Heimskringla - 06.12.1933, Qupperneq 6
6. SlÐA.
»1 E i M 5 K R I N C I. A
WINNIPEG, 6. DES. 1933
Jane Eyre
eftir
CIIARLOTTE BRONTE
Kristján Sigurðsson, þýddi
Mikið langaði okkur til að bakast við heit-
an eld þegar heim kom, en þetta var þeim
smærri bannað, því að stóru stúlkurnar skip-
uðu sér strax í margfalda fylkingu umhverfis
báða elda í skóla stofunni, bak við þær húktu
þær smærri í hnöppum og brettu upp svunt-
urnar utan um magra handleggi. Mikil hugg-
un var það, að í kveldskattinn var gefinn tvö-
faldur skamtur af brauði — heil sneið en ekki
hálf — og smér við, til þeirra hátíða brigða
hlökkuðum við alla vikuna; mér tókst vana-
lega að koma í mig helmingnum af þessum
stórskamti, hinn varð eg æfinlega að láta af
hendi.
Sunnudags kveldum var varið til þess að
læra kverið utan bókar og fimta, sjötta og sjö-
unda kapítula í Matteusar guðspjalli, þar næst
að hlýða löngum lestri; Miss Miller las og
geispaði oft upp úr lestrinum, sem sýndi að
hún var dösuð af þreytu. Inn á milli þessara
afreka voru nokkrar smástúlkur látnar leika
parta úr Eutychusi, svo yfirkomnar af svefni,
að þær duttu af bekkjunum, þar sem þær sátu;
þá var það ráð haft, að láta þær standa á miðju
gólfi; ef leggirnir þá linuðust undir þeim, var
hinum háu stólum umsjónar stúlknanna skot-
ið til þeirra, svo þær gætu haldið sér í þá.
Nú er að minnast á það þegar Mr. Brockle-
hurst vitjaði skóla vors, það drógst vegna þess
að hann var að heiman hátt upp í mánuð
eftir að eg kom til skólans, ef til vill að vitja
kynnis hjá vini sínum erki djáknanum; eg þarf
varla að geta þess, að eg þóttist hafa ástæðu
til að kvíða fyrir komu hans, og þar að rak,
að loksins kom hann, þegar eg var búin að
vera þrjár vikur í Lowood.
Eg sat með spjaldið mitt á hnjánum og
glímdi við að leggja saman tölur, einn daginn,
varð litið út í glugga, og sá mann bera fyrir,
háan og krangalegan og vissi strax ósjálfrátt,
að nú var hann kominn; rétt á eftir stóðu
allar á fætur í skóla stofunni, kennarar auk-
heldur aðrir, eg þurfti ekki að líta upp til að
éá að, hver kvaddur var með slíkri viðhöfn.
Eg sá út undan mér hvar tveir langir leggir
skálmuðu yfir stofu gólfið og námu staðar
hjá Miss Temple: þar stóð sama svarta stoðin
upp á endann, sem hafði spáð mér svo illu hjá
hlóða steininum í Gateshead. Eg gægðist var-
lega eftir þessu hrófatildri: samur var mað-
urinn, í svartri yfirhöfn sem var hnept upp í
háls, öllu lengri, mjórri og stirðlegri heldur
en fyT.
Mér voru í fersku minni fláræði Mrs.
Reed, er hún gaf í skyn hvernig eg væri inn-
rætt svo og loforð Mr. Brocklehurst, að vara
kennarana við mínu vonda og ódæla eðlisfari,
upp frá því kveið eg sáran fyrir efndum þess
loforðs, og bjóst daglega við “þeim manni
sem koma skal” til að segjá það til um mitt
fyrra líf, sem setti mig í vondra barna hóp um
alla eilífð, og nú var hann kominn. Hann
stóð hjá Miss Temple og talaði til hennar í
lágum róm: um mitt spilta eðli, þóttist eg
vita; eg aðgætti svip hennar með kvöl og
kvíða og bjóst við því þá og þegar, að hún liti
sínum dökkum augum til mín, með hryilingi og
óbeit. Svo fór eg að hlusta eftir því sem
þeim fór á milli og með því að eg átti sæti
ekki langt frá þeim, heyrði eg mest af talinu
og við það fór hrollurinn að renna af mér
smám saman.
