Heimskringla - 22.03.1933, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.03.1933, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA ^eimskringla (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD $53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 _ Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáSsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 22. MARZ 1933 SKRÍPALEIKURINN Á FRIÐARFUNDUNUM Eftir Konrad Bercovici I»egar kreppan fór að sverfa að úra- og klukkusmíðinni, og ferðamannastraum- urinn hafði til muna stíflast, stefndi for- sjónin nýjum iðnaði til Svisslands. Það voru friðarfundirnir. Höllin sem afvopnunarfundimir eru haldnir í, stendur á fögrum hakka við Léman-vatnið. Upp að dyrum hallarinn- ar liggja mörg hvít bogamynduð stein- þrep. Að innan eru yeggimir málaðir dumb-gráir, með lit herskipa. Hin stóra stofa fregnritara, með fjögur hundmð borðum, er til að siá, sem feikileg skot- færa-verksmiðja. Og öll er höllin innan óhvr og kuldaleg og óvistlegur búsitaður nokkurri friðar hugsjón. Á Genf-fund'unum er og ekki verið að semia reglur viðvíkjandi friði, heldur stríði. Hver þjóðin rífst þar við aðra út af vopna-iitbúnaði hennar, og krefst þess, að hún míqki hann, en áskilur sér sjálfri á sama tíma rétt til að halda áfram sínum vopnaútbúnaði og jafnvel að auka hann. Og meðan á þrefi og hótunum stendur um þetta og engin þjóðin lætur sinn hlut, lftur striðs guðinn ýmist á þá eða púður- kjaggastaflana og glottir í kamp. Eg hefi verið á friðarfundum í Genf, þar sem umræðurnar lutu algerlega að því, hve mikið púður skyldi vera í kúlum í vissar byssur. Aðeins sérfróðir menn vissu hvað þeir voru að segja um þetta. í ann- að skifti var rætt um lengd vængjanna á flugbátum, sem spengikúlum köistuðu niður. Ekki var orð sagt um að leggja slíkan hernað niður. I>á var og rætt um ígæti eða sterkleika gassins, sem notað er itil þess að drepa með menn. konur og börn. Mér fanst þegar eg hlýddi á þess- ar umræður, sem eg væri í sláturhúsi í stað þess að vera á friðarfundi. Skaðlegri skripaleikir held eg að aldrei hafi á leiksviði verið sýndir á þessari jörð, en friðarfundimir. Og að þeir skrípuleikir hafa ekki fyrir löngu verið bannaðir, sýn- ir og sannar aðeins, hve afskiftalaust mannkynið er um það, sem það varðar eins miklu og það, sem kallað er stríð, en sem allir vita hvað réttu nafni heitir. Af sex fundum eru fimm haldnir fyrir lokuðum dyrum, þrátt fyrir stöðug and- mæli frá fregnriturum blaðanna. Stöku sinnum lánast þeim, að smeygja sér inn á nefndarfundi. ef haldnir eru í sjálfri friðarhöllinni. En séu þeir á gisthúsum hafðir, er þess enginn kostur. Andrúmsloftið á þessum fundum er þrungið hatri, tortryggni og öfund. Full- trúar Þjóðverja og Frakka vita aldrei hvað gera skal vegna hinna tíðu stjórnar- skifta í löndum þeirra. Norður-Slafar tala ekki við Suður-Slafa. Ungverjar ekki við Rúmeninga og Japanar ekki við KJnverja. Eg náði eitt sinn tali af Anatoly Luna- charsky, foringja rússnesku fulltrúanna og spurði hann um hvaða augum Rúss- land liti á ástandið í Kína og Japan og hvort líkindi væru til, að það slæist í leikinn. Hann eyddi spurningu minni. Einnig talaði eg við fulltrúa Póllands. Hann sagði mér, að ef Þýzkaland ætlaði sér að taka Danzig, yrði allur heimurinn að hlutast til um það, og sjá um að Póllandi yrði trygð borgin. Fjórtán ár eru liðin frá því að friðurinn var samin. Samt hata Þjóðverjar og Frakkar hvorir aðra enn. Og vinátta er engin heldur milli samherjanna. Mann- kynið hefir verið blekt. Mennimir sem ábjTgðarfulIir voru fyrir síðasta stríði, eru að búa