Heimskringla - 26.09.1934, Page 6

Heimskringla - 26.09.1934, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WNINIPBG, 26. SEPT. 1934 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi B LL “Hún var höfð í gæzlu, enginn fékk að sjá hana, og enginn vissi fyrir víst hvernig á henni stóð. Það var sagt, að Mr. Edward hefði komið með hana frá útlöndum og sumir héldu að hún væri hans fylgikona. En f fyira, fyrir réttu ári síðan kom nokkuð undarlegt fyrir, mjög svo undarlegt.’” Mig grunaði að nú fengi eg að heyra sög- una af því, þegar eg hvarf, svo eg segi fljótt: “Og sú fylgikona?” “Sú kona reyndlst vera eiginkona Mr. Rochesters! Það komst upp með undarlegu móti, því að Mr. Rochester feldi ástarhug til ungrar stúlku, sem kendi------” “Hvað um upptök eldsins?” spurði eg. “Eg kem að því ungfrú; Mr. Edward fékk hug til þessarar stúlku', eftir því sem vinnu- fólkið segir, þá var hann friðlaus, alla tíð á hælunum á henni, sótti eftir henni eins og hann vær heillaður. Ekki var þó fegurðinni fjrrir að fara, eg sá hana aldrei og get ekki um það borið, en fólkið sagði, að engum hefði þótt hún fríð, nema honum. Leah sagði mér frá þessu,' innistúlkan, henni féll fullvel við stúlkukindina, lítil hafði hún verið og varla tvítug, en Mr. Rochester um fertugt, og þegar herramenn á þeim aldrí fá hug til ungra meyja, þá ráða þeir ekki við ólmandann í sér. Það komst svo langt, að hann ætlaði að giftast henni”. “Segðu mér þessa sögu seinna. Svo stend- ur á að eg vil fá að vita sem mest um brunann. Er haldið, að sú brjálaða Mrs. Rochester hafi valdið honum?” “Þú hittir á það, ungfrú, enginn annar en hún kveikti þann eld. Mrs. Poole hét konan sem gætti hennar, en þá stöðug væri og henni vel treystandi, þá hafði hún þann breyzkleika, að þykja sopinn góður.’líklega af því hvað verk hennar var leitt og erfitt, en ofstóru sopamir koma sér illa, eins og sýndi sig, því að þegar Mrs. Poole svaf sem fastast af brennivíni, þá tók sú vitskerta lyklana af henni og fór um alt húsið og gerði hvað kom í hennar brjálaða huga. Það er sagt, að eitt sinn kveikti hún í rúmi manns síns, þó eg viti ekki sönnur áþví, en það er víst, að hún fór laus þá nótt sem húsið brann, kveikti í stofunni sem hennar herbergi var næst og í stofunni sem kenslu- stúlkan hafði sofið í, en þar var þá enginn sem betur fór, því stúíkan hafði horfið tveim mánuðum áður. Og þó að Mr. Rochester léti leita að henni, rétt eins og hún væri það dýr- mætasta sem til væri í viðri veröld, þá varð hann einskis vísari; hann var aldrei mjúklátur en eftir að þetta kom fyrir, þá keyrði um þver- bak. Hann sagði Mrs. Fairfax upp vistinni, en vel gerði hann við hana að öðru leyti, það má eg segja, lætur hana fá ríflegan lífeyri, sem hún heldur til æfiloka. Og flest alt vinnufólk- ið lét hann fara og hætti að umgangast fólk, stúlkubamið Adela var send burt í heimavistar skóla og svona gekk alt til. Hann kom aldrei undir bert loft nema á kveldin, reikaði þá um tún og aldingarð, aleinn eins og hann hefði ekki vita sinna not; tapað sér hafði hann, því að fjörmeiri, framari og hvassari herramann til hvers sem var, áður en hann komst í færi við kenslustelpuna, hefir aldrei borið fyrir þig, jómfrú. Ekki var hann fríður, og ekki var hann fyrir vín né spil né hrossahlaup eins og sumir, en hann vissi hvað hann vildi og kjark hafði hann, á við hvem sem var. Eg þekti hann frá blautu barnsbeini, sérðu til og eg hefi oft óskað þess að þessari Miss Eyre hefði sökt verið í saltan sjó áður en henni skaut upp