Heimskringla - 25.07.1934, Blaðsíða 4
/
4. SlÐA
HEIMSKRINGLA
W1NNIPEG, 25. JÚLÍ, 1934
%
Hehnskríng,la
(Stofnuð 1886)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sarqent Avenue, Winnipeg
Talsímis 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
311 viðskifta bréf blsðinu aðlútandi sendist:
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
RitstjÓTi STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
“Heimskringla” is published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 25. JÚLÍ, 1934
ÍSLENZKU ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGARNIR
í byrjun næsta mánaðar halda íslend-
ingar víða í bygðum sínum út um alla
vesturálfu þjóðhátíðardag sinn. Er gott
til þess að vita að þeir minnast uppruna
síns og ættar og andlegra óðula við ís-
land, því af öllu illu sem fyrir menn getur
komið, er ekkert verra en það að týna
sjálfum sér. En það má telja að Vestur^
íslendingar geri, ef þeir ekki halda á einn
eða annan hátt við íslenzku' þjóðlífi hér,
því um leið og þeir hætta því fara þeir
á mis við þá andlegu strauma, er þeim
hafa hollastir borist úr nútíð og fortíð
heiman að, og sem meðvitu'ndina til mann-
dóms, dáða og drengskapar hefir vakið
hjá þeim öllu öðru fremur, svo að þeir
hafa fáum eða engum borgurum hér lak-
ari reynst. Það er engin tilviljun, að ís-
lendingar hér standast vel samanburð við
aðrar þjóðir. Það er beinlínis arfurinn,
íslendngseðlið í þeim, sem því veldur.
í þessu blaði hafa nokkrir af þessum
þjóðminningardögu'm verið auglýstir og
skal hér frekar á þá minst.
í Seattle verður þjóðminningardagumin
haldinn 5. ágúst. Hefir svo vel til skemt-
ana verið efnt, að þar virðist um ekkert
meira eða minna að ræða en einn alls-
herjar hátíðisdag fyrir Strandabúa. Einn
ræðumanna á hátíðinni hafa þeir sótt yfir
hálfa álfuna eða meira, Dr. Richard Beck,
er mælir fyrir minni Vestur-íslendinga og
sem orðinn er einn af kunnustu íslenzku'm
ræðumönnum. Dr. Jón S. Ámason er for-
seti dagsins, frú Arnason fjallkonan, frú
Jakobína Johnson yrkir kvæði og frú
Dora Lewis mælir fyrir minni íslands. í
blíðveðrinu sem Strandabúar njóta í svo
ríkum mæli og sem skaparinn er svo
miklu örlátari á við þá, en okkur Mani-
toba búa, sem hann tyftir og agar svo
oft með þeim harðveðrum, að okku'r er
óskiljanlegt, er þarna von á dýrðlegunA
fagnaðardegi.
íslendingadgurinn að Wynyard, verður
haldinn 2. ágúst. — Mælir séra R. M.
þar fyrir minni 60 ára Íslendingadags há-
tíðarhalds í Vesturheimi, og séra Kristinn
Ólafsson fyrir minni íslands. Söngflokk-
ur undir stjóm próf. S. K. Hall syngur
þar. Á hverju íslenzku heimili í Saskat-
chewan sagði maður mér nýlega, að væru
1 til 5 bílar og breiðu vegirnir sem And-
erson stjórnin sæla lét gera þvert og
endilangt um fylkið, þó henni væri það
ekki fram úr hófi þakkað, ætti að gera
íslendingum hvar sem í fylkinu búa
mögulegt að njóta þeirrar skemtunar sem
þeim býðst þarna í svo drjúgum mæli.
í Milwaukee verður einnig minningar-
hátíð haldin 5. ágúst í ár af Chicago-ís-
lendingum aðallega. Verður þar sérstak-
lega minst 60 ára afmælis íslendingadags-
ins í Vesturheimi, en hann var þar fyrst
haldinn her vestra. Er oss sagt, að reynt
verði að hafa hátíðina þar á sama stað
og fyrsti Íslendingadagurinn var haldinn, |
eða sem næst því. Fyrir minni íslend-
ingadagshátíðarhaldsins mælir Jón J.
Bíldfell frá Winnipeg. Hvað fleira verður !
