Heimskringla - 25.09.1935, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 25. SEPT. 1935
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
MINNI ÍSLENDINGA
Frh. frá 3. bls.
frelsis og hagsmnualegra rétt-
inda.
Lengi lifi íslenzk tunga! Það
samþykkjum við öll af heilum
hug, en enn heitari er sú þrá,
að lengi lifi íslenzk hugsjón, ís-
lenzkt eðli, íslenzk lífsskoðun,
íslenzkt hugsana-frelsi og sjálf-
stæði. Það, sem forlögin hafa
varðveitt út á útkjálka heims.
hef'ir ekki verið í tilgangsleysi.
Sú öld er nú risin, að heimurinn
verður að hlýða á boðskap
slíkra hugsjóna, eða þá að öðr-
um; kosti að steypa sér út á þá
ófriðar-öldu, sem mun fjötra og
andlega lama -komandi kynslóð-
ir.
Lengi lifi ísland! Sú ósk er
okkur eðlileg og einlæg í dag og
alla daga. En margfalt heitari
er sú ósk, að lengi lifi íslenzk
menning og íslenzk áhrif í sögu
alls heims, að enn liggi það
dýrðlega markmið fyrir ís-
lenzkri menning, að túlka inn í
lífsstefnu voldugri þjóða heims-
ins hugsjónir mannúðar, lýð-
ræðis og frelsis. Þá hefir Island
uppfylit þá æðstu köllun. Þá
lifir ísland í sögu allra ókom-
inna alda.
FYRSTA ÚTVARP
frá íslandi til Ameríku
Rvík. 3. sept.
Á sunnudagskvöldið var gerð
tilraun héðan í fyrsta sinn með
útvarp til Ameríku.
Samkvæmt skeytum, sem
hafa borist þaðan síðan, bæði
til forsætisráðherra og Ríkisút-
varpsins, hefir tilraunin hepnast
ágætlga, truflanir ekki verið
teljandi og dagskráin líkað vel.
Segir í ýtarlegasta skeýtinu,
sem er frá Árna Helgasyni raf-
fræðing í Chicago, að engar
truflanir hafi verið, og sérstak-
lega hafi þau orð, sem sögð
voru á íslenzku, snert sam-
landana vestan hafsins.
Það þarf ekki að efa. Þeir,
sem til þekkja, vita að hlýnað
hef'ir íslenzkum hjörtum' vest-
anhafs, yngri og eldri, er for-
sætisráðherra hóf ávarp sitt til
þeirra á íslenzku, og að fáir
hafa grátið “þurrum tárum”, er
þeir heyrðu: ‘Ó, guð vors lands’
óma í eyrum sér — heiman af
íslandi.
Útvarpið hófst með svohljóð-
andi ávarpi Mermanns Jónas-
sonar forsætisráðherra:
Eg leyfi mér fyrir hönd þjóðar
minnar að ávarpa yður, virðu-
legu útvarpsnotendur í Vestur-
heimi. Á milli mín og yðar ligg-
ur hálf kringla heims; — en
snilli mannsandans hefir brúað
þessar óraleiðir og gert mér
mögulegt að bera hinni ungu
voldugu þjóð hins nýja tíma,
vinarkveðju aldinnar móður
sögu og sagna yzt í Atlantshafi.
Fyrir þúsund árum litu sam-
landar mínir fyrstir hvítra
manna hinar fögru strendur
lands yðar. Þá hljómaði í
fyrsta sinn í hinni nýju álfu hin
norræna tunga, sem enn er töl-
uð nærri óbreytt hér í föður-
landi hinna ótrauðu sæfarenda-
— Nú gnæfir hér í liöfuðborg
lands vors, skamt þaðan er eg
tala, tignarleg og fögur stand-
mynd hins frækna foringja hins
litla hóps, er vestur fór, Leifs
Eiríkssonar, er landar hans
nefndu hinn heppna.
