Heimskringla - 01.03.1933, Síða 7

Heimskringla - 01.03.1933, Síða 7
WINNIPEG 1. MARZ 1933. HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA FRÁ KfíNA Frh. frá 3. bls. live þröngur sjóndeildarhringur þeirra manna er sem aldrei hafa litið í bók eða blað og þar fyrir utan aldrei farið að heiman. Fá- fræði alþýðunnar er áreiðanlega versti þvöskuldurinn í vegi fagnaðarboðskapar Krists í Kína. Við verðum þess varir á út- hreiðslu fundunum. Við látum okkur ekki nægja að tala til veggjanna og verðum því að taka fult tillit til fáfræði og skilningsskorts þepsara áheyr- enda okkar, sem aldrei hafa hlustað á kenslustund. Þeir eru sein teknir. Það þarf mikið til að glæða hjá þeim þann skiln- Ing og áhuga, að þeir vilji hafa fyrir að fara að læra lestur t. d. og kristinfræði, nema því að- eins að vaknandi guðsþrá knýi þá til þess. Það er heldur ekki hlaupið- að því að kenna kín- verska letrið. Þriðju vikuna í tjaldbúðinni byrjar lestrar og trúarbragða námskeið í tveim deildum, fyrir karla og konur, og svo sérstök barnadeild ef við komumst yfir( það. Á þessum námskeiðum hafa samverkamenn mínir unn- ið þarft en erfitt verk. Alls hafa verið haldin 12 námskeið, á þessu ári, en 48 heimili f^öst- uðu hjáguðunum. Ekki er þess vænst að þeir sem veita orðinu viðtku, verði skírðir fyr en | sést í reynd að þeim sé full alvara. Hér í kallinu hafa fleiri verið skírðir á þessu ári en á undanförnum tíu árum, að ár- inu 1924 undanskildu, nfl. 26. Tengchow, Honan, China. Ritað í des. 1932. Ólafur ólafsson. TIEN-LUNG OG DI-YA Kínverskar goðsagnir rekja | uppruna mannkynsins og alls | sem lifir og hrærist til Tien-! Lung og Di-ya, þ. e. Himinn-1 heymarlaus og Jörð-mállaus. Eigi er þess getið hvernig þessu fyrsta foreldri voru hafi samið, nöfnin ein lýsa því fullvel. Síðar var goðum þessum sýndur sá “sómi” að gerast þjónandi andar bókmentaguðs- ins Wen-tian og hafa ef til vill þá fyrst hlotið þessi heiti, sem sjálfsagt áttu að tákna að Him- inn og Jörð láti bókmentaguð- inn frjálsan gerða sinna. Wen- tjang er með öðrum orðum haf- inn yfir lögmál himins og jarð- ar, — dettur manni þá ósjálf- rátt í hug að ýmsir nútíma rithöfundar dýrki goð þetta í fylstu alvöru! “Mér er nær að halda að þessi heiti séu eldri en heiti bók- mentaguðsins sjálfs og hafi f upphafi táknað ósátt milli Him- ins og Jarðar, milli Guðs og manna. Sbr. III. Mós. 26, 19: “Og eg vil brjóta ofurdramb yðar, og eg vil gera himininn yfir yður sem járn og land yðar sem eir”. Löngu fyrir komu Krists til jarðarinnar var því spáð að Guð mundi sætta mennina við sjálf- an sig: “Og á þeim degi mun eg bænheyra himininn og hann mun bænheyra jörðina”. Hósea 1, 21. FRÁ ÍSLANDI Trjá- og runnarækt. vex nú með ári hverju. Með til- raunúm þeim, sem gerðar hafa verið í tilraunastöðinni á Akur- eyri og hjá Ræktunarfélagi Norðurlands, síðan um aldamót er fullsannað að hér er hægt að rækta eigi aðeins reyni og björk, heldur einnig ýmsar aðr- ar trjátegundir. Þetta hefir orð- ið til þess að margir víðsvegar um landið eru famir að gróð- ursetja tré ýmiskonar og runna sem hefir vel lánast. Mestar hafi þó framkvæmdirnar í þe um efnum orðið í Reykjavík á síðustu árum. Hin rótgróna trú á það að tré gætu ekki þrifist Stuldur úr kirkjugarði. Rétt eftir nýárið kom mað- ur inn í búð hér í bænum með tvo kransa. Kvaðst hann send- ur frá verzluninni Flóru með þá ,og hefði kaupmaður mælt svo fyrir að búðarstúlkan ætti að borga þá