Heimskringla - 28.11.1934, Blaðsíða 8

Heimskringla - 28.11.1934, Blaðsíða 8
8. SIÐA nclMSKRINGLA WINNIPEG, 28. NÓV. 1934 FJÆR OG NÆR Messa í Sambandskirkju á sunnudaginn kemur á venjuleg- um tíma kl. 7. aS kvöldinu. — Séra Jakob Jónsson prédikar. * # # Séra Jakob Jósson óskar eftir að þau ungmenni er hefðu í huga að búa sig undir fermingu' á þessum vetri, vildu gera svo vel og koma til viðtals við hann á sunnudaginn kemur kl. 11 f. h. uppi í kirkjunni. * * # Messa í Piney Séra Rögnv. Pétursson flytur messu í skólahúsinu á Piney, á sunnudaginn kemur 2. des. kl. 2. e. h. Allir velkomnir. SafnaSarnefndin * * # Séra Eyjólfur J. Melan mess- ar í Sambandskirkjunni í Riv- erton sunnudaginn 2. des. The lcelandic Good Templars of Winnipes Kosning í fulltrúanefnd Ice- landic Good Templars of Win- nipeg, fyrir næsta ár fer fram á Heklu fundi fimtudagskv. 6. desember n. k. Áríðandi að allir Good Templarar, með- limir Heklu og Skuldar sæki fundinn. Þessi systkini eru í vali: Beck, J. Th. Bjarnason, G. M. Eydal, S. Eggertson, A. Finnbogason, C. Jóhannson, Gunnl. Magnússon, Vala Magnússon, Rose Paulson, S. Skaftfeld, H. Sigurrós Anderson, 700 Tor-j onto St., Winnipeg hefir beðið Heimskringlu að færa öllum þeim er fjármunalega og aðra aðstoð veittu sér í legunni á Grace sjúkrahúsinu, innilegt þakklæti sitt. Nöfn þeirra er þá góðvild og mannkærleika sýndu yrði hér of langt upp að telja, en þau eru skráð í þakk- látu hjarta þess er hjálpin vari veitt. * # # Dr. A. V. Johnson verður í Riverton þriðjudaginn 4. des. í tannlækningaerindum. # # # Laugard. 8. des. n. k. heldur Kv^nfélag Sambandssafnaðarins í Riverton Bazaar og Home Cooking Sale í kirkju safnaðar- ins. Veitingar óekypis. Bazaar- inn byrjar kl. 3. e. h. * * # Hinn 24. þ, m. voru þau Bjöm Benedikt Johnson frá Riverton og Miss Enid Ethel Johnson gefin saman í hjóna- band af séra E. J. Melan að heimili hans í Riverton. Heim- ili þeirra verður í grendinni við Riverton. * * * Hkr. vill minna á fyrirlestur D.r J. A. Bíldfells í Goodtempl- arahúsinu í kveld, er auglýstur var í síðasta blaði. í sambandi við fyrirlesturinn verða sýndar hreyfimyndir frá Baffinland og norður héruðum Canada. Er- indið verður bæði fróðlegt og skemtilegt. Fyrirlesarinn er ungur menta- og gáfumaðuT, og fyrsti íslendingurinn er þar hef- ir dvalið árlangt nyrðra, í þjón- ustu Canadastjórnar og kynst lífinu þar meðal farmanna og frumþjóða er þar búa. Um ríkiskirkjuna Á Islandi Séra JAKOB JÓNSSON, flytur fyrirlestur um þetta efni, í kirkju Sambandssafnaðar föstudaginn 30. þ. m. kl. 8. að kveldinu. Ennfremur skemta þar með söng og orgelleik Mrs. K. Jóhannesson og Gunnar Erlendsson. Inngangur verður ekki seldur, en samskota leitað að loknu erindinu. — Fjölmennið. Hér er um erindi að ræða er alla ætti að fýsa að heyra, flutt af þeim manni er full- komna þekkingu hefir á þessu efni. SAFNAÐARNEFNDIN JON BJARNASON ACADEMY THE EASTERN ARCTIC and life;in;baffinland lllustrated Lecture by J. A. BÍLDFELL, M.D. é Good Templars Hall WEDNESDAY EYENING, NOVEMBER 28th Commencing 8.15 p.m. Admission 35c EXTRA PALE ALE WINNIPEG TELEPHON E-41111 - <42304 Hkr. er