Heimskringla - 25.09.1935, Qupperneq 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 25. SEPT. 1935
MINNI ÍSLENDINGA
(Erindi flutt í Wynyard, Sask.,
þann 7. ág. 1935)
Eftir Björn Hjálmarsson
Kæru landar:
Eg gæti ekki lýst þ-ví, þó eg
reyndi, hvaða unun og ánægja,
það er mér og mínum, að vera
komin hingað, að vera komin
heim, að vera komin til íslend-
inga. Það hefir ríkt svo sterk
tilhlökkun á heimili mínu, und-
anfarna daga. Allir töldu dag-
ana, enginn hugsaði um annað
en ferðina hingaö, og enginn
lét mig í friði við að semja
ræöuna. Nú þurfti eg á end-
anum að vaka alla nóttina til að
komast hingað, en samt líður
mér vel; og ánægjan er engu
minni en eg gerði mér vonir um.
Eg var búinn að ásc ja mér,
að ef aldrei kæmi beiönl frá ís-
lendmgadags-nefndiani í Wyn-
yard, þá skyldi eg sjálfur bjóða
mig fram, ekki seimia en árið
1938. Þetta var komið utiþ í
vana fyrir mér, að taia hér að
miusca kosti þriðja hvert ár. og
cg cttaðist að eg liéldi ekki
heilsu með því, að leggja alger-
lega niður þann vana. Eg ótt-
aðist að eg misti tök á því smáa
valdi, sem eg hafði á íslenzku
máli, og eg óttaðist ennfremur
andlega afturför hjá sjálfurn
iriér, ef eg ekki hefði einstöku _
tækifæri til að sjá og heyra eitt-'hver er uppruni þeirra og eð)i
ist; en aftur á móti mikið meira
íslenzkur, þegar engum kemur
það við og lætur sig það engu
skifta. Þetta er bara ekta-ís-
lenzka eðlið í mér. Svona eru
íslendingar í flestu, og þessi til-
hneigjng hjá mér ætti að vera
jafnvel vini mínum, forsetanum,
nægileg sönnun þess, aðj eg sé
ckta-íslendingur.
Börnunum okkar blöskrar oft
þessi íslendinga-dýrkun hjá
okkur foreldrunum, og út af
einu slíku atviki lagði dóttir
mín fyrir mig á dögunum þá
spurningu, hvað það helzt væri,
sem íslendingar hefðu kent öðr-
um, og hvort að þeir virkilega
væru gáfaðri en fólk af öllum
öðrum þjóðflokkum. Eg bað
hana um frest til annars ágústs
til að íhuga svarið.
Að ísland og íslendingar hafi
kent mannfélaginu eitthvað,
mundu allir viðurkenna. Hversu
mikið eða lítið það er, um það
mundu vera skiftar skoðanir.
Að þeir hafi haft áhrif á. heims-
menninguna, mundu allir hugs-
andi menn viðurkenna. Sumir
mundu álíta þau áhrif mikils-
varðandi, aðrir mundu gera
minna úr því. Hvað víðtæk
þau áhrif eru, eða í hverju þau
eru helzt fólgin, mundi engum
tveimur sagnfræðingum bera
nákvæmlega saman um. Það er
enginn, sem getur dæmt um
slíkt algerlega, hvaðan öll áhrif
á mannfélagsstefnur koma, né
hvort íslendingum sé meira gef- um og iífsskoðun ýmsra þjóð-
ið andlegra en öðrum, hvort flokka, sem búa hér í landi,
hvað, sem ekta íslenzkt væri-
En nú er eg sloppinn úr þeírri
liættu. Eg þurfti ekki að bjóða
mig í'ram. Boðið kom. Mér
þótti innilega vænt um það, og
íyrir það vil eg þakka nefndinni
og íslendingum í Vatnabygðum.
Eg hefi hugmynd um það, að
skiftar skoðanir hafi ríkt hér á
árunum, þegar eg átti hér
heima, um það, hvað góður ís-
lendingur eg væri. Margir báru
mér það á brýn, að eg væri ís-
lenzkari en eg ætti að vera, aðr-
ir að eg væri ekki nógu íslenzk-
ur. Mér er ekki gjarnt að tala
um sjálfan mig, en eg vil aðeins
segja það, að eg hefi æfinlega
áli'tið mig ram-íslenzkan, í eðli.
