Heimskringla - 21.08.1935, Blaðsíða 5

Heimskringla - 21.08.1935, Blaðsíða 5
WINNIPBG, 21. ÁGÚST, 1935 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA AFMÆLISHÁTfÐ f ÞINGVALLA OG LÖGBERBS BYGÐUM — 26 JÚLÍ — Dagurinn rann upp bjartur og stiltur. Menn voru árla á fót- um, því þessum degi átti að helga minningu fæddra og fall- inna manna og kona, sem reistu öndvegis súlur í bygðum þess- um fyrir fimtíu árum, og æ sið- an hafa strítt og starfað við lán og örðugleika, og með sann- íslenzku þreki, gengið á hólm við margan óvin og unnið sigur. Landið breiddi sig í dásam- legri sumardýrð og vitnaði um afrek þeirra, sem leiddu í Ijós nytsemi þess og arð. Menn tóku að streyma tím- anlega að úr öllum áttum; samkomusvæðið varð alskipað fólki. Skemtun var hafin með skrúðgöngu, fremst gengu nokkrir menn, þá kom “byrð- ingur” með allmörgum frum- býlingum um borð, þá kom bjálkahús að gerð frumbýlings ára; börn nokkur skipuðu sér umhverfis húsið klædd að frum- byggja sið. Næst * kom tum allmikill í mismunandi hæðum, minkaði hver hæð að ummáli eftir því sem ofar dró, var efsta hæð minst um sig, en tuminn allur sívalur. Fjallkonan og jómfrú Canada stóðu í lyftingu fram- anvert við. Turninn var alsett- ur nöfnum þeirra manna, sem áttu sér bústað hér á liðnum fimtíu árum. Þá kom löng lest af vögnum og kerrum með hest- um fyrir og sjálfhreyfivögnum. Að endaðri skrúðgöngu fór fram guðsþjónusta í kirkju Con- cordia safnaðar. Prestur Con- cordia safnaðg.r og Lögbergs flutti prédikun. Tóku þátt í guðsþjónustunni þeir séra Guð- mundur Páll Jónsson og séra May í Bredenbury, þjónandi United Church of Canada. Söng" flokkur safnaðarins valda söngva fyrir og eftir prédikun. Þegar úti var guðsþjónustan var gengið til snæðings; sýndu konumar nú sem áður sann-ís- lenzka rausn ogmyndarskap.— Veizlan fór fram í samkomusal Concordia safnaðar; voru lang- borð eftir endilöngum sal hlað- in ótal kostgæfum réttum og skorti ekki föng. Samkomusalur og kirkja var skreytt blómum og borðum og samkomustaðurinn marðvíslega prýddur. Héldu börn gaman- leiki á grundinni framan við samkomusalinn. Þá fór fram afhjúpun bauta- steins frumbýlinganna, er það ferköntuð varða; er greyptur skjöldur í steininn er sýnir til- gang hennar og sívalningur var lagður innan í með nöfnum frumbýlinga. Séra G. Gutt- ormsson mælti rækilega fyrir minnismerki þessu og söng- flokkurinn hélt uppi söngskemt- un. Þá hófust ræðuhöld: Forseti dagsins Ásmundur Loptson þingmaður Pheasant Hill kjördæmisins mælti vel völdum orðum á ensku og ís- lenzku og las upp kveðjusend- ingar, og kynti mönnum Mrs. O. Hannesson frá Radville, var hún fyrsta íslenzka konan, sem kom til bygðarinnar og með þeim fyrstu fermingarbörnum sem voru fermd. Aðal ræðumenn voru þeir Jó- hannes Einarson og Dr. Rich- ard Beck. Flutti Jóhannes á- gætt erindi í garð frumbyggja og hvatti menn til að halda uppi merki þeirra til framsókn- ar og frama. Það stóð al-ís- lenzkur hressandi fjallablær, sólar og sumars af ræðu Dr. Beck, talaði hann um “Vor- menn íslands”. Gerðu menn góðan róm að erindum þessum. Björn Þorbergson flutti ágætt kvæði til unga fólksins. Arin- björn Bardal flutti gamanerindi. Fjallkonan (Miss Margrét 01- son) og flutti ávarp og jómfrú Canada, (Miss Oddný Bjarna- son) talaði þar næst. Miss Kristin Olson flutti minni Can- ada. Öll voru erindi þessi vel samin og skörulega flutt. Milli