Heimskringla - 25.04.1934, Page 4

Heimskringla - 25.04.1934, Page 4
4. SlÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 25. APRÍL 1934 |.ictmskrinj|la (Sto/nuO 1888) Kemur iít á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeo Talsimi: 88 537_______ VerB blaSsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrlrfram. AUar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáðsmaOur TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnípeg Ritstjóri STEPAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and prlnted by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Wínnipeg, Man. Telepbone: 86 537 WINNIPEG, 25. APRlL 1934 FRA OTTAWA Fulltrúum sambandþiiígsins er ekki til siéjtu boðið eftir páska-fiská;tið. Það mun sjaldan hafa legið fyrir Ottawa þinginu annað eins starf og nú. Síðast liðinn miðvikudag las Hon. E. N. Rhodes fjármálaráðherra upp í þinginu fjárlaga frumvarp stjórnarinnar. Er það ávalt með mestu tíðindum á þingum talið, er ársreikningamir eru birtir. Útdráttur úr þeim er birtur á öðmm stað í þessu blaði. Yfirleitt bera þeir með sér, að heldur sé að rætast fram úr hag landsins og að kreppan sé að réna. Tekjuhalli er að vísu á liðnu ári, en hann er 221/2 miljón dölum minni en árið áður. Nú er hann um 135 miljónir dala en var á síð- ustu reikningum (1932-33) 157 miljón. Og um flest atriði reikninganna má svipað segja. Viðskiftin hafa aukist innan Breta- veldis, tekjur einnig. Að öðru leyti hafa útgjöld dálítið lækkað fyrir sérstakar spamaðar-ráðtsafanir. Tekjuhallinn nem- ur svipuðu og stjórnin hefir lagt til vegna atvinnuleysisins. Og þó hefði þessi tekju- halli orðið ennþá minni, ef viðskiftin hefðu verið eins fyrri mánuði ársins og þau hafa verið síðustu fjóra mánuðina. Virðist þá hafa verulega farið að horfa til hins betra. Fyrir nýjum sköttum er ekki gert ráð nema 10% skatti á gulli. Aftur er sykur- skatturinn lækkaður um helming, úr 2 centum í 1 cent. Á nokkrum vörum er tollur einnig lækkaður. Til atvinnubóta gerir stjórnin ráð fyrir að verja 50 miljónum dala á þessu nýbyrj- aða fjárhagsári. Hvemig verkinu verður skift milli fylkjanna, er enn ókunnugt um. Ný lög verða samin um gjaldfrest á skuldum bænda. Ætlar stjórain sér með því, að semja við lánfélögin um greiðslu með sanngjörnum afslætti á skuldunum. Hafi bændur ekki féð, mun stjómin lána þeim það eða ábyrgjast það. Auk alls þessa er svo stofnun miðstöðv- arbanka og söluráðs, sem með höndum verður haft á þessu þingi. Um stofnun söluráðsins urðu snarpar umræður á þinginu s. 1. viku. Er mjög í frásögur fært, að Mr. Mackenzie King, leiðtogi liberala, hafi með áfergju og reiði snúist á móti því, að söluráðið yrði stofnað. Telur hann lýðræðið týnt og tröllum gefið með stofnun þess, svo mikil völd, sé stjórninni í hendur lagt með því. Hann kvað og stofnun þess ‘landslögum ósamkvæma og lagði til, áð enda þótt eftirlit með viðskiftum væri ekki fjarri, væri atriðið um valdið sem vissum ó- nefndum mönnum væri veitt til að leika sér með viðskifti landsins eftir vild óhaf- andi, og að það væri felt úr frumvarpi stjórnarinnar. Ræða þessi fékk hálf daufar undirtektir og aflar máli Kings ekki fylgi. Mr. J. S. Woodsworth mælti með frumvarpi stjórn- arinnar, þó agnúar myndu á því vera, sem hann hirti þó ekki að greina frá hverjir væm. Ennfremur var Mr. Gard- ner, Alberta-bændaflokksmaður með stofnun söluráðsins og frumvarpinu. — Flokkarnir á þingi virðast því allir ætla að verða með stjórninni í þessu máli, nema liberalar. Sláturhús og þeir er bændavöru kaupa, að samlögunum undanskyldum og flestir stærri viðskiftahöldar, em gallharðir á móti stofnun söluráðsins. Telja