Mynd þessa færði Banda-
ríkjaþjóðin íslendingum árið
1930 í minningu þess, að þá
varð löggjafarsamkoma vor, Al-
þingi, þúsund ára gamalt.
Íslendingum hinuin fornu
auðnaðist ekki að verða land-
námsmenn í hinni nýju heims-
álfu. Fyrst hundruðum ára síð-
ar, í lok nítjándu og í byrjun
tuttugustu aldar, fóru íslending-
ar og þá í þúsundatali, aftur
vestur um haf. Þá auðnaðist
þeim, að festa þar rætur og
nema ný lönd. — Er oss, sem
heima sitjum, það mikið gleði-
efni, að vita að þessir bræður
vorir og systur hafa reynst
verðugir afkomendur forfeðr-
anna og að þeir hafa, með því
að reynast nýtir og góðir borg-
árar, launað fóstru sinni ‘þau
glæsilegu skilyrði til vaxtar og
frama, sem hún hefir börnum
sínum að bjóða. Er það ósk
vor og von að stöðugt vaxandi
bönd viðskifta, vináttu og
menningar megi órjúfanlega
tengja oss hinni voldugu önd-
vegisþjóð Vesturheims.
Til þeirra landa minna, sem
í Vesturheimi búa vil eg mæla
þessum orðum á þeirra gamla
móðurnfáli:
Vestur-íslendingar: Eg flyt
yður hjartanlegar kveðjur lands
og þjóðar.
Vér heima-íslendingar óskum
einskis frekar en aukinna kynna
við yður og þá þjóð, sem yður
fóstrar. Engir gestir eru hér
velkomnari en þeir, sem að vest-
an koma til að njóta hér “nótt-
lausrar voraldar veraldar þar
sem víðsýnið skín” eins og
skáldið yðar góða kemst svo
snildarlega að orði. — Verið
þess vissir, að athygli vor og
samhygð fylgir yður, og minn-
umst þess, að hver sigur sem
vinst, hvort heldur er vestan
hafs eða austan, er vorum
sameiginlega stofni til aukins
frama. ,
Ræða forsætisráðherra var
öll flutt á ensku, nema kveðju-
orðin til Vestur4slendinga.
Á eftir ræðu forsætisráð
herra söng karlakór K. F. U.
M. þjóðsöng Bandaríkjanna,
PELtmERS
COUNTRY CLUB
JPECIAL
The BEER that Guards
Q.UALITY
Phones: 42 304
41 111
j næst áttu þeir Ragnar E. Kvar-
an og Eiríkur Benedikts samtal
j um landið, þá söng Karlakór K.
I F. U- M. aftur tvö þjóðlög, Guð-
I mundur Kamban flutti erindi
um Leif Eiríksson og að síðustu
söng blandaður kór þjóðsöng
íslendiriga.—Nýja Dagbl.
KLUKKAN GENGUR NÚ!
DAY SCHOOL
for a thorough business training—
NIGHT SCHOOL
for added business qualifications—
Tlre Dominion Business College, Westem Canada’s
Largest and Most Modem Comniercial School, offers
complete, thorough training in
Secretaryship
Stenography
Clerical Efficiency
Merchandising
Accountancy
Bookkeeping
Comptometry—
—and many other profitable lines of work
We offer you individual instruction and the most modem
equipment for business study, and
AN EFFECTIVE EMPLOYMENT SEKVICE
for the placement of graduates in business
DOMINION
BUSINESS COLLEGE
On The Mall
and at Elmwood, St. Jiames, St. John’s
Þegar Woodrow Wilson var
forseti U.S.A., þá var Mr. Árni
Mýrdal formaður á Laxniður-
suðu húsi er A. P. A. Go-, (Al-
aska Packers Association), á
Point Roberts. (Er nú hætt að
sjóða niður lax).
