Heimskringla - 21.08.1935, Blaðsíða 7

Heimskringla - 21.08.1935, Blaðsíða 7
HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA WINNIPEG, 21. ÁGÚST, 1936 ÆTTJARÐAR-VÍSUR VESTUR-fSLENZK ÆFISAGA Skóli skapanorna Skýrir fölskvalaust Fræða vorra forna Fjölbreytt val og traust. Fræðadísin fræga Fæðir eld og þrótt Veitir vizku næga, Víðsýna andans gnótt. Víðlend vestur-álfa villir mörgu sýn, bögu-mæltra bjálfa Bullið á oss hrýn. Alt er í gulli goldið gljáum fágað lit. Hugsað mest um holdið, — heilagt fyrnist vit. Útlagar því eru íslendingar hér. Fróni brjósta beru Hið besta helgað er. Stæla geð og stilla Stundar táls við gort, Manndóms merkjum hylla Móðurlandið vort. ísafoldin aldna, Ættarlandið vort. Braut þó ættir baldna Böl og þraut og skort. Gegnum aldir allar * Goðsins guðamál hreyfðu hörpur snjallar, —héldst þín þjóöarsál. Fróðleiksandinn forni Fyrnist aldrei þér, Manns að hinsta morgni Met sem heilög ber Anda og sálar auði Er þá borgið land, Bjargað lífsins brauði —bannfært lýðsins grand. M. Ingimarsson Kennarinn: — Jæja, Bjarni minn. Þú munt ve-ra að reyna að fræðast um eitthvað? Gunnar Th. Oddson, að Mountain, N. D., hefir sent mér til umgetningar “Æfisögu” sína, .er hann sjálfur hefir sam- an tekið og útgefið. Bók þessi kom mér þannig fyrir augu, að frágangi og prentun væri mjög ábótavant. En eigi mun mega reikna höfundi það til syndar, er sökum fjarlægðar gat eigi lesið próförk sjálfur eða annast prentunina. Æfisagnaritun tíðkast heil- mikið nú á dögum, því merkum mönnum, sem getið hafa sér einhvern orðstír, virðist vera kappsmál að koma æfisögum sínum á prent. Bækur þær ná oft mikilli útbreiðslu og eru vanalega seldar dýru verði. Alt bendir því til að fyrirhöfn þeirra þjóðfrægu manna sé vel goldin í gulli. En þegar ræðir um rétta og slétta alþýðumenn, sem hvöt finna hjá sér til þess að skrifa æfisögur sínar og gefa út á prenti, þá verður það eigi talið til gróðavænlegra fýrirtækja. Fjárskortur takmarkar allan út- gáfu kostnað og enginn undan- genginn frægðarferill auglýsir þær bækur. “Orður og titlar” eru ekki eins “úrelt þing” og margir halda, a. m. k. ekki þeg- ar um bókaútgáfur er að ræða! Gunnar- Þorbergsson Oddson er maður hniginn að aldri. Meg- inhluta æfi sinnar hefir hann dvalið í Vesturheimi og reynt bæði blítt og strítt á frumbýlis- skéíði. Lofsvert er því í alla staði, að hann finnur hvöt hjá sér til þess að færa viðburði lífs síns í letur og skýra frá æfiárum sínum beggja megin hafsins. Sögu sína segir hann blátt áfram og tilgerðarlaust og forðast um leið hinn íbúðar- mikla stílshátt margra samtíð- armanna. Æfisaga hans er hin læsilegasta, því þó margt hafi raskast við prentun og víða séu formgallar, ,er efnið yfirgrips- mikið og aðlaðandi. Undirrit- aður sökk svo ofan í lesturinn, að hann leit ekki upp fyr en hann hafði lesið bókina frá upp- hafi til enda. Skoðar að þeirri kvöldstund hafi verið vel varið og vildi gjarna eiga kost á fleiri æfisögum eftir vestur-íslenzka frumbýlinga. Vel og skipulega ritaðar æfisögur stuðla til fróð- leiks og skemtunar. Höfundur umræddrar æfisögu er fæddur í Nes-hjáleigu í Loð- mundarfirði í Norður-Múlasýslu, 6. janúar 1865. Til Ameríku fór hann árið 1887, ásamt móð- ur sinni og fjórum systkynum, og er hann því í tölu eldri vest- ur-ísenzkra frumbýlinga. Æfi- saga hans er í tveimur pörtum og fjallar fyrri partur um æskuár hans á íslandi, en síðari partur um lífsferil hans hér í álfu. Mörgu viðkomandi frum- býlingslífinu er hér vel og ítar- lega