Heimskringla - 01.03.1933, Síða 3

Heimskringla - 01.03.1933, Síða 3
WINNIPEG 1. MARZ 1933. HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA. Phone 22 035 l'hone 25 23 HOTELCORONA 26 Rooms Wlth Bath Hot and Cold Wfiter ir» Every Room. — $1.60 per day and up Monthly and Weekly Rates on Reauest Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA gjöld á útlendu vörurnar, en það mál var þó ekki skoðað of- an í kjölinn. Ef hún hefði lagt opinber útgjöld sín á útlendu vörumar, þá hefðu vörurnar átt að verða dýrari hjá henni en Bomholmsku lausakaupmönn- unum, sem ráku verzlun sína á höfnum úti og guldu engin útsvör, en var ekki hægt á milli að sjá, þó eitt væri máske ó- dýrara hjá þeim, þá var annað aftur dýrara. Margir hrósuðu því að lausakaupmennirnir or- sökuðu þó samkepni í verzlun- inni, en það var aldrei nema reipdráttur þeirra á milli um fáfengileg atriði, og sem engu munaði. Hins vegar gáfu lausa- kaupmenn íslendingum aldrei atvinnu við verzlun sína meira en einum manni, sem þeir þurftu nauðsynlega á að halda til að fá upplýsingar um hagi landsmanna. f»að má segja að það hafi verið kostur við dönsku sel- stöðuverzlunina, hvernig þjóð- in vandist á að líta upp til verzl- unarstjóranna, eins og þeir væru virðingar^erðustu stór- höfðingjar í landinu, þó þeirra ætlunarverk grundvallaðist að- eins á eigingirni og kúgun. En samt sem áður stafaði þessi missýning alþýðunnar meira af gömlum aldarhætti frá argasta kúgunar'tímabilinu. Þó kvað svo mikið að þessu, að skilningsrík- ir og margreyndir bændur þorðu ekki að láta skoðanir sínar í Ijósi, ef þeir vissu að verzlun- arstjórinn var á annari skoðun. Veturinn, sem eg var á Hofi í Vopnafirði, voru þar eitt sinn næturgestir, þeir Þórarinn Hálf- danarson á Bakka, Guðvaldi Jónsson á Hámundarstöðum og verzlunarstjórinn á Vopnafirði, Pétur Guðjohnsen, tengdason- ur séra Halldórs á Hofi. Kvöld- verðarborðið var stórt og marg- ir sátu að því, þar á meðal þess- ir gestir. Menn voru kátir og spauguðu um eitt og annað. Sagði þá Pétur Guðjohnsen í gamni við Þórarinn á Bakka: “Er það satt að þú geymir þriggja ára gamla ull á skemmuloftinu þínu, Þórar- inn?>’ En Þórarinn var stríðinn og kom oft vel fyrir sig orði. “Ja, skulda eg þér nokkuð,” svarar hann. En hann var efna- maður. Það var auðséð að Pétri lík- aði ekki svarið og hikaði hann því við. En þá segir Guðvaldi, sem var kátur maður og skýr- mæltur: “Þó ullin væri nú tveimur aurum lægri hvert pund á Vopnafirði í sumar, heidur en á Seyðisfirði, þá sér nú verzlun- arstjórinn ekki ástæðu til að geyma ullina, þó einhver kynni að geta það án þess að skulda.” Og var nú hlegið. En Pétri var nóg boðið, því að hann var bráður maður. Hann var sjá- anlega reiður og sagði í þjósti, að það væri handhægt að sítera í ullarverð á Seyðisfirði, þar hefði aðeins einn kaupmaður gefið hærra A^erð fyrir ull, og væri líka að fara á hausinn. Hann gerði sig líklegan til að segja meira, en þá tók séra Halldór fram í: “Á Vopnafirði ert þú, Pétur minn, fulltrúi heimsmarkaðar- ins, og verður að vera sá klett- ur sem klýfur óhjákvæmlegar holskeflur. Bændurnar treysta þér og hafa ekki fyrir öðrum að kvarta, ef þeir hafa jól eða gjafir. Allir litu með aðdáun á gamla öldunginn, eins og oftar, og ó- veðursblikurnar sundruðust. Um þeásar mundir