Heimskringla - 03.04.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 03.04.1935, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 3. SIÐA. WINNIPEG, 3. APRÍL, 1935 BELLAMARHELLIRINN Á CUBA í>ó fá ár séu liðin síðan að Bellamarhellirinn á Cuba fanst, er hann orðinn heimsfrægur. — Allir ferðamenn sem koma til eylandsins, leita tafarlaust uppi þessa töfrahöll undirheimanna, og skoða dropsteina myndir sem jafnvel hvergi eiga sína jafningja. Með akveginum frá Havana, kemst maður svo að segja að heliismunnanum, og af því inn- gangurinn er hættulaus og auð- veldur, borgar sig vel að eyða einum degi frá glaumi höfuð- borgarinnar. Mílu vegar frá Bailen og sunnanvert við bæinn Matanza, er þyrping af fögrum sveitabýl- um, heitir hún Bellamar. Af þessum yndislega stað, dregur hellirinn nafn sitt. Þann 17 .apríl 1861, voru verkamenn að sprengja kalk- stein, vildi þá svo til er einn þeirra pjakkaði skóflu í sprungu í klettinum, að ekkert varð fyrir skóflunni, maðurinn misti af henni haldi len hún hvarf. Þeg- ar nánar var gætt að kom í ljós æði mikil rifa og skóflann hafði hlaupið þar ofan um. Að nokkrum dögum liðnum höfðu mennirnir víkkað svo rif- una að maður gat skriðið í gegnum, var þá eigandinn til að að forvitnast um hvernig hag- aði til í neðri bygðum. Hann seig svo niður með kindil í hendi, og var samstundis kom- inn í skrautlega höll. Þar voru súlur úr blikandi kristalli, en hvelfingin gjör úf furðulegustu bogum er ljómuðu eins og silf- ur. Maðurinn komst þó lekki langt, því hætta var við hvert fótmál af sprungum er hann ekki gat stokkið yfir og fásinna að bera það við því þær voru þverhnýptar. I Síðan hefir þetta verið endur- | bætt, og skrautlegur sumarskóli bygður við hellismunnann, og þangað liggur akvegurinn. Við hefjum hellisgönguna mieð því að leiðsögumaðurinn fær okkur kindla, það eru mörg og löng vaxkerti bundin saman, svo göngum við ofan stiga, meðfram honum er handrið og stendur á traustri undirstöðu, og komum fram á gjáarbakka; á barml hennar er handrið, svo óhult e> að horfa fram af. Hcr leggjum við af okkur öli óþarfa föt, er geta tafið okkur á göng- unni, því hér er ofsa hiti og sumstaðar næstum óþolandi. Héðan sem við stöndum sjáum við um alla höllina, er hún 500 fet á lengd og um 200 fet að meðaltali á breidd, en upj> í hvelfinguna eru 100 fet frá gólfi. Svo er lömpum haganlega komið fyrir, að gott er umsjón- ar. Fjær&t sjást 2 dimmir blettir, það eru munnar á tveimur að- algongum, &em þó renn.x sam- an, og því hægt að fara inn um annan en koma út um hinn, en lögun ganganna líkist róm- versku V, en þar sem þeir koma saman, heldur áfram einn gang- ur og með því verður V-ið að Y og liggur áfram og ofan á við. Aðrir tveir gangar liggja úr framhöllinni sem nefnd hefir verið “Gotnieska musterið” en lengd hellisins eru 3 mílur enskar. Það sem fyrst vekur eftirtekt okkar er við göngum fram að handriðs girðingunni við gjána er dropsteins mynd er stendur í miðri höllinni. Leiðsögumað- urinn segir okkur að þetta sé vörður mu&terisins, en þess var raunar engin þörf, það Ieyndi sér ekki. Kalkvatnið hafði sem sé framleitt risavaxna mynd af hermanni, er situr í nokkurs- konar hásæti Gotnesku; í ann- ari hendi heldur hann á spjóti, hinni styður hann á mjöðm sér,’ hann sýnist líta við og horfa framan í okkur, og þegar gul- leitur og óeðlilegi ljósgeislinn leikur um óglöggu andlitsdrætt- ina, er sem maður finni ískalda og staðkyrra augnaráðið frá steinrunnum augunum. Okkur detta í hug æfintýrasögurnar frá æskuárunum, og því fremur virðum við fyrir okkur þessa tröllslegu og yfirnáttúr- legu mynd með undarlegri til- iinningu. Til þess að sjá risa þenna enn betur — sem situr þarna, eins og náttúran hefði ætlað hon- um að halda vörð yfir huldum fjársjóðum — stígum við ofan þrep sem liggja í krókum