með 15 krónum. Mikið var að gera í búðinni. Stúlkuna grunaði ekki neitt og borgaði þessar 15 krónur þó enginn reikningur fylgdi. Fór maðurinn síðan. En er kaup- maður kom, kannaðist hann ekkert við þetta og símaði “Flóm”, því hann hugði ,að kransarnir hefðu átt áð fara í einhvern annan stað. En Flóra hafði ekki sent neina kransa út í bæ þann dag. Þeg- ar farið var að skoða kransana betur, sást, að þeir voru tals- verkt velktir, og 'hefir þeim verið stolið af leiði uppi í kirkju- garði. GILDRA Eftir Frédris Boutet “Leyf mér að endurtaka það, ungi maður,—hér verður ekki farið með yður eins og ritara, heldur sem vin. Það var mælt mjög með yður, óg eg þarf ekki að bæta því við, að eg álít ó- þarft, að gera frekari eftir- grenslanir. Eg dáist að hinum göfuga metnaði yðar, að halda hinu mikilsverða námi yðar á- fram, þrátt fyrir örðugleika fjöl- skyldu yðar. Sem sagt, — bókasafnið, það verður yðar ríki. Fyrri hluta dags búið þér í hendur mér efniviðinn í hið mikla ritverk mitt: “Saga aðals- ætta héraðs vors”, og síðari hluta dags milli 2 og 3 förum við saman yfir dagsverkið. Eftir það er yður fullkomlega frjálst að helga yður yðar persónulegu áhugamálum og búa yður undir próf yðar. — Eg er viss um, að þér kunn ið vel við höllina, herbergi yðar eru þægileg og skyldur yðar ekki erfiðar um of. Alt virðist þannig benda á, að veturinn verði oss báðum til gagns og gleði. 1 kvöld ætla eg að kynna yður frú de la Berviére, börn- um okkar tveim og fóstru þeirra. Eg fyrir mitt leyti vona, að samvinna okkar verði bæði skemtileg og löng.” Hr. de la Berviére hallaðist upp að risavaxinni eldstónni í viðhafnarsalnum og tíndi út úr sér þessa ræðu með tiginmann- legum ástúðleik. Pierre Jallier hlustaði alvarlegur á, með lotn- ingarfullum fáleitissvip á sínu fríða andliti. Hann var full- komlega hamingjusamur, en lét ekki á neinu bera. Loksins gat hann haldið námi sínu áfram í þessu rólega og ríkmannlega umhverfi, og gat lifað án þess, að látá hvern smámuninn á anóti sér. Með fáum vel völd- um orðum, sem hann kryddaði með hæverskum undirstraum af smjaðri, þakkaði hann hús- bónda sínum. “Nefnið þér það ekki, kæri Jallier minn,>’ tók hr. de la Berviére fram í, ástúðlegri en nokkru sinni áður. “En eg verð að kveðja yður nú, til þess að fá mér morgunreiðsprett minn. En hérna kemur hr. de Santio- lin. Hann er fjarskyldur ættingi minn og gamall vinur, sem oft stingur sér hér inn, til að heim- sækja okkur. Hann er, — hm — okkar á milli sagt, hálf laus- máll, og segir yður að líkind- um sand af sögujn um breysk- leika náungans hér í grendinni. Eg ætla að biðja hann að sýna yður umhverfið hér.” Lítill, roskinn maður, ofur- lítið snjáður, með hvast nef og háðsleg augu heilsaði þeim, og fimm mínútum síðar var Pierre Jallier farinn að labba um löngu trjágöngin í skemtigarðinum við hliðina á herra Santiolin. Við- ræður hans voru eins og hr. de la Berviére hafði látið á sér skilja, ákaflega hneykslanleg- ar, með fágaðri og biturri mælsku greindi hann samvizku- samlega allar hneykslissögur héraðsins í ástamálum. Þekk- ing hans í þessum efnum virt- ist óþrjótandi, — það var ekkert sem honum var ekki kunnugt; hann tilgreindi nöfn, dagsetn- ingu, mótstaði og jafnvel stund ina, þá er hið ósæmilega at- hæfi var framið. Um öll þessi mál var hann svo innilega opin- inskár, að Pierre Jallier var eins og hann væri múlbundinn af undrun. En hr. de Staniolin virt- ist ekki láta sig það