beðin að geta þess að Dr. J. A. Bíldfell flytur erindi sitt um “Baffinnland og austur beimskautalöndin”, á Gimli miðvikudaginn 5. des. n. k. — Samkoman er auglýst þar á staðnum. # # # Hjónavígslur framkvæmdar af séra Rúnðlfi, Marteinssyni, laug- ardaginn, 24. nóv., að 493 Lip- ton St.: Thomas Guðmundur Johnson frá Langruth, Man., og Mar- garet Freda Goodman frá Win- nipeg. Heimili þeirra verðu'r að Langruth. Mattías Amberg Johnson og Vera Daisy Berg, bæði til heim- ilis í Winnipeg. Heimili þeirra verður í Winnipeg. * * * Herbergi til leigu að 532 Beverley St. Sími 39 038. Til íbúðar fyrir fjöl- skyldu eða einstaklinga. 3 til 4 herbergi samstæð. Rýmilegir skilmálar. . * # # JÓLAKORT í all f jölbreyttu úrvali — íslenzk og ensk. Skrautprentuð með nafni og heimilisfangi fyrir $1.00 dúsínið og þar yfir. Komið og lítið á þau. Pantanir lengra að afgreiddar samdægurs og berast. O. S. Thorgeirsson 674 Sargent Ave., Winnipeg # * * G. T. Spil og Dans verður haldið á föstudaginn í þessari viku og þriðjudaginn í næstu viku í I. O. G. T. húsinu, Sargent Ave. Bjrrjar stundvís- lega kl. 8.30 að kvöldinu. Ágætir hljóðfæraflokkar leika fyrir dansinum. — Lofthreins- unar tæki af allra nýjustu gerð eru í byggingunni. Fyrstu verðlaun $15.00 og átta verðlaun veitt þar að auki. Allir velkomnir. # * * Home Cooking Sale Deildimar 4. 5 og 6 úr kven- félagi Fyrsta Lútherska safnað- ar efna til útsölu á allskonar heimatilbúnum matföngum — laugardaginn 1. des. næstk. — Salan byrjar kl. 3 eftir hádegi og heldur áfram fram eftir kveldinu. Ennfremur verður þar til sölu kaffi með brauði fyrir þá sem þess óska. Forstöðunefndin # # # Falcon Club The Falcon Athletic Associa- tion are opening a Hockey Rink on Sargent Ave., between Sim- coe & Home St. This Rink has the hearty support of Judge Hamilton, and he has made arrangements with the Club tbat any Children in the neigh- borhood, whose parents are on relief can make application to Wm. Goodman, 690 Victor St., phone 21 900 and a free season ticket to the rink will be given. # # # Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu Heimskringlu með af- falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið tal af ráðsmanni blaðeins. # # # “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundimum við Mo- zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu HV.r. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. ‘FÖGUR ER HLIÐIN” Lesið Heimskringlu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu í þá átta mánuði, sem liðnir eru af þessu' ári, hafa þessir frægu menn látist í Evrópu: Albert konungur, Hindenburg forseti, Dollfuss kanslari í Aust- urríki, Alexander konungur og Louis Barthou .landstjómar- maður að Frakklandi. í fomsögunum eru ótal dæmi, sem sýna, að íslendingar unnu á þeim tíma mjög landi sínu. Þeir voru að vísu mjög fúsir til ferða út uin öll þau lönd, er þeir skiftu mest við. En þegar ferðin var orðin nokkuð löng, þá dró hin sterka taug ættjarð- ar tilfinningarinnar Islending- inn heim til ættargarðsins. — Þegar Gunnar átti að hverfa til annara landa þótti honum “hlíð- in” fegurri en nokkru sinni