Heimskringla - 26.09.1934, Side 4
4. SÍÐA •
HEIMSKRINGLA
WNINIPEO, 26. SEPT. 1934
líxmtskrittíjla
(Stofnuð 1886)
Kemur út á hverjum miSvikudegi.
Eigendur:
THE VTKING PRESS ETD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsímis 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
tyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendlst:
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sarffent Ave., Winnipeg
“Heimskringla” is published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telepihone: 86 537
WNINIPEG, 26. SEPT. 1934
HEIMSKRINGLA 48 ÁRA
Með þessu tölublaði, lýkur fertugasta
og áttunda árgangi Heimskringlu. Af öll-
um þeim sæg íslenzkra blaða sem stofnuð
eru, ná fæst þessum aldri. Enda mun
Heimskringla nú elzta íslenzka vikublað-
ið sem út er gefið.
Það hefir verið sagt, að aldur blaða
fari eftir því, hvað vel þau fylgjast með
samtíð sinni. Hyggjum vér það ekki
fjarri sanni, að því er heimskringlu snert-
ir.
Stofnun Heimskringlu er ef til vill eitt
þarfasta fyrirtækið, sem hafið hefir verið
í þjóðlífi Vestur-lslendinga. Hvergi getur
betri spegill af athafnalífi þjóðarbrots
vors hér vestra, en þar. Á síðum henn-
ar er saga þess skráð í sínum fjölbreytt-
ustu myndum, í lifandi myndum. En starf
hennar hefir ekki aðeins lotið að því að
segja þá sögu. Hún hefir átt sinn þátt í
að skapa hana. Hún hefir leitast eftir
mætti við að færa íslendingum fregnir
af því, sem til aukinnar menningar hefir
horft. Hún hefir tekið kröftuglega í
strenginn gegn úreltum skoðunum og
heimskulegum vana og eflt víðsýni. Hún
hefir vakið menn til sjálfstæðrar skoðun-
ar á hverju máli sem er, og ekkert mál-
efni skoðað of heilagt til þess að líta á
það og meta í ljósi þekkingar og skyn-
semi. Áhrifin af starfi hennar eru þau,
að yfir þjóðlífinu íslenzka hér er bjartara
og frjálsara. Og þau áhrif hafa aldrei
komið greinilegar í ljós en á síðasta ára-
tug. Það er sigursæld hverju blaði að
þroskasti með samtíð sinni.
Talsvert er nú um það talað að enda-
dægur íslenzkra blaða hér séu að nálgast.
Satt er það, að fjárhagslega hefir að
þeim þrengt síðari árin og reyndar oft-
ast. En hitt er víst, að íslendingum er að
verða ljósara með hverju ári, að á liði
sínu dugir ekki að liggja í neinu, er að
þjóðræknisstarfi lýtur. Það er að fest-
ast æ betur og betur í meðvitundina, að
annað hvort verði að duga eða drepast.
Og þrátt fyrir það sem spáð er oft um
þjóðernislegan dauða og dómsdag hér, er
sannleikurinn sá, að lafhægt er enn um
tugi ára að halda við þeim stofnunum,
sem helztar eru máttarstoðir íslenzkunn-
ar hér, svo sem blöðunum, kirkjunum og
Þjóðræknisfélaginu að því er fjármuna-
legan kostnað snertir, ef menn tækju'
höndum saman um það. Það er sam-
takaleysi miklu fremur en getuleysi, sem
því ollir að erfiðlega gengur í þessum
efnum.
í fjörutíu og átta ár hefir Heimskringla
fært lesendum sínum fréttir af því, sem
hún veit að þeir hefðu ekki viljað fara á
mis. Hún hefir og jafnframt flutt eftir
ástæðum það bezta, sem á íslenzku hefir
verið skráð. Á mörgu einmana sveitar-
heimili fyrrum og ef til vill alt fram á
þennan dag, erum vér þess vissir að koma
hennar hefir verið vel þegin og að glaðara
og bjartara hefir orðið í hugum manna við
heimsókn hennar. Er margt er vott ber
um það og ekki sízt sú greiðvikni og að-
stoð, sem margir hafa sýnt henni á
ýmsan hátt, þótt fyrirhöfn nokkra hafi
kostað og ekki hafi á peningavísu verið
hægt að þóknast þeim fyrir eins og vert
er. En það styrkir þá er að útgáfu henn-
ar standa í trúnni um framtíð hennar.