“Eg á von á, Miss Temple, að tvinninn
sem eg keypti í Lowton, sé sæmilega hentug-
ur; eg þóttist taka svo eftir, að hann væri
af álíka tagi og bómullar dúkurinn í skyrtur
stúlknanna og nálarnar valdi eg eftir þræð-
inum. Þú mættir geta þess við Miss Smith,
að mér gleymdist að setja stoppu nálarnar á
listann, en hún skal fá nálabréf í vikunni sem
kemur, og henni ber að gæta þess vandlega,
að fá engri námstúlku meir en eina stoppunál
í einu, ef þeim eru fengnar fleiri en ein> í einu,
þá er hætt við að þær passi ekki eins vel uppá
og týni þeim. Já, og annað til, Miss Temple,
eg vildi að sokkunum væru gefnar betri gæt-
ur! — Þegar eg kom hingað seinast, þá varð
mér gengið að húsabaki og eg aðgætti fatn-
aðinn, sem hékk á stögunum; þar sá eg all-
marga svarta ullar sokka mikið fremur illa
til reika, götin á þeim voru það stór, að
eg þykist vera viss um, að það hQfir ekki
verið tekið í þau nógu vandlega, jafnóðum og
þau féllu á plöggin.” Hér tók hann málhvíld.
“Þessar bendingar skulu teknar til greina,
herra,” sagði Miss Temple.
“Ennfremur, fröken, tjáir þvottakonan
mér, að sumar af stúlkunum fái tvær erma
svuntur á viku, sem er meira en vera ber,
reglugerðin mælir svo fyrir, að hver stúlka fái
aðeins eina erma svuntu um vikuna.”
“Eg skal skýra frá, hvernig á því stendur,
herra. Agnesi og Katrínu Johnstone var boð-
ið til vinafólks í Lowton á fimtudaginn var,
og eg leyfði þeim að fá hreinar erma svunt-
ur til heimboðsins.”
Mr. Brocklehurst kinkaði kolli.
“Jæja, það má svo vera, ef gildar ástæður
eru til, eji þess ber að gæta að slíkt beri ekki
of oft við. Enn eitt kom mér sömuleiðis á
óvart: þegar eg gerði upp reikninga við ráðs-
konuna rakst eg á, að máltíð, brauð með osti,
hefir verið tvívegis borin náms meyjunum, á
síðast liðnum hálfum mánuði. Hvernig stend-
ur á þessu? í reglugerðinni finn eg alls ekki
slíkar auka máltíðir fyrirskipaðar. Hver tók
upp á slíkum nýjungum? Og með hvaða
myndugleika?”
“Mér er um að kenna, herra,” svaraði Miss
Temple, “morgun grauturinn var svo skemdur
að nemendunum var ómögulegt að borðá
hann og eg þorði ekki að láta þær vera matar-
lausar til hádegis.”