í Thornfield Hall.” “Mr. Rochester var þá heima, þegar höllin brann?” “Víst var hann heima og hljóp upp á efsta loft að vekja upp, þegar farið var að brenna uppi og niðri og hjálpaði þeim ofan, og fór svo upp aftur að sækja vitfirringinn, og þá hrópuðum við til hans að hún væri upp á þaki; þar stóð hún og veifaði handleggjunum og hrópaði svo hátt að það heyrðist langar leiðir, eg var þá kominn og sá þetta og heyrði. Hún var stór með svartan hárlubba, við sáum Mr. Rochester koma upp á þekju, kalla “Bertha!” og færa sig að henni, en þá tók hún viðbragð og þeytti sér út af brúninni og á næsta augnabliki lá hún niðri á stétt, öll mölbrotin.” “Dauð?” “Dauð eins og hellumar, sem blóð hennar og heili slettust um.” “Guð minn góður!” “Vel máttu segja svo, jómfrú, það var hryllileg sjón.” “Hvað gerðist svo?” “Svo brann höllin, þangað til ekki var annað eftir en rústin sem nú stendur eftir.” “Fórust fleiri í ,brunanum?” “Betur að svo hefði verið, finst mér.” “Hvað kemur til?” “Mr. Edward, vesalingur, átti væntanlega skilið, það sem henti hann, segja sumir að minsta kosti, fyrir að leyna sínu fyrra hjóna- bandi og ætla sér að taka aðra konu meðan hin var á lífi, en eg fyrir mitt leyti vorkenni honum.” “Þú sagðir hann á lífi?” “Jú, jú, lifandi er hann, en honum væri betra að vera hvíldur til fulls.” “Hvað kemur til? Hvemig stendur á því?” Eg kólnaði öll upp. “Hvar er hann? Er hann á Englandi?” “Ja, jú, jú, víst er svo, hann getur ekki úr landi komist, ímynda eg mér, hann verður þar að vera, sem hann er settur, héðan af.” Hvaða kvöl var þetta! Og mannskepnan virtist vilja láta hana haldast sem lengst! Á endanum segir hann: “Hann er blindur. Stéinblindur svo er nú komið fy,rir Mr. Ed- ward.” Eg kve.ið fyrir því sem verra var, að hann hefði orðið brjálaður og náði kröftum til að spyrja, hvernig það hefði viljað til. “Það kom af því hvað hann var kjark- mikill og, eg held maður megi segja af því hvað hann var góður í sér; hann vildi ekki skilja við bálið fyri en allir væru komnir út. Þegar hann fetaði niður stóra stigann í gegn- um svæluna, þá hrundi loftið; hann náðist. undan bjálka, sem hafði hlíft honum þegar alt hrundi, en þá var hann blindur á öðm auga og vinstri' hendin svo sködduð að læknir- inn varð að taka hana af þann sama morgun; hitt augað var svo meitt, að hann misti sjónina á því líka. Hann er nú illa staddur, bæði sjónlaus og handarvana.” “Hvar er hann nú?” “I Femdean, þrjátíu mílur héðan, sem er fomt setur með erfðafestu býli, afskekt og fornfálegt.” “Hver er hjá honum?” “Gamli John og kona hans, annað fólk vildi hann ekki, hann kvað vera hrumur orð- inn og allur annar en hann var.” Eg svaraði ekki öðm en því, að kveðja hann til að hafa vagn til reiðu og lofa honu'm tvöfaldri borgun ef það fartól gæti flutt mig til Ferndean fyrir rökkur þann sama dag. XXXVII Kapítuli. Femdean hafði eg oft heyrt nefnt, húsið var lágt og æði mikið um sig, gamalt og við- hafnalaust; Mr. Rochester hafðist þar stund- um við á sumrin, til' dýraveiða og því hafði faðir hans keypt býlið, að skógar vora þar miklir og veiðidýr, en enginn fekst til að taka það á leigu, því að staðurinn þótti ekki heilnæmur, nokkrar stofur vora' vel búnar og altaf íbúðarfærar, vegna þess að eigandinn hafðist þar við endrum og eins um veiðitím- ann. Að þessu setri kom eg skömmum fyrir rökkur, í stormi og kalsa rigningu, steig úr vaginum svo sem mflu frá því, og röti grasi gróna götutroðninga innan um þykkan skóg; hlið með steinstöplum sýndi mér hvar leiðin lá inn