Heimskringla - 21.08.1935, Blaðsíða 1

Heimskringla - 21.08.1935, Blaðsíða 1
X_L1X. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 21. ÁGUST, 1936 NUMER 47. Gift í Sambandskirkju laugardaginn 17. þ.m. Á laugardaginn var, voru gef- in saman í hjónaband í kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg, af séra Philip M. Pétursson, Hannes Jón Pétursson verk- fræðingur frá Dryden, Ont., son- ur Mr. og Mrs. Ólafs Péturs- sonar í Winnipeg og ungfrú Bergþóra Sólmundsson verzlun- arstúlka, dóttir séra Jóhanns heit. Sólmundssonar og fyrri konu hans Guðrúnar Jónasdótt- ur; einnig Sigurður Sigmunds- son hagstofustjóri hjá The Win- nipeg Electric félaginu, sonur Mr. og Mrs. Jóhanns Sigmunds- sonar í Winnipeg og ungfrú Anna Rósa Pétursson dóttir þeirra Mr. og Mrs. Ólafs Péturs- sonar. Við hjónavígsluna að- stoðaði séra Rögnv. Pétursson. Kirkjan var prýdd með blóm- um og viðargreinum á smekk- legasta hátt. Pjöldi manns var viðstaddur hjónavígsluna svo naumast var sætarúm fyrir alla. Eru brúðhjónin hvorutveggja hin vinsælustu og eiga fjölda vina í sveit hins yngra fólks. Að lokinni hjónavígslunni héldu brúðhjón og boðsgestir, um 60 að tölu, heinl til þeirra Mr. og Mrs. Ólafs Pétursson, 123 Home St., þar sem sezt var að ríkmannlegum veitingum. — iSkemti fólk sér þar við margs- konar fagnað fram yfir mið- nætti. Daginn eftir héldu l«ort- tveggja brúðhjónin í skemtiferð. Gerðu þau Mr. og Mrs. S. Sig- mundsson ráð fyrir að ferðast til sumarstöðva austur um Can- ada en Mr. og Mrs. H. J. Pét- ursson til austurbæjanna í Bandaríkjunum. Verða hvor- tveggja að heiman um tveggja vikna tíma. í einu héraðinu er eitt heim- ili umkringt eldi. Eru 18 manns á því. Er það ekki sem stend- ur í hættu, en við því versta er þar þó búist. En skó.lahús og einstök heim- ili hafa brunnið á nokkrum stöðum. Manntjón hefir þar ekki orðið. Hitarnir undanfarna viku voru evstra frá 102—107 gráð- ur (á Fahr.). í Nova Scotia er sagt að um helgina hafi um' 2000 manns verið að vinna að því að hefta útbreiðslu skógarelda. Yrkt. land hefir eyðilagst til muna af þurkum, auk þess, sem eld; hefir orðið að bráð. » * * Fykiskosningar í Alberta fara fram á morgun. Spár um úr- slitin eru gagnslitlar, en skoð- um margra er að stjórnarflokk- urinn verði fjölmennastur og að hann muni geta með conserva- tívum og verkamönnum mynd- að stjóm. UM STRfÐSHORFURNAR Brezki landstjórinn í Somali- jlandi hefir sett vörð á landa- mærum sínum, svo inn í landið komast engir nema með hans leyfi. Þetta er bein afleiðing af ófriðarhorfunum í Norður- Afríku. * * * Norðurlandaþjóðimar allar og Finnar halda því afdráttarlaust fram, að Þjóðabandalagið verði að skerast í leikinn, ef ítalir leggi út í stríð móti Blálending- um. Er sagt að fulltrúar þeirra ætli að stappa stálinu í aðrar þjóðir í Þjóðabandalaginu að liefjast handa gegn ítölum. — Telja þær ítala ráðast þarna á varnarlausa smáþjóð og láti Þjóðabandalagið það viðgang- ast, sé það úr sögunni. * * * Kosningar 14. okt. í Canada Ottawa, 15. ág. — Síðast lið- in miðvikudag fóru fram þing- slit í Ottawa. Lauk með þeim 17 þingtíma Canada Athöfn þeirri stjórnaði Bessborough land- stjóri, er til Ottawa brá sér snöggva ferð til þess, en hann dvelur nú annars á