undir annað strið. Þeir kalla þann undirbúning friðarfundi og þjóðbanda- lagsfundi. En það er aðeins gert til þess að dylja fyriraétlaniraar. Einn göðan veðurdag heimsótti Albert Einstein friðarþingið. Njóta fáir núlif- andi menn eins mikillar aðdáunar og hann, hvar sem hann kemur og eins fyrir því þó að kenningar hans skilji ekki nema örfáir. A@ því er til flestra af okkur kem- ur, getur kenning hans verið gersamlega röng. En það skiftir engu máli hér. Það er ekki vísindamaðurinn Einstein, heldur maðurinn Einstein, sem heimurinn dáist að. Hann er stórmenni í orðsins fylstu merkingu. Hann er göfugur maður. Hann ber það með sér eigi síður en gáfurnar. Augu hans sjá bæði aftur og fram í tím- ann. Hann sér hlutina með augum sögu- fræðingsins og spámannsins í senn. Þau birta mannlegan vísdóm og guðdómlegt ljós. Rödd hans er eins hrein og tónar fiðlunnar í höndum meistarans. Fregnritar blaða og fulltrúar söfnuðust saman er þeir heyrðu um komu Ein- steins til Genf. Hann var ekki fulltrúi eða erindreki neinnar þjóðar í neinum skilningi. Eigi að síður var hann engra spurainga spurður, er hann grekk inn í friðarhöllina. Það vakti athygli er þessi silfurhærði, þrekvaxni. öldungur gekk rakleitt upp tröppur hallarinnar og hundruðir manna í hæfilegri fjarlægð á eftir honum. Fregn- ritar, sem jafnvel horfa ekki í að ganga í veg fyrir konunga og stórmenni stóðu grafkyrrir og ónáðuðu Einstein ekkert. Eftir að hafa hlýtt á það sem fram fór um hríð, gekk hann inn í sal, þar sem sérfræðingar í loftbátanefndinni voru að lesa skýrslur þá stundina. Lestrinum var hætt og allra augu hvíldu á Einstein. Það var eins og enginn vissi um neitt annað, en að Einstein væri kominn. Litlu síðar gekk Einstein inn í stofu fregnritaranna. Sagði hann þeim, að þeir skyldu allir finna sig seinna á gisti- höllinni. Spuraingum var engum til hans beint. Hin aldraða greifafrú von Trueberg þessi bústna gráhærða hefðarkona og ó- þreytandi frengriti, var Sú eina þar er í hönd Einsteins tók. Þau voru gamlir vinir. Höllin virtist auðari og tómlegri, eftir að Einstein var farinn. Og þó voru margir fulltrúanna fegnir, að hann fór. Þeim var ósynt um starf með hann sem áheyr- enda. Eg fór að sjá Einstein í gistihöllinni. Sögðu menn mér að hann hefði þá hvíld- ariaust spilað á fiðlu sína síðan hann kom af friðarfundinum. Höfðu einhverjir heyrt honum hrjóta óvanaleg orð af vörum við hljómleik sinn. En þegar hann tók í hönd mína, lýstu augu hans mildi og góðmensku. Eg sagði honum, að eg væri ekki fulltrúi, en að- eins áhorfandi gamanleiksins sem á fundinum hefði farið fram. “En”, tók Einsteinn framm í fyrir mér, “þetta er ekki gamanlekiur, það er sorgarleikur. Mesti harmsöguleikur vorra tíma. Það hefir enginn rétt til að tala gálauslega um það. Þar fer það fram, sem gagn- stætt er öllu réttlæti og vilja alþýðu allra þjóða. Miljónir manna út um heim, eru blektar og sviknar og ræntar lífi, heilsu og sælu á þessum fundum. Friðarfund- irnir hér eru skrípaleikur. Þeir eru fyrir- fram dæmdir til að hafa þann enda.” Málrómur Einstein varð æðiskendur, er hann hélt áfram að tala um að við þetta mætti ekki lengur una, fólkið yrði sjálft að fara að taka þessi mál í sínar hendur, ef það æskir að verða friðar aðnjótandi. “Ameríka verður að taka höndum saman við Evrópu. Og sameiginlega eigum við að biðja alla verkamenn og alþýðu, að neita að búa til eða flytja hergögn landa á milli. Einnig að neita ,að heyra til nokkurri stofnun eða félagi, sem við her- mál er tengd. Þá þyrftum við ekki að óttast stríð framar. Hængurinn á þessu öllu er sá, að fulltrúarnir, eða stjórnend- ur