Heimskringla


Heimskringla - 14.11.1934, Qupperneq 5

Heimskringla - 14.11.1934, Qupperneq 5
WINNIPEG, 14. NÓV. 1934 rf E I MSKRJNGLA 5. SIÐA mál heimtar. Syndakenning- arnar í þessu efni gerðu heil- brigt, hreint, eðlilegt líf að við- urstyggilegum óþverra. Sam- band pilta og stúlkna er eins eðlilegt og heilbrigt í mannlegu lífi og sólin og sumarið er blóm- um vallarins og merkurinnar. Þegar þar er gætt heilbrigðrar skynsemi kemur engin synd til greina. Samband og sambúð eijis manns og einnar konu er eina ráðið til þess að byggja heimili og sælu. En til þess að piltur og stúlka geti átt framtíð á þeim grundvelli verða möguleikar og tækifæri að vera fyrir hendi til iþess að velja; en til þess að geta valið viturlega verður að vera tækifæri til samfunda og kynn- inga — þetta gildir ekki síður í ástamálum en í vinavali og af þeim ástæðum tel eg það nauð- synlegt að ungt fólk hafi tæki- færi og frelsi í þeim efnum. í félagslífi þar sem heilbrigð um- gengni pilta og stúlkna ætti sér stað; þar sem þau hefðu ó- hindrað og eðlilegt tækifæri til þess að kynnast trúi eg því að um engar hættur væri að ræða — eða að minsta kosti miklu færri en í andrúmslofti fornrar hjátrúar og útlifaðra hindur- vitna. Eg gæti haldið áfram og talið upp ótal fleiri brot sem eg hefi framið gegn þeim siðferðfte- kenningum sem eg- var alinn upp við. Eg hefi slitiö mig laus- an frá þeim einni eftir aðra og skapað mér sjálfur siðferðislög- mál þar sem eg hefi reynt að gæta heiðarlegs lífernis, félags- lega heilbrigðs og uppbyggilegs með engum hjátrúarhöftum. En svo skal hér látið staðar num- ið; eg veit að eg losna aldrei fullkomlega við þau áhrif sem hinar fornu, fölsku kenn- ingar höfðu á hugarfar mitt og sálarlíf, eg veit að foreldrar mínir og aðrir gerðu þetta alt í bezta skyni — reyndu að bjarga mér frá því, sem kall- að var synd og steyptu þAU sál- arlíf mitt -í sínu eigin móti í þeim ásetningi að fullkomna mig, þó það stefndi alt í öfuga átt og stimplaði mig þeim fingraförum sem til óheilla Ieiddu og aldrei verða með öllu afmáð. — En samt finst mér að eg geti sagt það meö sanni og talsverðu stolti að eg er ekki lengur “góður drengur” — eg er betri drengur. « Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi. Mér dettur í hug í sambandi við þetta erindið hans Þor- steins Erlingsson: “Eg veit þó sitt bezta hver vin- ur mér gaf, og viljandi blekti mig enginn, en til þess að skafa það alt saman af er æfin að helmingi gengin; það verður á bók þess svo var- lega að skrifa, sem veikur er fæddur og skamt á að lifa. Þýðandinn. 1 lúterskum kirkjum er þess víða getið, að nú eru 400 ár liðin frá því biblían var útgefin á öðru tungumáli en latínu og grísku. Sá hét Marteinn Luth- er, þýzkur sem vann það verk. Nú er biblían útgefin á öllum tungumálum, sem þekkjast, en hvergi lesin á latínu og grísku, nema í presta efna skólum. * * * Tíu loftför Bandaríkja stjóm- ar flugu yfir Winnipeg í sum- ar, norður til Alaska. Þeir gerðu landabréf af tuttugu þús. fermílum þess landshluta, á þrem dögum, með sex Ijós- myndavélum er hver hafði sex gler, frá 16,000 feta lofthæð. KaupiS Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu HAUST-HREGG Þegar fjálgast yndið er, úlfur nálgast sauðinn. Af oss tálgast auður fer, öllu sálgar dauðinn. Harma æðir alda mörg örlaga þræði bundin, kyljan næðir hof og hörg, hjartans blæðir undin. Feigð má hér á flestu sjá, flemtur lér og dauða. Hörmung er að horfa á hauðrið bera og auða. Hárra vinda hamfarir harm um strindi leiða, ama lyndi ófarir