Heimskringla - 28.11.1934, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.11.1934, Blaðsíða 2
2. SfÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. NÓV. 1934 HUEY P. LONG Einn þeirra manna, sem livað mestur styr er um í Banda- ríkjunum, um þessar mundir, er Senator Huey P. Long, frá New Orleans. Hann er ennþá tiltölu- lega ungur maður, á 42. ári, en hann er þegar orðinn nafn- kendur um öll Bandaríkin, og sérstaklega fyrir starfsemi sína, sem ríkisstjóri í Louisiana. Saga þessa manns er að mörgu leyti merkileg, þó hún sé að sumú leyti býsna æfintýra- leg. Hann hefir unnið sig upp til hinna hæstu valda, og em- bætta í Louisiana ríkinu, með frábærum dugnaði ,og óhlífni gagnvart andstæðingum sínum. Þessvegna er hann hataður af mörgum, en lofaður af marg- falt fleiri. Hann hefir ekki komið sér á- fram með því að kaupa á sig kjafta lof, eða eins og margir að ríða þar á garðinn sem hann er lægstur; heldur hefir hann gert það gagnstæða, hann hefir lagt til orustú við þá stóru og sterku, svo að segja í fyrstu einn síns liðs. Hann hefir hafið sókn á hendur hinum voldugu auðsamsteypufélögum í Louisi- ana ríkinu, og sérstaklega hefir hann hafið árás á hina illræmdu auðmanna hringi í New Orleans. Með harðfengi, skarpskygni og snarræði hefir honum hepnast að koma í framkvæmd mörgum umbótum til almennings heilla, í Louisiana ríkinu, með tilstyrk (atkvæðum) hins eignalausa al- mennings, og þannig stigið spor í áttina til þess að koma á meiri jöfnuði á skiftingu auðsins, og bættum lífskjörum almennings í Louisíana, en verið hefir. En þessar tilraunir hafa ekki geng- ið orðalaust af, þar sem auð- valdið er annarsvegar að verja sérréttindi sín. Saga Senator Húey P. Long, er í fám orðum á þessa leið: Senator Huey P. Long er fæddúr 20. ág. 1893, á bónda- býli í norðurhluta Louisiana ríkis, nálægt bænum Winne- field. Hann var í æsku ó- hneigður fyrir erviðis vinnu og hélst ekki heima .lengur en þar til hann var 16 ára. Hið mikla fjör og athafna líf í borg- inni New Orleans dróg hann til sín; hann gerðist sölu agent, og reyndist hann með afbrigðum ötull og harðsækinn við það starf, en launin voru lítil, vann hann þó vel fyrir sér með því. Hann hafði áður hann fór að heiman lokið miðskóla prófi, og unnið sér heiðurs viðurkenn- ingú skólans fyrir þátttöku í mælsku samkepni, honum var og fyrir ágæta námshæfileg- leika, veittur skólastyrkur, til MEDALLION Te Drykkju Dúkur L Búlð hann tU sjálf úr ' '*• * p- Coats’ Mercer heklugarni. Ef heklaður er úr þessu sterka gaml varir hinn netti yndis- ,4«* leiki hans æfilanpt. — Mercer-Heklugam fæst i svörtu, hvítu, ekrú, lin og glitfögrum pastel iit- \**-mv<* 11 m — litimir allir á- Icws.'swcsj byrgstir varanlegir. Verið viss um að biðja um Milward’s stál heklunálar. J. cV P. Coats9 MERCER- CROCIIET Búið til í Canada hjá framleiðendum Coats’ og Clark’s Spool Cotton. The Canadian Spool Cotton Co. Dept. HI-35B, P.O. Box 519, MONTREAL, Canada. Gerið svo vel og sendið mér ókeypis leiðbeiningar hvernig búa skuli til te- dúk þenna sem að ofan er sýndur. Nafn ........................... Address ........................ framhalds náms við ríkisháskól- ann í Louisíana. Styrk veiting þessi varð honum að litlum not- um, því hann var aðeins til að borga skólagjaldið, en þá var ekkert til að borga með fyrir bækur og fæði og húsnæðL — Long sá að þetta nægði ekki, og hélt áfram að labba hús úr húsi, og selja varning sinn. — Hann fór að hugsa um, að með því að stunda þessa atvinnu, mundi hann seint komast, að því takmarki er hann hafði látið sig dreyma um að hann mundi ná. Hann fór að húgsa um að læra lög. Hann hafði litla pen- inga, og það lítið að hann hafði þurfti hann að brúka til annars; hann var trúlofaður Rose Mc- Connell frá Shreveport, og höfðu þau ákveðið að gifta sig, og eyddust við það þeir litlu peningar er hann átti. Næsta ár, er hann var 19 ára, fékk hann hjá bróður sínum dálítið peningalán, og með því gat hann komist inn í háskólann í Tulane árið 1914, og byrjaði að lesa lög, en næsta vor var hann orðinn peningalaus og sá að hann gat ekki haldið áfram náminu. Hann hafði lesið af hinu mesta kappi, enda lauk hann öllum prófum úm vorið, sem honum var leyft að ganga undir, með ágætis vitnisburði. Hann sá að hér varð staðar að nema, en það var ekki hans lund að hætta við hálfunnið verk, svo hann sótti um leyfi til yfirrétt- arins að sér væri leyft að ganga undir sérstakt próf í lögfræði, sem gæfi sér fullan rétt til að sækja og verja mál fyrir dóm- stólum ríkisins, ef hann stæðist það. Hann stóðst prófið, og þ. 15. maí 1915 þá 21 árs var hann svarinn inn, sem fullgildur lögmaður í Louisiana. Næstu þrjú árin lagði hann fyrir sig lögmannsstörf, og vann sér strax mikið álit. Smátt og smátt fór húgur hans að hneigj- ast að stjórnmálum. Hann fór að rannsaka það hvort stjórn- arskrá ríkisins, tæki nokkuð fram um það hvað menn þyrftu að vera gamlir, til þess að mega eiga sæti í jámbrautanefnd rík- isins, en svo var ekki. En svo stóð á, að í nefndina þurfti að kjósa einn mann, úr þeim hluta ríkisfins, sem hann átti heima í, svo hann bauð sig fram árið 1918. Þetta sama ár byrjaði hann opinberlega að halda fram þeirri kenningu, að nauðsyn bæri til að auðæfum landsins væri skift meðal þjóðarinnar, með meiri jöfnuði, en ætti sér | stað, og löggjafar vald ríksins beitti sér fyri rþví máli almenn- ings til heilla. Fjórir sóttu 1 móti honum um að komast í jámbraútanefndina, en eftir fyrstu atkvæðagreiðslu, var hann og annar til, sem um var að tefla, hinir vom alveg út. Hann lagði á stað og gekk hús úr húsi, til þess að afla sér atkvæða, og þegar kosningin fór fram á milli hans og keppi- nautar hans, hafði hann 636 at- kvæði fram yfir keppinaut sinn, og var þar með kosinn fulltrúi í jarnbratamefndina. Þessari nefnd var síðar breytt, og gerð að þjóðnytjanefnd. Meðan Long átti sæti í henni, hóf hann á- rásir sínar á hin voldugu olíu- félög og meðhöndlun ríkisvalds- ins, á almennings eignum og auðæfum ríkisins. Hann kom því til leiðar að lög voru samin, sem gáfu ríkisstjóminni vald til að hlutast til um starfrækslu olíufélaganna og ákváðu að olíu leiðslu pípur þeirra bæri að skoða, sem alment flutnings tæki. Þessi lög fékk hann stað- fest af hæstaréii Bandaríkjanna Hann vann og að því, að koma því til leiðar að lækka