Heimskringla - 22.03.1933, Page 8

Heimskringla - 22.03.1933, Page 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. MARZ 1933 Urvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verðf bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. \1ð Liggett’s hjá Notre Dame FJÆR OG NÆR. Sendið gluggatjöldin yðar til viðurkendrar hrelngemingastofn- unar, er verkið vinnur á vægu verði Penrless Janndry “Verkhagast og vinnulægnast” 55, 59 PEARL STREET SIMI 22 818 Eriðgeir Sigurðsson, Riverton, Man., lézt s. 1. laugardag á Al- mennasjúkrahúsinu í Winnipeg. Hann var tvisvar skorinn upp við innvortissjúkdómi þeim, er leiddi bann til bana. Hann var jarðsunginn í dag að Árnesi af séra Rágnari E. Kvaran. ♦ * * Mrs. Rose Olson, 1034 Dom- Inion St., Winnipeg, fór undir uppskurð á Almennasjúkrahús- inu í gær við botnlangabólgu. Henni heilsast eftir vonum. * * ¥ Sjónleikurinn tilvonandi Mikla eftirvænting hefir það vakið meðal Winnipeg íslend- inga er frá var sagt í síðasta blaði um leikinn “Galdra-Loft”, sem Leikfélag Sambandssafn- aðar hefði fyrirhugað að sýna 4. og 5. apríl. Nánari auglýs- ing verður birt í næsta blaði, en ráða viljum vér mönnum til þess að lesa hina snjöllu grein Ásgeirs I. Blöndahls um leik- ritið, er prentuð er í þessu blaði. * * ■* Á fimtudaginn í vikunni sem leið, vildi það hörmulega slys til, að Sigurbjöm prentari Sig- urjónsson, 724 Beverly St. varð fyrir bíl og meidldist mikið. Hann var fluttur á sjúkrahús- J. J. SWANSON & CO., Limited REALTORS Rontal, Insurance and Financial Agents 600 PARIS BLDG. — Winnipeg Eftir verði á hinum Betri Eldivið og Kolum Leitið upplýsinga hjá Bíggar Bros. SÍMI 21 422 Þegar þér símið spyrjið eftir L. Holm ið. Hann viðbeinsbrotnaði og laskaðist eitthvað meira. Síð- ast þegar af honum fréttist, var hann á góðum batavegi. * * * Home Cooking Sale undir umsjón Kvenfélags Sam- bandssafnaðar í búðinni á suð- austur horai Sargent og Victor, föstudaginn 24 marz, eftir há- degi og að kvöldinu. Ágætur íslenzkur matur á boðstólum. Kaffi á öllum stundum dags. Kjörkaup eru þarna óviðjafn- anleg. Komið og kaupið óspart meðan tækifærið býðst. * * * Sigfús Benedicktsson hrasaði á götu úti s. 1. laugardag og hlaut af meiðsli, fór handlegg- urinn úr liði upp við öxlina. * * * Nokkrar ritgerðir og kvæði, sem Heimskringlu hafa borist og sem ef til vill hefir verið i búist við að kæmu í þessu blaði, verða að bíða næsta blaðs. Eru höfundarnir beðnir afsökunar á því. * * * I i Góð Kaup Hinn fjórtándi árgangur Tímarits Þjóðræknisfélagsins er nú til sölu og útbýtingar til meðlima. Meðlimir sendi gjöld sín til Fjármálaritara Jónasar ■ Thordarsonar að 696 Sargent Ave., Winnipeg. aPntanir til að kaupa Tímaritið sendist til Skjalavarðar BergÞórs E. John- , son, 1016 Dominion St. Verð Tímaritsins er $1.00 og sendist póstfrítt. Einnig eru til sölu hjá i skjalaverði fyrri árgangar Tímaritsins með niðursettu verði. * * * Mrs. G. P. Thordarson, 866 Winnipeg Ave., varð fyrir því slysi um helgina, að handleggs- brotna. Hún hrasaði á götu úti. # * * Þriðjud. 