ofan í gjána, en er við komum þangað er við fyrir augnabliki litum töfravörðinn, er myndin horfin; í hennar stað er kominn þyrp- ing af óreglulegum dropsteina myndum. Við komum að trébrú, og rennum þaðan augum upp í hvelfinguna, sem ljómar af Bri^ hi's HERMIT PORT and SHERRY Diogenes var réttur! Þegar þeir spurðu þenna gamla heim- speking að því, hvaða vín honum þætti bezt að drekka svaraði hann: “Það sem aðrir eiga!” .... hvort heldur aðrir heim- sækja yður eða þér heimsækið þá er ein- hver ylur í því sem vermir um hjartað þegar boðið er staup af góðu víni . . . . og ylurinn er hlýrri ef vínið er HERMIT PORT eða HERMIT SHERRY . . . . því þetta eru vörur framleiddar hjá stærstu vínyrkju stofnun Canada og sérfróðustu vínbruggurum .... þau eru mjúk og gómsæt er leiðir af sextíu og eins árs langri æfingu .... VARIN MEÐ HREINU DRUGU BRENNIVÍNI . . . . og heilsu- bætandi eigi síður en bragðsæt. 26 oz. FLASKA . . $ .60 KASSI MEÐ 6 FLÖSKUM 3.00 tindrandi kirstöllum sem blinda augun, og svo ofan í svart und- irdjúpið, þá grípur okkur ónota tilfinning, því líkust sem við værum að troða okkur inn á fyrirboðinn reit, og við af fljót- færni eður léttúð værúm komn- ir í kynni við fimtu höfuðskepn- una: myrkrið. Meðal þeirra súlna sem sýn- ast halda hvelfingunni uppi, er ein sérstaklega eftirtektaverð vegna ógnar fyrirfierðar. Hún er kölluð “kápa Kolumbusar”. Nafnið fékk hún af bárunum á yfirborðinu, er líkast fellingum á kápu. — Kalkvatn&dropamir höfðu bygt samtímis frá lofti og gólfi, og mætst á miðri leið. Þessi risa súla er 60 feta há og 20 fet ummáls. Hún er hvít sem snjór og gegnsæ sem ala- baster (gypstegund). Jafnframt því að við herust- um áfram undir risavöxnum og voldugum bogum hallar þessar- ar eður musteris, glóir alt um- hverfis okkur í glitrandi ljósörv- um, svo okkur sker í augun. Þótt aðrir hellrar séu meiri að víðáttu en Bellamar hellir- inn, er áreiðanlega enginn hellir til, aem hefir jafn mikið af undraverðum og fögrum drop- steinamyndunum. Það er sem náttúran hafi beitt öllu hugviti sínu í að fram- leiða þessi óteljandi li&tasmíði og dásamlegu sambönd. Dropsteina myndimar eru sérstaklega fagrar, þær eru á öllum stærðum, frá kápu Kol- umbusar ofan í myndir tæpan þuml. á hæð; sumar ieru flatar og gagnsæar, og sé slegið í þær, kveður við silfur skært klukkuhljóð, aðrar eru örmjóar og snúnar, og stundum með greinum sem dálithr kórallar, sumar hanga úr lofti sem öngl- ar eður vinda sig upp frá gólf- inu. * Eins og dropsteinarnlr eru í margskonar ástandi, svo eru þeir og í mörgum myndum, þarna t. d. sitja þeir frosnir á gulum veggnum, í öðrum stað hafa þeir framleitt undarlegt kögur eður bárur, þá líkjast nokkrir slöngum í kindlaljósinu, og enn er sem á veggina sé dregið svell, eður þeir líkjast bræðsludeiglu, geysimiklum hornum eða blómum, er að lögun og lit líkjast rósum. í þessum samsietta vef sem dropsteinninn myndar ýmist úr lofti eða gólfi, er óft ekki hægt að greina þá sundur. Úr loftinu geta vaxið snjóhvítar kniplinga gluggablæjur í fegurstu gerð, eða hanga niður sem silki tjöld, eða mynda hreyfingarlausa fossa úr glitrandi demöntum, ler ná frá lofti til gólfs. 1 blaktandi ljósgeislanum taka þeir á sig alskonar blekkjandi gervi, og líkjast þá nokkrir krjúpandi mönnum frammi fyrir ímynaðri helgimynd, eða villumönnum, eru þeir naktir og þaktir fjöðr- um og húka á fótum sér, eins og þeir sætu á ráðstefnu. Þegar við höfum gengið fram hjá Musterisverðinum komum við að því svonefnda “altari”. Stendur það í rúmgóðum skáp í hliðveggnum gegnt “kápu Kol- un umbusar”. Það er grófgerð stæling af altari, utan í því sýn- ast vera myndir af blómum. Næst fylgjum við leiðsögu- manninum inn í vinstri göngin og komum í gang sem heitir “Gosbunu gangur” er hann V2 ensk míla á lengd, og ber margt fáséð fyrir