Heimskringla - 14.06.1933, Side 4
4. SlÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEX3, 14. JÚNÍ 1933
l^eimskrtngla
(Stofnuð 1886)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Elgendur:
THE VIKING PRESS LTD.
«53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86 537______
VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fjtrlríram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
Ráðsmaður TH. PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Managcr THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEPÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
"Heimskringla” is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
153-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 14. JÚNÍ 1933
GYÐINGA OFSÓKNIRNAR Á
ÞÝZKALANDI
Frásögn áhorfenda
Höfundur greinar þeirrar er hér birtist
Konrad Bercovici, var staddur á Þýzka-
landi, er Nazimenn hófu ofsóknirnar gegn
Gyðingum, sem svo mikið hefir verið
talað um. Hann er Rúmeningur, en kom
til Bandaríkjanna 1916. Býr hann ýmist
á Connecticut-búi sínu í grend við New
York, eða í sjálfri borginni. Hann þykir
skýr rithöfundur og nærfarinn í lýsingum
af hlutunum. Heimskringla flutti fyrir
nokkru eftirtektaverða grein um Þjóð-
bandalagið eftir hann. Þessi grein hans
um Hitler og stjóm hans, kann að þykja
hlutdræg, en þó hvöss sé, lýsir hún að
minsta kosti skýrt annari hliðinni á mál-
um þeim, sem nú et svo mikið rætt um.
Andmæli höfum vér séð gegn henni og
mun síðar eitthvað af þeim birt. Greinin
er á þessa leíð: „ $ -;
í Þýzkalandi búa um sex hundruð þús-
und Gyðingar. Bólfestu tóku þeir fyrstu
í Rínarhéruðunum fyrir rúmum þúsund
árum. Þeir eru tæplega eitt prósent af
þýzku þjóðinni. En hlutfallslega eiga
þeir miklu fleiri stjórnmálamenn, hljóm-
fræðinga, listamenn, skáld og vísinda-
menn, en Þjóðverjar sjálfir. Tala Gyðinga,
eem í stríðinu féllu, ber ekki vott um það
hugleysi, sem Hitler bregður þeim um. Ef
þær tólf þúsundir gætu nú úr gröf sinni
við Hitler mælt, sem sjálfur var aðeins
sendisveinn í hernum, myndi það verða á
þessa leið: “Þú snerir aftur. Við gerðum
það ekki.”
Gyðingahatur hefir ávalt verið landlægt
í Þýzkalandi. Gyðingum hefir þar verið
gert örðugra fyrir að lifa, en í nokkru
öðru siðuðu landi. Og frá Þýzkalandi
breiddist Gyðingahatrið í fyrstu út og
festi rætur hjá öðrum þjóðum.
Þjóðverjum var kent að líta með fyrir-
litningu á fátækra-hverfi Gyðinga í
Frankfurt, Cologne og Berlin, og með öf-
und og hatri á hallir Gyðinganna, er yfir
auð komust.
í Berlin heyrði eg Goebbels, einn af
meiriháttar merkisberum Hitlers, hrópa
þessum orðum til áheyrenda sinna, Nazi-
manna:
“Þegar dagur vor (der Tag) kemur, og
þú hefir Gyðinginn undir hælnum, þá
vægðu honum ekki eins lengi og þú sérð
hann lim hræra. Það er sama hvort um
konur eða börn er að ræða. Vægðarlaust
verðum við að hefna vor á útlendingun-
um, sem eru að saurga blóð þjóðar vorr-
ar. Þýzkaland fyrir Þjóðverja! Við skul-
um ekki heldur hlífa þeim, sem til þessa
hafa skjöld borið fyrir Gyðinga.”
Til þess að uppræta þessar sex hundr-
uð þúsund Gyðinga — menn, konur og
börn, eru út af örkunni sendir ffmm
hundruð þúsund hermenn, Nazimenn í
einkennisbúningi, sem í fimtán ár hafa
látlaust verið fræddir um það, að ógæfa
Þýzkalands, ósigurinn í stríðinu, og koll-
vörpun iðnaðarins, sé Gyðingum að
kenna. Þessir fimm hundruð þúsund
hermenn vinna fyrir þrem mörkum á
dag og eru, að fáum undanskildum, úr-
hrak þýzku þjóðarinnar.
