Heimskringla - 22.03.1933, Page 6
6. SEÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 22. MARZ 1933
“Eg ætti annars að heimsækja Sylvíu í
dag,” sagði Cora og fór strax að koma þeirri
ákvörðun sinni í framkvæmd.
Þegar þær hittust Cora og Sylvía, heilsuð-
ust þær mjög innilega og fóru svo að tala
saman um alla heima og geima. Það var Cora
sem fyrst hóf máls á því, sem þeim var í sann-
leika báðum jafn ant, að tala um.
“Frændi minn hefir sagt mér, að hr.
Strand hafi gerst félagi föður yðar?”
“Já, og eg held það sé ljómandi hugmynd
og gott fyrir báða,” svaraði Sylvia. “Eruð þér
ekki á sömu skoðun?”
“Eg er yður ekki alveg sammála í þessu.
Það gæti komið fyrir, að hr. Strand vanrækti
stjómmálin sökum anna við hitt starfið.”
“Vissulega væri yður og frænda yðar það
ekki móti skapi. En meðal annar orða, væri
það ókurteisi af mér, að spyrja-----”
“Spyrja að hverju?” greip Cora fram í
fyrir henni, hikandi.
“Auðvitað getur það verið röng skoðun
hjá mér, en eg hefi hugsað að þér og hr.
Strand-----”
“Já, það er röng tilgáta, Sylvia. Alveg
röng,” flýtti Cora sér að segja.
“Hvernig vitið þér hvað eg ætlaði að
segja ,Cora?” spurði Sylvia stríðnislega á
svipinn, og hafði hún gaman að hvað vin-
stúlka hennar roðnaði við þessa athugasemd.
“Eg var trúlofuð hr. Strand en eg er það
ekki lengur.”
Það gleður mig að heyra það því eg veit
að þið hefðuð aldrei orðið lukkuleg saman.
Þér eruð af svo gjörólíkri stétt mannfélagsins,
að þér hefðuð aldrei getað skilið hans vegi og
hann aldrei skilið yðar.”
“Kanske að þér búist við að geta skilið
hans vegi betur?” spurði Cora önug.
“Já, svo sannarlega. Eg er af sömu hyllu
og hann. Mitt fólk er alt af bænda stéttinni.
1 minni ætt er enginn jarl eða lávarður. Faðir
minn er sonur efnalítils bónda í Ameríku, þó
hann sé sjálfur efnaður nú orðið. Eg skamm-
ast mín ekkert fyrir að vera komin af þörf-
ustu stétt mannfélagsins,” sagði Sylvia með
hæðnisglotti.
“Þér hafið þá að öllum líkindum heldur
hvatt föður yðar til að taka Stranú að sér og
gera hann að félaga sínum?”
“Já, það gerði eg. Mér var það ljóst, að
hann þurfti á meiri peningum að halda í
þessari kosningabaráttu sinni, en hann hafði
ráð á. En nú getur hann haft alla þá peninga
sem hann þarfnast, og eg bíð nú bara eftir því,
að sjá hann knúsa óvini sína og andstæðinga
undir sig. Eg ber óbilandi traust til hr.
Strand,” sagði Sylvia.
“Er það aðeins traust? Til sumra annara
virðist það þó vera eitthvað annað og meira
en traust.”
“Eigið þér við, að eg beri ást til hans,
eða hvað?”
“Já, jafnvel.”
“Þér hafið rétt að mæla. Eg elska hann
og fyrirverð mig ekkert fyrir að viðurkenna
það.”
“Og þér búist við að geta unnið ástir hans
með peningum yðar? Það er siður yðar Amer-
íku stúlknanna. Þér kaupið yður eigin menn
fyrir peninga.”
“Þetta er alls ekki vel sagt af yður, Cora.
Það getur þó ekki verið að þér séuð afbrýðis-
samar?”
“Af yður kanske?” spurði Cora með fyrir-
litning í röddinni.
