Heimskringla - 07.12.1932, Side 3

Heimskringla - 07.12.1932, Side 3
W3NNIPEG 7. DES. 1932 HEIMSKRINGLA 3. SiÐA n*n BMI PhmM BW HOTEL CORONA M II»m WHk Ba«h ■•t u« Coli W»»«f Is W»«ry Imb — $1.ÍO per 4»y »n« «p. ■•athlp and Weekly Retaa •n Requeat C«r. MalB * Netre Dame lut WINNIPEG. CANADA fæðu þína og fóstrið alt, fyrir þetta þú þakka skalt — segir Hallgrimur Pétursson. — Það var neyðin, sem kendi hverri húsmóður, fram á vora daga, að skamta hverjum heim- ilismanni í réttu hófi og fara þriflega með allan mat, nýta alt sem bezt. Og húsbændur lögðu sig alla fram um að afla sér og viða að sér öllum þeim landsgæðum, sem völ var á til manneldis. Mætti margt til nefna þessu til sönnunar og þvf hversu mikið þurfti að hafa fyrir því að afla sér allra fanga, meðan samgöngur um landið voru afar örðugar. — Til dæmis má nefna skreiðar- og þorsk- hausaferðirnar víðsvegar af landinu til sjávarplássanna sunn an lands, (lengi rissi enginn um fiskvon á miðum annarstað ar við landsins strendur). Jafn- vel frá Langanesi var farið á vori hverju alla leið suður á Reykjanes, ef ekki var fisk að fá sunnan Vatnajökuls, í Suð- ursveit. Þá má nefna grasa- ferðirnar upp um heiðar og af- réttir, melgreslsræktun og hirð ing melkomsins í Skaftafells- sýslu, samtíning og hagnýtingu hinna ýmsu jurta, sem áður eru nefndar, sem og fjörugrasa og sölva. Loks má nefna, sem dæmi góðrar nýtni, hvernig Skaftfellingar hirtu og mat- reiddu barðsílið og loðnuna, er oft rekur mikið af á söndunum þar á vetuma. — Fyrst var sílið sneypt, þ. e. táiknið var rifið burtu og innyflin dregin út. Sfðan vom sílin þvegin og soðin í sýrublönduðu vatni og etin, en afgangur allur kasað- ur — í snjó — eða alt súrsað í sánum. Ef þau voru kösuð, vom þau tekin upp á vorin, þurkuð við vind undan sól og breidd f flekk. Þar næst var þeim snúið með hrífu eins og heyi og fergð í íláti og geymd, og þóttu holl- ur og bragðgóður matur. Þannig mætti margt wpp telja sem sýnir nýtni og góða bún- aðarháttu forfeðra vorra og mæðra. Frh. BEINAGRINDiN Saga eftir Erl. Johnson. Frh. “Nei, ekki held eg það,” varð mér að orði. “Þú skilur ekki sál arlíf mitt, Guðný, sem ekki er heldur von. Eg er sem sagt nið- urbrotinn af mislúkkaðri æfi. og sé nú ekkert nema ófarsæld og mynd dauðans í hverju spori." “Ó, nú ertu tekinn til pabbi,’’ sagði Guðný. Þú átt ekki að hugsa til svona, það eyðilegg- ur þig. Alt sem að þér gengur, er bara sjálfum þér að kenna. Þú hefir haft eins mikið vit, og sumir þeir, sem eitthvað hafa komist áfram.’ “Það má vel vera,’’ sagði eg. “En það er ekki nóg að hafa vit, og kunna ekki að nota það í fullu samræmi rið alla var- kárni. Þú ert ung og þekkir ekki hugarfar mitt. Eg er gam- all, lamaður og þreyttur með á- sakandi hugarfar, af því þó helzt að hafa látið hvern einn krókarefinn snuða út úr mér alt, það lítið sem eg hefi kom- ist yfir. Skilur þú það? Þú varst ekki fædd, þegar þessi b...... S. A. snuðaði út úr mér landnámsjörð mína, og fór svo litlu á eftir að auglýsa grafreiti til sölu.” “Æ, hættu nú, góði pabbi, þú ert að verða sjálfum þér og öðr- um til stórleiðinda, svo það er bezt að þú farir strax að ganga út þér til afþreyingar.’’ Eg lét ekki segja mér þetta trisvar, því það var eitt með öðru, er mér bjó í huga, að kom ast að heiman sem fljótast, og ganga beina leið upp í Holly- wood Boulevard, að beinagrinda glugganum, eins og eg hafði gert daginn áður. Og eftir stundar korn var eg enn á ný tekinn til að horfa á hinar hryggilegu leifar dauðans — á beinagrind þessa og höfuðkúp- urnar, er mig nú sárlangaði til að geta fræðst um til hlftar. Eftir að hafa staðið þarna á að gizka 10 mínútur, sá eg að óræstis lögregluþjónn var þarna á vakki skamt frá mér. Ó, hvað mér fanst eg geta hatað hann! Ef hann tæki nú upp á því að banda mér frá glugganum enn á ný, því nú lá mér orðið ríkt í huga að reyna að fá mér þarna þolanlegt efni í góða skáldsögu. Eg sá nú að þessi tröllaukni lögregluþjónn stefndi beint til mín, svo eg færði mig frá glugg anum í bili, og gekk inn í lyf- sölubúð, er var þarna rétt hjá, og gerði mér það til erindis að kaupa þar vindil. Þegar eg svo kom út aftur, gekk eg beint að glugganum, og sá þá engan lögregluþjón, er gæti blakað hendi sinni við mér. að svo stöddu, eins og deginum áður. Hvernig það atvikaðist, veit eg ekki — nema það hafi komið til af þessari truflun, er á mig kom, með að forðast lög- regluþjóninn — að þegar eg var aftur kominn að gluggan- um og tekinn að horfa á ný, fanst mér eg hreint ekki geta náð þolanlegri fastahugsun um það, hvernig eg æcti að geta náð ítarlegum og um leið á- byggilegum söguþræði af þess- ari beinagrind og höfuðkúpun- um. Mér þótti það verst af öllu að þótt eg tæki það fyrir, að fara niður á lestrarsafnið í Los Angeles, þá eins og gat eg ekki beðið þar um að fá að lesa þenna bækling, er eg hafði frétt um að væri þar degin- um áður, því eg hafði tapað sögumanni mínum áður en hann hafði nefnt titil bókar- innar, svo að þessu leyti fann eg sárt til þess af hafa mist af þessu atriði. Eg hugsaði mér nú, að samt sem áður skyldi eg reyna til að dvelja við gluggann sem lengst. ef ske kynni að einhver kæmi þar, er ef til vill gæti aukið eitthvað á þekkingu mína. Eftir að hafa staðið þarna um stund og virt fyrir mér enn á ný leifar dauðans, og rotnunar þeirrar, er siglir svo fjótt í fót- spor hans, fanst mér að mik- ið mætti þakka þeim manni er fyrstur hefði fundið upp á að grafa hina dauðu. í huga mínum runnu þarna upp skýr- ar myndir, af stórum og smá- um grafreitum, er sýndu mér í huga lík á öllum hugsanlegum stigum rotnunar. — Eg hugsaði þarna til allra minna dánu skyldmenna í gröfum sínum, og alt fanst mér þetta svo öm- urlegt, að sveita sló út- á and- liti mínu. í þessu koma þarna að tvær konur og stanza við gluggann. Önnur þeirra hrópaði strax og hún nam staðar: “Ó, guð minn! Þetta er hryggileg sjón. Menn- irnir eru heimskir. Þeir ættu að brenna lík hinna dánu. Held- ur þú það ekki, góða mín?" bætti hún við um leið og hún sneri sér að konu þeirri er með henni var. “Jú, eg held það nú,’’ svaraði hin konan. “Og þetta er ó- kristilegt, að flagga með svona lagað fyrir allra augum.” “Ó, veiztu hvað, Mrs. Wells? Ó, herra minn guð! Eg veit ekki hvort eg þori að segja þér það, Mrs. Wells; en hann George sonur minn, er gengið hefir hingað á læknaskólann, segir að hafi hlotist mikið ilt af þessari viðbjóðslegu beinagrind og þess um hryggilegu höfuðkúpum, og hörmulegust séu þó dauðsföll- in, er standa í beinu sambandi við beinagrind þessa.’’ “Ó, guð minn góður!" sagði nú Mrs. Wells, er hún steig 2 til 3 skref fram með gluggan- um, og vaggaði þau fram, eins og hún hefði í æsku lært göngu lag hinna norðlægu mörgæsa. “Eg get hreint ekki horft eða hlustað á þetta, góða mín, það er svo voðalegt — þessi eyði- legging.’ Konan er fyrst nam staðar og byrjaði samtalið rið þessa feitu konu, er hún nefndi Mrs. Wells, sagði að lokum: “Úr því að þér fellur ekki f geð að heyra meira um það, er George minn hefir sagt mér um þssa Carlos beinagrind, þá er bezt að við göngum upp að Christie Hotel. Við getum feng- ið okkur þar hið bezta kaffi, sem búið er til í allri Holly- wood.’’ Mrs. Wells jánkaði þessu hýr- lega, og svo gengu þessar hefð- arfrúr vestur strætið og hurfu fljótt inn í hina miklu fólks- þvögu, er þar liðaðist aftur og fram. Eg stóð aleinn eftir við glugg ann, og horfði enn á þessa hrygðarsýn, er dauðinn einn fær framleitt. Þetta, sem konur þess ar höfðu sagt, þótti mér nú undur markvert. Og alt, sem þær höfðu talað þarna saman, eins og bergmálaði í huga mín- um á íslenzku. Þarna þóttist eg hafa fengið enn meiri átyllu í riðbót við það, er áður hefir hér verið skýrt frá. Og nú fyrst datt mér í hug að stór og fátíð sama hlyti að standa á bak við beinagrind þessa, og hinar hræðilegu höfuðkúpur, er báru þessar einkennilegu áletranir. En hvemig að dauðsföllin gátu staðið í nánu sambandi við beinagrind þesssa, var mér með öllu óskiljanlegt. Við þetta óx nú enn meira löngun mín og forvitni. Eg fór að óska eftir í huga mínum að þessar' tvær konur, er rirtust mér svo saklausar og góðar, hefðu stanzað mikið lengur við þessi eyðileggingarmerki dauð- ans, og talað þar miklu meira saman. — Þri hefðu þær gert það, fanst mér að eg sjálfur hefði getað fengið tækifæri til að leggja nokkur orð í samræðu þeirra. Ekki var það heldur hugsanlegt að mér myndi auðn ast það, að komast í samband við þenna George, er önnur konan nefndi son sinn, er geng ið hafði á þenna læknaskóla. Og sömuleiðis gat það tæplega viljað til, að eg bæri gæfu til að sjá þessar góðu hefðarfrúr á ný. Til þess að eg gæti þarna fengið þolanlegt, og ef til vill gott efni í skáldsögu, fanst mér eg þurfa að kynnast þessu öllu mikið betur. Og enda þótt mér fyndist nú orðið ekkert ósenni- legt, að illir andar væru þeim fylgjandi. Það eitt fanst mér að gæti einnig gert efni mitt í sögu ennþá stórvægilegra. Eg þorði nú ekki að staldra lengur við gluggann í þetta sinn, því það gæti vel vakið tortryggni einhvers. Og það er ætíð vandasamt að haga sér rétt í stórborgum. Held eg þá að eg hafi sagt við sjálfa nmig: “Fólksumferð er farin að auk- ast hér til muna, og þó Holly- wood Boulevard sé langt og breitt stræti, getur vel farið svo að hér fari að þrengjast." Gangstéttir allar eru að vísu mjög breiðar á þessum slóðum, og kemur því varla fyrir að verulegra þrengsla kenni, þrátt fyrir það þótt oft og einatt sé mergð af fólki á gangi. Margt af því er líka, eins og gengur, að smáhverfa, inn í búðir og matsöluhús. Allar þessar steyptu gang- stéttir við Hollywood Boule- vard eru í sjálfu sér hið mesta listaverk, eins og gefur að skilja, þar sem þessi staður er álitinn einn af fyrirmyndar- stöðum heimsins. Með