lýst, t. d. ‘byggingarvinnu’ í borgunum, ‘járnbrautarvinnu’, o. s. frv. Landnámsmaður segir hér sjálfur sögu og skýrir frá lífsreynslu sinni á landnáms- sviðinu. Skoðun mín er að bók þessi verðskuldi að vera keypt og lesin af íslendingum beggja megin hafsins. O. T. Johnson 10021—95 St. Edmonton, Alta. MISSKILNINGURINN MIKLI Erum vér innan í jörðunni eða utan á henni? Margir sem á þetta mál minn- ast þykjast alls ekkert geta botnað né skilið í því, að vér séum innan í jörðinni, nema þá helst á óljósu líkingamáli. Væri þó þess virði að menn hugsuðu sig um ofurlítið áður en þeir slá því föstu að hér sé um ó- ljósar líkingar að ræða. Kristur segir í ræðum þeim sem eftir honum eru hafðar, að andinn sé alt, holdið ekkert. Þetta er þó vitanlega ekki svo að skilja, að holdið sé einskis virði, meðan það er bústaður andans en það er svo skömm stund, samanborið við þá óend- anlegu tilveru, sem vér eigum í vændum, eftir vora stuttu hér- vist, að það er naumast tak- andi til greina. Kristur varar fylgjendur sína við því að hræðast ekki þá sem holdið deyði en geta ekki meira aðgert. Þetta virðist sanna að jörðin sem við lifum, hrærust- um í, sé óæðri andanum sem notar hinn jarðneska líkama sem flík, íbúðar-hreisi, höll eða musteri, sem alt er eitt og hið sama, þó ýmsum nöfnum sé nefnt. Vér segjum með réttu, að fuglinn sé í egginu og fiskurinn j í hrogninu, það þarf ekki að j minna oss eldri íslendingana á j vallgrónu bæjarhúsin, sem úr j nokkurri fjarlægð var ekki unt að greina frá grænum töðuvell- inum. Þar vorum vér getnir og fæddir innan í jörðunni í bók- staflegri merkingu. Þetta jarðneska líf í allri heild er aðeins sjónhverfing. Veru- leikurinn sjálfur á bak við. Ó- sýnilegur nema undir vissum og sérstökum skilyrðum. Svo sem í frá-munning (dáleiðslu) sem Biblían svo oft minnist á. Bækur og rit spiritismans fræða oss um eitt og annað á þessu sviði. Svo sem það, að þó þessi hnöttur vor (jörðin) brenni að síðustu upp til kaldra kola eins og ýmsir spádómar benda til að verða muni á sín- um tíma, þá geri það voru eigin- lega virkilega lífi alls ekki neitt, hvorki til nú frá. Að vísu er þá úti níeð efnis eða jarðneska líkaman sem við berum ystan en frá sálfræðislegu sjónarmiði höfum við þá’tvo líkama eftir, geðlíkama og ljósvaka eða and- legan líkama, svo í raun og veru erum vér innan í jörðinni frá getnaði til grafar. Svo erum vér jarðbundin gömlum venjum, að vér verð- um að leggja á oss þunga, þröngan meiri eða minni, til þes's, að geta hugsað óháð rúmi og tíma. M. Ingimarson HITT OG ÞETTA j Kínverskur stjórnmálamaður gerist kaþólskur prestur Fyrir nokkru fór fram sjald- gæf prestvígsla í St. André- klaustri hjá Brugges. Celso Constantini erkibiskup fram- kvæmdi vígsluna. Hinn nýi ka- þólski prestur er Kínverji. Það útaf fyrir sig er ekkert nýtt, en þessi nýi prestur, Pierre Cels- estini, er fyrverandi untanríkis- ráðherra Kína, hans hágöfgi Lou Tseng Tsiang, sá m'aður, sem undirritaði Versalasamn- inginn fyrir Kína. Lou Tseng Tsiang varð, eins og allir Kínverjar af góðum ætt- um, að ganga í gegn um afar harðan skóla. Þegar hann hafði lokið námi, gekk hann í þjón- ustu útanríkisráðuneytisins. — Dvaldi hann lengst af í St. Pétursborg við keisarahirðina. Hann var einnig um tíma í Haag, þar sem hann sat friðar- ráðstefnuna. í St. Pétursborg kyntist hann belgiskri konu Mlle. Bovy, sem hann síðar kvæntist. , Henni tókst að snúa hinum kínverska stjórnmálamanni til kristinnar trúar, og eftir að hún dó 1926, gekk hann í