Heimskringla - 07.12.1932, Side 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINKIPEG 7. DES. 1932
Hfeimskrin^la
t (Stofnuð 18S6)
) Kemur út á hverjum miSvikudegi.
• Eigendur:
the viking press ltd.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86 537
» ____■ • ____ i ■—
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING. PRESS LTD.
RáSsmadur . TH: PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Manager THÉ VlKING 'PRESS LTD.
8Í3 Sargént Ave:, Wínnipeg
• Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Vtanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HÉIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnlpeg.
"líeimskfinglá” ís published bý
and printed by
The Viking Press Ltd.
•853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
., ■ • 'Telephone! 86 537
’ WINNIPEG 7. DES. 1932
ALDARAFMÆLI BJÖ.RNSTJERNE
BJÖRNSON.
Þess hefir verið getið áður í frétta-
grein*í ■Heitnskringlu,'að í þessum mán-
uði væri aldarafmæli stórskáldsins Björn-
stjerrie BjÖrnson. líann var fæddur 8.
desember 1832 á prestssetri litlu í Austur
Noregi, þar sem faðir hans var prestur.
Fyrstu kynni íslenzkrar alþýðu af
Björnstjeme Björnson sem skáldi, má
eflaust. j.elja sveitasögu hans Sigrúnu á
Sunnnh-yoli. ..En það var fyrsta saga
skáldsips, fuil af æsku og unaði, eins og
kunnugt- er, Eftir það .rekur hver smá-
sagai) aðra og hvert kvæðið annað, sem
gimsteina;;. . méga • heita, í hókmentum
heimjins. -Og síðar koma svo leikritin og
lengri ;p.pgumar, er.&vo mikinn siðferðis-
þrótt, og^ svo vakandi réttlætismeðvitund
bera með sér^-. að fár eða enginn hefir
með ritum sínum, unnið. eins að því og
Björns^tjeme, að efla og þroska það sem
fagurj; býr. í mannssálinni. í því er hið
miklg .þlutyerk h'ans falið, í fám orðum
sagt, sem rithöfundar..
í grein eftir norska konu, frk. Nulle
Finsen, sem um átta ára skeið átti heima
á heiiriili Björnstjerné, óg birt er í ís-
lenzkri'jiýðingu f síðasta- hefti Eimreið-
arinnnr', er meðal ánnars, þannig komist
að orði um skáldið Björnstjeme Björn-
son:• • ’
“Bjprn’son þafði mikilvæga þýðingu
fyrirJpjpð sína,.,á fleiri sviðum en skáld-
skaparins’. Fegursta draum lífs síns lifði
hann í ellinni, þar sem hann dvaldi á
stórbýíi sjpu, Aulestad, og horfði út yfir
fósturjÓrðina, þar sem fólkið bjó, sem
hann hafði hyatt og brýnt, með föður-
lands.ást sinni og ræðum ,þrungnum eld-
móði, til þess að krefjast fulls og óskor-
aðs frelsis og ná því. Þaðan sendi hann
mælsku. þrungnar ritgerðir út til þjóðar-
innar —r eins og hann væri lifandi saiA-
vizka Noregs — eða hann fór að heiman
eins og hann stóð, til þess að halda ræður
á ræðw ofan, fyrirlestra um stjóramál,
friðarmálin, trúarbrögðin, um öll þau
viðfangpsefni, sem á dagskrá voru. Það
skifti ekki svo miklu, hvort menn vom
honum sammáia eða ekki. Það sem skifti
máli, var hrifningin, krafturinn, karl-
menskan, sem ljómaði af honum, þar
sem hann stóð augliti til auglitis við hlust
andi manngrúann .... röddin hans
fagra, sem ýmist tók með svo undarlegri
varkámi á orðunum, eða þrumaði, djúp
og heillandi eins og orgeltónar, hreif alla.
Hann var hinn ókrýndi konungur Nor-
egs . . . .”