fóru ýms- ir áhuga- og efnamenn, víðs- vegar með ströndum fram að kaupa sér, borgarabréf, senda eftir vörum til Kaupmannahafn- I ar og byrja á smáverzlun fyrir eigin reikning. En alt grund- vallaðist það á eigingirni, og bætti alls ekki úr verzlunará- standinu, fyr en Kaupfélag Suð- ur-Þingeyinga sýndi með ljós rökum og upplýsti alþýðu manna um það, hvar fiskur lægi undir steini, í hverju verzlunar- fyrirkomulagið þurfti að breyt- ast. En þá kom það bókstaflega í Ijós, að sjáandi sáu menn eigi, og heyrandi heyrðu menn eigi, sókum ríkjandi undirlægjuhátt- ar við kaupmennina. Það var að vísu gott að fá ómótmælan- lega ódýrari vörur, en það var líka hart aðgöngu að styggja blessaðan kaupmanninn, og verða af veizluhaldinu inni hjá honum, sem kom sér svo vel í erfiðum kaupstaðarferðum. — Einkum voru það hveitimjöls- sekkirnir, sem kaupfélagsmenn voru öfundaðir af. Fór þá oft svo, að tryggustu vinir kaup- manna pöntuðu einn eða tvo hveitimjölssekki í gegnum ein- hvern nágranna sinn, og átti sízt að auglýsa það á þingi. — Minnist eg þá lítillar sögu frá þeirri tíð, er eg var í kaupfélags- verzluninni á Húsavík hjá Ja- kobi tengdaföður mínum. Bene- dikt sýslumaður Sveinsson var trúr vinur og viðskiftamaður Þórðar verzlunarstjóra Guðjohn sen, en langaði til að eignast einn hveitimjölssek úr kaupfé- laginu, og pantaði hann í gegn- um einhvern nágranna sinn, er tilheyrði kaupfélaginu. — Svo kemur nágranninn einu sinni sem oftar til okkar, og Jakob segir við hann, að hann eigi hér eftir einn hveitimjölssekk, og vill verða laus við hann, því húsakynni voru lítil fjrrstu ár- in. En nágranninn er svo óvar- kár að hann segir Jakobi að Benedikt Sveinsson taki sekk- inn fljótlega, og borgi hann þá um leið. “Þá skrifa eg sekkinn hjá Benedikt, svo ekki verði á því vilst,” sagði Jakob. “Nei, ekki má það,” segir aumingja maðurinn, því þá kann1 Þórður að frétta, að Bene- dikt sé kominn í kaupfélagið.” Við brostum að þessu og mál- ið féll niður. Skömmu seinna kom Benedikt með vinnumann sinn til að sækja sekkinn, og borgaði auðvitað um leið. “Því ertu ekki í kaupfélag- inu með smávegis, sem þig van- hagar um?’’ spyr Jakob sýslu- mann. “Nei, í andskotans kaupfélag- ið fer eg aldrei,” segir Bene- dikt. Nú fer eg að hvessa eyrun. “Viltu segja mér, hvað þú hefir helzt út á það að setja?” segir Jakob. “Félagið er hvorki fugl né fiskur. Það er sauðarhöfuð á bundsskrokki. Þenur sig yfir allar jarðar og býður frammi- stöðu sína, al óhugsað og tak- markslaust. Allir ábyrgjast fyr- ir einn og einn fyrir alla, og ef eitthvað út af ber, sem veldur skuld á félagið, þá geta út- lendir auðmenn gengið. að beztu bændum í sveitarfélögunum, og gert þá eignalausa, mennina, er sízt skulda þessum félagsskap. Þið reiðið öxina að sterkustu stoðunum undir þjóðfélaginu. Hausinn eltir skottið, unz alt fer um koll.” Ekki var þetta nema lítils- háttar inngangur að því, sem Benedikt hafði að segja. Eg veit að mér verður fyrirgefið það, þó eg muni ekki orðin hans nú, sem hann talaði fyrir 50 ár- um síðan, því þetta var haust- ið 1882. En hugsjónirnar hans mörkuðu tilfinninguna og skiln- inginn, eins og steinar úr loft- inu sökkva í yfirborð jarðar- innar. Hann var ekki reiður, og hann sá að við Jakob vorum ekkert annað en eftirtektin. — Við gátum ekki léð honum