ræðanna skemti söng- flokkurinn með söng, eða menn sungu í flokkum eða alment. Þá var sezt að kvöldverði. Eftir að borð voru upp tekin var gengið til skemtana á ný; hófust dansleikir fyrir yngri í samkomusalnum, en eldra fólk- inu var boðið heim1 á heimili Mr. og Mrs. Jóns Freysteinsson- ar, tóku þau hjón móti mönn- um með opnum örmum og stóðu fyrir góðgerðum. Menn skemtu sér við ræður og söng fram undir morgun, var stundin hin ánægjulegasta, og dagurinn í heild sinni ógleymanlegur. s. s. c. TaSla er sýnir hvað liberaliar og conservatívar hafa hafst að í tollmálum Canada Meðaltal tolla eftir verðlagi á innflutt- um vörum FRÉTTIR AF STEVENS Mr. Stevens hefir gegnt opin- berum og vel launuðum em- bættum í meir en hálfan manns aldur og tekið þátt í stjórn þessa lands sem þingmaður (fyrir Vancouver) og nieðlimur þriggja ráðaneyta, varð þó ekki betur þektur meðal almennings en aðrir slíkir fyr en hann var settur í stjórnarnefnd fyrir þrem misserum til að rannsaka, hverjum kjörum þeir sættu, sem ynnu að framleiðslu varn- ings hér í landi og um ábata þeirra sem keyptu þann varning og seldu. Mr. Stevens var þá verzlunar og viðskifta ráðherra og beitti embættisstöðu sinni til að afla nauðsynlegra upplýsinga og mikilli rögg og einbeitni til að leiða hið sanna í ljós, hver sem í hlut átti. Það varð þá uppvíst, að mikill fjöldi fólks var þrælkaður og sveltur hér í landi af þeim sem eiga vélar eða verkstæði, stór og smá, en þeir afsökuðu sig, sögðu sína kaupunauta ráða verði og setja það svo lágt, að verkstæðin hefðu engan ágóða nema nieð því að færa niður kaup verka- tyýðsins. Þessir kaupunautar voru stóru verzlunar félögin. Þá voru stóru samtökin tekin fyrir til nákvæmrar rannsókn- ar og alt birt um þeirra hagi og verzlunar far, með sömu ó- hlífni og hlutdrægnislausa kappi, að því er virtist og enn- fremur kannað hið sama — mismunur á því andvirði sem framleiðendum var greitt og því andvirði sem þeir hlutu að greiða, sem vörurnar keyptu og notuðu á endanum — um tóbak, garðmat, ávexti, lifandi pening og loks um gróðafélög og peninga stofnanir. Margt ófagurt kom fram við þessa könnun, svo að öllum fanst mikið um og almenningi hló hugur í brjósti að svo djarflega og hraustlega var gengið að rannsókninni og fanst mikill kappi vera upprisinn í þessu landi. Öllum er kunnugt um hvað svo gerðist. Mr. Stevens hlaut að segja af sér embætti og for- stöðu rannsóknarnefndar og var þá öllum forvitni á, hvort liann myndi fylla flokk con- servatíva framvegis eða segja skilið við hann. Eftir rúmra átta mánaða umhugsun hefir hann loks tekið það ráð, að segja skilið við sína gömlu flokksbræður og reisa flokk sem liann kennir við “reconstruc- tion” en það þýðir að steypa eða smíða eða byggja upp á ný. Af stefnuskrá þess nýja flokks, sem kunnugir segja sæta sem hun- ang, eru þessi atriði helzt telj- andi: Allir skulu fá atvinnu við 1. að fullgera akbrautina frá hafi til hafs 2. að leggja ak- brautir til skemtigarða hins. j opinbera til og frá um landið og norður í óbygðir (alt vegna jti'irlsta), 3. við húsabyggingar j sem landsjóöur leggi fé til með jvægum kjörum. Stjórnin skal sjá um sanngirni í kaupgjaldi, jenda skulu allir vinna jafnlengi j og fá sem næst sama kaup. Viðskifta samningar skulu gerð- Ár % 1868 20.2 1869 20.2 1870 20.9 1871 19.6 1872 19.1 1873 18.3 1874 18.9 1875 19.6 1876 21.3 1877 20.6 1878 21.4 1879 