Heimskringla - 22.03.1933, Page 2

Heimskringla - 22.03.1933, Page 2
2. StÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. MARZ 1933 FJÓRTÁNDA ARSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS. Frh. Var nú lögð fram skýrsla frá Bóka-^ safnsnefndinni, og fer hún hér á eftir: .Yfirlit yfir bókasafn Þjóðrseknisfélagsins 1932 Bækur meðteknar frá O. S. Thor- geirsson. Bundnar og sem hafa verið bundnar siðan. Hér eru ekki tald- ar þær bækur sem ekki hafa verið settar til útláns, listi yfir þær er í heildarlistanum ............... 349 Bækur pantaðar og meðteknar frá Arsæli Ámasyni ................ 149 Bækur fengnar fyrir safnið hérlendis 110 Alls ........................ 608 Bækur í útláns standi ........ 563 Safnið aukið að verðlagi á árinu: Bækur fengnar hérlendis .......... $60.00 Nýtt bókband borgað ............... 40.80 Borgað fyrir aðgerð á bandi ........ 2.70 Alls ................. $103.50 Meðlimi tala safnsins ............... 72 trilánaðar bækur á árinu .......... 1956 Gerði Ari Magnússon tillögu, er Sig. Vilhjámsson studdi að skýrslan sé við- tekin. Samþykt. Fjármálanefnd lagði nú fram álit er svo hljóðar: Fjármálanefndin sem skipuð var á þessu þingi, hefir nú yfirskoðað skýrslur embættismanna félagsins. Leyfum við okkur að leggja til að skýrslumar verði samþyktar eins þær liggja fyrir. Ami Eggertsson. H. J. Jóhannson Halldóra Gíslason , B. Dalman. Asm. P. Jóahnnsson gerði grein fyrir sérstökum atriðum í sanmbandi við skýr- slu fjármálaritara, sem áður þóttu eigi full ljós, sérstaklega í sambandi við komu r. Sigurðar Nordal. Lét þing- heimur sér þær skýringar lynda. Bar þá séra Guðm. Amason fram tillögu er Loftur Matthews studdi að nefndarálitið sé viðtekið af þinginu. Samþykt. Þá lagði fræðslumálanefnd fram svo- hljóðandi álit: Nefndin sem sett var í fræðslumálin, leyfir sér að leggja fram eftirfarandi álit: 1. Að íslenzku kenslu verði haldið á- fram, þar «em því verður komið við, og á þann hátt sem hverri félagsdeild virðist heppilegast undir þeim aðstæðum, sem fryir hendi eru á hverjum stað. 2. Að stjómamefnd sé heimilað að verja sömu upphæð og að undanfömu til að standast straum af kenslunni. Á Þjóðræknisþingi í Wpg. 23. febr. 1933. Gupðm. Amason. Ragnar Stefánsson. G. E .Eyford. Sigfús Benediktsson gerði tillögu er G. P. Magnússon studdi, að álitið sé viðtek- ið af þinginu, eins og það liggur fjrrir. Samþykt. Nú hafði nefndin i Sjóðsstofnanamáiinu lokið störfum, og lagði fram svohljóðandi álit: Nefnd sú er skipuð var, til að íhuga starfsrækslu og meðferð sjóðstofnana þeirra ,er Þjóðræknisfélagið hefir umsjón með. Nefndin hefir íhugað þau mál, og leyfir sér að koma fram með eftirfarandi tillög- ur: 1. Að kosin sé þriggja manna milli- þinganefnd á þessu þingi, til þess að auka og efla ritlaunasjóðinn í samráði við stjómarnefnd Þjóðræknisfélagsins. En fjráveitingar úr þeim sjóði, skal vera að öllu leyti í höndum stjómaraefndarinnar 2. Viðvíkjandi "Selskinnusjóði”, leggrur nefndin til: (a) að á þessu ári (1933) afhendi stjómamefnd Þjóðræknisfélagsins sjóðinn