sæti, svo takmarkað var hús- rúm okkar, í brennisteinskrónni sem kölluð var norður á vikur- bakkanum, þar sem kaupfélags- byggingunum var valið sæti seinna. Hann hefði heldur ekki getað tollað í neinu sæti, eins mikið og honum var niðri fyr- ; ir. Hann brosti annað slagið, tók í nefið og hneggjaði góð- mótlega, eins og sá, sem ekki er hræddur um sig. Hann var ekki í fyrsta sinni að hugleiða hagsmuni íslands, þegar hann sagði að við byrjuðum eins og nafnfrægi skipasmiðurinn, á neglunni. Þá bætti hann við: íslenzka þjóðin á að hafa heild söluhús í Reykjavík, er kaup- ir inn allar útlendar vörur fyr- ir landið, og ráðstafar vörunum samkvæmt pöntun, svona mik- ið upp á þessa og hina höfnina kringum alt land. En þó er það margt af smærri vörutegund- um, sem hlýtur að koma til heildsöluhússins í Reykjavík. Eh þá eiga líka íslendingar að koma á fót hringferðum um landið, sem flytur vörurnar frá heildsöluhúsinu, hvað eina á sinn stað. Ekki dreymir ykkur um þann verðmun á útlendu vörunni, sem þetta fyrirkomu- lag mundi leiða í ljós, þegar öll verzlun landsins er rekin við útlönd undir einu og sama nafni. Á sama hátt eiga allar íslenzkar afurðir að seljast und- ir sama nafni til útlanda.” Þá gall í mér: “Samkvæmt þessari hugsjón, er þá kaupfélagið spor í rétta átt.” Hann sá að eg dáðist að hon- um og hlífði mér, en sagði þó: “Þú ert ennþá í egginu, drengur minn, og hefir enga hugmynd um sjóndeildarhring- inn. En þetta bölvað gönuskeið, sporið sem þú kallar í rétta átt, tefur aðeins fyrir nauð- synlegum • og eðlilegum fram gangi málsins. Kúgunin þurfti nauðsynlega að liggja á herð- um þjóðarinnar, til þess að kenna henni árlega betur og betur að ganga rétta veginn. En það er eðlilegt, að alt sé þetta rotið inn að skinni, meðan okkar lærðu menn sækja sína þekkingu á háskóla til Kaup- mannahafnar. Við eigum að hafa háskóla í landinu, svo auðveldara sé og ódýrara að menta mannsefnin.” Þannig hugsaði og talaði einn langsýnasti og einlægasti vin- ur íslenzku þjóðarinnar. Jakob benti honum á að hann hefði gefið í skyn að kaupfélagið létti þó á kúguninni. “Það er ekki til að hrósa sér af, að létta byrði manna, til að koma þeim út í foræðið.” Það var ekki heiglum hent að hugsa sér að stífla þann straum. Benedikt var ekki hugsunarlaus þegar hann sat þegjandi heima. Það er upplýsandi og göfgandi að minnast þessa skilningsríka og góðs manns, þeim sem báru gæfu til að þekkja hann vel. Nú eru flestar af hans hug- sjónum ög þrám orðnar að veruleika. En hans íingraför eru líka á mörgum tryggustu steinunum í þeim stiga. En öllum getur yfirsést, Bene- dikt gat ekki, eins og margir aðrir, ímyndað sér að kaupfé- lögin fátæku og fyrirlitnu, væru fyrsta og neðsta trappan eða hjallinn á viðskiftahæð lands- ins. Hann var löngu fyrir tím- ann kominn upp á efstu brún þeirrar hæðar, sem íslenzkt við- skiftalíf horfir nú af, og hafði aldrei litið til baka. Frh. FRÁ KÍNA Laufið hefir bókstaflega hrun ið af trjánum eftir tvær fyrstu frostnæturnar. Þau eru nú nak- in og litlaus. Gamli skrúðinn fallegi liggur við fætur þeirra velktur mjög og ósélegur, sem ekki er tiltökumál úr því komið er fram á miðja jólaföstu. En um líkt leyti og grös tóku að sölna og trén hristu af sér slitrurnar, hafa hveitiakrarnir ífært sig nýjum möttli iðja- grænum. Vetrarhveitið