þjóða, vita ekki hvert álit alþýðu er á þessu hræðilegasta böli allra mannkyns- hörmunga. Ef þjóðiraar væru látnar sjálf- ráðar um það, hötuðu þeir ekki hverja aðra. Mannkynið mundi lifa ánægt og í friði, ekki sízt nú, er vísindi og þekking hefir gert því mögulegt að lifa við nægtir og sælu. sem það hefir ekki áður átt kost á. Skilyrðin til sælu hafa aldrei verið eins mikil og nú hjá mannkyninu. Þar sem karlmönnunum hefir algerlega mishepnast að ráða fram úr eins einföldu efni og því, að afnema stríð, hefir mér oft dottið í hug, hvort kvenþjóðin myndi ekki farast stjórn betur úr hendi. Þær myndu að minsta kosti tala um eitthvað annað en fallbyssuhlaup og vængja-vídd báta til loftsrpenginga. Þær þyrftu að læra svo mikið, áður en þær gætu nokkuð um það dæmt. Deilur einstaklinga eru ekki jafnaðar með slagsmálum, heldur með lögum og friði. í öðru væri ekkert vit talið. En er þá ekki jafn vitfirringslegt, að jafna deilur milli þjóða, með stríði? Þó slíkt hafi verið gert, réttlætir það ekkert að því sé haldið áfram, úr þvi það er eins ómótmælanlega heimskulegt og hitt, að jafna sakir einstakra manna með slags- málum.” Eg sneri aftur til friðarhallarinnar. Úti var glaða sólskin og snjórinn glitraði á fjallatindunum. Yfir þessum sæludal sem eg var staddur í hvfldi friður og kyrð. En eg naut þess ekki, eldrei þessu vant. Eg eigraði eftir götunni þungur í skapi, og fann jafnvel sárar vegna dásemdar nátt- úrunnar en áður, til ósamræmisins í mannlífinu — til heimsku mannanna. NOKKUR ORÐ TIL ÍSLENDINGA Fáein orð virðist oss ekki úr vegi að fylgi grein þeirri frá útgefendúm ís- lenzku vikublaðanna, sem birt er þessa viku í báðum blöðunum, Lögbergi og Heimskringlu. Þar sem efni þeirrar greinar er um fjárhag blaðanna, getur ýmsum fundist, að hún snerti eingöngu viksiftavini þeirra, en ekki aðra íslendinga. En svo er þó ekki. Efni hennar nær lengra en til kaup- enda blaðanna. er verið hafa og eru. Hún nær tfl allra íslendinga. Það sem oss þykir góðra gjalda vert við. téða grein, er hreinskilnin sem í henni lýsir sér. íslendingum er greiði ger með því, að greina svo frá hag blaðanna, sem þar er gert. Vér erum fyllilega þeirrar trúar, að alt annað sé vilji þeirra, en að tilveru blaðanna sé lokið. Og vér bú- umst fastlega við drengilegum samtökum til að sporna við, að slíkt óhapp hendi. Þeim mönnum, sem hug sinn vilja sýna í því efni, álítum vér greiða gerðan með að gera kunnugt um hag blaðanna. Það getur orðið þeim aðstoð við að afla þeim stuðnings frá nýjum kaupendum, sem vér teljum víst að reynt verði að gera af öllum góðum íslendingum. íslenzku blöðin ættum við að sjá um að kæmust inn á hvert heimili. Með 37 þúsundir íslendinga í Canada og einar 10-12 þúsundir í Bandaríkjunum, ættu þau að minsta kosti að hafa helmingi fleiri kaupendur en þau nú hafa, eða frá 4-5 þúsund alls, sem lætur nærri að sé tíundi hver maður. Það virðist ekki of í- lagt að gera ráð fyrir því, eins og hér stendur á. Með þeirri kaupendatölu gætu blöðin vel lifað, og dafnað, og gætu ef til vill með góðum heimtum lækkað áskrifta- gjöldin. Ef betur megandi vinir, skyldmenni eða kunningjar þeirra, sem nú skulda blaðinu, aðstoðuðu þá í svip með láni fyrir einu ársgjaldi, þó ekki væri meira, væri strax mikið úr skák bætt með því. Vér búumst við að engum dyljist, að með samtökum og áhuga fyrir viðhaldi blaðanna, séu allir vegir færir enn. Hitt dylst ekki, að haldi áfram eins og áður, og sem ef til vill er þó sinnuleysi og sam- takaleysi meira að kenna ,en nokkru öðru, eru erfiðir, ef ekki hættulegir tím- ar fyrir höndum. Það vita útgefendurnir bezt, sem