Það eru einmitt slík ítök, sem framtíð
hennar veltur á.
Vongóð um það að íslendingar hér haldi
áfram að vera íslendingar um mörg ár
enn — nei, tugi ára enn — og að Heims-
kringla eigi eftir að heimsækja þá ennþá
lengi, hefir hún gönguna fram á fertug-
asta og níunda árið.
ÚTVARPS-SÖNGUR KARLAKÓRSINS
í síðasta blaði Heimskringlu var með
örstuttri frétt minst á útvarpssöng Karla-
kórs íslendinga, en vegna þess að þá
vanst ekki tími til að geta söngsins frek-
ar, og að það má talsverðan viðburð kalla
í þjóðlífi þjóðar brots vors hér vestra
að útvarpa íslenzkum söng, skal hér með
fáeinum orðum aftur að söngnum vikið.
En það skal fyrst tekið fram vegna á-
vænings sem vér höfum af því haft, að
fregngreinin í síðasta blaði er ekki af
neinum “óvini” karlakórsins skrifuð. —
Sannast sagt héldum vér að karlakórinn
ætti hér enga óvini. En hvort sem ein-
hverjar persónulegar væringar kunna að
eiga sér stað milli hans og einstakra
manna, teljum vér Heimskringlu það ó-
viðkomandi og ritstjóra hennar er fregn-
ina reit. Á grein þeirri eiga ekki aðrir
sök, ef um sök er að ræða, en ritstjórinn.
En svo vikið sé að söngnum, höfum vér
sitt af hverju við hann að athuga. Þó að
vér getum við það kannast, að nokkur af
lögunum hafi verið laglega sungin, er
langt frá því að gallalaust væri. En
mestu' sökina á því teljum vér liggja í því,
að um fagran eða þróttmikinn tenór var
þar ekki að ræða. Neðri raddimar vom
góðar. Bassinn t. d. ágætur. Ef Karla-
kórinn gæti fengið eins góðar tenórradd-
ir og í bassanum eru, yrði alt aðra sögu
af söng hans að segja.
Annan galla sem vér teljum hafa kom-
ið fram í söngnum, var valið á lögunum.
Áður en söngurinn hófst, var lofræða
haldinn af útvarpsstjóra um íslendinga
yfirleitt; hæfileika þeirra, eins og þeir
höfðu sýnt sig hér, var að öllu góðu
getið. Og nú ætluðu þeir að láta til sín
heyra og auglýsa söngment sína og
sönghæfileika. Á eftir þessari rungandi
þjóðræknisræðu, hefði oss þótt viðeig-
andi, að þjóðsöngurinn hefði verið sung-
inn af öllum þeim mætti og allri þeirri
hrifningu, sem kórinn orkaði. Þar var
um alíslenzkan söng að ræða og sem
sómir sér hvar sem er. En í stað þess er
byrjað á þýzk-dönsku lagi við kvæðið
Fósturlandsins Freyja, sem í eyrum út-
varpshlustenda út um álfuna hefir hlotið
að hljóma fábreytilegt og gamaldags og
gefa þeim lítið efni til að falla í stafi út
af söngment íslendinga, þrátt fyrir það þó
laglega væri sungið af kórnum. Og með
þessu marki voru alt of mörg lögin brend,
er valin höfðu verið og söngurinn þar af
leiðandi. Enda þótt einstöku lög væru
betri, setti þetta þann svip á sönginn, að
oss fanst lítið til um hann, miklu minna
en véí bjuggumst við. Og hafi ekki öðr-
um fundist eitthvað svipað, skjátlast oss.
Þessu atriði mun nú þykja öðrum
fremur beint að söngstjóra, en á það vild-
um vér þó benda, að hann getur hafa haft
ástæður fyrir vali laganna, sem almenn-
ingi hafa ekk* verið eins ljósar og honum.