14. marz voru þau ; Ruben Sigurð Larsen frá Steep Rock, Man. og Margrét Guð- björg Kjartansson frá Reykja- vík, Man., gefin saman í hjóna- band af séra Rúnólfi Marteins- syni að 493 Lipton St. * * * Bústýra Óskast á heimili í litlum bæ skamt frá Winnipeg. Einn ald- raður maður á heimilinu. Ósk- að eftir konu á hans reki. Upp- lýsingar gefur ritstjóri Hkr. 3 * * * G. T. Spil og Dans. á hverjum þriðjudegi í G. T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra. — Þrenn verðlaun fyrir konur og Þrenn fyrir karla, að upphæð $5, $2 $1. * * * Enska er kend í Y. W. C. A. að 447Ellice Ave á fimtudags- kvöldið. Byrjar kl. 8. Mrs. Al- fred White umsjónarkona kensl. unnar. * * * Búast má við góðri skemtun í samkomusal Fyrstu Lút kirkju á laugardagskvöldið í þessari viku. Samkoman er haldin af Jóns Bjarnasonar skóla. Mönn- um hafa fundist þær samkom- ur ánægjulegar. Söngflokkur sveina og meyja skemta þar með íslenzkum og með ensk- um söng. Stuttur leikur verð- ur sýndur. Margt annað verður þar til skemtunar. Veitingar handa öllum sem koma. Allir velkomnir. Menn gefa það sem þeir vilja og geta, en enginn settur inngangseyrir. Samkom- an hefst kl. 8.15. Fyllið sal- inn. WONDERLAND Miðvlkudag og fimtudag, 22 og 23 Marz “PHANTOM OF CRESTWOOD” “FORBIDDEN TRAIL” Föstudag og laugardag 24 og 25 Marz “TOO BUSY TO WORK” “RACKETY RAX” Mánudag og þriðjudag, 27 og 28 Marz “RAIN” Borðbúnaðar verðlaunakvöld, miðv. og fimtud. Einnig fimtud. nónsýning. »oe Eyðið Ódaun með CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repa»r Service Hanning and Sargeni Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Cotnplete Garage Service Gas. Oils, Extras, Tires Batteries, Etc. R0YAL CROWN FLAKED LYE 100% PURE The Royal Crown Soaps Ltd. WINNIPEG Þetta eru beztu kolin fyrir vor-veðráttu BIENFAIT (Souris) Lump DOMINION (Souris) Lump Cobble WILDFIRE (Drumheller) Lump .. $11.50 per ton Stove v 10.25 per ton REGAL (Drumheller) Lump .. $10.50 per ton MCpURDY CUPPLY f • Q E—< • O w J[ Builders’ Supplies V /and J^Coal Office and Yard—136 Portage Avenue East 94 300 * PHONES - 94 309 GUÐLAUGUR ÓLAFSSON Hann var fæddur í Haga í Húnaþingi, þ. 21. okt. 1861. Foreldrar hans voru Ólafur Einarsson og Þórunn Guðmunds dóttir, er þá voru búandi hjón í Haga. — Systkini Guðlaugs sál. voru Guðmundur nú háaldraður mað- ur til heimilis að Betel; Jó- hannes, er lengi átti heima á Gimli; Þorsteinn er var at- kvæða formaður, átti lengi heima suður í Garði í Gull- bringusýslu. Flutti vestur um aldamótin síðastliðnu og átti heima um þriggja ára tímabil á Gimli, en hvarf síðan aftur til íslands og druknaði þar. María og Línbjörg. Hin síðar- nefnda giftist Jóhannesi Sæ- mundssyni, er bjó í Gafli í Svínadal í Húnavatnssýlu. Þau hjón voru fósturforeldrar séra Kolbeins Sæmundssonar.. Guðlaugur var yngstur af þeim Hagasystkinum. Eru þau nú öll látin, nema Guðmund- ur, sem