Heimskringla - 14.06.1933, Side 3
WINNIPBG, 14. JÚNÍ 1933
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA.
Pknne 22 »3S Phone 28 237
HOTELCORONA
26 Rooma Wlth Bath
Hot and Cold Water in EJvery
Room. — $1.60 per day and up.
Monthly and Weekly Rates
on Request
Cor. Main & Notre Dame East
WINNIPEG, CANADA
feður virðast að unna börnum
sínum, alveg eins mikið og t. d.
breskir eða amerikanskir feður.
Börnin eru alveg eins þýðingar
mikill hluti fjölskyldunnar, á
Rússlandi, eins og meðal verka-
lýðs fjölskyldna, bæði á Eng-
landi og Ameríku.
Alþýðuskólamir og báskól-
arnir, taka álíka mikið af tíma
barnanna frá heimilunum, og
samslags stofnair í öðrum lönd-
um. Hvort börn og unglingar, á
Rússlandi eru óþægari foreldr-
um sínum, en börn og ungling-
ar á Englandi, eða Ameríku, á
slíku býst eg við að verði erfitt
að gera sanngjarnan greinar-
mun. Svarið við slíkum getgát-
um hlýtur að verða það, að ungt
fólk (unglingar) í öllum lönd-
um á tuttugustu öldinni, eru
miklu minna undir stjórnarvaldi
foreldranna, og ef til vill miklu
minna undir áhrifum þeirra, en
alment var á nítjándu öldinni.
Eitt af því sem fljótt vekur
eftirtekt útlendra ferðamanna
á Rússlandi, er hin hispurslausa
framkoma og umgengni fólks-
ins, og hin einlæga og sjálf-
stæða framkoma manna og
kvenna, gagnvart hverjum sem
er. Þetta stingur svo gersam-
lega í stúf við það sem tíðkast
í Vestur Evrópu, allan þann
undirgefins og tepruskap, sam-
kvæmt séttarlegri afstöðu sinni
í þjóðfélaginu.
Alstaðar sér maður, bæði í
blöðunum og smápistlum, sem
dreyft er út um landið og borg-
irnar; hlífðarlaust ráðist á ó-
hreinlæti og heilsuspiiiandi lifn-
aðarhætti, af öllu tæi. Rúss-
neskum æskulýð er kent að það
sé skylda þeirra að skammast
sín fyrir ósiði, og ósiðlegt fram
ferði vandamanna sinna, sem
sinna eigin. í fram orðum sagt
eru vanin á að vera stöðugt á
verði gegn öllu því, er þykir
ljótt og óheilnæmt. Og á hinn
bóginn, að vera óþreytandi í að
hjálpa til að koma á betri heim-
ilisbrag, og milda siði og venjur
hins gamla tíma, og innleiða
hugsunarhátt hins nýja.
Hvort öll þessi unglinga starf-
semi, er tímar líða, verður til
þess að bæta heimilisbraginn,
og skapbetra fólkið, eða það
verður til þess að gera það verra
en það var, er nokkuð sem
menn geta litið á hver eftir
sinni dómgreind.
Það sem Virðist að vera aðal
umhyggjuefni sumra þeirra
gagnrýnanda, er gera sér sér-
staklega far um að níða hið
nýja fjölskylðu fyrirkomulag á
Soviet Rússlandi, eru þessar sí-
feldu bollaleggingar um það,
sem þeir kalla: “kynferðislega
sigfágun” meðal foreldra, og
auðvitað ananra. Spurningin
er oftast þessi: “eru Rússnesk
hjón eins trú hvort öðru, eins
og hjón eru í Vestur Evrópu?”
Til allra óhamingju er ekki
til neinn óyggjandi mælikvarði,
er lagður verði á skyrlifnað
hjóna, hvorki í Vestur Evrópu,
né annarstaðar, og verður því
erfitt að gera ábyggilegan sam-
anburð á slíku, og þar að auki
þyrfti að bera saman hverja
stétt fryir sig. Ef slík rannsókh
væri hafin á meðal mið og yfir-
sttétanna í Vestur Evrópu og
Ameríku, verða menn að minn-
ast þess að samsvarandi stéttir
eru ekki framar til á Rússlandi.
