Heimskringla - 07.12.1932, Side 5

Heimskringla - 07.12.1932, Side 5
WINNIPEG 7. DES. 1932 5. SÍÐA OFVIÐRI í FYRRINÓTT Veðrið (vikuna 6.—12. nóvem ber) hefir verið umhleypinga- samt og rysjótt. Fyrstu tvo dagana var V-átt og gerði dálít- inn snjó nyrðra. Síðan hefir hver lægðin af annari farið norðureftir Grænlandshafi fyrir vestan ísland og valdið SA og SV-hvassviðrum á víxl. Hafa fylgt þeim hlýindi all-mikil og stór-rigningar sunnan lands og vestan. Norðaustan lands hefir hins vegar mjög lítil úrkoma orðið, en hiti oftast 8—12 stig. Mest kvað að lægð þeirri, sem fór hér fram hjá aðfaranótt laugardagsins. Var hún komin langt sunnan úr hafi, frá Azor- eyjum, og hreyfðist heint norð- ur eftir, og var í gærkvöldi komin norður með Vestfjörðum. í Rvík var veðurhæðin frá 9— 12 vindstig kl. 11/z á föstu- dagskvöld til kl. 5 um nóttina. Mestur varð vindhraðinn rúmir 30 m. á sekúndu. Á laugar- dagsmorguninn gekk á með þrumum og eldingum á tímahili. Loftþrýsting var mjög mikil um Bretlandseyjar og því rakin S- átt og hlýindi um austanvert Atlantshafið, alt norður fyrir ís- land. — Slys á hafskipi. í þessu ofviðri var norska flutningaskipið “Ingerto’’ á leið til Reykjavíkur. Var það með kolafarm frá Englandi til “H.f. Kol og Salt”. Þegar það var komið svo sem miðja vega milli Vestmannaeyja og Reykja- ness, um 35 sjómílur, fékk skip- ið áfall. Kom á það brotsjór og braut af því skipstjórnarpall og skolaði honum fyrir borð á- samt stýri áttavita og fjórum mönnum sem í brúnni voru. Mennirnir drukknuðu gllir. Var það skipstjóri, stýrimaður og tveir jiásetar. Loftskeytatæki skipsins voru ekki í brúnni og gat það sent út neyðarmerki og bárust þau Um miðja nótt til Slysavarnafélags Islands. Var skipið þá í nauð- um statt, hrakti fyrir stjórsjó og ofviðri. Skipverjum þeim, sem eftir voru lifandi í skipinu, tókst þó að koma í lag stýris- -'“búnaði, sem er aftur í skut. Vélin var í lagi, en skipið, sem er um 4,000 smálestir, fullhlað- ið af kolum og afar þungt í sjó. gat ekki annað en reynt að verjast áföllum. Um kl. 2/z í gærdag var það statt um 20 sjómílur suðastur-af Reykjanesi, eða út af Selvog. Þegar, er neyðarmerki bárust frá því í fyrrinótt til Slysvarna^ félags íslands, reyndi Jón Berg- sveinsson að fá danska skipið “Dronning Alexandrine’’ sem hér lá, að fara út til björgunar. En svo var veðrið þá vont að talin voru öll tormerki á því að “Dronning Alexandrine” gæti komist slysalaust út úr höfn- inni, og fór því hvergi. Um hádegi í gær var enskur togari kominn “Ingerto’’ til að- stoðar og rétt á eftir var von á togaranum “Venus" þangað. Ennfremur bar þar að togarann “Max Pemberton’’ og varðskip- ið ‘Óðinn", sem mun um kvöld- ið hafa verið hér í flóanum, en flýtti sér þegar suðureftir til að- stoðar. “Dettifoss’’ fór frá Vestmannaeyjum í fyrrakvöld á leið hingað. Hafði hann sam- band við loftskeytastöðina, en alt í einu tók fyrir það og heyrð ist ekkert til skipsins langa lengi. Mun loftskeytastöð þess hafa bilað, en margir voru orðn- ir hræddir um, að honum hefði hlekst á. Svo var þó eigi, sem betur fór, og un hádegi í gær kom skeyti frá skipinu. Var það þá statt út af Selvogi og hafði ekkert orðið