Heimskringla - 01.03.1933, Page 2

Heimskringla - 01.03.1933, Page 2
2. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 1. MARZ 1933. FJÓRTÁNDA ARSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS. Fjórtánda ársþing Þjóðræknisfélags ls- iendinga í Vesturheimi, var sett af for- seta félagsins, hr. Jóni J. Bíldfell, mið- vikudaginn 22. febrúar 1933, kl. 10.25 f. h. Forseti bað þinggesti að syngja sálm- inn nr. 638 í íslenzku sálmabókinni (Fað- ir andanna). Að þvi búnu las forseti svohljóðandi ávarp: Háttvirtu þingmenn! Það er fátt, sem eg hefi til þess að segja frá hinni ytri hlið starfsmála Þjóð- ræknisfélagsins á árinu. Erfiðleikamir, sem að mönnum kreppa nú á öllum starfssviðum lífsins, hafa einnig náð til að takmarka starfsmöguleika þess út á við, sem þó eru óhjákvæmileg skilyrði til við- halds og þroska fyrir félagið. Stjómamefndin hefir því orðið að láta sér nægja þau úrslit málanna, sem hún hefir á fundum sínum getað veitt. Nefnd- in hefir haft 22 fundi á árinu, og skal nú nokkuð frekar skýrt frá því starfi og málum þeim, sem hún hefir haft til með- ferðar. Bókasaf nsmálið: Eins og þið munið, þá voru á síðasta þingi gerðar ráðstafanir til þess, að opna bókasafn Þjóðræknisfélagsins, til afnota almenningi og framkvæmdi stjómarnefnd þær ráðstafanir með þvi, að semja við deildina Fré* um framkvæmdir útlánsins, og má óhætt segja, að það fyrirtæki hafi hepnast vel. í bókasafninu eru 677 bindi S góðu bandi, auk allmikils forða af bók- um, sem em óbundnar. Bækur þær sem bundnar eru, eru aðeins lánaðar út, og hefir notkun þeirra verið sem hér segir: Meðaltal bóka þeirra sem mánaðarlega hafa verið í útláni, er 551, °g gerir það 6612 bækur yfir árið. Sé eg ekki annað en að sú staðreynd kollvarpi til fulls og alls þvi tali manna, að hér lesi enginn fram- ar íslenzka bók. A árinu hafa safninu ver- ið gefnar 97 bækur, sem eg í nafni félags- ins þakka fyrir. Gefendumir Mrs. Gróa Brynjólfsson, Mrs. Hólmfriður Peterson, og Mr. Þorleifur Hansson. Dr. Sigurður NordaJ: Fátt er það sem veitir oss meiri gleði, eða vekur meiri ánægju hjá oss Vestur- Islendingum en heimsóknir mætra gesta frá ættlandinu. A síðasta ári nutum vér sérstakrar ánægju í sambandi við heimsókn dr. Sigurðar Nordal, sem hing- að kom að tilhlutum Þjóðræknisfélagsins en dvaldi því miður alt of stutt. En þó dvöl hans á meðal vor væri stutt, þá verður hún oss, sem því láni áttum að fagna að kynnast honum minnisstæð. öll framkoma hans var svo blátt áfram og látlaus, og mál það, sem hann flutti, læsti sig inn í sálir hinna yngri jafnt og þeirra eldri. Hann flutti fimm opinber erindi: — 1 Riverton, á Gimli, í Selkirk og tvö í Winnipeg. Vér hefðum éskað að hann hefði get- að náð til allra bygða Vestur-lslendinga. En þess var ekki með nokkru móti auðið því timi hans hér var svo naumur. Samsæti var dr, Nordal haldið á Fort Garry hótelinu hér í borg, undir umsjón Þjóðræknisfélagsins. Var það fjölment, skemtilegt og veglegt. Og að skilnaði var dr. Nordal afhentur gullbúinn göngu- stafur að gjöf ,til minja um komu hans hingað vestur. Þökk fyrir komuna, dr. Nordal, og við vonum að fá að sjá þig hér hjá okkur, áður en mörg ár eru liðin, og að þú þá hafir meiri tima til skrafs og ráðagerða, heldur en þú hafðir