Heimskringla - 21.08.1935, Blaðsíða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 21. ÁGÚST, lí>35
ÁVARP FORSETA
flutt á þingi sambands íslenzkra
f
kvenfélaga að Wynyard
29. júní 1935
Um leið og eg set þetta ní-
unda þing hinna Sameinuðu ís-
lenzku Prjálstrúar Kvenfélaga í
Vesturheimi, vil eg leyfa mér að
hjóða alla fulltrúa og gesti
hjartanlega velkomna. Það er
sannarlega ánægjulegt að sjá
hvað hér eru margar konur
samankomnar til að ræða á-
hugamál sín þrátt fyrir alla
erfiðleika sem samfara eru
löngu ferðalagi, og eg veit að
margar af ykkur hafa þurft
mikið á sig að leggja til þess að
geta verið hér nú, en það sýnir
betur en nokkuð annað að á-
huginn er vel vakandi. Það er
svo mikils virði fyrir stjórnar-
nefnd sambandsins að fundim-
ir séu vel sóttir og finna að
konunar hafi áhuga fyrir starf-
inu, því að þótt starfsnefndin
sé fús og viljug til að leggja
mikið á sig fyrir þau mál sem
við höfum á dagskrá þá nær
hún ekki tilgangi sínum nema í
gegnum samvinnu við ykkur.
Svo það er alveg í ykkar hönd-
um hvort Sambandið nær til-
gangi sínum eða ekki. Eins og
við sjálfsagt munum sem sátum
þingið á Gimli í fyrra þá höfð-
um við mjög ánægjulega fundi
í sambandi við kirkjuþingið og
vonast eg til að í ár verði okk-
ar þing engu síður ánægjulegt
og uppbyggilegt. Þetta er í
fyrsta skifti síðan sambandið
var stofnað að við sitjum þing í
Wynyard og langar mig því til
að gefa Wynyard konunum
nokkurskonar heildar yfirlit yfir
starf og tilgang þess félags jafn-
framt því, sem eg gef yfirlit yfir
starf sambandsins á liðnu ári.
Sambandið var stofnað á Gimli
árið 1926 og þó að þetta sam-
band sé enn í bernsku hefir það
að mínum dómi haft þýðingu
sem allir hljóta að sjá að er og
getur orðið mikils virði þó að ef
til vill sýnileg stórvirki sé ekki
hægt að telja. En svo er með
fleira, sem getur verið mikils
virði við nánari rannsókn. Átta
kvenfélög tilheyra nú þessum
félagsskap og telja þau frá 8
upp í 30 meðlimi hvert. Öll
þessi félög eiga heima á svæð-
inu frá Winnipeg og norður á
milli vatna í bygðum þeim er
kallaðar eru Nýja-lsland, Lun-
dar, Oak Point og Langruth,
sem er fyrir vestan Manitoba-
vatn. Er þetta svæði talsvert
þéttbygt af íslenzku fólki sem
tilheyrir frjálsum kirkjulegum
félagsskap.
Það þarf ekki að benda á það
sem liggur í augum uppi að
kvenfélögin eru að verða með
hverju ári sem líður stærra og
stærra afl í þjóðfélaginu. Hvar
væri kirkjulegur félagsskapur
staddur nú meðal íslendinga ef
kvenfélaganna hefði ekki notið
við? Hann væri alls ekki til.
Og ef kirkja vor er þess verð
að Jilynt sé að henni þá erum
við vitanlega að vinna nauðsyn-
legt verk með okkar kvenfélög-
um. Og til að efla og styrkja
kvenfélögin í heild sinni var
þetta samband myndað. Aðal
tilgangur sambandsins er þá
fyrst og fremst sá, að efla sam-
vinnu og samúð innan félags og
utan. í öðru lagi að stuðla að
stofnun nýrra kvenfélaga innan
safnaða og í þriðja lagi að
vinna að hverju því málefni sem
stuðlar að almennings heill. Má
í því sambandi nefna heilbrigð-
ismál, friðarmál, uppeldismál o.
fl. Óll þessi mál hafa verið
rædd á okkar þingum og fræð-
andi og skemtileg erindi flutt
um þau.