Þessu þarf eg að færa til sönn-
unar aðeins eitt, og það er það:
að í fjarlægð frá íslendingum er
eg meira íslenzkur og finn
meira til þess, að eðli mítt er ís-
lenzkt. Eg er mikið síður ís-
lendingur þar sem alment er
ætlast til þess, og þess er kraf-
Þess meira sem slíkt er íhugað,
þess fieira er að taka til greina.
og við íhugun margfaldast þær
bendingar, sem byggja má á
ýmsar skoðanir. En skoðanir
yrðu það aðeins, en engar stað-
reyndar sannanir, svo að engir
tveir menn mundu vera ná-
kvæmlega sanMóma. En aðal-
kjarnmn yrði sá sami í dómi
alira þeirra, sem óhlutdrægnir
eru og skilningsglöggir; öllum
mundi bera saman um það, að
íslenzk áhrif séu skýr og á-
þreifanleg í menning Norður-
álfu-þjóðanna; og ef til þess
kæmi, að gera grein fyrir eðli
þeirra, mundi öllum koma sam-
an um þau meginatriði, að á-
hriíin séu alls ekki að finna á
iðnaðar- eða hagsmuna sviðum,
ekki heldur á vísinda sviðum,
ekki enn sem koiriið er á svið-
am stjómmála, en aðallega á
sviðum hugsjóna og andelgs
sjálfstæðis.
Og svo er hin spurningin,
Ve^
$
W
VV£V • •
r C^ada' ’ og ^
S „rt be'4"1 ^
,ð\T
;TT5
eða
»ÖT .««. \>e^u
ÍV ^ a
svx
x>
,’s
p
^fer
lTÍ\ð.
-VVe
(Va-t'ð .
26 «»• 6
f<.ass'
T. G. BRIGHT
& CO.
LIMITED
Stærsti vin-
framleiðandi í
Canada
Niagara Falls,
Ontario
Stonfsett 1874
CataE*.50
......%í.50
rights
' O WIMES,
þeir yfirleitt séu meiri gáfum
og sálarkröftum gæddir en aðr-
ar þjóðir. Þar rís sú spurning,
er vitrustu menn mundu svara
með mestu gætni. Þar er aftur
svo margt að taka til greina. Al-
ment er viðurkent, að erfitt sé
að festa nákvæman mælikvarða
á gáfur hvers einstaklings. Gáf-
ur geta verið svo margvíslegar
og m'argra tegunda, háðar svo
mörgum áhrifum og kringum-
Ertæðum. Margfal't erfiðara mun
það þó, að dæma um gáfur
þjóða. Þar kemur svo ótal
margt til greina, að engum er
fært að safna saman öllum skil-
yrðum til að fella réttlátan dóm.
En annað getum við vitað og
dæmt um, og það er sú stað-
reynd, að í hverju þjóðfélagi, út
af fyrir sig, myndast þau lífs-
kjör, sem ráða því, að hve'míklu
leyti einstaklingurinn nýtur sín
andlega. Það getur verið ýms-
um hendingum háð, hvernig slík
andleg áhrif myndast, og hvern-
ig slík andleg öfl þroskast. —
Hvort Íslendingar séu gáfaðri
en aðrar þjóðir, dæmi eg því
ekki um; en um hitt er eg sann-
færður, að íslendingar sem al-
menningsheild hafi átt því láni
að fagna, að fá að njóta sín
betur andlega en nokkur al-
meínnings-held annara þjóða,
að þeim hafi hlotnaSt það, að
þroskast andlega í eðlilegu and-
rúmslofti, að liðnum lífskjörum
þeirra hafi verið svo háttað, að
þeir hafi lifað fram á þennan
dag minna andlega lamaðir,
minni fjötraðir í hugsun, með
mteiri tækifæri til að þroska
heilnæmt og frjálst einstakl
ingseðli en öðrum þjóðum hefir
yfirleitt gefist kostur á. Eg
endurtek það, sem eg áðan
sagði: Eg er ekki að ræða um
gáfur né hæfileika, heldur um
þau einkenni, sem íslenzk lífs
kjör hafa mótað. Og hvað sem
íslenzkum áhrifum viðvíkur
liðinni tíð, vil eg halda því
fram, að á yfirstandandi tíð, á
þessum vandræða tímum, séu
þessi séreinkenni íslendinga svo
vel til þess fallin, að veita þeim
straumum inn í mannfélags-
rrfálin nú á tímum, sem geta
orðið tií þess, að breyta stefnu
tímanna og boða nýja hugsjón.