23.3 1880 26.1 1881 25.8 1882 25.3 1883 25.3 1884 25.2 1885 26.1 1886 27.5 1887 28.7 1888 31.8 1889 31.9 1890 31.0 1891 31.4 1892 29.7 1893 30.3 1894 30.9 1895 30.5 1896 30.0 1897 30.0 1898 29.7 1899 28.8 1900 27.7 1901 27.5 1902 27.3 1903 27.1 1904 27.5 1905 27.8 1906 27.0 1907 26.5 1908 26.7 1909 27.5 1910 26.8 1911 25.9 1912 26.1 1913 26.1 1914 26.1 1915 27.4 1916 27.2 1917 23.8 1918 21.5 1919 21.5 1920 22.5 1921 20.6 1922 24.5 1923 24.9 1924 22.9 1925 23.3 1926 24.7 1927 24.1 1928 24.2 1929 24.4 1930 24.3 1931 26.0 1932 29.3 1933 30.1 1934 29.2 (Yfirlit þetta er tekið úr skýrslum Can- adastjómar um viðskifti landsins við önn- ur lönd og tollaálagningu vörunnar frá ár- inu 1868 til ársins 1935.) Fáeinar skýringar við skýrsluna MacDonald, conservatívi, var fyrsti stjórnarformaður Canada, en af honum tók MacKenzie liberali, við völdum, 6. nóv. 1873. Af töflunni er auðsætt, að MacKenzie hækkar tolla. Sir John A. MacDonald komst aftur til valda 16. október 1878. Voru conserva- tívar (MacDonald, Abbot, Thompson, Bowell og Tupper) við völd þar til 8. júlí 1896, að Sir Wilfred Laurier tók við. Eins og sjá má af töflunni hækkuðu conserva- tívar tollana á þéssu tímabili. Laurier var við völd þar til 6. október 1911. Hann lækkaði tolla ofurlítið, en þó verður munurinn lítill á jafnmörgum stjórnarárum conservatíva áður. Borden, conservatívi, var við völd frá 6. októóber 1911 til 10 júlí 1920. Hann lækkaði tolla allmikið, sem taflan sýnir. Meighen, conservatívi, er við völd var frá 10 júlí 1920, til 29. des. 1921, lækkaði tollana mikið sem auðséð er af töflunni. Mackenzie King, liberali, komst til valda 29. des. 1921 og var við völd til 7. ág. 1930, að undanskildu nokkru af árinu 1926, er Meighen var við völd. King hækkaði tollana á þessu tímabili um 4%, sem taflan sýnir. Tollhækkun sú er Bennettstjórnin lög- leiddi eftir að hann kom til valda, er ná- lega hin sama og tollhækkun Kingstjóm- arinnar. Taflan sýnir mjög áþreifanlega þann sannleika, að hvaða stjóm sem hér situr við völd, verður tollaálagningu í Canada að haga eftir tollhækkun og tolllækkun annara þjóða. Hún sýnir jafnframt, að conservatívar hafa lækkað tolla og liber- alar hækkað, hvernig sem það kann nú að koma heim við það, sem reynt verður að ljúga að kjósendum um það í næstu kosningum. mönnum ríflega fyrir vinnuna, hvar og hvenær sem það lag haggaðist, væri öllu landsbúinu skaði vís. Enn sagðist Mr. Stevens hafa ritað stjórnarformanni ítarlega um þá ungu menn sem þúsund- um saman er haldið í “camps” víðsvegar, við lítið vinnugutl og 5 dala kaup á mánuði, af því að þeir ættu ekki á öðru völ, og ráðið til að sjá þeim fyrir nytjastarfi og sæmilegu kaupi, eila væri hætt við óróa af þeirra hendi, þegar til lengdar léti. Þegar þar að kom, var þeim vísað aftur til sömu óveru, með harðri hendi; í þinginu kvað Mr. Bennett svo að orði, að þeir ættu að láta sér nægja húsa- skjól, fæði og fiirim á mánuði, en Mr. King lét svo, sem vafa- samt væri að það væri lögum samkvæmt og stjórnarskrá, að siga lögregluliði á þá borgara. sem hefðu ekki annað í frammi en að leitast við a ð komast á fund stjórnarinnar til að leggja fyrir hana vanda sinn og bón um ásjá og álitun. Aðrir þing- menn þögðu, þóttust ekkert geta lagt til þess máls. En hér var vissulega annað og meira í efni en að halda uppi lögum og reglu, framtíð þessara ungu manna er í veði, þeir horfa