Samanburðurjnn yrði því að
vera gerður á bænda og verka-
mannastéttunum í Vestur Ev-
rópu og Ameríku, og akuryrkju-
iðnaðar og sérfræðis verkalýðs-
ins á Rússlandi. Það held eg
sé nokkurn veginn, undantek-
ningarlaust viðurkent af öllum
þeim er ferðast um Rússland,
að hið ytra útlit stórborganna,
taki ekki einungis langt fram
að hreinlæti og siðfágun, því
sem var á keisaratímunum held-
ur standi, að því leyti framar
felstum borgum annara landa.
Nætur dans hallir, nætur
klúbbar og nætur drykkju og
veðmála hús, hafa algerlega
horfið úr sögunni, og þekkjast
nú ekki í Rússneskum borgum.
í staðinn fyrir þetta hafa
komið Soviet, sjónleikir og
hreyfimyndir, sem fást við alt
önnur viðfangsefni, en ástabrall
og kynferðislegar ástríður, eins
og tíðkast svo mjög í hreyfi-
mynda listinni í Hollywood.
Yfirvöldin ganga mjög hart
fram í að útrýma öllum gróðra
bralls stofnunum, veðmálum, og
í einu orði sagt, allri spákaup-
mensku. Jafnvel faðmlaga-
dansar Vestur Evrópu eru fyrir
boðnir, sem óheilnæmir og tæl-
andi. Það er alment viðurkent
að það sé mjög mikið minna af
betlurum á götunum í Moscow,
en í nokkurri borg í Vestur Ev-
rópu af sömu stærð. Öll merki
sýnast benda til þess, að ör-
byrgð, í hinni vanalegu merk-
ingu orðsins, sé algerlega horfin
í Rússneskum borgum.
Þrátt fyrir ýmsar reglur um
siðferði og því um líkt, er þó
vafalaust meira frjálsærði á
Rússiandi, en mörgum öðrum
löridum, um kynferðislegt sam-
ræði milli karls og konu, og er
slíkt skoðað sem einkamál hlut-
aðeiganda að því er snertir ó-
gift fólk. Slík sameining er
álitin algerlega syndlkus, og er
hvorki móti lögum né almenn-
ings áliti, og enda slík æfintýri
oft í hamingjusömu hjónabandi.
Hjónaskilnaður er leyfður
eftir ósk annarhvors hjónanna,
en það er stranglega gengið
eftir að hinpi lagalegu skyldu
beggja aðila, að því er lítur að
framfærslw afkvæmis þeirra sé
fullnægt, að því leyti sem fjár-
liagur þeirra leyfir. — Almenn-
ings álitið er vægt, í dómum
sínum um persónur, sem lent
hafa í ásta æfintýrum, og skoð-
ar alt slíkt sem einkamál. “Mig
varðar ekkert um þín einkamál-
efni, er sagt að Stalin hafi sagt
við einn mikilhæfan flakks-
mann sinn, sem þótti vera ærið
lauslátur í kvennamálum, “en
ef þú getur ekki hætt slfkum
lifnaði, þá verðurðu að fara
þangað, sem ekkert kvennfólk
er.” Vér getum, ef til vill á-
lyktað sem svo, að hið mikla
persónu fresli, sem þjóðinni
veittist með stjórnarbyltingunni,
og afnámi kirkjuvaldsins, og
annara gamaila ófrelsiskredda,
hafi vafalaust fyrst í stað vald-
ið talsverðri upplausn, og breyt-
ingu á hinu viðtekna heimilis
og fjölskyldu fyrirkomulagi.
Hitt er víst, að nú ræður meir
en áður um giftingar, sú ást er
persónurnar bera hver til ann-
arar. Nú getur enginn faðir á
Rússiandi, gefið eða selt dóttur
sína í hjónaband, þeim er hon-
um þóknast, og það án vilja og
samþykkis brúðarinnar, eins og
áður átti sér svo oft stað. Nú er
það konan sem ræður hverjum
hún vill giftast, og þarf einkis
leyfi eða samþykkis til.