Og þegar eg, í fjarlægð frá
íslendingum, hugsa um þá eins
og eg þekki þá, íslenzka ein-
staklinga, íslenzkt eðli, og þeg-
ar eg ber það saman við mann
eðlið yfirleitt, þá virðist mér eg
sjái í íslenzku manneðli og ís-
lenzkum hugsjónum svo margt,
sem gæti verið ráðning á þeim
ýmsu gátum, sem mannfélagið
er. einmitt nú að fást við. Þegar
eg hugsa um eyjuna litlu, af-
skektu og lítt þektu, hugsa um
sögu' hennar, andlega þroskun
hennar, hugsjónir, lífsskoðun
og ytri kjör, þá grípur mig sú
hugmynd, að þar megi finna
svörin við mörgum þeim flóknu
spurningum, sem mannkynið í
dag er í þoku og vandræðum að
reyna að greiða úr.
Þessu 'til skýringar, vil eg nú
bregða upp fáeinum myndum af
íslendingum og íslenzku mann-
félagi. Eg sé í þeim ’þiyndum
sláandi sérkenni. Eg sé þar
eiginleika, sem örlaga-þráður
íslenzkrar sögu og menningar
hefir mótað- Þau sérkenni og
þeir eiginleikar, væru þeir öll-
um heinfi skiljanlegir, gætu lýst
langt fram á þá framfara-leið,
sem þjóðimar allar ættu að
stefna, og sem margar vildu
gjarnan stefna, ef kjör þeirra og
almennings vitsmunir leyfðu.
Þá er eg hugsa eða læt mig
dreyma um bætt almennings
lífskjör, auðugra andlegt líf,
réttlá'tari notkun hagsmuna,
mannjöfnuð og útrýming alls
þess, sem veidur misskilningi og
I stétta-hatri, þá verð eg þess alt
í einu var, að mennfélagsskip-
unin, sem eg er búinn að skapa
í huga mínum, er í svo mörgum
atriðum háíslenzk.
Mér hefir gefist kostur á,
mörgum fremur, að kynnast
lifnaðarháttum, lundareinkenn-
ennf'remur ýmsra stétta mann-
félagsins bæði í borgum og
sveitum. En atvikin, eða mynd-
irnar, sem eg ætla að vitna í,
eru úr daglegu lífi íslendinga,
og að öllum hefi eg verið sjálf-
ur sjónarvottur. Allar eru þess
eðlis, að hjá íslendingum einum
gætu slík atvik komið fyrir.
Þau eru sýnishorn úr daglegu
lífi, sem hvergi myndu finnast
nema á meðal íslendinga.
Eg sé myndir af merkum
gestum hingað komnum frá
ættlandinu. í eitt skiftið er það
merkur rithöfundur, í annað
skiftið einn fremsti fræðimaður
þjóðarinnar. Og fleiri slíka má
svo telja, svo sem Einar H.
Kvaran, Guðmund Ftyinboga-
son, Einar Benediktsson, séra
Jón Helgason, Sigurð Nordal og
fleiri. Þeir eru ekki hingað
komnir til að sitja veizlur með
höfðingjum og leiðtogum lands-
ins, til að hafa tal af þeim þarf
enginn að sækja um leyfis-
spjöld. Þeir eru komhir hingað
til að heilsa upp á alla íslend-
inga. Þeir eru yfirlæltislausir
og alþýðlegir og leggja leið
sína meðal íslenzkrar alþýðu;
þar kunna þeir að njóta sína.
Þeir ferðast út um íslenzkar
sveitir, njóta samvistar ís-
lenzkra bænda, finna unun og
uppörvun í þeirri viðkynningu
og borga greiðann með því, að
auðga andlega lífið meðal
þeirra, sem þeir heimsækja. —
Þetta á sér stað aðeins meðal
íslendinga, að sttétalaust mann-
félag getur sem heild notið þess
bezita, er þjóðin hefir andlega
fram að bera, að ihverjum ein-
asta alþýðumanni gefst kostur
á að kynnast persónulega and-
ans leiðtogum þjóðarinnar, og
að þeir sömu leiðtogar geta
notið fagnaðar af viðkynningu
og samvistum allra, án tillits til
starfsviðs, kringumstæða eða
lærdóms. Við skulum hugsa
okkur H. G. Wells, Dean Inge,
eða Winston Churohill komha
í heimsókn fil Englendinganna
í þessu nágrenni. Skyldu þeir
finna mikið sér til andlegrar
uppörvunar? Eða skyldi hann
Einstein' eira lengi, ef hann
væri kominn til Gyðinganna
héma í Wynyard? Nei, þessi
hlunnindi eiga íslendingar einir.
