Heimskringla - 28.11.1934, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.11.1934, Blaðsíða 4
4. Sfi)A HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. NÓV. 1934 llieimsln'ingla (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS I/TD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurlnn borgist fyrlríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðakifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THK VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Teleptoone: 86 537 WINNIPEG, 28. NÓV. 1934 BÆJARKOSNINGA-ÚRSLIT Montagu© Williams hét mjög frægur lögmaður á Englandi á sinni tíð. Einu sinni átti hann að verja mál, sem honum virtisft engin von um að vinna. Hann ráðlagði því sakborningi, að meðganga og hann skyldi reyna að fá dómarann til að vera vægan um sektargjöldin. En sá sakborni var nú ekki á því og sagði við lögfræðinginn, að það vissi enginn hvað hann gæti fyr en hann reyndi. Fyrir rétt- inum fór málið þannig lögfræðingnum til undrunar að hinn sakborni var sýknað- ur. Að dóminum kveðnum upp gekk sá sakborni til lögfræðingsins og sagði hróð- ugur: “Sagði eg þér ekki, að menn vissu aldrei hvað þeir gætu fyr en þeir reyndu!” Það mun ekki fjarri, að John Queen, borgarstjóranum nýkosna í Winnipeg, hafi komið eins á óvart dómur kjósenda síðast liðinn föstudag og lögfræðingnum fræga úrskurður réttarins, er frá var greint. Þetta var í fjórða skifti, sem John Queen sótti um bæjarstjórastöðuna. — Þrisvar hafði hann áður tapað. Það er og mælt, að þegar óháði verkamanna- flokkurinn vakti máls á því við hann, að bera fána sinn í kosningunum, hafi hann lengi færst undan því og bent á fyrri ó- sigra sína. En flokksmenn hans vissu, að aðrir flokkar áttu ekki fimari stjórnmála- leiðtoga en þeir, og hvað hann gæti, væri ekki enn til hlítar reynt. í bæjarkosningunni varð þeim að þeirri trú sinni. Bardagann hóf Mr. Queen með þeim röskleik, að andstæðingur hans, J. A. McKerchar, sem í 36 ár hefði verið bæjarráðsmaður og marga hildi hafði því háð og aldrei tapað kosningu fyrri, átti nú fult í fangi með að verjast, aldrei þessú vant. Um sókn af hendi þess æfða skilningamanna var nú litla ræða. Að nokkru er sigur Queens þakkaður því, að margir kjósendur, eða um 3000, sem vænta mátti að atkvæði greiddu, sátu heima. En því er alment trúað, að á því soði brenni fylgismenn verkamanna- flokksins sig ekki, eða miklu sjaldnar en aðrir. Var því haldið fram í þessum kosningum af einu bæjarfulltrúaefni verkamanna, að þeirra flokkur væri sá eini, er stefnuskrá hefði. En það þarf ekki að Vera ástæða til flokksfylgis eða kosn- ingasigurs. Fylgið er oft mest, þegar um sem minst er að ræða. Og úm það sem víðtækt er og mikilsvert í sjálfu sér, er miklu erfðiara að sannfæra kjósendur en smámunina. Það mun með sanni mega segja um úrslit flestra kosninga, að sigur- vegararnir viti sjaldnast sjálfir hverju verið er að fagna með þeim. Þessar ný afstöðnu bæjarkosningar eru engin und- antekning frá því. Við erum eftir kosn- ingarnar engu vísari um hverju fram vindur, en við værum þó þær hefðu engar verið. Af báðum dagblöðum þessa bæjar er gert ráð fyrir að engra verulegra breyt- inga sé að vænta af kosninga-úrslitun- um. Og borgarstjóranum nýja er jafnvel bent á, að hann hafi lítinn meiri hluta og sanngjarnt sé, að hann hafi óskir and- stæðinga sinna í huga í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, eigi síður en þeirra, er hann naut síns kosningsfullting- is hjá. Þetta er sú óþarfa lexía, sem mest má