Fyrir honum getur hafa vakað, að hafa
vaðið fyrir neðan sig. Orðum þessum
þarf því ekki fremur að vera að honum
beint, en kórnum í heild sinni.
Skerpuleysi er eitt, er oss hefir stund-
um fundist aðfinningarvert við kórinn.
• Hikið og seinlætið við byrjun söngs,
minnir oft á latan og lúinn áburðarklár,
sem nýstaðinn er upp og verið er að berj-
ast við að mjaka af stað. Þetta gengur
oft hálfar og heilar hendingar út og jafn-
vel meira og frískar ekki sönginn, sem
nærri má geta.
Þrátt fyrir þessa áminstu annmarka,
erum vér þess vissir, að karlakórinn á
eftir að gera betur næst þegar hann sýng-
ur. Hann hefir lagt svo mikla alúð og
sýnt svo mikla þrautseigju við starf sitt,
að hann hlýtur að eiga hér framtíð. Og
þá íslendinga sem ekki óska þess, og
vona og ekki að ástæðulausu' þekkjum
vér ekki, og vonum að vér eigum ekki
eftir að kynnast. Hvað Karlakórinn gæti
orðið með jafngóðum efri og neðri rödd-
um vildum vér ekki taka fyrir. Og að
vinna að þvf að shkt jafnvægi raddanna
náist þarf að leggja meiri áherzlu á, en
oss virðist gert hafa verið.
Á framburð erindanna er Mrs. B, II.
Olson söng mintumst vér í síðasta blaðí.
Er oss sagt, að þar höfum vér ósann-
gjamlega mælt. Ef svo er, hefir það
orðið óviljandi, því sanngjarnir viljum vér
vera. En það er ef til vill ríkara í eðli
okkar eldri íslendinganna en annara, að
líta svo á, sem framburður orða við söng
sé óhjákvæmilegur til þess að efni kvæð-
isins túlkist sem bezt við sönginn. En á
það virtist oss þarna skorta. Framburður
orðanna naut sín ekki yfir útvarpið eins
og hann hefir þó iðulegast gert er vér
höfum á söngkonuna hlýtt. Og styrkleiki
söngraddarinnar gerði það ef til vill ekki
heldur og sú góða meðferð, sem söng
hennar er jafnaðarlegast samfara. Hitt
kann satt að vera, að það sé ekki ótítt
um útvarpssöng og það sé því ekki til-
tökumál.
Samsöngur Mrs. B. H. Olson og Mr. P.
Bardal kom oss að vissu leyti svipað fyrir
sjónir, en þó á annan hátt. Efni kvæðis
og lags mun óvíða fara betur saman, en
í hinuin ágætu Sólsetursljóðum. Ekki
munum vér eftir að framburður orða
gerði mikið til í útvarpssöngnum, en oss
virtist söngáherzla ekki ávalt vera sú, er
vér höfum mest kynst yið lagið og ekki
vera túlkuninni í heild sinni neinn ávinn-
ingur. .
Jafnvel þó þetta verði talin firra hjá oss,
erum vér hræddir um að hún eigi rætur
að rekja til þess bils, sem er á ýmsa lund
að skapast hér milli eldri og yngri ís-
lendinga og felur ef til vill í sér meiri
virkileika, en oss er þægt að kannast við.
Það er ekki talið ólíklegt, af styr þeim
að dæma, er hinn fyrri uinmæli vor vöktu
um söng þennan, að vér verðum til þess
knúðir, að segja eitthvað fleira um þetta
mál. Látum vér hér því staðar numið að
sinni.