Hin ill ræmdu vændiskvenna
hús eru nú horfin með öllu, en
þau tíðkuðust engu síður í borg-
unum á Rússlandi fyrir bylt-
inguna, en þau tíðkast þann
dag í dag í borgum og bæj-
um í Vestur Evrópu og víðar.
Nú á síðustu árum sýnist ai-
mennigs álitið vera að snúast
mjög á móti lausung í ásta-
málum og sérstaklega er al-
mennings áiltið eindregið á móti
tíðum hjónaskilnuðum.
Engar almennar skýrslur eru
fyrir hendi til þess að hægt sé
að gera nákvæman samanburð
á fjölda giftinga og hjónaskiln-
aða, þær skýrslur sem birst
hafa um það mál, í einstökum
borgum og bæjum, á Soviet
Rússlandi, eru mjög svipaðar
þvi, sem samslags skýrslur bera
með sér, er birst hafa í ýmsum
pörtum, hinna skandinavisku
landa, og Bandaríkjunum.
VIÐSKIFTASAMNINGUR
ÍSLENDINGA OG BRETA
Eins o gkunnugt er hafa stað-
ið yfir samningaumleitanir milli j
Breta og íslendinga um við- j
skiftamál.
Af hálfu íslendinga hafa tekið
þátt í samningum þessum þeir
Sveinn Björnsson sendiherra, i
Richard Thors framkvæmda-1
stjóri, Jón Árnason fram-'
kvæmdastjóri og Magnús Sig-'
urðsson bankastjóri. Skrifari |
nefndarinnar var Stefán Þor-
varðsson fulltrúi í utanríkismála
ráðuneytinu.
Samninga nefndir ríkjanna
höfðu fyrir skömmu komið sér
saman um viðskiftasamning
milli ríkjanna.
Lokaður fundur var haldinn í
Sameinuðu Alþingi þriðjudag-
inn 16. þ. m. og lá samningur-
inn þar fyrir. Alþingi samþykti
einróma samninginn og fól
sendiherra Sveini Björnssyni að
undriskrifa hann fyrir íslands
hönd. Sú undirskrift fór fram
í London föstudaginn 19. maí.
En samningurinn öðlast þó
ekki gildi fyr en Alþingi
hefir samþykt smávægilegar
breytingar á gildandi tollalög-
gjöf.
Samningurinn héitir fullu
nafni:
ViSskiftasamningur
milli konungsríkisins Bretlands
og Norður-frlands og konungs-
ríkisins fslands.
Aðalsamningurinn er í 6 grein
um. En honum fylgir einnig
bókun, sem er í 3 köflum og
hafa aðiljar komið sér saman
um ákvæðin, sem þar eru
greínd. Samningurinn er gerður
í tveim samritum á ensku og ís-
lenzku, og er hver tveggja text-
inn jafngildur.
Hvað fá íslendingar?
Tvent var það aðallega, sem
íslendingar þurftu um að semja
við Breta nú. Það var útflutn-
ingur á fiski og kjöti til Bret-
lands.
Fiskurínn.
Meðaltal áranna 1929—1931
— mínus 10%. Verðtollur-
inn 10% helst.
Það er skýrt tekið fram í
samningnum, að éigi skuli verða
lagður annar eða hærri tollur á
fisk frá fslandi en 10% verð-
tollur, sem gílt hefír undanfarið.
Ef Bretar setja hömlur á
innflutning fisks, þá undir-
gengst breska stjómin að fisk-
magnið frá íslandi skulí éigi
vera undir 354,000 hundred-
weights á ári. Þetta fiskmagn
svarar til 90% af fiskútflutningi
okkar til Bretlands, miðað við
meðaltal áranna 1929—1931.
Þá eru gefin loforð um endur-
greiðslu á tolli af þeim fiski frá
íslandi, sem verkaður er í Eng-
landi og fluttur þaðan aftur.
Ákvæðin um fiskinn eru orð-
rétt í samningnum á þessa leið:
1. Á nýjan eða saltaðan fisk,
annan en skelfisk, innfluttan til
breska konungsríkisins frá ís-
landi, skal ekki vera lagður
neinn annar eða hærri tollur
eða gjöld, en 10% verðtollur.