yl í skyndi deyða. Haustið strangan legst í leik lífs forganga notin, visnuð hanga blöðin bleik, iblóma angan þrotin. Jarðargróður allur er undir flóði meina, svanur hljóður situr hver sorgaróð að kveina. Líksöng drynur dauða-blær, deprast hlynur auður. Sólar skinið færist fjær, fjúk á dynur hauður. Færast svell í freðna jörð frosta-smellir duna, á fjöllum skella fjúkin hörð fannir um velli bruna. Foldar skrúðans yndi autt er nú knúð til dómsins, þrumar um rúða rjóðrið snautt röddin lúöur-hljómsins. Því er milda vonin veik völlur hildar bleikur, lífs í tryldum trölla leik titra gildar eikur. Þó um stund hér eyði ís, alt líf blundi í högum, upp úr grund það aftur rís al-lífs bundið lögum. Þannig líðum líka vér lífs nær tíð er þrotin, löngu stríði lokið hér. —lukkuskíðin brotin. En hvort rísum aftur, því örlagadísir ráða, mér eg kýs að una í andans-hýsi þráða. Út á sæinn eilífðar einhvern daginn förum, eftir haginn hérvistar, —harms, að nægja kjörum. M. Ingimarsson FRÁ ÍSLANDI Eftir “Vísi” Úr Dýrafirði 14. okt. Frá Núpi í Dýrafirði símar fréttaritari útvarpsins, að þar um sveitir hafi að undanförnu verið sífeld votviðri. Talsverð hey eru enn úti í Önundarfirði og víðar. Ógæftir eru til sjávar. Mikil snjókoma var þar í nótt og í dag. — Núpsskóli var sett- ur í gær, nemendur eru 31. * * * Vegurinn um SiglufjarðarskarS Siglufirði 14. okt. Enn er framhald af söfnun gjafadagsverka til vegarins yfir Siglufjarðarskarð, og hafa nú safnast loforð um yfir 3000 dagsverk. * * * Fjárskaðarnir í fyrra mánuði 14. okt. Úr Skagafirði símar fréttarit- ari útvarpsins, að í síðustu göngum, sem eru nú nýlega um garð gengnar á afréttum Skag- firðinga, hafi fundist talsvert af ræflum af sauðfé, er farist hafi í fönn í norðanhríðinni seint í fyrra mánuði. — Þess varð vart að margt fé hafði skriðið úr fönn og ekki sakað. Öll síld, er söltuð var á Sauð- árkóki til útflutnings, hefir nú verið flutt út. Síldin var 11,000 tunnur og þykir mikil tekju- grein fyrir þorpsbúa. Flutninga- skipið Steady hefir tekið fisk til útflutnings af Sauðárkróki og Hofsós, og átti að íeggja af stað til Englands í gærkveldi. Von var á Sindra í dag, til þess að taka bátafisk úr Skajp- firði. — Afli hefir verið sæmi- legur undanfarið. * * * Kirkjuvígsla 14. okt. Hin nýja kirkja í Vík í Mýr dal var vígð í dag, með mikilli viðhöfn af biskupi íslands og þjónuðu við vígsluna allir prest- ar Vestur-Skaftafellsprófasts- dæmis og einn úr Rángárvalla- prófastsdæmi. Að athöfninni lokinni flutti Gísli Sveinsson sýslumaður erindi um sögu kirkjubyggingarmálsins í Vík. <* * * Frá Akranesi Akranesi 9. okt. Fiskþurkun er nú lokið hér á Akranesi. Síðasta fiskinn tók Haraldur Böðvarsson þurran í hús 29. f. m. Fiskþurkun gekk sæmilega þó sumarið væri’ vot- viðrasamt. Sjaldan rigndi á breiddan fisk, en stundum varð að taka saman þegar breiðslu var lokið eða fyr. Heyfengur er talinn góður hér á Akranesi og í nærsveitum og nýting var allgóð. Síðasti Akranesbáturinn hætti síldveiði í reknet í Jökuldjúpi 30. f. m. Á tímabilinu frá 20. júlí til þess tíma var síldveiði Akranesbátanna sem hér segir: Ver 1203 tunnur, Bára 564 tunnur, Aldan 445 tunnur, Víðir 765 tunnur, Sæfari 92'/2 tunna, Sjöfn 841/4 tunna, Hafþór 282>/2 tunna. — Öll þessi síld hefir verið fryst hér á Akranesi og geymd til beitu á næstu vertíð. Auk þess hefir Hafþór lagt á land í Keflavík 180 tunnur síld- ar. — Ver hefir lengst af í sum- ar stundað dragnótaveiðar og aflað vel og selt afla sinn til Reykjavíkur. Barnaskólinn hér á Akranesi