þeir Mr. Bennett jafnvel orðinn viðsjálann bol- shevika, eins og blaðið Fress Press gaf og eigi alls fyrir löngu í skyn. Er slík grýla broslegri, en hvað hún er hættuleg. Við bankarannsóknina í Ottawa, er það ávalt að koma betur og ótvíræðara í ljós, að bankaeigendur eru og að snúast móti stjórninni. Þeim er auðsjáanlega illa við stofnun miðstöðvarbankans. Er þó lítil hætta á, að Mr. Bennett fari ekki sínu fram fyrir því. Honum hefir stundum verið um það brugðið, að hann væri óráð- þægur og færi sínu fram við hvern sem í höggi ætti. Mun það af færrum harmað að minsta kosti ekki í þeim efnum, sem hér um ræðir. Á Indlandi drápu menn á árinu 1933, 1,068 tígrisdýr, en 1,033 menn voru drepn- ir af tígrisdýrum. LESTUR Grein þá er hér birtist, skrifaði Bogi Bjarnason útgefandi blaðsins “Treherae Times’’ nýlega. Hún er stfluð til Mani- toba búa, en á eigi síður erindi til íslend- inga en annara. Því er henni hér snúið á íslenzku: “Ýmsir af lesendum þessa blaðs munu hafa heyrt söguna af stúlkunni, sem gefin var bók í afmælisgjöf, en tók gjöfinni þurlega af því að hún átti bók áður. Þessi saga er að sjálfsögðu eins dæmi, en hún vekur samt sem áður athygli á máli, sem ýmsum mun. áður hafa búið ofarlega í huga og þess er vert að íhugað sé. Hvað er um mentun íbúa þessa fylkis yfirleitt? Skýrslur eru við hendina er sýna að viss tala — og hún há — af hverju hundraði þeirra, sé læs og skrif- andi. En því miður er ekki í frásöguna fært hvernig hæfileikar þessir eru notað- ir. Það er þó sitt hvað að geta lesið og hitt hvað mikil rækt er lögð við lestur. Oss leikur forvitni á að vita, hvað margir af hundraði lesa eina bók á ári, því hið fornkveðna, að, “blindur sé bóklaus mað- ur”, mun enn þá sannleikur. Sá er ekki leggur talsverða stund á lestur, er ekki mentaður maður, hvaða önnur menta- skilyrði, sem verið geta við hendina. — Hreyfimyndirnar, útvarpið, samkvæmislíf- ið o. s. frv. eiga sinn þátt í að útbreiða og efla mentun. En öll slík fræðsla lítur þó að daglegum viðburðum, en getur ekki heitið að bjóða drykk af Mímisbrunni. Stöðugur og gaumgæfilegur lestur góðra bóka frá fyrri og síðari tímum allra þjóða, er óbrigðulasta ráðið og hið eina til þess, að maðurinn öðlist þá þekkingu, er sönn mentun getur heitið. Því er stundum haldið fram í alvöru, að útvarpið og hreyfimyndirnar séu framtíð- ar mentastofnanir mannkynsins og að lestur bóka þverri og verði óþarfur, er tæki þessi verði fengin mentamálastjóm- um þjóðanna í hendur. Tíminn á nú eftir að leiða í Ijós hvernig um það fer. Fyrir þá reynslu sem fengin er af þessu, verður ekki sagt, að þetta hafi neitt líkt því ræst, eða að það geti heitið ígildi bóka eða komið í þeirra stað. Hvað margar bækur lesa menn nú yfir- leitt á ári, eina, fimm, tylft eða fimtíu? Að lesa eina bók á viku getur ekki hei):- ið mikið, en þó efumst vér um að mar^ir leggi jafnvel það á sig. En til þess að fylgjast með því, sem hugsað er og vert er að vita um, nægir þó ekkert minna en þetta. Mörgum væri þetta hægðarleikur. ef þeir hefðu bók á borðshorninu við rúmið sitt og læsu á hverju kvöldi í 30—50 mín- útur áður en þeir færu að sofa. Eigum vér þar við eins og vanalega er lesið. Ein- stöku menn hafa tamið sér að lesa þann- ig, að þeir líta yfir bókina og grípa að- eins niður í að lesa þar sem feitast er á stykkinu og ná á þann hátt öllu efni bókarinnar á mjög stuttum tíma, einu kvöldi eða minna. Þetta verður að list, eins og hvað annað sem leikið er, og þeir njóta efnis bókarinnar fyllilega. Auð- vitað lesa þessir menn sér til fróðleiks en ekki til dægrastyttingar eins og oft er gert. Og þeir munu því aðeins geta það, að