Heimskringla - 28.11.1934, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.11.1934, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 28. NÓV. 1934 HEIMSKRINGLA S. SÍÐ4 hugaða mann, þegar tækifæri býðst. Það er margt fleira um Huey Long að segja, bæði með og mót, en þeir sem þekkja hann og hafa séð hann í pólitískum hamförum, láta sér ekki detta í hug að hann verði lengi ánægð- ur með að sitja í Washington sem aðgerðalítill Senator. En hvert hann stefnir, kemur mönnum ekki saman um, því verður framtíðin að svara. G. E. Eyford VESTFIRSKAR ÞJÓÐSAGNIR eftir Guðmund Gíslason Hagáiín Framh. Allir kannast við hina gömlu lýsingu á fólkinu í fjórungum landsins. Samkvæmt henni eru mangarar og kaupmenn fyrir sunnan, bændu'r fyrir austan, hofmenn fyrir norðan og vís- indamenn fyrir vestan. Þó að ekki sé hægt að taka þetta sem neina fullgilda lýsingu, þá ber það, sem sagt er um Vestfirð- inga, að sama brunni eins og umsagnir Eggerts: Vestfirðing- ar hafa yfirleitt verið gefnir fyr- ir að líta alvöruaugum á til- veruna, skygnast inn í fylgsni hennar og öðlast þekkingu á lögmálum hennar og dulardóm- um. Sumum gæti nú virst, að trú Vestfirðinga á yfirnáttúrlega hluti mælti á móti þessu'. En það virðist mér ekki. Galdra- iðkanir þeirra voru alþýðleg leið til svölunar ríkri tilhneigingu til að ná valdi á öflum tilver- unnar ,og trú og hjátrú á háu stigi hjá mönnum lítt upplýst- um um raunhæf efni virðist mér yfirleitt bera vott um ríka löng- un til að skilja og skýra þau áhrif, sem þeir verða fyrir frá umhverfinu ,og þau' iöfl, sem þeir geta ekki þreifað á, en eru örlagavaldar lífs þeirra að meira eða minna leyti. Yfirleitt er vestfirsk náttúra hrikaleg og víða feiknleg. Und- irlendið er lítið, víðast stuttir og þröngir dalir, umgirtir há- um, bröttum og svo að segja gróðurlausum fjöllum. Milli dal- anna eru svo grýttar hlíðar. Efst er oftast hengiflug, síðan brattir aurar með bleikum gras- geirum hér og þar. Þá taka við sjávarhamrar, sem víða ganga í sjó fram. En oftast er neðan við þá mjó og stórgrýtt fjara, og eftir henni liggu'r leiðin. Eins og eðlilegt er, er þarna stjálbýtt, og meðan engin sjáv- arþorp mynduðust, var langt á milli fjölskyldnanna. Lífið var sbarátta við grýtta jörð og mis- lyndan og harðleikinn sjó í fá- sinni — og hjá flestum fátækt. Þetta mun hafa sveigt hugi manna að leyndardómum nátt- úrunnar umhverfis og að fylgsnum mannlegrar sálar. Þá hygg eg, að vestfirsk þjóðtrú hafi yfirleitt hneigst meira að því tröllslega en þjóð- trúin víðast annars staðar á landinu. Það mun t. d. hafa gætt lítið á Vestfjörðum hinna blæþýðu æfintýra um karl og kerlingu' í koti og kóng og drotningu í ríki. Eins mun huldufólkstrúin hafa verið á- hrifaminni í vestfirskri þjóðtrú en trúin á galdra, drauga og sjóskrýmsli. Er mjög líklegt, að þetta standi í sambandi við tröllskap og hrikaleika náttúr- unnar. Eg gat þess hér á und- an, að skrýmslatrú hafi verið algengt í Amarfirði á bernsku- árum mínum. Eg ólst þar upp við venjuleg störf unglinga, og var eg oft einn langt frá öðr- um mönnum. Aldrei varð eg var við ófreskjur, en hins vegar fann eg svo glögglega oft og tíð- ám hin magnþrungnu og stund- um feiknlegu áhrif vestfirskrar náttúru, að eg get vel gert mér í hugarlund, hvernig þau hafa skapað trúna á sjóskrýmsli. Drenghnokki er á ferð um hhð að kvöldi dags í skammdeg- inu. Hann gengur fjöruna. Það er frost, og fjaran er klökuð. Brimið drynur á skerjum og' böngum, og sums staðar skúta sjávarhamrarnir fram yfir sig og varpa dimmum sku'ggum á fjöruna. Annars varpar tunglið fölvum og dularfullum bjarma á blágræna klakaströnglana, sem hanga ofan úr hömrunum, glitar