síðast. Tímaritið. Tímaritið kemur út í ár, undir stjórn dr. R. Péturssonar, eins og að undan- fömu. En það er nokkuð minna, aðeins 8 arkír í stað 11. Astæðan fyrir þeirri breytingu stjórnarnefndarinnar er víst öllum skiljanleg. Ritið, eins og menn vita, á tilveru sína undir auglýsingum þeim, sem hægt er að afla í það. En útlitið með þær í ár var hið ískyggileg- asta sökum kreppunnar. Þó raknaði fram úr því eftir vonum, fyrir frábæran dugn- að Asmundar P. Jóhannssonar, sem ýrir margítrekaða ósk stjórnarinnar tók að sér að safna þeim. Enda eru þær þrátt fyrir alt, heldur meiri en í fyrra. 1 sambandi við Tímaritið vildi eg minna félagsmenn á það, að það er lífs- spursmál fyrir félagið, að ritið nái sem mestri útbreiðslu. Því það ætti að vera það band, sem knýtir eigi aðeins félags- menn, heldur Vestur-lslendinga yfirleitt, saman. Og í öðru lagi gefur það ritinu meira gildi í augum þeirra, sem í því auglýsa. Félagsbræður, og systur! Takið að ykkur að sjá um, að hve$t eintak af ritinu sé selt árlega. Eins og þið öll vitið, þá hefir félagið átt allmikinn forða af eldri árgöngum Tímaritsins óseldan. Stjómarnefndinni fanst þýðingarlaust að geyma allan þann forða innilokaðan ár frá ári, svo hún ákvað að setja verðið niður og gefa þeim, sem vildu eignast ritið frá upp- hafi, kost á því. Arangurinn af þeirri til- raun varð sá, að 226 eintök seldust. 1 sambandi við Tímaritið vildi eg enn fremur taka það fram, að á síðasta ári veitti stjómamefndin móttöku af fráfar- andi sícjalaverði, öllum óseldum bókum og Tímaritum félagsins, og var það nokkur- um vanda bundið að fá hagstæðan og ó- hultan geymslustað fyrir það. En úr því rættist þó vel, fyrir veglyndi prestshjón- anna, séra Benjamíns Kristjánssonar og konu hans, sem góðfúslega lofuðust til að lána pláss í kjallaranum undir húsinu. Var þar sett upp herbergi og bókaskáp- ar, og þar í eru bækur og tímarit félags- ins geymd. Eg vil votta þeim hjónum og öllum hlutaðeigendum, þökk mína og þjóðræknisfélagsins fyrir þá velvild. Enn er þess að geta í sambandi við Tímaritið, að allmikið af því hefir verið til Islands sent. Hefir það legið þar ó- selt, og engin greinargerð á þvi, sem selt hefir verið. Nú hefir þetta lagast á þann hátt, að hr. Arsæll Amason, sem á hendi hafði söluumboð þar heima fyr- ir félagið, hefir borgað skuld þá ,sem hann var í við Þjóðræknisfélagið, með því að láta félagið fá bækur, sem það sjálft valdi upp í skuldina, og eru þær bækur allar komnar hingað vestur, 242 að tölu. Þær eru í bandi, og afhentar Fróni til útláns. Það af Tímaritinu, sem enn er þar eftir óselt, verður afhent hr. Eggert Briem, bóksala i Reykjavík til um- sjónar og hefir hann einnig framtíðarsölu ritsins á hendi. í sambandi við ofanskráða útrétting, hefir Þjóðræknisfélagið not- ið aðstoðar hr. stórkaupmanns Gurinars E. Kvaran, 5g stendur félagið í þakk- lætisskuld við hann fyrir það starf hans. Rithöfundasjóður: Á honum vil eg vekja athygli þings- ins og því, að í hann hefir lítið safnast á árinu, og er því þörf á frekari fram- kvæmdum í því máli. Námmsjóður: Það hefir verið eitt af aðal viðfangs- efnum stjómamefndarinnar á árinu. A síðasta ársþingi félagsins, stóð málið þannig, að veittir höfðu verið $2,500 sem minningargjöf til Islands í sambandi við