þeir séu að einhverju leyti orðnir kunnugir hverju því efni, er þeir lesa um. Um bókmentafrömuð einn, T. E. Law- rence að nafni, er sagt, að “hann hafi á einu ári étið kjarnan úr fimtíu þúsund bókum”. Auðvitað er slíkt ekki nema fáum hent, en það breytir þó ekki eða hrekur neitt þann sannleika, að menn yfirleitt lesa miklu minna en ætla mætti og þeir hafa nægan tíma til. Athygli er hér að þessu dregin af því, að án lesturs góðra bóka er ekki hægt að öðalst þá þekkingu, sem nauðsynleg má heita hverjum manni. Það getur stund- um virst svo, sem menn er lítið lesa beri all-gott skyn á það sem er að gerast í heiminum af því sem þeir heyra um það talað af öðrum. En reynslan mun verða sú, að það er ekki nema yfirborðs-fróð- leikur sem þeir hafa öðlast við þetta. Sé talað við þessa menn um efnið rækilega. eða það skoðað niður í kjölinn, kemur oftast í Ijós, að þá brestur skilning sjálfa á því og þeir vita oft ekki það, sem ef til vill rriestu varðar. Þeir hafa aldrei hugsað sjálfir um efnið og ekki heyrt minst á nema sérstök atriði þess og sem alt getur þá einnig verið til um að skýrt hafi verið með sérstakt markmið, efninu tjarskylt, í huga. Ef þessu væri ekki að skifta, ef menn hugsuðu yfirleitt sjálfstætt um málefnið mundi hver bók um það vera lesin með áferju um leið og um útkomu hennar spyrst. Lestrarhneigð er vanalega til hjá þeim, sem sjálfstætt hugsa, en ekki hinum. Sjálf skólamentunin er oft til lítils, ef menn að lokinni skólagöngu leggja niður að lesa.” Þegar byrjað var fyrst að nota gafla við borðhald, komst prestur nokkur svo að orði um það í stólræðu, að þetta væri skaparanum til skammar og skapraunar, sem gefið hefði okkur finguma til að borða með. Tvent er það sem maðurinn þráir mest. Annað er að eignast gott heimili, hitt að eignast bfl, til þess að komast í burtu frá heimilinu. HVERJIR ERU HINIR KONUNGBORNU? í fréttum af óeirðunum í Frakklandi var oft minst á að konungssinnar hefðu tekið þátt í þeim með sósíalistum og kommúnistum á móti stjórninni. En hvernig á þeirri þátttöku konungssinna stendur, hefir ekkert verið sagt um. Og þegar að því er gætt hvað langt er síðan að konungsstjón var á Frakklandi, verður það mörgum ráðgáta, hvað konungssinn- ar þessir séu að fara. En ættir konunga Frakklands eru ekki útdauðar, þó langt sé síðan að lýðveldið var stofnað. Eru einkum tveir, er aldrei hafa kastað frá sér von um að taka við konungsdómi. Er annar þeirra hertoginn af Guise (Duc de Guise) afkomandi Louis Philippe, þess er til konungs var tekinn á Frakklandi eftir Karl tíunda og ríki réði þar til 1848. Var þessi síðasti konungur Frakklands sonur hertogans af Orleans og frændi Karls tíunda. Hertoginn af Guise var rekinn úr Frakklandi, er svo var komið að hann stóð til að erfa konung- dóminn og hann gaf til kynna, að hann ætlaði ekki að afsala sér honum. Hefir hann síðan verið í Manois d’Anjou, í grend við Brussel. í Frakklandi var hann vinsæll og mikils metinn og var um tíma í stjórnarþjón- ustu. En þegar hann varð ríkiserfingi, var því öllu lokið. Fylgismenn hans í jfrakklandi eru margir mikilsmetnir menn og áhrifamiklir. Verði lýðveldinu koll- varpað, er sagt að hertoginn af Guise standi talsvert vel að vígi með að ná í konupgdóm. Þessi ríkiserfingi Frakklands kvað gáf- aður maður og hinn tiginmannlegasti. Böm sín hefir hann öll gift konungafólki. Sonur hans, prins Henri, Comte de Paris, er flugmaður og garpur sagður og styður fÖður sinn af öllum mætti. En án þess að óeirðir verði svo miklar í Frakklandi, að lýðveldið hrynji, era ekki sagðar nein- ar líkur til að þessi Jean III. ráði þar nokkum tíma ríki. Hinn náunginn sem til mála