til þeirra stofnunar, er hann í fyrstu var stofnaður fyrir. (b.) En þó skal halda áfram að safna í þennan sjóð. 3. Viðvíkjandi Ingólfssjóðnum, leggur nefndin til, að hann haldi áfram að vera undir verad stjómamefndar Þjóðræknis- félagsins, eins og að undanfömu. Winnipeg, 23. feb. 1933. G. E. Eyford. Jón Asgeirsson G. P. Magnússon. Asm. P. Jóhannsson gerði tillögu er Jónas Thordarson studdi, að álitið sé rætt lið fyrir lið. Samþykt . Asm. P. Jóhannsson tjáði sig mótfallin því áð Byggingarsjóður renni inn í Rit- launasjóð og gerði tillögu er Ami Eggert- son studdi, að lsti liður álitsins sé feldur. Var tillagan samþykt. Þá gerði Asm. P. Jóhannsson tillögu er Guðm. Eyford studdi, að 2. liður áiltsins sé viðtekin óbreyttur. Samþykt. Við 3. lið A og B gerði Ami Eggerts- son tillögu er Sig. Vilhjálmsson studdi, að samþykt sé óbreytt. Samþykt. Þá lágu til umræðu C og D greinir 3. ilðs. Asm. P. Jóahnnsson gat þess, að nokkur vafi væri meðal manna um af- drif “Selskinnu”. Kvað hann bezt að segja hverja sögu sem hún gengi, enda ætti fólk rétt á að vita sannleikann í málinu. Bað Arna Eggertsson að skýra sögu Selskinnu, svo sem hann vissi hana sannasta. Ámi Eggertsson gaf þær upplýsingar,. að Selskinna væri töpuð. Sagðist hann hafa fengið vitneskju um, að nálægt 28. júni s. 1. hefði Selskinna horfið þaðan sem hún var geymd. Taldi hann ekki ósennilegt, að bókin hefði verið tekin í misgripum af farandsala, eða henni jafnvel verið stolið, og hefði sá er það kynni að hafa gert álitið, að burðarhylki það sem bókin var geymd í, hefði eitthvað vermætt inni að halda. Asm. P. Jóhannsson gerði þá tillögu er Mrs. Byron studdi, að C og D greinir 3ja liðs séu feldar. Samþykt. Þar sem álitið var að-4. liður áiltsins yrði ekki afgreiddur fyr en Bjarráða- málið kæmi fyrir fund, gerði séra Guðm. Amason tillögu er Ásgeir I. Blöndahl studdi, að umræðum um þenna lið sé frestað. Samþykt. Nefndin í Minnisvarða málinu lagði fram svohljóðandi álit: Nefndarálit í minnisvarðarmáli Leifs Eiríkssonar. Nefnd sú, er sett var til þess að ihuga þáttöku Þjóðræknisfélagsins í minnis- varðamáli Leifs Eiríkssonar, leyfir sér að leggja fram eftirfarandi álit. Þar sem að það hefir verið mikið metnaðarmál öllum lslendingum að Leif- ur Eiríksson sé talinn hinn fyrsti hvíti maður, er fann Ameríku og að öllum til- raunum til að hagga þeirri sögulegu staðreynd hefir jafnan verið mótmælt, álítur nefndin að Þjóðræknisfélag Is- lendinga í Vesturheimi geti ekki vanza- laust neitað um þátttöku sína, þegar um það er að ræða að reisa Leifi minnis- varða, er verði afhjúpaður á alþjóða- sýningunni i Chicago á næsta sumri. Nú hefir stjónarnefnd félagsins, sem kunnugt er, haft nokkra viðleitni i því að reyna að koma þessu máli á fram- færi meðal Vestur-lslendinga, meðal annars vakið athygli forsætisráðherra á því. En nefndin telur samt að það sem gert hefir verið í þessu hingað til sé með öllu ófullnægjandi. Þess vegna leyfir nefndin sér að leggja til: 1. Að væntanlegri stjómarnefnd sé falið að hlutast til um að miklu ræki- legar verði ritað um málið í vestur-ís- lenzku blöðin heldur en gert hefir verið. 