sumarbú- stað sínum í Quebec. Að því búnu tilkynti forsætisráðherra R. B. Bennett, að kosningar til sambandsþings færu fram 14. október. En áður en þingslit fóru fram skipaði forsætisráðherra í ýms- ar stöður er mannlausar voru, svo sem 4 í ráðuneytið, 5 í efri málstofu þings, 3 í stjómar- nefnd hveitisöluráðsins og fjölda dómara. Þeir er New Brunswick sætin hlutu heita B. F. Smith og A., J. Legar, en Quebec sætið Eu- gene Paguet. í efri málstofu er tala con- servatíva nú 62, en liberala 32. Tvö sæti eru þar auð enn. ¥ ¥ ¥ Þingmannatala flokkanna í neðri deild sambandsþingsins er nú við upplausn þingsins sú, að conservatívar eru 113, liber- alar 88, liberal-progressive 3, progressives 2, Alberta-bænda- sinnar 9, verkamenn 3, óháðir verkamenn 1, óháðir 2 og óskip- uð þingsæti 24. ¥ ¥ ¥ í stjórnarnefnd hveitisölu- ráðsins voru 3 skipaðir og allir frá Winnipeg. Eru þeir John I. McFarland, D. L. Smith, sem um langt skeið hefir starfað að kornsölu, og prófessor H. C. Grant, kennari í akuryrkjudeild stjórnmálamannshæfileika að öðru leyti, er vafasamt, að liberal flokkurinn hafi nokkru sinni átt. Á stjórnartíð Bennetts, hefir hann verið hans önnur hönd. Má vera að það sé líkt með þeim, að líta öðrum augum á flokksfylgi, en foringjar yfir- leitt gera. FREGNSAFN Suður í Cleveland í Banda- ríkjunum voru fjórir menn á ferð í loftbát í gær. Alt í einu segir sá er við stýrið var, að hann verði að gera við hjól á bátnum og skipar 22 ára dreng sem með var í förinni að stjórna loftfarinu á meðan. En dreng- urinn hafði aldrei á æfi sinni reynt að stýra loftfari. Þegar hann er seztur við stýrið, fer flugstjóri út úr bátnum á kaðli. Bretar hafa kvatt ráðuneyti sitt til sérstaks fundar á morg- un (fimtudag) til þess að ræða og taka ákveðna afstöðu í etríðsmálunum í Norður-Afríku. Verða tillögur samdar og lagð- ar fyi-ir Þjóðabándalagsfundinn 4. sept., er sagt er að verði síð- asta orðið af Breta hálfu í stríðsmálinu. ¥ ¥ ¥ Fulltrúi ítalíu á fundinum á Frakklandi s. 1. sunnudag kvað undir happi og hendingu komið livort ítalía sinti nokkurt Þjóða- bandalagsfundinum 4. sept. — Hann fór ekkert dult með það að stcfna Mussolini væri sú, að stríð væri óumflýanlegt. * * * Að ítalia segi sig úr Þjóða- bandalaginu þykir þessa stund- ina það líkíegasta. * * * Vinátta Frakka og ítala virð- ist vera að fara út um þúfur. í ráðuneytið voru þessir skip- aðir: Lt. Col. G. R. Geary, dómsmálaráðehrra; hann er þingmaður frá Toronto. J. Earl Lawson, þingmaður frá York- Westminster, ráðherra innan- ríkistekna. William G. Ernst, þingmaður í Queens-Lunen- burg, fiskimálaráðherra og Samuel Gobeil frá Compton, ráðherra án stjórnardeildar. ¥ ¥ ¥ Auð sæti í efrimálstofu þings, voru 2 frá Manitoba, 2 frá New Brunswick og eitt frá Quebec. Manitoba-sætin hlutu J. T. Haig, Wninipeg fylkisþingmað- ur í Manitoba síðan 1920, og Col. Harry Mullins, þingmaður frá Marquette. Manitoba-háskóla. ¥ ¥ ¥ Þá hefir verið skipaður for- maður járnbrautaráðsins Hon. Hugh Guthrie, dómsmálaráð- herra. Hann hefir setið lengur á þingi, en nokkur annar þing- níaður, eða full 39 ár. Hefir hann stundum verið nefndur “Father of the House” af þessu. Síðan 1900, hefir hann aldrei tapað kosningu. Hann var liberal og stóð