Heimskringla - 03.01.1934, Page 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 3. JANÚAR 1934
Jane Eyre
eftir
CHARLOTTE BRONTE
Kristján Sigurðsson, þýddi
Þetta skjal lá læst ofan í skúffu hjá mér
allan daginn, um kveldið eftir málsverð, bað
eg hina nýju skólastýru leyfis, að reka lítil
erindi í Lowton fyrir mig og nokkrar af kenn-
urunum og fór svo gangandi. Vegalengdin var
um tvær mílur, veður vott og götur blautar.
Eg kom í nokkrar búðir, skaut bréfinu inn á
pósthús og kom heim aftur, gegndrepa að
vísu, en í miklu léttara skapi.
Næsta vika var lengi að líða, en hún leið
hjá, ekki síður en allir aðrir hlutir undir mána
vegi og þar kom, að eg lagði aftur upp, á leið
til Lowton, eftir lækjar bökkum og þekkum
dals bugum, en að vísu var mér þá meiri hugur
á bréfunum en á fegurð náttúrunnar.
Erindið sem eg lét uppskátt í þetta sinn
var, að láta taka mál af mér fyrir nýja skó,
svo að eg lauk því erindi af, fetaði svo yfir hið
netta og fáfarna stræti til pósthúss; fyrir því
réði aldraður kvenmaður með hornspanga
gleraugu á nefinu og svarta belgvetlinga á
höndum.
“Eru nokkur bréf hérna til J. E.?” spyr eg.
Hún hvesti á mig augun, upp yfir gler-
augun, kipti út draghólfi og leitaði þar svo
lengi, að vonir mínar fóru að daprast. Loksins
dró hún upp skjal, skoðaði það í krók og kring
æði lengi og mig líka, öðru hvoru, næsta tor-
tryggilega — það bréf var til J. E.
“Er ekki nema eitt bréf?” spurði eg.
“Þau eru ekki fleiri,” sagði hún; eg stakk
á mig bréfinu og sneri heimleiðis. Þar gat eg
ekki opnað það; reglu gerðin heimtaði, að eg
væri heim komin fyrir kl. átta og tíminn var
orðinn naumur.
Þegar heim kom, biðu mín ýms skyldu-
verk: að sitja hjá stúlkunum, meðan þær
bjuggu sig undir næsta dag, lesa lesturinn og
fylgja þeim til svefnlofta, koma svo ofan aftur
og sitja að kveldverði með hinum kennurun-
um. Jafnvel eftir að vanalegum skyldu kvöð-
um lauk, var eg ekki laus við Miss Gryce. Við
áttum ekki nema lítinn stubb eftir í kertis
stjakanum og eg kveið fyrir því, að hún héldi
áfram að masa þangað til kertið væri út
brunnið, en svo vildi vel til, að hún hafði mat-
ast í ríflegra lagi við kveldborðið, var af því
sifjuð og datt út af áður en eg var búin að af-
klæða mig. Eftir var svo sem þumlungur af
kertinu, svo eg tók upp bréfið, braut lakkið,
sem var merkt stafnum F og las sem fylgir:
“Ef J. E., sem lýsti sinni vild í—blaðinu á
fimtudaginn var, hefir þar tiltekna hæfileg-
leika, og ef svo stendur á, að hún getur sýnt
fullnægjandi. vottorð um hegðun og atgerfi, þá
býðst henni hér með staða, þar sem ekki er
nema einum að kenna, stúlku á tíunda ári, og
árlegt kaupgjald er þrjátíu pund. J. E. um-
tfiðst að senda meðmæii, nafn og öll skírteini
til:
Mrs. Fairfax, Thornfield hjá Millcote, —
shire.”