“Bíddu við, jungfrú, eitt augnablik. — Þér
er kunnugt um þá tilætlun mína, að ala upp
þessar ungu meyjar svo, að þær venjist ekki á
óhóf og eftirlæti, heldur að þær verði harðar
og þolnar af sjálfs afneitun. Ef svo skyldi til
bera, að ánægjan af svölun matarlystar væri
minni í einn tíma en annan, svo sem af því að
matargerð tækist miður en venja er til og
einhver réttur væri soðinn of eða van, þá ætti
sá atburður ekki að engu að gerast með því
að veita aðra gómsætari hressingu og þar með
veita holdinu eftirlæti og ganga á bug við eða
niður brjóta tilætlun þessarar stofunar, heldur
ætti sá atburður að verða tilefni til andlegrar
uppbyggingar nemendanna og til hvatningar
að þola hraustlega þó lítið eitt kunni á að
skorta um tsundar sakir. Við slík tækifæri
mundi stutt ávarp ekki vera ótímabært, í
hverju ráðinn og reyndur kennari mundi sæta
íæri að taka dæmi af þjáningum hinna fyrstu
kristnu manna, af kvölum píslarvotta sem og
líka tilfæra hvatningar orð vors blessaða frels-
ara ,er hann skoraði á sína lærisveina að taka
kross á sig og fylgja honum, ennfremur að-
vörun hans, að maður lifi ekki af einu saman
brauði, heldur af hverju orði, sem fram
gengur af guðs munni, svo og guðdómlega
huggun hans: ef þið kveljist af hungri og
þorsta fyrir mínar sakir, þá eruð þið sæl.’ ó
fröken, þegar þú lætur brauð og ost í staðinn
fyrir sangan graut, í munn þessara barna, þá
má vera að þú kappalir þeirra fúlu líkamí en
gáir ekki að, hversu þú sveltir þeirra ódauð-
legu sálir!”
Nú þagnaði Mr. Brocklehurst — ef til vill
yfirkominn af tilfinningum sínum. Miss Tem-
ple horfði ofan á gólf, í byrjun ræðunnar, en
síðan beint framundan sér og varð því kaldari
á svipinn sem talið stóð lengur ,einkum lagði
hún fast saman varirnar, loks var andlitið h'k-
ast því sem höggvið væri úr bleikum marm-
ara.
Mr. Brocklehurst stóð við hlóðin með
hendurnar fyrir aftan bak og leit yfir hópinn
með hátíðlegum alvöru svip. Þá brá honum
alt í einu, líkt ög hann fengi stírur í augun af
skyndilegri ofbirtu, hann snerist að forstöðu
konunni og mælti hraðar en fyr:
“Miss Temple, Miss Temple, hvað —
hvaða stúlka er þetta með liðað hár? Rautt
hár, fröken, alt í liðum?” Hann hóf á loft staf-
sprota sinn og benti á þetta hryllilega fyrir-
brigði með skjálfandi hendi.
Það er Julía Severn,” svaraði Miss Tem-
ple mjög stillilega.
“Julía Severn, fröken, og hvað kemur til,
að hun, eða nokkur önnur af stúlkunum, hefir
alt hárið liðað og lokkað? Hvað kemur ’til að
hún skuli haga sér svo veraldlega, gagnstætt
ollum reglum og fyrirmælum þessarar stofn-
unar — hér, í evangeliskri guðsþakka stofn-
un — að snúa hreint alt hárið í liði?”
Þessi stúlka er hrokkinhærð af náttúr-
áður ” SVaraðÍ Miss TemPle enn stillilegar en
, ... **“> vio eigum et
haga okkur eftir náttúrunni: eg vil, að
stulkur verði náðarinnar börn og ti’l hv<
að hafa svona mikið hár? Eg hefi láti«
hvað eftir annað, að eg vil ekki láta h
hannu, heldur kemba það slétt, hæverí
og tildurslaust. Miss Temple, það má
skera alt hárið af þessari stúlku, eg skal
hárskera á morgun, og eg sé aðrar með
stora hárkúfa — stóra stúlkan þarna
henni að snúa sér við. Segðu öllum’í
oekk að snúa sér við.”
Miss Temple brá klút fyrir munninn
fela bros sem ósjálfrátt kom á varir h(
en hu" gerði sem fyrir hana var lagt og
urnar hlýddu; því var miður, að Mr. Br<
hurst sá ekki framan í þær, þá hefði h
s i íst, að hvað sem hann gerði við ytra I
á bolla parinu, þá náði hann til innra bo,
m.klu miður en hann grunaði. Hann sk
bakhverfuna á þessum lifandi medalíum s
ar korn, kvað svo upp þennan úrskurð:
“Alla þessa flóka verður að snfða af.
Miss Temple virtist malda í móinn.
