Heimskringla - 25.09.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.09.1935, Blaðsíða 3
I WINNIPEG, 25. SEPT. 1935 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA sem aldrei hafa á skóla komið, sem slitnir eru af daglegu striti, en sem þó ihafa varðveitt þenn- an dýrmæta fjársjóð lífsins, að geta lagt frá sér erfiði sitt, slit- , ið fjötra andans og snúið sér með lofgjörð, loitningu og fögn- uði að söng, að ljóðum, að hríf- andi æfintýrum, að andlegum málum. Eg hefi stundum gert tilraun til þess að gera skiljanlegt sum- j um innlendum, sem ekki þekkja\| til, hvernig þeir séu þessir eldri íslenzku bændur eins og eg þekki þá. Eg verð vanalegast var við það, að þeim gengur illa að trúa mér. Þetta er svo frá- brugðið öllu því, sem þeir al- ment þekkja. Eg verð var við það strax, til dæmis hjá Skot- anum, að hann skilur ekkert í þessu. Hvern þremilinn varð- ar bóndann um skáldskap og hugsjóna-fans? Hvernig gethr hann haft nokkuð praktíkst eða arðberandi inngrip inn í slíkt, I þegar hann hejfir aldrei þegið lærdóm hjá völdum og próf- staðfestum kennurum? Því hugsar hann ekki umí að græða sem mest ihagsmunalega af daglegu starfi sínu og eyða ekki tíma sínum árangurslaust og án hagnaðar í það, sem ekkert snertir hans starfsvið. Svona j er ekki beinlínis talað, en eg veit, að svona er hugsað. Frá sjónarmiði efnishyggju þessa tíma er slíkt eðlilegur dómur. I Þeim er eðlilega ekki fært að skilja, að íslenzkur alþýðumað- ur geymir í sálu sinni þann leyndardóm lífsins, sem flestum er liulinn, að geta varðveitt líf og kraft andans, hvað sem ytri kjörum viðvíkur, að geta brotiö þá innbyrðis fjötra, sem kremja úr Mfi fjöldans alla stefnu, mest- an tilgang lífsins og eðlilegan sálarþroska. Væri þessi Ieyndardóm'ur öll- um alþýðulýð allra landa aug- ljós, og ekki sízit hér í álfu, þá mundi mannlífið og mannfé- lagsmálin breyta stefnu sinni; þá yrði heiminum skiljanlegt að efnishyggjan, gróðafýknin, — græðgin eru heiminum tíman- legt böl og andleg gjöreyðing, að afl þekkingar og hugsjóna, sé það ófjötrað og því rétt beitt, er nægileg trygging fyrir því, að hver einasta mannleg vera gæti haft nægð sína úr allri þeirri auðlegð, sem heim- urinn hefir að bjóða. Það er hugsjónaleysið, mannúðarleys- ið, réttlætisleysið sem veldur því, að svo er ekki. Vegna andlegs dofa og andlegrar leti fjöldans hafa skapast þau lífs- kjör sem einstöku menn nota sér, en fjöldinn líður fyrir. Ríkt, vakandi hugsjónalíf almtennings mundi útrýma slíku. í sálu ís- lenzka bóndans má finna ráðn- ing gátunnar. Næst sé eg mynd af um- komulausri, íslenzkri þvotta- konu, sem engan á að. Hún er óupplýst og lítið andlega þrosk- uð, slitin og töitralega búin. Lífið hefir verið henni fádæma- erfitt og lítils hefir hún notið- í innlendu mannfélagi væri hún algerlega einmana og huggun- arlaus; en í íglenzku umhverfi á hún vini af öllum stéttum. Þá er hún ekki er bundin við strit sitt, heimsækir hún ís- lenzkar fjölskyldur af öllum stéttum og er alstaðar hlýlega tekið. Enginn er svo hátt sett- ur í mannfélaginu, að hann ekki rétti henni vinarhönd og sýni henni þá kurteisi og á- heyrn, sem hverri hefðarfrú væri sýnd. Slíkt hefi eg