þarna um hönd haft ,er oss ekki kunn- j
ugt um, en vegna þessa sérstaka atviks, j
að Chicago-íslendingar ráðast í að hafa
hátíðína í Milwaukee, um 100 mílur frá j
Chicago, þar sem fyrsti þjóðhátíðardagur- ■
inn vestra var haldinn, gerir Islendinga- j
dag þeirra svo merkilegan, að hans mu'n j
minst verða.
,
A Iðavelli við Hnausa halda norðurbúar
Nýja-íslands íslendingadag 2. ágúst. Hefir j
hátíðin undanfarin ár að Hnausum ávalt
verið vel rómuð og hlotið vinsæld og lof í
miklu víðar en um Norður-Nýja-ísland. j
Ræðumenn eru þar í þetta sinn dr. B. B. j
Jónsson frá Winnipeg, séra Eyjólfur i
Melan og Dr. S. E. Björnsson. Um skáld-
in er ekki kunnugt, er kvæðin yrkja, en
þar hefir þessi “íslenzkasta íslenka bygð”
vestra aldrei verð á flæðiskeri stödd og
verður ekki, meðan ekki fréttast lát
þeirra Gutta og Kaldbaks, Björnssons og
Balda o. fl.
Á íslendingadag Winnipeg- og Gimli-
íslendinga, sem haldinn verður 6. ágúst
að Gimli, eins og gert hefir verið tvö und-
anfarin ár, er rækilega minst af einum
starfsmanni íslendingadagsnefndarinnar
Guðmundi E. Eyford á öðrum stað í þessu
blaði og er hér vísað til þess.
NÝR LOCARNO-SAMNINGUR
I
Undanfarna daga hafa Evropuþjoðinar
ekki um annað meira hugsað og talað en
frið. Mun mörgum forvitni á að vita hvað
undir því býr.
Ráðið sem þær hugsa sér nú til að
tryggja friðinn, er nýr samningur, svip-
aður og Locarno-samningurnn frá 1925,
en þó óháðan honum að öðru leyti.
Með þeim samningi gerðu' þjóðir Vest-
ur-Evrópu (Bretland, Belgía, Frakkland
og ítalía?) samning með sér um að
vernda landamæri þessara þjóða í Evrópu
og berjast sameiginlega móti þeirri þjóð,
er áseilni hefði í frammi.
Með þessum fyrirhugaða nýja samningi
hugsa Farkkar og Rússar sér að gera
svipað í Austur-Evrópu til að tryggja
friðinn þar. Vilja þessi lönd fá Þýzka-
land, Pólland og Eistrasaltslöndin í félag
við sig um að vernda hvert annað, ef á
þau er ráðist. Verður fundur haldinn
um þetta í september á komand hausti í
Locarno á ítalíú og samningar gerðir og
undirskrifaðir ef unt verður.
Hvernig Þýzkaland og Pólland líta á
þet'ta, er fátt sagt úm, en Frakkland gerir
■ sér auðgjáánlega vonir um, að þau sjái
sér eigi síður hagnað í slíkum samningi,
en lönd Vestur-Evrópu.
En jafnvel þó það tryggi innbyrðis frið
milli þessara þjóða, og Þýzkaland og Pól-
land megi við það una, er hitt eftir að
vita, hve fús þau yrðu til að fylgja Frakk-
landi og Rússlandi út í stríð við aðrar
þjóðir ,ef tii kæmi, því engar þjóðir munu
þeim fjandsamlegri þessa stundina í öllu'm
heimi en Frakkar og Rússar eru.
Bretiand og ítalía virðast leggja bless-
un sína yfir þetta áform Frakka og
Rússa. Og með því virðist eiginlega öll
helztu ríki Evrópu komin í eitt óslitið
hersamband.
Spurningin sem vaknar í liuga manns
um þetta er sú, hvað kom til að Þjóða-
bandalagið gat ekki trygt friðinn milli
þessara þjóða, eins og þessi nýji Locamo-
samningur á að gera? Ástæðan hlýtur að
vera sú, að þetta eru ekki annað en
hernaðarsamtök, sem á einhverri þjóð
heimsins hljóti að koma niður.