fyr. Nokkrum öldum síðar var öðr- um frægum íslendingi, Snorra Sturlusyni, gert erfitt um heim- för frá Noregi. Þá sagði hann “Út vil eg”. Og hann sigldi heim til íslands, þó að því væri mikil hætta samfara. Löngun Gunnars og Snorra að vera heima í ættlandinu varð þeim báðum að aldurtila. Eftir daga Snorra Sturluson- ar syrti í lofti. Þjóðin var í margar aldir í margháttuðum böndum. Erlendar þjóðir vissu lítið um landið og litu niður á þjóðina. Og smátt og smátt fóru íslendingar að trúa því, að landið væri hvorki gott eða fallegt. Ef íslendingar hefðu fyrir svo sem hálfri öld verið spurðir um, hvort þeir vildu heldur búa í eða lifa í öðrum löndum, sem landsmenn höfðu' spumir af, þá myndu margir hafa svarað, að þeir vildu komast héðan burtu. þvi að Island væri eitthvert leiðinlegasta land undir sólunni. Þá hafði það verið siður kaup- manna og embættismanna, sem efnast höfðu á Islandi, að flytja til Danmerkur, er æfinni tók að halla og eyða þar fjármunum sínum. í augum þessara manna var ómögulegt að búa á íslandi, nema meðan verið var að safna auði til að eyða í öðrum og betri löndum. En með aldamótunum síðustu komu betri tímar. Þjóðin endur- heimti land sitt, og fann að þar var í einu gnótt lífsskilyrða og mikil fegurð. fslendingar fóru aftur að trúa á landið, og byrj- uðu að líta á það eins og óham- ingju að verða að flytja búferl- um til annara landa. Nú hefir íslenzka þjóðin aft- ur fengið sama viðhorf til lands- ins, eins og Gunnar og Snorri. Þegar þeir ætla að yfirgefa landið og þjóðina, finna þeir ó- slítandi bönd, sem tengja þá við “hlíðina” og fólkið, sem þar býr. Og ef þeir hafa dvalið um stund erlendis verður þeim hið sama í hug og Snorra. Þeir vilja aftur koma heim til lands- ins, og bera þar beinin, bæði í gleði og þrautum. Island hefir aftur endurheimt sonu sína og dætur J. j. —Dvöl. Svo telst til um öldrykkju í Belgíu komi 37 gallons af öli áhvern landsbúa, á ári hverju. Þeir á Bæjaralandi og í Dan- mörk gera betur. Á 13. öld fundu hugvitsmenn er störfuðu að kirkjusmíðum ráð til að lita gler, sem týndist seinna og hefir aldrei verið upp- götvað á ný. Nýtt áhald er fundið, sem veldur því að rafstraumur slitn- ar, ef ofmikill kraftur legst í vírana, í staðinn fyrir að eyði- leggja “fuse”, eins og hingað til hefir gerst. Kaupmaður nokkur bygði sér stórhýsi nálægt New York, fjór- loftað og að öllu hið prýðileg- asta, til þess að eiga náðuga daga í ellinni. Eina nótt kvikn- aði í húsi þessu og brann þar kaupmaðurinn inni, kona hans og tvö önnur hjú. I því stóra húsi bjó ekki fleira fólk. MESSUR og FUNDIR í kirkju SambandssafnaSar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Funair 1. fö^tu- deg hvers mánaöar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuSl. KvenfélagiS: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 11. f. h. A: Er þetta virkilega mynd af hershöfðingjanum. Eg hefi séð hann fjölmörgum sinnum við liffskönnun, en hér lítur hann út eins og lamb! Ljósm.: Frúin var méð þegar hann lét taka myndina. Stórskip lagði út frá Buenos Aires, áleiðis til London með 6250 tons af hveiti, það hrepti veður og stórsjó svo