séð meðal íslendinga, og slíkt hefi eg hvergi annarstaðar séð. — Heiminunf yfirleitt, og þjóðfé- laginu hér í landi einmitt á þessum tímum, ber brýn nauð- syn á því, að fá að kynna sér íslenzkt manneðli, að fá að rannsaka íslenzkt mannfélag til þess að finna svarið við spum- ingunni( sem allir ættu að vera að spyrja með brennandi á- huga. Spurningunni þessari: Á hvern hátt og hvað fljótt getum við útrýmt þessu ógurlega sté'ttariiatri, sem er að eitra líf ! völlur þess, sem þeir vilja helzt þessa lands og allra landa? — Hvers vegna hefir ekki mann- úðin rutt sér svo til rúms í kristnu mannfélagi, að við, sem völdin eigum að hafa, getum beitt þeim án tilfinningarleysis og grimdar gagnvart þeim1, sem umkomulausir eru, sviftir frelsi og valdi, þjáðir og niðurbældir? Eg vil segjal að íslenzkt mann- félag hafi fram að bjóða svar við þessari spurningu, að mann- úðar-tilfinning íslenzks eðlis, væri hún eign annara þjóða, mundi hafa ú'trýmt slíku fyrir löngu síðan. Eg hugsaði oft til þess hér á dögunum, þegar mest gekk á í Regina-borg, að sárfáir hefðu þeir íslendingar verið, sem hefðu getað verið sjónar- og heyrnarvottar að því, sem eg sá og heyrði, án þess að fyllast hrygð og örvænting út af því, hvaða vonleysi og hættu þetta land okkar væri að ráta í, og hvað hræðileg væri ef til vill framtíðin fyrir hvert uppvax- andi barn. Grimdin, kænskan, ofbeldið, sem þar kom í ljós, var andstygð og óafmáandi blettur á sögu þessarar tíðar. En þó var annað enn tilfinnan- legra og ef til vill mannfélaginu mikið hættulegra: Það var í- •hugunarleysið, skoðanaleysið, og þessi falska velsæmis-ró, sem liggur eins og kæfandi reykjar-móða yfir hugum fjölda fólksins, þessara svonefndu miðlungs-sltétta borgarlífsins, sem aldrei þora að hugsa eða komast að niðurstöðu um neitt, fyr en einhver leiðtogi úr ein- hverjum félagsskap þeirra er búinn að láta skoðun sína í ljósi. Væri slíkt fólk vakandi, áhugafult og mannúðarfult mundu slík atvik ekki koma fyrir. Það er hugsunarleysi og sofandi tilfinning fjöldans, sem leggur grunninn undir alla harðstjórn í öllum löndum. ís- lendingar gætu í þessu lagít fram svarið, ef aðrir vildu þiggja. Margar sláandi myndir mætti draga upp úr íslenzku mannfé- lagi, en tími leyfir ekki nema eina fleiri. Myndin sú er af ís- lenzkri þjóð, af íslenzku mann- félagi sem heild, þessari smáu þjóð með 120 þúsund íbúa. Eg hefi stundum skemt mér við að ímynda sér samskonar mannfélag, búandi hérna á sléttunum, með samsvarandi menningar-stofnanir og sam- svarandi þekkingar- og andans þroska. Við skulum hugsa okkur sneið af þessu fylki með 120 þúsund íbúa. Það mundi vera því sem mest næst svæði sjötíu til áttatíu m'ílna breitt, og að lengd héðan austur að Manitoba-fylki. Mikil nautn og auðlegð væri það, ef við hefðum á þessu svæði allan þann þekk- ingar -og hugsjóna auð sam- svarandi því, sem íslenzka þjóð- in á. Væri ekki gaman að haf'a alla þá auðlegö af mentastofn- unum; menningarsöfnum, lista- söfnum, tímaritum, bókum, lærdómsmönnum, andlegum leiðtogum, skáldum, rithöfund- um, söngmönnuiri og ótal fleira? Væri ekki yndislegt, ef að á öllu því svæði væri ríkjandi það göfugasta úr íslenzkum hug