klaustur. Eftir það byrjaði hann að nema latínu og guðfræði. Nú er búist við að hann gerist kristniboði í Kína, þar sem hann nýtur mikillar virðingar. —Mbl. * * * Hæsta hús í heimi er í ráði að reisa í Banda- ríkjunum, en fullnaðarákvarð- anir hafa þó ekki verið teknar enn. Verkfræðingur nokkur þar, St. Louis hefir undanfarin 3 ár unnið að því að gera teikn- ingar af þessu fyrirhugaða húsi eða “Skýjakljúf”, sem á að verða 196 hæðir. Húsið verður notað, ef af framkvæmdum verður, af verzlunarfyrirtækj- um, sem hafa samtals 250,000 manna starfsliði á að skipa. — Kostnaðurinn við að fullgera þetta húsbákn er ætlaður 223 miljónir dollara. Hús þetta yrði helmingi hærra en Enripire State Building í New York, sem er 85 hæða hús. Verkfræðing- urinn, Henri Rush, ætlast til að hús þetta verði reist við sjó, Bjarni: Ónei, herra kennari. Sg er nú bara að hlusta á yður. "This aavcrUsement is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. The Commission is not responsible for statement made as to the quality of products advertised”. Myndalaus myndabók EFTIR H. C. ANDERSEN Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi Tuttugasta og níunda mynd “Eg hefi sagt þér frá borginni Pompeum”, sagði máninn, “borginni sem er eins og dauð- ur bær, eða lík borgar sem einu sinni var lif- andi, og er nú risin aftur upp frá dauðum. Eg þekki aðra borg, sem enn þá er ein- kennilegri, hún er ekki aðeins dauðlegar leif- ar borgar sem hætt er að .vera til heldur er hún svipur eða vofa. — Allstaðar þar sem gosbrunnar mæta aug- um og vatnið skvettist um marmaraskálarnar finst mér sem eg heyri æfintýrið um þessa fljótandi borg. Jafnvel glitrandi vatnsdrop- arnir segja þá sögu og bárur sjávarins syngja um horfna dýrðardaga borgarinnar miklu. Yfir djúpi sjávarins hvílir tíðum þoku- mökkur. Það er sorgarblæja sjávargyðjunnar sem nú er ekkja; elskhugi hennar er látinn; hallir hans og heimili eru nú aðeins grafhvelf- ingar. Þekkir þú þessa borg? Þar heyrðist aWrei skrölt vagnahjóla né hófaspark á götunum. Fiskar synda þar og sveima og svartir smá- bátar líða eins og svipir yfir grænbláan vatns- flötinn. Eg skal sýna þér aðaltorgið”, sagði mán- inn ennfremur: “það er merkasti staður borg- arinnar; þegar þú sérð það í huganum finst þér að þú sért í raun og sannleika staddur í borg æfintýranna. Grasið vex á milli hellusteinanna og um aftureldingu, flögra þúsundir tamdra dúfna umhverfis hinn háa tum, sem stendur út af fyrir sig. Á þrjá vegu blasa við þér súlnagöng. Þar situr tyrkinn með löngu pípuna sína, friðsam- ur og rólegur; hinn fríði gríski piltur styðst. upp við súluna og horfir hugfanginn á sigur- merkin: hann horfir á háu stengurnar, minn- ismerki fornrar frægðar. Nú hanga fánarnir eins og sorgarblæjur. Ung stúlka hefir numið staðar til þess að hvíla sig; hún hefir lagt frá sér þungu föturn- ar fullar af vatni; herðatréð, sem léttir henni vatnsburðinn hvílir á öxlum hennar. Hún hallast upp að sigursúlunni. Það er ekkert heiðingjahof heldur kirkja sem þú sérð blasa við þér. Gulllögðu turnarnir og gyltu hnettirnir alt í kring glitra í geislum mínum. Skrautlegu málmhestarnir sem þú sérð hafa ferðast um alla heima og geima eins og málmhesturinn í æfintýrinu — ferðast ast um alla heima og geima og komið hingað aftur. Sérðu hið margbreytta skraut á múrn- um og gluggunum? Það er alveg eins og smíðameistarinn hafi farið eftir óskum og geðþótta barns þegar hann var að smíða og prýða þennan einkennilega bænastað. Sérðu vængjaða ljósið