þúsund ára afmælishátíð Alþingis. Við höfuð átt tal við forsætisráðherra Can- ada, Mr. Bennett, um það, og eins Mac- kenzie King, sem báðir vom hér á ferð. Mr. Bennett tók þá ekki af að breyta veitingunni úr $2500 upp $25,000, og Mr. King lofaðist til að styðja það. Svo kom síðasta þing, og var nærri lok- ið, án þess að nokkuð heyrðist um mál- ið. Leizt stjómarnefndinni þá ráðlegra að ganga úr skugga um, hvað væri að gerast í málinu og sendi tvo menn, þá dr. Rögnv. Pétursson og Ama Eggerts- son austur til Ottawa, til þess að fá gagngert og ákveðið svar í málinu. — Fengu þeir þvi breytt að ósk vor var veitt og var upphæðinni breytt í $25,000, og var það loforð síðar samþykt í þing- inu og er þvi máli lokið á hinn ákjósanleg- asta hátt. Þó hefir stjóm Islands ekki enn formlega verið tilkynt um veiting- una, þegar þetta er skrifað, en sjálfsagt verður henni tilkynt það 1 tæka tíð. — Annars getur svo farið að enn á ný verði að fara til Ottawa til að reka á eftir málinu. Háskólamálið: Mál þetta var á dagskrá hjá Þjóð- ræknisfélaginu fyrir nokkmm árum síð- an, og var þá fært inn á þing, að mig minnir af séra Hirti heitnum Leó og séra Albert E. Kristjánssyni. Á þetta mál mintist svo séra Bjöm B. Jónsson í ræðu á síðasta Frónsmóti. Nú hefir hópur ungra mentamanna tekið þetta mál á dagskrá slna. Kom nefnd frá þeim á fund stjórnamefndar Þjóðræknisfélagsins til viðtals, og var málið þar rætt nokkuð. Var aðalerindi þessara manna að fá að vita afstöðu Þjóðræknisfélagsins til málsins, og hvers styrks þeir mættu vænta frá því. Hug- mynd þeirra er að safna $100,000 til þess að standast straum af kennara- embætti í norrænum fræðum við Mani- tobaháskólann. Þjóðræknisfélagið má vera þakklátt fyrir áhuga og viðleitni þessara manna, og gleðilegt tákn tímanna er það víst, þegar hin yngri kynslóð vor vaknar til áhuga á þjóðræknis- og menn- ingarmálum vorum. t'tbreiðslumál: Eins og áður hefir verið drepið á hef- ir lítið verið gert að útbreiðslumálum á árinu, og veldur árferðið þar mestu um. Nefndin hefir ekki séð sér fært að leggja út í neinn kostnað í því sam- bandi, þó það sé óneitanlega eitt aðal vel- ferðarmál félagsins. En þó að félagið hafi ekki séð sér fært, að leggja fram neitt fé á árinu til þeirra þarfa, þá hef- ir samt nokkuð orðið ágengt í þá átt. Félagið Visir I Chicago verður form- lega tekið inn sem sambandsfélag á þessu þingi. Telur Vísir nú um 100 með- limi og er það góður styrkur Þjóðrækn- félaginu í viðleitni sinni til að sameina sem flesta Islendinga, sem dreifðir eru viðsvegar um meginland Norður-Ame- ríku. Félagið Vísir hefir starfað að við- haldi íslenzkrar tungu og íslenzks þjóð- ernis með góðum árangri í fleiri ár, og hefir með því sýnt hvað hægt er að gera ef viljinn er nógu einbeittur. Þrátt fyrir það þótt þeir séu dreifðir á meðal enskumælandi miljónanna í þeirri risa- borg, og eiga að því leyti erfiðari að- stöðu en allir aðrir Islendingar í álf- unni utan New York borgar. Forseta yðar veittist sú ánægja að vera staddur nú í þessum mánuði á aðal ársmóti þess félags. — Þar fór alt fram á íslenzku, nema ein ræða, sem sögukennari frá Illinois háskólanum flutti, — allir aðrir, ungir og gamlir, lásu, töluðu og sungu á hreinu og hljóm- þýðu íslenzku máli. I sambandi