2. Ef svo fer að stjórn breska
konungsríkisins temprar magn
á innfluttum fiski til breska
konungsríkisins, þá undirgengst
breska stjómin, að alt magn
nýs og blautsaltaðs fiskjar, sem
leyft verður að flytja inn frá ís-
landi, að undanskildum laxi, sjó-
birtingi, ál eða vatnafiski, skuli
ekki vera undir 354,000 hundred
weights (1 ctw.=50.7 kg.) á ári,
en af þessu leyfða minsta magni
skal ekki minna en 104,000
hundredweights vera blautsalt-
aður fiskur .
3. Ef svo verður að þursalt-
aður fiskur verði fluttur út frá
breska konungsríkinu eftir að
hafa verið fluttur inn þangað
frá íslandi nýr eða blautsaltað-
ur og verkaður í breska kon-
ungsríkinu, undirgengst breska
stjórnin að taka í gildi reglur
um endurgreiðslu á innflutn-
ingstolli greiddum af nýjum eða
blautsöltuðum fiski við inn-
flutning hans til breska kon-
ungsríkisins.
4. Haldast skulu gildandi á-
kvæði um undanþágu frá inn-
flutningstolli við innflutning til
breska konungsríkisins á þurk-
uðum íslenzkum fiski, sem ein-
göngu er ætlaður til útflutnings
aftur eftir flutning yfir land-
svæði breska konungsríkisins,
eða eftir umskipun þar.
5. í þessari grein taka orðin
“fiskur innfluttur frá íslandi”
einnig til fiskjar, sem íslenzk
skip leggja á land í breska kon-
ungsríkinu beint úr sjónum.
Kjötið.
Enn er óvíst hvaða kjöt-
magn við megum flytja til
Bretlands ,en okkur eru
trygð bestu kjör.
Eigi er fullvist ennþá hvaða
kjötmagn við megum flytja til
Bretlands.
Bretar ætla að hafa ráðstefnu
seint í júní, þar sem teknar
verða ákvarðanir um kjötflutn-
ing nýlepdanna til Englands. —
Eftir þessa kjöt-ráðstefnu kem-
ur röði» að öðrum ríkjum og
þeim skamtað. Það verður þvi
ekki fyr en seinna í sumar, að
við fáum vitneskju um hvaða
kjötmagn við fáum að flytja til
Bretlande.
í samningnum eru ákvæðin
um kjötið þau að við skulum
undir engum kringumstæðum
sæta verri kjörnum en nokkurt
annað erlent ríki getur fengið
hjá Bretum.
Ákvæðin um kjötið í samn-
ingnum eru á þessa leið:
1. Undir engum kringum-
stæðum skal hér eftir hlutfalls-
lega vera meira takmarkaður
innflutningur til breska kon-
ungsríkisins á íslensku frystu
og kældu sauða- og lambakjöti,
en innflutningur á samskonar
sauða- og lambakjöti frá nokkru
öðru erlendu ríki.
2. Ef svo fer að nokkur
breyting verður gerð á núver-
andi fyrirkomulagi á ínnflutn-
ingi til breska konungsríkisins
á kældu og frystu sauða- og
lambakjöti frá erlendum ríkjum,
þá skal fult tillit verða tekið til
krafa íslands.
3. Komi það til að nokkurt
ríki, sem selur á breskum mark-
aði, afsali sér eða fiyrirgeri
heimild sinni að meira eða
minna leyti til innflutnings á
áðurgreindri framleðslu, þá skal
innflutnings heimild íslands
verða aukin hlutfallslega ekki
minna en nokkurs annars er-
lends ríkis.
HvaS fá Bretar?
í 1. gr. samningsins eru á-
kvæði um hlunnindi þau, sem
Bretar fá hjá okkur. Þar segir
svo:
Á vörutegundir þær, sem tald-
ar eru upp í fylgibréfinu með
samningi þessum, og framleidd-
ar eru eða unnar innan breska
konungsríkisins, hvaðan svo
sem þær koma, skal ekki við
innflutning þeirra til íslands
vera lagður tollur eða gjöld
önnur eða hærri en þau, sem
greind eru í fylgibréfinu.