Aldarafmælis Bjömsstjerne, verður í
þessum mánuði, ekki aðeins minst í Nor-
egi, heldur eflaust úm öll Norðurlönd og
ef til vill- víðar.
“HÖLTU ENDURNAR” KOMA SAMAN.
Þegar Bandaríkja þingið kemur saman
eftir forsetakosningarnar, kalla gámng-
arnir það “þing höltu andanna”, ef stjóm
in hefir-ekki náð endurkosningu. Eins og
kunnugt er, heldur fráfarandi stjóra völd
um í -fjóra mánuði eftir kosningar. Og
á þeim.tíma er þing haidið og lög sam-
in, eins og ekkert hafi í skorist. En þar
sem þingið er þannig í höndum stjórnar,
og ef til vill fjölda þingmanna, er beðið
hefir ósigur í kosningunum, hefir því ver-
ið gefið þetta nafn — í skopi auðvitað.
Þing þessi þykja vanalega ekki afreka-
stór. Þeim hefir í því efni verið líkt við
söng deyjandi svariar. Stjómendur þeirra
líta eflaust svo á, sem þeir hafi litla
heimild til að vera þarna, þvert á móti
vilja kjósenda, þó lögin skipi sVo fyrir.
Hafist þingið eitthvað að, er nokkru máii
skiftir, er heldur ekki takandi fyrir að
stjórnendur þess fengju að heyra það.
Eitt af þessum þingum stendur nú
yfir í Bandaríkjunum. Kom það saman
s. 1. mánudag. Mörg mál liggja fyrir, er
skjótrar úrlausnar krefjast.
Eru skuldamál Bretlands og Evrópu-
þióðanna, eflaust hin mikilvægustu af
þeim. En nú-er afstaða Hoovers kunn í
þeim. Er hætt við, að á þessu þingi verði
ekki breytt um stefnu. Að vísu horfa þau
öðruvísi við en áður, þar sem Bretland
hefir nú tjáð Bandaríkjastjórninni, að það
sreti ekki orðið við kröfu hennar um
ereiðslu á skuldunum. Mun alment litið
svo á, sem Bretar eigi ekki þægilegt úr-
kostar, er þeir fara fram á gjaldfrest
eða uppgjöf skulda sinna.
Sem stendur nemur skuld Evrópuþjóð-
anna, eins og hún er skráð hjá fjármála-
ráðherra Bandaríkjanna,- $11,229,968,706
(þ. e. rúmlega ellefu og einn fjórði biljón
doilara). Af skuldum sínum hafa nú
Bandaríkin innheimt $2,627,580,897 (eða
rúmlega tvær og hálfa biljón). En af
bessari upphæð hafa Bretar borgað rúm-
lega heiminginn. Það verður því ekki
sagt að það hafi skirst við að standa í
skilum til þessa.
En svo er einnig að líta á ástæður
Bandaríkjastjórnarinnar. Hún hefir lán
þessi tekið hjá þegnum sínum og á auð-
vítað ekki gott rrteð að neita að standa
f skilum við þá um þau, nema að lýsa
sig gjaldþrota. En auðvitað kemur það
ekki til máia. Hinn er sá kosturinn, að
lánveitendur hennar gefi eftir skuldirnar.
En hverjir em þessir lánveitendur? Geta
það ekki verið bankar og félög, sem í
vörzlum hafa haft almennings fé, er þann
ig hefir átt að ávaxta? Það verður gam-
aniaust fyrir Bandaríkjastjórnina að gera
upp á milli sinna eigin þegna og lánþeg-
anna í Evrópu, þó að hitt sé að vísu ekki
neitt auðséð, hvernig og hvenær þessi j
gífurlega skuld Evrópuþjóðanna, verður |
greidd að fuilu. Þegar þess er gætt, að I
stefna Rðosevelts, nýkjörins forseta, er j
önnur í þessum skuldamálum en núver-
andi stjórnar, er líklegt, að í þeim verði
ekki neitt gert fyr en í marz, að Roose-
velt tekur við löggjafarmálunum.