að hjá því. Mun ^ð hafa ætlað sér að vera “Ingerto” til aðstoðar. Símabilanir. Miklar símabilanir urðu í of- viðri þessu, bæði á Suðurlandi og Vesturlandi. I gærmorgun náði símasam- band frá Reykjavík ekki lengra H E ) MSKRLNGLA FRÁ ÍSlANDI austur á bóginn en að Seljalandi undir Eyjafjöllum. Er óvíst hvað símabilanir eru miklar þar fyrir austan, en þegar voru menn gerðir út af örkinni til þess að gera við þær. í Mosfellssveit brotnuðu sjö símastaurar skamt frá Korpúlfs stöðum, og 5 símasturar brotn- uðu hjá Hamri í Borgarfirði (skamt fyrir ofan Borgarnes). Sambandslaust var við Stykkis- hólm, en við Akureyri var sam- band á einni línu, og dugði það í gærdag. Margar smærri bilanir urðu á landsímanum. Loftskeytasstöðin bilar. Ofviðrið sleit niður loftnet loftskeytastöðvarinnar á Melun- um. Tókst í gær að gera við bað til bráðabirgða. Sæsímaslitin. Fyrir nokkrum dögum slitn- aði sæsíminn milli Færeyja og íslands. Viðgerðarskip er kom- ið á Seyðisfjörð og var búist við að sæsíminn kæmist í lag í gær. En svo varð ekki, því að kioið ligguv veðurtept í Seyðis- firði. Síðan sæsímaslitin urðu, hafa ■íkeyti héðan verið send loftleið- ina. Hefir útvarpsstöðin komið þeim til Thorshavn í Færeyjum. ”>g hefir stöðin þar sent þau lengra áleiðis. Bátur hverfur Engin slys urðu hér í höfn- inni í fyrrinótt, en vélbáturinn “Vega’’, sem lá inni á Klepps- vík, hvarf. Bátur þessi var 25 smál. og mun hafa verið eign Útvegsbankans. Enginn maður var þar um borð, og er haldið að báturinn hafi sokkið. Togara hrekur. Togarann Kára Sölmundar- son, sem lá mannlaus fyrir fest- um inni á Eiðisvík hrakti norS- ur sundið mílli Viðeyjar og Geldinganess, þangað til hann var kominn á móts við hina svo kölluðu “plíubryggju” í Viðey, og staðnæmdist þar í miðju sundinu. í gærkvö’di var hafn- arbátur Reykjavíkur sendur bangað inn eftir til þess að íæra skipið í lægi aftur. Togarann “Ver’’, sem lá und- an Kleppi, hrakti þaðan norður sundið og alt upp undir Kríu- sand í Viðey. Þar staðnæmdist hann og mun vera alveg ó- skemdur. Mörg fleiri skip, sem lágu inni í sundum, hrakti talsvert en ekki varð neitt slys að. ■ wr r'virywrr wy ypyip Flóðbylgja. Frá Grindavík var símað í gær að aldrei í manna minnum hefði verið þar eins mikið brim eins og þá um nóttina. Gekk flóð bylgja á land og sópaðist lengst upp á túnin í miðju þorp- inu. Hjá Viðey var afskaplegt haf- rót. Gekk sjórinn þar upp á há- ey, en olli þó ekki neinum skemdum. En veðrið braut þar gersamlega niður fiskiskúr, sem stóð niður við ströndina, og var ekkert eftir af honum annað en sundurmalin timburhrúga. “Ingerto” á leið til Reyjavíkur. Um klukkan 5 í gærkvöldi barst hingað skeyti frá “Inger- to’’. Var skipið þá statt um 5 sjómílur undan Reykjanesi á leið hingað. Við áfallið, sem skipið fekk, hafði það mist alla áttavita sína, og stýrið í sk«it var eitthvað í ólagi fram eftir deginum. Vél skipsins var í lagi, og þegar tókst að koma stýrinu í lag, var lagt á stað til Reykjavíkur. Þurfti skipið ekki á því að halda að annað skip tæki það í eftir- drag, en fekk “Max Pemberton” til að sigla á undan sér til Reykjavíkur, og stýrði í kjölfar hans og sigldi eftir Ijósum