Heimskringla - 14.11.1934, Side 8

Heimskringla - 14.11.1934, Side 8
8. SIÐA ntlMSKRINGLA WINNIPEG, 14. NÓV 1934 FJÆR OG NÆR Séra Jakob Jónsson messar í Sambandskirkju í Winnipeg næstkomandi sunnudag. * * * Séra Guðm. Ámason messar á Lundar 18. nóv. kl. 2. e. h. * * * 1 morgun komu þeir dr. Rögn-. valdur Pétursson og séra Jakob Jónsson vestan frá Wynyard, en þar hafa þeir verið í vikutíma. Séra Jakob messaði í Leslie og Wynyard s. 1. sunnudag og var húsfyllir við messurnar. Þjóð- ræknissamkomur voru og haldnar á þessum stöðum með- an dvalið var vestra og fluttu þeir báðir, dr. Rögnvaldur Pét- ursson og séra Jakob þar fyrir- lestra. Voru samkomurnar mjög vel sóttar enda var um fágæta skemtun þarna að ræða, er þeir er þess áttu kost hafa ekki kært sig um að fara á mis. * * * Ásmundur P. Jóhannsson fasteignasali kom vestan frá Wynyard í gær. Var hann þar ásamt dr. Rögnv. Péturssyni og séra Jakob Jónssyni í erindum fyrir Þjóðræknisfélagið og flutti ræður í Wynyard og Leslie um félagsmálin er var tekið hið bezta, eins og þjóðræknismálum yfirleitt er gert vestra. * * * Islenzkir drengir frá 16—18 ára aldurs ,sem ætla sér að leika á komandi vetri, ættu að senda nöfn sín sem fyrst til Carls Thorlákssonar úrsmiðs. 699 Sargent Ave., eða finna hann að máli. Hann sér um vistun þeirra hjá félaginu “Fálk- inn”. HATTAR Við tökum gamla flóka hatta ojEf gerum sem nýja. Quinton’s “Showerbath” hreinsun ger- breytir þeim og eftir sttutan tfma færðu hatt þinn til baka stífan og spengilegan—aðeins fyrir— 50c SímiS 42 361 strax Líkkistur til Sölu Undirritaður hefir til sölu handsmíðaðar líkkistur úr eik og furu. Eru þær sterkar, og frá þeim gengið á allan hátt sem venjulegum líkkistum, fóðraðar með silki o. s. frv. Verð $65.00 til $125.00 hver. Pöntunum sint samstundis. Til sýnis að: 867 Ingersoll St. Sími 35 974 F. Hansen Jakob Hall frá Edinburgh, N. D. kom til bæjarins snöggva ferð í byrjun þessarar viku. * * * Dr. Jón A. Bíldfell heldur bráðlega fyrirlestur með mynd- um um Baffin Land og íbúa þess, hér í Winnipeg. Staður og stund verður auglýst í næsta blaði. Dr. Bíldfell er fyrir skömmu komin þaðan að norð- an, en þar hafði hann spítala- störf með höndum fyrir sam- bandsstjórnina. * * * Ásmundur Eymundsson til heimilis í Mikley á Winnipeg- vatni, lézt 27. október. Hann druknaði. Hann var 56 ára gamall, kom heiman af ís- landi árið 1902, frá Dilksnesi í Hornafirði ásamt foreldrum sín- um og systkinum. Fóru foreldr- ar hans aftur heim eftir nokkra ára dvöl hér vestra og systkini hins látna öll nema einn bróðir, Stefán, er býr í Winnipeg. Ás- mundur heitinn skrapp heim árið 1929, en kom vestur aftur 1931. Settist hann að í Mikl- ey þar sem hann hafði áður verið. Hann var hagleiksmað- ur sem hann átti ætt til og stundaði um skeið gullsmíði. — Jarðarförin fór fram 10. nóv. Séra Eyjólfur J. Melan jarð- söng. * * * Gamli maðurirm raular við sjálfan sig Nú eg ekki fer eitt fet framar út á stræti, inni því eg ávalt sit einn, og sviftur kæti. G. J. * * * “Silver Tea” til minningar um afmælisdag séra Jóns heitins Bjarnasonar verður haldið : fimtudagskvöldið (15. nóv.) í þessari viku. Samkoman stend- ur yfir frá kl. 8. til kl. 11 að