Áfengislöggjöfin er annað málið, sem
eflaust verður mikið rætt um á þessu
þingi. Áhugi vissra manna að fá vínbann-
ið afnumið, er ósegjanlega mikill. En að
því er ekki eins auðhlaupið og látið var
fyrst eftir kosningarnar. Þá var talið víst
að ölsala yrði byrjuð um jól. Við nánari
athugun er það nú orðið ljóst, að á jóla-
pelann sinn verður ekki hægt að kaupa
að lögum. Um breytingarnar á Volstead-
lögunum til þess að koma á reglulegri
ölsölu, kemur mönnum ekki saman. Og
Borah, þingmaður öldungadeildar og bann
vinur mikill, heidur því fram, að breyt-
ingar á Volsteadlögunum sé ekki hægt að
taka upp í þinginu. Telur hann Volstead-
lögin í heild sinni þurfa að verða afnum-
in með aln^ennings atkvæði, en breyting-
ar á þeim séu ómögulegar. Breytingin, er
gert hefir verið ráð fyrir, er í því fólgin
að styrkieiki ölsins sé ákveðinn 4%, í
stað þess að hann nú er 1%.
Þá er og afstaða Hoovers. Hann hefir
verið á móti ölsölunni, og er svo kunnur
fyrir það, að bannmenn bera fult traust
til hans í þeim efnum. Þó að hann yrði
að skrifa undir frumvarp um breytingu
á Volsteadiögunum, hefir hann látið þá
skoðun nýlega í ijós, að hann mundi
neita að skrifa undir hana sem lög, þó
frumvarpið yrði samþykt í þinginu. Það
er sagt að Hoover hafi í huga að sækja
um forsetakosningu aftur 1936. Og þó
fylking bannmanna sé nú talsvert riðluð,
veit hann að hann græddi ekki á að
bregðast þeim nú.
Þriðja málið, sem hreyft mun verða á
þessu þingi, áhrærir núverandi þingfyrir-
komuiag. Hefir frumvarp áður verið bor-
ið upp í þinginu um það, og staðfest af
mörgum ríkjirm, að þessi þing “höltu
andanna” séu lögð niður, en að þingið
komi saman í byrjun janúarmánaðar og
sé þá skipað hinum nýkosnu þingmönn-
um, en stjórnin, sem ekki hefir náð kosn-
ingu leyst af hólmi strax eftir kosning-
ar. Með fylgi þingsins í þessu rnáli, er
skoðað auðveldara að fá ríkin til þess
að samþykkja það, því um þörf þessarar
breytingar á grHiulvallarlögunum biand-
ast fáum hugur.
FÆÐUSKORTURINN í RÚSSLANDI.
Síðastliðinn fimtudag birtist rítstjórn-
argrein í blaðinu Free Press í Winnipeg,
með ofanskráðri fyrirsögn. Er grein þessi
birt hér í íslenzkri þýðingu, án þess að
nokkuð sé aukið við hana eða úr henni
felt:
Nokkra síðustu mánuðina hafa fregn-
ir verið að berast frá Rússlandi um vax-
andi fæðuskort þar í landi. Fregnriti
blaðsins New York Times birtir nú, að
tveir þriðju hlutar þjóðarinnar muni ekki
hafa nægilegt að bíta og brenna á kom-
andi vetri, og að viðurværið, sem við
verði að búa, verði nálega eingöngu brauð
kartöflur og kálmeti. Þessi fæðuskortur
snertir að minsta kosti eitt hundrað milj-
ónir manna. Hann nær bæði til bæjar-
búa og sveitalýðsins, og ekki síður til
hinna síðarnefndu. Með þetta alvarlega
ástand fyrir augum, verður ekki hjá því
komist, að minnast á iðnaðar-, hagfræðis-
og stjórnmál Rússlands.
Þessir erfiðu tímar eru prófsteinn á 5
ára áætlun Rússlands. Að ýmsu leyti má
segja að áætlunin hafi fyllilega hepnast.
Um 75% af henni komst í framkvæmd.