sjónum og íslenzkri íriannúð? Mundi ekki lífið vera tilgangs- meira en nú er, lífskjörin að öllu leyti betri? Þið ef til vill eruð að hugsa til þess, að Gall- arnir og aðrir mundu kvarta undan sköttunum til viðhalds öllum þessum menningarstofn- unum. En hvað gera ekki þess- ar 120 þúsundir á Íslandi? Ekki •er landið svo auðugt, en þeir lifa samt, lifa yfirleiltt betur en alþýða í öðrum löndum og geta stöðugt aukið við allar þessar stofnanir og krafist meira ' og meira af auði andans- Ekki vildu þeir skifta á lífskjörum við okkur, sem á þessu svæði búum. Þeir mundu ekki finna á þessari áminstu land-sneið einn einasta tug þeirra auðæfa þekkingarinnar og andans, sem þeim eru Mfsskilyrði og grund- njóta. Þeir hafa lært það' öðr- um þjóðum bötur, að sé andi þeirra og þekking þroskuð, mun tímanlegum hagsmunum þeirra verða borgið, að fáfróð alþýða verður aldrei frjáls alþýða, og að einstaklings-frelsið er undir- staða allrar þroskunar og alls réttlætis í stjórnarskipun hvers lands. Afskekt, út í íshafi, hefir þjóðin verið í margar aldir að nema þann vísdóm, sem mörg- um öðrum þjóðum er enn hul- inn, og liver vakandi og hugs- andi Islendingur, bæði þar og hér, hefir eignast eitthvað stærra eða smærra bndt af þeim vísdómi. Þjóðin hefir til margra alda sloppið við stríð og styrjaldir heimsins. Einstakling- ar hafa haft tóm og frelsi til að líta inn í sitt innra eðli, til að efla Mfsskoðanir og lífshug- sjónir, sem spruttu úr eigin huga og eigin brjósti í sltaðinn fyrir að láta þröngva slíku á sig í nafni þjóðar-heilla. Þjóðin hefir átt því láni að fagna, að þurfa aldrei að vekja almenna æsing eða almenna geðshrær- ingu sér til varnar. Einstakl- ingurinn hefir verið frjáls að hugsa sem einstakhngur, en ekki sem sauður í hjörð. Hann hefir notið þess, að umgangast aðra upp á eðlilegan máta, vit- andi að allur misskilningur er lionum sjálfum eitur, en öll mannúð farsæld. Hann hefir litið til annara þjóða og furðað sig á þessari rótfösltu skoðun hjá svo mörgum þjóðum, að þær feikna-fórnir og blóðsút- hellingar hafi nauðsynlega út- heimzt til að efla allar þeirra beztu stofnanir, í stjórn, lýð- frelsi, mentun, trúmálum og öðru fleira, og að stöðugt þurfi að standa á verði og fórnfæra frekar, þessum stofnunum til viðhalds. Hann furðar sig á þessari hvíldarlausu hælttu sem í má oft gera með lítilli löggjöf, og alla löggjöf má eyðileggja, ef fullkominn vilji fólksins er þar ekki fylgjandi. Við erum fámennir í þessari stóru álfu, og langan tíma mun það útheimta, að útbreiða og fá alment meðtekinn þann boð- skap, sem íslenzku manneðli er svo eðlilegt að bjóða fram, en þeir tímar koma, að sá boðskap- ur breiðist út um heiminn. En meðan þess er að bíða, þurfa íslendingar ekki að örvænta. Þeir eru betur staddir en aðrir. Þeir njóita meiri lífsins gæða en felstir aðrir. Hugsjóna-auð- legðin og mannúðin. Það eitt getur flutt mönnum frelsið. — Frelsið er ein Mfsins dýrmæt- asta gjöf, og íslendingurinn á í sálu sinni meira frelsi en nokk- ur önnur mannvera, sem byggir þennan hnött. Hann getur ver- ið andlega frjáls, þó hneptur sé í líkamleg bönd. íslendingurinn sjálfur hefir enga ástæðu til að vera með hroka eða