mikinn, að 1 fylti lestarrúm, vélar biluðu og skipið rák fyrir öldum og vindi. þegar síðast fréttist, morrandi í hálfu kafi. Skipið var frá Grikk- landi og tók vörur til flutnings landa á milli. Loftför til hemaðar hafa Bretar gert, sem fara 230 mflur á klukkustund. SKRÍTLUR HITT OG ÞETTA Dóttirin: Heldurðu ekki, pabbi að tveir geti lifað eins ódýrt. og einn? Faðirinn: Vissulega. Sem stendur lifum við mamma þín ódýrar en þú. # # # A: Svo að þú ert ekki hrifinn af talmyndunum? B: Nei. Eg dáðist að því f þöglu myndunum að sjá kven- mann opna munninn — og loka honum, án þess að eitt ein- asta orð heyrðist. # # # Smiths-hjónin sitja á vegg- svölunum og heyra elskendur hvíslast á ástarorðum í garðin- um fyrir neðan. Frúin: Eg held hann ætli að íara að biðja hennar. Við ættum ekki að hlýða á. Blístraðu til að vara hann við. Hann: Enginn blístraði til að vara mig við. "t í^^lTS ir 'Siryji hi FLASKAN með áprentaðri ábyrgð er trygging fyrir yður Aðal bjórinn nú á tímum. ,.Er almennin^ur hefir kjörið, og met hefir sett, hvað gaeði, hreinindi, ölkraft og smekk á- hrærir. Pantið White Seal strax, nú á hinu upphaflega verði; og at- hugið áhyrgðina á fiöskunni. •WSiSP Fæst í áfengissölubúðum fylkisins í pappakassa með Ieð- urspennum, á sveitarhótelum, í veitingastofum og á klúbbum. Til heimilisnota. PHONE 2OM70 Auglýsing þessi er ekki birt að skip- un áfengissölunefndar stjómarinnar. Nefndin ber enga ábyrgð á þeim staðhæfingum sem gerðar eru um gæði vörunnar sem auglýst er. Bakarar hafa nóg að gera á Spáni, því að svo er sagt, að í því landi finnist engin húsmóð- ir, er kunni að hnoða og baka brauð handa sínu heimili. Á eynni Java er þéttbýlla en annarsstaðar í þessari fjölbygðu veröld. Eyjan er 50,000 fermíl- ur en íbúar 40 miljónir að tölu. 0SKAST TIL KAUPS STRÁ, HEY og aðrar FÓÐURTEGUNDIR. Fram á 1. júní 1935, kaupi eg allskonar fóðurteguhdir til útflutnings. En allar fóðurtegundir, er eg kaupi, verða að vera í góðu meðaliagi að gæðum og fóðurgildi. Kaup þessi geri eg fyrir “The Federal Emergency Relief Administration of the U. S. A.” Framkvæmdarnefnd, til ráðstafanar hallæris- styrk í Bandaríkjunum. Allar borganir eru ábyrgstar af The Canadian Bank of Commerce í Brandon, Man. Bréfum og fyrirspurnum svarað fljótt, og ef sýnirhorn eru send, tilkynnum vér verðið með næsta pósti. Hey-pressur (bindingar vélar) Hammer-mills, og kassaskurðvélar vistaðar til starfa yfir allan veturinn. SHERIFF MALCOLM McGREGOR COURT HOUSE BRANDON, MANITOBA 1 Kína halda þeir hinum gamla sið, að bera út börn. I borginni Shanghai finnast meir en 24,000 barnalík, til og frá um göturnar, á ári hverju. I Rússaríki hafa um 90 milj.( atkvæðisrétt. Tala atkvæðis- bærra hefir aukist um 10,000,- 000 á þrem árum. Líklega auk- ast framfarirnar við 'þetta. Kvikasilfur er nú haft til að framleiða X-geisla, sem er nýj- ung, fundin af vísindamönnum háskólans í Californíu. Nýjasta stjórnarseturs borgin í Kína er Nanking. Þar teljast íbúarnir 650 þúsund. ÞÉR GETIÐ REITT YÐUR Á RJÓMAN OG MJ0LKINA HJÁ OSS REYNIB MODERN VÖRUR 0G VIÐSKIFTI I SIMI 201 101

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.