Hitler og herskarar hans hafa í 15 ár
predikað, “að Gyðingum sé um stríðs-ó-
farirnar að kenna, um Versalasamning-
ana, um Dawes- og Youngsamningana,
um missir keisarans, um alla niðurlæg-
ingu þjóðarinnar. Gengishrun peninga-
anna, var þeirra vélabrögðum að kenna.
Bandarískir' Gyðingar hafa lánað Þýzka-
landi og iðnaðarhöldum þess biljónir
marka, með óhemju rentu, til þess að
halda við sosíalisma, kommúnisma og
atvinnuleysi. Sósíalismi og kommunismi,
eru framandi hverjum sönnum Þjóðverja.
Það eru eitur-sýklar, sem Gyðmgurinn
hefir spýtt inn í þjóðlífið. Gyðingar hafa
fyrir mark og mið að tortíma þýzku þjóð-
inni.”
Nazimenn hafa samið og gefið út og út-
breitt miljónir af bókum og pésum um
þessi efni og hafa útbýtt tugum miljóna
af póstspjöldum með myndum á, þar sem
Gyðingar eru sýndir vera að skerá á háls
kirstið kvenfólk og börn.
Þrátt fyrir þessar hóflausu æsingar,
litu Gyðingar, hvorki í Þýzkalandi né
erlendis, svo á, sem nokkurn kvíðboga
þyrfti fyrir því að bera, að Hitler kæm-
ist til valda. Þeir litu á hann sem trúð-
ur. Þeir lögðu meira upp úr menningu
þjóðverja og góðri greind en svo, að þeir
létu sér koma í hug, að menn sem Hitler
og leiksoppar hans, yrðu nokkru sinni
stjórneiutar eins mesta menningarlands
heimsins.
En nú er Hitler orðinn kanslari og meir
að ségja einvaldur á Þýzkalandi. Næstir
honum standa Goebbels, Goering og Hug-
enberg. Ernest Hanfstaengl, um eitt
skeið glingursali í New York er einkarit-
ari hans. Max Amann er sem stendur
ráðsmaður blaða-útgáfu Hitlers. Stjórn-
andi Krupp skotfæraverksmiðjanna er
önnur hönd stjórnarinnar. Prins Gotha,
er samgöngumálastjóri. Unáirskrift Hind-
enburgs er nú óþörf á samningum, sem
gerðir eru af stjórninni við aðrar þjóðir.
Hitler er einvaldur og verður — nema
keisarinn komi aftur til sögunnar.
Undirstaða þessarar hreyfingar Nazi-
manna er ekkert nema auglýsinga skrum.
Hin fimm hundruð þúsund hermanna
hans, eru fyrst og fremst bókaagentar.
Swastikan flokksvörumerkið. Eru tekjur
Hitlers svo gífurlegar af bóka viðskift-
unum, að hann þiggur ekki kanslaralaun
sín I frá ríkinu.
Árið 1910 kom Hitler til Vínarborgar.
Var hann þá um tvítugt. Iðn eða starf
kunni hann ekkert. Og mentun hafði
hann enga fram yfir það sem gerist með
nemendur í barnaskólum. Faðir hans
var austurrískur tollþjónn.