reynt hafa. Það sem mest er þörf á, er glæddur á- hugi og samtök. Fáinir góðviljaðir kaup- endur og unnendur íslenzkra mála, geta ekki einir rönd við kostnaði þeim reist, sem hér er um að ræða. En margar hend- ur vinna þar, sem í öðru, létt verk. Hér ætlum vér ekki að minnast á það sem í húfi er þjóðræknislega talað, ef blöðin leggjast til hvíldar. Á það skal minst síðar. Einnig skal skjót grein gerð fyrir, hverjar undirtektir mál útgefend- anna fær hjá almenningi. Vonúm vér að um þær megi brátt segja hið forn- kveðna, að “ekki sé allra daga kvöld komið”. GOTT BRÉF “Bréf úr Skagafirði”, sem birtist í síð- asta Maði Hkr. hefir verið kærkomið mörgum lesendum blaðsins. Hefir nokkru sinnum verið á það minst í bréfum til “Hkr”. Eitt er það einnig er margir spyrja um, en það er, hver sé höfundur þess. Skal þess því getið að fullu nafni heitir hann Stefán Vagnsson, og er bóndi á Hjaltastöðum í Skagafirði. Var bréfið skrifað kunningja hans hér veetra Jó- hannesi Hannessyni og gefið í hans vald WINNIPEG, 22. MARZ 1933 hvort prentað yrði sveitungum þeirra til gamans. Kann Hkr. bæði bréfshöfundi og bréfhafa beztu þakkir fyrir að vera gefin kostur á að færa þeim, ásamt öðrum lesendum sínum, það. Nauðsynjaverk væri það mik- ið, ef bændur eða aðrir heima sendu Heimskringlu þó ekki væri nema einu sinni á ári helztu tíðindi úr sinni sveit eða sýslu. Hugir Vestur-íslendinga dvelja oft á æskustöðvunum. Marga þeirra gleður ekkert sem fréttir þaðan. Við eigum hér í grimmum bardaga um við-1 hald íslenzks þjóðernis. Bréf og fréttir að heiman, er'u okkur hvatning til að gefast ekki upp fyr en í fulla hnefana. Prentvillur urðu því miður á tveimur bæjanönfnum í bréfi S. V. í blaðinu stendur Tungu- mýri, en á auðvitað vera Flugu- mýri. Ennfremur stendur Ytra og Syðravatnsá, en átti að vera Ytra og Syðravatn á Efribygð. Biður Hkr. bréfshöf. afsökunar á þessu. Heimskringla vonar að ein- hverjir heima verði svo góðir, að gefa beiðni hennar um frétta-bréf þann gaum, að til þess verði að þeir taki sér penna í hönd. DODDS v ^KIDNEY I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’a nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðrn gjúkdómum, og hinum mörgu kvilla. er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu i öllum lyfjabúð'- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frA Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. ÓFRIÐARHORFUR f EVRÓPU Undarfama daga hefir tals- vert orð leikið á því, að í Ev- rópu væri að brjótast út nýtt stríð. Helzti mikið mun þó úr þessu hafa verið gert. Satt er það að vísu, að ýms eru skilyrði fyrir stríði í Evrópu. Hefnigirn tortryggnin og hatrið, sem fóstrað hefir verið þjóða á milli um hundruðir ára, er eitt þeirra. Að öðru leyti mun það þó nú hafa blásið einna mest að kol- unum, að Þýzkaland hefir, síð- an Hitler tók við völdum sýnt talsverðan mótþróa gegn stefnu þeirri, er ríkjandi hefir verið í skuldamálum þessara þjóða, síð- an stríðinu lauk. En Frakkar, sem eru sú þjóðin, er sinn hlut sér mest skerðan, ef vikið er frá þeim gömlu skuldasáttmál- um, unir stefnu Hitlers hið versta. Pólland hefir einnig ímugust á honum og öllu hans athæfi. En enda þófct Frakk- land og Pólland geti hert að kostum Þýzku þjóðarinnar meira en nokkru sinni fyr með stríði, ber þess að gæta, að með því er til lítils að vinna, og auk þess eiga aðrar þjóðir hlut að máli, svo Frakkland er alt annað, ein einrátt um þetta. Af stefnu Hitlers verður held- ur ekki neitt ráðið um það, að íyrir honum vaki stríð. Hann mun fyrst og fremst vera stjórn málamaður, þ. e. a. s. hann sá að stjómarfarslega