verða. Af kosningaloforðum sínum hefir Mr. Qúeen að vísu óbundnar hendur og þarf ekki að reka borgarstjómarstarf- ið neitt öðru vísi en áður. En hvenær er tækifærið og þörfin á að sýna í verki, að verkamannasttjórn sé hagkvæmari og heiJlavænlegri en stjórn annara flokka, ef ekki einmitt nú? ótal þjóðeignalindir eiga eftir að verða teknar af þessu bæjar- félagi í sínar hendur, íbúunum og bænum í heild til liagsmuna. Aðrir flokkar hafa í því efni áður sýnt sig þjóðeignahug- myndinni fylgjandi með því að stofna City Hydro-ljósa og raforku kerfið; einnig neyzluvatnsreksturinn. Ætlar nú verka- mannaflokkinum, að vaxa í augum að hafast nokkuð að í þessa átt, svo sem að gera sjúkrahús að þjóðeign eða bruna- vátryggingar svo eitthvað sé nefnt? Skilji þessi verkamannabæjarstjóm ekki eftir nein slík spor við tímanc sjá, er lítil á- stæða fyrir flokkinn sem hún er fulltrúi fyrir að vera að hampa þjóðeignamálum framan í kjósendur við hverjar kosningar í bæjar-, fylkis- eða landsmálum. Hún verður að sýna, að annað og meira en varafleipur eða löngun til embætta, sé það sem undir niðri býr, ef hún á að halda því fylgi og því trausti og þeirri virðingu, sem henni hefir hlotnast með kosningaúrslitunum. Verkamaður sagði um úrslit kosning- anna, að þaú væru hin beztu sem hægt væri að hugsa sér. Eftir er aðeins að vita, hvað gott það bezta er. ROOSEVELT OG BANKARNIR Á fundi er bankarar í Bandaríkjunum héldu nýlega, samþyktu þeir tillögu, er að því laut, að biðja þingið í Washington eða öldungadeild þess, að krefjast þess, að stjómin hagaði fjárrekstrinum svo að ekki yrði tekjuhalli á reikningúm næsta árs. Segja þeir tekjuhalla á undanfarandi 20 mánuðum sem Roosevelt hefir verið við völd svo gífurlegan, að hann hái við- reisn og viðskiftum landsins. Bæði af þessu og eins hinu, að Roose- velt virðist heldur vera að hægja á fjár- austrinum úr fjárhirzlu landsins, spyrja ýmsir, hvort stefna hans hafi reynst ver en ætlað var. Það er engum blöðum um það að flétta, að forsetinn hefir verið óspar á fé landsins. Á 20 mánuðúm hefir hann eytt $10,733,045,968. En tekjumar hafa á sama tíma verið $5,122,297,880, eða sem svarar tæpum helmingi útgjaldanna. — Annar eins tekjuhalli er nýr í sögu lands- ins. Tekjur og útgjöld á vanalegum stjóm- arrekstri stóðst nokkurn veginn á. Tekju- hallinn er því eingöngu að kenna útgjöld- um til atvinnubóta og beins framfærslu- styrks. Sumt af þessu fé eru því óarðbær útgjöld með öllu, en af nokkrú af því fær stjórnin stöðugar tekjur. Nýlega hefir stjórnin lýst því yfir, að hún ætli að ábyrgjast um 2—3 biljón dollara fjárhæð til húsabyggingar. Um 3 miljónir nýrra heimila býst hún við að reist verði. Og til bankanna fór stjórnin og sýndi þeim tækifærið, sem þarna væri til að ávaxta um 2 biljónir dollara. En bankarnir tóku því dauflega og sögðu trygginguna því aðeins góða, að stjómin hægði á sér að leggja fé fram eins og hún gerði. Svar Roosevelts við því var ákveðið. — Hann kvað stjórnina en ekki bankana stjórna fjármálum landsins og kjörum á lánsveitingum til hvers starfs sem væri. Og ef þeir legðu ekki féð fram, til þess- arar byggingarstarfsemi gerði stjómin það. í þessu hefir lítið gerst ennþá. Auðsætt er að bankarar og lánveitend- ur eru ekki ánægðir með kjörin sem þeirn bjóðast til þess að ávaxta fé sitt. Og hvað lengi getúr það gengið, að þessi tvö öfl séu á öndverðum meið, stjórnin og pen- ingamenn eða lánveitendur? Ekkert er sýnlegra en að stjómin geti sjálf haldið áfram að leggja fram fé með því, að taka æ meira og meira af viðskift- unum í sínar hendur. Svo að því hlýtur að koma, að bankarnir verði að sætta sig við reglugerðir hennar. Það eru ýmsir dómar um stefnu Roose- velts og ýmsu spáð um framtíð hennar. En eftir því sem hún er lengur reynd, verður það auðsærra en áður, að hún er á hagfræðislegum grundvelli reist. — Þegar alls er gætt, er það mismunur verðs eigna og peninga, sem viðskiftun- um háir mest. Eignir, vömr og störf og alt er í lágu verði borið saman við verð peninganna. Eftir því sem stjómin gefur meira út af peningum lækka þeir í verði. Þegar þeir hafa fallið eins og varan eða eignir, eða vöruraar hækkað °g ^ignimar, svo að í meira samræmi sé við fyrri tíma, þá greiðist fram úr við- skiftunum. Fyr en þessi verðmunur hverfur getur pengingamaðurinn ekki fremur gert sér von úm viðskifti við al- menning, en Bandaríkin eða Canada um sölu á hveiti til Kína, af því að vinnulaun og lifnaðarhættir hér eru svo miklu hærri en þar. Að jafna verðmuninn virðist uppi- staðan og ívafið í viðreisnarstarfi Roose- velts, og að það sé á þeim grundvelli bygt, er að rótum meinsins heggur, sem krepp- an stafar af, er ekki þeim efa orpið, sem ýmsir halda fram. Jafnvel svæsnustu re- publikablöðin syðra, viðurkenna að við- reisnarstarfið hafi að ýmsu leyti orðið til góðs. Þó hitt megi ef til vill segja, að það hafi orðið til bjargar landinú, minn- ast þau ekki enn á það. ER STRfÐ YFIRVOFANDI? . Réttasta svarið við þessari spurningu er ef til vill, að maður skuli vona hið bezta, en búast við því versta. Hvort sem stríð er fjarri eða nærri, bera orð og athafnir Evrópuþjóðanna, að minsta kosti, það með sér, að við stríði er búist. Til dæmis lét Mussolini sér þau orð um munn fara nýlega, “að annað Evrópu stríð sé fyrirsjáanlegt”. Og hann bætti við, að ítalía ætlaði sér að hafa meira upp úr því en síðasta stríði. Mussolini ætti að vita þetta, þó hann viti ekki alt, enda er hann að búa þjóð sína undir það. Átta ára drengir eru önnúm kafnir við að nema hernaðar-íþróttina á Italíu. Og svo er haft eftir Lloyd George, að hann “eygi nú stríð út við sjóndeildar- hringinn”. Hann veit og nokkuð líka og var ekki ókunnugt um hnútana í síðasta stríði, sem Þjóðverjar hefðu unnið, ef ekki hefði verið fyrir hann og Clemencau. Hann segir orðum sínum til ferkari stað- festingar, að menn skuli reyna að fara til lífsábyrgðarfélaganna og fá sig vátrygða gegn stríði. Hjá Lloyd’s-lífsábyrgðarfé- laginu segir hann að svo miklir peningar séu ekki í boði, að hægt sé að kaupa vá- tryggingu fyrir gegn stríði — að minsta kosti ekki innan 10 komandi ára. í byrjun þessarar vikú eru fréttirnar frá Evrópu ófriðvænlegri en nokkru sinni fyr. í Yugoslavíu logar óslökkvandi heiftarbál til Ungverjalands og Austurríkis út af konungsmorðinu. Er fullyrt að það ríki sé að mynda hersambandi við öll sín fyrri sambandsríki og að Smáríkjasam- bandinu (The Little Entente) sé hætta búin af því. En það er álitið að hafi haldiö Mið-Evrópu ríkjunum í skefjum síðan á stríðsárunum. Þá vakti yfirlýsing Leon Archimbaúd s. 1. laugardag með fregninni um fjárlaga- áætlun Frakka, ekki litla athygli, en hún var um það, að Frakkland hefði eignast voldugan samherja, þar sem Rússland væri, og sem því hefði heitið ótvíræðu fylgi, ef Frakkland ætti í höggi við nokkra þjóð í Evrópu. Ekki er sagt að blöð í Rússlandi mint- ust neitt á frétt þessa, sem þó birtist samtímis í blöðum út um allan heim. — Þykir það eftirtektarvert og álíta flestir að sú þögn'þýði samþykki. Aftur á móti var talsvert