LANDNEMAR OG ARFÞEGAR
Eftir prófessor Richard Beck
(Ræða fyrir minni Vestur-íslendinga flutt
á íslendingadegi að Silver Lake,
Washington, 5. ágúst, 1934)
Mér hefir verið það hlutverk falið, að
minnast íslendinga í Vesturheimi á þess-
um þjóðminningardegi. Geri eg það með
glöðu geði, því að, eins og mörgum öðr-
um löndum mínum hér í álfu, verður mér
oft um það hugsað, hvert verða muni
framtíðarhlutskifti okkar og hlutdeild
okkar og niðja okkar í hérlendrí menn-
ingu. Skal það strax tekið fram, að
þetta verður þó ekki “minni okkar”, nema
óbeinlínis og aðeins að /sumu leyti. Eg
hefi ekki farið gandreið yfir fjöll og firn-
indi hálfrar þessarar álfu til að slá sjálf-
um okkur gullhamra; miklu sæmra er og
áhrifameira, að þeir komi frá öðrum.
Hitt býr mér miklu ríkar í hug, að glæða,
ef verða mætti, skilning og áhuga á sögu
okkar í landi hér og í íslenzkum erfðu'm
okkar, og hvetja til framhaldandi og
vaxandi framsóknar.
Það vill svo vel til, að umtalsefnið er
mér lagt upp í hendurnar. Annar ágúst
í sumar markar einkar eftirtektaverð
tímamót í sögu íslendinga í Vesturheimi.
Á þeim degi, fyrir réttum sextíu árum
síðan, var haldin í borginni Milwaukee
fyrsta íslenzk þjóðminningarhátíð—fyrsti
Islendingadagur — hér í álfu, til minning-
ar um þúsund ára afmæli íslandsbygðar.
Var það hátíðarhald vísir þeirrar þjóð-
ræknishreyfingar, sem síðan hefir lifað og
þroskast meðal Vestur-íslendinga og bor-
ið margvíslega ávexti, þó ekki hafi hún
hlotiö eins eindreginn stuðning og skylt
hefði verið. Eins og vera ber, er fyrstu
vestur-íslenzku þjóðhátíðarinnar í Mil-
waukee einmitt minst þar í borg í dag,
með hátíðahöldum, sem íslendingar í Chi-
cago gangast fyrir. En þegar Islendingar
þar og annarsstaðar, og við hér, minnast
fyrsta þjóðminningardags okkar hér í
landi, þá minnumst við jafnframt ís-
lenzkra landnema í Vesturheimi. Því er
það vel til fallið, og miklu meir en ó-
maksins vert, að rekja í nokkrum drátt-
um sögu þeirra, en margt má af henni
læra. Verður þá ekki heldur gengið fram
hjá því atriðinu, sem mestu máli skiftir,
hvernig þeir, sem á eftir hafa komið,
hafa fetað í spor íslenzkra landnema
vestur hér.
Það skín ljós yfir gröfum allra braut,-
ryðjenda í menningarbaráttu þjóðanna.
Af minningu þeirra stafar bjartur ljómi,
því að þeir eru vorsins menn, sækja fram
undir merkjum hækkandi sólar, — fram-
tíðarinnar menn, því að þeir unna morg-
undeginum meir en líðandi stund. Slíkt
má með sanni segja um fjölda frumbýl-
inganna íslenzku vestan hafs. Við marga
þeirra eiga ummæli skáldsins um for-
feður þeirra og fyrirmyndir, forníslenzka
landnámsmenn; :
“Þér landnemar, hetjur af konungakyni,
sem komuð með eldinn um brimhvít höf,
sem stýrðuð eftir stjarnanna skini
og stormana hlutuð í vöggugjöf—
synir og farmenn hins frjálsborna anda,
þér leituðuð landa.
I særoki klufuð þér kólguna þungu,
komuð og sáuð til stranda.
I fjalldölum fossamir sungu.
Að björgunum brimskaflar spmngu.
Þér blessuðuð ísland á norræna tungu.
Fossamir sungu,
og fjöllin bergmála enn;
Heill yður, norrænu hetjur.
Heill yður, íslenzku landnámsmenn.”