augu, öðrumegin fáranlegustu blóm, upphleypt á dimmum veggjunum, gotneskar myndir og súlur. Hinsvegar landslagsmynd frá heimsskaut- inu, með snjóbreiðum, ísdröng- um og ísjökum á floti. Nú verða göngin svo lág, að við göngum hálfbognir, svo við ekkl rekum okkur á kalsteins nál- arnar, er hanga niður úr þak- inu, og stundum vierðum við að hálf skríða gætilega meðfram kolsvörtum gjám, þá þenst gangurinn út aftur og verður að yndislegu herbergi, sem ljómar af slíkri kristallamergð, að það er sem nóttin hafi breyst í dag. Þar verður fyrir okkur lækur, sem gangurinn dregur af nafn sitt. Vatnið sýnist kristalls tært, og fellur hann niðandi ofan í skygnt ker af alabastri. Með þessu erum við komnir að hvassa horninu á V-inu og lít- j um til vinstri handar mjúkt og | óreglulega lagað op. Er það gangur sá sem við eigum að koma eftir á útleið okkar til, “Gotnleska musterisins”. Við lesum okkur gætilega á-j fram milli brotinna og hang-1 andi dropsteins nála, og komum | bráðlega að dimmum boga- j göngum, sem heitir ‘‘bana- kringla djöfulsins”, en áhrifin sem fylgja nafninu, hverfa jafn harðan, er við sjáum feikna mikið kirkjuorgel, pípurnar eru jafnar, og nótumar virðast bíða eftir að einhver töfrahönd komi og leiki á þær og fylli tónum þessa dimmu ganga og skugga- legu djúp er aldrei hafa borist að nokkru dauðlegu eyra. Skamt frá orgelinu er annar hlutur ler hrífur mann þægilega úr þessum hugleiðingum, það er óvanalega fagurt dropsteina smíði, það er holt og þunt og mjög gagnsætt með lóðréttum fellingum og svo kemur það fyrir sjónir, sem það neðst 3é glitsaumað. Þetta heitir “Glit- saumaða nærpilsið”. Glitsaum- urinn kemur bezt í ljós, ef ljós-' ið 'er haft hinsvegar, og eftir því sem Ijósið er bjartara og efni myndarinnar gagnsærra, því gleggri er rósin. Hér er einnig skrautlegur legubekkur úr íbenviði og silfri, er breytt yfir hann klæði úr silki með í- ofnum myndum, er sem hann bjóði gie&tunum til austurlanda hvíldar og unaðsdrauma, en við verðum að berjast gegn freist- ingunni, því margt er óskoðað enn, og leiðsögumaðurinn gleymir ekki að minna okkur á að tíminn er honum peningar þessvegna hröðum við okkur á- fram að leita uppi ný undur. Alt í einu komum við í feg- ursta hólf hellisins, það er “blessaða herbergið” og nefnt svo eftir sögunni, að katólskur biskup nokkur sem hafði komið að skoða hellirinn, varð svo töfraður hér af fegurðinni, að hann í ofurmagni guðrækilegr- ar hrifningar á handaverkum drottins vígði og blessaði hellir- inn við Bellamar. Þessi skraut- lega höll er um 40 fet á hæð, 40 fet á lengd og 25 feta breið. — Fegurðin er framúrskarandi á drifhvítum og gljáandi drop- steinsmyndunum, — súlurnar þráðbeinar og fagrar, gólfið spegilskygnt, þetta alt til sam- ans gerir stað þenna að eftir- læti ferðamanna. Þegar við göngum inn, sjáum við hjólandi læk á hægri hönd sem fellur í vatnsþró og er sem vatnið end- urkasti neistum milli hinna ó- teljandi dropsteinsnája. Yfir vatnsþróuni, er liggur út undir klettinn er rósaflötur og kastar endursþeglum af staðkyrru vatninu frá honum. Rétt við lækinn er fögur kristallamynd- sem nefnd er “kápa jóm- frúarinnar”. — Er hún afar skrautleg og líkist hvítri silki kápu skrautsaumaðri með silf- urþræði, perlum og demön'tum. Óteljandi dropsteina stönglar hanga niður frá hvelfingunni, og líkjast flestir þeirra alabasti. Þegar leiðsögumaðurinn veifar kindlinum yfir höfði sér, kastar hvert ljós frá sér þúsundum skrautlegra neista himinbláum, gullnum og purpurarauðum að lit. Það eru töfra lampar sem einn logandi demant kveikir á. Þó akarar ein dropsteins myndin fram úr öðrum, og vek- ur sérstaka eftirtekt. Við verð- um að þræða leftir hlykkjóttum göngum, þau heita “Lundúna göngin” og nemum staðar þar sem nefnt er “Don Cosmes lampinn”, í höfuðið á Havana Frh. á 