2. Að henni sé falið að gera gang- skör að því að safna tillögum meðal Vestur-lslendinga til minnisvarðans. 3. Að þar sem félaginu verður ef- laust boðin þátttaka í afhjúpunarathöfn- inni, sjái hin væntanlega stjómamefnd um, að sú þátttaka verði félaginu til sóma, án þess þó að það baki félaginu of mikinn kostnað. A Þjóðræknisþingi í Winnipeg, 23. dag febr. 1933. Asm. P. Jóhannsson. Arni Eggertsson Guðm. Amason. Jón Ásgeirsson Elín Hall. Asgeir I. Blöndahl gerði tillögu er G. P. Magnússon studdi, að nefndarálitið sé viðtekið. Eftir bendingu frá séra Jó- hanni P. Sólmundssyni, var örlítil orða- breyting gerð við nefndarálitið og síðan samþykt i einu hljóði. Var nú Bjargráðamál til umræðu Nefndin í því máli hafði klofnað. Taldi séra Ragpiar E. Kvaran bæði álitin, meiri og minni hluta ófullnægjandi, og óskaði eftir að málinu sé vísað til nefndarinnar aftur, til frekari athugunar og álits, á breiðari gmndvelli. Spunnust um málið talsverðar umræður, unz tillaga kom frá séra Ragnari E. Kvaran er séra Guðm. Ámason studdi, að nefndin sé beðin að taka málið til nýrrar meðferðar. Var tillagan samþykt. Endurskoðun Laga (Nefndarálit) Nefndinni hefir verið skýrt frá því að nauðsyn beri á því að auka við gmnd- vallarlög félagsins í sambandi við þing- boð og ýmsar aðrar misfellur er séu á lögunum. Leggur því nefndin til að Framkvæmd- amefndinnl sé falið á hendur á komandi ári að fara itarlega yfir lögin og leggja athuganir sínar fyrir næsta þing. Á þingi Þjóðræknisfélagsins, 23. febr. 1933. B. E. Johnson. B. Dalman. Sigurbjöm Johnson. Séra Guðm. Ámason gerði tillögu er Bergþór E. Johnson studdi, að nefndar- álitið sé viðtekið. Fundi var þvinæst slitið kl. 5. e. h. og störfum þingsins frestað til kl. 10 f. h. næsta dag. — Að kveldi fór fram skemtiskrá undir umsjón deildarinnar “Frón”, fyrir troðfullu húi. Til sam- komunnar var prýðilega vandað, og nutu samkomugestir þar hinnar mestu ánægju, við snjalla ræðu er séra Jónas A, Sigurðsson flutti, söng og hljóðfæra- slátt. Að skemtiskránni lokinni hófst dans, er stóð fram yfir miðnætti. Forseti setti fund kl. 10.30 f. h. hinn 24. febr. Las ritari fundargerð síðasta fundar. Ari Magnússon gerði þá athugasemd við fundargerðina, að ekki væm bókuð andmæli sín, gegn þeim lið í fjármála- skýrslunni ,er fjallaði um ferðakostnað Dr. Rögnv. Péturssonar og Arna Eggerts- sonar til Ottawa, í sambandi við sjóð- stofnsmál Canadstjómar til handa ísl. stúdentum og fræðimönnum. Gerði þá séra Guðm. Arnason tillögu er Asm. P. Jóhannsson studdi, að fundargerðin sé viðtekin með þeim viðauka, að andmæla Ara Magnússonar sá getið, samkvæmt ósk hans, er vom i því fólgin, að vafasamt væri um heimild fyrir því, að eyða fé félagsins til slíkrar farar sem hér um ræðir, og ferðin hefði jafnvel verið með öllu óþörf. Var tillagan samþykt. Þá tilkynti forseti að hr. ó. S. Thor- geirsson hefði beðið um afstökun frá að starfa í Minningarmálsnefnd, og skipaði í hans stað Fred. Swanson. Lá nú fyrir Tónlistarfélag Jóns