Hlutaðeigandi þjóðir eru ekki með þess-
um fyrirhuguðu samtökum að tryggja
neinn frið. Hvað leddi af því fyrir Bret-
land árið 1914, að það hafði heitið Belgíu
vernd, ef yfir landamæri þess lands yrði
farið? Afleiðingin af þessum nýju samn-
ingum gæti ávalt orðið hinn sami I fyrir
þjóðirnar, sem undir hann skrifa Stríð
vofa yfir milli margra þjóða nú eins og
1914.
Af undirtektum þeim sem samningur
þessi fær hjá helztu þjóðum Evrópu, er
það ljóst sem fyr, að þær eru fúsari að
hervæðast sameiginlega gegn einhverjum
óvini, en að sameinast til vemdar al-
heims-friði bygðum á góðvild, vináttu og
ósíngimi.
TÍU BILJÓNIR DOLLARA AÐ MOÐA ÚR
Á komand fjárhagsári Bandaríkjastjóm-
ar, sem í hönd fór 1. júlí, leyfði þingið
Roosevelt að eyða alt að því 10 biljónum
dollara, ef á þarf að halda.
Á síðasta fjárhagsári (frá 1. júlí 1933
—1. júlí 1934) eyddi stjómin $7,105,050,-
085.95. Hefir aldrei í sögu' landsins svo
miklu v^rið eytt á einu ári á friðartím-
um. Tekjuhallinn varð $3,989,496,035.42.
Verður þjóðskuldin að tekjuhallanum við-
bættum $27,053, 141.48, sem er hærra en
hún hefir nokkru sinni verið.
En svo miklar sem f járhæðir þessar eru,
bjóst Roosevelt forseti við þeim æði mik-
ið hærri. Á síðast lðnu ári gerði hann
ráð fyrir að eyða 10 biljónum dollara í
stað 7 biljóna og tekjuhallinn bjóst hann
við að yrði 7 biljónir í stað tæpra fjögra
biljóna.
En eftir stjóminni er haft, að ef með
þurfi, verði á næstu 12 mánuðu'm ekki
aðeins eytt 10 biljónum heldur einnig því,
sem á síðast liðnu ári var sparað af því
sem áætlað var.
í lok yfirstandandi fjárhagsárs yrði þá
þjóðskuldin orðin $31,834,000,000.
Og tekjuhallinn yrði þá milli $4,000,000-
000, og $5,000,000,000. Hann ylti á
þessu. Hvað hann yrði nákvæmlega, fer
eftir því hvað peningaforðinn minkar,
sem nú er $2,581,922,240 eða hvort nokk-
uð af hagnaði af verðlækkun gullsins
verður notað til þess, að greiða með eitt-
hvað af útgjöldunum.
Hvort að meiri lán verða tekin í lok
þessa árs en síðast liðins árs, er námu
$4,514,000,000, fer einnig eftir því hvað
mikið verður notað af peningaforðanúm
(cash balance), og svo hinu hvort tekj-
urnar nema áætlun, sem er $3,974,665,-
479.
Þetta kemur alt heim við fjárveitinga-
áætlun Roosevelts forseta, er nam $16,-
529,804,667 fyrir bæði fjárhagsárin 1934
og 1935 og lýkur 30. jún, á næsta ári.
Á síðasta þingi var að vísu bætt sem
næst einni biljón við þetta vegna ófyrir-
sjáanlegra atvika. Helmingur þess fjár,
eða 525 miljónum dollara verður varið til
þess að bæta þeim tapið sem fyrir upp-
skerubresti hafa orðið.
Til bráðabirgða þarfa verður mestu af
þessari óhemjufjárveitiingú var|ð. Til
stjórnarkostnaðar og vanalegra útgjalda
er áætlað að $3,237,512,200 hrökkvi.
ÍSLENDINGADAGURINN
)' Hin árlega þjóðminningarhátíð íslend-
inga, verðu'r haldinn í Gimli Park, að
! Gimli í Manitoba, fyrsta mánudag í ágúst
í mánuði, sem ber upp á þ. 6. dag mánað-
arins að þessu sinni.
