Heimskringla - 01.11.1933, Qupperneq 6
6. SíUA.
ví £ II M S K R 1 N Ci I. A
WINNIPEG, 1. NÓV. 195ÍJ
I
1
Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi
“Ranglátt! — ranglátt!” sagði vit mit.t,
knúð til skerpu þá stundina, um aldur fram og
eðlilegan þroska; ásetningur, að sama skapi
espaður, leitaði úrræðis til að losna við óþol-
andi ánauð — svo sem að strjúka, eða ef það
tækist ekki, að smakka hvorki vott né þurt
framar og eignast undankomu í dauðanum.
í ofsalegu ofboði lifði eg þær síðdegis
stundir. Allur minn hugur var í uppnámi, alt
mitt hjarta í uppreisn! Og í hvílíku myrkri,
við hvílíka vanþekking var það hugarstríð háð!
Eg gat ekki svarað þeirri spurn, sem sífelt
leitaði á innra með mér — hvers eg átti að
gjalda, af hverju eg var þjáð til svona, nú eftir
(eg vil ekki segja hve mörg) ár liðin, sé eg
glöggt hvað til kom.
Eg stakk í stúf við Gateshead Hall, eg var
þar sem engin. Mér samdi um ekki neitt við
Mrs. Reed eða börn hennar eða þá sem hún
kaus til lags eða þjónustu við sig. Ef þeim
þótti ekki vænt um mig, þá þótti mér, satt að
segja, ekki vænt um þau. Engin nauður rak
þau til að bera hlýjan hug til telpubarns, sem
gat ekki samþýðst neinu þeirra, hjáleita skepnu
þeim álvég ólíka að upplagi, skapferli og tii-
hneigingum: gagnslaus til að þjóna hagsmun-
um þeirra eða auka við náægju þeirra: skaðleg
skepna, sem ól í brjósti sér gremju út af með-
ferð þeirra og fyrirlitning fyrir vitsmunum
þeirra. Eg veit, að ef eg hefði verið léttlyndur,
glæsilegur, kærulaus, heimtufrækur, fallegur,
fjörlegur krakki, og eins umkomulaus, og upp
á þau komin eins og nú, þá hefði Mrs. Reed
þózt betri af minni þarveru, börnin verið þýð-
ari og vinnufólkinu síður gjarnt að hafa mig
útundan.
Nú tók að dimma í rauðu stofunni og
rökkrið fór að síga að úti fyrir. Rigningin
buldi sífelt á stiga gluggann og vindurinn þau.t
í trjánum að hallar baki; eg kólnaði smám-
saman upp og þá fór kjarkurinn að renna af
mér. Eg var lægingum *vönust, vantrausti á
sjálfa mig og beygjulegum einstæðingsskap.
og þetta lagðist eins og_ væta að glóðum míns
dvínandi reiðimóðs. Allir sögðu að eg væri
vond og hver/veit nema þeir segðu satt: hvað
hafði mér komið í hug rélt áðan nema að
svelta mig í hel? Það var vitanlega ósköp
ljótt, og var eg við dauðanum búin? Eða var
jarðhúsið undir kór Gateshead kirkju fýsilegur
samastaður? Þar var líkið af Mr. Reed látið.
eftir því sem mér hafði verið sagt; og nú
festist hugurinn við hann ,eftir því sem kjark-
urinn þverraði og hræðslan óx. Hann var
dáinn fyrir mitt minni, en eg vissi að hann
var móður bróðir minn og hafði tekið mig á
sitt heimili, þegar foreldra minna misti við,
sömuleiðis að hann hafði beðið Mrs. Reed,
þegar hann lá á banasænginni, að fara með
mig eins og sín eigin börn, og því hafði hún
lofað. Mrs. Reed hefir víst þózt halda það heit
og það gerði hún, það má eg segja, eins vel
og hún gat eftir því sem henni var farið; en
hvernig gat hún felt þokka til aðskotadýrs,
sem var ekki af hennar ætt og henni óvið-
komandi eftir að maður hennar féll frá?
