Heimskringla - 21.08.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.08.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 21. ÁGÚST, 1935 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA og ritað en gert er. Að endingu vil eg þakka stjómarnefnd Sam- bandsins og öllum félagssystr- um fyrir góða samvinnu á liðnu ári og eg óska þess að við víkj- um aldrei frá þeirri hugsjón að leggja fram okkar beztu krafta málum vorum til stuðnings. FULLNÆGJA BOÐORÐIN Til sjófarar, sem hafin var frá Englandi til suðurhafanna 1768, til að athuga sólgöngu Venusar,* sem átti að ske 1769, átti önnur sjóferð uppruna sinn að rekja. Fyrri förin var farin á brezkri fregátu, þrjú hundruð og sjötíu smálestir að stærð, til eyjarinnar Tahiti, sem liggur í miðju Kyrrahafinu, um þrjú þúsund og tvö hundruð mílur í suður frá syðstu skagatá Cali- forníustrandar. Leiðangur þessi leiddi meðal annars í ljós, að margar smáeyjar, er lágu víðs- vegar í suðurhöfunum, voru með öllu óbygðar eða því sem næst, sökum viðurværisskorts. Það var sameiginlegt álit leið- toga fararinnar, að úr þessu mætti bæta, með þvi að gróður- setja þar brauð-ávaxtarpálma (artocarpus inisa). Þegar heim var komið, var tillaga þessi lögð fyrir Georg konung þriðja. En treglega hefir víst gengið að fá þessu til leiðar komið; því ekki fyr en 1787 var nokkur gang- skör gerð að verulegum fram- kvæmdum í þeim efnum. Sam- kvæmt konungs samþykki, var nú seglskipið Bounty búið til reiðu; það var tvö hundruð og fimtíu smálestir að stærð. Wil- liam Bligh, sem verið hafði í Suðurhafssiglingum með hinum nafnkunna Capt. Cook, hafði skipstjóm á hendi. Alls voru á skipinu fjörutíu og sex menn. Tuttugasta og þriðja desember 1787 var haldið á haf. Eftir langa útivist náðu þeir höfn í Tahiti. Jafhskjótt og búið var að ferma skipið með trjáplönt- unum, var lagt af stað áleiðis til Jamaica. Nokkrum skips- hafnarmanna hafði leikið hugur á að eignast þarlenzkar konur, > en urðu vitaskuld að fara án þeirra. Eftir fárra daga sigling, gerðu ,menn þessir uppreisn á skipinu, tóku skipstjórann hönd- um, þar sem hann svaf í rúmi * Þar sem Venus er ein af innri jarðstjörnunum, getur hún, á vissum tímum, gengið fyrir sólu, og sést þá í sjón- aukum (sem og Merkúríus) eins og svartur depill, sem fær- ist yfir sólkringluna. sínu, bundu og báru upp á þil- far. Láta þeir nú skipsbátinn síga í sjó. Þar næst þröngva þeir skipstjóra í bátinn og átján mönnum öðrum, er álitið var, að honum væru hollir. í bátinn var einnig látið faramesti, 150 pund af brauði, 32 pd. af svína- kjöti, ofurlítið af rommi og víni og 112 pottar af vatni. — Með þessum fararefnum, í opn- um báti, út á reginhafi, lá nú sýnilega ekkert annað fyrir þessum nítján mönnum en opin gröfin. En einbeittur vilji og sterk von ákvörðuðu annað. Sá nú skipstjóri, að þegar í stað yrði hann að beita allrar orku og kunnáttu, ef duga skyldi; hann yrði að kref jast strangasta fyrirliðsaga. Úthlutar hann nú þessum rýra matvælaforða í afarsmáum skömtum — það allra minsta, sem hugsanlegt væri að þeim gæti treinst líf og kraftar með, til að róa um fjögur þúsund mílur, þangað, sem hjálpar var helzt að vænta. Með aðstoð frábærs þolgæðis, stjórnmensku og kunmáttu, tókst þeim, eftir fjörutíu og einn dag, að komast til eyjar- innar Tamor, sem liggur