hélaða fjöruna, þangið á skerjunum, votar skeljamar í flæðarmálinu og bárufalana, sem veifa rauðbrúnum þang- flyksum, er þeir velta gnýþung- ir að landi. Drengurinn finnur það ó- venju greinilega í þessu um- hverfi, hve hann er smár og máttarlítill. Og hann skelfur, ef lætur óvenju hátt í bám, sem brotnar, eða ef klakastöng- ull dettur úr klettunum. Hann skimar í kringum sig með ó- eðlilegri varkámi — og upp fyr- ir honum rifjast ýmsar kynja- sögur, sem hann hefir heyrt. Alt í einu rekur hann tæmar í stein og dettur áfram. Hugar- jafnvægið raskast. Drengurinn stendur skjálfandi, heitur og kaldur til skiftis. Hann hreyfir annan fótinn. Steinn veltu'r til, og drengurinn hrekkur við. — Bára hnígur að landi, brotnar á löngum, ávölum steini, sem sýnist eins og dökk, maurilduð ófreskja með ljósan og gljáandi skeljaklasa beggja megin hryggjar. ófreskjan öslar þama upp í fjöruna, og dreng- urinn tekur á rás, afmyndaður í framan. Frosnir steinarnlr glamra undir fótunum á hon- um, og brimið fræsnir og dryn- ur. Hann heyrir líka sjó- skrýmslið þjóta á eftir sér, heyr- ir það mása og hvæsa. Nú ligg- ur leið hans nærri þröngri skvompu, sem brimið fellur upp í, og þegar hann hefir hana að baki, þeytist upp í hana ólag. Og saltur, ískaldur sjórinn dríf- ur um hnakka og herðar drengnum. Nú er skrýmslið að spúa á hann ólyfjan. En hann hefir þó heyrt, að það sé mest- megnis sjór í fyrstu gusunni, sem úr þeim komi. Það sé eins um þau' og smokkfiskinn. En drengurinn herðir enn á hlaup- unum, og til allrar hamingju er hann nú kominn þangað, sem leiðin liggur upp úr fjörunni, Svo er þá skamt heim. Skrýmsl- ið hættir að elta hann, en hann heldur sprettinum alla leið heim á hlað, kemur af sér genginn af hræðslu, þreytu og mæði. Hann kastar upp, eins og menn gera hér um bil æfinlega, þegar þeir hafa séð ókindur, og móð- ir hans háttar hann og leggur hann upp í rúm. Hann getur ekki sagt frá neinu, en allir sjá, að eitthvað hefir komið fyrir hann. Hann sofnar og dreymir ókindina, og þegar hann vaknar um morguninn, sér hann hana greinilega fyrir sér. Hann lýsir henni fyrir fólkinu, og ímyndunaraflið bætir fúslega við stærð og tröllskap skepn- unnar, því nú er drengurinn miðdepill allrar athgyli á heim- ilinu. . . . Að lokum vil eg geta þess, að í sögu minni, Þáttur af Neshólabræðrum ,hefi eg lýst nokkuð áhrifum vestfirskrár út- nesjanáttúru á lítt upplýst, en þó þrekmikið og sæmilega greint fólk, og sýnt fram á sambandið milli hamfara höfuð- skepnanna, einmanaleikans og mykursins annars vegar og þjóðtrúarinnar hins vegar. m. Þrátt fyrir þjóðsagnaauðinn á Vestfjörðum var það lengi vei svo, að enginn tók sér fyrir hendur að safna þjóðsögum um allar sveitir þar vestra. í ýms- um þjóðsagnasöfnum eru vest- firzkar sögur á strjálingi, og þjóðskáldið Þorsteinn Erlings- son fann fljótlega, þegar hann dvaldi vestra, hve miklum auð var af að taka og safnaði þá og síðar því, sem hann náði til. Þá réðust þeir í þjóðsagnasöfn- un Oddur Gslason bókbindari á ísafirði, nú í Reykjavík, og Arngrímur Bjarnason prentari, nú ritstjóri Vesturlands.. Gáfu þeir út eitt þjóðsagnahefti, en svo varð ekki meira úr útgáfu Annars mun Arngrímur hafa undir höndum þó nokkurt vest- firskt safn. Svo kemur þá Helgi Guð- mundsson til sögunnar. Hann hefir tekið sér fyrir hendur að safna sögum um alla Vestfirði, og af sögum hans eru komin út tvö 6 arka hefti. Það þriðja mun koma út í haust. Þar- sem marga mun fýsa að vita nokkur skil á Helga, mun eg nú skýra frá helztu atriðum æfi hans, áður en eg vík að þjóð- sögum þeim, sem hann hefir safnað og út hafa verið gefnar. Framh. i ----------------- FRÁ ISLANDI