Henni hlaut að vera þvert um geð að ganga í
foreldra stað barni sem hún gat ekki elskað,
þó aldrei nema hún lofaði því og horfa á, að
þungbúnu tökubami var troðið upp á hennar
barnahóp til fulls og alls.
Nú fór eg að hugsa um nokkuð einkenni-
legt. Eg var altaf viss um, að ef Mr. Reed
hefði lifað, þá hefði hann verið góður við mig
og nú er eg sat og horfði á hið hvíta rúm og
dökku veggi, og rendi öðru hvoru heilluðum
augum til hins skygða spegilglers, þá fór upp
í huga mínum það sem eg hafði heyrt um
framiiðna menn, að þeir lágu ekki’ kyrrir í
gröfinni, ef þeirra síðustu fyrirmæli voru
brotin, og sneru aftur til jarðarlífs til að
hegna heitrofum og hefna fyrir þá sem illa
voru leiknir, og nú datt mér í hug, að sál Mr.
Reeds hefði ónæði af þeim rangindum sem
beitt var við systurbarn hans, kynni að yfir-
gefa bústað sinn — í jarðhúsi kirkjímnar eða
í hinum ókenda heimi framliðinna, hvort
heldur var — og birtast mér í þessari stofu.
Eg þurkaði tárin og hélt niður í mér ekkan-
um, því eg hálf bjóst við og óttaðist að há-
vær harmalæti mættu vekja yfirnáttúrlega
raust til að hugga mig, eða laða fram úr
dimmunni ásjónu með geislabaug er liti niður
yfir mig með óvenjulegri vorkunn. En þessi
ímyndun, þó huggunarrík væri að hugsa til
hennar, fanst mér skelfileg ef hún skyldi
gervast (gervast: fá gervi, taka á sig ham);
eg tók á öllu sem eg hafði til, að kæfa hana —
eg reyndi að vera stilt. Eg strauk hárið frá
augunum, leit upp og reyndi til að líta djarf-
lega um hina dimmu stofu og í því bili kom
glampi á vegginn. Var þetta, sagði eg við
sjálfa mig, tungls geisli sem fellur inn um
eitthvert op á glugga tjöldunum? Nei, tungls
Ijós iðaði aldrei, en þetta hreyfðist til og frá;
það færðist, meðan eg starði á það, upp í
loftið og vafraði uppi yfir mér. Eg á nú hægt
með að gera þá grein fyrir þessari sýn, að ejn-
hver gekk um hallartúnið með ljósker í hend-
inni; en þá, þegar þetta bar fyrir, var hugur
minn hreldur, taugarnar riðandi af geðofsa og
því hugsaði eg að hinn þjótandi geisli væri
fyrirboði veruhams frá öðrum heimi. Eg fékk
mikinn hjartslátt, hita í höfuðið og suðu fyrir
eyrun, það hélt eg vera vængja þyt: mér fanst
eitthvað vera nærri mér; mér fanst sem þungi
legðist yfir mig, mér lá við köfnun; þolið brast;
eg þaut til dyra og hristi lásinn, alveg hams-
láus. Fótatak í hraðasta lagi heyrðist fyrir
framan, lykli var snúið, Beta og Abbot komu
inn.
“Miss Eyre, er nokkuð að þér?” mælti
Beta.
“En það hljóð! Það smaug alveg í gegn-
um mig!” sagði Abbot.
“Takið þið mig út! Lofið mér inn í barna-
stofu!” veinaði eg.
“Af hverju? Gengur eitthvað að þér.
Sástu nokkuð?” var spurn Betu, upp á nýtt.
“Ó, eg sá ljósglampa og eg hélt andi
mundi koma.” Eg náði í hendina á Betu og
hún kipti henni ekki if mér. Abbot var stygg
og lagði þetta til:
“Hún hefir sett sér að hljóða. Þvílíkt líka
öskur! Ef hún hefði kent mikið til, þá væri
henni einhver vorkunn, en það var víst eitt-
hvað annað, hún vildi fá okkur hingað. Eg
þekki hgnnar kenjar!”. Þá heyrðist önnur
raust, sem tók af öll tvímæli:
“Hvað er um að vera hér?”