skamt fyrir austan Java, án þess að hafa mist einn einasta mann; en þungbærar þrautir komust þeir í og mannraunir. Um síðir kofti Bligh skipstjóri með ellefu félögum sínum til Englands, og bjó þar út skip í annað sinn, og hepnaðist nú að framkvæma í Vestur-Indlandseyjum það, sem honum hafði brugðist að koma í framkvæmd í suðurhafseyjun- um; hann gróðursetti þar brauð-ávaxtarpálmann; og þar hefir hann þróast síðan, og nú einnig á Floridaskaganum. Síðar, þegar rannsókn var hafin í málum uppreisnar- manna, því flestum þeirra varð náð, kom það í ljós, að sökin lá ekki öll hjá þeim; Bligh reynd- ist ekki laus allra saka sjálfur. Það sannaðist, að hann hefði þrásinnis beitt ofbeldi og hörku, þegar þess gerðist engin þörf. Eðliseinkenni þetta kom enn betur í ljós síðar, þegar hann (1805) varð landstjóri í New South Wales. Þar gekk harð stjórn hans svo fram úr ölli hófi, að eftir þriggja ára stjórn setu, var hann tekin af nýlendu búum og hneftur í varöhald. — Tvö ár sat hann í fangelsi. Síð ar, þegar mál herforingja þeirra er tekið höfðu Bligh höndum. var prófað, ekki í nýlendunni heldur í Bretlands-eyjum, var reynt að draga fjöður yfir at hæfi Bligh með því að svifta ‘Success Training’ Has a IHarket Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Suc- cess Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in local Winnipeg offices in 1934 and 1935. Selective Courses Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. Selective Subjects Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence. Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spel- ling, Economics, Business Organiza- tion, Money and Banking, Secretarial Science, Library Science, Compto- meter, Elliott-Fisher, Burroughs. Call for an interview, write us, or Phone 25 843 -= SUCCESS =- BUSINESS COLLEGE LIMITED Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg (Inquire about our Courses by Mail) þá foringjastöðunni, en veita Bligh þriðju tignar — sjóliðsfor- ingjastöðu. Bligh dó 1817. Víkjum vér nú aftur að skip- inu Bounty og þeim uppreisn- armönnum. Þeir hverfa nú aft- ur til Tahiti. Þótt ólíklegt þætti, að skipstjóri og félagar hans kæmist lífs af, var samt langt frá því, að sumir þeirra þættust öruggir þarna. Níu þeirra tóku því ráð sín sam- an og lögðu að nýju í haf á Bounty, og tóku nú með sér sex menn af eyjarskeggjum og tólf konur. Sigla þeir nú í suð- austur daga og vikur, unz þá bar að ofurlitlum eyjarhólma, langt fyrir sunnan miðjarðar- línu. Eyja þessi er um tvær þvermílur að stærð. Hún er há og þverhnipt í sjó niður, um- kringd klettarifjum og skerjum, og landtaka því ómöguleg nema á örfáum stöðum. Var því eyj- an í öllum greinum ákjósanleg- asti bygðarstaður afbrotsmönn- um þessum, eins og þá var kom- ið. Eyjan heitir Pitcaim, og er eign Breta síðan 1838. Saga eyjarinnar hefst með komu þessara manna 1790. Var nú ráðið til landgöngu. Meðan ver- ið var að koma sér fyrir gekk alt að óskum. En ekki varð þess langt að bíða, að nokkur breyt- ing kæmist á og alt færi á ann- an veg en áhorfðist í byrjun. Einn þeirra félaga hafði lært eitthvað að brennivínsbruggun á fyrri árum. Eftir nokkrar til- raunir, tókst honum að brugga sterkasta áfengi af jurt, sem spratt þar í eyjunni. Var þar nú lagður hornsteinninn að því versta víti, sem