Smávægileg tolllækkun á fáein-
um vörutegundum.
í fylgibréfinu sem minst er á
í 1. gr. samningsins eru taldar
upp 7 vörutegundir, sem nú ,er
15% verðtollur á, en sá verð-
tollur skal lækkaður niður í
10%.
Þessa vörutegundir eru:
Sikivefnaður úr kúnstsilki,
sokkar úr kúnstsilki, kjólaefni
kvenna úr baðmull, tvisttau og
rifti úr baðmull, fóðurefni o. fl.
úr baðmull, gluggatjaldaefni úr
baðmull og léreft úr hör eða
hampi.
Þungatollur (vörutollur) á
þessum vöruteg. og haldast ó-
breyttur .
Ennfremur er samkv. fylgi-
bréfinu tilskilið, að gildandi
tollar skuli ekki hækkaðir á
eftirtöldum vörum:
Kolakaup íslendinga.
Við eigum að kaupa minst
77% af okkar kolum frá
Bretlandi.
Þá eru ákvæði um það í bók-
un þeirri, sem fylgir samningn-
um, að breksa stjórnin geti
hvenær sem er sagt samning-
num upp með þriggja mánaða
fyrirvara, ef á einhverju einu
ári kolainnflutningur frá Bret-
landi til fslands nemur minna
en 77% af öllum kolainnflutn-
ingi til landsins á því ári, eftir
því sem opinberar hagskýrslur
íslands sýna. __
Þá eru einnig ákvæði í bók-
uninni um það, að kolakaup-
menn í Bretlandi fullnægi jafn-
Þér sem notið
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
hnipire Sash & Door
CO., LTD.
BlrgOir: Henry Ave. East
Sími 95 551—95 552
Skrifstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ANÆGJA
an kröfum íslendinga um verð
og gæði kolanna.
Ágreiningsmál
útkljáð fyrir alþjóðadóm-
stóli.
Þá er fyrirmæli um það í
samingnum, að hverskonar á-
greiningur sem upp kann að
rísa milli ríkjanna um það,
hvernig bera á skilja og beita
ákvæðum samningsins eða ann-
ara gildandi verzlunar- eða við-
skiftasamninga, skuli vísað til
alþjóðadómstólsins, ef annar
hvor aðili krefst þess; þó geta
ríkisstjórnirnar komið sér sam-
an um að leggja undir einj
hvern annan dómstól, eða Ijúka
ágreiningi á annan hátt.
Samningurinn gildir í 3 ár.
Samningurinn gengur í gildi
jafnskjótt og Alþingi hefir sam-
þykt breytingar þær á tolllög-
um, sem áskilið er.
Samningurinn gildir í 3 ár frá
þeim degi að telja að hann öðl-
ast gildi.
Ef hvorugur aðilja hefir sagt
upp samningnum 6 mán. áður
en þriggja ára tímabilið er út-
runnið, skal hann haldast f gildi
6 mán. frá þeim degi er annar
hvor aðili segir honum upp.
—Mbl.
Klerkur einn predikaði einu
sinni í betrunarhúss kirkju, og
komu þangað sjaldan aðrir en
betrunarhússlimir. í þetta
skifti komu þangað nokkrar
konur, sem þektu klerkinn og
langaði til að hlýða á hann;
völduþær sér sæti í kirkjunní
þar, sem honum var ómögu-
lyegt að sjá þær. Um kvöldið
var guðs maðurinn í samkvæml
með konum þessum og barst
prédikun hans í tal. “Þér héld-
uð uppbyggilega ræðu í dag,”
sagði ein af konunum. “Ójæja!”
svaraði klerkurinn, “en því var
verra að tilheyrendurnir voru
eintómir asnar.” “Þessvegna”
mælti konan, “sögðuð þér í öðru
hverju orði: “Mínir elskanlegu
bræður!”
I
Prenlun
The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr-
ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega
og fljótt og vel af hendi leysL Látið oss prenta bréfhausa
yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta.
Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi.
THE VIKING PRESS LTD.I
853 SARGENT Ave., WINNIPEG
*
Sími 86-537 ^ ^