við félagið Vísi og þjóð- ræknisstarfsemi Islendinga í Chicago, skal þess getið, að prófessor J. S. Bjöms- son heldur islenzkuskóla upp á sinn eigin kostnað, sem hinir yngri nota sér prýðis vel. Er það lofsamlegt verk, sem ekki aðeins lýsir sönnum þjóðræknis- metnaði, heldur og sönnum manndóms- þroska á háu stigi. Auk prófessorsins eru þar margir menn og konur, sem hér yrði of langt upp að telja, sem styrkja þjóðræknisstarfið þar syðra með ráði og dáð. Söngflokk ágætan, sem Islendingar ein- ir eru í, hefir félagið, sem skemtl á þessari samkomu, og syngur í útvarp- ið á sunnudaginn þann 26. ef eg man rétt. Söngstjóri þess flokks er ungur Is- lendingur, Guðmundur Kristjánsson, sem í haust er leið söng í útvarpið í Grand Forks, N. D., og víðar. Með þessum forsendum vil eg bjóða félagið Vísi velkomið til samvinnu við Þjóðræknisfélagið, og vona að sambandið verði báðum aðilum til blessunar. A undanfömum árum hefir mikið verið að þvi gert af deildinni Frón, að kenna bömum og unglingum að mæla af munni fram íslenzk ljóð, og átti hr. Bergþór E. Johnson mestan og beztan þátt í því starfi. Nú í vetur skilst mér, að ekk- ert hafi verið að þvi starfað, og er það skaði, því slík æfing i framsögn islenzkra kvæða er ótvirætt þroskaskilyrði hinum ungu, og hin bezta skemtun hinum eldri, er á hlusta. Iþróttamál: Aftur hafa Fálkamir, eða íþróttafélag- ið með því nafni, sótt fram af hinni mestu hreysti,' sér, félaginu og þjóð sinni til hins mesta sóma. Um bikar Þjóðræknisfélagsins var kept síðastliðinn vetur, eins og til stóð. I þeirri viðureign tóku þátt sex flokk- ar: frá Winnipeg, er áður hélt bikam- um, fré Selkirk, Gimli, Lundar, Árborg og Glenboro. Glenboro-flokkurinn vann sigur og heldur hann bikarnum nú. önnur samkepni fer fram á Olympic skautahringnum, laugardaginn þ. 25. og mánudaginn þann 27 þ. m. Og taka þátt í þeirri samkepni um bikarinn: 2 flokk- ar frá Winnipeg, 1 frá Glenboro, 1 frá Selkirk, 1 frá Gimli, 1 frá Lundar og 1 frá Árborg, 7 alls; og ætti fólk að sækja þessa leiki, sér til gamans og drengjun- unum til uppörfuna. Minnisvarði Leifs Eiríkssonar: Snemma í vetur heimsótti hr. Ami Helgason verksmiðjueigandi stjómar- nefnd Þjóðræknisfélagsins, með þeim er- indum, • að fá hana til þess að gangast fyrir framkvæmdum í hinu svonefnda Minnisvarðamáli Leifs Eirikssonar, en hann er forustumaður í því máli fyrir hönd Islendinga í CBicago. Máli þessu er þannig varið að skandínaviskir þjóð- flokkar þar syðra, og fleiri, hafa á- kveðið að reisa Leifi Eiríkssyni minnis- varða í Chicago, og hafa samið við mynda- smið að gera standmyndina, sem á að kosta um $285,000.00. Stallurinn á að vera 150 fet á hæð og byggjast úr svört- um steini, sem myndasmiðurinn gerir sér vonir um að fá ókeypis frá Noregi, þar sem hann er nú að leita fyrir sér um það. Stálið í varðann hefir Bethlehem Stálfélagið lofast til að gefa, og cement og grjót í undirstöðuna hefir félag í Chicago einnig lofast til að gefa. Hafði hann von um að komið væri nú inn til minnisvarðabyggingarinnar, á einn eður annan hátt, $191,108.00. Og af- ganginn, $93,872, bjóst hann við að góð- ir og hjálpsamir menn myndu á einhvern hátt leggja fram. A meðal annara að- ferða sem notaðar hafa verið, er að menn gerist hluthafar í The