Sylvia horfði á hana háðsleg á svipinn.
“Þér eruð miklu fallegri og myndarlegri
kvennmaður en eg,” sagði Sylvia storkandi.
“Svo hafið þér þennan fyrirmannlega svip, sem
eg hefi ekki, en sem er svo mikils metinn af
karlmönnunum. En eg held stjórnmálin fari
yður ekki vel að sama skapi. Þau eru í standi
til að fara með yður í gönur. Þeim verður
það að kenna ef þér tapið. Kanske að vöntun
á stjómmálaþekkingu verði til þess að hjálpa
mér til sigurs.”
“Eg veit að þér ætlið yður að ná í Strand,
ætlið að kaupa hann fyrir peninga. Að hann
er orðinn félagi föður yðar, er fyrirhugsað af
yður. Það er fyrsta sporið”, sagði Cora og
var hún nú orðin æst og komin í geðshræring-
ar.
Framtíðin er í höndum forsjónarinnar.
Eg get ekki skilið hvað þér látið þetta hafa
mikil áhrif á yður. Þér hafið haft yðar tæki-
færi og þér notuðu það þannig, að gera alt
áframhald ómögulegt.”
“Veit hr. Strand um fyrirætlanir yðar?”
“Verið nú ekki ósanngjarnar, Cora. Sann-
leikur er, að hann mun alls ekki hafa neinar
hugmyndir um fyrirætlanir mínar. Kanske
honum finnist að sér komi þær ekkert við?”
“Hann elskar mig, eg veit það. Hann
mun aldrei líta við yður,” sagði Cora og hafði
nú afbrýðissemin náð undirtökunum á stæri-
læti hennar og hún tapað stjórn á tilfinningum
sínum ,sem hún hafði verið að reyna að
þalda í skefjum.
“Mér kemur ekki til hugar að jagast við
yður um hr. Strand,” sagði Sylvia góðlega og
var auðheyrt, að hún hafði fulla stjóm á sín-
um tilfinningum. “Eg hefi einungis sagt yður
hvað mér býr í brjósti, svo þér gætuð ekki
sagt að eg hafi verið óeinlæg við yður.”
“Þér Ameríku fólk lítið svo á, að þér getið
keypt alt og alla fyrir peninga yðar, 'en í þetta
skifti munuð þér finna út, að skoðun yðar er
röng. Peningar hafa engin áhrif á skoðun
eður stefnu hr. Jón Strands.”
“Eg er yður algerlega sammála í því
atriði. En svo verð eg að hrósa sjálfri mér
fyrir það, að það eru ekki einungis peningar
mínir, sem eru aðdráttarafl fyrir hr. Strand og
ýmsa aðra karlmenn. Menn hafa stundum
gengist fyir fríðleik kvenna, myndarskap og
kunnáttu þeirra til ýmsra verka. Hafið þér
heyrt getið um þessháttar kvennkosti?” spurði
Sylvia með hæðnisbros á andlitinu. “En látum
oss nú tala um eitthvað annað. Hvað haldið
þér tildæmis, um tækifæri hr. Strands að ná
kosningu í Midham?”
“Hann mun tapa.”
“Eg gæti bezt trúað því, jafnvel þó eg sé
að vinna fyrir hann. Eg heyri sagt, að þér
sé að vinna með hr. Sylvester, og á móti
manninum, sem þér'þykist elska. Ef til vill
hafið þér ekki elskað hann fyr en í dag.
Cora var nú búin að ná ögn jafnvæginu og
var nú rólegri í skapsmununum. Henni fanst
nú sem Sylvia hefði verið að leika með sig all-
an tíman og koma sér til að uppljóstra sínum
einkamálum. Og hún fann með sjálfri sér
að Sylviu hefði tekist það.
“Eg verð nú að fara,” sagði hún svo. “Eg
sé yður ef til vill í Midham, verið sælar,” svo
fór hún.