næstur að sagt var, að taka við leiðsögu liberal-flokksins að Laurier látnum. En það brást. Honum hætti við að líta á mál- in meira frá sjónarmiði hag- fræði en flokka, en það hefir sjaldan þann árangur er skyldi fyrir alment flokksfylgi. En Að 40 mínútum liðnum hafði hann lokið viðgerðinni á hjól- inu. Og þann tíma allan stjórn- aði drengurinn flugfarinu. ¥ ¥ ¥ í gær bárust fregnir uní að stórtjón hefði orðið af skógar- eldum síðast liðna viku í New Brunswick. Hitar og þurkar hafa verið miklir í Austurfylkj- unum undanfarið og í Nova Scotia og Prince Edward Is- land hafa einnig veriö miklir skógareldar en þó viðráðanleg- ir. En í New Brunswick kvað svo mikið að þeim, að fólk varð að flýja af 25 heimilum í einu héraðinu. Heiiriilin sjálf hafa ckki enn brunnið, en eldarnir voru komnir svo nærri þeim að þar varð ekki haldist við. FRÁ ÍSLANDI Nýtt mjólkurbú Rvík. 17. júlí Mjólkursairilag Kaupfélags Skagfirðinga tók til starfa í gær. Var þá í fyrsta sinn flutt til þess mjólk af félagssvæðinu. Samlagið hefir komið sér upp vönduðu mjólkurbúi og kostar það uppkomið nokkuð á annað hundrað þús. krónur. í samlaginu eru þegar 80— 90 félagsmenn og kemur það til að ná yfir meginhluta Skaga- fjarðarsýslu. Fyrst í stað er gert ráð fyrir að flutt verði til þess um 1000 Jítrar mjólkur á dag. Úr mjólkinni mun það aðallega vinna osta og smjör. —Vísir. Mussolini hafnar friðartillögum Frakka og Breta á Parísar fundinum París, 19. ág. — Á fundinum, sem haldinn var í París s. 1. sunnudag til að jafna sakir milli ítala og Blálendinga án stríðs og blóðsúthellingar, hafnaði Mussolini með öllu friðartillög- um Frakka og Breta. Þó Mussolini eyddi, að svara spurningunni sem fyrir hann var lögð um hvað honum byggi í sinni að gera, getur eftir þetta engin vafi á því leikið hvað það er. í tillögunum var síðast reynt að bjóða Mussolini þátttöku í stjórn í Blálandi (Abyssiníu) þannig að hann hefði þar með- stjórnendur og gæti með því trygt sér rekstur þeirra fyrir- tækja, er hann fýstj að koma þar upp. En Mussolini neitaði því boðf jafn-ákveðið og öðr- um. Pierre Laval forsætisráðherra Fraklands, sem stjómaði fund- inum', kvað ekki fyrir það tak- andi, að ennþá yrði reynt að kalla til fundar, en Englending- ar virðast ekki gera sér háar vonir um nokkurn árangur af því. Þeir líta á svör Mussolini, sem síðasta orðið í öllum sátta tilraunum. Tíðarfar Stöðvarfirði 25. júlí Tíðarfar hefir verið mjög ó- hagstætt hér, til lands og sjáv- ar, síðan um hvítasunnu, sífeld votviðri og stormar. Töður liggja undir skemdum og enginn baggi hirtur. Mjög lítill afli er enn fenginn á smábáta, vegna ógæfta og fisktregðu. Einnig hefir lítið fiskast á mótorbáta á Fá- skrúðsfirði. Hafa stærstu bát- ar þaðan farið tvær ferðir norð- ur fyrir Langanes, og fiskað þar. ¥ ¥ * Þorskseiðamergð í Eskifirði og Reyðarfirði Eskifirði 23. júlí Útgerðarmaður hefir vakið athylgi fréttaritara útvarpsins á Getur England setið hjá, ef Mussolini ræðst á Blálendinga? Lönd þeirra eru austan, sunnan, vestan og norðan Blálands. Þó sjálfir láti þeir ekkert uppi um hvernig þeir snúist við stríði þessu, hafa þeir á þessum slóð- um síns að gæta. í New York býr maður að nafni Heindrick William van Loon. Hann er annálaður