síma gjöld í Louisíana um $1,000,000 dollara; og auk þess að neyða símafélagið til að borga síma- notendum til baka $467,000 dollara, sem félagið hafði á ýmsan hátt, ólöglega dregið sér. Long lét mikið til sín taka! meðan hann var í þjóðnytja- nefndinni, enda vakti hann al- menna eftirtekt á sér, og varð brátt álitinn sem vinur og veradari almúgans. Árið 1924 sótti hann um ríkis- stjóra embættið í Louisíana, en beið ósigur að því sinni fyrir skjólstæðing olíufélaganna Hen- ry L. Fugua. í þeirri viðureign tókst olíu- og auðfélögunum, að æsa New Orleans upp á móti honum. Eftir þennan ósigur settist Long að í Shreveport, og stundaði lögmannsstörf; en hann notaði og tímann til að fletta ofan af olíufélögunum, og öðrum stór gróða félögum, í Louisiana, og sérstaklega í borginni New Orleans. Hann málaði og með sterkum litum, hið lélega stjómarfar undir handleiðslu ríkisstjórans Fugua. Fjómm árum seinna sótti Long aftur um ríkisstjóra embættið, og vann. Hann fann brátt, er hann var kominn í embtætið, að yfrið nóg var að gera, allur hagur ríkisins var í vestu ó- reiðu, undanfarandi ríkisstjórar, og stjómir, höfðu látið olíufé- lögin, og aðra auðmanna hringi ráða, því er þeir vildu. Ríkið var að mestu vegalaust. Þær fáu brýr er voru á ánúm vorti tollaðar til umferðar,, >en víðast voru lélegar ferjur, en ferjutoll- ur hár.. Stórar upphæðir höfðú verið teknar að láni, undir því yfir- skyni að fénu yrði varið til um- bóta fyrirtækja, sem aldrei höfðu verið gerð. Strax og Long var kominn í ríkisstjóra em- bættið, mætti hann haturs magnaðri mótstöðu í þinginu, að kæra skyldu hann strax tillaga var borin upp í þinginu fyrir embættis afglöp. Long varð þess brátt var að Standard olíufélag- ið kynti eldinn að þessari, mót- stöðú þingsins, en þrátt fyrir áhrif félagsins og mútur þess til þingmannanna, hafði Long þó lag á að halda þeim í skefjum, og temja þá smátt og smátt til, ef svo mætti segja, að jeta úr lófa sér. Öll blöð í Louisí- ana snérust á móti honum. — Hann hafði vikublað, er hann gaf út sjálfur, “The American Progress”, sem hann kom út um alt ríkið, og til fjölda fólks, sem aldrei hafði áður séð dag- blað . Blað hans fletti hlífðar- laust ofan af, bæði auðfélögun- um og þingmönnunum, sem leigutólum þeirra, og sýndi fólk- inú fram á, með óhrekjandi rök- um, hvernig öll blöð er gefin væri út í Louisíana, væm leigu tól auðvaldsins, og notuð til að villa fólkinu sýn á sannleikan- um. Hann hefir ágætt lag á að nota sér axarsköft andstæðingá sinna, og snúa þeim vopnum er þeir beita gegn honum, á þá sjálfa. Eitt það fyrsta er Long gerði er hann var kominn til valda, var að hækka skatt á olíu, gasi og timbri, til þess að geta veitt skólabömum ókeypis bækur, Lög ríkisins mæltu svo fyrir, að engan ríkisstyrk skyldi veita til sérskóla, en Long vann stuðn- ing hinna katólsku þingmanna, með því að gera lögin svo úr garði, að bækumar væm gefnar til barnanna, en ekki skólanna. Olíufélögin neituðu að borga þennan skatt og stefndu málinu fyrír rétt, en Long kallaði strax saman þingið, og kom því í gegn að þingið lagði 5 centa aukaskatt á hverja tunnú af olíu, sem hreinsuð væri í Louis- íana. Þessum