Leif Ericson Memorial Foundation, og er lágverð þeirra hluta $2.50, og upp i hvaða upphæð, sem menn vilja láta af hendi rakna. Aðalvarðinn, eins og sagt er hér að framan, á að vera 150 fet á hæð. Eru það tvær súlur úr svörtum marmara. Á milli þeifra stendur Leifsmyndin á palli. En framan á súlunum eiga að vera plöt- ur, með myndum úr sögu Eiríks rauða á samt nafni Leifs Eiríkssonar. Eg hefi orðið nokkuð langorður um þetta mál, sökum þess, að það er nýtt, og þó er ekki nærri alt sagt, sem segja þarf, og verður að bíða þar til síðar á þinginu. Islenzkukensla: Heimi hefir verið haldið upp hér í Winnipeg eins og að undanfömu, og einn- ig í Selkirk að því er eg bezt veit. Sök- um þess að kensla sú er að nokkru styrkt úr Þjóðræknissjóði, hefi eg far- ið þess á leit við kennarana I Winni- peg, að þeir gefi þinginu skýrslu um starf sitt. t Deildir: Um deildir félagsins get eg lítið sagt, eða um starf þeirra, því mér hefir ekki borist skýrsla frá neinni deild. En vænt- anlega gera þær grein fyrir starfi sínu og kringumstæðum á þinginu. Fátækramál: N'efnd frá stjómamefnd Þjóðræknisfé- lagsins átti fund með nefndum frá ís- lenzku söfnuðum tveimur í Winnipeg, í sambandi við það mál. Málið var rætt frá ýmsum hliðum ,og upplýsinga leitað, en aðrar framkvæmdir hafa ekki orðið í því máli. Tónlistafélag Jóns Leifs. Ffclag það er mjmdað til þess að koma á framfæri tónverkum Jóns Leifs. I sam- bandi við það mál, var leitað til stjórnar- nefndar Þjóðræknisfélagsins, um stuðn- ing, þ. e. a. s., að félagið styddi að því að Vestur-Islendingar gerðust áskrifend- ur að þessu verki. Séra Ragnar E. Kvar- an skrifaði all-ítarlega um þetta mál í ís- lenzku blöðin hér, samkvæmt ósk stjóm- amefndarinnar. Arangurinn af þvi er enn sem komið er heldur lítiU — þátttakam hvergi nærri eins mikil og við hefði mátt búast, þar sem um er að ræða — eftir því sem sagt er, þjóðlegt hljómlistarverk og þjóðernislegt tilfinningamál. Eg hefi nú orðið ærið langorður um þessi mál; enda er nú máli minu nálega lokið. Þó á eg eftir að segja frá þvi, að skörð hafa verið höggin i fylkingar þjóðræknismanna á árinu. A meðal þeirra sem fallið hafa í valinn, minnist eg Þor- bjarnar Bjarnarsonar (Þorskabíts), sem var heiðursfélagi í Þjóðræknisfélaginu, Benónýs Stefánssonar á Garðar, N. D., Tryggva ó. Sigurðssonar í Brown, og nú síðast Mrs. Sigurjón Eyríksson í Wynyard, Sask. Með þakklæti fyrir samleiðina og sam- vinnuna, minnumst vér þessara félaga okkar, og þeirra annara — ef nokkrir eru — sem oss kynni að hafa yfirsést, en haldið hafa sömu braut. I upphafi máls míns mintist eg á hina erfiðu tíma, sem menn eiga nú við að stríða. Hver einstaklingur á í vök að verjast. Þjóðfélögin, sveitafélögin og bæj- arfélögin stynja undir ofurþunga erfið- leikanna. Þúsundir verkfærra manna og kvenna verða að ganga iðjulaus dag eft- ir dag, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, og eru neydd til að krefjast lífs- framfærslu af þvi opinbera. Mér er sagt að það sé ekki eitt einasta bæjarfélag í Manitobafylki, sem ekki þurfi að sjá fleira og færra af slíku fólki farborða. Þau verða öll að gera það — öll nema eitt — og það byggja og þvi stjórna Is- lendingar — nefnilega Gimli. Upp til ársloka 1932 hafði enginn beðið um fá- tækrastyrk