Lengi skoðaði eg skjal þetta: rithöndin var
gamaldags og fremur óstyrk, áþekk gamallar
konu. Þetta þótti mér vænt um, því að undir
niðri var ekki laust við að eg væri smeyk um
að lenda í vanda af þessu einræði mínu; og
umfram alt óskaði eg að úrslit þessarar við-
leitni minnar leiddu til þess sem sæmilegt var
og sómasamlegt. Nú fanst mér að það gæti
komið sér vel, að hafa umráð aldraðrar konu í
þessu braski mínu. Eg þóttist sjá Mrs. Fair-
fax fyrir mér í svörtum búningi með ekkju-
kofra, þura á manninn en ekki hæversku-
lausa, fyrirmynd enskrar hefðar konu. Eg
gróf upp úr minninu það sem eg hafði lært
um Millcote, sú borg var um sjötíu mílum nær
London en sá afvikni staður, þar sem eg átti
dvöl, og það þótti mér kostur. Mig langaði
þangað þar sem fjörs var von og tilbreytingar.
Millcote var verksmiðju borg og vafalaust mik-
ið um að vera þar, en þó mér þætti alt annað
en kostur að eiga útsýni til hárra strompa og
reykja stróka, þá hlakkaði eg til nýjungarinn-
ar, hugsaði líka með mér, að Thornfield væri
líklega stórbýli og hæfilega langt frá hinum
sótugu smiðjum.
Hér bráðnaði kertismolinn ofan í pípuna
svo að sloknaði á rakinu.
Daginn eftir varð að fylgja ráði þessu sem
eg hafði upp tekið, með nýjum athöfnum. Eg
varð að láta aðra vita um ráðabrotin.-til að
koma þeim fram. Eg bað skólastýru að veita
mér viðtal í frístundinni um hádegið, sagði
henni að eg ætti kost á að fá stöðu sem hálfu
meiri borgun fylgdi heldur en kennara stöð-
unni, sem borguð var með fimtán pundum ár-
lega og bað hana færa í tal við einhvern í
skólanefndinni, að eg mætti vísa til þeirra um
vitnisburði. Hún varð fúslega við þessu og
bar þetta upp fyrir Mr. Brocklehurst daginn
eftir, og er hann veitti þann úrskurð, að leita
bæri umsagnar Mrs. Reed, með því að hana
bæri að skoða sem mitt forsvar, þá var henni
skrifað til; nefnd frú svaraði um hæl með
stuttu bréfi: “Eg mætti gera sem mig lysti;
hún væri fyrir löngu hætt að skifta sér af því
sem mér kæmi við.” Þessi miði gekk milli
stjórnenda skólans og að lokum, eftir langa
bið og leiða, var mér veitt formlega leyfi til
að bæta kjör mín, ef eg gæti; aftan í það til-
skrif var því hnýtt, að með því að eg hefði
jafnan hegðað mér vel, bæði sem námsmær og
kennari í skólanum, þá skyldi mér meðmæli
tafarlaust gefin, undirrituð af skólans tilsjónar
mönnum.
Þau meðmæli komu mér í hendur mánuði
sðar, þau sendi eg til Mrs. Fairfax og fekk
svar frá henni, að hún léti sér þau nægja og
hún ætlaðist til að eg tæki við starfi mínu
tiltekinn dag að hálfum mánuði liðnum.
Sá tími leið fljótt því að eg hafði nóg að
gera, að búa mig. Eg átti ekki mjög mikið af
fötum en þó nægjanlegt og seinasti dagurinn
fór til að brjóta þau ofan í kistu — þá sömu
sem eg hafði haft frá Gateshead.
Kistan var reipum reyrð og miði negldur
á hana. Eftir litla stund var von á manninum
sem átti að flytja hana til Lowton en þangað
stóð til eg færi morguninn eftir að ná í póst-
vagninn. Eg var búin að bursta dökku ferða-
fötin mín, laga höfuðfatið til, hanska og
múffu og settist svo fyrir og reyndi að hvíla
mig. Þó eg hefði verið á fyrirgangi allan dag-
inn, gat eg ekki hvílst eina stund, af ferðahug
og óró. Einn þáttur æfi minnar var á enda
runninn og annar að rakna, hvíld gafst ekki
þess á milli. Eg varð að vera vökur á gægjum
meðan á breytingunni stóð.