Leifs, og lagði nefndin i því máli fram svo hljóðandi álit: Félag tónlistar Jóns Leifs (Nefndarálit) Nefndin lætur í Ijós ánægju sína yfir því, að stjónramefnd síðasta árs hefir tekið vinsamlega í þau tilmæli að greiða fyrir félagi þ^ssu hér' í landi. Það er alkunnugt, að þessi tónlistarmaður, sem hér á hlut að máli, starfar á þjóðlegum gmndvelli og leitast við að túlka sálar- líf þjóðarinnar út frá þeim einkennum, sem birtast í þjóðlögunum sjálfum. Tel- ur nefndin það vel farið ef Vestur Is- lendingar gætu fylgst með þeirri við- leitni svo vel, sem þeim er unt. Vill nefndin leggja áherzlu á að hin komandi stjómamefnd leggi hug á að afla með- lima í félagið og styrkja á þann hátt útgáfuna af tímaritum þessum. Og enn meira telur nefndin um það vert, ef nefndinni gæti auðnast að koma tímarit- unum sjálfum á framfæri, svo þau yrðu leikin af fæmm hljóðfæraflokkum víðs- vegar um álfuna. Er það tillaga og á- skomn nefndarinnar að stjórnin sinni sem best báðum þessum atriðum á kom- andi ári. A þingi Þjóðræknisfélagsins, 23. febr., 1933. Ragnar E. Kvaran. Jón Ásgeirsson. B. E. Johnson. Ami Eggertsson gerði tillögu er Sig. Vilhjálmsson studdi, að nefndarálitið sé viðtekið. Séra Jóhann P. Sólmundsson kvaðst ekki geta felt sig við sérstakt orðalag í nefndarálitinu, þar sem hann teldi si gekki færan um að leggja dóm á verk Jóns Leifs, en i álitinu feldist dóm- ur um þau. Mælti séra Jóhann með þvi að stjómamefnd sé falið að annast um málið. Gerði síðan breytingartillögu er Asm. P. Jóhannsson studdi, að orðin: • “Starfar í þjóðlegum gmndvelli og leitast við að túlka sálarlíf þjóðarinnar út frá þeim einkennum” — falli burt. Benti þá Jón Asgeirsson á, að ef rétt sá athugað, felist enginn dómur í álitinu. Urðu um þetta nokkrar umræður, unz séra Jó- hann P. Sólmundsson kvaðst fús til að draga breytingartillöguna til baka, og einnig stuðningsmaður hennar. Var þá nefndarálitið samþykt óbreytt. Samvinnumálanefnd lagði þá fram eftirfarandi álit. Samvinnumál. Nefndinni, sem um þetta mál fjallaði, er kunnugt um ,að stjómamefnd félags- ins hefir leitast við á siðasta ári að vekja athygli áhrifmikilla manna hér- lendis á því, að mikið mætti auka verzl- unar-viðskifti milli íslands og þessarar álfu, sem báðum aðilum yrðu hagkvæm. Nefndinni er það Ijóst, að það gæti haft mikla þýðingu fyrir þjóðemis-hreyfingu vora ef þau viðskifti yrðu sem víðtæk- ust og sem bezt væri til þeirra vandað. Telur nefndin það vel farið ef félag vort gæti á einhvem hátt orðið hér til stuðn- ings. Eitt aðalskilyrðið til þess að góð- um árangri verði náð í þessu efni, er að stuðla að því að Canada og Banda- ríkin hefðu verzlunar-erindreka á Islandi. Eins og skýrt hefir verið frá á þinginu verður á þessu ári tækifæri til þess fyrir íslenzk fræðimanna og vísindamannaefni að notfæra sér hið höfðinglega boð Canadiska Sambandsþingsins um að stunda nám við fræðslustofnanir rikisins með styrlc frá hinum nýstofnaða náms- Sjóð. I sambandi við það mál er sú tillaga sem síðar getur. Þá telur nefndin mikilsvert að sem grandgæfilegast verði