í þeim bæ, og ekki einn doll- ar verið borgaður út. I nýútkomnu víðleenu tímariti ,farast merkum rithöfundi og skáldi — sem heima var á íslandi 1922, svo orð um íslenzku þjóðina: “Eg hefi víða farið og heimsótt flestar þjóðir, en hvergi hefi eg komið þar sem eins mikið jafnvægi er að finna á milli iðju og andans at- gerfi eins og hjá íslenzku þjóðinni. Eg hefi ekki þorað að spyrja frétta þaðan, af ótta yfir því, að sú þjóð hafi látið glepjast af erlendu heimskutildri. En guði sé lof, að eg hefi sannfrétt, að svo er ekki til neinna muna.” Þjóðræknir menn og konur! Haldið þið að það sé tilviljun ein, að bæjarfélagið á Gimli, stendur nú öllum bæjarfélögum i Manitobafylki framar í striði sínu gegn erfiðleikunum, sem að steðja. Nei, það er jafnvægi hinar íslenzku sálar. Minn- ist þess, að nóttin gerir stjömumar sýnilegar. Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu, er Asgeir I. Blöndahl studdi, að skýrsla for- seta sé viðtekin og þökkuð. Var það gert með almennu lófataki. Aukaupplýsingar í sambandi við skýrslu forseta komu frá Bergþór E. Johnson, um bókagjafir til félagsins, frá Þorgilsi Þorgeirssyni í Winnipeg og Mrs. Henry í Elmwood. Forseti bað þá skrifara, Dr. Röguv. Pét- ursson, að lesa sina skýrslu. Frh. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. 1 kaupfélagsstjóminni höfðu ávalt setið ásamt mér,1 þeir Hjörtur hreppstjóri Þorkelsson á Ytra-Álandi í Þistilfirði og Ámi bóndi Davíðsson á Gunn- arsstöðum. Við þessa menn tal- aði eg um fyrirætlan mína, og urðum við ásáttir um að það gæti ekkert breytt úrslitum kaupfélagsmálanna þó eg færi. . Man eg að Hjörtur sagði, að sér kæmi það ekki á óvart að þeim yrði það giftudrýgra að eg flytti vestur, ef eg sjálfur hefði löngun til þess. Til Ameríku fór eg og segir seinna af því. Ári seinna eða tveimur eftir að eg fór, var Zöllner orðinn leið- ur á úrræða- og athafnaleysi fé- lagsins og fékk lögmanni málið i hendur, og mun skuldin hafa aukist drjúgum við það. Félag- ið var á sínum tíma dæmt til að borga Mr. Zöllner 3000 kr. Eftir að eg kom til Canada, reyndi eg nokkuð til þess með vingjarnlegum fortölum, að fá menn, sem hér vora áður komn ir og skulduðu félaginu, að borga nú, þótt þeir yrðu ekki lögsóttir. Allir, sem eg náði til, tóku því vel, þegar þeir aðeins gætu það. Sjálfsagt hefðu þeir flestir getað það seinna, eins og þá lét í ári hér. En mér leiddist að ámálga það. Sjálfur bar eg seinna gæfu til að senda þeim 1000 krónur gegnum kunningja minn, bankastjóra Th. E. Thor- steinsson í Winnipeg. í sérstaklega fallegu og vin- gjamlegu viðurkenningarskeyti, sem eg fékk frá Hirti Þorkels- syni, þegar hann hafði með- tekið ávísunina frá mér. Þá minnir hann mig á það, sem hann hafi sagt við mig, þegar eg stakk upp á að fara til Ame- ríku, og að hann hefði aldrei efast um að eg gleymdi þeim ekki ef eg yrði því vaxinn að hjálpa þeim úr kaupfélagsklíp- unni. Nú finst mér það vera skylda mín að viðurkenna það, öðrum til umhugsunar, að ekk- ert var það, sem fremur rak á eftir mér og knúði mig að taka þátt í viðurstöðu þessa félags- máls, þar sem eg var til Ame- ríku kominn, • eins og einmitt það traust, sem eg vissi að til mín var borið. Mér hefir alla mína æfi fund- ist eg sjá þess ljós merki, og eins og