brýtur algerlega í bága við þá algildu reglu náttúrunnar, að hætta öllum lífshreyfingum með haust inu, en býður skammdeginu og kuWanum byrginn og er hvítt til uppskeru um það leyti að vorinu, er íslenzkir bændur liafa lokið að bera á tún. Venjulegast eru hér mikil staðviðri á haustin, en því er- um við fegnir, sem erum sífelt á ferðalögum um þetta leyti árs. Þó þykir jafnvel okkur nóg komið þegar ekki hefir sést ský á lofti í þrjá mánuði fulla. Það er að nokkru leyti blíð- viðrinu að þakka undanfama þrjá mánuði, að eg man engan tima ánægjulegri í mínu starfi i Kína. Og svo hefir verið fviður og spekt í héraðinu þótt geysað hafi styrjaldir á tveim stöðum í landinu, allan þenna tíma. Þess má geta tildæmis um hve stórt þetta land er og auðugt, að hér hefir alls ekki gætt neinna áhrifa frá þessum styrjöldum og almenningur ekki heyrt þeirra getð nema óljóst. hafa þó fallið yfir 20 þúsundir manna í bardögunum í Szich- wan s. 1. mánuð, og efnalegt tjón er metið í tugum milj. króna. Óvenjulegt hefir það verið fyrir mig að geta verið tímun- um saman að heiman, án þess að þurfa að óttast um fjölskyld- una. Tvisvar varð eg þó að fara heim í haust og hafa hrað- ann á: í fyrra skiftið fór kom- múnista her mikill hér framhjá. aðeins 6 km. frá bænum. En í síðara skiftið barst mér frétt um að ræningjar hefðu helt sér yfir Tengchow og drepið fjölda fólks. Fyrst varð eg að^hlaupa eftir reiðhjólinu 10 km. og hjól- aði svo heim 30 km. á rúmum klukkutíma, en kom að virkis- hliðunum lokuðum. Ekki var annað um að vera en að ríki^- herinn hafði svift varðsveitir bæiarins vopnum, slíkar skærur teliast ekki til stórviðburða hér. I Hve mikil breyting hér hefir orðið til batnaðar, hvað frið og öryggi snertir, má ráða af því meðal annars að í haust hefi eg aldrei skilið úr, lindarpenna eða gullhring eftir heima, þegar eg hefi farið í ferðalög og verið langdvölum í þorpum, sem til liessa hafa verið talin verstu, ræningjabæli héraðsins. Og nú erunr við að endurbyggja sum- arbústaði okkar á Haishan, í-shan = fjall), í annað skifti á þrem árum, og erum svo bjartsýnir að halda að ræn- ingjarnir brenni þá áreiðanlega ekki í þriðja skiftið. — Ennþá eru þúsundir manna úr nrínu kalli í dreyfingu og eiga ekki afturkvæmt fyr en yfirvöldin gera þeim fært að .byrja þar ný- rækt, er ræningjarnir hafa herj- að og breytt frjósömu akurlandi í eyðinrörk. Við búunr okkur út eins og menn, sem ætla sér að liggja við í tveggja mánaða tíma á fjöll- um uppi. Fyrir dyrum úti standa tveir vagnar hlaðnir, ferðatjald- ið stóra á öðrum og nokkurir kassar með yfir 20 þús. smárit- unr, en sængurfatnaður okkar allra á hinum, mjöl og matvæli, áhöld og ílát og alt, sem ó- missanlegt þykir við nratreið- slu. Tveinr uxum rauðum, | fevknstórum og með háum herðakömbum, er beitt fyrir hvorn vagnanna. Matreiðslu- sveinn hefir eftirlit með far-j angrinum en kínversku sam- verkamennirnir mínir, 6 trúboð- ar og tvær kenslukonur, faral skemstu leið, þeir fótgangandi j en kenslu konurnar fylgja lest-( inni á hjólbörum, algengastai farartæki kvenna hér. Konum J þessum er stirt um gang vegna^ fótanna, sem einusinni voru reyrðjr. Við gerðum boð á undan okk- ur til Dziangkwochai, stærsta þorpsins tæpa dagleið fyrir aust an Tengchow, og í myrkri um kvöldið erum við loksins