rannsakaðir mögu- leikarnir fyrir því, að Islendingum og öðmm, sem áhuga hafa fyrir þjóð vorri, gefist einstöku sinnum kostur á að hlýða á útvarp frá Islandi, sem endur- varpað væri hér i landi. Telur nefndin sennilegt að komast megi að samningum um þetta við Utvarpsráðið á Islandi og Crtvarpsnefndina í Canada. Leggur nefnd- in því fram eftirfarandi tillögu til sam- þyktar: 1. Stjómamefnd félagsins sé falið að leita álits og stuðnings verzlunafróðra manna um möguleikana fyrir auknum viðskiftum milli Islands og þessarar álfu, sérstaklega með það fyrir augum að opna markaði fyrir íslenzkar vörur, og koma sér síðan í samband að slíkri rannsókn lokinni, við stjómarvöld Islands Canada og Bandarikjanna og fylgja mál- inu eftir við þau. 2. Stjórnarnefndinni sé falið að leitast við að stuðla að því að fastir verzlunar- erindrekar verði settir á íslandi frá Canada og Bandaríkjunum. 3. Stjómamefndinni sé falið að veita væntanlegum nemendum frá Islandi, sem styrks njóta úr Námssjóði Canada, alt það liðsinni, með upplýsingum og annari fyrirgreiðslu, sem hún getur frekast í té látið. 4. Stjórnamefndinni sé falið að hlut- ast til um það við Otvarpsráðið á Is- landi og Crtvarpsnefndina í Canada að einu sinni eða tvisvar á ári sé endurút- varpað hérlendis útvarpi frá Islandi sem sérstaklega sé ætlað islenzkum mönnum hérlendis. Á þingi Þjóðræknisfélagsins, 23. febr. 1933. Ragnar E. Kvaran. Rögnv. Pétursson. Jónas A. Sigurðsson S. Einarsson. Guðm. Eyford gerði tillögu er séra Guðm. Ámason studdi, að álitið sé rætt lið fyrir lið. Samþykt. Þá gerði séra Guðm. Ámason tillögu er Bergþór E. Johnson studdi að fyrsti liður sé sam- þyktur. Ásm. P. Jóhannsson taldi sjálf- sagt að samþykkja alla liði álitsins, en , benti á að fela mætti stjómamefnd framkvæmdir í málinu, eða að þingið samþykti einhverja fjámpphæð, er verja mætti á árinu, málinu til stuðnings og framkvæmdar. Guðm. Eyford benti á fjárhagsleg vandamál í sambandi við stefnu álitsins, en fyrir sér vekti aðeins varasemi um, að ekki yrði hrapað að samþyktum, að ílla athuguðu máli. Var nú gengið til atkvæða um fyrsta lið álitsins og hann samþyktur. Arni Eggertsson gerði tillögu er Guðm. Eyford studdi að 2. liður sé viðtekin óbreyttur. Samþykt. Séra Guðm. Ámason gerði tillögu að 3. liður sé samþyktur. Tillöguna studdi séra Jóhann P. Sólmundsson með þeirri athugasemd, að þess yrði gætt, ef til kæmi með útvarp frá Islandi, að ekki yrði um hlutdrægni að ræða í því starfi, þannig, að einni hlið stjómmála sé þar ekik sýnd meiri tilhyðrun en annari, sem sér hafi fundist nokkra ráða um fréttaval Vestur-Isl. blaðanna. Séra Jónas A. Sigurðsson kvað þingið ekki hafa ráð yfir starfsaðferð blaðanna og því ekki geta um það fjallað. Dr. Rögnv. Pétursson kvað aðal áhugaefnið að vér ættum þess kost að heyra raddir frá Islandi yfir útvarpið, og taldi eðlilegast að íslenzka stjómin legði fram beiðni til Canadastjórnar um upptöku í út- varpssambandið. Fengist það samband myndi verað um að ræða sérstakt pro- gram, með tilliti til íslendinga hér vestra. Þá var gengið