var settur 1. þ. m. Starfar hann í 7 deildum, þar af tveim tví- skiftum. Skólaskylda barna var nú færð úr 10 ára aldri til 7 ára aldurs. Innrituð voru 220 börn. Unglingaskóli í tveim deildum var settur 4. þ. m. Honum er ætlað að starfa í 4 mánuði. Nemendur eru 28, og er aðsókn þetta mest. Kennaralið barna- skólans skiftir með sér kensl- unni. * * * Þorst. Þ. Þorsteinsson skáld, sem lengi hefir dvalist vestan hafs, hefir nýlega gefið út “frásögn í sögustíl”, er hann nefnir Kossa. Vísir spurði höf. að því, hvort þetta væri skáld- saga. “Það eru bara Kossar”, sagði skáldið, “og það er alls ekki víst, að stúlkurnar hér í Reykjavík eða aðrir þurfi á minni tilsögn að halda”. Var auðheyrt að hann bjóst heldur við því, að fólk hér kynni kossa- listina, engu síður en aðrir. — Þ. Þ. Þ. er löngu kunnur af rit- störfum sínum. Hann gaf út tímaritið “Sögu” um sex ára skeið, meðan hann dvaldist í Winnipeg og ráðgerir að hefja útgáfuna af nýju hér í Rvík. um næstu áramót — “Saga” var afarfjölbreytt að efni, eins og getið mun hafa verið um hér í blaðinu á sínum tíma. * * * Bátabraut á Ólafsfirði 16. okt. Ólafsfirðingar hafa nú lokið við bátabraut sína, og var fyrsti báturinn settur í land þann 4. þ. m. Ennþá er aðeins rúm fyrir 10 báta, en með litlum kostnaði má stækka brautina eftir vild. Hægt er að taka alt að 30 smá- lesta skip. Fréttaritari útvarpsins á Akureyri segir, að allur útbún- aður bátabrautarinnar sé hinn vandaðasti, og hafi mannvirki þetta þó ekki kostað nema 16,000 krónur. Útgerðarmenn sjálfir hafa lagt fram fé til fyr- irtækisins. Brautin er í aðal- atriðum sniðin eftir bátabraut á Akranesi, en þó að ýmsu leyti aukin og fullkomnuð. Svein- björn Jónsson byggingarmeist- ari hefir staðið fyrir verkinu. Bátabraut þessi er til mikils hagræðis fyrir Ólafsfirðinga, þar sem þeir hafa áður orðið að setja báta sína á Akureýri. * * * Af Snæfellsnesi .... 16. okt. Haustvertíð er nýbyrjuð í Ól- afsvík. Gæftir eru góðar og sæmilegur afli. Hilmir hefir ver- ið þar undanfarið og tekið báta- fisk til útflutnings. Einn bátur úr Ólafsvík býr sig nú á drag- nótaveiðar. Á höfninni á Sandi hefir verið dálítil síldveiði undanfarið. Síldin er höfð til beitu. Heyskapur gekk vel á utan- verðu Snæfellsnesi í sumar. Mikil uppskera varð úr görð- um á Sandi í haust og ekki bar á jarðeplasýki. Hinsvegar ó- nýttist að mestu leyti uppskera úr görðum í Ólafsvík vegna jarðeplamyglu, nema hjá þeim sem notuðu Kerrs og Stóra Skota til útsæðis, en næstum ekkert bar á jarðeplamyglu í Ólafsvík í fyrra. Skarlatssótt hefir gengið í Ólafsvík í alt sumar en virðist nú vera í rénun. * * * Brúarstæði á Skjálfandafljóti Húsavík 18. okt. Árni Pálsson verðfræðingur hefir undanfarið verið að mæla brúarstæði á Skjálfandafljóti undan Skriðulandi. Við botn- rannsókn þar reyndist 3.70 metrar niðui' á fastan grundvöll austan fljóts, en litlu dýpra að vestan. Lengd brúarinnar sjálfrar er áætluð 190 metrar. Auk þess garður frá vestari brú- arsporði að bakka 90 mtr. — Sýslunefnd kaus sérstaka fram- kvæmdanefnd í þetta mál á síðasta vori, og hefir hún sótt til Alþingis um fjárveitingu til brúargerðarinnar. * * * Vélbátur strandar Isafirði 20. okt. Vélbáturinn Svend strandaði á sandinum í Bolungarvík í gær kveldi er hann var að koma úr róðri. Mannbjörg varð. * * * Húsavíkur-bryggja 20. okt. Bryggjan á Húsavík er nú nothæf til síldarsöltunar, og segir fréttaritari útvarpsins í skeyti þaðan, að gufuskipið Drangey hafi verið afgretit við bryggjuna, og láti skipstjórinn hið besta af því. Bryggjan