Sylvia kvaddi Coru alúðlega og var ekki
hægt annað að sjá en að þær skyldu sem beztu
vinur. En sá vinskapur var bara á yfirborð-
inu.
“Hvernig dirfist hún að tala um Jón
Strand eins og hann væri ekki neitt í neinu,”
spurði Sylvia sjálfa sig þegar Cora var farin.
Að öðru leyti hafði hún haft sérlega unun af
samtalinu.
Þegar Cora kom heim í herbergi sitt,
gramdist henni sárlega hvað hún hafði reynst
veik fyrir, að opinbera á þann hátt sem hún
gerði tilfinningar sínar, og það fyrir stúlku,
sem engin efi var á, að var keppinautur henn-
ar í ástamálum. Inst í hjarta hennar hafði sú
tilfinning alla jafna gert vart við sig að, að-
skilnaður þeirra Strands væri einungis um
stundarsakir, og í raun og veru hafði hún
aldrei meint neitt annað, og það væri því að-
eins tímaspursmál að hún yrði í faðmi hans
aftur. Hún hafði í fyrstu einungis verið að
reyna hann. Hún hafði aldrei hugsað sér, að
hann hefði það þrek til að bera, að hann gæti
haldið sjálfum sér frá því, að koma til hennar
með útréttan faðminn og biðja hana að koma til
sín aftur. Á hverri stundu átti hún von á að
hann kæmi, og að þessir efasemdar og rauna
tímar enduðu með einum ástheitum koss af
hans vörum.
í fyrsta skifti var hún nú farin að óttast,
að hún væri alveg búin að tapa honum. Og hún
varp öndinni armæðulega er hún hugsaði til
þess, að þurfa að lifa án hans. Hún lét færa
sér kvöldverð upp í herbergi sitt, og neitaði að
sjá eða tala við nokkurn. Svo klukkustundum
skiftir barðist hún við stolt sitt á aðra hliðina,
en ástina á hina. Ef hún sinti nú að engu
vilja og kröfum föður hennar og frænda henn-
ar. Hvað ætli kæmi þá fyrir? hugsaði hún.
Ef hún stigi það spor, mátti hún eiga víst, að
frá hvorugum þeirra var neinnar hjálpar að
vænta fyrir hana, hvað sem fyrir kæmi. Hún
og Jón yrðu að lifa upp á eigin spítur alger-
lega. Að sönnu var Jón nú félagi hr. Masons
og með nóg peningaráð, en gat hún fengið sig
til, að lifa á því, sem kæmi frá föður Sylvíu
Mason?
“Nei, Jón yrði að slíta félagsskap við
Mason,” sagði húp upphátt við sjálfa sig.
Og nú skyldi hún það fyrst, að ásetningur
hennar var, áð gefa sig algerlega á náðir þess
manns, sem hún elskaði. Henni kom ekki til
hugar, að undir kringumstæðunum gæti það
verið, að henni yrði ekki fagnað með opnum
örmum. — Henni fanst það eitt hlyti að duga,
að hún færi til hans og hann sæi hana. Um
morguninn eftir vaknaði hún með þá vissu í
huga sínum, að á þeim degi sæi hún fyrir end-
ann á öllu þessu stríði og öllum þessum mis-
skilning. Þegar hún var að klæða sig, leit hún
í spegilinn og athugaði andlit sitt nákvæmlega.
Jú, það var rétt, það voru dökkir hringir neðan
við augun. En þeir spiltu ekkert fegurð
hennar, að henni fanst. Enda hafði enginn
sagt að þeir gerðu það.
Þess má geta, að alt frá þeim tíma, að
Cora komst á fullorðins árin höfðu margir
dáðst að fegurð hennar og reynt að vinna ást-
ir hennar. Svo það var naumast að undra þó
hún sjálf fyndi til þess, að hún var fríð sýn-
um. Það má vel vera, að það hafi átt sinn
þátt í því, að hún gat aldrei skilið það, að Jón
skyldi meta sannfæring sína fram yfir fegurð
hennar.
