hafa einhvem hinn
allra hreinasta stjómmála feril
af núlifandi stjórnmálamönn-
um hinna sameinuðu Banda-
ríkja. Sem stúdent við Harvard
ætlaði Roosevelt sér að ná í
herforingjastöðu; en móðir
hans kom honum til að lesa
heldur lög, og gekk hann því
búnu á Columbia háskólann.
Og á því tímabili kvongaðist
hann.
1910 var hann útnefndur og
kosinn til efri málstofu hins
sameinaða þings (senator) frá
Dutchess County, N. Y. Eftir
að hafa gegnt því embætti þrjú
ár var hann gerður að æðsta
hermálaskrifara. En á því tíma-
bili var hann útnefndur sem
varaforsetaefni 1920.
Ríkisstjórakosningu vann
Franklin D. Roosevelt 1928, og
var endurkosinn 1930.
Kona hans heitir Anne Elea-
nor, og hefir vakið athygli á
sér fyrir skólakenslu og rit-
störf.
Forsetahjón þessi eiga þrjá
uppkomna sonu og eina dótt-
ur, gifta Curtis Dall lögfræð-
ingi. Og þau hjón eiga eina
dóttur fimm ára og son þriggja
ára.
E. J.
FJÆR OG NÆR.
WEBB
FYRIR
Borgarstjóra
Greiðið atkvæðí með Ralph H. Webb,
er lætur sér hugað um að öllum stéttum
sé sýud jafnrétti og sanngirni.
Má segja í því sambandi: Oft er
þörf, en nú er nauðsyn, að með
limir standi saman. Þessir með-
limir voru settir í embætti á
síðasta fundi:
FÆT — G. Sgurðsson
ÆT — J. Th. Beck
VT — L. Gillis
FR — S. Gíslason
G — S. Jakobsson
R — S. Eydal
AR — C. Gunnarsson
K — H. Jónsson
D — V. Magnússon
AD — J. Sigurðsson"
V — L. Thompson
FRÁ ÍSLANDI
UMSÖGN
Tekin úr Los Angeles Examiner
Hinn nýkosni forseti Banda-
ríkjanna, Franklin D. Roose-
velt, er fimtíu ára að aldri,
fæddur 1882, í forfeðrahöll sinni
við Hudson River, er tilheyrðu
5Ö0 ekrur af landi, og er höll
þessi talin heimili hans enn í
Friðrik Abrahamsson frá
Leslie, Sask., sem verið hefir í
bænum undanfarnar tvær vik-
ur til lækninga, er nú orðinn
heill heilsu, og fer heim til sín
aftur í þessari viku.
* * *
Jón Kernested, lögreglumað-
ur frá Winnipeg Beach, Man.,
var staddur í bænum á mánu-
dag og þriðjudag í þessari viku.
¥ ¥ ¥
Karlakór Íslendinga í Winni-
peg er að undirbúa skemtisam-
komu að kvöldi þess 5. des-
ember n.k. — Verður þar margt
til skemtunar og eru íslend-
ingar beðnir að muna eftir
kvöldinu.
Nánar auglýst síðar.
¥ ¥ *
Messur í Vatnabygðum verða
fluttar sem hér segir:
Sunnudaginn 20. nóvember,
kl. 11 f. h. í Elfros.
Kl. 2 e. h. í Foam Lake.
Kl. 7.30 e. h. í Leslie.
G. P. Johnson frá prestaskól-
anum í Saskatoon talar á öll-
um stöðunum.
Allir eru velkomnir.
* ¥ ¥
Athygli.
Þar sem á þessum vetri að
Stórstúkan I. O. G. T. hér um
slóðir hefir starfað í fimtíu ár,
þá er ákveðið að mynda starf-
sjóð í tilefni af þessu 50 ára
afmæli, og verður því höfð
hlutavelta og dans til arðs fyr-
ir fyrirtækið, mánudaginn 5.
desember 1932.
Nánar auglýst síðar.
¥ ¥ ¥
Eftirfarandi stúkusystkini eru
í vali fyrir fulltrúaT. O. G. T.
fyrir komandi ár. Kosning fer
fram á Skuldarfundi föstudags-
kvöldið 2. desember 1932.
J. Th. Beck
Mrs. S. Backman
G. M. Bjarnason
S. Eydal
Á. Eggertsson
S. Gíslason
E. Haralds.
G. Jóhannsson
Rósa Magnússon
J. Ólafsson.
H. Skaftfeld
G. H. Hjaltalín
¥ ¥ ¥
Þar sem nýr ársfjórðungur
fer í hönd, væri æskilegt að
meðlimir stúkunnar Heklu sæki
Blönduósskólinn.