allar sín- ar mörgu leikstjörnur og fram- leiðslu í hreyfimyndum. Sum- staðar fyrir framan hin allra fínustu skrauthýsi, eru gyltir þræðir, að sönnu mjóir, greyptir í hina marglitu steinsteypu, alla slípaða og gljáandi. Er sagt að það beri langt af samskonar skrauti í New York. Þá eru búðir og danssalir þar ekkert hrákasmíði, og þó ekki hvað sízt hin mörgu og fögru leikhús. En samt sem áður taka þó danssalimir öllu fram. Skraut þeirra sumra má næstum segja að taki fram him- inblárri stjörnufesting himins- ins, með öllum þeim hnatta- málverkum á loftum og veggj- um; og eru þetta engar ýkjur. Þó geta ekki nema eingöngu listmálarar vitað, hvað alt þetta á í raun og veru að þýða. Sama má segja um útlitið á umhverfinu um Hollywood, þá er út er komið undir bert loft, eins og sagt er. Margvíslegar stærri og smærri skrauthallir blasa þá við auganu, hvert sem litið er. Víðáttan er þarna mikil og fögur og breytileg á að líta. Alt lauslegt sýnist vera þama á sífeldu iði, í hinni stórfeldu verzlunariðu, er heldur uppi veldissprota sínum, má heita dag og nótt. Og altaf er fólk að kaupa, borða og gæða sér á öllu upphugsanlegu, er hin svo- kallaða nýja og fullkomna nú- tímans verzlun og menning geta í té látið. Töfaldir spor- vagnateinar eru á Hollywood Boulevard, á margra mfhia svæði, er samtengjast Los An- geles sporteinunum, og eftir þeim renna fram og aftur skrautlegir, rauðir fólksflutn- ingsvagnar, knúðir af rafafli, oftast nær fullir af farþegum, þó mikil sé þarna einnig bíla- umferð nótt og dag að heita má, út og fram og í allar átt- ir borgarinnar. Yfir alt þetta hvolfist svo ljósblár himininn nótt og dag, skær og skýjalaus. Á daginn blandar hann hina yl- hýru björtu sólargeisla, með hin um trygga og alþekta guðlega bláma sínum, og býr þá til undur og skelfing af fjólublá- um geislabrotum, og þrýstir þeim þá á alt dautt og lifandi. Þá gleðjast hin litlu skrautbúnu fiðrildi, er fljúga þá úr einum stað í annan yfir hin mörgu blómabeð, þó þau að sönnu ættu að vita það vel„ að það er ljótt að skerða skraut blómanna, sem eru þá líka í óða önn að taka á móti sínum geislabrotum af himni og jörðu. 3. kafli. Þremur dögum síðar var eg staddur niðri á aðalstræti í Los Angeles. Ofurlítið fyrir austan Aðalstrætið, á götuhorni er nefnist Fimta Suður, er á hill- um, sem reistar eru upp við byggingu, allra landa frétta- blaða markaður, alveg úti und- ir beru lofti. Og smá sögurit eru þarna einnig til sölu. Mér datt ekki í hug að horfa neitt á þessi blöð, að þessu sinni, því eg vissi það vel, að eg gat ekk- ert fundið þar mér til hjálpar viðvíkjandi sögu beinagrindar- innar og höfuðkúpanna, er láu svo ríkt á huga mínum. En hvernig svo sem á því stóð, stað næmdist eg þarna og varð hugsi. Eg hallaði mér þarna upp að göngumarka staurunum og hálf ligndi aftur augunum. Upp í huga mínum runnu enn á ný stórir grafreitir og margt í þeim, er lægi þar eins og á sex feta dýpi. Eg fór að hgsa um lík þar í misjöfnu rotnunarástandi. Og eftir því sem eg hugsaði um þetta lengur, urðu myndir þess- ar þeim mun óviðfeldnari, eins og gefur að skilja. Fólksumferð in var þarna afar mikil eins og tíðast á sér stað, en eg gaf henni svo sem engan gaum, fyr en að einhver, er þarna var á gangi