Satt er það að vísu, að ís-1
lenzkir landnemar í Vestur-
heimi sigldu ekki, eins og nor-
rænir forfeður þeirra, eigin skipi
að strönd. Eigi komu þeir held-
ur “með eldinn um brimhvít
höf” í bókstaflegri merkingu
þeirra orða; en þeir fluttu með
sér eld þess áhuga og þeirrar at-
orku, þá andans glóð, sem verið
hefir og verður íkveikja glæsi-
legra og frjósamra verka. Þeir
stýrðu ekki “eftir stjamanna
skini” í sömu merkingu og
norrænir íorfeður þeirra sigldu
úthöfin áttavita og landabréfa-
laust með hliðsjón af gangi him-
intungla og stjaraa. En íslenzkir
landnámsmenn, sem hingað
vestur fluttust, stýrðu eftir skini
stjarna, sem vísað hafa fram-
sæknum mönnum veg um alda-
raðir ,líkt og skýstólpi um daga
og eldstólpi um nætur; íslenzkir
landnemar stýrðu í áttina til
þessa lands eftir stjömu-skini
göfugra hugsjóna drengilegrar
frelsis- og umbótaþrár. Þeir
voru meir en að nafni til “synir
og farmenn hins frjálsboma
anda”, afkomendur og arfþegar
forfeðra sem nefndir hafa verið
“frumherjar frelsis”, og ekki að
ástæðulausu.
Eigi er hér tími til, að ræða að
nokkru ráði orsakimar til vest-
urfara af íslandi. Það eitt»er
víst, að þær áttu sér miklu dýpri
rætur í ríkjandi hugsunarhætti
landsmanna og aldarfari heldur
en margan hefir grunað. Gyll-
ingar og loforð vesturfara-
agenta eru þar langt frá eina
eða aðal skýringin. Ekki held-
ur áhrifin af bréfum vestur-
fluttra skyldmenna og vina. —
Æfintýra- og útþráin, svo rík í
eðli íslendingsins, kemur hér
áuðvitað til greina. Svo hlaut
að fara, að seiðmagn þessarar
auðugu og víðlendu álfu, sem
var á blómatímum vesturferð-
anna “vonaland hins unga,
sterka manns”, næði norður til
íslands eigi síður en til annara
landa Norðurálfu og heillaði
hugi manna. Mun það einnig
rétt athugað, að sú stáðreynd,
að íslenzkir menn höfðu fyrstir
hvítra manna stigið fæti á land
í Vesturheimi, hafi aukið á
töframátt þeirrar álfu í hugum
íslendinga.
Söguleg rannsókn leiðir þó
fljótt í Ijós, að það voru einkum
knýjandi menningarlegar hug-
sjónir vaknandi framkvæmda
og umbótahugur íslendinga og
frelsisþrá, sem beindu hugum
þeirra út fyrir landsteinana í
vesturátt; en á þeim tímum,
sem vesturferðir hófust, voru
kjör íslenzks almennings yfir-
leitt næsta bágborin. Þjóðin var
nýbyrjuð, að rétta sig úr bónda-
beygju aldalangrar kúgunar. Þá
gengu einnig hin mestu harð-
inda ár yfir landið. Fyrir 60-70
árum var ísland hvergi nærri
það vonanna — framtíðarinnar
land, og það er í dag. Jafnvel
hina allra langsýnustu gat ekki
dreymt um stórstígar framfarir
síðari ára. Sannast þar orð
skáldsins: “Lítt sjáum aftur, en
ekki fram, skyggir Skuld fyrir
sjón.”
Ódrengileg og harðúðug er sú
ásökun, sem viðgengist hefir
fram á síðustu ár, að bregða ís-
lenzkum vesturförum um föður-
landssvik eða liðhlaup; enda
hefir meiri hluti þeirra sýnt í
orði eða verki, og oft hvoru-
tveggja, ræktarsemi og ást^til
heimaþjóðar sinnar. Það er
hreint engin tilviljun, að hér
vestan hafs hafa, að dómi dr.
Guðmundar Finnbogasonar, ver-
ið orkt sum hin fegurstu, inni-
legustu og sönnustu kvæði, sem
til Islands hafa verið kveðin.