til atkvæða um þenna lið og hann samþyktur. Miss Hlaðgerður Kristjánsson gerði tiUögu er Mrs. Matth. Friðriksson studdi, að 4 .liður sé viðtekin óbreyttur. Samþykt. Þá var nefndarálitið í heild borið undir atkvæði og samþykt. Var nú liðið að hádegi, og frestaði forseti fundi til kl. 2 e. h. Fundur hófst á ný kl. 2.20 e. h. Lá nú fyrir stjórnarkosning. Stungið var upp á fyrir forseta: Séra Jónas A. Sigurðsson Jón J. Bildfell. Séra Ragnar E. Kvaran. Bergþór E. Johnson. Asm. P. Jóhannsson. Séra Guðm. Ámason. Guðm. Eyford. Afsökuðu sig allir hinir útnefndu, sem á fundi vora. Gerði þá Miss Hlað- gerður Kristjánsson tillögu er Mrs. Hall- dóra Gíslason studdi, að afsakanir séu ekki teknar til greina. Samþykt. Fór nú fram atkvæðagreiðsla um hina útnefndu og var kosin i Forseti: Séra Jónas A. Sigurðsson. Fyrir vara-forseta var stungið upp á Séra Ragnar E. Kvaran, og var hann kosinn í einu hljóði. Stungið var upp á fyrir skrifara: Dr. Rögnv. Pétursson Ásgeir I. Blöndahl. Guðm. Eyford. Fred Swanson. G. P. Magnússon. Hlaut Dr. Rögnv. Pétursson kosningu. Fyrir vara-skrifara var stungið upp á Dr. Agúst Blöndahl, og var hann kosinn I einu hljóði. Fjármálaritari var endurkosinn í einu hljóði: Jónas Thordarson. Fyrir vara-fjármálaritara var stungið upp á: Páll S. Pálsson. G. P. Magnússon. Ari Magnússon. Jón J. Bildfell. Asm. P. Jóhannsson Hlaut kosningu: Ásm. P. Jóhannsson. Féhirðir var kosinn í einu hljóði: Arni Eggertsson. Fyrir vara-féhirðir var stungið upp á: Páli S. Pálssyni og Ara Magnússyni. Kosningu hlaut: Páll S. Pálsson. Stungið upp á fyrir Skjalavörð: Bergþór E. Johnson. Guðjón Friðriksson Ásgeir I. Blöndahl. Kosningu hlaut: Bergþór E. Johnson. Yfirskoðunarmaður var kosin í einu hljóði: Guðmann Levy. Frh. VÉLAMENNINGAR STJÓRN sem bjargráð gegn núverandi þjóðskipulagi I. Eg vil geta þess nú þegar, að annar kafli greinarheildarinnar er algerlega óháður efni því sem megin atriði hennar fjalla um. Ástæðumar fyrir því að eg set hann hér, er aðallega sú, að mér fanst hann of stuttur til að biðja um sérstakt rúm fyrir hann. Vona eg að eg hneyksli engan með þessari efnisskipun minni. II. Nýlega birtist í ritstjómar- dálkum Heimskr. þörf hug- vekja um afskiftaleysi íslenzkra manna, einkum mentamanna gagnvart íslenzkri blaðamensku og bókmentum hér vestan hafs. Ekki er það tilætlun mín með þessum línum að hefja neina höfuðsök á hendur þeim, þó að eg vilji gjarna styrðja þá skoð- un ritstjórans að með nokkrum góðum og gildum undantekn- ingum, þá hafi þeir verið ein- kennilega tómlátir og þag- mælskir að miðla íslenzkum les- endum nokkuð af mentun sinni og fróðleik . Sú hefir því orðið reynslan á í liðinni tíð, að það hafi (því) helst verið lítt skóialærðir leik- menn, sem hafa léð blöðunum liðsinni sitt. Að þeir hafi haft meiri tíma eða hentugleika en mentamennimir, er mér ókunn- ugt um, en hitt liggur í augum uppi, að hlutverk þeirra hafi verið erfiðara að bjóða lesend- unum blaðanna eitthvað, það, er læsinlegt væri. Eg hefi oft heyrt óhlutvanda dóma um íslenzku blöðin hér vestra, að þau