þekkist meðal manna. Innan lítils tíma voru þarlenzku mennimir allir daúð- ir. En á meðal hinna hófust deilur, sem lauk með allskyns glæpum, afbrotum og morðum, unz allir voru dauðir utan einn, Alexander Smith að nafni. Al- einn og hálf vitstóla stóð hann nú uppi, með tólf konur og fjölda barna, hans eigin og annara, á höndum sér. í fyrsta sinn lítur hann nú yfir æfiferil sinn og þeirra, sem nú voru farnir — en hvert? Samvizku- bitinn og iðrunarfullur ásetti hann sér nú að bæta fyrir af- brot sín. Það fyrsta, sem reis nú í huga hans var, hvað lægi fyrir þessum börnum, sem átt höfðu þvílíkan uppruna. Það var ekki fullægjandi eða ein- hlítt,, að hann sjálfur bætti ráð sitt. Hann varð, ef mögulegt væri, að firra þessi böm, þegar þau væru komin til vits og ára, þeirri hörmungar ógæfu, sem hann og félaga hans hefðu hent. En hvar átti að byrja, á hverju og hvernig? Jú, nú fór ofurlítið að rofa til — svolítið íað birta. Væri þeim kent og sýnt það eitt, sem gott er og dygðugt, og engu blandað þar inn í, sem gæti á nokkum hátt komið í bága eða mótsögn við grundvallaratriði þeirrar kenslu. — Já, þarna var andsvarið! Á þessu augnabragði var sem ó- mur þessara orða bergmálaði í huga hans: “Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?” Og hljómur þeirra hrærði aðra, og enn aðra samhljóma strengi, er kváðu við í hjarta hans, æ skýrar og hærra, unz orðin mynduðust ósjálfrátt í huga hans: “Hugsanir mannsins hjarta eru vonir frá bamæsku, og “trúin er örugg eftirvænting þeirra hluta, sem maður vonar, og sannfæring um þáð, sem hann ekki sér” og “alt, sem þér viljið, að mennimir geri yður, í það skuluð þér og þeim gera”. Hugtök þessi höfðu nú gagn- tekið hug hans. Nú hraus hon- um ekki lengur við að hefjast handa. Alt hik var horfið. — Stefnan var fengin, og vegurinn glöggur lá nú beint framundan, og þar sem hann byrjaði, stóð iþetta: “Þér skuluð halda öll i þau boðorð, sem eg legg fyrir iyður til eftirbreytni; þér skuluð j hvorki auka þau né skerða”. j Og ávalt voru þessi orð efst í (huga honum: “Kennið þeim j unga þann veg, sem hann á að ganga, og þegar hann eldist, mun hann eigi af honum beygja.” Þannig er eðlilegast að í- mynda sér upptök og fram- kvæmd þessa undra starfs, sem þama hófst og þróaðist í eyj- unni undir leiðsögn þessa manns. Hrylling og viðurstygð vöknuðu nú í hjarta hans. — Hrylling yfir þeim ógnum og skelfingum, sem þeir höfðu leiðst út í; og viðurstygð á öllu þeirra athæfi frá byrjun. Hvern- ig vaknaði hann til meðvitund- ar um þetta? Ekki var það lífs- reynslan, sem því gat valdið, þar sem hún hafði sljófgað en ekki skerpt tilfinninguna. Né var það fyrir fortölur með- aumkvunarsams kennimanns. Nei, hún vaknaði fyrir umvönd- un í æsku, og fyrir lífsreglur þær, sem móðir hans og faðir höfðu gróðursett í bamssál hans; þar höfðu þær fest rætur, og í undirmeðvitund hans legið í dái, þar til þessi ósköp dundu yfir, og leitað var athvarfs hjá minningum móðurinnar. Móð- irin hafði þannig gengið frá fyr- irmælunum, að þau gátu komið honum til hjálpar, þegar þörfin var mest; samvizkan varð að hrærast til grunna — til instu sálarróta. Og þannig komust fyrirmælin á flot í meðvitund hans, líkt og líkami drukkn- aðs manns rís frá botni vatns- ins við jarðskjáltakipp, eða spreningu. Nú liðu árin. Bömin kom- ust á