ekki fram á neitt, að svo stöddu, nema að vera matvinnungar, frairitíð alls unga fólksins í Can- ada er að vissu leyti í veði, með- an þessi kreppa helzt í landinu, og hún þarf ekki að haldast, sagði Mr. Stevens, ef lánstraust er vakið á ný, ef stjórnin gefur út seðla og selur bönkunum og ráð eru gerð um atvinnu við gagnleg störf, að enskra manna dæmum, þá mun framtakið ekki láta standa á sér, fé komast í umferð og öllum vegna bærilega með öruggri viðsjá stjórnarinn- ar við ásælni og kúgun. Mr. Stevens er á efra aldri, ekki glæsilega mælskur en lið- ugur, vel stiltur, alveg laus við kæki viðvaninga, með viðkunn- anlegustu ræðumönnum. Fregnriti TILKYNNING ir við önnur lönd og tollum létt af akuryrkjuáhöldum og vefn- aði. Ungum mönnum og stúlk- um skal öllum gefið tækifæri til vinnu, kúgun kvenna og stúlkna afnumin og gömlum stríðs- m'önnum greitt það sem þeim var lofað. Þessi atriði úr sögu Stevens eiu rifjuð upp fyrir lesendum blaðsins vegna þess, að hann kom til þessarar höfuðborgar og hélt ræðu á mánudagskveld- iö í stærsta salnum sem til var; þar lögðu yfir 5000 manns á fjórða hundrað dali á diskina hjá honum, hlýddu með áhuga á ræðu hans og klöppuðu honum lof í lófa. Mr. Stevens gerði það bert í ræðu sinni, að hann hefði engin undirmál né leynisamband við Mr. Bennett í þessum kosning- um og herti á því með þvi að finna að ýmsu sem stjórnar- íormaðurinn hefði gert og látið ógert. Hanr- kvað kreppuna mikið til haldast af því, að pen- inga umferð hefði mínkað u n 125 miljónir síðan 1929, af Ber- netts völdum. Kornsölunefnd- ina nýju kvað hann óvinsæla bæði af kornkaupmönnum og bændum og til einkis hæfa, nema til*að velta vandanum af landstjórninni. Lögin nýju um valdi eins félags, annað réði 59% af atvinnu við niðursuðu kjöts og tvö félög réðu 79% af | elsi. baðmullar verzlun. Yfirleitt hefði hag allra sem ynnu að gagnlegri framíleiðsluvinnu hrakað um 50% á undanförnum árum en á sama tíma hefðu peningagróða félögin grætt um 20%. Mr. Stevens sagðist hafa ferð- ast um norðurhluta vesturfylkj- anna fyrir tveim árum, um 20,000 mílur vegar og kannaö vandlega kjör bændanna þar og lýst bágindum þeirra fyrir verzl- unarráði Winnipegborgar, þegar hann kom úr þeirri ferð; síðan hcfði liann kannað kjör þeirra sem er ætiað að vinna fyrir lifi- brauði í verksmiðjum og við iðnað yfirleitt, þeirra þrælkun við sult og seyru, sem engri manneskju og engum borgara þessa lands væri bjóðandi, hefði hann lýst á opinberum' fundi í Toronto, og væri öllum kunnugt hvað þar af hefði gerst. Bænd- urnir réðu alls ekki verðlagi á hveiti, gripum né öðrum afurð- um, heldur þau stórfélög sem verzla með þær vörur og þessi stórfélög færu með svo mikið leynivald, að þau væru stjórn- inni og landsmönnum ofjarl. Ef liann færi með stjórnarvald Of falleg til að fara í fangelsi Amerísk dansmær var um daginn kölluð fyrir að hafa vald- ið hneyksli á veitingahúsi einu með dansi sínum. Dómarinn lét dansmærina sleppa með smásekt, og bætti við að hún væri of falleg til að fara í fang- Sundkennari í Kalundarborg fekk um dag- inn svohljóðandi seðil með ein- um nemenda sínum: “Drengur- inn minn má ekki fara í vatn fyr en hann hefir lært að synda”. Eins og eg auglýsi á öðrum stað hér í blaðinu, hefi eg nú fengið til sölu fyrst.a bindi af þjóðsögum eftir Ólaf Davíðsson. Eru þetta víst einar hinar merk- ustu þjóðsögur sem enn hafa komið á prent. Ólafur Davíðs- son var listfengur gáfumaður og prýðilega mentaður (dáinn 1903). Eir gert ráð fyrir að verkið verði alls 4 bindi og komi út svo ört sem kostur er á. Þetta fyrsta bindi er 380 bls. og er allur frágangur vel vand- aður. Eg set hér til leiðbein- ingar flokkaskifting sagnanna í þessu bindi. 