Mrs. Reed fetaði eftir göngunum, svo
gustmikil að kappinn reis við á höfði hennar
og það skrjáfaði í pilsunum af fasinu. “Abbot
og Beta, eg hélt eg segði til, að Jane Eyre æt.t.i
að vera kyr í rauðu stofunni, þangað til eg
sækti hana sjálf.”
“Miss Eyre hijóðaði svo hátt, frú mín!”
bar Beta fyrir sig.
“Slept ’enni!” var svarið. “Sleptu hend-
inni á Betu, barn; þú mátt ekki vonast til, að
þú sleppir út með þessu lagi, vertu viss um
það. Mig hryllir við hræsibrögðum, ekki sízt
hjá börnum; það er mín skylda að sýna þér, að
brögðum verður ekki við komið; nú skaltu
vera hér einni stundu lengur; þá færðu að
fara út því að eins, að þú gefist alve'g upp og
látir ekkert á. þér béra.”
“Ó, vorkendu mér! Fyrirgefðu mér! Eg
afber það ekki, láttu mig taka út einhverja
aðra hegningu! Það verður bani minn, ef-----”
“Segðu ekki meir! Öll þessi oflæti eru
meira en leið,” og vafalaust fanst henni svo
vera. Frá henni að sjá var sem eg fremdi
látalæti langt um fram það sem hæfði mínum
aldri; það var hennar einlægt álit, að eg
væri sambland af heiptugum ástriðum, lítil-
mannlegu innræti og hættulegu undirferli.
Beta og Abbot höfðu sig strax burtu, Mrs.
Reed leiddist angist mín og áköf grátsog, hún
skotraði mér inn fyrir og læsti að mér, orða-
laust. Eg heyrði skrjáfið er hún fetaði hraðan
í burt; rétt á eftir fékk @g nokkurskonar að-
1 svif, þykist eg vita. Eg mundi ekki til mín
upp frá því.
3. Kapítuli
Þegar eg raknaði við, fanst mér sem eg
hefði verði troðin hrylliiegri möru, og eg sá
framundan mér hræðilegar eldsgleéður með
svörtum stöngum fyrir, krosslögðum. Eg
heyrði manna mái líka, líkt og deyft af stormi
eða straumvatns nið, eg vissi ekki í þennan
heim né annan fyrir óttalegri skelfinu. Þegar
lítið leið frá varð eg vör við, að einhver var að
taka á mér, lyfta og hagræða mér svo eg sæti
uppi, og það mjúklegar en eg hafði nokkru
sinni fundið fyr. Eg haliaði höfðinu á kodda
eða handlegg og fanst fara vel um mig.
Lítiili stundu seinna rann mókið af mér.
Eg skildi glöggt að eg lá í rúminu mínu og að
rauða roðann lagði frá hlóðunum í barna-
síofunni. Það var komin nótt, á borðinu
brann kertaijós; Beta stóð við fótagaflinn með
skál í hendinni, og maður sat á stól við
höfðagaflinn og horfði á mig.
Mér létti ósegjanlega, sefaðist og þóttist
varin og örugg, er eg vissi af ókunnugum
manni í stofunni, utan heimilismanni, óskyld-
um Mrs. Reed. Eg sneri mér frá Betu (þó
miklu síður væri mér hvumleitt að hún væri
hjá mér en Abbot til dæmis) og virti fyrir mér
manninn; eg kannaðist við hann, það var lyf-
salinn, Mr. Loyd, Mrs. íteed lét stundum sækja
hann ef eitthvað gekk að vinnufólkinu; tii
sjáifrar sín og barnanna lét hjín vitja læknis^
“Veiztu hver eg er?” spurði hann.