rætt í rúss- neskum blöðum, hvort Bretland mundi taka í strenginn með Bandaríkjamönnum í málinu um stærð herflota stjórþjóðanna þroiggja, Bretlands, Bandaríkja og Jap- ans, og vera á móti kröfu Japana um eflingu síns flota að jöfnu við hin tvö stórveldin, eða hvort að Bretland mundi endurnýja sitt gamla hemaðarsamband við Japan. Brezk blöð svara því á þá leiö, að samband við Japan sé óhúgsandi. En Rússum er það áhugamál, að. vita hvernig Japan farnast í þessu sjóhers- máli. En óánægjuefnin milli þjóðanna eru svo mörg og flókin að fæst af þeim verða talin. Eitt af því sem mikilli æsingu veldur þeirra á milli, er atkvæðagreiðslan sem 13. janúar fer fram í Saar. Enginn efi er á því talinn, að héraðið sameinist Þýzka- landi aftur. Að Frakkland nái því, þykir óhugsanlegt. Og það er það sem þeim svíður og öllum sambandslöndum þess, svo sem Smáveldasambandinu og Rúss- landi. Telja Rússland og Frakkland nauð- synlegt að nýi Locarno-samningurinn verði samþyktur, ef svo fari, að Saar héraðið sameinist Þýzkaiandi. En með honum var húgmynd Frakka, að ná Þýzkalandi, jafnframt Póllandi og Rúss- landi á sitt band. Yugoslavía er óánægð við Frakkland og þykir það hafa verið afskiftalaust gagnvart Ungverjalandi út af morði Alex- anders konungs. Telur Yugoslavía það stafa af sambandi FYakklands við þetta óvinaland sitt og Tjekkóslóvakíu og Rú- meníu, sem öll eru í Smáríkjasamband- inu. Milli Frakklands og |talíu hefir og ávalt verið grunt á því góða. Veldur því nokk- uð metningur út af Miðjarðarhafsflota Frakka og yfirráð þeirra á norður strönd Afríku. Það er ekki sízt vegna andúðar- innar milli þessara landa, að j Mussolini gengur miklu ógreið- ara en hann æskir að tryggja sambandið milli ítala og annara þjóða. Pólland er smátt og smátt að draga sig nær Þýzkalandi og er bæði Frakklandi og Rússlandi bölvanlega víð það. Þannig mætti lengi halda á- fram að sýna fram á, hve langt er frá því, að friður sé tryggur í Evrópu. Öll þessi hernaðar- sambönd þjóðanna sem á hefir verið minst, eru leynimökk að ^ því leyti, að þau gerast öll í trássi við og án vilja og sam- þykkis þjóðabandalagsins. Og af þessum hernaðarsam- tökum öllum er það einnig ljóst, að fari stríð af stað, verður ekki um neitt smástríð að ræða, eða einstakra þjóða á milli. Það verður alheimsstríð. Má innbyrðis friðarskraf ein- stakra þjóða sér nokkuð á móti þessúm vélabrögðum þjóða heimsins? Líkindin eru lítil til þess. Það eru meira að segja ekki mikil líkindi til að þjóða- bandalagið sjálft ráði mikið við þau. Þó ilt sé til þess að vita, er hætt við, að sú verði raunin á, að máttaröfl ófriðarins megi sín meira. Á þessu byggist alt skrafið um stríð. Og getur maður sagt, með þetta fyrir augum, að það sé ástæðulaust? Minningin um síðasta stríð, vekur að vísu hrylling enn í hugum þeirra, sem þátt tókú í því. En þeim fækkar óðum og ný uppvaxandi kynslóð kemur í þeira stað, sem engar minning- ar á um þær hörmungar. Jafn- vel það mætti líta á, sem eitt af því, er ugg og ótta vekur um að stríð vofi yfir heiminum. Og svo allur vopnabúnaður þjóðanna. Þó fjárhagur flestra eða allra þjóða heimsins sé sá, að þeim liggi við gjaldþroti, og eftir hverjum eyri sé séð, er varið er til heillavænlegustu og réttmætústu starfa, em útgjölrl til hers og vopna viðbúnaðar bæri hjá hverri þjóð en nokk- ur önnur ein útgjaldagrein, og á móti því heyrast ekki nema einstöku og hjáróma raddir á iöggjafarþingum þjóðanna. ■— Þannig er þetta í reyndinni, hvemig sem við, sem einstakl- ingar, lítum á það, eða