Á þessum síðustu árum hefir
kvenfólkið tekið sig til, og vinn-
ur nú af kappi að ýmsum þörf-
um málum, það er varla svo
smáþorp til í landinu að -ekki
hafi þar myndast kvenfélag og
sama má segja um sveitimar.
En okkur finst það skorta
æði mikið enn til þess að kven-
félögin sem til eru vinni það
gagn sem þau gæti gert og ættu
að gera ef að þau væri betur
samtaka. Spumingin verður þá
þessi. Er það hagur fyrir smá-
kvenfélögin að hafa samband
með sér? Ef svo er í hverju
innifelst þá sá hagur. Og í
þriðja lagi. Hver ættu að vera
hin sameiginlegu málefni vor.
Svar við fyrstu spumingunni er
eigi annað en augljós afleiðing
af samtökum yfirleitt. Því fleiri
sem gera átakið því léttara
verður á hverjum einum, því
fleiri sem vinna saman í hugs-
un og starfi því meiri árangur
hlýtur að verða af allri starf-
semi. Það að kynnast ykkur og
kynna ykkur tilgang sambands-
ins ætti því að geta orðið til
þess að glæða innan félagsins
meiri áhuga á ykkar félagsmál-
um og um leið þeim sambands-
málum sem að stefna í sömu
átt. Þegar sambandið var stofn-
að milli kvenfélaganna innan
kirkjufélagsins munu konur
hafa litið svo á að það myndi
verða gróði fyrir öll félögin að
' sambandi. En til þess að slíkt
| geti orðið er nauðsynlegt að.
| nefnd sú sem kosin er árlega á
þingi hafi persónulegt samband
við kvenfélögin, kynni’ sér á-
* hugamál þeirra og leiðbeini
|þeim ef þess gerist þörf. Sam-
í bandið á þannig að vera skap-
andi afl til að knýja fram skil-
yrði sem að eru til, til meiri
j þroska á þeim sviðum sem verk
kvenfélaganna nær yfir og er
ákveðið að starfa að. Með því
sem að framan er sagt hefi eg
að nokkru leyti svarað síðari
spumingunni, þroskaskilyrði
geta legið í jarðveginum. En
ef aldrei er rótað við moldinni
verður hún seinast harðbali
einn sem ekkert strá getur vax-
ið í. Eins er það með öll skil-
yrði til andlegs þroska. Ef ekki
er leitast við að færa út sjón-
deildarhringinn bæði af ein-
staklingunum sjálfum og öðr-
um, þá er hætt við að málefn-
in færi hlutina ekki úr stað. Eg
er þess fullviss að ef kvenfélög-
in ynnu saman með áhuga að
málefnum eins og þeim sem eg
hefi minst á myndi árangurinn
geta orðið einhver og meiri en
nú á sér stað. En til þess að
tryggja þetta samband er nauð-
synlegt að hvert einasta kvenfé-
lag sem tilheyrir því finni hvöt
hjá sér til þess að glæða áhug-
an heima fyrir. Þá er eg komin
að síðasta atriðinu um hvað
mér finst að ættu að vera okk-
ar sameiginleg málefni. Eg
hefi áður minst á þrjú atriði í
þessu sambandi og það eru upp-
eldismál, heilbrigðismál og frið-
armál. Öll þessi mál verð-
skulda að þeim sé gaumur gef-
in. Umræður um þessi mál
ættu að fara fram á kvenfélags
fundum til þess að glæða áhug-
an heima fyrir. Og séu ein-
hverjar fundar ályktanir gerðar
þá ættu þær að koma inn á
ársfuridi sambandsins sem hald-
inn er í sambandi við kirkju-
þing. Pleiri mál koma þarna
einnig til greina og má þar telja
sunnudagaskólamál, sem auð-
vitað er einn liður af uppeldis-
málinu og ætti að vera eitt af
okkar aðal málum, því þau eru
undirstaða allra annara mála,
sem okkur varðar. Margar af
okkur hafa haft talsvert að
gera við barnauppeldi og eg er í
engum vafa um^að að við finn-
um til þess að okkur er að
Af gömlum blöðum
SKÁLDHEIMAR
Þú skilur ekki Stephan. Þar stanzar þín sál.