Eitthvað var það í stjórn
Wilson forseta, sem ekki var
náðarsamlega tekið inn hjá A.
P. A. fél. Vatt þá Mr. A- Mýr-
dal upp hugsana klukku sína,
setti stóra vísirinn á skífuna
fyrst, auglýsti í Heimskringlu
hvernig — á A: P. A. fél. kvarða
væri litið á stjórn forseta W.
Wilson. Var Mr. A. Mýrdal svo
stórorður þar, að mörgum mun
hafa fundisit of langt farið, og
sagt með orðum, sem Wilson
forseti átti hreint ekki skilið.
Það eru nú mörg ár síðan
þetta gerðist, hafa orðið þrenn
forseta skifti á þessum tímfa í
U- S., sem liðinn er síðan Wood-
row Wilson var forseti, og hefir
ekki það eg man heyrst hljómur
frá klukku Mr. A. M. öll þessi
ár; má vera að hún hafi stanz-
að á sama tíma, og Mr-
A. Mýrdal sagði A. P. A. upp
sinni þjónustu. En nú kemur
í Heimskringlu, nr. 49 — 4 sept.
s. 1. grein með fyrirsögn, “Lát-
um þá ríku borga”; er klukka
Mr. Árna Mýrdal byrjuð að
ganga og slær! Er nú litli vís-
irinn settur ofan á þann stóra,
af því þeim stóra vísir var ekki
hægt að ná af, enda gerir það
ekki mikið til, því klukkan
gengur og hringir með sama
gangi og hljóm sem fyr var.
Er núverandi forseti, Mr-
Fraklin D. Roosevelt, sem
klukkusláttur Mr. A. Mýrdal
beinist að, í sársauka-tón um
biljón, Mr. “Ford” bíla fram-
leiðanda. Er Mr. Robert Jack-
son settur í klefa, út af því
hvað hann áleit að ætti að gera
við biljón dala söfnun Mr.
Fords. Hefir Mr. R. Jackson
verið að sýna fram á, hvað
stjórn U. S. gæti gert við auð-
söf'nunar félögin, er þau gerðu
sig svo stór, að sýna aðalstjórn
og forseta U. S. vígtennur sínar,
eins og Mr. Ford gerði, er NRA
var lifandi. Ef Ford Co., býr
itil sjö þúsund og fimm hundruð
bfla á dag, selur hvern fyrir
fimm hundruð dali, og upp,
þá er það laglegur sjóður, sem
myndast yfir árið; sýnist ekki
vera synd að hafa sömu orð
við Ford Co., eins og kona á
íslandi sagði við bónda sinn, er
hann gerði matarpottinn þeirra
ónýtan, í staðinn fyrir að setja
bót á pott skömmina. Hún
sagði. “Þú verður að borga
pottinn Steinn.”
Bíla framleiðsian er að verða
sú versta landplága, sem til er
nú í U. S., og allar þær tugir
biljóna, sem Mr. A. M. reiknast,
að dollara biljón Mr. Ford Co.,
hafi fætt af sér, er stærsta
dráps-vél heimsins nú sem
stendur. Því eiga félögin að
leggja í ríkissjóðinn þrjá fjórðu
af inntektum.
Ef forseta Roosevelt hefði
hvergi yfir sést í viðreisnar
verki sínu, alt gengið eftir ósk
hans, og fólksins, þá hefði mátt
segja, að hann væri jafn snjall
guði almáttugum, því svo var
ástandið orðið bágt í landinu,
að krafta verk varð að gerast.