Þau eru miklu meir en árangur
augnabliks hrifningar á hátíðis-
dögum eins og þessum. Þau eru
knúin fram af innri þörf, undan
hjartarótum skáldsins. Og
skáldin tala hér auðvitað máli
fjölda annara, sem hafa iðulega
fundið sömu hugsanirnar bærast
í brjósti sér, en ekki átt hæfi-
I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk-
dómum, og hinum mörgu kvilla er stafa
frá veikluðum nýrum. — pær eru til
sölu í öllum lyfjabúðum á 50c askjan
eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær
beint frá Dodds Medicine Company Ltd.,
Toronto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
leikann til að lyfta þeim til
flugs á Ijóðavængjum.
Réttilega og kröftuglega lýsti
séra Jónas A. Sigurðsson höfuð-
ástæðunum til vesturflutning-
anna og brottfararhvötum ís-
lenzkra landnema í ræðu fyrir
minni þeirra á fimtíu ára af-
mæli íslenks landnáms í Norður
Dakota en honum fórust svo
orð:
“För íslendinga vestur um
haf var síst ger í léttúð né bylt-
ingaranda. Hinar helgustu
hvatir knúðu fjölmarga þeirra
landnema, sem hér er minst.
Vesturfarir hófust á harðinda-
árum ættjarðarinnar. Og hing-
að var flúið til að forða yður,
afkomendum útfaranna, frá
þeim hættum, er ógnuðu heima,
og öllum virtust óumflýjanlegar.
Vesturförin var ger til að vernda
ættina og sæmdina íslenzku.
Framtíð barnanna eggjaði flesta
farar. Því var brotist að heim-
an. Því voru æskustöðvar og
ástvinir kvaddir. Því lögðu al-
varlegir menn og óttaslegnar
konur út á veglaust hafið, á lítt
færum hafskipum,. til ókunn-
ugra landa og þjóöflokka, harla
vankunnandi og flestir án nestis
og nýrra skúa. Og því var lagt
inn til eyðilanda og óbygða, með
öreiga hendur og ómálga böm,
— þrátt fyrir tröllasögur af
rauðskinnum og útilegumönn-
um, þrátt fyrir ógnir ofur hita
og kulda, og ótal aðrar hættur
og hindranir”.
Þau orð ættu að brennast inn
í hugskot yngri kynslóðar okkar
hér vestan hafs. Afkomendur
og arfþegar landnemanna eru
margir hverjir altof gleymnir á
það, að þeirra vegna, fremst og
helst, með framtíðarvelferð
þeirra í huga, rifu feður þeirra
og mæður, eða afar þeirra og
ömmur, sig upp með rótum úr
jarðvegi átthaga sinna og ætt-
jarðar, og lögðu á haf óvissunn-
ar, “með stuttan vonastaf, en
störan poka af hrakspám á
baki”, eins og eitt skáldið okk-
ar kvað. Frásögnin og minn-
ingarnar um þá fórnfærslu
þurfa að þrýstast sem fastast
inn í meðvitund ungra Vestur-
íslendinga; því að sú fræðsla
gerir tvent: — heldur yngri
kynslóð okkar í þjóðernislegum
tengslum og vekur henni frama-
hug, sé íslendingurinn í þeim
ungmennum ekki dauður úr öll-
um æðum, en því neita eg að
trúa; hann er miklu lífseigari en
svo að eðlisfari.
Heimanförin — koman til
þessa lands — var samt e{n-
ungis fyrsti kapitulinn í örlaga-
ríkri og giæsilegri sögu ís-
lenzkra landnema, í Vesturheimi,
og hún var æfintýrarík sagar.
sú, þó hún sé jafnframt rituð
lttri tára og hjartasórga. Menn
rifa sig ekki upp með rótum úr
aldagömlu umnverfi sínu sárs-
aukalaust. Og enn sem komið
er hefir sagan þessi eigi verið í
letur færð neraa að litlu leyti,
hvað helst í kvæðum skálda
okkar, áhrifamest og snjallast
í landnemaljöe'um Guttorms
skálds uttormssonar, svo sem
í hinu stórfelda og hreimmikla
kvæði hans “Sandy Bar”.
t söguformi veit eg djúpsæ-