var elztur þeirra. Hefir hann nú sex um áttrætt. Ung- ur að aldri lærði Guðlaugur eál. snikkaraiðn hjá Stefáni Jóns- syni í Syðrahvammi á Vatns- nesi. Varð hann snemma lista- smiður og stundaði hann tré- smíði af ýmsu tægi alla æfi. — Árið 1886 flutti Guðlaugur Ólafsson af landi burt, settist að í Winnipeg, og átti þar að mestu heima ávalt síðan. Kona hans er Áslaug Hans dóttir, skálds Natanssonar, frá Þóreyjaraúpi. Þau giftust þ. 11. jan. 1888. Er hún næst yngst af þeim Þóreyjaraúpssystkinum. Elztur þeirra systkina, ef eg man rétt, var Jakob Líndal, fað- ir þeirra Hannesar Líndal hveiti- kaupmanns, og W. J. Líndal, lögfræðings í Winnipeg og þeirra systkina. Jakob var greindarmaður. Látinn hér vestra fyrir allmörgum árum. Mun hann hafa verið skírður Líndal, ásamt Jakobsnafninu. Bærinn Þóreyjamúpur stendur suðaustan undir Vatnsnesfj. og vestanvert í dal einum er sagt er að til foma hafi verið nefnd- ur “Línakradalur”. Dalsnafnið mun nú mörgum gleymt, en Líndals nafnið mun þó þaðan vera komið. Hans Natansson var gáfu- maður og skáld gott. En það einkennilega við þann mann var það, að hann orti sín beztu ljóð þegar hann var orðinn gamall maður, t. d. eftirmælin eftir merkisbóndann Þorstein heitinn Eggertsson á Haukagili í Vatns- dal, er var fyrri maður Halldóru Pétursdóttur, móðir séra Þor- steins Briem, nú ráðherra á ís- landi. Einir fjórir skáldmæltir menn og gáfaðir ortu eftir Þor stein, en Hans Natansson, þá orðinn gamall maður, orti, að eg hygg, langfegurstu ljóðin. — í hjónabandi sínu eignuðust þau Guðlaugur sál. og Áslaug kona hans tíu börn. Eitt dó í æsku, árs gamalt Vilhjálmur. Ingibjörg dó 17 ára 1905. Thor- steinn dó 24 ára í stríðinu 1918. Hin sjö eru á lífi, öll fulltíða fólk og flest gift. Elzt þeirra systkina er Kristín, kona Indriða Skordal í Vancou- ver, B. C. Hin eru: Guðlaugur, giftur .maður til heimilis í Van- couver; Ólöf, gift Homer Cribb í Vancouver; Maria, gift Eggert Bjama Edison í Dafoe, Sask. Björn Líndal, ógiftur í Chicago; Lína Helga, gift Ernie Richard- son í Winnipeg og Emily, gift Bert Moore í Vancouver, B. C. Guðlaugur Ólafsson var fjöl- hæfur og fínn smiður. Var hann hinn vandaðasti maður í öllum störfum. Hann var hinn ljúfasti maður í allri umgengni og naut vinsælda allra er þektu hann. Hinn prúðasti maður í öllu. Hann andaðist að Betel þ 15. des. s. 1. nærri tveim mán- uðum betur en 71 árs að aldri Jarðarförin fór fram þ. 20. des. Fjöldi fólks viðstatt. Ekkja hans og tvær dætur þeirra hjóna við staddar útförina. Sömuleiðis tveir aldavinir hins látna, þeir Soffanías Thorkelsson, verk- smiðjueigandi, og Júlíus Jónas- son smiður, frá Winnipeg. Út- förin var undir umsjón Bardals. Sá er h'nur þessar ritar flutti þar kveðjuorðin. Sömuleiðis flutti Mr. Soffanías Thorkelsson einkar blýtt og fallegt ávarp um hinn látna vin sinn. — Guð- Iaugur sál hafði ekki dvalið nema fremur stutt á Betel, þeg- ar hann varð yfirkominn af inn- vortis meinsemd er að síðustu vann