á grundimar eða túnið, en ekki linti skógar þykninu með þéttri laufa breiðu, svo að dimt var þar sem eg gekk. Eg hélt áfram æði lengi þar til girðing varð fyrir mér og í rjóðri allviðu, í því gerði, blasti húsið við, af gráum steini, grænt og mórautt af mosa, líkt og skógartrén, með tveim stöfnum á framhlið, rifjuðum gluggum, löngum og mjóum; útidyr voru þröngar með einu hellu þrepi, þessi staður var sannarlega afskektur og fomfáleguí og svo hljóður, að ekkert hejTðist nema drop- amir á skógarlaufinu. “Hefst nokkuð lifandi hér við?” hugsaði eg. í því bili var útihurð lokið upp hægt og hægt og einhver mannsmynd, næsta seinfara, kom út í rökkurskímuna. Hann hafði aðra hendina innanfata á bringunni, hinni hélt hann frá sér, til þess að vita hvort rigning væri. Þó skuggsýnt væri, þekti eg að það var húsbóndi minn. Eg stóð við og hélt niðri í mér andanum, og aðgætti hann vel, þó ekki gæti hann, því miður, séð mig. Sá fundur okkar var með meiri kvöl en fagnaði. Hann var til að sjá eins kraftalegur og hraustlegur og áður, alls ekki lotegur og hárið hrafnsvart ennþá. Hann var ekki tekinn í framan, hans karlmenska hefði ekki látið sig fyrir eins árs kvölum né hvatlegur þroski, samfara broddi lífsins, breg- ast látið af sárum söknuði. Að vísu sá breyt- ingu á svip hans, hann var þungbúinn og hörkulegur, sem minti mig á óarga dýr til bráðs voða búið, þó í búri sé, því líkur var sá maðu'r, sjónlaus og sollinn trega. Ef þú, lesari minn, heldur að eg hafi ótt- ast hann með þeirri sjónlausu grimd, þá ertu mér ókunnug. Harmi mínum fylgdi blíð von, að eg fengi bráðum þor til* að kyssa mjúklega á þá ægilegu yglibrún og á varimar, þó kuldalegar væru, en ekki strax; eg ætlaði mér ekki að gefa mig fram við hann strax. Hann fetaði sig fálmandi meðfram hús- vegg og þaðan á hlaðvarpann. Hvar var nú hans hvatlega göngulag? Hann stóð við, svo sem hann vissi ekki hvert snúa skyldi, tók hendinni til augnanna og lyfti augnalokunum, rýndi fast á loftið og á trén alt í kring, en það var au'ðséð, að frá honum að líta var alt dimt og tómt; í annað sinn rétti hann út hendina, svo sem hann vildi þreifa fyrir sér og átta sig með því móti, en hann greip í tómt, því að < hann átti nokkur fet ófarin til trjánna, hætti þá við ferðalagið, krosslagði handleggina á bringunni og stóð kyr og þögull og berhöfðað- ur í rigningunni. Þá bar John að, hann sagði: “Viltu ekki styðja þig við mig, sir? Nú er skúr í aðsígi, ætla væri ekki betra að leita húsaskjóls?” “Láttu mig vera,” var svarið. John fór sína leið og varð mín ekki var. Nú reyndi Mr. Rochester að ganga um, en lítið varð af því, alt var dimt um of, loks náði hann húsveggnum, gekk inn og lokaði á eftir sér. Skömmu seinna barði eg að dyrum; kona Johns lauk upp. “Sæl vertu Maria”, sagði eg. Henni brá, eins og hún hefði séð vofu. “Ert það virkilega þú, miss, hingað komin á þennan eyðistað?” Eg svaraði með því að taka í hendina á henni og fór svo á eftir henni út í eldhús; þar sat John við glaðan eld. Eg sagði þeim í fám orðum, að eg hefði frétt alt hvað gerst hefði frá því eg fór og væri komin að finna Mr. Rochester. Eftir það bað eg John að nálgast ferðakistu mína, er eg hafði skilið eftir í hliðskoti, og á meðan eg tók af mér höfuðfat og yfirhöfn, inti eg Maríu eftir, hvar hún ætlaði mér næturstað, því að eg ætlaði mér ekki á burt. Rétt í því hringdi bjalla innan úr stofu. Eg sagði við Maríu: “Segðu húsbóndanum að það sé komin manneskja, sem vilji finna hann, en varastu að láta hann vita, hver hún er.” “Eg