ofmetnað yfir þessu. Hann hefir aðeins skapast á eðlilegan máta af rás viðburð- anna, áf sögu og lífskjörum', af umhverfi því, er hann hefir lif- að í. í öllum þessum atriðum hafa kjör lians verið frábrugðin kjörum einstaklinga í öðrum þjóðfélögum, og vegna þess er hann frábrugðinn annara þjóða mönnum, með lund og lífsskoð- un, sem á margan hátt er ein- •stök, en þó svo einkennilega þess eðlis, sem mannfélagið þarfnast mest nú á tímum. Sannur Islendingur ætti að vera, og er, sjálfstæður í hugs- un, andlega frjáls. Á þessu ríð- ur mest nú á dögum, þar sem öfl auðæfanna og iriáttur ein- okunarinnar eru að heyja sinn síðasta hildarleik, að nota sér neyð þessara tíma til að bæla niður hugsjónir lýðræðis og mannjafnaðar. Á ítalíu og Þýzkalandi hafa þessi öfl sigrað tíðar velferð komín, og hver ein stök þjóð er að meira eða minna leyti hnept í fjötra svo lengi sem í þeim málum horfir við eins og nú. íslendingurinn er alþýðlegur í sál sinni og hugsun, og lýð- ræðið og mannúðin eru í sam- ræmi við hans eðli. Ef þjóðim- ar gætu fyrst lært að lifa í friði. þá yrði það næst þeirra lang- þýðingarmesta markið, að efla innbyrðis hjá sjálfum sér þau lífskjör og þær hugsjónir, sem útrýmdu að fullu öllum stétta- ríg og flokks-hatri- Þar í ligg- ur hjá hverri þjóð, og hjá þess- ari þjóð, vandasamasta mannfé- Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgfllr: Henry Ave. Kast Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA | mun það verða kynslóð fram af kynslóð. Og á þessu sextugs afmæli íslenzks landnáms hér í landi lítum við yfir ástand íslendinga lagsmálið. Sú þjóð, sem gæti og verðum þess vör, að íslenzku sigrað þann vanda, mundi um leið vera, komin á það stig, að öllum bagsmunamálum mundi verða auðvelt að ráða fram úr. Getur nokkur hér bent mér á nokkurt vandamál, nokkur af þeim mörgu ókjörum, nokkuð það tilgangsleysi eða ranglæti, sem fólkið sligast undir, sem ekki á aðal-rót sína að rekja til samtakaleysis þess, sem skapast af óhug, illri grundsemd og hatri milil flokka og stétta landsins? Þar er rót alls inn- byrðis böls, og meðan það ekki læknasit er Mtil von um’ úr- lausn. þjóðirnar standa í, og getur J Qg f öllum löndum eru þau öfl ekki annað en fundist að alt sé j ag herja á mannfélagið; og eng- þetta óþarft og óeðlilegt. En liðnar aldir hafa bundið þessar þjóðir fjötrum, sem þær nú gjarnan vildu losast við, en sem fyrir öfgafult uppeldi lið- inna alda er ekki svo létt að útrýma, og í þessu ástandi stendur allur heimurinn í voða- hættu. íslendingar eru svo lánsamir, að hafa aldrei þurft að æsa hat- ur gagnvart öðrum þjóðum. ís- lendingar hafa notið þess, að lifa við eðlileg lífskjör og efla sínár stofnanir, ekki með blóð- baði, heldur á grundvelli mann- legra dygða, ekki sem storkun gagnvart öðrum þjóðum og ekki í óeðlilegum stéttaríg heima fyrir. Aldimar og liðin lífskjör hafa kent þeim það, sem þeir nú almient kunna, en aðrir ekki, og eins og myndirnar áðan sýndu. að andleg þroskun er ekki rétt- lætis-trygging, ef sú þroskun nær ekki til allra stétta; að all- ur sá hégómi, hroki og mis- skilningur, sem aðskilur menn á ýmsum sviðum lífsins, þarf að útrýmast svo allir geti eðlilega