þreifað á því, að ekkert kennir mönnum eins gagnlega að vanda og bæta lífemi sitt, eins og það að þeim sé treyst, og þeir viðurkendir að gera vel. Hótandi ávítur og ofanígjafir, þegar mislukkast hefir, ætlast til þrælsótta, grafa því um sig og festa rætur til vamar og baturs hjá óhappamanninum, Kunningi minn hér vestan hafs, sem slapp að heiman með skuld við kaupfélagið, sagði við mig, þegar við eitt sinn hittumst í Winnipeg: “Ef það er satt, að þú hafir sent þeim peninga til að borga part af kaupfélags- skuldinni, til útlends auðmanns eða auðfélags, þá ertu bölvaður asni. Þú hefir engum hér gert gagn með því, en játað á sjálf- an þig að hafa dregið til þín frá kaupfélaginu.” Eg sagði homim að eg hefði ekki sent peninga heim til að borga fyrir nokkum mann hér vestan hafs, en til þess að liða ögn með samverkamönnum mín um heima, sem eg hefði í mörg ár reynt að vera velviljaðir, rétt- sýnir og góðir drengir, og hefðu aldrei vantreyst mér. Pln tíu árum seinna reis kaup f^lagið aftur úr rústum, og hef- ir ávalt verið forstjóri þess, Guðmundur sonur Vilhjálms míns á Ytri-Brekkum. Hann keypti Syðralón nokkru eftir að eg fór til Ameríku, og hefir búið þar síðan. Kona hans er Herborg náfrænka mín, erum við Guðmunda móðir hennar bræðrabörn. — Guðmundur er lærður búfræðingur, ráðvandur, ötull og réttsýnn gæðadrengur. Kaupfélagið hefir síðan vaxið ár frá ári, og má nú heita að öll verzlun á þeim slóðum sé fallin undir umsjá þess, eftir því sem eg hefi fréttir. Kaup- félag þetta er nú lifandi limur í samvinnuheild landsins, og verður nú ekki framar gert háð að grundvallarhugsjón þess fé- lagsskapar. Þegar eg nú eftir á hugsa um dönsku selstöðuverzl unina örum og Wulff, — þá einu af því tæi sem eg þekti í landinu, — þá undrast eg kosti hennar, þegar eg hins vegar hefi í huga þrælatök auðvalds- ins nú á dögum. Á mínum ung- dómsárum voru ferðir íslend- inga til Kaupmannahafnar orðn- ar svo tíðar, og svo mikið lesið á íslandi af útlendum blöðum og tímaritum, að þekkingin á verzlunarástandinu var orðin fjölda manna kunnug, og var þá einkum á það horft, hvað út- lenda varan var óhóflega dýr, og því var það, að umbóta- og hugsjónamenn gengust fyrir kaupfélagsskap, enda kom í ljós að útlenda varan gat verið til muna ódýrari, með öllum sann- gjömum kostnaði. Á hitt ber líka að líta að Örum & Wulff verzlun hafði ávalt nógar birgð- ir, og fremur vandaðar vörur, og gerði sérstakt far um alla verkun og útlit íslenzkra af- urða, svo þær öfluðu sér álits á heimsmarkaðinum. Þá átti og verzlunin góðan þátt í því að venja menn á orðheldni. Mikill kostur var það við þessar fasta- verzlanir, að forstöðumenn þeirra voru búsettir í landinu, og guldu því öll opinber gjöld, höfðu líka kjörgengis- og kosn- ingarétt. Og með því að þeir vora flestir talsvert mentaðir menn, þá sátu þeir allajafna í hreppsnefnd og voru jafnvel oddvitar, stóðu líka öllum öðr- um betur að vígi til að inn- heimta hreppsgjöld. Þeir voru og oft sýslunefndarmenn fyrir sinn hrepp. Þar sem verzlunin hafði fastan samastað og bygg- ingar á landinu, þá galt hún og til allra opinberra þarfa, sem munaði miklu. Sögðu margir að hún væri sízt þakkar verð fyrir það, því hún legði öll slík

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.