Til hátíðahaldsins hefir verið vandað,
i sem best, og skemtskráin verður hin full-
komnast og fjölbreyttasta, sem nokkru
Sinni verið hefir; nefndin leggur alt kapp
j á að gera daginn eins þjóðlegan og hægt
I er ,til þess, sem best að minna landa
sína hér, á hið andlega og líkamlega
samband við heimaþjóöina; og fegurð og
) tign ættjarðar vorrar; til þess að tákna
slíkt, kemur fram ein af hinum glæslegu
! konum þjóðflokkg vors, í gerfi fjallkon-
uhnar, ásamt aðstoðar meyjum sínum.
| Þar verðúr og minst af heiðursforseta
dagsins, hr. Friðrik Swanson, hinnar
fyrstu þjóðminningar samkomu íslendinga
í Vesturheimi, sem haldin var fyrir 60 ár-
um í Milwaukee í Bandaríkjunum, hvar
I hr. Friðrik Swanson var viðstaddur. Því
j næst verða flutt hin ýmsu minni. Fyrir
i minni íslands flytja: Einar P. Jónsson,
kvæði og Dr. J. T. Thorson, ræðu.
Fyrir minni Canada flytja Dr. Sig. Júl.
Jóhannesson, kvæði og séra Guðmundur
Árnason, forseti Sambandskirkjufélags
íslendinga í Norður-Ameríku, ræðu. Fyrir
minni Vestur-íslendinga flytja: Krstján S.
Pálsson, kvæði og séra Kristinn Ólafsson,
forseti hins evangel. Lút'erska kirkjufél.,
íslendinga í Vesturheimi, ræðu. Þá
skemtir hinn vel þekti karlakór Winnipeg
ísleninga, með söng á milli ræðuhalda og
annara liða dagskrárinnar. Auk ýmsra
gesta sem venja hefir verið til að bjóða til
hátíðahaldsins, hefir forstöðunefnd dags-
ms ákveðið, að bjóða öllu gamla fólkinu á
Betel út í garðinn til þess að njóta hinna
mörgu skemtana og glaðværðar er þar fer
fram. Nefndin hefir og ákveðið að gefa
öllum gullafmælisbörnúm dagsins, þessa
j árs, er gefa sig fram til þess að meðtaka
I gullafmælis skírteini sitt, ókeypis inn-
göngu í garðinn.
i Eins og að undanförnu sýna hinir ungu
| og hraustu íþróttamenn vorir, þar listir
sínar og knáleik. Það er nokkuð sem eng-
| inn íslenzk manneskja vill missa af að
sjá. í fimleik og listum, þessara hraustu
ungu manna, er sameinað hið stormóða
j lífsfjör æskunnar og táp þroska áranna.
i Það sannar oss best að enn er meðal ís-
1 lendinga “táp og fjör, og frískir menn.”
Þá er og þess að geta, að hinn vinsæli
landi vor, hr. bæjarráðsmaður Páll Bardal,
hefir lofast ti-1 að stjórna hinum almenna
söng að kvöldinu; nefndin leggur öllum
til kver með kvæðum og ljóðum þeim sem
| sungin verða, svo allir geti tekið þátt í
í söngnum. Slíkur samsöngur hinna kæru
ættjarðarkvæða vorra, er bæði hátíðlegur
og hrífandi, svo seint gleymist þeim er á
! hlusta. Þá hefir og verið séð fyrir því, að
; allir geti heyrt ræðurnar og alt sem fram
fer,' með því að’ fá hr. Björn Björnsson
með hljóðbera sinn, til þess að varpa
| hljóðinu út á meðal áheyrendanna.
Tilhögun með ferðalagið verður eins og
síðast liðið sumar. Farið frá Winnipeg
til Gimli, báðar leiðir, verður einn dollar,
eins og verið hefir. Inngangur í garðinn,
I 25c fyrir fullorðna og 10 cent fyrir börn
i innan tólf ára. í næstu blöðum verður
I auglýst hvenær að morgninum að “Bus-
í in” leggja af stað frá Winnipeg, og á
j hvaða strætum þau stanza til að taka
fólk.
Að kvöldinu verður glyjandi
dans í dansskálanum í “park-
inu”, þar til gestum
dagsins þykir tími kominn til
heimferðar; eftir að hafa notið
allra hinna mörgu og þjóðlegu
skemtana, sem íslendingadags-
nefndin býður gestum sínum að
þessu sinni. Munið eftir degiri-
um sem er: fyrsta mánudaginn
í ágúst mánuði þ. á., sem að
þessu sinni ber upp á 6. dag
mánaðarins.