kvöldinu. Um kl, 9. flytur Dr. Björn B. Jónsson stutta ræðu um séra Jón. Skemt verður einnig með söng. Allir eru velkomnir. Tekið verður á móti gjöfum til Jóns Bjarnasonar skóla. * * * Fimtudaginn, 1. nóv., voru þau Jóhann Friðrik Elíasson frá Selkirk, Man., og Mabel Gróa Johnson frá Peguis, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður í Winnipeg. * * * Messuboð Þann 18. nóv. messar séra Sigurður Ólafsson á eftirfylgj- andi stöðum: Hnausaukirkju kl. 11. síðd. Geysis kirkju kl. 2. síðd. Víðir kirkju, kl. 8.45 síðd. * * * Ein deild Kvenfélags Sam- Bandssafnaðar heldur “Demon- stration Tea” í somkomusal kirkjunnar á föstudaginn kem- ur kl. 2.15 eftir hádeg.. !Fyrir- lestur um matreiðslu verður haldinn af nafnkunnri mat- eiðslukonu. Verðu matreitt þar á staðnum og aðferðir sýndar. Þeir sem koma hafa tækifæri að fá verðlaun. Fríar veitingar fyrir alla, en aðgengur að sam komunni er 15 cent. Mrs. Jessie Maclennan sem sækir um kosningu í bæjarráðs- stöðu í 2. deild, er kona sem vel er þekt fyrir opinber störf sín í Winnipeg. Hún var kosinn fjörgur ár í röð sem skólaráðsmaður og hlaut flest atkvæði þeirra er kosningu hlutu. Nú sækir hún um meira og víðtækara starfssvið, bæj- arráðsstöðu. ..Aðal áhugamál hennar er betri húsakynni og atvinna fyrir handverksmenn. Hún hefir trú á því, að menn og konur sem reynslu hafa, geti gert mikið og þarft verk í stjórn þessa bæjar á þessum tímum. Hún álítur einnig að fylkisstjórnin geti borið meira af skattbyrði þessa bæjar, en hún gerir og létt byrðinni á bæjarbúum. Hún álítur ennfremur nauðsynlegt, að konur sé f bæjarráðinu. Mr. og Mrs. Konráð Jóhannes- son, 723 Alverstone St., Winni- peg komu s. 1. miðvikudag sunnan frá Detroit. Fóru þau þangað í eigin flugvél Mr. Jó- hannessonar,. er yfirlíta þurfti eins og allar flugvélar, eftir að vissa vegalengd hefir verið flog- ið í þeim. En meðan á skoðun- inni eða viðgerðinni stóð í De- troit, skruppu hjónin til Chi- cago. Ferðin gekk eins og -í sögu, enda er Jóhannesson í fremstu röð flugmanna þessa lands. Með þeim kom til baka frá Chicago Mrs. Guðný Paul, er dvelur nokkra daga í bænum. * * * Ein deild Kvenfélags Sam- bandssafnaðar í Winnipeg, efn- ir til spilakvölds (Bridge Party) í samkomusal kirkjunnar næst- komandi miðvikudagskvöld 21. nóv. Við ágætri skemtun er búist. * * * Egilsína Guðlaug Doll, dóttir Eyvindar Doll í Riverton, dó s. 1. föstudag á berklahælinu á Ninette. * * * I. O. G. T. Þessi börn og ungmenni voru sett í embætti s. 1. laugardag í ungtemplara og barnastúkunni Gimli nr. 7.: FÆT—Evelyn Torfason ÆT—Guðrún Johnson VT—Margrét Johnson D—Margrét Lee AD—Eleanor Stevens K—Guðrún Thomson R.—•Haraldur Benson AR—Laugi Helgason FTl—Jón Einarsson G—Jóhann Tergesen V—Harold Helgason Hið árlega Hallowe’en masque- rade party stúkunnar fór fram í Parish Hall, 31. okt. Verðlaun voru gefin fyrir bestu búninga. Stúkan vottar þakkir öllum sem hjálpuðu til að gera þessa kveld stund ánægjulega. * * * Ungfrú Kristín Sölvadóttir Jónsson, sem til Winnipeg kom 1930 heiman af íslandi og hér vestra var víða kunn meðal annars fyrir góða leiklistarhæfi- leika, er hún sýndi er hún lék Dóru í íeikriti E. H. K. “Hall- steinn og Dóra”, er