neinu skifta, hvort honum var anz- að eða ekki. Hann var aðeins að skýra nokkrar staðreyndir, sagði hann, til þess að hjálpa hinum unga manni til skiln- ings á nýja umhverfinu sínu. Þegar hr. de Staniolin hafði lokið máli sínu, ljómaði and- lit hans af þeirri vinsamlegu þakkláttsemi, sem hver ræðu- maður kennir gagnvart góðum áheyranda. “Þér skiljið býsna vel, dreng- ur minn góður,” sagði hann og leit hvössu augunum sínum á Pierre, “og mér væri þökk á að mega gefa yður bendingu, sem yður gæti komið að liði. Staða yðar hjá frænda mín- um og vini er hin ákjósanleg- asta, frá hvaða sjónarmiði, sem litið ér á málið. Eg mundi ekki geta óskað syni mínum neins betra, ef eg ætti hann ein- hvern. En þér verðið að vera ofurlítið á varðbergi. — Það er gildra.” — Nasir hans titruðu ofurlítið. “Gildra?” anzaði Pierre ótta- sleginn. “Öldungis. Hlustið þér nú á og þá mun eg reyna að skýra allar ástæður fyrir yður með lægni, án þess að bregðast skyldum vináttunnar. Þér eruð ungur, og sennilega hafa kunn- ingjakonur yðar látið yður ráða í það, að þér væruð ekki ósnot- ur. Nú, hins vegar er hr. de la Berviére fremur klunnaleg per- sóna. Hann er mikill veiðimað- ur, mikill drykkjumaður og mik ill matmaður, sem alt til sam- ans veldur því, að útlit hans er ekki eins ákjösarilegt og verða mætti. Skegg hans er grátt og hann er að verða býsna feit- ur. Nú spyr eg yður — getur maður þessarar tegundar full- nægt skáldlegum og draumkend um þrám konuhjartans? En það er ekki mitt að svara slíkri spumingu.” Hann bh'ndi á Pierre, eins og hann væri að reyna að gera sér í hugarlund, hvaða hugs- anir væru að brjótast um í höfði hins unga manns. “En þér megið ekki hrapa að álykt- unum. Þér verðið að vera alls- gáður. Varið yður, að móðga ekki konuna......... Augnatillit öðru hverju-------ofurlítil snert ing með hendinni---------óþarf- legt fálæti. En ungur nútíma- maður, eins og þér, ættuð að vita, hvað átt er við með sál- fræði.-------Nei, nei — bless- aðir spyrjið þér einskis frekar,” sagði hann, þegar Pierre var í þann veginn að taka til máls. “Eg hefi varað yður við. Ef til vill er eg þegar búinn að tala of margt. Nú verð eg að fara. Verið þér sælir, herra minn. “Hvern þremilinn átti hann við,” hugsaði ungi maðurinn með sjálfum sér. Hann var al- tekinn af löngun til þess að halda nýju stöðunni. “Hvað var hann að bögglast með að gefa í skyn? Er frú de la Berviére léttúðarkvendi, sem eg verð að tralla dálítið við, eða er þetta dygðablóð, sem mundi stökkva upp á nef sér,' drepmóðguð, við hvern minsta aðdáunarvott?” Þrátt fyrir venjulegt sjálfs- traust hins unga manns þjáði þetta vandamál hann allan dag- inn. Laust fyrir miðdegisverð var hann kyntur frú de la Ber- viére, og komst þá að raun um að hún var bæði fögur og f jör- ug kona. íburðarmikill kjóll hennar sveipaði líkama, sem var mjúkur og værðarlegur þeg ar hún hélt kyrru fyrir, en þeg- ar hún hreyfði sig í stofunni varð atferli hennar kviklegt og kattarlegt að sjá. Undir borðum hafði «Pierre verið settur á vinstri hlið henn- ar en hr. de Santiolin á hægri, því að hann var nú kominn aft- ur. Hins vegar við borðið sat húsfaðirinn, hr. de la Berviére, tvö lítil Berviére böm og fóstra þeirra, hæglát kona, h'til og Ijóshærð, sem hefði verið mjög ómerkileg, ef hún hefði ekki haft lostfagra húð og skínandi augu. Eftir miðdegisverð spurði hr. de la Berviére Pierre að því, hvort hann kynni ekki að leika neitt á hljóðfæri. Hinn