1. —örnefnasögur 2. —Viðburðasögur 3. —Sakamannasögur 4. —Sögur um nafnkunna menn 5. —Helgisögur 6. —Galdrasögur 7. —Ófreskjusögur 8. —Draugasögur 9. —Náttúrusögur 10. —Vatna og Sæbúasögur 11. —Hulduf ólkssögur 12. —Tröllasögur 13. —Ú tilegumannasögur 14. —Æfintýri 15. —Kýimúissögur 16. —Lygasögur. Til þess að gefa sem flestum kost á að eignast bókina, hefir verðið verið sett óvenjulega lágt aðeins $3, að meðtöldu póst- gjaldi. iSvo hefi eg nú sent til allra kaupenda hér vestra 2. hefti að “Eimreið” og 1.—3. hefti af kvöldvökum. Eru bæði þessi rit barmafull af fróðleik og skemtan. Og enn einu sinni verð eg að skora á þá er skulda mér fjrrir rit eða bækur að senda þær upphæðir tafarlaust. Það er leiðinlegt og kostnaðarsamt að verða margsinnis að krefja fólk, bæði bréflega og opinberlega, um borgun á þessum skuldum, sem í flestum tilfellum eru mjög smáar hjá hverjum einum, en gera þó í heild stóran sjóð. Eg hvorki get eða vil fara í sömu klípu eins og íslenzku blöðin hér, fyrir trassaskap eða van- skila innræti einstakra manna. Vona eg að þeir sem hér eiga hlut að máli neyði mig ekki til þess að beita hvassari oddi til að ná rétti mínum. —.20. ágúst 1935. Magnús Peterson ; 313 Horace St., Norwood, Man. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu lán úr landsjóði til húsabygg- Jandsins, skyldi hann setja örugt inga væru þannig úr garði gerð, j eftirlit með viðskiftum og ram- að landsjóður fengi lánfélög- ar skorður við ójöfnuði; ef þessu um peninga í hendur gegn 3% er þau svo lánuðu fyrir 5%, þeim sem byggja vildu, sem væri ekki annað en bragð til að hjálpa lánfélögunum. Mikið af atvinnu og viðskiftum þessa iands væri í fárra höndum: 80% af tóbaks atvinnunni væri á færi fram, að fáeinir réðu meir í laumi en allir aðrir landsbúar og stjórnin, þá væri ills eins von og að vísu væri beinasta og bezta ráðið til velmegunar allra landsmanna: að frem- leiðendum væri goldið sann- gjarnlega fyrir afurðir og verka- HOW TO FIND AND HOLD . . . A Good Position • Sound Qualifications—Dominion Business College courses, especially built for the complex conditions of modern business, are the best aváilable. • Confidence—Up-to-date tuition methods of indivi- dual instruction give the graduate the necessary poise and self-reliance. 9 The Right Approach—Dominion graduates are taught the principles of businesslike procedure in everything they do. They also receive definite ad- vice on interviewing, applications, and the ability to “hear of” available positions. They are taught to sell their services. • Contacts—The Dominion Business College is well known for the efficiency of its training, and its graduates are preferred by business men. The Employment Department puts numbers of young people in touch with prospective employers every month. íf you want the best position, give yourself the best training. We are open all the year round. INQUIRE NOW FOR FULL INFORMATION DOMINION BUSINESS COLLEGE On the Mall, and at Elmwood, St. James, and St. John’s

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.