skatti skyldi varið til vegagerðar og brúa bygginga í ríkinu. Nú versnaði samkomulagið um allan helming, og tók Stan- dard olíufélagið sig til, og gekst fyrir að kallaður var almennur borgara fundur í Baton Rouge, til að krefjast þess að Long væri rekinn úr ríkisstjóra em- bættinu. En samþyktin sem gerð var á fúndinum, varð besta vopn í hendi Longs á móti þeim sjálfum, og sönnun þess að hér væri um auðvalds samtök á móti alþýðunni að ræða. Niður- lag fundarsamþyktarinnar er á þessa leið: “— — Að vér fyrirdæmum sem óréttláta og hættulega, og | án allrar sanngirni, allar skatta álögur, hverju nafni sem nefn- ast, sem beint eða óbeint miða að því að þyngja skattbyrði á I iðnaðar framleiðslu innan Lou- isíana ríkis.” Því næst var höfðað glæpa- mál á hendur Long og hann kærður fyrír að misbeita em- bættisvaldi sínu, og fremja laga- brot. En Long hepnaðist ein- hvernvegin að vinna Senatið á sitt mál, og þannig með neitun Senatsins að ónýta þessa mál- sókn. Árið 1930 var Long kosinn fulltrúi Louisíana ríkis til Sen- atsins í Washington, áður hann lagði niður ríkistjóra embættið, kallaði hann saman þingið, lagði fyrir það frumvörp um þær framkvmædir er hann hafði í hyggju að koma í fram- kvæmd, og fékk þingið til að samþykkja frumvarpið breyt- ingalaust. Meðal annars er frumvarpið fór fram á, var að verja $5,000,000 dollars til nýrr- ar stjómar ráðsbyggingar, og $75,000,000 til vegalagningar og brúabygginga, og hækka gas- olíu skattinn um 1 cent, helm- ingur þess skyldi verða varið til hagsmuna alþýðúskólum, en hinn helmingurinn til að borga ,af veðskuldir og rentur, sem hvíldu á hafnarvirkjunum í New Orleans. Meðan Long var ríkisstjóri hafði honum aukist stöðugt al- , mennings fylgi um alt ríkið. — Hann gerði margt er miðaði til almennra heilla. Hann hafði bygt vegi og brýr, hann lét leiða jarðgas til New Orleans, sem sparaði borgarbúum 60 pró sent, við það sem þeir höfðu áður borgað fyrir gas, til Ijósa og 1 eldiviðar. Hann kom og á betri eldvömum við höfnina, sem lækkaði eldsábyrgðar gjald á vörum, úr $1.04 á hvert $1000 i virði, niður í 28 cent. Hann viðrétti og endúrbætti fyrir- komulag, hærri skóla, og undir- búningsskóla ríkisins. Hann kom og á frískólum, í staðinn fyrir það sem áður var, að for- eldrar þurftu að borga ákveðið skólagjald fyrir börn sín, við það jókst aðsóknin að skólanum um 20 prósent. Hann kom og á fót, fríum kvöldskólum í flest- um bæjum og borgum út um alt ríkið. Höfðu þeir þau áhrif, að meðan Long var ríkisstjóri í Loúisíana, lærðu yfir 100,000 ólæsar menneskjur að lesa, í þessum kvöldskólum. Hann kom og til leiðar, að bygður var sjóvarnargarður meðfram vatn- inu Pontchartrain, vatnið skemdi árlega mikið af góðu akurlendi og gerði marga aðra skaða, þegar hækkaði í því í rigninga tíð. Eina hina stærstu og vönduðustu loftskipa lend- ingarstöð í Norður Ameríku, lét hann byggja nálægt New Orleans. Hann færði og niður stjórnarkostnaðinn í Louisíana ríkinu, svo hann er nú 33 pró- sent lægri, en að meðaltali í 24 ríkjum í, sambandinu. Hann kom og því til leiðar með skattalöggjöf sinni, að allir þeir peningar, sem gengu til þess að borga fyrir