uppi á súlunni? Gullið skín ennþá er vængirnir eru bundn- ir. Ljónið er dautt, því konungur hafsins er dauður. Hinar stóru hallir eru auðar og mannlausar, og þar sem dýrar myndir héngu áður fyrr, blasir nú við auganu ber og grár múrveggurinn. Betlarinn sefur í súlnagöngunum; þar þorðu forðum engir aðrir að stíga fæti en aðalsfólk og æðri stéttir manna. Frá hinum djúpu brunnum — eða kannske það sé frá blýklefunum hjá andvarpabrúnni — heyrist andvarp, alveg eins og þegar bjöllu- bumburnar hljómuðu á hinum margskryettu smábátum er brúðarhringurinn barst að aust- an til Adria. Drotning hafsins Adria, sveipa þvf þig þokublæju. Láttu ekkjublæjuna hylja brjóst þitt; vefðu blæjunni um legstað elsk- huga þíns — hina marmarabygðu, drauga- legu Feneyjaborg.” NAFNSPJÖLD Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 158 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsími: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHÉRBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. RAGNAR H. RAGNAR Píanisti oa kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 Dr. K. J. AUSTMANN I Wynyard —Sask. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 enda gæti hafskip lagst í ná- munda við það, en í húsinu yrði skipaafgreiðslur og vöruskemm- ur, og einnig flugstöð. Rush telur, að hægt mundi að koma húsinu upp á 4 árum, ef 100,000 menn ynnu að því. í húsinu vill hann hafa 126 farþegalyftur og 73 vörulyftur. * * * Maður sem var dæmdur sak- laus í margra ára f,angelsi, fær 2,000 dollara \ skaðabætur Fyrir 20 árum var mhður nokkur í Californíu dæmdur í sex ára fangelsi, fyrip glæp al- varlegs eðlis. Var það einkan- lega framburður eins vitnis, sem af leiddi, að ha,nn fékk fangels- isdóm, en fyrir nokkuru játaði vitni þetta, að framburður þess hefði verið rangur. Fylkisþingið í Californíu hefir nú samþykt að greiöa manninum, Fred Fröhlinger, 2,000 dollara í skaðabætur, fyrir að hafa verið hafður saklaust í fangelsi í sex ár. VÍSNAFLOKKUR Um dagsetursleytið Mána hátt um himin-djúp heilsar nátt-svört gríma, Sígin Jágt í sævar-hjúp Sól um háttutíma. Hrakviðri Storms og hríða stefnir tíð ströngum kvíða að brjósti, stráin víða falla fríð fyrir stríðum gósti. Um unga samlöndu Gæsku bundin fagur-fríð frelsis undi kjörum, æsku hrundar birtan blíð blikar undan skörum. Dagrenning Nóttin slagar foldu frá, fæðist hagur þreyður, liður dagur loftið á Ijós og fagur-heiður. M. Ingimarsson G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lög/rœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, íyrsta miðvikudaí; i hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lœtur úti meðöl i viðlögum Viðtalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldinu Sími 80 857 665 Victor St. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestl. _ Ennfremur selvu- hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Dr. S. J. Johannesson 218 Sherburn Street Talsfml 80 877 Viötalstimi kl. 3—5 e. h. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandlc spoken the watch shop Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúslnu Sími: 96 210 Heimilis: 33 328 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg J. T. THORSON, K.C, tslenzkur lögfrœðingur Skriístofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Sími: 92 755 Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hoijrs: 12 - 1 4 p.m. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL TANMLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.