Eg nefndi nafn hans og rétti honum hend-
ina um leið, hann tók í hana og sagði brosandi,
“okkur batnar bráðum.” Svo lagði han^to mig
útaf og sagði við Betu, að gæta þess vandlegá
að eg yrði ekki fyrir neinu ónæði það sem eftir
væri nætur; hann sagði til um eitthvað fleirá,
lézt mundu koma aftur og fór svo. Mér fanst
eg njóta skjóls og vinsemdar meðan hann sat
á stólnum við höfðalagið mitt, og undireins
og hann lét aftur hurðina dimnidi yfir stofunni
og óumræðileg hrygð lagðist á hjarta mitt.
“Finst þér þú geta sofnað, Miss?” spurði
Beta fremur þýðlega.
Eg þorði varla að svara, eg kveið svo fyrir
að næsta ávarpið yrði hrottalegt. “Eg skal
reyna.”
“Vantar þig að drekka eða hefirðu lyst á
nokkru að borða?”
“Nei, þakka þér fyrir, Beta.”
“Þá ætla eg að fara að hátta, það er kom-
ið fram yfir miðnætti; þú mátt kalla til mín ef
þig vanhagar um eitthvað.”
Þetta var svo óvenjuleg kurteisi, að eg
dirfðist til að spyrja:
“Beta, hvað gengur að mér? Er eg veik?”
“Þþr varð ilt í rauðu stofunni, af gráti,
hugsa eg; þér batnar senn, á eg von á.”
Beta hvarflaði inn í næstu stofu, til stúlk-
unnar sem bjó um og sópaði. Eg heyrði hvað
hún sagði:
“Sarah, komdu inn í barnastofu og sofðu
hjá mér í nótt, eg þori ekki að vera þar ein
með þessu aumingja barni, eg veit ekki nema
hún skilji við í nótt; það er varla alminlegt, að
það skyldi líða yfir hana: ,mig skyldi ekki
furða, þó eitthvað hafi borið fyrir hana. Hús-
móðirin var heldur hörð í horn að taka.”
Sarah kom með henni og háttaði hjá
henni; svo hvísluðust þær á góða stund, áður
en þær fóru að sofa. Eg heyrði ávæning af
talin uog skildi mjög vel hvað þær fóru.
“Eitthvað hvíttklætt kom að henni og
hvarf svo.” — “Og stór hundur ,svartur, fylgdi
honum.” — “Þrisvar barið á stofuhurðina,
þung högg.” — “Ljós, beint upp af leiðinu
hans,” o. s. frv.
‘ Þar kom, að báðar sofnþðu; eldurinn dvín-
aði, kertið þraut. ^Eij eg hlaut að vaka þá
löngu og ógurlegu nótt, við ofheyrnir, ofsjónir
og hugraunir, sem börnunum eru svo sárar.
Þessum atburði í rauðu stofunni fylgdu
ekki nein líkamleg veikindi, heldur sálarleg
ofraun, sem eg hefi fundið eftirstöðvar af
fram á þlnnan dag. Já, Mrs. Reed, þér á eg
upp að unna hryllilega hugraun. En eg ætt.i
að fyrirgefa þér, því að þú vissir ekki hvað þú
gerðir. Þú hélzt að þú værir að uppræta hjá
mér vondar tilhneigingar, en þá sleistu mína
hjarta strengi.
Um hádegi daginn eftir var eg komin á
fætur og klædö og sat við stofu hlóðin vafin
innan í sjal. Mér fanst eg vera mjög óstyrk
og biluð til líkamans heilsu, en ósegjanlega
miklu aumari á sálinni, eg feldi tár af volæði,
undir eins og eg var búin að þurka einn saltan
dropa af vöngunum, þá kom annar og annar
til í sífellu. Samt hugsaði eg, að eg ætti að
vera sæl og ánægð, af því að enginn af Reed
börnunum var heima, þau voru öll farin út i
vagpi með móður sinni; Abbot var við sauma
í annari stofu og Beta var til og frá að tína
saman gull og raða til í skúffum; hún ávarpaöi
mig öðru hvoru óvenjulega þýðlega. Þetta
mátti líkjast himnaríkis sælu fyrir mig, sem
var engu vön nema sífeldum aðfinningum og
snuprum og snúningum, sem voru illa þakkað-
ir, en það sanna var, að hugur minn var svo
hreldur, að hann gat ekki huggast af ró né
glýjast af neinu til gleði.