“Miss,” sagði vikastúlka, sem mætti mér í
forstofu þar sem eg var á vakki, líkt og fram-
liðinn, sem getur ekki legið kyr, “það er kom-
inn ókunnugur, sem vill fá að finna þig.”
“Vagnkarlinn, að sækja kistuna,” hugsaði
eg og hljóp ofan, En er eg kom ofan í gang,
kom kvenmaður hlaupandi á móti mér, tók í
hendina á mér og segir:.
“Það er hún! Eg hefði þekt hana hvar
sem var!”
Eg fór að aðgæta manneskjuna. Hún var
búin líkt kvenmanni í þjónustu stétt, konuleg
en þó ungleg, mikið lagleg, svarthærð og dökk-
eygð og rjóð í kinnum.
“Nú, þekkirðu mig?” spurði konan með
brosi, sem eg hálf. kannaðist við. “Þú ert ekki
búin að gleyma mér alveg, Miss Jane?”
Eg faðmaði hana að mér og kysti með
fögnuði. “Beta! Beta! Beta mín!” var alt sem
eg gat komið upp. Því tók hún hlægjandi og
feldi tár um leið, svo gengum við til stofu. Við
hlóðin stóð pilthnokki þrevetur í köflóttri
treyju og hlaupa hosum.
“Þennan dreng á eg,” sagði Beta.
“Þú ert þá gift, Beta?”
“Já, það eru bráðum fimm ár síðan, hon-
um Robert Leaven, ökusveini frúarinnar, og
eg á annað til fyrir utan Bobby þama, stúllfu
þrevetra, sem eg lét heita Jane.”
“Og ertu þá farin frá Gateshead?”
“Við búum í Hliðarkotinu, gamli hliða
vörðurinn fór burtu.”
“Jæja, og hvernig gengur fyrir öllum?
Segðu mér allar fréttirnar, Beta. En fáðu þér
sæti fyrst, og Bobby, komdu í kjöltu mína,
viltu ekki?” Bobby kaus heldur að trítla til
mömmu sinnar.
“Ekki hefirðu orðið stór, Miss Jane, á
hvorugan veginn,” segir Mrs. Leaven. “Eg
þori að segja, að þú hefir ekki átt of gott í
þessum skóla: Miss Reed hefir höfuð og herðar
yfir þig og Miss Geofgiana er víst tvöfalt fyrir-
ferðar meiri en þú, á breiddina.”
“Georgiana er lagleg, á eg von á, Beta?”
“Mjög falleg. Hún'fór til London í vetur
leið, með mömmu sinni og þar leizt öllum ó-
sköp vel á hana og einn ungur lávarður fekk
ást til hennar, en fólkið hans var á móti því,
að þau næðu saman og — hvað heldurðu að
hafi skeð? — hann og Miss Georgiana tóku sig
saman um að strjúka, en það komst upp og
þeim var ekki lofað það. Miss Reed, systir
hennar, komst að því, hvað þau ætluðu sér
og eg hugsa, að henni hafi gengið öfund til.
Og nú kemur systmnum svo illa saman, að
þær em altaf að rífast.”
“Nú, og hvað er að frétta af John Reed?”
“Ó, honum gengur ekki eins vel og móðir
hans vildi óska. Hann náði ekki burtfarar
prófi í skólanum, féll í gegn, trúi eg það sé
kallað. Svo skárust móðurbræður hans í málið
og vildu að hann legði fyTir sig laga nám, en
þeir ráða víst ekki mikið við svallið í honum.”
“Hvemig lítur hann út?”
“Fjarska stór, sumum finst hann vera
fríður, en hann er vara þykkur.”
“Og Mrs. Reed?”
“Missis er hraust að sjá og heilsugóð hvað
líkamann áhrærir, en eg er hrædd um að hún
sé ekki laus við að hafa áhyggjur. Johns fram-
ferði er ekki að hennar skapi — hann eyðir
víst ekki litlu.”
“Var það að hennar tilhlutun, að þú komst
hingað, Beta?”
“Víst ekki. Mig hefir lengi langað til að
sjá þig og þegar eg frétti, að það stæði til, að
þú færir langt í burtu, þá datt mér í hug að
taka mig til og fara og sjá þig, áður en þú fær-
ir svo langt, að eg næði ekki til þín?”