er nú komin 200 m. í sjó fram, og geta síldarskip nú lagst við hana. Dýpi viö byggjuhaus er 5 metrar með fjöru. Þó á að lengja hana enn um 20 metra, og bæta þar við steinnökkva. — Bryggj- an kostar nú um 230 þús. krón- ur, sem er að mestu leyti láns- Frh. á 7. bls. HEIMBOÐ Frh. frá 1 bls. mikill burgeis í sínu ríki og sáu uppá þokkalegar meyjar leika listuga dansa. Enn héldu þeir fram ferðinni um Manchuriu, sem nú nefnist Manchuoko, til Mukden, sátu veizlu upp á kínverskan móð, hjá býjarstjóra með venjuleg- um ræðu og minna flutningi, sáu spítala mikinn og hallir þær sem konungur af Manchu kyni bjuggu í til forna, svo og kola námu þar, sem kolin eru ekki grafin l'xr jörð, heldur er kolastálið eins og lágur hamar, sem blasir við ofanjarðar. Höfuðborg þessa nýja ríkis heitir Hsin-King og þar voru ferðamenn leiddir fyrir þann sem nú kallast keisari með nafninu Pu Yi, síðan lestaðir til Harbin. Þá fór sumt að heltast úr lestinni af þreytu og kvillum. Þeir sem stóðust volk- ið, héldu til Yokohama og sátu i lokaveizlu með mikilli kæti hjá konsúl Bandaríkjanna, stigu á skip við veifandi fána og dynj- andi hornablástur og knúðu rastir heimleiðis. Þótti þeim viðtökurnar hinar beztu og veit- ! ingar með vinsemd' og miklu ör- læti framreiddar. . Á nýlega afstöðnum ársfundi hinnar meþódisku biskupa kirkju í Bandaríkjunum var j þetta samþykt meðal annars: 1. Að vinna sem harðast að því að banna vínsölu. 2. Að víta blöðin fyrir að flytja auglýsingar um brenni- vín. 3. Að aftaka kvikmynda sýn- ingar sem sýna og ýta undir holdsins breyskleika. 4. Að skora á stjórnina að taka að sér vopnasmíði, til að draga úr manndrápum í stríðs- hættu. — Félögin sem búa til vopnin, meinast etja þjóðum saman ,til þess að selja sem mest af sínum skæða vamingi og græða svo mikið, jafnvel meðan svonefndur friður helzt, að þeim eru flestir vegir færir. Fyrnefndur fundur lýsti því, að nú væri mikil brennivíns öld í Bandarkjunum, og leynibrugg og prang með drykkjarföng engu minni en fyr, meðan sölu- bannið stóð. * * * Launum af Nobels verð- launasjóði var í ár skift milli þriggja lækna í Bandaríkjun- um “fjrrir lifrar lækningar í blóðleysis veikindum”. — Þeir heita Dr. Whipple í Rochefeter, Dr. Minot, háskólakennari í Harvard og Dr. Murphy í Bo- ston. Tveir þeir síðarnefndu hafa um æði langan tíma gefið blóðvana sjúklingum lifur inn, til að vinna á móti veikindum þ’eirra. Ekki er þess getið, hvort ráð þeirra séu óyggjandi, þó væntanlega sé til einhverra bóta. Launin voru 162.607 kr. 92 aur eða sem næst $41,000. Friðarlaunin af sama sjóði er sagt að Norman Angell muni fá óskift. Hann hefir skrifað bækur um stríð, herbúnað og fjámál, mjög víðlesnar.. Þér sem notið— TIMBUE KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgöir: Henry Ave. Ea»t . Sími 95 551—95 552 Skrtfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA BUSINESS EDUCATION >»\ A. í°' cgerytKin4 \ \ avrung„ vnC \ extbooL. Wu ^ (or ;la5Se5 L ryrefcr nxrúon m l °U' UreCir> roorrxs. Cit? st^lenö f°r 0UVi0S á«.r«A Don’t „rranged '1 . rortK«Cotn- PU' corrsyo^ inionP'°5Par be rnek- notkin&.«n „^srds < i Ttud* f0 R/ compute PROSPrctUS To tKe Secretary: Dominkm Business College Winnipeg, Manitobe WitKout obligation, please send me full particulars of your courses on“Streamlin«" business training. Address ^cDominion BUSINES^ COLLEGE ’ ÖM IHt MAlí • WINNIP^G - ÞÉR GETIÐ REITT YÐUR Á RJÓMAN 0G MJÓLKINA HJÁ 0SS REYNIB MODERH VÖRUR 0G VIÐSKIFTI SIMI 201 101

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.