í þetta skifti ákvað hún, að vilji frænda
hennar skyldi ekki standa milli hennar og
Jóns. Með þessa ákvörðun í huga sínum lagði
hún af stað til að heimsækja elskhuga sinn eitt
skiftið ennþá. Það var um klukkan þrjú eftir
miðadg, að hún gekk inn í fordyrið, og sá
nafn Jóns letrað á gyltaskjöldinu við hliðina á
dyrunum og þar einnig hvaða herbergi hann
væri nú með skrifstofu sína í, og sá Cora að
hann hafði flutt skrifstofu sína í annað her-
bergi en hún hafði verið í áður.
Nú var hún ákveðin í því, að leggja alt sitt
stolt og stærilæti á hylluna og skilyrðislaust
afhenda sig elskhuga sínum.
Hún drap högg á hurðina og beið eftir-
væntingarfull með öndina í hálsinum eftir því
að Jón kæmi til dyranna. Því hún taldi sjálfsagt
að það yrði hann sem kæmi og opnaði fyrir
henni. Hvað átti hún fyrst að segja? Átti
hún að kasta sér rakleitt í fang honum og láta
það útskýra alt sarnan?
Hún beið nokkra stund, en er engin opn-
aði og ekkert heyrðist fyrir innan barði hún
á hurðina léttilega í annað skifti. Jú, nú
heyrðist fótatak inni fyrir — þetta var ekki
fótatak Jóns, það heyrði hún. Hurðinni var
lokið upp.
Hver var þessi lélegi ungi maður? Hún
hafði aldrei séð hann þar áður.
“Eg óska eftir að sjá hr. Strand,” sagði
hún.
“Herra Strand er ekki inni nú seni stend-
ur en eg á von á að hann komi, nú á hvaða
stundu sem er. Viljið þér ekki gera svo vel og
koma inn og bíða hans, ungfrú?” sagði
Philip, því það var hann sem til dyranna kom.
Cora þakkaði boðið og fylgdi honum eftir
inn í setustofuna, þar bað hann hana að taka
sér sæti í hægindastól.
“Eg þykist vita að þér séuð ungfrú Cora
Southwold,” sagði hann svo er hún var sest.
“Já, en eg kannast ekkert við yður,”
sagði Cora.
“Nei, auðvitað ekki. En eitt sinn veittist
mér sá heiður að danza við yður hjá frú
Stanley. Eg heiti Cranston — Philip Cran-
ston.”
Hún leit á hann eins og til að virða hann
fyrir sér. Philip stokkroðnaði útundir eyru.
‘Jú, eg held eg muni nú eftir yður. En
einhver sagði mér, að------”
“Að eg væri forfallinn ræfill?” greip hann
fram í fyrir henni.
“Má eg spyrja? Er þetta heimili yðar
nú?”
“Herra Strand hefir gefið mér stöðu og
gert mig að skrifara sínum, og eg lifi hér hjá
honum. Eg ætla að biðja yður ungfrú Cora,
að segja engum, að þér hafið séð mig fyr,”
bað hann hana.
“Auðvitað ekki, ef þér óskið þess. Hvernig
líður yður í þessari nýju stöðu?”
“Eg er nú ekki búinn að vera hér lengi,
en nógu lengi til þess, að finna það út að eg
er að vinna fyrir mann, sem á engan sinn
jafningja. Ef þér bara vissuð hvað mikið hann
hefir gert fyrir mig. En þarna er hr. Strand að
koma,” sagði hann í flýti, er hann heyrði
fótatak í ganginum.
“Cranston!” sagði Cora í geðshræringu.
“Farðu fram í ganginn og mættu hr. Strand,
segðu honum að eg sé hér, og komdu svo ekki
hingað a|tur fyrir heila klukkustund.”
“Eg skil,” sagði hann og hraðaði sér fram.