legg, giftust og áttu böm; og öllum vegnaði vel. Nítján ár voru nú liðin frá upphafi bygðarinnar. Smith var orðin þeirrar trúar, að hér myndi hann deyja í friði, án þess að sjá nokkurn frá þeim löndum, sem hann kunni deili á. Og öruggur í þeirri trú, hélt hann ^tarfinu áfram. En hví- lík óvænta, sem fyrir augun bar, einmitt þenna dag, í lok nítjánda ársins. Þarna, alt í einu, eins og rfeiðarslag úr heiðríku lofti, sést skip koma úr hafi. Vér getum betur í- myndað oss, en skýrt frá, hug- arástandi Smiths, þegar hann sá herskip stefna að landi. Hef- ir hann þá lifað upp alla sína æfi á örfáum augnablikum. En þegar skipið færðist nær, sást glögt, að það var Bandaríkja- herskip. Var því ekkert að óttast að minsta kosti ekki í bráð. En það sem aðkomu- mennimir sáu, þegar í land var komið, leið þeim aldrei úr minni. Þarna ríkti friður og eining, sið- gæði, iðjusemi og ánægja. Þar var enginn læknir, engin lækn- islyf, ekkert áfengi, engin sjúk- dómur, og glæpir þektust þar ekki. Enginn var þar fákunn- andi, og enginn ólæs. Staður þessi, fyrir atorku eins nfanns, var sannkallaður jarðnesk para- dís. Brezka stjórnin hreyfði aldrei máli þessa manns. Hún áleit, sem var, að útlegð hans og þjáningar, einlæg iðrun og mannúðarstarf, hefði að fullu bætt fyrir afbrot hans; og svo átti bygðin heimting á að fá að njóta aðstoðar hans og umsjá sem allra lengst. Var hann því látinn óáreittur; og lifðu hann þar til hárrar elli, og stjórnaði af sömu snild og vizku til dauðadags. Hann dó 1829. Já! Tíu boðorðin innibinda alt það—benda beinum fingri á hvern hlut, sem oss er auð- sýnlegt að gera, á hvem hlut. sem oss er nauðsynlegt að var- ast, til þess að friður, eining og vellíðan geti ríkt hjá oss á jörðunni. —Sunnudaginn 28. júlí 1935. Árni S. Mýrdal HjónaskilnaSir í Rússlandi hafa aukist mjög upp á síð- kastið, vegna þess hve auðvelt er að fá löglegan skilnað. — Hjónaskilnaðir em nú orðnir miklu fleiri en giftingar. Ráð- stjórnin hefir nú í hyggju að gefa út ný lög um hjónaskiln- aði, og verða þau lög mikið strangari en áður. DAGSKÝN Ómur berst að eyra, Andans þrungið mál, Bragi gjörnings breiðir, Blik á þreytta sál. Vafa spursmál vaka, Vitið sér of skamt, Sem úr lausu lofti, Leiftra orðin samt. Mannheims vit í molum, Myrkann fetar stig, Lát það ró ei raska, Reyndin birti sig. Hér er fleira á ferð, en Fjöldans auga sér; Ekkert fer til einkis, Alt sinn reikning ber. Dimm og dauf er nótt, en Dagur rennur brátt, Austurs loga Ijósin, Líf og frið og sátt Flytur fagur búin, Frelsis anda her, Alveran á undir, Eilíf smyrsli ber. i 'Geisla brotin glæðast, Guðs ljós skín á bæ, Unglífs frumlur anda Yfir tímans sæ; Lýsa Ijósa heimar, Læðist burtu nótt, Kátt í hvers manns bafmi, Kvikar hjartað rótt. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrjfðlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA Verur standa á verði, Vernda sálar frið, Vertu maður varkár, Vítt er hugar svið. Hljóma orð og andvörp, Alt á kenni rétt. Best er verk að vanda, Vizkan hátt er sett. Skýrir manndóms myndir, Máttur andans kær; Sál er líf og ljóshaf, Leiftrar fjær og nær. Maðurinn leikur, lifir, Lærir táknin rík. Leggur svo í lífreit, Líkams slitna flík. Yndo. Dýrar tóbaksdósir Nýlega voru seldar í London tóbaksdósir úr gulli. Á dósun- um var þessi áletrun: “Gjöf frá Kristjáni VII. Danakonungi til John Secher”. Dósirnar voru seldar fyrir 7000 krónur. INNKÓLLUNARMENN HEIMSKRIN6LU I CANADA: Árnes.......... Amaranth....... Antler......... Árborg......... Baldur......... Beckville...... Belmont........ Bredenbury...... Brown........... Calgary........ Churchbridge... Cypress River.... Dafoe........... Elfros......... Eriksdale....... Foam Lake...... Gimli........... Geysir.......... Glenboro....... Hayland........ Hecla.......... Hnausa......... Hove........... Húsavík........ Innisfail...•... Kandahar........ Keewatin....... Kristnes........ Langruth....... Leslie.......... Lundar.......... Markerville.... Mozart.......... Oak Point....... Oakview........ Otto........... Piney.......... Poplar Park.... Red Deer....... Reykjavík...... Riverton....... Selkirk........ Steep Rock..... Stony Hill...... Swan River...... Tantallon...... Thornhill....... Víðir........... Vancouver...... Winnipegosis.... Winnipeg Beach, Wynyard........ .....F. Finnbogason .....J. B. Halldórsson ........Magnús Tait .....G. O. Einarsson ...Sigtr. Sigvaldason .....Djörn Þórðarson ........G. J. Oleson .....H. O. Loptsson ....Thorst. J. Gíslason ..Grímur S. Grímsson ....Magnús Hinriksson .......Páll Anderson .....S. S. Anderson J. H. Goodmundsson .....ólafur Hallsson ........John Janusson .........K. Kjernested .....Tím. Böðvarsson .........G. J. Oleson .....Sig. B. Helgason ..Jóhann K. Johnson .....Gestur S. Vídal ...Andrés Skagfeld .....John Kernested ...Hannes J. Húnfjörð .....S. S. Anderson .....Sigm. Björnsson .....Rósm. Árnason ........B. Eyjólfsson ...Th. Guðmundsson ........Sig. Jónsson ..Hannes J. Húnfjörð ........Jens Elíasson .....Andrés Skagfeld ...Sigurður Sigfússon ........Björn Hördal .....S. S. Anderson .....Sig. Sigurðsson ...Hannes J. Húnfjörð ........Árni Pálsson ...Björn Hjörleifsson .....G. M. Jóhansson ........Fred Snædal ........Björn Hördal .....Halldór Egilsson .....Guðm. ólafsson ...Thorst. J. Gíslason .....Aug. Einarsson ...Mrs. Anna Harvey John Kernested ..S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra.................................. Jón K. Einarsson Bantry....................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash........................John W. Johnson Blaine, Wash.....................Séra Halldór E. Johnson Cavalier.................................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg......................................Jacob Hall Garðar..................................S. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson..................................Jón K. Einarsson Hensel....................................J. K. Einarsson Ivanhoe...............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif.....Thorg. Ásmundsson, 3314 Sierra St. Milton.....................................F. G. Vatnsdal Minneota.............................Miss C. V. Dalmann Mountain................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts............................Ingvar Goodman Seattle, Wash...........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold....................................Jón K. Einarsson Upham...................................E. J. ílreiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.