kemur sem ríkiserfingi, er Louis Napoleon prins. Hann er ungur, aðeins tvítugur, og al- ment lítið þektur á Frakklandi. En hann er nú höfuð ættar sinnar og ef alt hefði að óskum gengið, hefði hann einnig nr getað verið konungur Frakka að lögum. Jerome konungur Bonaparte er langafi hans. Vini á hann og nokkra og er sagt, að einn þeirra sé mjög nafnkunnur og mátt- ugur herforingi. En annars er hljótt um störf .hans og miklu hljóðara en um her- togann af Guise, er menn sem Leon Daudet (sonur söguskáldsins fræga) og heimspekingurinn Charles Maurras berj- ast með, og báðir eru ritstjórar áhrifa- mikils blaðs, L’Action Francaise. En hitt segja menn, að Bonaparte skorti ekki skildinga, ef á þurfi að halda. Hérna eru þá nefndir höfðingjar kon- ungssinnanna. Bandalag þeirra við sósí- alista og kommúnista, er aðeins í því fólgið, að steypa lýðveldinu. Verði það ekki gert, er von þeirra lítil um völd. Með þessum mönnum eiga kommúnistar auð- vitað ekki leiðina heldur léngra en þetta, því þeir hugsa ekki um annað en setja á laggirnar kommúnistastjóm, ef fótum yrði kipt undan núverandi stjórnskipu- lagi. Hvað fyrir sósíalistunum, sem í raun og veru eru hermanna-l vagninn .... 3.00 flokkurinn, vakir, er bátt að Afferming við sölu- vita. Nokkrir eða ef til vill meiri hluti þeirra eru sagðir all-sterkir þjóðemissinnar. En eftir fram- komu þeirra að dæma í seinni tíð og loforðum um að styðja stjómina, virðist ekki fyrir þeim hafa vakað að bylta lýðveldinu, heldur hafi þátttaka þeirra í uppþotinu, eingöngu átt rætur að rekja til Stavisky-fjársvik- anna. kosti hafa dregið úr óeirðunum af þeirra hálfu að Doumergue stjómin hefir orðið vel við kröf- um þeirra um rannsókn í því máli. torg .... Sótthreinsun 1.00 .75 Alls ....$50.95 eða 4.7% Sölutorgsgjald og fóður ..... 20.25 “ 1.9% Sölulaun og jöfn- unarkostnaður 20.00 Forstjóra sölu- laun ...... 26.40 Það virðist að minsta; Vátrygging (ekki skuldbundin .. 5.30 1.8% 2.4% .5% RITGERÐ eftir Inga Ingjaldson Forstöðumann Canadian Live- stock Co-Operative (West- em) Lámited og skrifara Manitoba Co-Operative Live- Stock Producers Limited, um búpenings framleiðslu og markað. Þegar maður fer að leita sér upplýsinga í sambandi við fram- leiðslu og sölumarkað búpen- ings þá rekur maður sig á erfið- leika að fá fullnægjandi sann- anagögn sem nauðsyn ber á, og þessvegna eru þær upplýsingar semj hér eru framsettar að mestu leyti dregnar úr óbrot- inni þekkingu og reynslu í sam- bandi við búpenings samvinnu félag okkar og starfrækslu þess á St. Boniface markaðinum. Þá er fyrsta spumingin, hvaða prósentur af hverjum dollar er neytandi vörunnar eyð- ir kemst til framleiðanda? Það eru engar áreiðanlegar skýrslur í Canada og hefir aldrei gangskör verið gerð að fá þær, um hvað virkilega skeður frá þeim tíma er framleiðandi selur skepnu sína og þar til hún er komin sem fæða á borð neyt- anda. Eg tek sem dæmi geldneyti af bestu tegund, og selt til neytanda í september 1933. —I Eins og kjötverð var þá, þá borgar sá sem notar, $58.20 fyrir þenna grip í smásölu, og virðing á úrganginum úr skepn- unni eftir markaðsverði var $8.30, svo heildar verðlag í smá- sölu verður $66.50. Bóndinn eða framleiðandinn fekk fyrir þetta geldneyti $39.20 og verð- ur þá niðurstaðan sú að neyt- andi borgaði $27.30 meir en bóndinn fékk, og hefir þá mis- munuiinn farið í flutning til markaðar, s.ölulaun, sölutorgs- gjald, siátrun og smásölu kostn- að. Árið 1932 gerði búnaðarskól- inn í Illinois ríkinu rannsókn á þessum mismun og komst að Alls ........