þurfti að sameina þýzku þjóðina. En til þess var ekkert vænna ráð, en að blása andbyri að gerðum heimsþjóðanna í stríðsskulda- málunum. Það er sú gerð, sem öllu öðru framar er völd að böli þýzku þjóðarinnar. Hún hefir reynst henni það ok, sem hún hlaut fyr eða síðar að hníga undir Frakkar hefðu einnig átt að sjá, að svo hlyti að fara sem komið er. Stefna þeirra gaf Hitler byr í seglin Þeir mega sjálfum sér um kenna, að hann er til valda komin, með þjóðina einhuga um að kasta af sér helsi gerð- ardómanna í stríðsmálunum. Frakkar bera því vlð, að Hitl- er sé að efla her sinn. Og það sé órækast vitni um, að fyrir honum vaki stríð. En einnig þar sézt Frökkum yfir. Mussól- ini, sem óhætt mun að kalla fyrirmynd Hitlers, fór eins að fyrst eftir að hann kom til valda. En fyrir honum vakti fyrst og fremst að tryggja sér valdasessinn. Að öðru l'eyti vissi hann, að tillögur sínar í sameiginlegum málum annara þjóða fóru meira eftir fyrirferð herliðsins, en skynsamlegum ráðum. Hitler hefir að þessu leyti fetað í spor Mussólíni. Og annað og meir þarf ekki fyrir honum að vaka, en þetta, hversu ægilegur sem hann kann að vera í augum Frakka. Hitl- er mun of framsýnn til a<$ stofna sér í stríð móti ofurefli, þó hann láti ekkert ógert til þess, að fá hinum fyrri stríðs- skuldasamningum breytt. Það er hin eina uppreisnarvou þýzku þjóðarinnar. Og það má furðulegt heita, hve lengi þýzka þjóðin hefir sætt sig við þá kúgun. Að herða aftur á þeinx böndum, sjá allir hve tilgangs- laust er. En það er þó eina á- stæðan fyrir nýju stríði. í Balkanríkjunum er alt í hálfgerðum uppreisnareldi. En það er ekki nýtt. Og með af- vopnun eru fæstar Evrópuþjóð- irnar, sem stendur. Friðarhug- sjónin á ekki upp á pallborðið. En alt um það, er ástæðu lítið að ætla, að nýtt stríð sé að dynja nú þegar yfir heiminn. Fréttirnar af því, um síðustu helgi, virðast hafa verið mjög ýktar. LEIFS MINNISVARÐINN f CHICAGO Fyrir nokkru saðan birtist grein í íslenzku blöðunum hér vestra eftir J. S. Björnsson og Árna Helgason í Chicago um minnisvarða er norrænir menn og aðrir ætla að reisa Leifí Eiríkssyni í Chicago og stendur til að verða afhjúpaður í sam bandi við alheimssýninguna sem haldast á í þeirri borg á kom- andi sumri. Tildrögin til þess, að minnisvarði sá er reistur, munu vera þau, að alHengi hef- ir átt sér stað reiptog um það, j hvort að leifur Eiríksson, eða Christopher Columbus og iþeirra ættmenn, skuli njóta varanlegs 'heiðurs af því, að hafa fyrstir manna fundið Ameríku. Eins og menn vita þá hefir Columbus . verið krýndur þeim heiðri f I huga meiri hluta fólks, í blöð- um og bókum, og æskulýð Ameríku og annara landa verið kent það frá blautu barns beini. Að vísu hafa í langa tíð verið menn og konur, sem ekki aðeins hafa haldið Leifi fram, heldur vitað með vissu að hann var maðurinn og ættþjóð hans, sem heiðurinn bar, enda hefir mál- stað þeirra veitt betur og hann rutt sér æ meir til rúms, með lfðandi árum. En íslenzkt mál- tæki segir að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, og því erfiðara er, að breyta margra ára vana. Meðhalds menn Columbusar, berjast hlífð- arlaust, fyrir hans og sínum málstað og þeir eru margir, áhrifamiklir og voldugir, þrátt fyrir það, að þeir ættu að vita og vita eflaust margir, að hann sé rangur. Einn þátturinn í þessari sókn þeirra er að reisa Oolumbusi minnisvarða í sam- bandi við þessa alheimssýn- ingu í Chicago og sem nú er byrjað á. Þenna ójöfmuð, eiga þeir menn Aem af norrænu bergi eru brotnir og aðrir, sem sannleikanum unna, erfitt með

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.