hans. Klukkan 8 í gærkvöldi voru skipin framundan Sandgerði og var búíst við því að þau myndi koma hinsað laust eftir mið- nætti. — Mbl. Frh. frá 1. bls. ekki annað fyrir þá að gera en að hafa sig í burtu. Fóru nokkrir þeirra út um austurdyr hússins. Var þeirra á meðal Jakob Möller. Er hann kbm út á götuna gerði hópur manna aðsúg að honum, elti hann með ópum og óhljóðum og reyndi að berja hann niður. — Féll hann snöggvast í götuna, en reis fljótt við aftur, enda kom honum brátt liðsinni. — Hruflaðist han nlítið eitt á and- litinu, en sakaði annars ekki. En ólátalýðurinn, sem inni var, sá að nokkrir bæjarfulltrúarnir voru komnir út á gðtuna. Þustu bá ýmsir úr þeirra hóp út á götuna, en meiri hluti þeirra varð þó eftir inni. Nokkru 'síðar, er Maggi Magn ús bæiarfulltrúi ætlaði að ganga frá húsinu, gerðu kommúnist- ar þröng um hann og hröktu hann að húsinu aftur. Urðu lög- reglumenn að vernda hann og komst hann inn um norður- dyrnar. Fékk hann síðan það verkefni að annast um tvo lög- regluþjóna, er fengið höfðu á- verka, og voru þar. uppi á lofti — síðar komst hann óhindrað- ur leiðar sinnar. En slagurinn hélt áfram í fordyri hússins, milli lögreglunn ar og. lýðsins, og eins inni í salnum. Fengu óróaseggirnir barefli allmikil úr borðum og stólum, er þeir brytjuðu njður eftir því sem þeim þótti henta Lét nú lögreglustjóri svp um mælt við lögregluliðið,. að ryðja skyldi öllu fólki út úr húsinu. Tók það nokkra stund, en gekk greiðlegar en menn hefðu getað búist við. Er lögreglan hafðj. rutt húsið, rak hún og aít árás- arliðið af lóð hússins. Nokkrir af lögreglumönnum hefðu fengið áverka, er hér var komið, m- a., Margrímur Gíslason. Hann ,-fékk steinkast í höfuðið er hann var í fordyri hússins. Svo og Björn Vigfús- son. Hann fékk alvarlegt högg í kviðinn. Er lögreglan hafði rutt út úr húsinu og af lóðinni, kom lög- reglustjóri að innan og gekk út að mannþyrpingunni. Fór hann fram á það við þá, sem þarna stóðu í hnapp, að þeir færu ,á brott. En þeim orðum hans var ekki *sint. Sagði hann þá við lögreglumennina að nú færi hann í gegnum mannþyrp- inguna, og ætlaðist hann til þess, að þeir fygdu honum. En við það að lögreglumenn- fóru frá húsinu, opnaðist of- beldismönnunum leið til þess að ráðast að lögreglunni aftan frá og gerðu þeir það þegar í stað. Og þá hófst hinn alvarlegasti bardagi. Tókst árásarliðinu að um- kringja lögreglumennina hvern af öðrum og koma aftan að þeim. — Var liðið, sem þeir áttu í höggi við, með lengri barefli og þyngri, en hinar léttu kylfur lögreglunnar. Fengu nú margir lögreglumenn áverka mismun- andi mikla. Gat blaðið ekki í gærkvöldi fengið fyllilegt yfir- lit yfir meiðsli þeirra og líðan. Um áverka þessara lögreglu- manna hefir blaðið frétt: Magnús Eggertsson var bar- inn niður, svo að hann var bor- inn meðvitundarlaus til Ólafs Þorsteinssonar á Skólabrú. — Hann hafði fengið sár á höfuð- ið. Sömuleiðis Sigtryggur Eiríks son. Hann var í gærkvöldi tal- inn allmikið veikur. Þeir Geir Sigurðsson og Matt- hías Guðmundsson voru hand- leggsbrotnir. Matthías kom við þriðja mann til hjálpar Magnúsi Hjaltested, þar sem nokkrir af óróaseggj- unum höfðu umkringt hann, barið hann niður