Það að koma saman, fagna og
gleðjast sameiginlega, styrkir
þjóðernisvitund vora, það gerir
og meira, það bindur oss saman
í bróðurlega einingu', til vernd-
ar öllu því, sem er göfugt og há-
leitt í hinum íslenzka þjóðararfi
vorum — því íslendingar vilj-
um vér allir vera. G. E. E.
d
ÓLÍNA KRISTÍN
JÓNSDÓTTIR STADFELD
Hinn 14. apríl s. 1. andaðist
að heimili sínu í Bifröst sveit,
Ólína Kristín Jónsdöttir Stad-
feld. Hún var fædd 8. júlí 1867
í Ólafsey í Skógastrandarhreppi
í Snæfellsnessýslu á íslandi. —
Foreldrar hennar voru Jón Jóns-
son, er þar bjó óg fyrri kona
hans Kristín Jónsdóttir. Faðir
Jóns var Jónsson, ættaðúr úr
Breiðafjarðareyjum og bjó ;í
Gvendareyjum. Kona hans var
Salóme Oddsdóttir, Guðbrands-
sonar á Þingvöllum í Helgafells-
sveit, sonar Odds Arngrímsson-
ar og Margrétar Guðbrandsdótt-
ir í Skoreyjum. En kona Guð-
brands á Þingvöllum var Ingi-
björg Gunnlaugsdóttir prests að
Helgafelli, Snorrasonar prófasts
að Helgafelli Jónssonar prests
og síðar sýslumanns í Dala-
sýslu, Magnússonar prests að
Kvennabrekku Jónssonar. Kona
Odds Guðbrandssonar og móðir
Salóme var Þuríður Ormsdóttir
Sigurðssonar í Langey, en við
hann er kend Ormsættin í
Breiðafirði.
Kristín móðir Ólínu var dóttir
Jóns á Vörðufelli á Skógaströnd,
Jóhannessonar á Hálsi Jónsson-
ar. n móðir Jóns á Vörðufelli
var Kristín Vigfúsdóttir Árna-
sonar að Hálsi á Skógaströnd,
Magnússonar að Hálsi undir
Kirkjufelli, Gíslasonar í Máfa-
hlíð og Dorotheu Guðmunds-
dóttir í Drápuhlíð, Árnasonar
sýslumanns, Oddssonar, Bjarna-
sonar í Hofgörðum í Staðar-
sveit, en kona Odds var dóttir
Einars prests Snorrasonar Öldu-
hryggjar skálds.
Ólína ólst upp frá því að hún
var barn hjá föðurbróður sín-
um, merkisbóndanum Hall-
grími Jónssyni dbrm. á Staðar-
felli og konu hans Valgerði. Hjá
þeim naut hún hins besta upp-
eldis og ólst þar upp við ástríki
mikið. Hún lærði yfirsetu
kvennafræði hjá Hirti Jónssyni
lækni í Stykkishólmi og stund-
aði það starf um nokkur ár í
sinni sveit. Árið 1894 giftist
hún Jóhanni Guðmundssyni
Stadfeld, söðlasmið frá Stangar-
holti í Mýrasýslu; reistu þau bú
í Stangarholti og bjuggu þar
unz þau fluttu hingað til Can-
ada árið 1900. Settust þau að í
Bifröst sveit, á landi því, sem
þau nefndu Reynistað og bjuggu
þar ætíð síðan.
Þau eignuðust 9. börn. Elst
var dóttir, sem hét Guðrún, hún
dó 1925, en hin börnin, 8 synir
eru allir á lífi og heita: Hall-
grímur, Valgeir, Einar, Eiður,
kvæntur og býr nú við Hodgson,
Guðjón, Jóhann Hjörtur, kvænt-
ur og stundar kennarastörf í
.Winnipeg, Kjartan og Guðlaug-
J ur Kristinn, sem nú er í flugher
Canada.