hin mörgu stórvirki. og umbætur til almennings þarfa og afnota, er hann kom í framkvæmd, voru skattar, er lagðir voru á framleiðslu þeirra auðfélaga er notuðu auðs upp- sprettur ríkisins sér til stór- gróða, og annara er færastir voru að bera skatta byrðina. Sérstaklega fengu olíufélögin, og önnur auðug ríámafélög að leggja fram sinn skerf. Hann réttlætti þessar háu álögur á náma félögin með því, að sýna fram á, að þau hefðu ár eftir ár rænt auðæfum ríkisins, og aldrei borgað neitt fyrir, en nú væri kornið að skuldadögunum, og yi*ðu þau annaðhvort að gera, að borga part af því sem þau hefðu rænt af almennings uoc\NN RIS-PAPPiR RNNI GERD^ eignum, eða skila námunum, endurgjaldslaust aftur til ríkis- 1 ins. Strax og Long var orðinn rík- isstjóri, fór hann að búa í hag- inn fyrir sig; hann var óspar á að koma vinum sínum og stuðningsmönnum í góðar stöð- ur, en gætti þess vandlega að setja hvern þar sem hann gæti best notið sín, og orðið að sem mestu gagni. Hann var og vilj- ugur að hjálpa, með ríkisins fé, þeim, úr óvinaflokki hans, sem hann hélt að vinna mætti á sitt band, með góðu, og fyrir þá er reyndu að vera hlutlausir í þessari pólitísku orustu, hafði hann önnur ráð, og aðra aðferð. Hinir áköfustu mótstöðumenn hans, hafa þóst verða þess varir, að skattar þeirra hafi hækkað, og lánstækifæri þeirra við bankana verið takmörkuð, af eftirlitsmönnum stjórnarinnar; þeim hefir og verið bannað að nota dokkirnar við höfnina, sem eru ríkisins eign. Þannig hefir hið pólitíska stríð í Louisíana verið, síðan Long kom til sög- unnar. Maður gæti hugsað sér að Long væir einhver heljar jötun, að burðum, og veti, en svo er ekki, hann er rétt meðal maður að stærð, viðfeldinn og alúðleg- ur í samræðu; hann er ekki fríður í andliti, en hefir tindr- andi og gáfuleg augu, sem virð- ast vera sífelt skimandi eftir einhverju, munnurinn er nettur. en einbeittnislegur, nefið sívalt og klumbulegt; alt útlitið bend- ir á þráa, og jafnvel ofstopa- fengið lundarlag, frekar en gaumgæfnislega yfirvegun. Long veit að hann er altaf í hættu staddur, því auðfélögin hata hann dauðlegu hatri, enda hefir hann margt gert á hlut þeirra; hann er því mjög var um sig. Hvort heldur menn koma á fund hans í hótelniu sem hann heldur til í, í New Orleans, eða á skrifstofu hans í stjórnarráðsbyggingunni í Bat- on Rouge, sjá menn lífverði í kringum hann, með byssúr í vösunum, og sjást hlaupin standa upp úr, en hendina hafa þeir á lásnum, þetta gæti helst mint á A1 Capone, þegar hann var í allri sinni dýrð, eða ‘Legs’ Diamond og Owney Madden, eða einhverja slíka náunga. í prívat samtali er Long mjög kompánlegur og brúkar mjög hversdagslegt mál í samræðu. En á ræðupalli er hann vanur að brúka mikið af biblíu tilvitn- unum, til þess að styrkja sínar pólitísku kenningar með, eða bara sem slagyrði. Hann er yfir- leitt lítt heflaður í framkomu, og stúndum næstum ruddaleg- ur, þegar hann er í pólitískum vígahug; slík framkoma vekur forvitni fólksins, og safnast því fjöldi til að heyra hann og sjá, en þegar áheyrendurnir eru komnir, hvað svo sem hefir dregið þá að; þá veit Long hvaða aðferð þarf að beita til þess að ná