Nýr námu- og verksmiðjuiðnaður hefir
þotið upp víðsvegar um landið. En það
sem ekki hefir farið í vöxt, er framleiðsla
á fæðutegundum. Hún er nú tilfinnan-
lega miklu minni en hún var fyrir fimm
árum.
Þegar talað er um fyrirkomulagið á
Rússlandi, er ekki hægt að ganga fram
hjá bændavöru framleiðslunni, því að hún
var innifalin í áætlun þeirra, með því að
jarðirnar voru gerðar að þjóðeign. í áætl-
uninni var tekið fram, að einn þriðji allra
bænda-jarðeigna, ætti að vera orðinn að
þjóðeign árið 1933. Og sannleikurinn er
sá, að þær eru nú helmingi fleiri en það
og fjórir fimtu alls ræktaðs lands er þjóð-
eign. En erfiðleikarnir liggja í þessu,. að
bessi þjóðeignarhugmynd jarða hefir mis-
hepnast, af því að bændur hafa ekki
samið sig að henni. Þegar stjórnin tók
rekstrinum, fóru bændur að hægja á
framleiðslunni. Þeir fækkuðu búpeningi
og hættu að framleiða meira en nægði
líðandi stund. Séreignar viðskifti og iðn-
rekstur dóu drotni sínum á sömu stundu
og áður en stjórn hins nýja samvinnu-
fyrirkomulags var komin svo á laggim-
ar, að geta tekið við af því. Áður en langt
um leið fækkaði búpeningi, og nú er
helmingi færra af honum, en fyrir fimm
árum síðan. Áætluninni fylgdi það, að
1,800,000 dráttarvélar (Tractors) hafa
fiuzt inn í landið, en 10 miljón hestum
hefir verið slátrað. Blöð stjórnarinnar við-
urkenna, að tala búpenings sé ekki full
60% af því, sem hún var fyrir 5 árum,
að mjólkurkýr séu helmingi færri, og að
afföll eða vanhöld á ungviði hafi verið
afar mikil; einnig að fjós og skepnufóður
enn sem komið er á þessu hausti, nægi
ekki þörfinni nema að hálfu leyti.
Bændur hafa í miljónataii orðið að yf-
irgefa jarðirnar, vegna framleiðsluskorts-
ins, og fiutt til bæjanna og iðnaðarút-
vegsins nýja (construction camps), sem
stjórnarblaðið “Pravda” bendir ávalt á,
sem dæmi af velgengni Rússlands, en sem
auðsjáanlega hefir þroskast á kostnað
frumiðnaðarins.
Samfara sögum um skortinn á mat-
vælum í búðum, ganga nú sögur um mat-
vælaþjófnað svo miklar, að stjórnarblöð-
in eru farin að benda á hann, sem þjóð-
armein og hættu.
Árieðanlegir fregnritarar segja ekki
hallæri vofa yfir Rússlandi. En skortinn
á matvöru telja þeir eigi að síður alvar-
legan. Ef menn ekki tapa trausti á
stefnu og starfi stjórnarinnar, er ekki ó-
mögulegt að þjóðin standist þetta áfali,
því að henni er ekki nýtt að þurfa að
lifa við sult og seyru. Hitt virðist þó
auðsætt, að Soviet fyrirkomulagið verð-
ur að stefna að öðru en því, sem það
hefir hingað til gert, ef það á að halda
veíli. Það verður að leggja að minsta
kosti eins mikia rækt við iandbúnaðinn
og verksmiðjuiðnaðinn. Það er ekkert
talað nú í Moskva um nýja og betri fimm
ára áætlun fyrir komandi tíma. Nú er
aðeins talað um að kippa því í lag, sem
úr hömlu hefir hrokkið. En af því verk-
efni er aimenningur ekki eins hrifinn og
hann hefir verið af sumum verkefnum
stjórnarinnar áður. Það virðist skifta
mestu máli fyrir framtíð fyrirkomulags-
ins, að þjóðin tapi ekki því trausti á því,
sem hún hefir haft. En nokkur vafi mun
vera á, að því sé að heilsa þessa stund-
ina, því í sjálfum verksmiðjuiðnaðinum,
þar sem fyrirkomulagið hefir reynst bezt,
er verið að breyta því, og meta vinnuna
og launa eftir verkhæfni einstaklingsins, í
stað þess að vinnulaun allra
séu jöfn, eins og áður. Ein-
staklings eðiið og einstak-
lingshyggjan hefir þarna gert
vart við sig. Og hjá bænda- eða
sveitalýðnum er hún vanalega
ríkari, en hjá öðrum stéttum
mannfélagsins. Það er skerið,
sem Soviet-skútan hefir rekist
á. Takist ekki að stýra henni
hjá því betur en gert hefir ver-
ið, er hætt við að hún geti
iaskast.