hefðu oft lítið að bjóða í það og það skiftið, en eg verð að segja það mér fremur til lofs en lasts, að eg hefi ekki fylt flokk þeirra manna. Mér hefir alt af fundist það rangt að leggja dóm á það, sem dómarinn sjálfur ætti að hafa á meðvitund, að hann get- ur ekki sjálfur gert bet- ur. Hitt getur oft verið þarflegt og nauðsynlegt að gagnrýna og leiðrétta ýms mistök. Eg minnist þess að hafa núna nýlega heyrt einn okkar mætu mentamanna segja, er sterkustu þættirnir í viðhaldi íslenzks þjóðemis hér vestanhafs, væru áreiðanlega íslenzkar kirkjur og safnaðarlíf og íslenzku blöðin. Eg veit að það orkar ekki tví- mælis, að hann hafi haft algera rétt fyrir sér, en eg er í engum efa um, að til þeirra íslendinga og þeir em allmargir, sem eng- in íslenzk kirkja, og ekkert safnaðarlíf hefir náð til en hafa fengið ísl. blöðin, að þar hafi þau verið sterkasta og einasta líftaugin sem tengdi þá við ís- lenzkt þjóðemi og tungu og því stöndum vér sem íslenzku þjóð- emi unnum, í stórri þakklætis- skuld við þá menn, sem á liðn- oim árum hafa lagt íslenzku rit- stjórnunum og aðstandendum blaðanna liðsinni — til að gera þau þeim mun betri og læsilegri. III. Síðari hluti eftirfarandi grein- ar er ritaður af Bandaríkja- manni, en að mestu leyt þýdd- ur af mér, þó að mér sé skylt að geta þess að nokkrir orða- nýgervingar í greininni voru minni litlu mentun og skilningi of vaxin og varð eg því að ráða í eyðumar og fylla svo upp eftir bestu getu. Vona eg að það hafi ekki raskað efni eða hugsun hennar að miklum mun. í>að sem vakti fyrir mér með þýð- ingunni er aðallega það, að skoðun sú er hún mælir með er nú talsvert að ryðja sér til rúms í hugum manna og þó að hún sé orðin ærið gömul, eins og hinn vinsæli rithöfund- ur, kunningi vor Páll Bjarnason lætur getið, er fyrstur manna að mig minnir skýrir hana og luppruna hennar í hinu nýja gerfi sínu í Heimskringlu. En þar eð hugmyndin nú er orðin með öðr- um hætti en sú eldri og virðist hafa marga kosti til brunns að bera og er þar að auki fóstur- barn nokkurra vísindamanna og hagfræðinga Bandaríkjanna, er ekki svo mjög óeðlilegt þó að eg og mínir líkar, sem em allmarg- ir sem engu höfum að tapa en alt að ávinna við einhverja breytingu á núverandi skipulagi, tökum henni feginshendi og óskum henni goðs gengis. Eig- ingirnin virðist nú vera, hefir líklega alt af verið sterkasti þátturinn í athafnalífi manna. Jafnvel ástin (sjálfselskan frá ótrúlega eigingjörn. Eg sem reyni að telja mér trú um að eg sé algerlegaa ó- eigingjarn, veit að eg hefi lagt á mig að þýða áminsta grein í mjög eigingjömum tilgangi. Mér er sem sé ant um að hún komist fyrir augu íslenzkra les- enda, sérstaklega út um lands- bygðir, því að þó að eg gangi þess eigi dulinn að margir ís- lendingar hér í Winnipeg og víða út um land eru hreyfing- unni kunnugir, þá geri eg ráð fyrir að enn séu kannske nokkr- ir sem hefðu gott af að kynnast henni, og gæti eg aflað henni fylgis, þá er betur farið en heima setið. Því að verði eg ellimóður, sem )

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.