í götuna og spörkuðu síðan í hann þar sem hann lá. í þeirri viðureign hand- Vargsbrotnað? Matthías. Bjöm Vigfússon, er fékk högg í kviðinn, sem þjáði hann mikið er blaðið vissi síðast. Um fleiri meiðsl og áverka-á lögreglumönnum hafði blaðið ekki fétt í gærkvöldi, nema að ýmsir aðrir hefðu fengið skrám ur og hnjask. Eitthvað um tólf af upphlaps seggjum leituðu læknis aðgerð- ar hjá Ólafi Þorsteinssyni lækni. En enginn þeirra hafði meiðst alvarlega, svo vitað sé. Um aðra er blaðinu ekki kunnugt. Mbl. Á HLUTAVELTU Eftir Böðvar frá Hnífsdal. 1. Illutavelta! Eitt af þessum tiltölulega nýju orðum í ís- lenskri tungu. Fornmenn þektu ekki aðrar hlutaveltur en það, þegar þeir veltu hlutunum um koll, er þeir ruku saman í illu, sem komið gat fyrir. Nú er orðið hlutavelta algengt í mál- inu, svo algengt, að hvert ein- asta mannsbarn veit hvað það þýðir, alt frá smákrakkanum. sem sleikir spýtubrjóstrykurinn sinn, kaupmönnunum til gagns og gleði, og til örvasa gamal- mennis, sem hlustar á messurn- ar gegnum útvarpstækið sitt og skilur ekkert í blessuðum prest- inum, þegar truflanirnar ætla alt vitlaust að gera. Já, víst er um það, ,að allir vita hvað orðið þýðir, en þar með er ekki sagt, að allir skil- greini það á sama hátt. Ef einhver spyrði mig til dæmis: Hvað er hlutavelta?, þá mundi eg svara og segja: Hluta- velta er það, þegar hlutirnir velta undan, á meðan núllin flækjast fyrir fótunum á manni. Enginn maður skyldi fara á hlutaveltu til að sækjast eftir hlutum, það er að segja dauð- um hlutum, en allir menn skyldu þó fara á hlutaveltu, þegar hún býðst, einkum þeir, Sem annað hvort eiga gamlar konur eða engar, því að hver veit nema þeir lendi í því sama og eg.------- 2. Einn mo.rgun, þegar eg vakn- aði í rúmi mínu, var eg lifandi. — Það er ekki gerandi grín að sví. Eg hefði alveg eins getað verið dauður. Og nú hefi eg þann sið að lesa altaf eitthvað fallegt, fyrst þegar eg vakna á morgnana. Þar af leiðir, að eg náði í gleraugun og leit yfir “Morgunblaðið’’. Þar sá eg aug- lýsingu um hlutaveltu. Svo fór eg nú á fætur eins og lög gera ráð fyrir, og eftir því sem leið á daginn varð eg á- kveðnari í því, að fara á þessa hlutaveltu. Hún var nefnilega haldin til styrktar góðu málefni. ''Hvenær eru hlutaveltur haldn- ar til styrktar öðru en góðum málefnum?)---------Nú, og ef eg lenti á þessum stóru dráttum. Þarna voru peningar, haframjöl, kjötskrokkar — af kindum, og fleira af góðum gripum, sem hverjum manni er nauðsynleg- ast í kreppunni. Nokkru eftir að hlutaveltan hófst, labbaði eg af stað og gekk meðfram Tjörninni. Eg sá fólk, sem var að koma út úr Iðnó, og eg sá nokkra smá- drengi, sem gerðu heiðarlegar en árangurslausar tilraunir til þess, að láta bát einn lítinn sigla í logninu. Að því er frá er sagt í gömlum sögum og rímum, þá gátu menn fengið byr hvert sem þeir vildu, en til þess þurftu þeir að kunna galdra. Nú eru garldr- arnir gleymdir, að minsta kosti í þeirri mynd, og eg er hrædd- ur um að hið eina, sem þessir smádrengir unnu fyrir erfiðið, hafi verið það, að blotna í fæt- urna. Jæja, nú hélt eg áfram, uns eg kom að K. R. húsinu, því að þar átti hlutaveltan að fara fram. “íþróttahús", stóð með stórum, fagurlitum stöfum á framhlið hússins. — Jú, jú, hugsaði ég, — enginn vafi á því, að það er meiri en lítil í- þrótt að fara á hlutaveltu og draga eitthvað annað en núll. Svo hélt eg áfram þangað, sem aðgöngumiðai* voru seldir, keypti mér einn og fór inn í sal- inn. 3. “....leiddi hann með sér upp á ofurhátt fjall, og sýndi hon- um öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð.’’ Þessi setning flaug mér fyrst í hug, þegar eg kom inn og rendi augunum í kring- um mig. Borð voru meðfram þvergafli salsins og báðum langhliðum. — Voru þau hlaðin af hverskon- ar munum. Þar að auki voru inir og aðrir munir hangandi upp um öll þil. Yfirleitt var alt til sýnis nema núllin, en þau fékk eg að sjá, þegar eg nú dró tvo miða, til þess að styrkja öetta góða málefni. Eg hélt áfram að draga og á endanum náði eg í miða, sem einhverjir tölustafir voru á. Eft- ir nokkra leit fanst hinn góði gripur, sem hamingjan hafði fyrirhugað mér. Það voru nokk- ur póstkort af Zeppelin greifa, sem sýndu hvernig hann átti að fljúga á Alþingishátíðinni, en ekki hvernig liann flaug. Einhver framúrskarandi lip- ur afgreiðslustúlka rétti mér þessar fögru myndir, og af svíþ henrar varð ekki annað ráðið en að eg fengi þarna miljóna- vert listaverk eftir Rembrandt. Svona á afgreiðslufólk að vera. Og úr því mér datt afgreiðslu fólk í hug, þá er bezt að segja dálítið frá því. Má þá fyrst taka það fram, að á bak við alt draslið, sem á borðunum var, sátu eða stóðu yndislegar ung- meyjar, sem brostu eins og þeim væri borgað fyrir það, þeg ar einhver kom með tölusettan miða.' Á svipstundu fundu þæy svo hlutinn og réttu eigandan- um, og því ómerkilegri sem hluturinn var, þeim mun meiri töfra knúðu þær fram í brosi sínu og látbragði. Slík af- greiðsla er góðra gjalda verð, því þegar menn horfa á stúlk- urnar, taka þeir ekki eins eftir ruslinu, sem að þeim er rétt. En afgreiðslustúlkur eru líka menn, og það er þreytandi að standa svona til lengdar og lifa af brosum einum. Þetta höfðu stjórnendur hlutalveltunnar séð, og þess vegna sett nokkuð af ungum mönnum þeim til að- stoðar innan við borðin. Voru tvær flugur slegnar í einu höggi — því að sennilega hafa af- greiðslusveinarnir haft sams- konar áhrif á kvenkynið, sem að borðunum kom með miða sína. Annað veifið lék hljóm- sveitin danslög, og einu sinni sá eg afgreiðslumey og af- greiðslusvein skjótast út í horn til að fá sér innilegan snúning. Á gólfinu kringum mig hring- snerist fólkið með dýrgripi sína í höndunum. “Manni! Viltu kaupa skóhlíf- ar, góði?” Eg leit við og sá ungan Reykvíking, sem stóð fyrir framan mig og hélt á kvenskóhlífum í hendinni. — “Hvað ætti eg að gera við þær? anzaði eg. — “Jú, ef þér viljið skifta.’’ og eg rétti honum eitt hefti af “íslenzku fornbréfa- safni", sem eg hafði dregið. — “Hvað er þetta?’’ sagði hann. “Ætli það sé góð sögubók?” — “Vafalaust,’’ svaraði eg, því að bókin mun að flestra dómi góð og söguleg. Maðurinn leit nú á skóhlffarnar og bókina á víxl. Svo hristi hann sitt gáfaða böfuð og gekk í burtu. Hann hefir sennilega áætlað, sem rétt var, að hægra mundi að fá eitt- hvað út á skóhlífarnar á mark- aðnum, heldur en bókina. Nú hafði eg skemt mér um stund við að horfa á afgreiðslu- fólkið og munina. Mér fanst eg vera skyldugur til þess að draga miða í viðbót — og gerði það. — Hnossið, sem eg hlaut var handónýt reiðhjóladæla. Til allrar hamingju kom eg auga á nokkra drengi, sem eg þekti, og einn þeirra gerði mér þann greiða að þiggja dæluna »ð gjöf. ------Altaf fjölgaði fólkinu á núllaveltinu, og altaf varð hóp- urinn mislitari og mislitari. •— Tveir eða þrír aldraðir menn með alskegg rásuðu þar gegn- um fylkingar, eins og víkingar að strandhöggi. Einn þeirra sá eg taka upp fépyngju sína, vinda utan gf henni >> gúmmí- teygjuna taka upp pening og kaupa tvo miða. Hann var svo heppinn, að það var númer á öðrum miðanum. Eg sá hvar hann sneri að borðunum í leit að vinningnum. Jú, liann fékk grammófónplötu, sem líklega hefir ekki verið leikin í útvarp- ið áður. Verra gat það verið. — Menn á ölluna aldri hópuðust saman umhverfis kassana til að draga, menn með yfirvarar- skegg og skegglausir, menn Frh. á 8 bls. MISS ETHEL CHAPMAN gerir þessa óviðjafnanlegu LUXOR CAKE með MAGIC BAKING POWDER “Háðlegging mín til ailra hús- mæðra, bæði þeirra, sem vanar eru og óvanar hússtörfum, er þessi: — Notið Magic Baking Powder. Þá er- uð þér ekki í neinni óvissu um bök- unina,” segir Miss Ethel Chapman, ritstýra heimilisdeildar blaðsins On- tario Farmers. Þessi ummæli Miss Chapman eru eftirtektarverð, ekki sízt þegar þess er gætt, að ráðleggingum hennar er fylgt af flestum betri hUsmæðrum. Aðrir alkunnir sérfræðingar í þvl er að tilbúningi hollrar og góðKar fæðu lýtur, eru Miss Chapman sam- mála um gæði Magic. Flestir þeirra — ásamt meirihluta húsmæðra — nota eingöngu Magic. Engin furða þó meira sé selt af Magic einu, en öllum öðrum tegundum af lyftidufti. Miss Chapman’s formúla fyrir LUXOR CAKE 1 bolli rasp. sykur 1 teskeið vanilla % bolli af eggjarauðu J/2 bolli af volgu vatni. % teskeið Magic Soda 1% bolli pastry-mjöl (eða 3 spæn um minna af brauðmjöli) 2 teskeiðar Magic Baking Powð- er % teskeið salt. Sigtið sykurinn. Mælið 2 mat- skeiðar og hellið yfir vanillalögin og setjið til síðu. Bætið svo við vatni, sóda og eg^jarauðu. Sláið með eggjaþeytara þar til froðar. Bætið smám saman sykri í og slá ið vel. Bætiö kryddsykri við og sláið. Sigtið svo saman mjöl^ iyfti- duft og salt. Veltið gætilega. ofan í hræringinn. Látið á pönnu án feiti. Bakið í ofni við 350° F. i 40—45 mínútur. Takið þá pönnuna út og vefjið utan um hana og lát- ið kólna, og þá mun brauðið losna við pönnuna. Losið svo um við barmana og skerið í þrjú lög. Smyrjið á milli með Lemon Cream Filling. Smyrjið að ofan og hliö- amar með Marshallow Seven Min- ute Froeting. Káðlegging um fryst ingu og fyllingu er í Magic Cook Book — sjáið frítt tilboð hér á eftir. ■Lanst vt» *!«■» Þessi NtHfthæfliiK A hverjum bauk er y«ur trygKi*K fyrtr .l>vf a* MikIc Baklng Povider er lu«at rl® fllftn og ftnn- ur akableg efui. ÖKEYPIS MATREIÐSLUBOK—JÞeg- ar þér geriö heima bakning þá. notið yður hinar ýmsu aðgengilegu for- skriftir í the Magic Cook Book. Skrifið til Standard Brands Ltd., Fraser Ave. & Liberty St., Toronto, Ontario.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.