býst ekki við, að hann láti þig ná fundi sínum, fremur en aðra sem hér koma,” sagði hún. Þegar hún kom aftur, flutti hún þau skila- boð að eg ætti að segja til nafns og erindis. Þar næst rendi hún vatni í glas og setti á bakka með tveim logandi kertu'm. “Var hann að hringja eftir þessu?” “Já, hann lætur altaf kveikja á kertunum, þó hann sjái ekki ljósin.” EJg tók bakkann af henni og lét hana vísa mér á stofuhurðina; bakkinn var óstöðugur í höndunum á mér, vatnið skvettist úr glasinu og hjartað í mér skalf og nötraði. Maria lauk upp hurðinni og lokaði á eftir mér. Stofan var ekki vistleg, við óríflegan eld sat hinn blindi maður og studdi enni að syll- unni yfir hlóðu'num. Pilot lá út við vegg í hnypri, hann brá við þegar hann varð mín var, spratt upp og flaðraði upp um mig og gall við. Eg setti bakkann á borðið og sagði í hálfum hljóðum: “Legstu!” Mr. Rochester snerist að hljóðinu, svo sem hann vildi sjá hvað um var að vera, en er hann mátti einskis verða var, stundi hann við og sagði: “Fáðu mér drykkinn, María.” Eg gekk til hans með glasið, Pilot fylgdi mér og lét kætilega. “Hvað gengur á?” spurði hann. “Legstu, Pilot,” segi eg þá aftur. Hann hætti við að drekka og virtist hlusta, rendi svo af glasinu' og segir: “Þú ert þetta, María, er ekki svo?” “María er í eldhúsinu?” svaraði eg. “Hver er þetta? Hvað er að tama? Hver talar?” “Pilot þekkir mig og John og Maria vita að eg er hér.” “Góði guð! — hvaða óráð er komið yfir mig? Hvert er það brjálaða dálæti, sem sækir á mig?” “Ekki er það óráð né brjáiæði; hugur þinn, herra, er of hraustur fyrir óráð og heilsa þín of sterk fyrir æði að vinna bug á.” Hann þreifaði fyrir sér, eg tók um hönd hans með mínum báðum. Hin þreklega hönd sleit sig af mér, tók um handlegg minn, öxl, háls, mitti, eg var gripin og föðmuð. “Jane Eyre! Jane Eyre!” “Já, kæri herra minn, Jiér er Jane Eyre komin, búin að leita þig uppi, finna þig og er nú komin til þín aftur.” “Ljúfan mín lifandi! Er þetta þú sjálf, í sannleika lifandi?” “Taktu á mér, herra, haltu mér, taktu’ á mér nógu fast! Er eg köld eins og nár? Grípurðu í tómt, eða hvað?” Hann gat varla trúað að sæluvonir sínar hefðu ræzt, og kveinaði að hann hefði svo oft dreymt að hann hefði mig í fanginu, eins og nú og kyst mig eins og nú, og verið viss um að eg elskaði sig og treysti sér og færi aldrei frá sér. “En svo vaknaði eg við og greip í tómt og eg var einmana og yfirgefinn, líf mitt myrkvað, eyðilagt, vonlaust, sál mín þyrst og svölun firt, hjartað fult af svíðandi þrá, sem engin lækning var við. Ó, þú blíði, ljúfi draumur, sem nú hreiðrar sig í fangi mínu, þú munt flýja mig, álíka og allar systur þínar á undan þér. Kystu mig áður en þú hverfur — faðma þú mig, Jane.” Eg kysti á augu hans er áður voru svo frán og fögur, strauk hárið upp af enni hans og kysti á það líka. Hann raknaði skyndilega við og segir: “Þú ert þá komin til mín aftur, Jane. Og liggur ekki kaldur nár í elfar botni eða síkis? Og ert ekki útskúfaðu'r og kvalinn aumingi meðal ókunnugra?” “Nei, herra, eg er öllum óháð og sjálfrar mín.” “Óháð! Hverju sætir það?” “Móðurbróðir minn, sem eg átti í Madeira, arfleiddi mig að fimm þúsund pundum.” “Þetta dreymdi mig aldrei, þetta er veru- leikanu'm líkt, þetta er sannverulegt. Svo er þetta hennar málrómur, sér einum líkur, svo fjörgandi og egnandi og mjúkur þó; mitt visna hjarta lifnar við að heyra þann róm. — Hvað, Janet! Ert þú öðrum óháð? Ríku'r kvenmað- ur?” “Bara rík. Ef þú vilt ekki lofa mér að vera, þá get eg látið smíða