“Eg er hrædd um, að þér finnist ekki mik-
ið til um það sem er að sjá, Beta.” Eg sagði
þetta hlægjandi, því eg tók eftir, að þó það
sæist á svip hennar, að henni var vel til mín,
þá var enga aðdáun á henni að sjá.
“Nei, Miss Jane, ekki beinlínis; þú ert
prúð í framkomu, ekki vantar það, þú hefir ,
höfðingskvenna útlit, og meiru bjóst eg aldrei
við hjá þér — ekki var fríðleikanum fyrir að
fara hjá þér, þegar þú varst barn.”
Eg brosti að hreinskilni Betu. Eg fann að
hún sagði satt; en eg verð að játa, að mér var
ekki sama um þetta, þó satt væri. Flest fólk,
fyrir innan tvítugt, vill að öðrum geðjist vel að
útliti þess, og það er alt annað en geðfelt, að fá
að vita, að svo er ekki.
“Hvað sem því líður, þá þori eg að segja,
að þú ert vel gefin,” sagði Beta, svo sem til að
hughreysta mig. “Hvað kantu nú helst? Kantu
að leika eftir nótum á píanó?”
“Svolítið.”
í stofunni stóð píanó, Beta fór til og lauk
því upp, bað mig svo að setjast við og leika
lag fyrir sig. Eg lék danslög, eitt eða tvö.
“Reeds dætumar gætu ekki leikið neitt
þessu líkt,” mælti hún fagnandi. “Eg sagði
þetta altaf, að þú mundir skara fram úr þeim
í lærdómi: og kantu að teikna?”
“Þama er málverk eftir mig, yfir hlóða
umgerðinni.” Það var mynd af útsýni á þekkan
víðavang; þá mynd hafði eg teiknað og litað
og gefið skólastýru fyrir hennar greiðvikni, en
hún lét gera utan um og setja gler fyrir og
hengja á vegg í stofu þessari.
“Nú, það er afbragð, Miss Jane! Þetta er
afbragð, Miss Jane! Þetta er ljómandi falleg
mynd og fult eins göð og teikningar eftir
kennara Reed stúlknanna, hvað þá heldur
eftir þær, ekki gætu þær búið til neitt þessu
líkt. Og ertu búin að læra frönsku?”
“Já, Beta, frönsku kann eg, bæði að lesa
og tala.”
“Og kantu að hannyrða, skatteringu og
bróðderingu?”
“Það kann eg.”
“Ó, þá ertu vel að þér til munns og handa,
eins og velborinni stúlku hæfir. Þetta vissi eg
altaf. Þú kemst þína leið, hvort sem frændfólk-
ið þitt skiftir sér af þér, ellegar ekki. Vel á
minst, hefirðu frétt nokkuð frá föðurfrændum
þínum?”
“Alls ekkert.”
“Jæja; þá manst víst, að Missis sagði
altaf, að þeir væru fátækir og lítils háttar;
það má vera að það sé fátækt fólk, en það er
engu síður fyrirfólk heldur en frændur Mrs.
Reed, það veit eg fyrir víst, því að einn dag,
fyrir sjö árum, kom maður, Mr. Eyre að nafni,
til Gateshead og gerði boð fyrir þig. Missis
sagði að þú værir í skóla, fimtíu mílur burtu;
manninum þótti það leitt, því að hann var á
hraðri ferð; hann ætlaði í ferðalag til fram- (
andi lands og skipið beið hans í London. Hann
hafði heldri manna útlit og eg trúi hann væri
föðurbróðir þinn.”
“Til hvaða lands ætlaði hann, Beta?”
“Hann ætlaði til eylands, fjarska langt í
burtu, þeir búa til vín þar, sagði mér frammi-
stöðu maðurinn—”
“Madeira?” spurði eg.
“Já, svo er það, það var orðið.”
“Svo hann fór þangað?”