kom nokkuð hranalega við handlegg minn á hægri hlið. Eg leit upp, og sá þá að það mundi hafa verið gypsy-spá- kona, er stjakað hefði verið við f mannþrönginni á gangstétt- Inni. Við þetta trufluðust hug- rcnningar mínar enda þóttist eg vel mega missa þær, því þær voru á engan hátt viðfeldnar hvort heldur var. Eftir nokkrar sekúndur datt mér í hug, hvort það væri nú ekki óskaráð fyrir mig, undir mínum mjög einmana kringum- stæðum—þó ef til vill væri það bandritlaust — að fara á fund þessarar spákonu. Eg þekti hana vel á búningi hennar, því eg hefi séð svo margar af þeim hér í Vesturheimi. Þær kasta aldrei hinum gamla búningi sín um. Þær klæðast allar að miklu leyti nákvæmlega eins, í drag- síða rósótta sirzkjóla, og með rósótt sjöl og rósótta stóra klúta yfir höfði sér, er slúta vel fram yfir ennið. í öllum þess- um rósaklæðum þeirra eru að sögn allir litir regnbogans. Og ofan á alt þetta, skreyta þær sig með gullstássi og perlufest- um og fílabeins armböndum. Þær rirðast klæða sig mikið undir þessa sína léreftskjóla. og gerir það þær bústnari og á- litsmeiri. Nú er að segja frá því, að eg stikaði þarna norður Aðal- strætið, og sá hylla undir kerl- ingu þessa rétt á undan mér. Eg gekk nokkuð hratt, svo eg næstum náði henni. En eftir nokkurn spöl lengra norður strætið. sé eg spákonu þessa ganga þar inn í spákonustofu sfna. Eg stanza fyrir framan dyrnar og fer að lesa auglýs- ingarskilti hennar, og sé að spá konan verður þess vör. Og nú leið ekki á löngu, þar til hún kom út til mín, því þeim, eins og öðrum munar í skildingin. “Komdu sæll, góði minn,*’ sagði spákonan strax og hún kom út til mín. Þetta sagði hún á mjög góðri ensku, eins og hún hefði verið uppalin á sjáltu Englandi. “Jæja, komdu sæl, góða mín," svaraði eg, auðvitað á ensku líka, því ekki bjóst eg við að spákona þessi myndi tala íslenzku, enda gerði hún það ekki. Hún tók nú í aðra hendi mér og sagði í blíðum róm: Komdu hérna inn með mér, góði minn. Mig langar svo mik- ið til að spá fyrir þig. Þú ert svo góðmannlegur og sakleysis- legur. En þó einkennilegur," bætti hún við. “Það kostar þig aðeins einn dollar. “Eg get ekki haldið að þú sért mikils virði sem spákona," svaraði eg. Sá eg þá strax að henni brá og svaraði hún nokk- uð hastarlega: “Það er ekki rétt.’’ Svo bætir hún við þetta og segir: “Eg spáði fyrir leikstjörnu í Holly- wood, þegar eg hafði spástöð mína þar. Hún heitir Jean Har- low. Eg las það í lófa hennar að hún myndi verða ekkja á unga aldri, og að maður henn- ar yrði skotinn. Nú er þetta alt komið fram nýlega. Trúir þú nú?” Eg kannaðist við þenna at- burð úr dagblöðunum. En hvort kerling var að ljúga þessu eða segja satt, var mér ómögulegt að vita. Nú spurði eg spákonu þessa hvort hún hefði verið lengi í Hollywood. Hún Sagðist hafa átt þar heima í níu ár. Nú datt mér í hug að hún myndi nú ef til vill vita eitthvað um beina- grindina og höfuðkúpurnar, svo eg gekk inn með kerlingunni og sagðist þá ætla að láta hana spá fyrir mér. En hún yrði að segja mér alt það er hún sæi, hvort heldur það væri gott eða ilt, um leið og eg fékk henni þenna eina dollar, er hún hafði ákveðið fyrir spádóm sinn. Þegar eg kom inn í spákonu- stofu hennar, sá eg að þar var alt hreint og