BRÉF TIL HEIMSKRINGLU.
Seattle 26. nóv. 1932.
Herra ritstjóri Hkr.!
Eg var beðin að segja frá
silfurbrúðkaupi, — en get ekki
stilt mig um að nefna fyrst,
hvað sólin skín glatt og fagurt
f dag; og að eg er nýbúin að
sækja út stóran vönd af haust-
blómum. Það hefir að vísu rignt
og blásið við og við, en aðeins
fáa morgna sést héla á jörð.
Þann 21. okt. s. 1. komu rúmt
hundrað manns saman, að heim
ili Mr. og Mrs. J. J. Middal, til
þess að samfagna þeim á 25
ára hjónabandsafmæli þeirra. —
Lestrarfélagið Vestri, ásamt ná-
grönnum og vinum, stóð fyrir
framkvæmdum. Af fjarkomnum
gestum tók eg eftir nokkrum
skyldmennum brúðhjónanna frá
Point Roberts, Wash.
Alt fór fram eftir viðteknum
reglum við slík tækifæri. Séra
A. E. Kristjánsson forseti fé-
iagsins Vestri, stýrði samsæt-
inu með lipurð og fyndni. Hann
flutti inngangserindi og lét
syngja brúðkaupssálm. Ágætt
brúðhjónaminni flutti séra K.
Sæmundsson, en séra K. K. Ól-
afsson og Hallur Magnússon i
fyndnar tækifærisræður. Eitt
af hirðskáldum Vestra, Jón
Magnússon, flutti brúðkaups-
kvæði, sem fylgir bréfi þessu
og talar fyrir sig sjálft. — Þrjár
konur ávörpuðu brúðurina —
Mrs. .1. Magnússon, Mrs. S.
Thompson og undirrituð.
Á milli voru sungnir íslenzk-
ir söngvar undir stjórn Gunn-
ars Matthíassonar, en Mrs.
Thora Hines lék á hljóðfærið.
•—Síðan voru gjafir afhentar til
minja — og brúðhjónin bæði
mæltu vinhlýjum þakklætisorð-
um til gestanna.
Ekki parí að taka það fram,
að rausnarlega stóðu konur fyr-
ir veitingum þetta kvöld. — Ó-
þvinguð glaðværð ríkti í húsum
þó regn heyrðist falia á þak og
þrep.
Jónas Jónsson Middal, er ætt-
aður úr Miðdölum í Dalasýslu
á íslandi, og Mildríður Sigfús-
dóttir Goodman, ættuð úr Húna
vatnssýslu, voru gift í Victoria,
B. C. í Canada, 21. okt. 1907,
en hafa búið hér í Seattle síð-
an. — Af 9 börnum, sem þeim
hafa fæðst, lifa fjögur, og prýða
hið myndarlega heimili, sem
kunnugt er fyrir góðgerðasemi
og glaðværðarblæ. Jónas Mid-
dal hefir fleiri ár verið ritari
“Vestra" — og hinn dyggasti
embættismaður í sinni röð. Auk
þess er hann vinsæll mjög fyrir
gamankvæði á fundum, því að
honum er hagmælskan eðlileg-
ur arfur frá gamla Fróni.