“Já. Hann stóð ekki lengi við. Missis var
stór í botninn við hann; kallaði hann “undir-
förulan prang snata,” eftir á. Hann Robert
minn heldur að hann verzli með vín.”
“Það er ekki ólíklegt, ellegar vinnur að
þeirri atvinnu fyrir einhvern annan.”
Við Beta sátum og röbhuðum um gamla
daga einni stundu lengur. Þá mátti hún ekki
bíða lengur. Næsta morgun hitti eg hana aftur
í Lowton, meðan eg var að bíða eftir vagni.
Þar skildi með okkur, hún labbaði upp sneið-
inga Ráarfells, í veginn fyrir vagninn sem
fór til Gateshead, en eg steig í það ferðatól,
sem bar mig til nýrra starfa og lífs hátta, í
nánd við Millcote.
XI. Kapítuli.
Eg lagði upp frá Lowton kl. 4. um morg-
uninn og hristist í kerrunni allan þann svala
haust dag, í sextán klukkutíma. í turni ráð-
hússins í Millcote sló klukkan átta, þegar eg
ruggaði þar hjá. Vagninn nam staðar hjá
gistinga skála og mér brá í brún, er enginn var
þar fyrir að sækja mig. Eg skimaði í allar áttir,
er eg fetaði úr vagninum niður tröppur, sem
vinnumaður flýtti sér að reisa að vagnskör-
inni, hvort eg sæi ekki neitt farartæki frá
Thornfield, er biði eftir mér. En slíkt var
hvergi að sjá og ekki vissu heimamenn í gist-
ingunni til þess, að nokkur hefði spurt eftir
mér. Svo eg bað um herbergi fyrir mig og var
vísað upp í herbergi líkt og þá gerðust: með
veggja pappír ákaflega stórskjöldóttum, teppi
á gólfi.venjulegum húsmunum, mynd af þriðja
George og hans elzta erfingja svo og af falli
Wolfes, og á alla þessa prýði blikaði bfrta frá
olíulampa, sem hékk niður úr loftinu, og frá •
skærum hlóða eldi. Eg settist við þann eld, í
ferðafötunum, lagði frá mér handa skýlu og
regnhlíf og tók til að hlýja mér og bíða, við
kvíða og ýmislegar efasemdir.
Ungu fólki finst sú raun undarleg, að
þykjast vera einsömul í veröldinni, í engu
sambandi við aðra, í óvissu hvort náð verður
til þeirrar lendingar, sem stefnt er að og jafn-
framt bægt frá, að snúa aftur til þeirrar, sem
lagt var frá. Sú tilfinning mýkist af þvi, að
gaman er að rata í æfintýr og vermist af
kappsmunum og þótta, en læðingur kvíðans
fylgir fast eftir og kvíða blandin hæðsla sótti
á mig, þegar hálf stund leið svo, að enginn
vitjaði mín. Mér hugsaðist að hringja bjöllu.
“Er staður hér í nágrenninu sem heitir
Thornfield?” spurði eg vikasvein.
“Thornfield? Eg veit ekki, jungfrú, eg
skal spyrjast fyrir við skenkborðið,” Hann
hvarf og kom óðara aftur—
“Heitir þú Eyre, Miss?”
“Já.”
“Maður hér, að bíða eftir þér.”
Eg spratt upp, greip handaskjól og regn-
hlíf og snaraðist fram. Þar stóð maður við
útidyr og útifyrir mátti sjá, við götuljós, hvar
kerra stóð, með einu hrossi.
“Þetta þinn farangur, vænti eg,” sagði
maðurinn og benti á kisfu mína.
“Já.” Hann rendi kistunni upp á kerruna,
og síðan steig eg inn í vagninn. Áður en hann
lokaði, spurði eg hann, hve langt væri til
Thornfield.
“Svo sem sex mílur.”
“Hvað verðum við lengi á leiðinni?”
“Svo sem hálfan annan klukkutíma.”
Hann skaut aftur hurðinni, klifraði á öku-
stokk og svo var ruggað á stað, hægt og var-
lega.
Eg hafði nægan tíma til umhugsunar.