Ætlast er til að þar séu náms-
meyjar flest 32. En sakir mik-
illar aðsóknar að skólanum, hef
ir verið ákveðið að þar yrðu
34 námsmeyjar í vetur. Nokkr-
ar fleiri hafa sótt um inntöku
í skólann, en fá ekki inngöngu
fyr en næsta ár.
¥ ¥ ¥
f daufara lagi
er nú á hinu forna biskupssetri
Hólum í Hjaltadal. Þar var sett
ur búnaðarskólinn á þriðjudag-
inn var yfir 10 nemendum bún-
aðarskólans, 6 í eldri deild og
4 í yngri deild. En fyrir skömmu
var einn af kennurum skólans
á ferð á Sauðárkróki. Þeir eru
víst 5 alls. Þá vissi hann ekki
til að neinn hefði sótt um inn-
töku í unglingadeild skólans.
¥ ¥ ¥
Landlækni
hefir boðist ferðastyrkur frá
Heilbrigðismáladeild Þjóðbanda-
lagsins til þess að ferðast í alt
að 6 mánuði um þau lönd, er
hann óskar, í því skyni að kynn
ast heilbrigðismálefnum þeirra.
Styrkurinn nemur öllum far-
gjöldum, auk ríflegra dagpen-
inga til að standast annan kostn
að. Helzt er óskað að byrjað
verði að nota styrkinn þegar
á þessu ári, en ef það er ekki
unt, þá einhverntíma á næsta
ára. Ef landlæknir getur ekkl
notað styrkinn sjálfur, er hon-
um heimilt að senda mann í
sinn stað. — Fyrverandi land-
læknir hafði unnið að því að
Island gæti orðið aðnjótandi
slíkra ferðastyrkja er Heil-
brigðismáladeild Þjóðbandalags-
ins á yfir að ráða. Forstöðumað
,úr serum stofnunarinnar dönsku
Thorvald Madsen, er einn af
ráðunautum heilbrigðisdeildar-
innar, og er styrkurinn veittur
fyrir hans milligöngu.
* * *
Prestkosning.
Þ. 9. þ. m. (okt.) fór fram
prestkosning til Grundarþinga
í Eyjafirði. í kjöri voru tveir
kandidatar: séra Benjamín
Kristjánsson og Gunnar Jó-
hannesson. Talning atkvæða fór
fram á skrifstofu biskups í
gær. Höfðu 399 kjósendur af
600 neytt atkvæðisréttar sfns.
Séra Benjamín Kristjánsson
hlaut 229 atkvæði, en Gunnar
Jóhannesson 165. Þrír seðlar
voru auðir og tveir ógildir. —
Kosningin var lögmæt.
Kona nokkur átti mann, sem
Bjarni hét. Hann var lítilfjör-
lega banghagur. Eitt sinn heyrði
hún menn ræða um, hvort hann
mundi geta smíðað eitthvað, er
þeir ákváðu, og ætluðu, að hann
mundi ekki geta það. “Geta
það’’, mælti konan, “hann hefir
gert það, sem meira er, hann
Bjarni minn, að skapa sjálfur
börnin sín.”
¥ ¥ ¥
Kona nokkur í Bjarneyjum á
Breiðafirði misti mann sinn í
sjóinn, og er hún vissi, að svo
hafði að borið, mælt hún: “Það
var auðvitað, að feigð kallaði
að honum í morgun, því skratt-
inn minti hann á að taka þann
eina nýja skinnstakkinn, er
hann átti, og fara til fjandans
með hann.’’
Blanda.
uVölturnar,, á hinum
Sjálfundnu Karlmannaúrum
dag.
Faðir hans, er einnig erfði f sig veðrið með fundarsókn.
Sjálfundin úr með svissnesku gangverki.
Það er erfitt áð hugsa sér laglegri, eða kærkomnari
gjöf handa karlmanni en eitthvert þessara nýtízku úra.
Og þau eru nýmóðins — frá hinum yztu umbúðum og
inn að hinum fínustu hjólum í gangverkinu.
Með 15-steina Sviss-gangverki — er hvílir
á fíngerðustu stálkúlum svo að úlnliðs-
hreyfingin vindur upp sjálft úrið, svo að
það gengur í 30 kl.tíma hvar sem það er
lagt. Með Chromium skifu.
$30.00
Ef í gulum kassa. $32.50.
I gullfangadeildinni, Aðalgólfi við Donald
EATON C9,
LIMITED