umgengist hver annan; að hug- sjóna- og andlegt líf allrar al- þýðu er tímanlegt og andlegt lífs-spursmál, ef fólki á að líða vel; að ef til vill er enn brýnni þörf á því í dag, að seðja sálar- hungur fjöldans en jaf'nvel að seðja líkamlegt hungur þeirra; að mannúðin í hjarta hvers ein- staklings verður að rakna við sem vakandi og starfandi afl á öllum sviðum, ef mannfélagið á ekki að sökkva í hungri og hatri. Mannúðar-hugsjónimar töpuðust svo tilfinnanlega á stríðsöldinni miklu. Þær hafa aldrei náð sér niður í sama máta. Þjóðimar í dag bera þess skýran vott. Séu þessar hugsjónir ríkjandi og þessi andi starfandi, mundi skjótt rætaslt fram úr mörgum okkar mannfélags-meinum. — Hvað fyrirkomulag stjóraa er, gerir minst til, öll löggjöf er fánýt nema henni sé rétt beitt og hún rétt meðtekin inn skal láta sér koma til hug- ar, að það sama eigi sér ekki stað hér í landi. Hættan er hér, jafnt sem annarstaöar, og Islendingurinn ætti að vera til þess valinn, öllum fremur, að standa á verði. íslendingurinn hefir aldrei vanist við óhug eða hatur gagn- vart öðrum þjóðum, alt um- hverfi hans og uppeldi hefir or- sakað það, að sMkt væri honum óeðlilegt og gagnstætt hans hugsun. Hann skipar því önd- vegis-sess í þeirri lang-þýðing- armestu hreyfingu, sém ÖM vel- ferð heimsins mun í framtíð- inni byggjast á — friðarhreyf- ingunni. Undir þeirri hugsjón og þeirri hreyfing er öll fram- Eðlilegur, sannur og fölskva- laus Islendingur á til meðalið í sálu sinni. Það, sem umliðnar aldir hafa mótað í fari hans. upprætist ekki á fáum áratug- um, og íslenzkir afkomendur hér í landi eru enn íslenzkir í eðli sínu, þó túlkun þess eðlis sé upp á annan máta, og svo frumbýlingarnir eru flestir horfnir, íslenzkt fólk er að dreifast, íslenzkur félagsskapur er í rénum, og íslenzk tunga er að lamast. Er þá alit horfið? Nei! Það, sem mestu varðar, varir enn. Islenzkt manneðli og íslenzkar hugsjónir eru lifandi og knýjandi öfl enn i dag. Og alt útlit er fyrir að næstu sex tugir ára munu enn meira þarfnast þess, að þau íslenzku öfl verði Canada þjóðinni til blessunar, og eigi sinn þátlt í því, að gera líf hennar yfirlætis- lausara, mannúðlegra, alþýð- legra og frjálsara. Þetta er sú háleitasta köllun, sem íslenzkir niðjar landánmsmannanna hug- stóru verða að hlýða, og sá göf- ugasti minnisvarði, sem hægt er að reisa þeim til vegsemdar. Hugsjónirnar, sem við höfum þegið frá þeim, eru þjóðinni hér brennandi nauðsyn til andlegs Frh. á 7. bls. Wm. E. Gordon I þingmannsefni í Selkirk, ' fæddist fyrir fjörutíu og fimm j árum síðan í Wellington j County, Ontario, af skozkum j foreldrum. Þetta þingnianns- j efni Uppsteypuflokksins hefir búið í Selkirk í sextán ár, stjórnað þar banka og haldið reikninga, á fjóra sonu og j dóttur er hann þarf að undir- í búa til lífsstarfs. Sú ábyrgð j er ein af ástæðunum til að j hann býður sig fram: ábyrgð j hans af forsjá barnanna er ' partur af ábyrgð hans gagn- vart öllu ungu fólki í Canada. Mr. Gordon hefir alla tíð j unnið sleitulaust í kirkju og j bæjar og félagsmálum. Satt j að segja, gildur borgari. Viðeigandi fyrirspurn: Oft er spurt að þessu nú á tímum í West Kildonan, Selkirk og