Þú stórgáfaði maður, með eldþrungið mál.
Þinn jarðbundinn hugur, ei himnana sér;
Það hamlar þér frá öllu, senL lífrænast er. —
Það hamlar þér frá öllu, sem hugðnæmast er.
Til himnis stefnir alt það, sem guðunum ber.
Til himins flýgur sál þín, þá holdið er dautt.
En hismið verður eftir, svo dapurt og snautt.
En ef þú vildir sameinast heilagri hönd:
Til himins þig hún leiðir frá grómsettri strönd.
Og andinn fengi að líta hvað lífrænast er,
Og leiðir margar opnast, er nú dyljast þér.
ÞEGAR HRANNIR KOMU ÚT
og urðu fyrir hvössum ritdómi
Neisti flaug af arnarinnar auga.
Einars tunga lék um hrannar bauga.
Hver mun vilja á stormsins öldum standa?
Styrkinn reyna við þann gífur anda?
Hver mun vilja í stornísins öldum stynja,
Stynja—unz Hrannir hafa ei neitt til minja?
Hver mun vilja? Hvað er drifin ræða?
Hver mun vilja skáldmæringinn hæða?
Hver mun níð 'og vaðal vakinn heyra?
Vantar Hranna skáldið nokkuð meira?
Hver á vald, er sigrað geti sæinn;
Sigrað óðsnild, hrakið risabraginn?
Sherry
0
by **
ht
•rry
et
af
sebite og
*****%*&
dTúgutva vcveÖ Ve • •
■ síieTrt
t ef*
$\M'
og
vaáa
et
Js.t\
se>
e\Sa^ tva ^ Ca1tt , ite^’
*6 trieð
VCasS''
T. G. BRIGHT
& CO.
UMITED
Stærsti vín-
framleiðandi í
Canada
Niagara Falls,
Ontario
Stonfsett 1874
riöhts
1 Q WINES_
Kveð eg myrkt. En hver á betri drauma?
Hver á 'fegri og dýpri hrannar strauma
En hann—þó oft í húmið út oss bendi:
í húmið út—á töframörk þig sendi;
í húmið út—til hafsins yztu stranda;
1 húmið út—til alverunnnar landa.
Kveð eg myrkt. En kát er lífsins vaka.
Kveð eg myrkt. En þarna er öll mín staka.
Kveð eg mýrkt. Þú kant ei með að fara:
Þú ltant ei neistans flug um stjörnuskara.
Þú kynnir þér ei kynslóð Einars manna;
Þú kynnir þér ei dýpt og veldi Hranna.
TILSÉRA RÖGNVALDAR PÉTURSSONAR
á aldarfjórðungs starfsafmæli hans
Rögnvaldur! í róstum lífs
Reynst þú hefir góður.
Eftir fjórðung aldar kífs:
Átt hinn bezta hróður.
Þar, sem áður fræg í för,
Fylking mætti lúin;
Komst þú með þinn hvassa hjör,
Karlmannlega búinn.
Reyndir þú að ryðja braut
Ræktir starf án tafa.
Krafa—fanst þér—koma hlaut
Kreddurnar að grafa!
Panst þér líka frægðin vís,
Pólk ef mættir hefja,
En þá kom sérhver draumadís
Dugnað þinn að tefja.
En verði gæfan þér og þeim,
Er þekking reyna að glæða:
Ljúf og góð, um líf og heim,
Landsmenn þína að fræða.