Hefði möt^okkur hans hjálpað
til að rétta við, v§rið eins og
kristnum mönnum ber að vera,
þá hefði alt orðið í bezta lagi
strax. En þeir létu það vera,
þeim er sama þótt miljónir fólks
sé hungrað, ,og er klukku gang-
ur Mr. A. Mýrdal örlítið sýnis-
horn þar af, því hann elskar
auðvaldið meir en fólkið, sem
lítið hefir og ekkert á. Samt
heyrir hann til almúga klass-
anum. Sendir nú bezta og
æðsta manni þjóðar U. S. and-
skot eins og hann gerði þá er
Woodrow Wilson var forseti. Af
því Roosevelt þekkir auð, og
hvernig synir og dætur fara
með þá vöru, því er það, að
hann vill þeir ríku borgi. Að
hann sé sjálfur ríkur, er óvíst.
Senator Huey P- Long sagði í
einni ræðu sinni að hann áliti
að Roosevelt ætti varla svo
mikið; að hann gæti borgað
fyrir góða bót á buxurnar sín-
ar.
Annars er klukkugangur Mr.
Árna Mýrdal mesta fyrirmynd,
því það er eins og krafturinn
mínki, er á líður, og er ekkert í
samanburði við þá hann setti
stóra vísirinn á, er Woodrow
Wilson var forseti, og sat við
vinnu sína í Hvíta húsinu í
Washington, D. C.
Viss er eg um það að færi
svo, að Mr. A. Mýrdal ætti kost
á að sitja í forsetastól U. S.
að þá mundi hann skifta um
skoðun á auðvalds-farganinu
eins og það er nú orðið; mér
skilst það vera* erfitt verk, að
standa við stýrið á þjóðarskút-
unni. Það gæti farið svo að
hann þætti nokkuð ráðríkur, og
yrði því ekki lengi þar.
Annars er það slæmt um
eins vel gefin mann sem Mr.
Árni Mýrdal er, hvað lítið hann
gerir til þjóðþrifa. Hann gæti
gert mikið gott ef hann lokaði
sumt af sínu niður í kistu, byrj-
aði líkt og Mr. Ford á einhverju
sem gerði hann frægan, og þá
gæti hann gefið tugum, eða
hundruðum manna vinnu. Það
færi honum betur, heldur en að
vera úthúða gerðir beztu manna
þjóðarinnar, eins og hann gerði
um fyrverandi forseta Wood-
row Wilson og núverandi for-
seta Franklin D. Roosevelt.
—Bellingham, Wash.,
15. sept. 1935.
S- J. Johnson
Dr. M. B. Halldorson
401 BoydL Bldg.
Skriístofusíml: 23 674
Stundar sérstaklega lungnasjúk-
dóma.
Er að finnl á skrifstofu kl. 10—12
f. h. og 2—6 e. h.
Heimili: 46 Alloway Ave.
Talsími: 33 158
Dr. J. Stefansson
216 MEDICAL ARTS BLDG.
Horni Kennedy og Graham
Stundar eingöngu augna-eyrna-
nef- og kverka-sjúkdóma
Er að hdtta frá kl. 2.30—5.30 e. h.
Talsimi: 26 688
Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
Baggage and Furniture Moving
591 SHERBURN ST.
Phone 35 909
Annast allskonar ílutninga fram
og aftur tun bseinn.
Dr. K. J. AUSTMANN
Wynyard —Sask.
MARGARET DALMAN
TEACHER OF PIANO
854 BANNINO ST.
Phone: 26 420
Dr. O. BJORNSSON
764 Victor St.
OFFICE & RESIDENCE
Phone 27 586
Gunnar Erlendsson
Pianokennari
Kenslustofa: 594 Alverstone St.
Sími 38 181
Dr. E. JOHNSON
116 Medical Arts Bldg.
Talsími 23 739
Viðtalstími 2—4 p.m.
Heimili: 776 Victor Street
Winnipeg
Talsimi 22 168.
RAGNAR H. RAGNAR
Pianisti oa kennari
Kenslustofa: 683 Beverley St.