Cora lagaði krullumar á vanga sínum og
setti sig í stellingar til að lýta sem bezt út, og
beið þess svo, að elskbugi hennar kæmi inn.
i
j XX. KapítulL
Þegar Philip sagði Jóni að Cora biði inni í
setustofunni eftir, að fá að tala við hann, þá
varð Jón svo forviða og undrandi, að hann
gat ekkert sagt. Hún, sem svo skýlaust hafði
látið í Ijós ósk sína um það, að hún sæi hann
aldrei framar. Hvert gat erindi hennar verið.
“Komdu inn líka, Philip, eg þarf að tala
við þig,” sagði Jón. En er hann sá að hinn
hikaði við, spurði hann: “Hvað er að?”
“Ungfrú Cora bað mig sérstaklega, að
koma ekki inn í stofuna aftur fyr en eftir heila
klukkustund,” sagði Philip.
Jón hugsaði sig um nokkra stund, og segir
svo: “Eg er smeikur um að eg verði að biðja,
þig að óhlýðnast ungfrúnni í þetta skifti.”
“Alveg sem þú segir,” sagði Philip og fór
svo inn á eftir húsbónda sínum.
Cora roðnaði og fölnaði á víxl er hún sá
Jón koma inn. Stóð svo upp og gekk á móti
honum en stanzaði snögglega er hún sá, að
Philip kom inn á eftir honum.
“Herra Strand! — Jón — get eg fengið
að tala við yður einan?” spurði hún í talsverði
geðshræringu.
Jón viðurkendi með sjálfum sér, að það
hefðí verið sökum veikleika hans, að hann bað
Philip að koma inn með sér, og sá nú eftir að
hafa gert það. Hann gaf því Philip merki um
að fara til baka, það gerði hann svo tafarlaust
og hurðin lokaðist að hælum hans. Jón var
einn eftir inni hjá Coru. Hann beið eftir því,
að hún tæki til máls, því honum fanst hann
sjálfur ekki hafa neitt að segja. Honum leið
eitthvað einkennilega illa en þó — leið honum
vel.
- “Eg veit að eg á svona móttöku skilið. —
En Jón — verið nú sanngjarn við mig,” sagði
Cora í biðjandi róm og lék angurblítt bros um
varir hennar.
“Hví hafði þér komið? Það var sam-
kvæmt ósk yðar, að eg fór. Eg átti ekki um
annað að velja. Og svo, er vér sáumst næst,
sá eg glöggt á látbragði yðar, að þér voruð
að reyna að sýna mér það sem bezt, að þér
fyrirlituð mig. Augnaráð yðar sannaði það.”
“Samt þráði eg einlægt að mega vera hjá
yður. Eg hataði hið brosleita kvennandlit, sem
hjá yður sat í bílnum. Eg hefi verið flón, en
nú er eg að koma til sjálfrar mín aftur.”
“Það er of seint,” sagði Jón ákveðinn og
harðneskjulega svo hún hrökk frá honum
sem ef hann hefði slegið til hennar. Hún átt-
aði sig bráðlega og leit til hans brennandi
ástaraugum og færði sig nær honum með út-
réttar hendur.
“Það eru varir yðar en ekki hjarta, sem
tala. Eg er farinn að þekkja yður betur en þér
þekkið yður sjálfur. Eg hefi sært stolt yðar.
Jón — þér eruð jafn stoltur og eg er sjálf. En
nú hefi eg brotið þá hlekki af mér, og það er
fyrir ást mína á yður, að eg hefi gert þaö.”
Meðan Jón hlustaði á orð hennar, fanst
honum hann finna til verkjar. Hann undrað-
ist hvað væri að koma yfir sig. Þetta var sami
kvennmaðurinn, sem vakið haíði hjá honum
óstöðvandi ástnöur. Einn koss at vörum
hennar hafði fylt hjarta hans þrá eftir öðrum.