ungi maður játti því hæverkslega, að hann ætti fiðlu sína inn í herbergi sínu. Það var sent til að sækja fiðluna, og frú de la Berviére settist sjálf við slag- hörpuna til þess að aðstoða hann. Og þá var það, og líklega vegna þess, hver áhrif tóna- sveiflurnar höfðu á sál hans — að það þaut um hann eins og snögg, leiftrandi hugljómun, að líklega væri það réttara að sam- úðin væri grunntónn viðskifta þeirra, fremur en virðingin, þeg ar alt kæmi til alls. Þessi sannfæring styrktist blessanlega næstu daga. Hljóm- leikunum hélt áfram, og hon- um til óviðjafnanlegrar gleði tók frú de la Berviére að biðja hann að lesa fyrir sig ljóðmæli. Hún var framúrskarandi náðug við hann, en ekki var neitt í framkomu hennar, sem benti til þess, að hún óskaði að sam- eiginlegur hljómlistar- og ljóð- smekkur þeirra þroskaðist yfir í viðkvæmari mök. En eigi að síð- ur, öðru hverju hafði hún það til, að líta á hann undarlega ratvísum augum, og hneig þá jafnframt ofur mjúkt, lágvært andvarp af blómlegum vörum hennar. “Ef eg fer ekki að leika elsk- hugann ofurlítið mannborleg- ar,” hugsaði Pierre með sér angistarfullur, “þá fer hún að halda að mér standi alveg á sama um hana. Hins vegar er eg smeykur um að hún kunni að rjúka upp, ef eg fer of hart í sakirnar. Þó að hún kunni að vera gráðug í vinahót, þá gæti hún haft það til, að krefjast virðingar jafnframt.” En að lok um kom þar, að hann hélt, að nokkuð stæðist jafnt á um vin- samleg hornaugu af beggja hálfu. Málin voru að greiðast, og mátti líta svo á, að ofurlít- ið meiri dirfska væri nú ekki með öllu óvelkomin. Kvöld eitt, á meðan hr. de la Berviére svaf á legubekk sínum og fóstran var að bródera úti í horni, greip hann í laumi hönd frúarinnar, sem ekki var kipt til baka. Þétt og inilega þrýsti grönnum fingrunum, sem skriðu inn í lófa hans. Morguninn eftir lauzt eldingu yfir höfuð hans. “Þetta er end- irinn á veru yðar hér, hr. Jal- lier,” sagði hr. de la Berviére í nístandi kuldalegum og bitr- um róm, er hann kom inn í bókasafnið. “Þér farið þegar í dag. Eg leyfi það ekki að nokk- ur lifandi maður sýni heimilis- manni mínum óvirðingu, og það hefir sært mig meira en orð fái lýst, að þér, sem eg hafði reitt mig afdráttarlaust á, — ein- mitt þér allra manna, — skyld- uð bregðast trausti mínu. Nei! Nei! Engar útskýringar! Þér gerið svo vel og farið þegar í stað!” Stundu síðar yfirgaf Pierre Jallier höllina, mállaus af skelf- ingu. Á leiðinni til járnbrautar- stöðvarinnar mætti hann hr. de Santiolin. “Hvað er að tama!” hrópaði gamli maðurinn, og var hreimur af meinfýsilegri kæti í rödd hans. “Eruð þér að fara? Ó, þér ungi fábjáni. Þér finnið að konu grafna í einangrun sveita- menskunnar við hliðina á göml- um, feitum hjassa, sem ekkert [)r. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldat Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklegra lungnasjúk- dóma. Kr ar\ flnna 4 skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Hetmili: 46 Alloway Ava. Talafmlt S31SH DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldg Talsími: 22 296 8tundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — Ab hltta: kl 10—12 * b. og 8—6 e. h. Helmllt: K06 Vlctor St. Slml 28 180 Dr. J. Stefansson 21« !H BDICAL ARTS BLDO. Horni Kennedy ogr Graham Htundar daKÖngu auftni* eyrna nef- ng kverka-ajflkdóma rtr rtl hitta frá kl. 11—12 f h. og kl. 8—6 e. b Talalml i 21S34 Helmlll 638 McMlllan Ave 