7. bls. Öruggar peninga sendinga Þegar þú sendir peninga með pósti, þá notaðu Royal Bank ávísanir. Það er greiðast og öruggast. Peningaávís- anir fást í hverju útbúi bankans hvort heldur sem vill í dollurum eða sterlingspundum. T H E ROYAL BANK O F CANADA INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Árnes..............................................F. Finnbogason Amaranth............................J. B. Halldórsson Antler....................................Magnús Tait Árborg................................H. O. Einarsson Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont..................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Calgary.............................Grímur S. Grímsson Churchbridge........................ Magnús Hinríksson Cypress River......................................Páll Anderson Dafoe..................................S. S. Anderson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale.......................................ólafur Hallsson Foam Lake.........................................John Janusson Gimli................................... K. Kjernested Geysir...........................................Tím. Böðvarsson Glenboro.................................G. J. Oleson Hayland...............................Sig. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa................................Gestur S. Vídal Hove...........................................Andrés Skagfeld Húsavík...........................................John Kernested Innisfail..........................Hannes J. Húnfjörð Kandahar..............................S. S. Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Kristnes............................... Rósm. Ámason Langruth............................................B. Eyjólfsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar.................................. Sig. Jónsson Markerville....................... Hannes J. Húnfjörð Mozart...........................................Jens Elíasson Oak Point......................................Andrés Skagfeld Oakview.............................Sigurður Sigfússon Otto............................................Björn Hördal Piney................................. S. S. Anderson Poplar Park.......................................Sig. Sigurðs&on Red Deer...........................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík..........................................Árni Pálsson Riverton..............................Bjöm Hjörleifsson Selkirk...............................G. M. Jóhansson Steep Rock.......................................Fred Snædal Stony Hill.......................................Björn Hördal Swan River....................................Halldór Egilsson Tantallon........................................Guðm. Ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir..............................................Aug. Einarsson Vancouver...........................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..................................... Winnipeg Beach.....................................John Kerne&ted Wynyard.................................S. S. Anderson í BANDARIKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash......................John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar................................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson............................ Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif...Thorg. Ásmundsson, 3314 Sierra St. Milton................................ F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold...............................Jón K. Einarsson. Upham................................E. J. Breiðfjörö The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.