Beta fór niður í eldhús og kom aftur með
köku snúð á fallega máluðum postulíns diski
með mynd af paradísar fugli sem sat á lilju og
rósa knöppum; sá diskur þótti mér svo ljóm-
andi fallegur, að eg hafði oft beðið um að
lofa mér að halda á honum til að skoða hann
betur, en aldrei þótt eiga það skilið hingað til,
að fá þá ósk uppfylta. Þessi dýrgripur var nú
settur á kjöltu mína og mér boðið blíðlega að'
éta hið nýbakaða sælgæti sem á honum var.
Þó fér hér eins og vant er um gæði sem lengi
er skotið á frest og oft ósitað eftir, að þau
koma of seint o£ reynast fánýt! Eg hafði ekki
lyst á kökunni og fjaðra skraut fuglsins og
lita skart blómanna sýndist undarlega fölnað;
eg setti diskinn með kökunni frá mér. Beta
spurði hvort mig langaði ekki til að líta í bók;
eg raknaði við þegar eg heyrði nefnda bók og
bað hana að sækja “Gulliver’s Travels” í bóka-
stofuna. Eg hafði lesið þá bók upp aftur og
aftur og haft yndi af. Eg hélt að í henni væri
sagt frá sönnum atburðum og miklu fanst
mér hún merkilegri en huldufólks sögur; álf-
anna hafði eg leitað undir blöðum og blóma
klukkutn, undir gorkúlum og í viðjum sem
teygðu sig í fléttum yfir veggja slpot, og þegar
eg fann þá ekki, gerði eg mér í hug, að þeir
hefðu allir leitað burt af Englandi til hrjóst-
ugri landa, þar sem bygð er stjálari og skóg-
ar þéttari, en í þeim löndum, sem segir frá í
“Gulliver’s Travels,” (Lilliput og Brobdingnag)
hélt eg vera fast undir fæti og var sannfærð
um, að ef eg tæki mig upp einhvern daginn til
langferðar, þá gæti eg með eigin augum séð
akra, húsa og trjáa krílin, hið dvergvaxna fólk,
fé, kýr og fugla ríkisins, svo og hitt landiÖ þar
sem komstengur finnast háar sem tré, tröíl-
stórir rakkar og risavaxnir kettir. Nú þegar
mér var fengin þessi uppáhalds bók.—Þegar eg
fór að fletta í henni blöðunum og leita þess
yndis í hennar furðúlegu myndum, sem aldrei
hafði brugðist mér, — þá var alt ömurlegt og
ægilegt; risarnir voru horaðir draugar, dverg-
•arnir illilegir og óttalegir púkar, Gulliver aum-
asti flækingur í hræðilegum og háskalegum
eyðilöndum. Eg lét afur bókina, því að eg
hafði ekki kjark til að lesa í henni og lét hana
á borðið hjá kökunni, sem eg hafði ekki
smakkað á.
Beta lauk við sín smávik, þvoði sér um
hendurnar, liipti út draghólfi litlu, sem var fult
af ljómandi fallegum afklippum úr silki og
flosi, og tók til að sauma höfuðfat á brúðu
sóm Georgiana átti. Þá byrjaði hún að kveða:
Léli sér dátt hin snotra snót
sniðin víðu og þröngu,
bar í dansi fiman fót,
fyrir æði língu!
Þennan brag hafði eg oft heyrt áður og
altaf haft gaman af, því Beta hafði sæt hljóð,
— svo fanst mér að minsta kosti. En þó að
hljóðin væru þýð sem fyr, þá fanst mér
kveöandin óumræðilega döpur. Hún hafði
allan hugann á verkinu og öðru hvoru tók
hún upp aftur yið lagið lágt og hægt, “fyrir
æði löngu” þangað til það hljómaði eins og
daprasta útfarar ljóð. SíÖan tók hún til við
aðra rímu, sú var reglulega sorgleg.