mér hús fram af þínum dyrum og þá máttu koma og sitja í stofu minni, á vökunni, Hann þagði við, virt- ist alvarlegur og annars hugar, varpaði önd- inni, brá sundur vörum til að segja eitthvað, hætti svo við. Feimni sveif að mér. Kannske eg hafi verið framhleypinn um of, ekki gætt venjulegs háttalags nægilega vandlega, og honum hafi farið eins og St. John, þótt hvat- vísi mín ósæmileg. Eg setti mitt tilboð fram af því eg gekk að því vísu, að hann óskaði og ætlaði að biðja mín fyrir konu' — sú vissa von setti kjark í mig frá byrjun, að hann mundi strax biðja mín eða láta sem hann ætti mig vísa. En nú ympraði hann ekki einu sinni á því og gerðist svipþungur, svo að mér kom skyndilega í hug, að eg hefði farið vega vilt og ef til vill hlaupið óvart á mig og gert mig að bjána; því tók eg til að losa mig varlega úr fangi hans, en þá greip hann fastara um mig. “Nei — nei — Jane! Þú mátt ekki fara. Nei, eg hefi þreifað á þér, heyrt til þín, fundið yndi af þinni nærveru og Ijúfa huggun; þeirri unun get eg ekki slept. Eg á lítið eftir af sjálfum mér — þig má eg til að hafa. Veröld- in kann að hlægja, kalla mig frávita og sérgóð- an, það læt eg mig engu' skifta. Sál mín heimtar þig, Það yndi vill hún hafa, leggur bana refsing á gerfi sitt, að öðram kosti.” “Jæja, herra, eg skal vera hjá þér, eg er búin að lofa því.” “Já, en okkur sýnist sitt hvoru um þína hérveru. Þú kant ef til vill að ráða við þig, að vera væn, lítil fóstra mín (því að þú ert góð í þér og lagið að leggja að sjálfri þér'til þess að bæta fyrir þeim sem þú vorkennir) og Það ætti að vera mér nóg, sjálfsagt. Eg þyk- ist vita að eg ætti ekki framar að bera annan hug til þín en föðurást —\heldur þú það? Nú — segðu mér það.” “Eg vil hugsa eins og þér líkar, herra. Eg er ánægð með að hjúkra þér, ef þú vilt svo vera láta.” En þú getur ekki alla tíð verið fóstra mín, Janet, þú ert ung og verður að giftast.” “Eg kæri mig ekki um að giftast.” “Þú ættir að kæra þig ,úm það, Janet. Ef eg væri þvílíkur sem eg var, þá skyldi eg reyna að fá þig til — en — sjónlaus drumbur!” Þungsinnið færðist yfir hann aftur. En eg fekk kjark á ný og gerðist glöð í sinni. Af orðum hans skildist mér hver fyrirstaðan var, og með því að eg kendi engrar fyrirstöðu af minni hálfu, þá hvarf mér vandinn, er svifið hafði að mér. Eg brá talinu til gamans. “Það er kominn tími til að einhver taki Þér tak,” sagði eg, og skifti hári hans í vang- anum; það var þykt og alls ekki nýlega snotr- að; “Það þarf að setja á þig mannsmót upp á nýtt, þú ert að verða Ijóni líkur eða ein- hverju þess háttar; eins og þú hefðir tekið þér snið eftir Nebuchadnezar á víðavangi eða úglu- ham, svo er þitt hárafar, hvort neglumar á þér hafa breyzt og orðið líkar klóm, hefi eg ekki aðgætt ennþá.” “Hér hefi eg hvorki hönd né nögl,” mælti hann og sýndi mér stúfinn. “Hér er ekki ann- að en stúfurinn, og er hræðileg sjón. Finst þér ekki svo, Jane?” “Það er bágt að sjá og augun þín og bruna örið á enninu á þér; en bágast af öllu er, að það er hætt við að þér verði of mikil elska í té látin vegna alls þessa og of mikið við þig haft.” “Eg hélt þér byði við, Jane, að sjá stúfinn og örið.” Hélztú það? Láttu mig ekki heyra það, annars kann eg að segja nokkuð niðrandi um vitsmuni þína. Sleptu mér nú dálitla stund, eg ætla að glæða eldinn og láta sópa kringuto hlóðin. Sér þú eld, þegar hann brennur glatt?” “Já, með öðru auganu sé eg bjarma, eða roða af bjarma.” “Og ljósin á kertunum?”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.