búnir að koma okkur fyrir í húsinu, sem oddviti þorpsbúa hefir séð okkur fyrir. En ekkja ein skaut skjólshúsi yfir kventrúboðana. Það er ómaksins vert að lýsa þessum húsakynnum nánar. Ekki vorum við fyr komnir í hlaðið en að mér skildist að þetta hús samsvaraði því, sem við köllum baðstofu á íslenzk- um sveitaheimilum. Nú er þess að gæta, svo við verðum ekki fyrir alt of miklum vonbrigð- um, að Kínverjar gera alt aðrar kröfur til íbúðarhúsa en við. Austurlandabúar yfirleitt byggja eiginlega ekki íbúðar eða íveru- hús, heldur aðeins næturskýli. Veðráttan gerir þeim mögulegt að lifa lífi sínu að mestu leyti úti, undir beru lofti. Jafnvel um þetta leyti árs situr kven- fólkið úti við hannyrðir sínar. Krakkarnir alast upp á götun- um. Hér í Honan er það t. d. ekki venjulegt að menn sitji til borðs á meðan á máltíð stend- ur; heimilisfólkið fier út með skálarnar í höndunum og situr hér og þar á hækjum sér og borðar. Það sem við köllum heimilis líf, er því óþekt í Kína, þjóðinni til ómetanlegs tjóns. — Menn eru því þó fegnir að flýja inn í húsin þegar heitast er á sumrin en kaldast á veturnar, og svo þegar óeyrðir eru eða ilt i ári og mikið um þjófnað. Því eru hlaðnir garðar, tveggja til þriggja metra háir, kringum bæjarhúsin, sem eru því “hæli og háborg-’’, skýli og vígi. Eg vil nú biðja háttvirta les- endur mína að téikna riss af húsi einnar hæðar. Dyr eru á syðri hliðarvegg miðjum. Veggir þykkir úr jarðsteypu og rifnir mjög, enda 60 ára gamlir og hafa aldrei verið sléttaðir; enn- þá sést fyrir förunum eftir mót- in. Úr anddyrinu þrammar maður beint inn í gest-, setu- og borðstofuna í miðju húsi, og stendur þar á beru moldargólfi og horfir upp í ræfrið. Hér er hvorki forstofa né göng, fjala gólf, þiljur né loft. Húsið er ekki gert að innan að öðru leyti en því, að veggirnir eru sléttað- ir með mold og að það er gert í sunduí með tveimur moldar- veggjum, sem ekki eru hlaðnir hærri en hliðarveggirnir. Ef maður tyllir sér á tá sést hæg- lega inn í svefnherbergið í öðr- um enda hússins en eldhúsið í hinum. Digrar stoðir og þykkir, boga- myndaðir bjálkar, þykja stærsta prýði hússins. Það þarf sterka viði til að bera tugi þúsunda af þakhellum, þó hvor um sig sé ekki stærri en lófi manns. Al- I gengnt er að fátæklingar þeki hús sín með hálmi og noti þá1 miklu grennri viði. Þessir kínversku torfbæir eru tiltölulega hlýir á vetrum, (en það kemur sér vel þvf ekki eru þeir upphitaðir), en kaldir á sumrin. En svo eru þeir ó- vistlegir að engan mann ís- lenzkan mundi fýsa að vera í þeim nætursakir hvað þá leng- ur. Þó ala tugir miljóna manna aldur sinn í þeim og una sín- um hag engu ver en villaeig- endur heima. Samt á slík á- nægjusemi lítið skylt við sanna vellíðan, og er enda því einu að þakka að almúgamenn í Kína hafa aldrei komist upp á að gera hærri kröfur til lífsins. Annars er múrsteinn algeng- ast byggingarefni Kínverja. í bæjum og borgum víða gefur að líta byggingar, sem vel stæð- ust samanburð við það er ís- lendingar hafa séð best í húsa- gerð. Ekki er ætlast til að búið sé í ferðatjaldinu, lieldur er það not- að eingögu til samkomuhalda. Okkur verður ekki skota skuld úr að finna hentugt ‘húsnæði: Það má ganga út frá því sem sjálfsögðu, að í hverju einasta þorpi séu a. m. k. einhver húsa- kynni tóm vegna