Eitt ár stundaði hann þarna ýmsa
vinnu svo sem húsamálningu, diskaþvott
á gistihúsum og önnur vik. Þó hann væri
fæddur í Austurríki, gat hann aldrei
litið á það sem föðurland sitt heldur hat-
aði það, og hefir víst enginn maður enn
skilið neitt í því. Með kvenfólki var hann
aldrei og skemtanir og gleðimót sótti
hann aldrei. Hann var einkennilegur
æskumaður og vann ekki að staðaldri —
eða ekki nema þegar hann mátti til. Þeir
sem muna eftir Hitler frá þessum árum,
minnast ekki að hann hneigðist að einu
öðru fremur, nema ef vera skildi að
teikningu, en sem honum fórst þó klunna-
lega, sem flest annað. Og brátt kom að
því, að hann lenti í höndum lögreglunnar
út af hatrinu sem hann bar til föður-
lands síns. Urðu þá verkamenn, sem sagt
var að væru Gyðingar til þess að skjóta
honum til Þýzkalands undan hegningu.
í Munich lifði slóvakinn Adolf, eins og
Hitler var þar kallaður, á flækingi, vann
stöku sinnum, en eyddi lengst af tíman-
um í ölkránum, þar sem margir muna
eftir honum vegna óróa hans og slags-
mála, er hann var riðinn við.
Þegar stríðið brauSt út, innritaðist Hitl-
er í þýzka herinn. Og þrátt fyrtr gort
hans nú um hreysti sína í stríðinu, er
sannleikurinn sá, að hann lá lengst af á
sjúkrahúsum lítt eða ekkert særður, en
til þess að lækna sig af augnveiki, sem
hann hafði lengi haft.
Svo kom vopnahléð. Stríðinu var lokið.
Því sem þá hvíldi á herðum þjóðverja,
bæði með að útvega hermönnunum at-
vinnu og ráða fram úr öllum þeim vanda-
málum, sem fyrir lágu, ætla eg ekki að
reyna til að lýsa. Adolf Hiter átti ekkert
heimili að víkja að. Til Austurríkis gat
hann ekki leitað vegna þess að hann hafði
sama sem flúið þaðan undan herskyldu.
í Þýzkalandi átti hann hvergi höfði sínu
að að halla. Hann heyrði ekki til neinni
stofnun. Auðnulaus hungraður, tötrum
klæddur og félaus, stóð hann uppi. Hann
átti ekkert föðurland, kunni ekkert starf,
var sára lítið mentaður og dróg fram
h'fið á flækingi. Þetta bætti ekki dutl-
ungana í skapi hans, enda tók hann nú
að hata Frakkland, England og Banda-
ríkisins alveg eins og Austurríki. Það, að
hann hataði ekki Italíu eins, átti rætur til
þess að rekja, að hún hjálpaði til að yfir-
vinna Austurríki, ættjörð hans.
Af tilviljun rakst hann á sex menn, sem
alveg eins stóð á og fyrir honum sjálfum.
Það var í ölkrá, sem þekt var undir nafn-
inu Alten Rosenbad í Munich. Þessir
sex skoðuðu Hitler brátt sem einn þeirra.
Á milli þess sem þeir tæmdu ölglösin,
ræddu þeir um stjórnmál. Adolf hlustaði
á. Einn daginn komu þeir sér saman
um, að gera einhvern usla úti á götum.
Þeir stóðu þar í hóp um hríð. Þetta vakti
forvitni umfarenda svo margir þeirra
staðnæmdust. Þegar nokkur hópur hafði
safnast þarna saman, skipa félagar HitÞ
ers honum að halda ræðu. Opinberlega
hafði hann ekki fyr haldið ræðu. En
sjálfum sér til undrunar fann hann, að
hann gat talað. Hann hafði alt í einu
fengið mál, eins og Beleams asnan. Og
það sem meira var, áheyrendurnir virtust
fúsir að hlýða á hann.
Druknir af sigurför þessarar fyrstu til-
raunar Hitlers að halda ræðu, bjuggu
sexmenningamir sig undir það næsta
kvöld, að endurtaka tilraunina. Og nú
hafði Hitler fundið málefni til að tala um.
Það var að úthrópa Gyðinga. ÞaS hljóm-
aði eins og svanasöngur í eyrum her-
mannanna þýzku eftir ósigurinn. Hitler
sagði þeim, að þeir og herforingjar þeirra
hefðu verið djarfir og dugandi á vígvell-
inum, en að það hefðu verið Gyðingarnir
sem sviku þá. Þýzkir Gyðingar hefðu
selt andstæðingunum þýzka herinn.