æskjum að það sé. Til hvers er aliur hervopna- útbúnaðurinn? Það getur vel verið, að hagfræðinni skeiki hjá þeim, sem þá iðju reka, en á það er þó valt að reiða sig. En hag sínum sjá þeir því aðeins borgið, að vopnin séu notuð. Eins lengi og vopnasmíði á sér stað, er erfitt að telja sér trú um annað, en að með þeim skúii menn vega. Þó hugsjón- in sé ekki kristileg er hún ná- tengd þessum iðnaðarrekstri, vopnasmíðinni. Og meðan hún blómgast, eins og hún gerir, eru stríð ekki úr sögunni. KRINGLUR Annað dagblaðið í Winnipeg spurði nýlega: “Eiga skáldin að svelta?” Svar Hkr. er, að sum- um þeirra væri það mátuiegt. * * * Séra fakob Jónsson flutti er- indi á ensku á samkomu í Sam- bandskirkju s. 1. viku. Vestur- íslendingar, sem talsvert hafa verið upp með sér af því, að kunna ensku betur en landar heima, erú nú ekki eins drjúgir og áður út af þessum yfirburð- um sínum. # # # Það getur verið að verWefn- um sálnahirðara eða kirkna sé að fækka, en í ræðu sem Hon. H. H. Stevens hélt nýlega, sagði hann að fjöldi vinnuveitenda í Canada virtist hkfa týnt sálum sínum. * * * Lawes, fangavörður í Sing Sing, segir að skólalýður og mentað fólk séu beztu fangam- ir. Auðvitað mælir ýmislegt fleira með mentun en þetta. t fuúan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðuikenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu kvilla er stafa írá velkluðum nýrum. — pær eru til sölu i öllum lyfjabúðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þang- að. ÆFIMINNING Jóhann Breiðfjörð Jónsson Að kvöldi þess 26. sept. 1934, lézt á Burns Lake spítala í Burns Lake, B. C., Jóhann Breiðfjörð Jónsson 60 ára að aldri. Jóhann var fæddur 1. sept. 1874 að Breiðabólstað á Skóg- arströnd á íslandi. Foreldrar hans voru þau Jón Jónsson úr Miðdólum og Þorbjörg Gúð- mundsdóttir ættuð úr Breiða- firði, nú bæði dáin. Eftirlifandi systkini Jóhans erú, Björg, kona Jóns H. Jónssonar fiskikaup- manns í Burns Lake; Guðjón í Los Angeles, Calif., Guðmund- ur, ókunnugt um verustað og Ólafur Valdimar, Buras Liake, B.C. Jóhann fluttist með foreldrum sínum til þessa lands árið 1885. Settust þau að í Mikley, þar sem kallað er á Borðeyri. Höfðu Jón og Þorbjörg greiðasölu á Borðeyri um langt skeið og munu margir eldri Ný-lslend- ingar kannast við þau heiðurs- hjón. Jóhann fór snemma að vinna út eins og. títt var með unglinga á þeim frumbýlingsárúm. Vann hann við skógarhögg og al- menna bændavinnu, en mest af æfinni stundaði hann fiskiveiðar bæði á Winnipeg og Manitoba vötnum og síðast við Burns Lake. Jóhann giftist eftirlifandi konu sinni Ingibjörgu Árnadótt- ir þann 8. október 1901. Eign- uðust þau 2 börn, Björgu er dó á unga aldri og Árna Valtýr sem nú býr með móðir sinni við Bums Lake, Einnig tóku þau til fósturs dreng á unga aldri, sem nú vinnúr norður við Churchill og heitir Carl Bjami. Árið 1902 fluttu þau hjón til Grunnavatnsbygðar sem þá var að byggjast og voru þar á ýms- um stöðum, en þó lengst við Oak Point. Árið 1929 fluttu þau alfarinn til Bums Lake og hafa dvalið þar síðan. Fyrir hálfu öðru ári síðan kendi Jóhann þessa innvortis sjúkdóms er leiddi hann til bana. Fór hann þá til Winni- peg að leita sér lækninga og gerði Dr. Thoriáksson uppskurð á honum og virtist honum batna fyrir tíma. En síðastlið- inn vetúr fór hann að finna til aftur og fór þá til Prince Rup- ert, þar sem honum var ráðlagt helst að fara til Rochester. — Brugðu þau hjón þá strax við og fóru til Winnipeg og þaðan

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.