Gesta hópurinn samfagnaði
hjóriunum af einlægum hug,
og óskar þeim framtíðar heilla.
Gamlir vinir Mrs. Mekkin
Sveinsson Perkins, hafa beðið
mig að þakka henni og manni
hennar komu þeirra hingað frá
Washington D. C. Foreldrar
hennar (bæði , dáin) Gunnar
Sveinsson og Kristín Finnsdótt-
ir, voru mestu greindarhjón og
mörgum kunn, bæði hér vestra
og í Manitoba. Mr. og Mrs. Per-
kins eiga heima í höfuðborg
iandsins, og hafa í fleiri ár
starfað á stjómarskrifstofu þar
— því að þau eru bæði með af-
brlgðum lærð í nútíðar tungu-
málum. — Áður en þau hurfu
heim, hafði Mrs. Perkins kvöld-
boð fyrir aila elztu vini sína og
foreldra sinna, að heimili systur
sinnar, Mrs. L. Hansen.
t fullan aldarfjórðung hafa Dodd’»
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðm
sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla,
er stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð-
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir
$2.50. Panta má þær beint frá
Dodds Medicine Company, Ltd., Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
Stundin leið altof fljótt, því
margs var að minnast frá lið-
inni tíð — og margt nýtt að
heyra — ekki sízt um það, sem
mest vakti athygli Mrs. Per-
kins á íslandi 1930. Og ekki
var síður ánægjulegt að finna,
hve Mr. Perkins fylgdist vel með
máli og málefnl, þó hann væri
ekki með í íslandsferðinni.
Hlýjar kveðjur fylgdu þess-
um merku hjónum á braut —
og þó meginlandið aðskilji, mun
þeirra oft minst, og ætíð með
virðingu og alúðarhug.
Síðsurriars heimsótti landa
sína hér á ströndinni, söngvar-
inn Siguröur Skagfieid. Hann
söng hér í Icelandic Liberal
Church að kvöldi hins 30. ág.
— Þó áheyrendahópurinri væri
fámennari en verið hefði í betra
ári, var söngnum vel fagnað,
I enda var söngskráin fjölbreytt
og hrífandi, — og hin mikilúð-
lega, en um leið mjúka og
hreimfagra rödd sörigvarans,
mun okkurTengi minnisstæð.
Vinsamlegast,
Jákobína Johnson.
* * *
Til Mr. og Mrs. J. J. MIDDAL
f silfurbrúðkaupi þeirra,
21. okt. 1932.
Hann Columbus sókndjarfur sæ-
garpur var
og sigldi af mikilli list.
En dómendur sögunnar dæmt
hafa þar,
að Dalamenn komu hér fyrst.
Mikið er enn um þá Miðdala-
bygð,
af manndáð og frumherja þrá,
og sterkustu ást sem tálleysi
er trygð,
svo tímirin ei vinnur þar á.
Úr Miðdölum Jónas í framaleit
fór,
og ferðaðist víða um lönd.
Hann kom loksins fram, þar
sem Kyrrahafssjór
og kvöidroðinn biðu við strönd.
Meira að segja, hún Mildríður
beið,
og margþráðu kossana hlaut.
Svo hafa þau samferða lagt
sfna leið
á lífsbraut og sigrað í þraut.
Með samkvæmi viljum við vitna
hér rétt
og virðingar unna þeim glöð.
— Fyrst tízkunnar afl hefir
tímamót sett
við tuttugu og fimm ár í röð. —
Það starf sem þau vinna er víð-
tækt og djarft,
af vinsældum eru þau rík.
Hve rhjón eiga gott sem að gera
eitthvað þarft,
og geta þá verið svo lík.
En landinn skal muna í lengd
og í bráð,
að Iífið á samhygðar blæ,
og kostur er bæði á kærleik og
náð —
menn kasta því ekki á glæ.
Því ekki er hópurinn héma um
of,
að heiðra ykkar veglega starf.
Nú hljótið þið maklega mann-
félags lof
og Miðdalafrægðina í arf.
Jón Magntreson.