Phone 89 502
BRÉF
Sannarlegt nýmæli má þessi
nýja stjórnmálastefna Alberta-
fylkis heita, og mörgum mun
nú mikil forvitni á þvf hversu
happasæl stefna sú reynist í
framtíðinni. Dreifing auðsins
til almennings, er það eina
verulega sem almenningur get-
ur dálítið skilið í, en eitt er
öllum orðið ljóst, og það er að
ástandiðl í borgum og bygðum
er nú orðið stórkostlega alvar-
legt og að stjórnar eða pólitísku
flokkarnir virðast ekkert við á-
standið ráða. Aðeins eitt af
öllum ófærunum sem m'innasx
mætti á, og sem stjórnirnar
virðast vera komnar í er það
þegar t. d. Winnipeg-bæjar-
stjóm hefir nú í öll þessi ár alið
á bæjarpeningum heilan hóp
af ungu og hraustu fólki, sem
aldrei tekur handar vik; margt
af þessu fólki eru börn, sem al-
ast frá vöggunni við þetta ráð-
lausa vinnuleysi; hefir nú þessi
sama stjórn athugað að hún er
hér að ala upp ráðlausa ósjálf-
bjarga aumingja, sem ætíð
hljóta að verða sjálfum sér og
þjóðfélagi því, sem' þeir alast
upp í og með til ógleymanlegrar
eyðileggingar. Og hver sú
stjórn hvort heldur er bæjar
eða fylkisstjóm eða landstjóm,
sem ekki lítur eftir framtíðar
velferð þegna sinna, verður æ-
tíð ófær til að stjóma, því hvað
sem að neyðir ungdóminn til að
taka aldrei ærlegt handarvik,
það gerir þann sama ungdóm
ófæran fyrir lífið.
G. Th. Oddson,
Akra, N. D.
G. S. THORYALDSON
B.A., LL.B.
Lögfrœðingur
702 Confederation Life Bldg.
Talsími 97 024
W. J. LINDAL, K.C.
BJÖRN STEFÁNSSON
ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR
á öðru gólfi
325 Main Street
Talsími: 97 621
Hafa einnig skrifatofur að
Lundar og Gimli og eru þar
að hitta, fyrsta miðvikudai í
hverjum mánuði.
M. HJALTASON, M.D.
ALMENNAR LÆKNINGAR
Sérgrein: Taugasjúkdómar
Lætur úti meðöl i viðlögum
Viðtalstímar kl. 2—4 e. h.
7—8 að kveldinu
Sími 80 857 665 Victor St.
A. S. BARDAL
selur líkkistur og annasit um útfar-
ir. Allur útbúnaður sá besti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phone: 86 607 WINNIPEG
Dr. S. J. Johannesson
218 Sherbum Street
Talsíml 30 877
Viðtalstími kl. 3—5 e. h.
Rovatzos Floral Shop
206 Notro Dame Ave. Phone 94 954
Fresh Cut Flowers Daily
Plants in Season
We specialize in Wedding &
Concert Bouquets & Funeral
Designs
Icelandic spoken
THE WATCH SHOP
Thorlakson Baldwin
Diamonds and Wedding
Rings
Agents for Bulova Watches
Marriage Licenses Issued
699 Sargent Ave.
Dr. A. V. JOHNSON
tSLENZKVR TANNLÆKNIR
212 Curry Bldg.. Wlnnipeg
Gegnt pósthúsinu
Simi: 96 210
Heimilis: 33 328
J. J. Swanson & Co» Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Simi: 94 221
600 PARIS BLDG.—Winnipeg
J. T. THORSON, K.C,
Islenzkur lögffœðingur
Skrifstofa:
801 GREAT WEST PERMANENT
BUILDING
Sími: 92 755
Orrics Phoni
87 293
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BUILDING
OrrxcE Hours:
12 - 1
4 p.m. - 6 P.M.
AND BT APPOINTMENT
Talsimi: 28 889
Dr. J. G. SNH)AL
TANÍLÆKNIR
614 Somerset Block
Portage Avenue WINNIPEG
Res. Phone
72 409