“Jungfrú,” svaraði hann, “ríki þess herra,
sem eg þjóna, er ekki af þessum heimi: mitt
ætlunarverk er að deyða, í þessum ungmeyj-
um, holdsins losta; að kenna þeim að búa sig
með blygðunarsemi og alvarlegri siðprýði,
ekki með fléttuðu hári og kostbærum skart-
flíkum, og hver og ein af þessum ungu kven-
persónum, sem hér er, hefir sítt hár snúið í
fléttur, sem líkast væri að hégóma girndin
sjálf hefði brugðið; þessar segi eg, skulu sníð-
ast af; hugsið eftir þeim tíma sem fer til
ónýtis við------”
Hér gengu þrír kvenmenn í stofuna. Þær
hefðu átt að koma litlu fyr, til að hlusta á
þessa ræðu um kvenbúninga, því að þær voru
forkunnar vel klæddar.. Tvær voru ungar, milli
fermingar og tvítugs, höfðu hatta úr gráleitu
bjórskinni með strútsfjöðrum, eins og þá var
siður og undan þeim fagra höfuðbúnaði hrundi
mikið hár í vandlega liðuðum lokkum; sú
elzta hafði yfirhöfn úr dýrmætu flaueli með
bryddingum úr marðarskinnum, framan á
höfðinu hafði hún hana kamb úr hrokknu
hári, að keyptu sunnan af Frakklandi.
Þetta var kona Mr. Brocklehurst og dætur
þeirra; Miss Temple tók á móti þeim hæversk-
lega og leiddi þær til heiðurs sæta við annan
gafl skóla stofunnar. Þær höfðu komið í
sama vagni og þeirra æruverða skyldmenni og
höfðu haldið í rannsókn til efri lofta, meðan
hann lauk af viðskiftum við ráðskonu, yfir-
heyrði þvotta konu og veitti skóla stýru ofaní-
gjöf. Nú hófu þær tal og umvandanir við Miss
Smith, sem átti að líta eftir nærfatnaði og
svefnloftum; en mér gafst ekki færi til að
lilusta á þeirra skifti, því að nú fékk eg annað
um að hugsa.
Meðan eg hlýddi til hvað skólastýru og
Mr. Brocklehurst fór á milli, hafði eg gætt
þess vel, að láta sem minst á mér bera, þóttist
óhult ef ekki væri tekið eftir mér; eg sat keng-
bogin við borðið, lézt vera að leggja saman
tölur og hélt spjaldinu fyrir andlitið. Þetta
hefði tekist vel, ef svo illa hefði ekki viljað til,
að eg misti tökin á spjaldinu með einhverju
móti; það datt ofan á gólf og brotnaði með
svo háum skelli, að allra augu snerust að mér;
þá þóttist eg vita hvað verða mundi og meðan
eg beygði mig til að tína upp brotin, herti eg
hugann móti því versta. Það lét ekki standa
á sér.
“Gálaus stúlka!” mælti Mr. Brocklehurst
og lagði við í sömu andránni — “Það er nýja
stúlkan, sé eg er. Eg má ekki gleyma, að eg
þarf að segja nokkur orð henni viðvíkjandi.”
Svo áagði hann í hærri róm, og hversu hátt
fanst mér hann hafa! “Stigi barnið fram, sem
braut spjaldið!”
Af sjálfs dáðum var mér ómögulegt að
hrærast; eg var magnlaus, en tvær stórar
stúlkur kiptu mér upp og ýttu mér til hins
ógurlega dómara, Miss Temple kom á móti
mér og studdi mig og hvíslaði að mér:
“Vertu ekki hrædd, Jane, eg sá að þetta var
óviljandi. Þér skal ekki verða refsað.”
Þessi gæzkufullu orð skáru mig í hjartað.
“Eftir svolitla stund fær hún að heyra,
að eg sé undirförul og þá forsmáir hún mig,”
hugsaði eg með sjálfri mér og við þá tilhugsun
fyltist eg heiptar hug til Reed, Brocklehurst &
Co. Við Helen Burns vorum ekki líkar.
“Færið þennan stól hingað,” sagði Mr.