komin til Reykjavíkur, að því er Alþbl. hermir frá 26. október. * * * Takið eftir Tombóla og dans til arðs fyr- ir sjúkrasjóð St. Heklu nr. 33 verður haldin í G. T. húsinu, mánudagskveldið 19. nóv. 1934. Margir eigulegir munir verða á boðstólum svo sem matvara, “Electric Pad”. V^corð af við frá Mr. Fredrickson. Inngangur og einn dráttur 25c, byrjar kl. 8. e. h. Dansinn byrjar kl. 10 ágætis music. Komið og fyllið húsið og styrkið gott málefni. * * * G. T. Spil og Dans verður haldið á föstudaginn 1 þessari viku og þriðjudaginn í næstu viku í I. O. G. T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stundvís- lega kl. 8.30 að kvöldinu. Ágætir hljóðfæraflokkar leika fyrir dansinum. — Lofthreins- unar tæki af allra nýjustu gerð eru í byggingunni. Fyrstu verðlaun $15.00 og átta verðlaun veitt þar að auki. Allir velkomnir. FRÁ ÍSLANDI Um 17 þúsundir manna sóttu heilsufræðisýninguna Rvík. 24. okt. Heilsufræðisýning Læknafé- lags Reykjavíkur var opin í Landakotsspítalanum 6—21 okt. 1934. Aðsókn var mikil alla dagana, svo að um 16—17,000 manns munu hafa séð sýninguna, eftir því sem næst verður komist. Þar eð aðgangur var ókeypis | næstsíðasta daginn og aðsókn jþá gífurleg, er erfitt að segja | með vissu hversu margir sýn- ingargestir hafa alls verið. — Skólar höfðu allir ókeypig að- j gang, utan- sem innanbæjar- skólar, þeir, sem til náðist, svo I og flokkar manna eftir beiðni. í kvikmyndahúsunum voru i sex sýningar á myndum heilsu- fræðilegs efnis auk skólasýn- inga. Með kvikmyndunum fluttu læknar skýringar — (Hannes Guðmundsson, Gunnl. Claessen, Niels Dungal, Lárus Einarsosn, Helgi Tómasson). í útvarp fluttu fyrirlestra á vegum Læknafélagsins þeir próf Guðm. Hannesson um skipulag bæja, dr. med. Gunnl. Claessen um Rauða kross íslands, próf. Niels Dungal um nytjagerli, ól. Helgason læknir lýsingar á sýn- ingunni. Á sýningunni sjálfri voru flutt stutt erindi fyrir almenning um farsóttir á íslandi (próf. Guðm. Hanensson), berklaveiki (próf. Sig. Magðnússon), meðferð ungbarna (Katrín Thoroddsen læknir), meltinguna (dr. med Halldór Hansen), hjálp í við- lögum (Þórður Þórðarson lækn- tr), andlega heilbijigði (dr. med. Helgi Tómasson), heilsu- vernd bamshafandi kvenna (próf. Guðm. Thoroddsen), tenumar (Jón Jónsson læknir), heyraina (Ólafur Þorsteinsson læknir), krabbamein (próf. N. Dungal), skipulagsuppdrætti (próf. Guðm. Hannesson). Auk þess fluttu læknár og læknanemar daglega skýringar fyrir gestunum í öllum deild- um sýningarinnar og skátar sýndu lífgunartilraunir. í Læknafélagi Reykjavíkur flutti gestur félagsins, dr. Per- nice yfirlæknir frá Berlín fyr- irlestur um þjóðemiskend Þjóð- verja og sýndi auk þess kvik- mynd sérfæðilegs efnis. Kostnaður við sýninguna hef- ir verið mikill, en vegna hinnar ágætu aðsóknar og stuðnings margra góðra manna og stofn- ana hérlendis og erlendis, og síðast en ekki sízt allra helztu blaðanna í Reykjavík, eru þó horfur á, að nokkur tekjuaf- gangur verði af sýningunni. — Hefir félagsstjórain í undirbún- ingi tillögur um hvemig fé þessu verði bezt varið í al- menings þágu. —Alþbl. Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu Heimskringlu með af- I falls verði, námsskeið við helztu I verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið tal af ráðsmanni blaðsins. * * * I “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundinum við Mo- i zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. ! Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Funóir 1. íöstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsita mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 11. f. h. Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu AFBRAGÐ í Þýzkalandi verða allir (og Hitler líka?) að bera á sér merki til að sanna af hvaða kynstofn þeir géu, og helzt langt í ættir fram. Sá er bezt kynj- aður, sem þýzkastur er og þýzk- astur er sá ,sem hefir minst af “útlendu” blóði í æðum sínum. * * * Einvígi háðu tveir franskir nálægt París einn daginn, báðir ríðandi, berir ofan að mitti, með brugðnum sverðum, þeir hleyptu hvor á móti öðram ogj börðust þangað til annar féll af baki og var fluttur á spítala. Hinn særðist og báðir hestarair. með Handbróderingu Þetta luncheon setti sýnir hæfi- leika þína í sinni réttu mynd, með J. & P. Coats’ Mercer-Cro- chet — þessu ágæta bródering garni, sem ekki litast upp og fæst í ótölulega mörgum litum. Sendið beiðni um fyrirmyndina sem hér er sýnd. J. & JP. Conts9 MEIiCER- CROCIKET Búið til í Canada af framleiðendum Coats’ og Clark’s Spool Cotton Notið ávalt Mllward’s-nálar, frægar síðan 1730. The Canadian Spool Cotton Co., Dept. HI-34B, P.O. Box 519, MONTREAD, P. Q. Gerið svo vel að senda mér frítt fyrir- mynd af bróderingu þeirri, er hér er sýnd. Nafn ........................... Heimilisfang ................... Fremst að vinsældum Þúsundir halda fram að White Seal bjór sé þeirra uppáhalds drykkur. Þeim fellur keimur- inn — þeim fell- ur styrkleikinn — þeir meta gæðin — þeir dást að skær- leika hans. Iteynið eina flösku af White Seal; nú á sínu gamla verði; berið þetta saman við annan bjór og þá skiljið þér vinsæld- ir hans. ■USffSK? Fæst i áfengissölubúðum fylkisins í pappakassa með leð- urspennum, á sveitarhótelum, í veitingastofum og á klúbbum. Til heimilisnota. PHONE2OH70 Auglýsing þessi er ekki birt að skip- un áfengissölunefndar stjómarinnar. Nefndin ber enga ábyrgð á þeim staðhæfingum sem gerðar em um gæði vörunnar sem auglýst er. Fyrir Borgarstjóra er atkvæðis yðar óskað af bæjarráðsmanni J. A. McKerchar Hans miklu hæfileikar og hagkvæm þekking, er velferð þessarar borgar ómissandi. Sem skólaráðsmaður, sem bæjarráðsmaður, sem formaður fjármálanefndar í tíu ár, hefir hann vakið þá eftirtekt á sér, að borgararnir munu fáum betur treysta en honum fyrir málum bæjarins. SETJIÐ TÖLUNA 1 VIÐ NAFN HANS Á ATKVÆÐASEÐLINUM Brennið kol og si )ari ið 9 it Premier Cobble (Sask. Lignite) Dominion Cobble (Sask. Lignite) Wildfire Lump (Drumheller) Western Gem Lump (Drumheller) Foothills Lump Bighorn Lump (Saunders Creek) Michel Koppers Coke Semet-Solvay Coke .$6.50 per ton . 5.90 “ .11.35 “ .11.35 “ .12.75 .13.25 .14.00 .14.50 All coal stored in Weatherproof sheds and delivered by our own trucks Phones: 94 309—94 300 McCurdy Supply Co, Ltc 1. j r r j Builders’ Supplies and Coal 49 NOTRE DAME AVE. E.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.