OFSAROK OG ÆDIBRIM NORÐANLANDS Akureyri 27. okt. Brim og brimtjón við Eyjafjörð meira en menn vita dæmi til. I gærdag var hvast hríðarveð- ur hér norðanlands, og herti veðrið eftir því sem leið á dag- inn. Um kvöldið var komið rok, og spáðu þá veðurfregni kl. 19 í gærkvöldi vaxandi veðurhæð. Varð sú spá að sönnu; síðari hluta nætur var komið ofsarok um útnes öll og annarstaðar, þar sem vindur náði sér á stryk. Ganga mátti að því vísu að tjón hlytist af, enda tóku fregn- ir um það að berast að hvaðan- æfa sem til náðist, þegar um rismál. En símalínur eru slitnar austur og vestur, svo að ekki verður greinOega vitað um skemdir nema helzt innfjarðar og þó sennilega ekki til hlítar, er blaðið fer í prentvélina. Frá Hrísey “Dagur” átti tal við tvo Hrís- eyinga, Hrein Pálsson og Odd Ágústsson, bónda í Yztabæ. Bar þeim fullkomlega saman um veðrið og brimið. Hreinn Pálsson kvað veður hafa verið á norðvestan og ill- stætt, en þó eigi hvassara en menn myndu endranær, en brimið langmest í manna minn- um. Þrír sjóskúrar höfðu brotnað sunnan til á eyjunni, í þorpinu, ólög slegið í gegn um veggina, brotið alt og bramlað og fleytt í burtu flekum og fiskistökkum. Þessa skúra áttu' Svanberg Ein- arsson ,Steinþór Guðmundsson og Síldarstöðin í Hrísey. Skúr Steinþórs var úr steini og gam- all, og stóð svo, að engum myndi hafa dottið í hug brim- hætta. Ein “trilla”, eign Gunn- ars Helgasonar, sökk eða týnd- ist af höfninni. Allar minni bátabryggjur og síldarplön eru brotin og á burt skolað; “plan- ið” hjá síldarstöðinni hefir sjór- inn brotið og tekið þaðan tunn- ur. Stórtjón í Yztabæ Þar segir Oddur Ágústsson, að brimið hafi tekið nýjan skúr með um 20 skpp. af fiski og mörgum tonnum af salti, fisk- “planið” alt og það sem eftir stóð af bryggju. Ennfremur fjórróinn árabát og mikið af trjáviði. Gizkaði Oddur laus- lega á að tjónið myndi nema 4-5000 krónum. — Auk þess var í hættu annar skúr, sem í eru geymd veiðarfæri og um 5 tonn af kolum, o. fl. Kvað hann skúr- inn hanga framan á klöppum, og ólögin leika svo um hann, að ekkert viðlit sé að bjarga. Kvað Oddur viðbúið að hann færi alveg með flóðinu. Bar þeim Hreini og Oddi saman um J að brimið færi aftur vaxandi með aðfallinu, þótt veðurhæð væri orðin minni þegar “Dagur” átti tal við þá, en hún var í nótt. Lending eyðilögð Hafrótið kvað Oddur vera með algeröum eindæmum. — Klettahlein norðan við vörina hefir brimið brotið og rótað svo um öllu þar, að hann telur hæp- ið, að þar verði lending framar. Stóreflis björgum, er legið hafa þar frá ómunatíð hefir hafrótið þeytt til og skolað burtu sem leiksoppar væru, og telur Oddur að brjótburðurinn á land, hafi átt sinn þátt í því að brjóta skúrinn. — í gækvöldi, er Odd- ur sá fram á stórviðri, bjargaði hann hinu og þessu úr skúrnum þangað er hann taldi fullkomið öryggi vera, jafnvel gegn verstu ólögum. En í morgun hafði sjórinn tekið alt þetta. Skemdir á Dalvík “Dagur” átti tal við Stefán Hallgrímsson á Dalvík. Kvað hann þar allar bryggjur brotnar og skemdar að meira eða minna leyti, nema nýja bryggju Þor- steins Jónssonar, kaupmanns (“Valesku” bryggjuna í krókn- um). Kaupfélagsbryggjan væri næstum öll brotin nema hausinn og Höepfnersbryggjan öll farin, að undanteknum fáum grjót- hlöðum. Utan við Brimnesá. hefðu báðar bryggjur farið, er þar voru, Hólsbryggjan og bryggja Jóhanns í Jaðri. Einn “trillu”-bátur, eign Ögmundar Friðfinnssonar, hafði sokkið a höfninni. Er hann sennilega ónýtur, því að eitthvað af hon- um var farið að reka í land. — Allmargir bátar hafa brotnað þar meira eða minna og báta- og fiskiskúrar taldir í hættu með flóðinu. “Kongshaug” strandar á Siglufirði