Stonewall: “Eru póltísku flokkamir í þessum héröðum svo andlega volaðir, að við þurfum að sækja lögmenn frá Winnipeg til að vera hér í kjöri?” Selkirk er full af spurningum. Ein kemur frá Stone- wall með svona svari: “Hvað verður af lögmönnum, sem kosnir eru í þing? Þeir verða dómarar og meðlimir í hálaunuðum nefndum.” Myndalaus myndabók EFTIR H. C. ANDERSEN Sig. Júl. Jóhannesson, ’þýddi Þrítugasta og fyrsta mynd “Eg kem frá Rómaborg,” sagði máninn; “I miðri borginni á einni af sjö hæðum eru rústirnar af keisarahöllinni. Fíkjutrén vaxa þar óræktuð í sprungunum á snúrunum og brjóta auðnina með sínum breiðu, grágrænu blöðum. Milli rústanna reikar asninn í hinum græna lárviðarrunni og er ánægður með gulu þýstlana. Hérna var það sem hinn víðförli örn 'átti heima; örninn sem flaug þaðan: kom, sá og sigraði. Og héma eru nú dymar inn í lítið og fátæklegt hús, sem er smurið m’eð leir á milli tveggja marmarasúlna sem báðar eru brotnar. Vínviðurinn drúpir eins og sorgarslæður uppi yfir glugganum sem orðinn er skakkur og skældur. I þessu húsi á heima gömul kona ásamt dóttur dóttur sinni. Nú ráða þær yfir keisara- höllinni og sýna ókunnugu ferðafólki hina fornu fjársjóðu. Af hásætissalnum stenuur nú einungis einn veggur. Hinn svarti kýprus- viður bendir með löngum skugga á staðinn þar sem hásætið var. Tveggja feta mold er komin ofan á gólfið sem alt er brostið og brotið. Litla stúlkan, heimasætan í keisara borginni, situr þar oft á lága stólnum sínum þegar kvöldkiukkunuiri heyrist hringt. Lykilgatið í hurðinni rétt hjá sætinu hennar kallar hún Mikið sjónarhæðina sína. I gegn um það getur hún séð út yfir helminginn af allri Rómaborg — alla leið út að hinum tignarlega turni IUturs- kirkjunnnar. Þetta kvöld var hér alt kyrlátt eins og endranær og geislar mínir skinu bjartir og lýs- andi á litlu stúlkuna. Á höfðinu bar liún gamaldags leirkönnu fulla af vatni. Hún var berfætt. Stutta skyrtan og stut'tu ermarnar voru götótt. Eg kysti á veikbygðu, beygðu herðarnar á litlu stúlkunni; eg kysti líka dökltu augun og gljáandi hárið, sem var hrafnsvart. Litla stúlkan var niðri og gekk nú upp tröpp- umar upp í húsið; þær voru brattar, búnar til úr múrsteinamolum og súlnabrotum. Marg- litar eðlur skriðu hræddar við fætur hennar, en hún var aMs ekki hrædd. Nú lyfti hún upp höndinni og ætlaði að hringja dyrabjöllunni; hérafótur hékk þar á mjóum snærisspotta; og það var nú klukkustrengurinn í keisarahöll- inni. Hún nam staðar eitt augnablik. Hvað ætli hún hafi verið að hugsa? Ef til vill um falleg^ Jesúbarnið, sem var klætt silfri og gulli niðri í bænahúsinu, þar sem, silfurlamp- arnir ljómuðu, þar sem litlu vínstúlkurnar hennar tóku undir og sungu; getur verið að hún hafi hugsað um það, eg veit það ekki. Hún hreifði sig aftur, en hrasaði nú svo að leirkannan féll af höfðinu á henni og brotnaði þegar hún kom niður á ósléttar og harðar marmara plöturaar. Hún fór að hágráta. Heimasætan í keis- arahöllinni grét yfir þessari fánýtu brotnu leir- könnu. Hún stóð þama berfætt og grét — og grét. Hún þorði ekki að toga í snærisstreng- inn — bjöllustreng keisara hallarinnar. I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.