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 8S4 Office tfmar 2-4 Heimili; 104 Home St Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tanniæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 22 296 Heimilis: 46 054 Simið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Abyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiBsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 þekkir hina fíngerðu list ástar- bragðanna. Þér komið ungur og snoppufríður maður, og að lokum fer hún að eygja dægra- styttinguna og huggun. En hvað gerið þér? Þér lítið ekki á hana fremur en hún væri ekki til. Nú, við hverju getið þér búist? Hún hefnir sín, — og yður er vísað burt. En komið þér nú ekki með það, að eg hafi ekki varað yður við! Nei, konu getur þótt það engu síður grimmilega ef menn láta undir höfuð leggj- ast viss smá, — hvað eigum við að segja? — þægilegheit, — eins og ef menn eru alt of framir í þeim efnum. Eg er hræddur um að þér séuð ansans báglega að yður í sálfræði.” “En kæri herra,” tók Pierre fram í fyrir honum í geðvonzku tón, “yður skjátlast herfilega. Mér hefir verið vísað burtu með smán, svo að eg sé enga á- stæðu til þess að leyna yður sannleikanum. Eftir “dúll”, sem staðið hefir óslitið síðan eg kom hingað, fór svo í gær- kvöldi, að frú de la Berviére svaraði greinilega er eg þrýsti hönd hennar í tilbeiðsluskyni. Hr. de* Santiolin horfði á hann, ypti öxlum og hló kulda- lega. “Frú de la Berviére! Hver er að tala um hana? Það er ungfrúin, sem hér er um að ræða — fóstran. Hvað er að tama? Skildúð þér það ekki, maður guðs og lifandi? Hver hefði það átt að vera önnur? Hún drotnar algerlega yfir hr. de la Berviére — hún ein.” “Þetta hefðuð þér getað sagt mér strax,” hvæsti Pierre Pal- lier. “Farið þér norður og nið- ur með dylgjur yðar og rósa- mál!” G. S. THORVALDSONi B.A., L.L.B. Lögfrœðingur • 702 Confederation Life Bklf. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIIt LOGFKÆÐINGAB á öðru gólfi S25 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar aS hitta, fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson, lslenskur Lögfrteðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoha. A. S. BARDAL selur likklstur og annast um fltfar- ir. Allur útbúnahur sá bastL Ennfremur aelur hann allskonar minnisvarba og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. PhoDf i 86 607 WINNIPH HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAW. MARGARET DALMAN TBACHBH OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson (slenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Siml: 96 210. Helmllis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Ban.ce and Farnltnre Morlaa 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga frazn og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. falenakur IfiKfreebtngrar Skrlfatofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Slml: 92 755 __________________________ ( DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talalmli 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Someraet Block Portate ATenne WINNIPM Hr. de Santiolin rétti úr sér með þótta og virðuleik. “Herra minn,” mælti hann kuldalega, “heiður minn bannar mér að bregðast skyldum gamallar vin- áttu.” S. E. þýddi. Mbl. BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórl StUllr Planoa og Orgel Siml 38S4S. 694 Alveratoae St. t

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.