Næst er mynd af smáum hóp
manna, sem af tilviljun hafa
komið saman á heimili íslenzks
læknis í Winnipeg. Auk lækn-
isins eru þar saman komnir:
einn leiðandi prestur, dómari,
þingmaður, tveir bændur, tveir
verkamenn, verzlunarmaður,
ritstjóri og kennari-, Það er
ekki formlegt heimboð, heldur
er hver og einn þangað kom-
inn, því hann veit, að þar m*uni
honum verða hlýlega tekið og
að þar muni hann hitta fyrir
skemtandi og hressandi félags-
skap. Sumir eru þeir prúðbún-
ir, aðrir í vinnufötum. Sumir
bera þess ytri vott, að þeir um-
gangist heldri manna félags-
skap, ef svo má að orði kom-
ast, aðrir eru fátæklegir og alls
ekki upp í móðinn. Sumir eru
efnaðir, aðrir fátækir; sumir
viðurkendir áhrifamenn í um-
hverfi sínu, aðrir lítils-máttar.
Lífsskoðanir þeirra munu vera
af ýmsu tagi, en samt eiga þeir
mafgt samteiginlegt, því þeir eru
allir íslendingar. Þeir géta rætt
með brennandi huga og sjálf-
stæðri þekkingu um nútíma
hreyf'ingarí um andleg tákn tím
anna, um listir, um skáldskap.
Þar er enginn að lúta í auðmýkt
og aðdáun skoðunum annars,
því allir hafa frumlegar, sjálf-
stæðar skoðanir að bera fram.
Enginn er þar í meiri hávegum
hafður en annar, nema helzt ef
það væri annar bóndinn, því
hann er skáld, sem öllum ís-
lendingum er kunnur, og annar
verkamaðurinn er söngfræðing-
ur. (í þessum hóp eru þessir
tveir óbeinlínis kjörnir heiðurs-
gestir.
Svona lagaðan samfund
manna mundi aðeins að finna
meðal Íslendinga. Eg get stað-
hæft, að á heimilum innlendra
embætldsmanna mundi aldrei
finnast svona valinn hópur sam-
an kominn; og þó þeir væru
komnir saman, þá kynnu þeir
ekki að njóta hvers annars. —
Lýðræði, alþýðu-áhrif'um og al-
þýðlegum völdum mætti, undir
hvaða stjórnarfyrirkomulagi
sem væri, sjá nokkurnveginn
fullkomlega borgið í höndum
íslendinga, stétta-hatur og
stétta-barátta næði sér þar ekki
niðri. í þessum mannlífsmein-
um eru innifólgin sum af flókn-
us'tu vandræðum þessarar tíð-
ar. íslendingar eiga í hugsjón-
um sínum og lífsmáta úrlausn
úr þessum vandræðum, ef aðrir
kynnu að sjá og skilja.
Eg minnist annars atviks. Eg
er á gangi í Wynyard-bæ og
mæti öldruðum, íslenzkum
bónda. Hann er ekki glæsi-
menni í sjón. Hann er lotinn,
slitinn af æfilöngu striti; hann
er fátæklega og tötralega
klæddur, og engum innlendum
borgara mundi koma það til
hugar, að þar byggi mikið inni
fyrir, að þar væri mikið meira
að fínna en lamaða og andlausa
sál í útslitnu vinnu-dýri. í sam-
tali við hann, spyr hann mig,
hvort eg hafi lesið ný-birt ís-
lenzkt kvæði, og eftir nokkrar
athugasemdir fer hann með
nokkur erindi úr sama kvæði.
Kvæðið sjálft er glóandi hug-
sjóna-flug, sem svo lítið á skylt
við daglegt strit og erfiði. Að
skilja það og verða hrifinn af,
gat aðeins sá, er kunni að grípa
vængi hugans, að þreyta flug
ímynduna,raflsins með skáldum
og hugsjónamönnum, að slá á
strengi tilfinninganna og geta
samstilt þá við hljómleika æðra
lífs. Þetta gat hann, íslenzki
bóndinn, fátækur og lítils met-
inn af umhverfi sínu. Þrátt
SOUND ECONOMIC
LEGISLATION
H. P. ALBERT HERMANSON
LIBERAL CANDIDATE
NORTH CENTRE
fyrir erfiði og slitinn líkama gat
hann enn vakið í sálu sinni eld
andans, vængi hugsjónanna og
þeytt sér á flug upp yf'ir strit,
, f jötra og vonbrigði lífskjaranna
daglegu, sem hann svo lengi
hafði búið við..