draugagangs, þess höfum við notið í haust á tveim stöðum. En í síðasta þorpinu sá oddvitinn okkur fyrir plássi á sínu eigin heimili, og fór ágætlega um okkur. Það er uppi fótur og fit í þorpinu þegar um kvöldið er við komum, ber margt til þess: Þér sem notið TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Þetta var í fyrsta skifti að út- lendan mann ber að garði. Því- næst er öllum, en bömunum þó einkanlega mikil forvitni á að sjá tjaldbúðina miklu og hvað fara muni fram í henni. Og um morguninn, þegar búið er að koma tjaldinu fyrir á auðu svæði, sem næst þorpinu miðju, og kínversk flögg blakta við hún beggja megin inngangsins, og húsin nötra af glym málm- bumbunnar, verðum við að lyfta tjaldskörunum á þrjá vegu svo allir viðstaddir geti séð til okk- ar og heyrt. Áheyrendurnir flestir hafa aldrei áður hlustað á ræðuhöld og söng, og þreytast ekki á að sækja þrjár samkomur daglega í fulla viku. Þá ^ru samkom- urnar árdegis látnar falla niður. Við skiftum svo með okkur verkum, kennum nýbyrjendum kristilega söngva og segjum þeim megindrætti æfisögu Jesú og kenninga hans. Aðrir vitja þorpa og markaðsstaða í ná- grenninu, útbýta smáritum og bjóða fólki á samkomurnar f tjaldbúðinni síðdegis og að kvöldinu. Við fáum því alt aðrar við- tökur en kristniboðarnir sem hingað komu fyrstir, nfl. fyrir 20 árum liðlega, og mættu hvarvetna tortrygni og fyrirlitn- ingu. Á Vesturlöndum sæta Kín- verjar þungum dómi sakir þjóð- ardrambs og útlendingahaturs. Þess hefir ekki æfinlega verið gæ(t, að þjóðardramb er víðar landlægt orðið en í Kína og það í löndum sem hafa langtum minna að stæra sig af en Kín- verjar. íslendingar hafa til skamms tíma gotið hornauga til flestra útlendinga, sem gistu bygðir landsins, en í ljósi sög- unnar verður það afsakanlegt að nokkru leyti eigi síður en út- lendingahatur Kínverja. Hugs- unarhátturinn breyttist með auknmm kynnum. Um langan tíma hafa flestar þjóðir sýnt Kínverjum jöfnuð og fulla sann- girni í viðskiftum, og yfirleitt hafa kristniboðarnir reynst vel- gerðarmenn þeirra. — Þessa njótum við og jafnframt njóta þeir þess sjálfir. . Breyttur hugsunarháttur al- mennings í Kína, og um leið breytt afstaða til kristniboðs, stafar þó fyrst og fremst af hraðfara hnignun hinna fornu trúarbragða þjóðarinnar, hnign- un sem ekki fær leynt sér og minnir eigi all-lítið á trúmála- á standið í Rómaveldi hinu forna rétt fyrir kristnitökuna. Það eitt út af fyrir sig, að hofunum hefir ýmist verið breytt í skóla eða stjórnarbyggingar, eða látin hrvnja af vöntun á viðhaldi, fær engum dulist að sé merkilegt tákn nýrra tíma, enda er það einstæður viðburður í hinni löngu sögu landsins. Frá trúarlegu sjónarmiði skiftast Kínverjar í tvo megin- flokka, nfl. fjölgyðistrúmenn og guðsafneitara. Kristna trúin og nýmenningin hafa í sameiningu veitt skurðgoðadýrkuninni ólífs- sár, en ný heimsskoðun er að kippa fótum undan guðsafneit- un er lialdist hefir í hendur við dauðadæmda efnishyggju. — Þetta, ásamt reynslu síðari ára, bendir alt til þess að kristin- dómurinn finnur hér frjórri jarðveg með ári hverju. — Þar sem við nú höfum ferð- ast, hafa áreiðanlega ekki fleiri en tíu af hundraði kunnað að lesa. íslendingar munu eiga erf- itt með að gera sér grein fyrir tcrh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.