En nú óskaði hann svo innilega að vera laus
við nærveru hennar. Hann vissi að hann hlaut
að særa tilfinningar hennar. Hún var nú að út-
hella hjarta sínu og er hún yrði þess vör, að
tilraunir hennar báru engann árangur, hlyti
það að orsaka henni sársauka.
Sem leiftur rann sú tilfinning gegn um
hann að hann í raun og veru elskaöi Coru ekk-
ert nú. Og hann lækkaði í áliti hjá sjálíum
sér fyrir, að tilfinningar sínar gegn henni
skyldu þannig hafa breyst svona snögglega.
En hann varö að koma prúðmannlega fram
við hana og þannig aðstoða hana í því, að
halda sjálfstrausti smu og sjaltsviröing óskertri
eins mikið og mögulegt var.. Hann benti henni
á stól og bauð henni að setjast á hann. Hún
var mjög föl í andlitið og sem einskonar hryll-
ings glampi í augum hennar. Jón stóöst það
ekki, að horfa framan í hana og leit því undan.
“Jón!” sagði hún. “Eg elska yður svo
heitt.”
•
“Cora, það er bezt fyrir bæði, að við séum
hreinskilin hvort við annað. Vér höfum bæði
gert rangt gagnvart okkur sjálfum. En lán
var það, að vér fundum það út í tíma áður en
aí' því stafaði nokkurt verulegt óhapp. Segj-
um að svo hefði í'arið, að vér hefðum ekki
áttað oss fyr en vér vorum gift, þá------”
“Jón! Elskið þér mig ekki lengur?”
spurði hún í bænarróm.
“Þér hatið ótvírætt sýnt það, Cora, að þér
var aldrei nein alvara — þér kærðuð yður
aldrei neitt um mig. Vér höfum bæði verið
röng. Þér þottust sjá, að í mér bjuggu, að
sumu leyti, nokkuð óvanalegir hæfileikar, og
það voru þeir hæfileikar, sem þér sáuð, að
Þér gátuð hagnýtt yður til styrktar frænda
yðar í stjórnmálum hans, ef yður tækist að ná
yfirráðum yfir þeim, og svo------”
“Jón! Eruð þér aö reyna að koma mér til
að trúa því, að eg elski yður ekki og hafi
aldrei elskað yður?” z
“Ef þér hefðuð elskað mig af hjarta, þá
hefðuð þér ekki breytt eins og þér gerðuð.”
Hún stóð á fætur og gekk til hans.
“Jón! — horíðu í augu mín. Þar er sann-
leikur þessarar sögu skráður,” sagði hún.
Rödd hennar skalf og hún var óstyrk á fótun-
um.
Augu þeirra mættust og Jón rak upp lágt
hljóð. Það sem hann sá í augum hennar,
hrærði hann mikið. — og hann fyrirvarð sig.
En það var rangt af honum að láta hana
standa í þeirra meining að tilfinningar hans til
hennar hefðu ekkert breyst. — Höfðu þær nú
í raun og veru nokkuð breyst? Enginn maður
gat staðist slíkt augnaráð og — slíka fegurð,
ef hjarta hans var ekki úr steini. En þó var
sál hans ekki snortin af þeim yndisleik. Að-
eins var þetta tilfinning einhver. Og hann
íyrirvarð sig enn meir. /
Hann fann að það var auðvelt og um leið
svo ánægjulegt að taka hana í fang sér;
faðma hana að sér og kyssa burt þessi tár
sem glitruðu á hvörmum hennar. Æskublóð-
ið tók að streyma hraðar í æðum hans og hann
fann að freistingin var mikil og sterk. Hún
vaktaði tilfinningar þær er lýstu sér í svip hans
og spegluðu sig í stóru skæru augunum hans,
og ástin skýrði fyrir henni öll þau umbrot til
finninganna. Hún stóð hljóð fyrir framan
hann, og bæn hennar fólst í hinum útréttu
höndum hennar til hans.
t