Hvað sem telja þú og þeir,
Er þrátta um trúna og skrifa:
Orðstír góður eigi deyr,
Um aldir muntu lifa.
Nóg er rúm ujm alheims ós,
Engu þarf að kvíða.
Köllun þín: Að kveikja ljós,
Kasti geislum víða.
* “Allir segja að
hið
TVÖFALDA
\\ Sjálfgerða bókarheft
Sé bezt!”
Cáanteeieh^
Aðeins
mörgu leyti ábótavant. Þess-
vegna er full ástæða til að við á
allan hátt og í allri alvöru leit-
umst við að kynna okkur alla
mögulega vegi til þess að bæta
úr þeirri vanrækt og vanþekk-
ing sem því miður á sér of
víða stað. Nú geri eg ráð fyrir
að ýmislegt fleira en eg hefi
minst á geti komið fram Við
umræður á fundum. Þessi orð
sem eg hefi talað bið eg ykkur
að taka aðeins sem bendingar
um hvað mér finst mætti gera,
og vil eg mælast til að þið í-
hugið þær ásamt þeim málum
sem þið hafið sjálfar með hönd-
um. Að endingu vil eg í fáum
orðum minnast á eitt atriði sem
að sjálfsögðu hlýtur ávalt að
teljast mikilvægt. Það er heim-
ilið okkar. Þið hafið ef til vill
orðið þess varar að’ ýmsir utan-
aðkomandi straumar eru sí og
æ að leggja undir sig og gera að
engu ýmislegt af því sem verð-
ur að álítast mikilsvert atriði í
lífi einstaklinganna og þá þjóð-
arinnar í heild sinni. í sam-
bandi við það má nefna skólana
sem alls ekki virðast hafa neitt
samband við foreldra barnanna
í neinu tilliti jafnvel þó augljóst
sé að skólar og foreldrar ættu
ef rétt væri að hafa stöðugt og
náið samband viðvíkjandi ýms-
um mikilvækum atriðum sem
viðkoma uppeldi barnanna. —
Annað atriði vil eg minnast á,
og það er, að vegna þess skóla
fyrirkomulags, sem er, þá eru
foreldrar yfirleitt orðnir skeyt-
ingarlausari en áður átti sér
stað viðvíkjandi börnunum eft-
ir skólatíma, og þau eru víðast
látin afskiftalaus á strætuúi' úti
eins lengi og þeim þóknast. —
Slíkt fyrirkomulag er óheilbrigt
og ætti ekki að eiga sér stað.
Það er óneitanlega umhugsun-
arefni fyrir kvenfélag og aðra
sem ber að sinna velferðarmál-
um þjóðar sinnar. Eitt langar
mig til að minna á í sambandi
við okkar félagsskap, og á eg
þar við kvenfélögin og Sam-
bandið í heild sinni, og það er
að ef viðhorf þeirra mála sem
við höfum með höndum sýnist
verðskulda fylgi þeirra sem til-
heyra kvenfélögunum þá er
sanngjamt að óska þess að al-
vara fylgi með átaki hvers ein-
staklings innan heildarinnar.
Eg vil óska ykkur og öðrum
að takmark ykkar og allra sé
og verði ávalt það, að ná meiri
fullkomnun gegn um alvarlega
íhugun og fúsan vilja til að
starfa að þeim velferðarmálum
sem þið kunnið að koma auga á
og finnið að eru þess verð að
hlynna að þeim. Afskiftaleysið
er ein af okkar stærstu syndum
en því miður er sú synd of al-
geng.