valdi á hugum þeirra; það er mjög algengt að menn fari að hlusta á hann, til þess að henda gaman að hon- um, en útkoman verði sú að þeir fari heim ákveðnir í því að greiða honum atkvæði sitt við fyrsta tækifæri. Meiningar manna um Long, eru mjög skiftar. Margra meining ler það að hin hlífðarlausa herferð Longs á hendur hins illræmda, og alkunna veðmála, spákaup- manna og gróðabralls hringja í New Orleans, sé fremúr sprott- in af hefndarhug, fyrir þann mótþróa er þeir hafa sýnt, gagnvart öllum hans umbóta til- raunum, en af öðrum betri hvötum. Hver svo sem að er grundvallar tilgangur hans, þá samt sem áður hefir hann unnið sér svo mikið traust og tiltrú almennings í Louisíana ríkinu, að hann næstum hafði orðið al- ræðisvald. Saga Longs í stjórnmálum er sú, að þrátt fyrir það að hann hefir oft staðið höllum fæti, hefir hann altaf reist sig við, og staðið sterkari en áðúr. Það er því orðið að orðtæki þar suður frá, að þó honum væri fleygt í Mississippi fljótið, mundi hon- um skjóta upp við næstu kosn- ingar, með kjörseðil nældan í frakkalafið. Það er nú þegar reynt að Long hefir mörgum og miklum hæfilegleikum á að skipa; han ner öruggur leið- togi, hann er mælskur með af- brigðum, og hugaður sem ljón; en þrátt fyrír þessa kosti, virð- ist hann skorta þann hæfileg- leika, að hlýta annara. leiðsögn. í bók sem hann gaf út 1933, sem hann nefnir “Every Man a King”, segir Long að aðal til- gangur sinn með því að sækja úm, að komast í Senate Banda- ríkjanna, hafi verið sá að þar gæfist sér betra tækifæri til að halda fram til sigurs sínu heit- asta áhugamáli, sem sé, “jafn- ari skifting auðsins, öllum til notkunar.” Eitt af því sem hann fer fram á í bók sinni, er að takmörkun sé gerð á hinum stóru inntektum, þannig að eng- um sé leyft að hafa meiri inn- tekt á ári, en eina miljón doll- ara, það sem fram yfir er, gangi í fjárhyrslu ríkisins; og að eng- inn megi taka meira í arf, en fimm miljónir dollara. Auk þess talar hann um að hækka, bæði erfðafjárskattinn og tekjuskatt- inn af stórinntektum, og með þessú móti hugsar hann sér að mikið of stórinntektum og erfða fé renni í fjárhyrslu ríkisins, sem það svo geti brúkað til um- bóta og velfarðnaðar þjóðinni. Kjörorð Longs er: “Skiftið auðnum”, og þessu kjörorði er hann óþryetandi til að halda á lofti, bæði í tíma og ótíma. Hann hefir þegar komið upp skipulagsbundnum flokk, sem hefir sem motto, fyrst á skipu- lagsskrá sinni “Skiftið auðn- um”. Það eru nú orðið um 3000 klúbbar, með frá 10—100 með- limum hver, sem búið er að stofna undir þessú herópi. Þess ir klúbbar eru auðvitað flestir í Louisíana, en þeir breiðast óð- fluga út, bæði í Mississippi og Arkansas, og víðar um suður ríkin. Ef dæma má eftir því hve ört þessir klúbbar fjölga, og hve vítt þeir breiðast út, þá verða þeir áður langt líður, áhrifa- mikil pólitísk vél, sem Long gæti treyst á, að yrði sér hjálp- leg, ef honum þætti starfsvið sitt í Louisíana, og Bandaríkja Senatinu of þröngt fyrir sig, og honum skyldi detta í hug að kojnast í forseta sæti Banda- ríkjanna, sem margir halda að muni vera augnamið þessa stór-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.