Þarna er algerlega íslenzk
mynd, og slíka mynd má sjá
daglega í öllum íslenzkum
bygðum. Slíka mynd með mis-
munandi litum má sjá í tugum
'hér í Vatnabygðum. Aldraðir
bændur og verkamenn íslenzkir,
HUGSIÐ UM ÞAÐ!
14. októbóer gefst hverjum kjósanda í Manitoha kostur á að
greiða eitt atkvæði. En hvert það eina atkvæði getur gert út
um það hver örlög Canada verða á næstu fimm árum.
HVAÐ HAFIÐ I>JER HUGSAÐ YÐUR AÐ GERA I ÞVl?
ÞAÐ SKIFTIR MANITOBA MIKLU HVER STEFNA YÐAR ER.
Fylgis yðar er leitað af
(1) óháðum þingmannaefnum
(2) Þingmannaefna úr skrítnum flokkum
(3) Þingmannaefna tveggja elztu flokkanna.
Hin fáu atkvæði sem greidd verða óháðum,
commúnistum, C.C.F.-mönnum og endurbóta-
flokksmönnum, hafa lítil áhrif á næsta þingi.
Conservative, liberal og progressive stjómir gæta
hags þessarar þjóðar á næstu 5 árum. Aðallega
eiga kjósendur að velja um fyigismenn R. B.
Benetts eða MacKenzie Kings.
Aður enn þér ákveðið með hvorumi þér verðið,
athugið afstöðu þeirra rækilega til þjóðmálanna.
VIÐSKIFTAMAL
Liheralar og prógressívar trúa því að löggjöf til þess að
hjálpa akuryrkju á þessum erfiðu tímum sé nauðsynleg. Þeir
álíta að löggjöf viðkomandi sölu á afurðum bóndans, sé lögð í
hendur þings, sem fulltrúar bænda skipa, og eru málsvarar bænda.
Liberalar og prógressivar fordæma löggjöf, sem í því er
fólgin að gefa nokkrum hópi manna valdið í hendur til að semja
slíka löggjöf og bera aðeins ábyrgð á því til ráðuneytisins.
I mótsögu við þetta, sætta conservatívar sig
við að semja afurðasöluiög á dularfullan og
myrkan hátt, með því að fá vissum samtökum
ráðin í hendur, sem engan vegin eru fulltrúar
meiri hluta framleiðenda.
ATVINNULEYSISMAL
Liberalar og prógressivar hafa skráð atvinnuleysismálið efst
á blaði á stefnuskrá sinni. Þeir álíta, að það mál ætti að vera í
höndum nefndar fyrir alt land, sem væri fulltrúi allra héraða og
allra stétta landsins.
Liberalar og prógressivar trúa því, að, auk bráðabirgðar að-
stoðar, sé nauðsynlegt að finna ráð til að bæta úr atvinnuleysinu
fyrir fult og alt og útvega mönnum aftur vinnu. Og flokkur vor
skuldbindur sig til þessa með því að semja lög, er viðskifti lands-
ins efli og atvinnu skapi fyrir verkamenn. Til dæmis:—að efla
hveitisölu héðan erlendis, eftir kaupgetu bóndans OG ÞEGAR
KAUPGETA CANADISKA BÓNDANS ER GÓÐ, ER VINNU AÐ
FA FYRIR VERKAMANNINN.
Gaggstætt þcssu, er stefna Conservatíva
hinir háu tollar, sem eyðileggja markaðinn fyrir
handan höf, sem snýr huga brezka kaupandans
frá oss, styttir vinnudagana hjá járnbrautafélög-
um, minka kaupgetu bóndans og hindra fram-
leiðslu og vinnukröfur bóndans og verkamanns-
ins.
HUGSIÐ UM ÞAÐ!
GREIÐIÐ ATKÆÐI MEÐ
VIÐURKENDUM
MACKENZIE KINGS
ÞINGMANNA-EFNUM
Issued by authority of the publicity sub-committee of the Mani-
toba Liberal and Progressive Election Committee, Great West
Permanent Bldg., Winnipeg.
FOR
DEMOCRATIC GOVERNMENT
SOCIAL REFORM