snyrtilegt. Dörindis dúkar með tígrisdýramyndum héngu á veggjunum, og krókó- dílahúðir voru breiddar á gólf- ið og alla stóla. Stór mynd af Þér »em notið TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgðlr: Henry Ave. Kast Phone: 26 856 Skrifstofa: 5. góttl, Bank of Hamilton VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA skrattanum lá þar á kringlóttu borði, og rirtist hann á mynd- inni vera að toga þar í púka — þó í mannBlíki — ofan í rautt eldhaf, er virtist vera á mynd- inni, og þeir báðir virtust standa við. Spákonan dregur nú stól að: Þessu borði og lætur mig setj- ast í hann. Svo tekur hún sjálfrl sér annan stól og sezt í hann hinumegin rið borðlð. “Réttu fram báðar hendur þínar,’’ segir svo spákonan, um. leið og hún sveipar yfir sig ljós- blárri hýalínsslæðu. Að þvi loknu fór hún að skoða lófa mína, og sagði mér að leggja báðar hendur mínar á grúfu yf- ir myndina á borðinu. A meða» þuldi hún eitthvað, er eg ekki skildi. Svo bað hún mig att leggja hægri hönd mína á hjartastað, og hafa upp eftir sér öll þau orð, er hún kynni að segja. Eg varð að íofa þessu. Síðan lætur hún Mtið koparftát á borðið. Það sýndist eins og hálffult af ösku. Síðan kveikir hún á keri þessu, og upp úr þvf steig heilmikill reykur. Þá seg- ir hún í þrigang: "God heipi me". Og það varð eg að hafa upp eftir henni. Svo endurtók hún þrisvar sinnum: "Dowik With the Devil (niður með djöf- ulinn).”. Svo aðgætir hún lófa mína og byrjar að spá: “Guð er þér góður, en menn vilja þér ilt," sagði hún fyrst, ‘Þú hefir oft mist peninga þfna og eignir til vondra manna. Er það ekki rétt?’’ spurði spákon- an. “Jú, það er rétt, svaraði eg. Það eru tveir menn, sem eru. reglulegir óvinir þfnir, og vilja gera þér alt ilt. En þú ert líka ógurlegur hatari sjálfur. En þá átt lfka mikið til af elsku ti> þeirra er þér Ifkar, og þú mynd- ir gefa þeim þinn sfðasta skild- ing ef þú rissir að þeir þyrftn, þess með. Þú átt að verða 32 ára gamall og deyja stórauðug- ur maður, og frægur verður þú» eftir dauðann fyrir að hafa skrif að sögu. Þú getur gengið í eld fyrir þá sem þú á annað borð elskar. En elska sú er ekki auð- fengin. Þú berö mikla sorg í huga, fyrir margvíslegan los- arahátt og endalaust fjártap. Nú legg eg yfir þig þetta ljós- bláa klæði mitt og kasta að þér- reyk þessum og krossa á þér höfuð, hendur og iljar. Og mun, nú hér eftir breytast ógæfa þfn í stóran sigur og mikla ham-. ingju.” Nú þoldi eg ekki lengur mát-. ið. Eg spurði spákonu þessa að því, hvort hún sæi nokkra beina grind koma við þessa frægu sögu, er eg ætti að rita. Hún lítur nú á mig stórum augum og segir: “Ert þú frá Hollywood?” “Já,’ ’svaraði eg. “Ætlar þú að taka efni í sögu þína úr umsögnunum um beina- grind Carlos Consetto? Ef þú gerir það,’’ sagði spákonan, þá verður þú fyrst að ganga í fé->. lag, sem nefnist Draumaland.” “Draumaland?’ át eg eftir. “Hvaða félag er það?” Það er andatrúarfélag, er Inð- verjinn Tabot Sourta ræðun fyrir, og það myndi kosta þig 500 dali að verða þar meðlim-- ur.” “Eg held eg þurfi þess ekki,” sagði eg, hálf undrandi yfir þessum fréttum spákonunnar. “Þú getur hjálpað mér nógu mikið, svo eg fái nokkurn veg- inn söguþráðinn." Frh.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.