Síldartökuskipið ‘Kongshaug’, með 6000 tunnum af síld, hafði rekið inn á leirur á Siglufirði. Um skemdir á skipi eða farmi er enn eigi vitað. Afskaplegt for- áttuVeður hafði þar verið, sjö- gangur og vatnsagi. Kjallarar flestir á eyrinni hálfir og fullir af vatni. — Bryggjur skemmast, en yfirlit ekki fengið, er síma- samband slitnaði. Á Litla-Árskógssandi hefr orðið stórtjón. Hefir sjór þar brotið 5 skúra, með fiski, veiðarfærum og allmiklu af kolum og matvælum. Mun þetta alt vera einstakra manna eign. Stórtjón á Grenivík? Til Grenivíkur slitnaði sími í morgun, en áður en það varð fréttist þaðan um stórtjón. Brim og veður hafa eyðilegt mótor- bátinn “Hauk”, og sagt er að allar bryggjur og allar “trillur” séu þar brotnar, og fiskiskúrar margir laskaðir. Frá Húsavík hefir á svipaðan hátt og frá Grenivík frétzt utn stórtjón: að fimm bátar hafi brotnað í spón og byrggja skemmzt. En um þetta verður ekki vit- að með vissu áður en blaðið fer nú í prentun. “Hræðilegur sjór” Póstbáturinn “Drangey” kom frá rímsey hingað í gærkvöldi um kl. 19.—“Dagur” átti tal við Jón skipstjóra í morgun og þótti rösklega og heppilega stýrt hjá öllu tjóni í slíkum sjó. Kvað skipstjóri sjó eigi hafa verið orðinn með ódæmum, fyrr en kom inn í fjarðarkjaftinn. En þá hefið hann verið orðinn blátt áfram hræðilegur. Til austur- lándsins alla leið utan frá Gjögri og inn að Kljáströnd, hefði verið að sjá svo skelfilegt hafrót og hamslausan brim- skafl, að annað eins hefði sér aldrei fyrir augu borið nema í hroðafengnustu útsynningum á Stokkseyri og Eyrarbakka. — Þótti honum því eigi undarlegt, er hann heyrði fréttirnar, utan úr firði., að mikið hefði orðið undan að láta. — Hér á Akureyri hafa síma- og rafveitustaurar brotnað, og varð þó veðurhæðin hér ekki svipað því, sem víða annarstaðar um fjörðinn.—Dagur. * * * Dómurinn í Bankamálinu Rvík. 20. okt. Dómur í ávísanasvikamálinu var kveðinn upp kl. 10 í morgun af Gústav A. Jónassyni lög- reglustjóra. Ákærðir í þessu máli voru eins og kunnugt er: Guðm. Guð mundsson fyrverandi aðalgjald- keri Landsbankans, Eyjólfur Jó- hannesson framkvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, — Steingrímur Bjömsson, fyrver- andi aðstoðargjaldkeri Lands- bankans og Sigurður Sigurðs- son bankaritari. Dómu'rinn hljóðar svo: “Ákærður, Sigurur Sigurðs- son á að vera sýkn af ákæru réttvísinnar í máli þessu. Ákærður, Guðmundur Guð- mundsson sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 6 mánuði. Ákærði, Steingrímur Björns- son sæti fangelsi við venjulegt fangaviðu’rværi í 4 mánuði. Ákærði, Eyjólfur Jóhannesson sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 60 daga. En fullnustu fangelsisrefsingu allra hinna dómfeldu skal fresta og þær falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef skil- orð laga nr. 39, 1907 verða haldin.” — Alþbl. Hárspíritus verður manni að bana Akranesi 1. nóv. Skafti Árnason frá Háu hjá- leigu í Innri Akraneshreppi lést í morgun. Hann hafði verið drukkinn tvo undanfama daga og veiktist í gærkveldi og var dáinn kl. 9 í morgun. Við réttarrannsókn í dag kom í ljós, að hann hefði drukkið eitraðan hárspíritus og dáið af því. * * * Frá ólafsvík Ólafsvík 1. nóv. í dag kl. 2—3 kviknaði í bát héðan. — Báturinn var í róðri er slysið vildi til. Vélarhús brann að mestu og vélamaður, Lýður Skarphéðins- son, brendist á höndum og and- liti, en ekki telur læknir sár hans hættuleg. Skipverjar voru um klukkustund að slökkva eld- inn. Togarinn Gulltoppur kaupir bátafisk í Ólafsvík og á Sandi. Afli er fremur tregur . INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Árnes................................................F. Finnbogason Amaranth..............................J. B. Halldórsson Antler....................................Magnús Tait Árborg..................................G. O. Einarsson Baldur............................................