$122.90 “11.3% Þessi tafla sýnir að 11.3% gangi í að koma búpening til almennra sölutorga, og koma öðrum afurðum til markaðar. Hveiti á 65c mælirinn kostar 20% að koma til hafnstaðar. Á Englandi er kostnaðurinn $4.00 á hausinn eða 25% og inni- bindur ekki sjálfan flutninginn. Að sundurliða hinn mismun- andi kostnað verður sölutorgs- gjald 25c á hausinn, fyrir full- orðna gripi, 15c fyrir ungvíði, 7c svín, 6c fé, skepnufóður $1.15 hver ausa af heyi og $1.65 poki af söxuðu korni. Fóðurgjald er ekki í samræmi við virkilegan kostnað á því. Sölulaun eru að jafnaði $15.00 á hvert vagn- hlass. Jöfnunarkostnaður er fyr- ir að gera skilagrein beint til bænda og fer eftir því hvað margir hafa átt hlut í vagn- hlassinu. Forstjóra sölulaun fara til þess manns er sér um flutning og allan undirbúning í því sambandi og fer eftir því hvaða nauðsynja verk þarf að gera. Minst vigt í hverju vagn- hlassi er fyrir gripi 20,000 pund og fyrir svín og lömb 16,000 pund. Fyrir hér um bil 2 árum síðan settu jámbrautarfélögin í gildi tollskrá til að mæta sam- kepni frá vöruflutningsbflum, !og lækkaði hún lágmarkið á vigt, en mér finst að flutn- ingstaxtinn á slíkri vigt vera of Til dæmis að taka taxtann á 22c hundraði frá mismunandi stöðum í Manitoba, ef 12,000 pund eru send 1 vagnhlassi kost- ar það 281/2C hundraðið og ef 6,000 pund eru send þá 39%c hundraðið. Sparnaðurinn á 12,000 punda vagnhlassi er mjög lítill en á 6000 punda vagnhlassi er hann meiri þegar tekið er til greina að áður þurfti að borga fyrir 20,000 punda lágmarksvigt á nautgripum og 16,000 punda lágmarksvigt á vagnhlassi af svínum og kindum. Það er enginn efi ef taxtinn væri lækk- aður á léttari vigtinni að meira yrði sent með járnbraut en á þeirri niðurstöðu ”að ‘framleið- Í v&rufliitningsbflum. - 14,000 andinn fengi 43%% af d0lIar punda íágmargsvigt ætti að vera neytandans og hin 56%% gengi í á vaSnhlassi af svínum á viss- til heildsala, smásala, slátrara 1 um timum ars °S alls ekki meir og markaðskostnaðar. ien 10’000 tn 12’000 ^ lömb' Sannarlega ætti að rannsaka i F1utningur með vörubílum þenna mismun hér í Canada, íhefir stórkostlega aukist á síð- ef hagur framleiðanda er nokk- urs virtur. x Kostnaður við flutning búpen- ings frá framleiðenda á sláturhús Tafla þessi sýnir kostnaðinn á heildarsölu á 257 vagnhlössum af búpening er seld voru á St. Boniface markaðnum í janúar 1934. , 257 vagnhlöss seld heildar- sölu á $279,000.00 eða $1,086.00 hvert. Kostnaður á vanalegu vagn- hlassi frá mismunandi stöðum í Manitoba með flutningsíaxta er nemur 22c á hundraðiið, yrði $122.90 eða 11.3% af heildar- verðleika. í því felst flutning- ur, sölutorgsgjald, fóður, sölu- laun, jöfnunar kostnaður ef 13 eða fleiri sem senda vagnhlass saman, og vátrygging, sem þó er ekki skuldbundin. Sundurliðuð tafla Flutningur á 22c hundr- aðið ......$46.20 Viðstaða að fylla ari árum og sérstaklega á sumr- um. Taxtinn er afar mismun- andi ait frá 35c upp í 90c himdraðið. Einhver tflraun ætti að vera gerð að jafna þenna taxta líkt og jámbrautirnar gera, eftir mílufjölda. SöluJaun á gripum er 80c á hausinn og sölutorgsgjald 25c alls $1.05. Á ungvíði 25c og 15c alls 40c, á svínum 20c og 7c alls 27c og á fé 20c og 6c alls 26c á hausinn. Eigendur vöruflutningsbílanna setja sinn taxta til að innibinda sölulaun og sölutorgsgjald en flytja svo skepnurnar beint á sláturhúsin og hafa gróða sjálf- ir. Flutningur beint til sálturhúsa Það er erfitt að sanna hver áhrif beinn flutningur á bú- pening til s!áturhúsa, hefir á markaðsverð. Það er alment viðurkent að á sölutorgunum sé verðtaxtinn settur. Sölu- torgin eru einu staðirnir þar sem samkepni í sölu á sér stað, þangað koma kaupmenn til að

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.