Brocklehurst og benti á háan stól, sem um-
sjónar stúlka hafði setið á. Stóllinn var sótt-
ur.
“Setjið barnið á stólinn.”
Eg var tekin upp og látin á þann háa stól,
en ekki vissi eg hver það gerði, því að eg vissi
varla hvað fram fór; eg sá það eitt, að eg var
álíka há í lofti og nefið á Mr. Bmckle-
hurst, að ekki var meira en þrjú fet á milli
okkar og fyrir neðan mig blikaði á gult siiki
og silfur gráar fjaðrir, líkt og á skýja bólstra.
Mr. Brocklehurst ræskti sig, sneri sér að
kvenfólki sínu og mælti:
“Dömur, Miss Temple, kennarar og börn,
þið sjáið allar þessa stúlku?”
Sú spurning var óþörf, eg þóttist finna
allra augu, eins og bruna gler á mínu sviðna
hörundi.
“Þið sjáið að hún er ung ennþá, ykkur er
auðséð, að hún hefir áþekt sköpulag og önnur
börn; Guð hefir af gæzku sinni gefið henni
sama sköpulag og okkur öllum; það sést ekki
af neinum sérlegum líkamans lýtum, að henn-
ar innræti er öðrum ólíkt. Hver mundi halda,
að sá vondi hafi allareiðu fundið í henni þjón
og erindis reka? Eigi að síður, þó bágt sé frá
að segja, þá er þessu svo varið.”
Hér varð málhvíld — mér rénaði æsingin
og skjálptinn, eg þóttist finna, að ilt gæti
varla versnað og að þessa raun mætti eg til að
standast og gugna ekki.
“Mín kæru böm,” mælti blágrýtis klerk-
urinn með hrærðum rómi, “þetta er sorgleg og
sár hörmuleg stund, því að skyldan býður mér
að vara ykkur við, að þessi stúlka, þó lítil sé
og þó hún hafi átt kost á að vera ein af Guðs
gimbrum, er samt útskúfuð; tilheyrir ekki
hinni sanntryggu hjörð heldur er augljóslega
utanveltu aðskotadýr. Þið verðið að vara
ykkur á henni, þið verðið að forðast hennar
dæmi: ef til kemur, forðast hennar félagsskap,
hleypa henni ekki að leikjum með ykkur né að
samræðum ykkar. Kennarar, yður ber að hafa
gætur á henni: gá að hverri hennar hreyfingu,
vega orð hennar nákvæmlega, rannsaka vand-
lega athafnir hennar, refsa líkama hennar til
þess að frelsa sál hennar, ef vera skyldi að
sáluhjálp mætti í þessu falli takast, því að (eg
segi frá þessu stamandi tungu) því að þessi
stúlka, þetta barn, fætt í kristinna manna
landi, verri en margt heiðið barn sem biður
bænir sínar til Brahma og krýpur á kné fyrir
því skurðskrípi Juggemaut — þessi stúlka er
— lýgin!”
Nú kom langt hlé, eg var farin að hafa
vita minna full not og tók eftir því, að Brock-
lehurst snótirnar tóku upp klúta og brugðu
þeim upp að augunum, sú elzta reri í sætinu,
hinar yngri sögðu í hálfum hljóðum: “Hrylli-
legt!”
Mr. Brocklehurst tók til aftur:
“Þessa varð eg vís af konu sem gerði á
henni kærleiks verk, þeirri frómu og elsku-
ríku kvenpersónu sem tók hana munaðar-
lausa, fóstraði hana sem sitt eigið barn, en
þetta vesala stúlkubarn galt hennar gæzku og
göfuglyndi með vanþakklæti svo miklu, svo
hræðilegu að hin ágæta húsmóðir hennar og
athvarf mátti til með að koma henni burt frá
sínum eigin börnum, af því að hún óttaðist að
þeirra sakleysi spiltist af hennar vonda eftír-
dæmi. Hún hefir sent hana hingað til lækn-
ingar rétt álíka og Gyðingar forðum sendu
vanheila til hinnar kraumvellandi Bethesda,
og eg bið yður þess, skólastýra og kennarar,
að þér látið ekki vatnið staðna ná Iygnt vera.