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont..................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Calgary..............................Grímur S. Grímsson Churchbridge...................................Magnús Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe....................................S. S. Anderson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale............................. ólafur Hallsson Foam Lake..........................................John Janusson Gimli....................................K Kjernested Geysir...............................Tím. Böðvarsson Glenboro.................................G. J. Oleson Hayland...............................Sig. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa...................................Gestur S. Vídal Hove................................ Andrés Skagfeld Húsavík.............................................John Kernested Innisfail.......................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar..................................S. S. Anderson Keewatin...........................................Sigm. Björnsson Kristnes............................... Rósm. Ámason Langruth.............................................B. Eyjólfsson Leslie..............................................Th. Guðmundsson Lundar.............................................Sig. Jónsson Markerville..........................Hannes J. Húnfjörð Mozart...................................Jens Elíasson Oak Point......................................Andrés Skagfeld Oakview............................ Sigurður Sigfússon Otto..............................................Björn Hördal Piney.....................................S. S. Anderson Poplar Park..............................Sig. Sigurðsson Red Deer..............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík...........................................Árai Pálsson Riverton............................. Bjöm Hjörleifsson Selkirk.................................G. M. Jóhansson Steep Rock.........................................Fred Snædal Stony Hill........................................Björn Hördal Swan River............................ Halldór Egilsson Tantallon.........................................Guðm. ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir...............................................Aug. Einarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..................................... Winnipeg Beach.....................................John Kernested Wynyard................................S. S. Anderson I BANDARIKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Belingham, Wash.........................John W. Johnson Blaine, Wash.........................................K. Goodman Cavalier...............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar................................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel..................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Milton.................................E. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain............................Th. Thorfinnsson Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold..................................Jón K. Einarsson Upham................................E. J. Ilreiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.