Þreytast mér limir og þrútna mér fætur,
þungfær er leið yfir fjöll og um hjarn;
dagur er liðinn og niðdimmar nætur
nálgast með skedfing hið einmana barn.
t i •
Hví var mér stefnt yfir klungur og kletta? —
klifrandi fótur er sársaukagjarn.
Menn eru grimmir, en guðsenglar létta
göngunnar stríð fyrir einmana barn.
I
Mildur er blærinn — um himinsins hvelfing
heiðstjörnur tindra sem neistar um'arn;
heilagur drottinn í hörmung og skelfing
huggar og styrkir sitt einmana barn.
Skriki mér fótur á ferð yfir gilin,
förlist mér áttir um skóg eða hjarn
himneskur faðir með hjartræna ylinn
huggandi faðmar sitt einmana barn.
Það skal eg muna — þó mátturinn þrotni —
munaðarlaus yfir klungur og hjarn,
heimili mitt er á himnum hjá drotni,
hann á að vini hvert einmana barn.
“Vert ekki að gráta, Miss Jane,” sagði Beta,
þegar hér var komið. Hún mátti rétt álíka
segja við edinn: “logaðu ekki,” en hvernig
gat hún gert sér 1 hug þá hugsýkis kvöl, sem
stríddi á mig? Litlu síðar kom Mr. Lloyd aftur.
“Hvað, komin á fætur?” sagði hann, þeg-
ar hann gekk í stofuna. “Nú, nú, fóstra,
hvernig líður sjúklingnum?”
Beta sv’araði að mér liði mikið vel.
“Þá ætti hún að vera hressari í bragði.
Komdu hérna, Miss Jane, þú heitir Jane, er
ekki svo?”
“Já, herra, Jane Eyre.”
“Jæja ,þú hefir verið að gráta, Miss Jane
Eyrs, geturðu sagt mér, hvað kemur til?
Kennir þig til nokkurs staðar.”
“Nei, herra.” %
Ó, eg þori að segja að hún er að skæla
af því að hún fékk ekki að fara út í kerrunni
með húsmóðurinni,” sagði þá Beta.
“Ó, sei, sei, nei! Hún er víst vaxin upp úr
að firtast af svóleiðis smámunum.”
Það hélt eg líka; mér þótti virðingunni
fyrir sjálfri mér misboðið1 með þessari ósönnu
aðdróttun ,svo eg svaraði strax: “eg hefi aldrei
skælt af öðru eii^s á æfi minni; mér reglulega
leiðist að fara akandi í vagni. Eg skæli af því
eg á bágt.”
“Ö, tarna er ekki fallegt, Miss,” sagði Beta.
Sá sgóði lyfsali virtist ekki vita hvað hann
átti að halda. Eg stóð frammi fyrir honum;
hann horfði stöðugt á mig, gráum augum held-
ur smáum, þau voru ekki sérlega1 skír, en eg
þykist skilja nú, að þær sjónir voru í hvassara
lagi, skarpleitur maður en sómagóður. Hann
virti mig fyrir sér í tómi, spurði svo:
“Af hverju varztu veik í gær?”
Hun datt,” svaraði Beta fyrir rhig.
“Datt hún! Nú hvað er að tarna, eins og
kornbarn. Kann hún ekki að bera fyrir sig
fæturna ,átta eða níu ára gamalt bamið.”
Nú fékk metnaðurinn í.mér sáran sting
upp á nýtt, svo eg segi snöggt eins og var:
“Eg var barin, því datt eg,” bætti svo við.
meðan Mr. Lloyd tók í nefið: “en eg varð ekki
veik af því.”
Þegar hann var að troða bauknum í vestis
vasann hringdi bjalla vinnufólkinu til máltíðar,
hann vissi hvað leið, því hann óagði: “Þetta
er fyrir þig fóstra, þú mátt; fara eg skal lesa
yfir Miss Jane, þangað til þú kemur aftur.”
Beta vildi heldur vera kyr, en fór þó, því
að engum Ieiðst að láta standa á sér til mál-
tíðar í Gateshead Hall.
“Þér varð ekki ilt af byltunni, heldur
hverju þá?” spurði Mr. LIoydr þegar Beta var
farin.