Bandaríkjaherinn hefði í raun og veru
verið her Gyðinga.
Eftir nokkur áflog við lögregluna og
að nokkrir gluggar höfðu verið brotnir,
komu hinir sjö saman á Alten Rosenbad.
Hópur ungra manna gekk þar í sveit með
þeim. Og það var þá og á þessum stað,
sem Nationalista flokkurinn var stofn-
aður. Vegna hinnar þrumandi raddar
Hitlers, var hann kallaður trumbuslagar-
inn (der Trommler) og hefir hann til
þessa dags látið sér það viðurnefni vel
h'ka.
Flokks-stefna Hitlers var upphaflega
aðeins fólgin í þremur orðum: “Burtu
með Gyðingana!" Það sem síðar var bætt
við stefnuskrá Nazimanna, var samið af
Gottfried Fedar, verkfræðingi, sem tók
að sér að uppfræða Hitler í stjórnmálum,
og sem síðan hefir flestar ræður hans
skrifað. Ludendorff, Goebbels og Goering
og ótal fleiri, bröltu ekki fyr en löngu
síðar upp á vagn Hitlers. Þegar þeir voru
til sögunnar komnir setti leiðtogi Nazi-
manna efst á stefnuskrána, að afnema
löggjafarþingið, að koma aftur á keisara-
stjórn og að fella niður allar utanríkis-
skuldir. Lýðvældisstefnan, kommunism-
inn og þingræðið, var alt bannsungið og
talið uppgötvun Gyðinga.
Það hefir flestum verið ráðgáta, bæði
innan Þýzkalands og utan, hvaðan Nazi-
mönnum komu tuttugu og fimm miljónir
dollarar síðast liðið sumar, sem til þess
þurfti að búa fjögur hundruð og fimtíu
þúsundir hermanna einkennisbúningi og
vopnum á einum einasta degi. Max
Amann gæti frætt okkur um það; en
hann gerir það ekki.
f Þýzkalandi segja þeir sem þessu eru
kunnugastir, að féð hafi hlotið að koma
frá:
Fyrst, skotfæra framleiðendum, í von
um að Þýzkaland kæmi upp öflugum her.
f öðru lagi, af ágóðanum af hinni miklu
sölu blaða, bóka og pésa Nazimanna.
f þriðja lagi, frá fylgiliði keisarans, til
þess að koma honum aftur til valda.
Og í fjórða lagi frá Gyðingum, sem
Nazimenn kúguðu til að leggja fram féð.
Það er að vísu einnig talað um, að féð
geti hafa komið frá fascistum í ítalíu.
En eg trúi því varla. Mussolini hefir ef-
laust- ekkert haft á móti ofstæki Hitlers,
gegn kommunistum, en það er víst talið,
að honum sé ekki um Gyðinga ofsóknirn-
ar gefið. Hitler telur sig stundum ann-
an Benito. En það eina sem líkt er með
þeim, er vald það sem þeir hafa til að
sveigja fjöldan með sér. Satt er það, að
báðir létust um skeið vera jafnaðarmenn.
En á gáfum Hitlers og Benito Mussolini,
er engin samanburður.
Þar til von Papen kom til valda, var
Nazimönnum bannað að klæðast ein-
kennisbúningi eða bera vopn. En þó
Hitler og von Papen væru í stjómmálun-
um sinn hvoru megin girðingarinnar var
það von Papen, sem útvegaði Nazimönn-
um leyfið frá Hindenburg, að klæðast ein-
kennisbúningi. Eftir það varð ekki í
Berlin þverfótað fyrir þessum brúnklæddu
liðssveituin Hitlers, sem eftirtekt vöktu
einna helzt á sér fyrir þennan kvenlega og
kveifaralega hermannabúning,
sem Hitler hafði fært þá í, en
ekki fyrir riddarabraginn, sem
á þeim var.