FriSarmálin
Friðmálin tilheyra öllum þjóð-
um og einstaklingum engu að
síður. 1 síðastliðið 16 ár eða
síðan stríðið mikla hætti hefir
meira verið talað og ritað um
frið en noakru sinni áður. Var-
anlegur friður er innilegasta ósk
allra sem gera sér grein fyrir
afleiðingum styrjalda. Alþjóða
þing hefir setið á rökstólum að
ræða það mál ár frá ári, og
hefir það vitanlega haft ærinn
kostnað í för með sér. En eins
og kunnugt er hefir þetta atriði,
ekki orðið einhlýtt til að verj-
ast stríðum. Eitt af því sem
getur stutt að því, að varanleg-
ur friður komi á, er að félög og
einstaklingar láti álit sitt í ljósi,
eftir að hafa kynt sér aðferðir
þær, sem nota má til þess að
koma þessu í framkvæmd.
Hingað til hafa friðarmálin
aðallega verið í höndum karl-
manna, sem eins og þið vitið
eru að öllum jafnaði ekki mjög
áhugasamir fyrir því málefni.
Þeir eru líka mennirnir sem
berjast þegar í það fer. En nú
er það öllum ljóst að áhrif
kvenna á stórmál þjóðanna eru,
og að réttu að fara í vöxt með
hverju ári sem líður, því er ekki
hema eðlilegt og sjáffsagt að
þetta mál sem um er að ræða
verði fyrir þeirra áhrif í fram-
tíðinni sigursælla. Þannig verð-
ur þetta mál þá sjálfsögð
skyldugrein í starfi allra kven-
féalaga á öllum tímum. Og þó
árangur sé ekki sýnilegur, þá
hefir öll góð viðleitni sín áhrif.
Eg fer þá ekki fleyri orðum
um þetta mál. Mrs. Melan hef-
ir lofað að flytja erindi um
friðarmálin og veit eg að það
verður bæði fróðlegt og skemti-
legt.
Um heilbrigðismálið hefir ver-
ið talað á okkar fundum. Heil-
brigðismálið grípur inn í öll
okkar áhúgamál, því það er
fyrsta skilyrðið fyrir allri okk-
ar velferð. Má benda á margt
í því sambandi sem ekki er al-
ment íhugað sem skyldi. Þrifn-
að á heimilum, hreinlæti á
matartilbúningi, hreinsun á
húsum og hreint loft í herbergj-
um, reglusemi hjá æskulýðnum
með svefn og alt annað. Eftir-
lit á heilsu unglinganna til þess
að koma í veg fyrir þær afleið-
ingar sem stafa frá slæmum
tönnum og öðru því er hamlar
vöxt og þroska barnanna. Yið
eigum að skifta okkur af öllu
því, sem hamlar eðlilegum
þroska barnanna, og koma í
veg fyrir það. Við eigum einnig
að kynna okkur eftir föngum
hið opinbera starf í þessu sam-
bandi, í því augnamiði að ekk-
ert sé vanrækt sem nauðsyn
ber til þess að útrýma og út-
byggja smittandi sjúkdómum. t
því sambandi má benda á nauð-
syn fyrir bólusetning og inn-
spratuing gegn barnaveiki, sem
álitið er að sé einhlyt vörn í því
tilfelli. Alt slíkt kemur okkur
við, og það er augljós skylda að
heimta slíkar varnir áður en það
er orðið um seinan. Við verð-
um að skoða okkur sem eins-
konar vökumenn í því tilfelli ef
aðrir sofa. Áhrif okkar sem fé-
lag geta náð lengra en við get-
um í fljótu bragði gert okkur
grein fyrir. En fyrsta skilyrð-
ið er að við vitum það sjálfar.
Því ef við ekki höfum trú á
okkar eigin mætti fellur alt um
sjálft sig og við mættum þá
eins vel hætta að vera til.
Stjórnarnefnd Sambandsins
var búin að fá Miss Stefánson
kennara á Gimli til þess að
flytja hér erindi um uppeldis-
málin en því miður gat hún ekki
komið. Hefi eg því hugsað mér
að segja nokkur orð um það
mál svo ekki sleppi neitt úr sem
áætlað var í fyrstu.
Uppeldismál eru að sjálfsögðu
okkar aðal mál og ætti vissu-
lega að vera meira rætt um þau
Jón Kernested.