sögu- fræðingur. I ræðu sem hann hélt s. 1. sunnudag, hélt hann því fram, að Bretar yrðu innan sex vikna komnir í stríðið í Norður-Afríku. “Leggi ítalir Bláland undir sig, er Breta- veldi stofnað í mikla hættu”, sagði hann. England fer í stríðið. Að öðrum kosti missa þeir yfirráðin á Miðjarðarhaf- inu í hendur Itala, og sagan um yfirráð Rómverja, sem þar réðu um 1000 ár forðum', end- urtekur sig.” “Þá stóð stríðið um yfirráð Miðjarðarhafsins milli Rómverja og Kartagóóborgarmanna. Nú verður það milli Englendinga og Rómverja, með Mussolini í fylk- ingar brjósti í stað Hannibals grimma. Sagan endurtekur sig oft meira en aðeins á yfirborð- inu!” Eskifirði á því, að óvenjumikið sé af þorskseiðum 8 til 10 cm. að lengd í Eskifirði og Reyðar- firði. Sjór sé alveg krökur af seiðum, og hefir ekki sést jafn- jmikið síðan 1906, en 4 til 5 ár- um síðar hafi orðið mjög góð fiskiár þar eystra. Góð grassprettutíð er Austan- lands, en þurkar eru stopulir. Síldarganga sást nýlega sunn- an Gerpis. — Engin síld er inn- fjarða ennþá. ¥ ¥ ¥ “La Bataille” bönnuS. Innanríkisráðuneytið í Japan hefir lagt bann á frönsku kvik- myndina “La Bataille” þar í landi. Er bann þetta bygt á því, að myndin gefi rangar upp- ýsingar um Japani, og sé móðg- andi fyrir heiður Japana. Wiley Post og Will Rogers farast í flugslysi í Alaska Point Barrow, Alaska 17. ág. —Tveir víðfrægir Bandaríkja- menn, Wiley Post flugmaður og Will Rogers leikari, fórust' s. 1. föstudag í flugslysi norður í Alaska. Þeir voru á skemtiför norður í Alaska og voru að því er ætl- að er, að leggja af stað heim- leiðis. Þoka var í lofti og skömmu eftir að þeir hófu flug- ið, bilaði eitthvað í vélinni og flugfarið féll niður í íshrönglaða á. Og þar fundust flugmenn- irnir í því á kafi í vatni. Er þó haldið fram, að druknun hafi ekki orðið þeim að bana, heldur mfeiðsli, er flugbáturinn kom niður. Líkin voru sund- ur flakandi af meiðslum. Þegar þeir lögðu af stað í ferðina norður 7. ág. frá Ren- ton flugstöðinni, suður af borginni Seattle’, var kona Wil- ey Post ráðin í að verða með í förinni. Á síðustu stundu hætti hún samt við það einhverra hluta vegna. Wiley Post hafði flogið tvisv- ar umhverfis jörðina, í annað skiftið með Harold Gatty, en íhitt skiftið einsamall. Og þá ferð fór hann á 186 kl.st. 49'/2 mín, eða ekki fullum 9 dögum. Fyrri ferðina fór hann á nærri 10 dögum. Hann fekst og við háloftsflug á þessu ári á væng- flugbátum til að reyna að vita hvort flug á þeim í háloftinu væri ekki auðveldara, en þar sem hann var nýbyrjaður á þessu starfi, verður ekki sagt um árangur af því. Will Rogers var hreyfimynda- leikari í flokki þeirra, er ráða sig hjá leikfélögum fyrir eina nfiljón dollara á ári. En hamy var meira en leikari; hánn var rithöfundur, heimspekingur, fyrirlesari, cowboy og ferða- langur. Fyrir að flytja erindi í útvarp á leikhúsum eða í sam- sætum, var honum goldið öll- um meira, enda voru þau erindi hans full kýmni, jafnvel skömmum á málefni og menn í æðri sem lægri stéttum og stöðum. Honum virtist alt fyr- irgefið í því efni. Flugbátur var sendur norður eftir líkunum. Syrgir þjóðin þessa tvo snillinga sína, er burt- kölluðust á þennan voveiflega hátt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.