“Vagninn er skrautlaus,” hugsaði eg, “og
vinnumaðurinn yfirlætislaus, þar af ræð eg að
Mrs. Fiarfax berst ekki mikið á: ekki er það
verra; eg átti aðeins einu sinni heima hjá
heldra fólki og leið reglulega illa hjá því. —
Skyldi hún vera einsömul með þessari litlu
stúlku, ef svo er, og hin aldraða kona er bæri-
lega lynt, þá er eg heppin með vistina. Eg skal
gera hvað í mínu valdi stendur, en það bág-
asta er, að stundum tjáir lítið að gera sitt
bezta til. Að vísu tók eg það fyrir í Lowood
og brá ekki af því og mér tókst að koma mér
vel, en vel man eg, að hjá Mrs. Reed var það
hezta sem eg gat, alla tíð smánað og fyrir-
litið. Guð gefi, að Mrs. Fairfax reynist ekki
lík Mrs. Reed; en ef svo reynist, þá er eg ekki
nauðbeygð til að vera hjá henni. Ef illa fer, þá
get eg altaf auglýst á ný.”
Eg hleypti niður glugga og leit út. Millcote
blasti við álengdar, fyrir aftan okkur; eftir
ljósunum að dæma, var það stór staður; við
vorum stödd, að því ér virtist, á almenningi, en
þó voru hús þar á víð og dreif; þetta var ó-
líkt Lowton, fjölbygðara og ósjálegra, fjör-
meira og þokkaminna.
Brautir voru þungfærar, veðrið vott með
þoku. Hrossið fór fót fyrir fót og víst vorum
við búin að rugga þennan seina gang í tvær
stundir, þegar ökuþór sneri sér við í sætinu og
segir:
“Nú ertu ekki langt í burtu frá Thom-
field.”
Eg leit út aftur: kirkjuturn lágan og víðan
bar við loftið og ljósaröð undir brekku brún,
er sagði til að þar var þorp eða hverfi. —
Skömmu síðar hoppaði ekillinn ofan og lauk
upp háum grindum í hliði, við fórum inn um
hliðið en grindurnar skullu aftur. Nú fórum
við hægt og seint upp á móti, unz við mér
blasti löng framhlið á húsi; birtu af kerta-
ljósum lagði út um einn glugga og ekki fleiri, á
því húsbákni. Kerran nam staðar fyrir úti-
dyrum, vinnukona lauk upp kerru hurðinni,
eg hoppaði ofan og fór inn.
“Viltu koma þessa leið, ungfrú?” sagði
stúlkan; eg elti hana um stóran fors-sal, með
háum dyrum á hverjum vegg, inn í stofu, svo
bjarta af kertaljósum og hlóða glæðum, að eg
fekk stírur í augun. Þar blasti við mér hýr og
notalegur heimilisbragur.
Stofan var í minna lagi, kringlótt borð
stóð þar fyrir skíðlogandi eldi, í bríka stól forn-
um ,með háu baki, sat öldruð kona smávaxin,
eins þokkaleg og hugsast gat, með ekkju
kofra á höfði, í svörtum silkikjól, með snjó-
hvíta svuntu úr múslíni — einmitt svo hafði eg
hugsað mér Mrs. Fairfax, aðeins stærri og
stranglegri í útliti. Hún sat með prjóna; stór
köttur og siðlátur sat við fætur hennar; ekk-
ert vantaði á hina kostulegustu heimilis hýru.
Ekki var skrautið né stórbrotið yfirlæti, ljúf-
ari aðkomu gat ókunnugur varla óskað sér, f
nýrri vist; þar á ofan, þegar eg kom inn, stóð
hin aldraða frú upp og kom á móti mér, rösk-
lega og góðmannlega.
“Þom þú sæl heillin góð. Eg á von á, að
þér hafi leiðst ferðalagið; John ekur svo hægt.
Þér er víst orðið kalt; komdu að glóðinni, að
hlýja þér.”
“Mrs. Fairfax, þykist eg vita?” sagði eg.
“Já, þú getur rétt til; fáðu þér sæti.”