Þó von Papen væri enn um
skeið kanslari, má segja, að
Gyðinga ofsóknirnar hefjist, er
Nazimenn fóru að bera einkenn-
isbúning. Þá var byrjað að rífa
skegg Gyðinga á götu áti. Hurð-
ir á húsum þeirra voru möl-
brotnar. Og á kjaftshöggum
máttu þeir eiga von, ef leið
þeirra lá þar um sem þeir brún-
klæddu voru fyrir. Og víðfræg-
ur spánskur listamaður var
sleginn um á götu í Berlin aí
því að þeir þektu hann ekki' frá
Gyðinguin vegna semitalegs út-
lits hans.
Nokkrir af þessum svæsnustu
Nazimönnum æddu inn á prent-
smiðju jafnaðarmanna, eyði-
lögðu mikið af áhöldum og
meiddu nokkra menn. Og þá
höfðu jafnaðarmenn og kom-
múnistar þó ekki verið lýstir út-
lagar. Þeir voru stjórnmála-
flokkur með nokkur hundruð
fulltrúa á ríkisþinginu.
Eg var við móabítaupp-þotið
svo nefnda. Til verndar sér
reistu verkamennirnir upp veggi
fyrir framan og umhverfis verk-
stæðin úr járnþynnu rusli, trjá
girðingum og hverju sem hönd
á festi. Þegar því uppþoti lauk,
kvað lögreglan 16 manns hafa
verið drepna. Þar sem Nazimenn
mættu mótsprynu, eða skot
mættu þeirra skotum, hurfu
þeir frá, en æddu þá um Gyð-
inga hverfin. Gyðingarnir sem
þarna voru drepnir, voru kom-
múnistar kallaðir, en auðvitað
var það gert til að hylma yfir
að ofsókninni væri að þeim
beint.
Eg átti tal við marga máls-
metandi Gyðinga. * Þeir báðu
mig að segja ekki neítt eða
skrifa um það, sem eg hafði séð.
Þeir sögðu mér að þeir væru
fyrst og i fremst þjóðverjar. Að
breiða sögur út um þetta, væri
þýzku þjóðinni til mínkunar.
Þeir fullvissuðu mig um að
þetta væri í trássi gert við
stjórnina. Lögreglunni treystu
þeir. Dr. Wiess, sem er Gyð-
ingur, var enn varaforseti henn-
ar. Þeir treystu einnig Hind-
enburg. Enn gæti svo farið, að
vitinu yrði komið fyrir Hitler, og
látunum mundi brátt linna.
Þetta væri mál, sem Þýzkaland
eitt snerti og þýzkir Gyðingar
vissu bezt hvernig með það
skildi fara.
Nazimenn gerðu uppþot í
Frankfurt, Hamburg og Colo-
gne. í Spandau vissu aðeins
nánustu skyldmenni Gyðingja
fjölskyldunnar, að konan, sem
þeir voru að grafa, hafði verið
drepin á hinn hræðilegasta hátt
á götunni. Gyðingar vildu ekki
að neitt væri sagt um það sem
fram fór. Þeir voru of stoltir
af því, að heyra til þýzku þjóð-
inni. Nazimenn sögðu þeir, að
væru ekki Þjóðverjar, þeir væru
úrkynjaðir fáráðlingar. Hitler
væri ekki þjóðverji heldur Sló-
vaki. Þjóðverji hefði ekki æst
skrílinn til þess að ráðast á ó-
vopnað, saklaust fólk. Skrokkar
af dauðum Gyðingum fundust
hér og þar liggjandi á strætun-
um. En þrátt fyrir það, gerðu
Gyðingar engan hávaða út af
því.
Síðar sögðu ríkir Gyðingar,
sem eg hitti í Berlin, að þeir
vonuðu að Hitler kæmist brátt
til valda. Með ábyrgðinni sem
því fylgdi að fara með völd,
mundi hann breytast. Ofstop-
ann mundi lægja í honum við
það.