Ólína sál. Stadfeld var hraust
,kona bæði til sálar og líkama,
enda þurfti hún að inna af
höndum mikið dagsverk. Eins
jog að ofan er greint þá var
barnahópurinn stór, en kjörin
og efnahaðurinn þröngur, sem
eðlilegt var, og hlýtur að vera
því samfara að flytja í nýtt og
ókunnugt land. Kröfurnar til
starfskrafta hennar komu líka
úr fleiri áttum en frá beimili
hennar. Sakir þekkingar sinn-
ar á ljósmóður störfunum, þá
jgerði það mannfélag, sem him
lifði í kröfur til krafta hennar.
Fyrir aldarþriðjungi síðan
var hér í norðurhluta Nýja Is-
jlands fátt um þau þægindi, sem
joss sem nú dveljum þar finnast
svo sjálfsögð. Landið var þá
mjög mýrlent og frumskógurinn
iþakti stór svæði, sem nú eru
annaðhvort akrar eða engi. Þar
jsem nú eru vegir voru þá að-
eins slóðir gegn um skógana,
lítt færar nema í langvarandi
þurkum eða þegar vetrarfrostin
brúuðu fenin. Þá voru hér eng-
ir læknar um þessar slóðir,
nema þeir sem fyrir meðfædda
Jmannúð og lundlægni lögðu
fram krafta sína og tíma til þess
að stunda og lækna þá, sem þess
íþurftu með. Ein af þeim var
Ólína sálaða. Hún fór frá barna-
jhópnum heima og fór hvenær
sem hún var kölluð og á hvaða
tíma sem var, í hvaða veðri
sem var til þess að gegna köliun
sinni og hjúkra meðsystrum sín-
um, þegar enga aðra mannlega
hjáip var að fá, og það án þess
að kref jast eða ætlast til nokkra
sérstakra launa. Hún var sjálf
góð og kærleiksrík móðir og
móðurást hennar kom jafnt
farm við þau börn er hún
hjúkraði fyrstu stundir lífs
þéirra og hennar eigin börn.
| Hún ólst upp við ástríki mik-
I ið hjá fósturforeldrum sínum
og umgekst gott fólk og heiðar-
legt. Sjálf var hún þannig
skapi farin að hún mat ráð-
vendni og heiðarleik öllu fram-
ar og vild ekki vamm sitt vita
eða sinna í nokkurri grein. —
Synir hennar minnast þess, hve
mjög hún leitaðist við að inn-
ræta þeim góðar og göfugar
hugsjónir og gera þá að góð-
jum mönnum. Hún var eins og
flest fólk, sem ríkt er af mann-
úðartilfinnngum, félagslynd að
.eðlisfari, en heimili hennar, sem
er nokkuð afskekt og erfiðleik-
|ar hinna fyrstu furmbýlings ára
ígerðu kröfu til alls starfs henn-
j ar og krafta, auk ljósmóður
Jstarfanna. Lífið hér hefir sjálf-
sagt orðið henni að mörgu leyti
jvonbrigði, og erfitt, sem eðii-
j legt var. Einkum var mjög
j erfitt með skólagöngu barnanna
Jfyrstu árin, sakir vegleysu og
ifjarlægðar. Til þess að bæta
J úr því höfðu þau hjón heimilis-
I kennara lengst af Gunnlaug
.Jónsson hálfbróðir Ólínu. Mann
sem mjög er mentafús og vel að
sér. En til þess að láta yngri
drengina njóta skólagöngu, þá
flutti Ólína sál. með þá inn til
Riverton og gengu þeir þar á
skóla. Er Jóahnn Hjörtur, son-
) ur hennar nú útskrifaður frá
Manitoba háskólanum og síðar
• af kennaraskólanum, stundar
nú kennarastörf í Winnipeg. En
yngsti sonur þeirra hjóna út-
skrifaðist af verzlunarskóla og
er í Canada flugliðinu. Báðir
eiga þessir ungu menn móður
sinni að þakka mentun sína —
Hún átti í ríkum mæli hina
íslenzku virðingu fyrir mentun
og þekkingu, sem alt af hefir
einkent kjarna íslenzku þjóðar-
innar og haldið henni við sem
þjóð þótt erfitt væri oft og
jmargt blési á móti. Ólína sál.
var trúuð kona og guðrækin.
Hún trúði á sigur hins góða
og á mátt guðs til þess að láta.
•»