á honum að fullu. — Sökum góðs dregskapar og frábærrar prúðmensku, lætur Guðlaugur Ólafsson eftir sig góða minning, ekki einasta hjá ekkju sinni og öðrum ástvinum, heldur hjá fjölda annara vina. Jóh. B. EFTiRMÆLI Frh. frá 7. bls. á heimili sínu þar sem hann hafði verið í 46 ár, í Graf- ton, Norður Dakota. Hann var jarðsunginn úr norsku lút- ersku kirkjunni þar, af H. A. Hilsen, norska prestinum þar. Sigurðar er mikið saknað af dætrum, vinum og vandamönn- um, því allir, sem nokkuð þektu hann, virtu hann mikils. “Þér, sem með trega Sigurði fylgið, minnist hver hann var, margs er að sakna: hógværð, heinskilni í hjarta bjó, dáð og dugur og drenglyndi, guðrækni, geðprýði, gætni, hyggindi, staðfesta, styrkur og stöðuglyndi; Þetta alt saman andaðan prýddi; lifi þess minning í margra hjörtum. Alt eins og fögur sumar-sól svífur að gyltum bárum, og standa blóm á bröttum hól, böðuð í daggar tárum; eins hefir þessi æfistund endað með sætum dauðans blund, að liðnum löngum árum. Og börn og ættmenn, blómin þín, við börur standa’ og þegja, og hrygðar tár á hvarmi skín, harminn ei þarf að segja — hljómar við hinzta sólar roð Herrans eilíf náðar-boð; að alt skal eitt sinn deyja. Heill sé þér nú á hinztu stund, við helgan klukkna niðinn! þig kær og aldin geymir grund, góðan, saknaðar, liðinn — Þig ætíð blessi Herrans hönd, og hjálpi þér að lífsins strönd, þar sem að færðu friðinn. B. G. QUINTON’S RE-TEX Þér verðlð forviða á því hvað gera má með Re-Tex með að hrelnsa silki og flaujels kjóla. I»að er alveg ný aðferð er hvergi þekkist nema hjá Quin- ton’s en kostar ekkert meira. Sendið kjólana í dag. Einfaldir Silki Kjólar samfeldir Símið 42 361 . það gera allir ERS -CLEANERS- ■■■■II 1 ■ r IT NHBBHl Whist Drivc and Informal Dance under the auspices of . THE ICELANDIC MALE VOICE CHOIR Orient Dance Band—7-piece orchestra Numerous Whist Prizes Wednesday, March 29, 1933 NORMAN HALL—SHERBROOK STREET Time: 8.30 sharp. Dancing until 1 o’clock Amission: 35c U y? Hrosshúð þýðir HR0SSHÚÐ hjá EATON Frá því fyrsta að þeir fóru að senda inn á Canadisk heimili verðskrár sínar hafa Eaton’s verðskrárnar að verðugu orð- ið þjóðkunnar fyrir að SKÝRA RÉTT FRÁ VÖRUGÆÐUM Hver maður í vesturlandinu veit að þegar EATON segir að einhver vara sé úr “Hronshúð” eða “Ryð- varin” eða úr “Silki” eða “Alull” eða á “Föstum lit” —að þá má trúa þeirra staðhæfingu eins og hún væri með eiði aflögð. Aður en hver vöruskrá er prentuð fer EATON’S rannsóknarstofan—hópur sérfróðra visindamanna— yfir hverja staðhæfing um hinar augiýstu vörur, og strykar út hvem vott, öfga eða missagna um vörana. A þessum tímum, er gæta þarf vöruðar við kostnaði og rannsaka öll kaup áður en gerð eru, nákvæmar en nokkru sinni fyr, þá er ábyggileiki í vörulýsingu EATON’S, viðsklftamönnum einhver hin bezta trygging fyrir því, að þeir fái það fyrir hvem dollar sem þeir eiga von á. -'T.EATON C<U. WINNIPEG CANAOA E ATON S

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.