í kringum hana.” •
Með þessum háleita hnykk hnepti Mr.
Brocklehurst efsta hnappnum á yfirhöfn sinni,
mælti nokkur orð í hljóði til kvenfólks síns,
sem stóðu upp og kvöddu Miss Temple með
hneigingu og síðan fetaði sú fagra fylking út
af stofunni, með prýðilegu látæði. Sá sem
dæmdi mig sneri sér við í dyrunum og mælti:
“Það er bezt hún standi á þessum stól
hálfri stundu lengur og að enginn tali orð við
’ ” öcm naiui
eg gmti ekki hugsað til að standa á mínu
eigin fótum á miðju skóla gólfi, var nú sett
forsmánar stalla í allra augsýn. Tilfinningu
mínum get eg ekki með orðum lýst, en ré
þegar þær voru að brjótast upp til að tal
fyrir kverkar mér og kæfa andar dráttin
kom að stúlka og leit við mér um leið og hí
gekk hjá. En það ljós sem skein af þei:
augum! Undarlega varð mér við þann augr
geisla! Sú tilfinning sem hann vakti í mé
reisti mig við! Það var því líkt sem písla
vottur eða hetja gengi hjá þræl eða fórn:
lambi og veitti því kjark og orku um leið. E
bældi niður þá ofkend sem stríddi á mig c
stoð stöðug og upplits brött á stólnum. Hele
urns gekk sína leið og talaði til Miss Smitl
sem snupraði hana fyrir að rápa með hégón
iegt ermdi; þegar hún fór til baka brosti hú
við mer. Hvílíkt bros! Eg man það enn c
veit nu að það stafaði frá forkunnar viti c
sannri hugprýði. Hún var skarpleit og mögu
graeygð og mneygð, en andlitið ljómaði eir
og engil^ svipur af brosinu. En þó hafði Hele
urns þa stundma “sóða merkið” á hanc
eggnum og rúmri stundu fyr hafði eg heyi
Miss Scatcherd dæma hana til vatns o
bvauðs i miðdegis niatinn næsta dag fyrir a
ski a miður þokkalega útlítandi stfl. Svo c
hlín°mrn ^ maimeSkjan f eðli sínu, slíki
sfmtlrf TT JafnVel á SkærUStu stjö™um o
umt foik (ems og Miss Scatcherd) er fund
dæ 1 Íl"r mÍnStU gal’a en sjónlaust á þan
æilega ljoma er af stjörnunum stafar.
, —yar siiuo og ailar
i matsalar að fá sér bita. Þá áræddi
sknða af stólnum og settist á gólfii
norm; þa var farið að rökkva. Sá töfi
ur sem hafði stutt mig tók að þrotna 0g
unnn að vakna þangað til eg lagðist á
og gret. Helen Burns var ekki viðstödd
Var athvarf’ eS var ein 0g gafst upp,’
sjálfa mig og tár mín vættu gólfið. E,
ætlað mer að vera svo góð, að gera svc
i Lowood, að eignast sVo marga vini,
í og goðvild. Eg var komin vel
þann sama morgun var eg sett efst
nunum bekk, Miss Miller hafði hrósað
framförum, Miss Temple samþykti því
andi, lofaði að kenna mér að teikna c
mig læra frönsku ef eg héldi sömu fran
i tv0 manuði til; skólasystur mínar lél
vel eg var tekin fyrir jafningja af þei.
voru a minum aldri, og ekki áreitt af n<
nu var svona komið fyrir mér að eg lá ■
ír'"og/ótum troðin: «a* ^ n°kk“'-:
nsið við aftur?
‘Aldrei,’ ’hugsaði eg með mér og
heitt og hjartanlega að mega fá að dey
er eS barðist við ekkann með þessum hi
um, kom Helen Burns gangandi til míi
kaffibolla og brauðbitann minn.