Þegar eg benti á, að enda
þótt Hitler sjálfur tæki sinna
skiftum eftir að hann kæmi til
valda, mundi hann eiga erfitt
með að temja þessa hálfa miljón
dýra, sem hann hefði safnað
utan um sig, sögðu þeir mér, að
eg sýndi ekki nægilega viður-
kenningu vitsmunum þýzku
þjóðarinnar.
I fullan aldanjoröung hafa Dodd’*
nýrna ■ pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðru
sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla,
er stafa frá veikluðum hýrum. —
í>ær eru til sölu i öllum lyfjabúð-
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir
$2.50. Panta má þær beint frá
Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
aS.
En ofsóknirnar héldu áfram.
Og þar að kom að nokkrir Gyð-
ingar mótmæltu framferðinu.
Hvaða málagjöld þeir hlutu, er
nú orðið einn kapítulinn í
grimdarsögu Nazimanna.
Þetta var nú undirbúningur
undir daginn mikla, (der Tag).
Eða eins og einn Nazimanna
foringi sagði við mig: “Við er-
um aðeins að æfa fyrir spilið
mikla”.
Eitt af mestu skáldum Þýzka
lands sagði við mig: “Yfirveg-
aðu andlit þessara óaldarmanna
(storm troops). Svo lítilmót-
legan svip hefi eg ekki fyr séð
á eins stórum hópi manna. Þú
getur naumast trúað því, að
þeir heyri þýzku þjóðinni til.
Hitler hefir • vissulega gert sér
að góðu fylgdarlið, sem heita
j má dreggjar þýzku þjóðarinnar.
Og á okkur skellur skömmin af
því, sem þeir hafast að.”
Og eg verð að játa, að eg
hefi aldrei slíka hermenn séð.
Á fundi Nazimanna varð eg svo
hissa,' að horfa á þessa s'tarandi
vitfirringa augu tíu þúsund
manna og munnana freyða á
þeim, í hvert skifti sem ræðu-
maðurinn benti á eitthvað Gyð-
ingum til lasts, að eg gleymi
því aldrei. Gyðingar, jafnaðar-
menn, Marxsistar og lýðveldis-
menn voru allir í sömu for-
dæmingunni.
Það eru aðeins um 150 þús-
und fulltíða Gyðingar í Þýzka-
landi. Það eru að líkindum um
12 miljónir kommúnistar þar, og
ef jafnaðarmenn og lýðveldis-
menn eru einnig taldir, er ekki
ofsagt, að tala þessara and-
stæðinga Hitlers verði um 20
miljónir. Alla þessa flokka
kallar Hitler Gyðinga til þess
að ögra þjóðinni með hættunní,
sem af þeim geti stafað.
Hitler komst til valda á af-
stöðu þeirri er hann tók gegn
Gyðingum. Á það verður að
líta. Ef hann heftir alt í einu að
farir fylgismanna sinna, segðu
þeir strax um hann, að hann
væri farinn að Ieggja lag sitt við
Gyðinga — þiggja mútur af
þeim eða því um Iíkt.
Rétt áður en von Papen fór
frá völdum, var mjög um það
talað í Þýzkalandi, að Hinden-
burg mundi aldrei fá Hitler völd
in í hendur. En áður en til þess
kom, fóru hinir ríkari fylgis-
manna hans eigi að síður að
vara Gyðínga við þeirri hættu,
að eignir þeirra yrðu af þeim
teknar og það farsælasta sem
þeir gætu gert, væri að selja
út, áður en Hitler tæki við
etjórn. Gerði fjöldi Gyðinga það
og hvarf úr landi, þó verðið
fyrir eignirnar væri af kaup-
endunum ákveðið og þeim vit-
anlega ekki í skaða.
Konu eina sá eg barða til ó-
bóta á Parissar götunni. Eg
spurði hversvegna lögreglunni
væri ekkí tilkynt það? Mér var
sagt að það væri ekki til neins.
Lögreglumenn óttuðust að
verða reknir úr stöðum sínum,
þegar Hitler væri kominn til
valda, ef þeir iétu ekki lið hans